Óbótamenn sleppa billega

Þegar almenningur getur ekki lengur treyst réttvísinni neyðast menn til að taka lögin í sínar hendur. Um daginn sagði ung kona frá því að hún hefði fengið vini sína til að misþyrma óþokkanum sem nauðgaði henni. Hún treysti ekki réttvísinni og valdi þessa leið. Og hér segir frá móður sem þarf að horfa upp á forhertan morðingja dóttur sinnar valsa um götur með glott á vör......hann lifir en veslings stúlkan liggur myrt og svívirt  í kaldri gröf.

*

Óbótamenn á Íslandi sleppa alltof billega, það er nú bara staðreynd málsins. Þeir myrða, nauðga, stela og misþyrma og fá væga dóma, jafn vel þótt síbrotamenn séu. Þó keyrir um þvert bak þegar hinum dæmdu óbótamönnum er ekki einu sinni stungið inn til að afplána refsinguna. Þeir ganga um frjálsir þangað til dómurinn fyrnist, þá byrja þeir aftur að nauðga, drepa, stela og misþyrma.

*

Til þess eru ríkisstjórnir að halda uppi lög og reglu. En Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur yppta öxlum andspænis ofbeldinu. Kannski minnast þau þess að það voru ofbeldismenn sem komu þeim sjálfum að kjötkötlunum. 

*

http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/eg-vil-ad-mordingi-dottur-minnar-verdi-daemdur-opinberlega---mer-bydur-vid-ad-hann-gangi-laus 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Það þarf sérstakt hugmyndarflug til að gera Jóhönnu og Steingrím ábyrg á fáránlegum refsiramma á nauðgurum Baldur.

Fyrir honum er áratuga hefð. Hér hafa ofbeldismenn og einkum nauðgarar sloppið við fárra mánaða fangelsisvist, sem auðvitað er fáránlegt.

Flokksmenn VG hafa oft vakið máls á veikum refsiramma nauðgar og farið fram á breytingar, síðast að ég held Sólet Tómasdóttir.

Það eru tveir, en þó kannski aðalega einn lögfræðingur sem sérhæft hefur sig í því að verja svona skepnur, og maður hreinlega verður dapur þegar manni verður hugsað til þess hversu mörgum skítmennum hann hefur komið undan refsingum.

Nauðganir og barsmíðar eru glæpir sem næst komast morði hvað alvarleik varðar, og ættu að meðhöndlast í samræmi við það.

Ég skil viðbrögð konunnar gagnvart þeim sem nauðgaði henni 100%

hilmar jónsson, 15.1.2011 kl. 14:18

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jú Hilmar, þegar ofbeldisaldan reis í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar bar stjórninni skylda til að fjölga dómurum og útvega ný fangelsi. Það er til kappnóg af húsnæði undir fangelsi víða um land. En stjórnin sefur á verðinum í þessu máli sem öðrum.

Baldur Hermannsson, 15.1.2011 kl. 14:21

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Að tala um Búsáhaldabyltinguna og Nauðganir í sömu andrá Baldur er hreinlega óviðeigandi.

Jafnvel þó að þú sjáir glæp í því þegar almenningur neyddist til að koma frá stjórn sem nauðgaði þjóðinni " í öðrum skilningi "

hilmar jónsson, 15.1.2011 kl. 14:30

4 identicon

Ættir að taka þetta mál upp við sérálitamanninn Jón Steinar.

Brjánn Guðjónsson (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 14:57

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Strákar, eitt er að greina milli sektar og sakleysis.....en refsiramminn er annar handleggur. Og svo aftur framkvæmd refsingar.....þau mál eru í algerum ólestri. Um daginn var frétt um innbrot og haft eftir lögreglumanni, að það færi allt eftir því hvaða þjófar væru lausir úr haldi hvaða hverfi yrðu fyrir barðinu á þessum óþokkum. Glæpir eru einfaldlega ekki teknir alvarlega af íslenskum stjórnvöldum. Það er skiljanlegt að almenningur gefist upp og taki lögin í sínar hendur.

Baldur Hermannsson, 15.1.2011 kl. 15:02

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég er sammála þér Baldur, þessi ríkisstjórn gerir lítið í því að vernda borgaranna fyrir glæpamönnum.

Ég tel mig hafa nokkuð hefðbundið hugmyndaflug svona í megindráttum og mér finnst það augljóst, að refsirammi laga vegna nauðgana er alfarið á ábyrgð Steingríms Joð og Jóhönnu þar sem þau virðast stjórna öllum lagasetningum í landinu.

Ef þau myndu beita sér fyrir harðari refsingum nauðgurum til handa, þá hefði ég takmarkað álit á þeim þingmanni sem legðist gegn því.

Þegar konu er nauðgað, þá get ég persónulega horft framhjá því þótt hún láti berja á ofbeldismanninum.

Sársauki þann sem konur upplifa þegar ruðst er inn á þeirra helgustu svæði er mikill og hverfur því miður seint. Sá karlmaður sem gerist sekur um slíkt, hann telst afar neðarlega í virðingastiganum svo vægt sé nú til orða tekið. Ekki myndi ég vilja hafa svoleiðis mann nálægt mér.

Það lýsir að mínu mati undarlegu hugarflugi að trúa því að æðstu ráðamenn þjóðarinnar hafi ekkert með refsiramma laga að gera, á sama tíma og þau eru að fá hin og þessi lagafrumvörp samþykkt á þingi.

Svona eru skoðanir manna misjafnar Baldur minn, en það var gott hjá þér að vekja athygli á þessu máli.

Jón Ríkharðsson, 15.1.2011 kl. 18:46

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Við komumst langt á réttsýninni, Jón, og eigum það sammerkt að við látum ekki pólitíkina villa okkur sýn. Ég skil ekki hvers vegna svona greindarpiltur eins og hann Hilmar minn skoðar allt með pólitískum gleraugum í stað þess að treysta eigin vitsmunum.

Baldur Hermannsson, 15.1.2011 kl. 21:07

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Og átt við ?

hilmar jónsson, 15.1.2011 kl. 21:12

9 identicon

Ofbeldið náði hámarki við síðustu þingsetningu. Þó ekki sé hægt að segja að þar hafi eingöngu verið sjálfstæðismenn, þá voru þeir alla vega margir, líklega meirihlutinn.

Ofbeldisfull skrif og hótanir eru einnig áberandi hjá hægrimönnum, til dæmis hér á þínum vef, Baldur.

Doddi (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 21:14

10 Smámynd: hilmar  jónsson

Var ekki Óli Björn þarna við alþingishúsið sturlaður af bræði og drykkju, þannig að lögregla þurfti að lóðsa hann burt, Sveinn ?

hilmar jónsson, 15.1.2011 kl. 21:20

11 identicon

Hann var í eitthvað annarlegu ástandi greyið. Maður hefur grun um að margir þeirra hafi viljað kynda svolítið undir þarna. Ég held að aldrei í sögunni hafi verið ráðist svona harkalega á þingmenn, ráðherra og jafnvel forsetann, átti hann ekki líka fótum fjör að launa?

Doddi (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 21:31

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Óli Björn hafði verið á Borginni en var svo vitlaus að arka gegnum skrílinn og var þar beittur líkamlegu ofbeldi. Var hann drukkinn.....hvar hefur það komið fram? Ekki svo að skilja, menn mega neyta áfengis mín vegna....það er löglegt í alla staði.

Baldur Hermannsson, 15.1.2011 kl. 21:35

13 Smámynd: hilmar  jónsson

Algerlega löglegt Baldur, en misskynsamlegt eftir aðstæðum..

hilmar jónsson, 15.1.2011 kl. 21:36

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sveinn, þú hefur eitthvað ruglast í ríminu. Á minni síðu eru aldrei ofbeldisfull skrif, hvað þá hótanir ..... ekki nema í þau fáu skipti sem einhverjir vinstri menn tapa glórunni og hreyta í mig ónotum. En ég tek ekki hótanir þeirra alvarlega. Vinstri menn urra og gjamma en bíta ekki.

Baldur Hermannsson, 15.1.2011 kl. 21:37

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hilmar, auðvitað var það með afbrigðum kjánalegt. Var Óli Björn ekki einhvern tíma á þingi fyrir íhaldið?

Baldur Hermannsson, 15.1.2011 kl. 21:37

16 Smámynd: hilmar  jónsson

Kom inn sem varamaður í smá tíma ef ég man rétt.

hilmar jónsson, 15.1.2011 kl. 21:41

17 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hefði viljað hafa hann inni þarna í föstu sæti. Afbragðs maður. Vínhneigður og fer ekki alltaf vel með það.

Baldur Hermannsson, 15.1.2011 kl. 21:42

18 identicon

Jæja. Ráðgjafi Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum, Loftur Altice, var hér t.d. að hvetja til þess að maður sem hann var ósammála, yrði hengdur í næsta ljósastaur.

Doddi (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 21:42

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sveinn, hann sagði það á sinni síðu. Minnist þess ekki að hann hafi sagt það hér. Harkalegt orðalag.....en var þetta ekki bara myndlíking?

Baldur Hermannsson, 15.1.2011 kl. 22:07

20 identicon

Þetta var hér á þinni síðu. En á sinni eigin síðu auglýsti hann eftir nógu sterku skordýraeitri, til að eyða "Sossum" endanlega, og nefndi Össur, Jóhönnu og Jón Baldvin.

Fyrir þau skrif var hann rekinn af blogginu. Það er leitt, því hann var að skrifa margt gott fyrir utan pólitíkina. En þegar kom að pólitíkinni þá sló alveg útí fyrir honum, eins og reyndin er með margann ágætan íhaldsmanninn.

Doddi (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 22:15

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sveinn, ég man ekkert eftir þessu, en ég man vel að hann lét einhver orð falla um að hengja Jóku og Steingrím upp eins og Ítalir gerðu við Mússolíni ..... en það var alls ekki á minni síðu. Ég heyrði af þessu og leitaði að því dyrum og dyngjum á netinu og fann það að lokum, man ekki hvort það var á hans síðu eða einhvers annars. En það var alls ekki á minni síðu ..... þá hefði ég ekki þurft að leita að þessu. Ég veit ekki hvort það er einhver leitarvél hér á blogginu ..... hefði gaman af því að ganga úr skugga um þetta.

*

Mig minnir að hann hafi nú bara ætlað að eyða Össuri með hentugu skordýraeitri. En þetta er svo langt síðan og ekki von að maður muni það nákvæmlega.

Baldur Hermannsson, 15.1.2011 kl. 22:27

22 identicon

Það er líklega búið að eyða þessu núna. (En ég tók afrit).

Doddi (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 22:33

23 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þarna sjáum við glöggt aðferð vinstri manna við að drepa málum á dreif Baldur minn.

Hilmar er greinilega ágætlega greindur þar sem hann sá að hann var á villigötum varðandi Jóhönnu og Steingrím.

Þá kemur annar vinstri maður og ræðir um meint ofbeldi hægri manna og mér sýnist þeir vera að reyna að búa til spuna um Óla Björn Kárason, þótt vandséð hvaða erindi hans nafn á í umræðu um refsingu fyrir nauðgun, en vinstri menn hjálpa ávallt hver öðrum út úr vitleysunni með einhvers konar spuna.

Sannleikurinn er sá að vinstri menn hafa verið margfallt ofbeldisfyllri en hægri menn, það er nóg að skoða skæðustu mótmælin sem fram hafa farið hér á landi.

Óli Björn er með afbrigðum klár maður, góður og beittur penni, ásamt því að hafa gagnrýna hugsun í meira mæli en flestir aðrir.  Hann er einnig maður sem ekki er haldinn pólitískum rétttrúnaði, Óli Björn hefur verið óhræddur við að gagnrýna sjálfstæðismenn og það er heilmikið vit í hans gagnrýni.

Ég skora á menn að lesa vefinn hans og reyna að finna eitthvað að því sem hann segir þar.

Ekki veit ég hvort hann hafi verið drukkinn eður ei, þegar mótmælavitleysa var niður í bæ, enda varðar engan um það.

Döpur er rökfimi manna sem blanda áfengisneyslu heiðursmanns inn í umræðu sem snýr að nauðgun og æskileg viðbrögð við þess háttar hryllingi.

Svo er mönnum eitthvað farið að daprast minnið, Lofti var ekki úthýst fyrir það sem að ofan greinir, heldur þótti þeim hjá mbl.is hann rita á niðrandi hátt um samkynhneigða.

Oft hef ég lesið ummæli eftir vinstri menn, þar sem þeir segi að það eigi að leggja Sjálfstæðisflokkinn niður, þar séu tómir glæpamenn osfrv. Málið er bara það, að við sjálfstæðismenn kærum ekki svona bull.

Það er öllum frjálst að kalla mig hverjum þeim ónefnum sem þeim dettur í hug.

Merkingarlaus orðaflaumur úr munni vinstri manna hefur engin áhrif á mig, og hef ég þá lokið mér af í bili.

Jón Ríkharðsson, 15.1.2011 kl. 22:49

24 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gríðarlega massífur pistill hjá þér Jón. Skotheldur. Í nýju bókinni hans Þórs Whitehead kemur einmitt fram að íslenskir kommúnistar æfðu vopnaburð í Rússlandi og komu af stað viljandi blóðugum bardögum í Reykjavík þar sem þeir misþyrmdu löggum og saklausum borgurum. Sumir lögregluþjónanna biðu þess aldrei bætur og fengu víst engar bætur. Þannig er nú hin sanna ásýnd vinstri manna: misþyrmingar, ofbeldi, launmorð og rógburður.

*

Hvernig er eiginlega hægt að fá þessa pilta til að snúa frá villu síns vegar?

Baldur Hermannsson, 15.1.2011 kl. 22:57

25 Smámynd: Baldur Hermannsson

Og ég er sammála þér um Óla Björn. Afar skarpur strákur, fróður og rökfastur.

Baldur Hermannsson, 15.1.2011 kl. 22:58

26 identicon

Já, það er nokkuð ljóst að töluverðir vankantar eru á refsirömmum í landi þar sem þroskaheftir vesalingar eru umsvifalaust dæmdir til 6 mánaða fangelsisvistar fyrir að stela súputening. Samkvæmt síkum refsirömmum gæti t.d. Sigurjón Digri átt von á allt að fimm milljóna ára betrunarvist verði hann fundinn sekur um markaðsmisnotkun uppá 10 miljarða króna.

Þið hægri mennirnir ættuð kannski að nefna þetta við kunningja ykkar Davíð Oddsson við tækifæri. Mér skilst að þó nokkrir vinir og vandamenn þess ágæta manns séu í lykilstöðum í dómskerfinu.

Baðvörður (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 23:25

27 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Alltaf góðir vinstri mennirnir, en dáldið á skjön við raunveruleikann.

Mér er alltaf hlýtt til vinstri manna því þeir vilja vel, það má bara ekki láta þá stjórna landinu Baldur, við drögum mörkin þar.

Davíð Oddsson gæti ekkert gert í þessu máli, þótt hann væri allur af vilja gerður.

Það er þannig, að dómstólar dæma eftir refsiramma laga sem alþingi ákveður, alþingi hefur nefnilega löggjafarvaldið, þannig að dómarar geta ekki þyngt dóma eftir eigin geðþótta.

Þannig að þetta mál, með þyngingu dóma, er alfarið í höndum vinstri manna um þessar mundir, en þetta er samt ekki sneið til Hilmars, þó hann megi alveg fá vin sinn Svein til að búa til skemmtilegan spuna um mig eða þetta mál.

Það má eiginlega ekki breyta vinstri mönnum Baldur minn, lífið yrði hálf grámyglulegt án þeirra.

Alvöru vinstri menn eru nefnilega frekar vandfundir nú til dags og hafa lítið atkvæðavægi af þeim sökum.

Jón Ríkharðsson, 16.1.2011 kl. 02:39

28 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég hef velt þessu fyrir mér því það er vissulega satt: það má hafa gaman af vinstri mönnum og oft hægt að hlæja að vitleysunni í þeim. En þeir eru því miður vitlausari en góðu hófi gegnir. Minna má gagn gera, eins og kellingin sagði þegar stóðhesturinn gerði skyldu sína.

Baldur Hermannsson, 16.1.2011 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 340447

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband