Hollenska búrtíkin gjammar

Hollenska búrtíkin gjammar illskulega en staðreyndin er sú að tími samninga er aldrei liðinn. Holland og Bretland eru gömul stórveldi og þarlendir drekka í sig stórmennskuna með móðurmjólkinni. Þeim hnykkir við er þeir minnast þess að nú eru breyttir tímar. Nú gilda alþjóðleg lög sem allir verða að hlíta, jafn vel stóru sepparnir.

Lang best hefði verið að leysa þetta mál með samningum. Ef Ragnar Hall ákvæðið hefði fengið að vera inni er hugsanlegt að þingið hefði samþykkt með enn stærri mun og forsetinn skrifað undir.

Nú er sýnt að skipa verði fót alþjóðlegan dómstól og leysa málið fyrir honum ......... ef ekki með sátt, þá með dómi. 


mbl.is Tími samninga er liðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Látum þá sækja málið í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þar er okkar varnarþing.

Ragnhildur Kolka, 20.2.2011 kl. 17:15

2 identicon

Sæll.

Ég tek undir með Ragnhildi, það sem þú nefnir með alþjóðlegan dómstól er ekki rétt og á honum er engin þörf. Í ESB tilskipunum kemur fram að hér sé okkar varnarþing. Bretar og Hollendingar hafa sjálfsagt blekkt marga með því að tala um EFTA dómstól (sá er einungis ráðgefandi) og fleiri slíkar stofnanir en eftir stendur að EKKI er ríkistrygging á innistæðutryggingastjóðnum og að héraðsdómur Reykjavíkur er okkar varnarþing. Við skulum ekki láta kommana þyrla upp ryki og búa til einhverja vitleysu, staðreyndir málsins eru skýrar - kommarnir verða að eiga vitleysuna og rangfærslurnar við sjálfa sig. Svo er ein leið í viðbót fær: Þeir sem eru svona ofboðslega hrifnir af þessu samkomulagi skrái sig á síðu sem t.d. Sf og VG kæmu á koppinn og þeir sem skrifuðu sig borgðu fyrst það er þeim svona mikið kappsmál. Ég vil að atvinnustig hér sé hátt og skattar lágir sú verður ekki raunin ef þetta samkomulag fer í gegn.

Ef við hefðu ekki þetta spineless lið sem nú stjórnar yfir okkur hefði þetta mál dáið drottni sínum fyrir löngu síðan. Bretar og Hollendingar finna að hér er engin viðspyrna og menn hér lyppast niður um leið og erlendur maður segir eitthvað við þá. Því ganga þeir á lagið - sem er kannski ekki skrýtið miðað við hvað hér stjórnar linur mannskapur.

Nú skiptir hins vegar miklu að þeir sem vita út á hvað málið gengur dragi ekki af sér við að draga staðreyndirnar fram í dagsljósið því ljóst að vinstri mafían á fjölmiðlunum mun hefja sönginn að nýju og spá fyrir einhverjum hræðilegum hlutum ef við borgum ekki ólögvarðar kröfur. Vinstri menn hafa reynt að blekkja þjóðina og munu reyna það áfram. Nú verður þjóðin að standa sig og halda staðreyndum á lofti!

Svo var ég að sjá að Gylfi Samfylking Arinbjörnsson er strax komin í fjölmiðla með sitt sérfræðiálit um að óvissuástandið verði framlengt. Finnst honum þá betra að hans félagsmenn hafi vart til hnífs og skeiðar á komandi árum? Gylfi gleymir því að hann á að gæta hagsmuna sinna félagsmanna og þeirra hagsmuna er best gætt með því að fella þetta samkomulag enda hætt við að það leiði til gjaldþrots ríksins eins og Ólafur Margeirsson hefur sýnt fram á með sterkum rökum. Hann á því ekki að rugla saman eigin pólitísku sannfæringu og hagsmunum félaga í ASÍ. Annars hefur engin blaðamaður spurt Landsvirkjun, sem virðist vera orðið tól ríkisstjónarinnar í þessu máli, hvers vegna þeir tala ekki við aðra banka en þennan pólitíska evrópska byggðabanka vegna Búðarhálsvirkjunar? Af hverju ættu bankar ekki að lána í arðbærar framkvæmdir sem ríkisábyrgð er á?

Helgi (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 18:32

3 identicon

Helgi er með þetta - engu við mál hans að bæta.

Baldur (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 340286

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband