Ofbeldishneigðin krefst útrásar

Manni verður þungt fyrir hjarta að lesa slíka frétt, en þó get ég ekki sagt að hún komi mér á óvart. Það er búið að spana upp svo heiftarlegan ofbeldisanda með þjóðinni og einhvers staðar vill ofbeldishneigðin fá útrás.

Við Jóna höfum farið á þennan yndislega stað tvisvar eða þrisvar á hverju ári. Þarna var fagurt á sumarkvöldum þegar geislar hnígandi sólar léku um landið, litlu kirkjuna og gömlu leiðin. Það var svo ljúft að tylla sér í kirkjunni og finna snertingu við anda liðinna tíma. En nú er þessi hjartkæri áfangastaður brenndur til kaldra kola.

Ég hef áður vakið máls á því hvernig skrílvæðing sú sem kennd er við búsáhaldabyltingu leysti úr læðingi skaðræðisöfl sem ekki verða hamin úr þessu. Það er vitað að Vinstri grænir áttu drjúgan þátt í skipulagningu skrílslátanna og efast ég þó um að Steingrímur sé hreykinn af þeirri birtingarmynd ofbeldisins sem nú blasir við.

Vinstri grænir, Álfheiður Ingadóttir og Hörður Torfason bera ekki einsömul ábyrgð á þessari skrílvæðingu. Fleiri samtök hafa farið fram með offorsi og má þar nefna Saving Iceland og félagið Vantrú.

Vantrú hefur ekki á neinn hátt hvatt til áþreifanlegs ofbeldi en mér hefur blöskrað sá hatursandi í garð Kristinnar trúar sem þessi samtök hafa boðað hér á netinu. Ég minnist þess sem Nietzsche sagði löngu fyrir aldamótin 1900: sá hernaðarandi sem menn hafa blásið upp hér í Þýskalandi mun fyrr eða síðar krefjast útrásar og valda ólýsanlegum hörmungum. Og Nietzsche reyndist sannspár.

Það er athyglisvert að fylgjast með þeim friðsamlegu mótmælum gegn Icesave sem nú eru í gangi og bera saman við ofbeldisverkin og skrílslætin á Austurvelli. Þeir sem kynt hafa ötullega undir hatri og ofbeldishneigð horfa nú á uppskeru sína og þó að einhverjir þeirra fagni brunanum í Krýsuvík held ég að þeir séu fleiri sem horfa til hans með ugg í brjósti.


mbl.is Krýsuvíkurkirkja brann í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Já þetta er hræðilegt. Þótt kirkjan væri lítil var hún stór í fallegu umhverfi Krísuvíkur. Ég myndaði hana siðsumars 2009 í ljósaskiptum og það eru með fallegri ljósmyndum sem ég á. Innandyra var friðsælt og fallegt. Tugir erlendra ferðamanna voru á staðnum og áttu ekki orð yfir fegurðinni. Á nýársnótt var Grensáskirkja svo einnig fyrir árás sem virtist skipulögð. Gluggar brotnir á sama tíma og flugeldar sprungu og kirkjan ötuð rauðri málningu eins og um væri að ræða hús útrásarvíkings. Ég á bágt með að trúa því að Vantrúarmenn hafi átt hér hlut að máli þótt þeir hafi vissulega verið með hatursherferð gegn kirkjunni og (sérstaklega kristinni) trú. Í sinni hatursboðun segjast þeir sjálfir vera uppfullir af húmanísku siðgæði og umburðarlyndi.

Það er afarr dapurleg hegðun að eyðileggja eignir og haga sér eins og stjórnlaus dýr. Ég tek undir með þér Baldur um að ICESAVE mótmælin eru til fyrirmyndar.

Guðmundur St Ragnarsson, 2.1.2010 kl. 14:14

2 identicon

Þetta er skelfilegt.  Yfir 30 rúður og rauðri málningu var skvett á Grensáskirkju nóttina áður. 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 14:24

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rauðri málningu - einmitt. Yfirleitt hafa menn ekki heima hjá sér lager af rauðri málningu. Þetta er ótvíræð vísbending um skipulagðan ofbeldishóp, eða ofbeldishópa. Hverjir standa að baki árásum á heimili útrásarvíkinga? Það hefur aldrei verið upplýst en vera má að það séu sömu aðilar og þeir sem núna herja á kirkjur landsins. Staðreyndin er sú að ofbeldishneigðin verður afl sem velur sér skotmark eftir hentugleikum. Þung er ábyrgð þeirra sem alið hafa á slíkum hneigðum í samfélaginu.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 14:41

4 identicon

Vantrú er sértrúarsöfnuður.  Trúin felst í því að trúa ekki.

Þar sem Vantrú er sérstrúarsöfnuður, þá skal berjast gegn öðrum "rangtrúar" liði með þeim meðulum sem duga.

Andrés Ingi (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 14:47

5 identicon

Þetta eru hörmuleg tíðindi af bruna Krýsuvíkurkirkju. Ég á þar minningar, svo sem þegar Madonnuhlaupið fór fram. Það byrjaði í kirkjunnu með tónleikum og svo var hlaupið til Hafnarfjarðar rúmlega hálft maraþonhlaup. Erlendur Sveinsson stóð fyrir þessum atburði til að minnast föður síns Sveins Björnssonar, en sá gerði altaristöfluna í Krýsuvíkurkirkju.
En það getur ýmislegt gott komið út úr þessu, þótt vangá eða illur hugur hafið búið að baki. Við fáum nýja kirkju og hún mun verða byrjun að einhverju meira.

Egill Þórðarson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 14:50

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Egill, hún gæti orðið byrjun að öðrum bruna.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 14:56

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Andrés Ingi, ég skil hvað þú ert að fara. Ég ber fulla virðingu fyrir þeim sem ekki trúa en það er óafsakanlegt hvernig þessir menn haga sér gagnvart trúuðu fólki. Ég er alls ekki að halda því fram að félagar í Vantrú sé vont fólk, en Vantrú er vondur félagsskapur sem kemur illu til leiðar.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 14:58

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég ber mikla vantrú til Vantrúar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.1.2010 kl. 15:04

9 identicon

Hitler lét kveikja í og kenna öðrum um. Þú hefur ekki hugmyndu  hver kveikti í. Kveiktir þú í Baldur?

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 15:07

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ólafur, fróðir menn telja ekki að Hitler hafi látið kveikja í ráðhúsinu, ef það er það sem þú ert að vísa til. Annars er athugasemd þín einkennileg og frekar svona úti á þekju. Viltu ekki lesa færsluna áður en þú stingur niður penna?

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 15:17

11 identicon

Fólk á að fá að trúa hverju sem er, - í friði.

Kirkjuna á að endurreisa og það helst strax, og gera ráðstafanir á slíkir atburðir geti ekki gerst aftur.  Er að gera ráð fyrir að um íkveikju hafi verið að ræða.  Hún er (var) órjúfanlegur partur af landslaginu.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 15:20

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

G2G, ekki er nú allt ónýtt sem manni var kennt í bernsku. Eitt af því sem ég lærði ungur og hef ákveðið að halda tryggð við, er þetta: sýndu ávallt trú annarra virðingu.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 15:23

13 identicon

Ætli það væri ekki jafn rökfast að finna bóndabæ sem brann eftir að Þjóð í hlekkjum hugarfarsins var sýnd og kenna höfundunum um.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 15:36

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Óli Gneisti, þetta er auðvitað fyndin athugasemd og mér þykir verra að þurfa að andmæla henni, því góður brandari á rétt á því að standa ósnertur. En í þeim þáttum var aldrei hvatt til ofbeldis. Í því liggur munurinn.

Ekki þekki ég þig, Óli Gneisti, en ef þú ert alltaf svona hnyttinn þá endilega komdu hér oftar og gleddu okkur með kaldhæðnum gamanyrðum.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 15:49

15 identicon

Og Vantrú hefur aldrei hvatt til ofbeldis heldur þvert á móti fordæmt það. Ég held að gagnrýnendur Þjóðar í hlekkjum hugarfarsins hafi alveg séð svipaðan hatursanda þar og þú sérð hjá Vantrú.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 15:54

16 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Hvernig væri nú að Sjónvarpið fari að endursýna Þjóð í hlekkjum hugarfarsins? En þetta er skelfilegt með kirkjuna. Bara eitt orð: SKELFILEGT.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 2.1.2010 kl. 15:57

17 Smámynd: Baldur Hermannsson

Óli Gneisti, ég tók alveg sérstaklega fram í færslunni að Vantrú hafi ekki hvatt til ofbeldis, en mér hefur blöskrað að lesa þann hatursanda sem felst í skrifum þeirra og slíkur hatursandi kallar fyrr eða síðar fram ofbeldi á einn eða annan hátt.

Það getur vel verið að einhverjir hafi greint slíkan anda í Þjóð í hlekkjum hugarfarsins, en þeir þættir sneru einungis að atburðum sem gerst höfðu fyrir aldamótin 1800 og hafa nú tæplega kallað fram haturshug gagnvart öðrum en höfundi þeirra, enda var honum margsinnis hótað lífláti í fjölmiðlum, þótt ekki hafi orðið úr framkvæmd þeirra hótana.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 16:04

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Silla, ég hef ekki áhuga á því að sýna þessa þætti aftur. Þeir komu mörgum í opna skjöldu þegar þeir voru sýndir og í því lá gildi þeirra. Ég held að þau sjónarmið sem þá voru reifuð séu nú orðin viðtekin skoðun þorra manna. Allt hefur sinn tíma og sinn stað, kæra Silla.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 16:06

19 identicon

Nú verð ég að játa að þessir þættir fóru alveg framhjá mér á sínum tíma enda er ég svo mikið yngri en þú en punkturinn stendur. Áhorfendur sáu þarna hatursanda alveg eins og þú sérð hatursanda hjá Vantrú sem ég hef hvergi orðið var við. Þar sem ég hef verið meðlimur hjá Vantrú frá upphafi og er núna formaður þá get ég alveg sagt hvaða andar eru á bak við okkar baráttu: Sannleiksást og réttlætiskennd.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 16:10

20 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Mikið rétt. allt hefur sinn stað og tíma. En ég hef greinilega verið mikið upptekin á þessum árum. Man ekki eftir að hafa séð þættina. Hlyti ég ekki að muna það:) En þú ert seigur að vera lifandi þó!!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 2.1.2010 kl. 16:11

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

Óli Gneisti, ég þræti ekki fyrir að einhverjir áhorfendur hafi skynjað hatursanda, en það hlýtur að skipta máli gegn hverjum slíkur andi beinist. Í þáttunum var ekki vikið að einu eða neinu sem gerist eftir 1800.

Ég hef lesið ummæli Vantrúarsinna hér á blogginu en meira þó á Facebook. Ég get alveg staðið við orð mín. Vantrúarmenn skrifa um Kristna trú og Kristið fólk af hatri og fyrirlitningu. Sumir af þessum mönnum eru ágætismenn og þeim mun dapurlegra að þeir skuli hafa ánetjast slíkum óhroða.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 16:16

22 identicon

Geturðu nefnt dæmi um slíkt?

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 16:17

23 identicon

Já, þetta er allt saman Vantrú að kenna. Vantrú er sértrúarsöfnuður fullur af reiðum skólastrákum og kommúnistum sem finnst gaman að brenna kirkjur í skjóli nætur, því að þeir græða náttúrulega mjög mikið á því.

Nei, svona í alvörunni talað, dragðu hausinn á þér út úr rassgatinu á þér áður en þú ferð að henda skít í fólk án þess að hafa nokkuð sem styður þessar ályktanir þínar.

Andrea Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 16:24

24 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég gerði það á Facebook fyrir um það bil mánuði síðan og tilgreindi sérstaklega þá einstaklinga sem höfðu sig mest í frammi. Ég get alveg gert það aftur en það tekur tíma og akkúrat núna er ég upptekinn heima við. Ég hygg hins vegar að þú getir sjálfur skoðað ummæli félaga þinna og sannfærst um að ég fer með rétt mál.

Þegar annars mætur maður svívirðir Guðshugmynd kristinna manna með því að hneykslast á því að þeir skuli dýrka "galdrakarl á himnum" og væna síðan þennan sama "galdrakarl" um hryðjuverk, morð og hvers kyns níðingsverk, þá lýsir það ekki öðru en glórulausu hatri á Kristindómi og takmarkalausum illvilja í garð Kristinna manna.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 16:26

25 Smámynd: Baldur Hermannsson

Andrea, það er áhugavert fyrir lesendur að kynnast hugarfari Vantrúarsinna eins og það birtist í orðfæri þínu. Þakka þér fyrir að renna stoðum undir staðhæfingar mínar.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 16:28

26 identicon

Þú leggur semsagt gagnrýni á skoðunum fólks og hæðni til jafns við að hatur og fyrirlitningu á því? Nú les ég bloggið þitt ekki oft en það litla sem ég hef séð gefur til kynna að með þessari mælistiku væri hægt að gera ráð fyrir að þú hatir ótal hópa fólks.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 16:33

27 identicon

Bullið í þér um að VG hafi staðið fyrir búsháhaldabyltingunni, er sama og bullið í þér í annarlegu ástandi út í Bergen forðum daga.

Þú fullyrðir og segir "Það er vitað að Vinstri grænir áttu drjúgan þátt í skipulagningu skrílslátanna"

 



Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 16:38

28 identicon

Baldur. Þér er ekki sæmandi að halda þessari vitleysu áfram.

Ég er meðlimur í Vantrú líkt og þú veist. Þetta eru grófar ávirðingar hjá þér sem eiga ekki við um mig og alla þá sem tilheyra því félagi.

Það samræmist varla 'kristilegu siðgæði' að níða af mönnum skóinn sem hafa ekki til þess unnið. Það er ekkert hatur á þessum bænum.

Þú ert það skarpur maður að þú átt að vita að við virðum trúfrelsi þó við gagnrýnum trúarbrögð. 

Kristnir menn, sumir hverjir, mættu gjarnan fara að taka upp á því að vera málefnalegir í stað þess að halda fram rakalausu bulli sem þessu. Sem enginn fótur er fyrir, nota bene.

Þú getur ekki fundið heimildir fyrir því sem þú heldur fram hérna. Þó þú gúglir fram á nótt. 

Einar Kristinn Einarsson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 16:41

29 Smámynd: Valgarður Guðjónsson

Baldur, ég er líka meðlimur í Vantrú og mér sýnist þú nú fullyrða meira en þú getur staðið við. Getur ekki verið að þetta hafi verið sett fram í hita umræðunnar og einfaldast að biðjast velvirðingar á þessu?

Valgarður Guðjónsson, 2.1.2010 kl. 16:45

30 identicon

Krísuvíkurkirkja brennur þann 1. janúar og Baldur Hermannson bloggar um skaðann og spyrðir síðan trúleysingafélaginu Vantrú inn í umræðuna?...

Getur verið að það hafi kviknað í kirkjunni út af e-i rakettu?  Einhver dólgur með fjölskyldupakka að skjóta í friði?  :)

Eða voru það einhverjir sem trúa ekki á yfirnátturlega veru í himninum?

Mér skilst að Baldur Hermannson njóti þess að erta allskonar fólk og hafi yndi af illdeilum hverskonar.  Má ekki líta á þessi brennubríksl sem einhverja slíka æfingu?

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 16:46

31 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þar sem orðin "annarlegt ástand" eru tvíræð við ég taka það strax fram að Ólafur Sveinsson er þarna að vísa til víndrykkju minnar á æskuárum, en ekki sterkari efna. Vil ég þá vitna í Martein Lúther:

Hver sem ekki elskar vín,

óð né fagran svanna,

verður alla ævi sín

andstyggð góðra manna.

Það eru sterk rök fyrir því að VG hafi átt þátt í því að skipuleggja búsáhaldabyltinguna svokölluðu, sem kannski mætti heldur kalla saurpokabyltinguna. Í Umsátrinu eftir Styrmi Gunnarsson kemur fram að Steingrímur hótaði Geir Haarde skipulögðum mótmælum, og þó að Steingrími sé yfirleitt annað betur gefið en efna loforð sín, eins og allir vita, þá stendur hann þó alltaf við hótanir sínar. Ennfremur hafa birst hér á netinu ljósmyndir sem teknar voru inn um gluggann á skrifstofu VG og þar getur að líta mótmælaskilti sem byltingarmenn geymdu.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 16:47

32 Smámynd: Baldur Hermannsson

Einar Kristinn Einarsson, það vill svo skemmtilega til að í athugasemd nr. 24 er ég einmitt að vísa í þína eigin Facebook-síðu og margendurtekin ummæli þín og annarra sem þar skrifa. Ég er alveg gáttaður á því að þú, sem ert í flesta staði vandaður og góður piltur, skulir láta þér um varir líða annan eins óhroða og þú hefur gert þar ítrekað. Ég er alveg til í að biðja afsökunar, en það yrði þá afsökunarbeiðni fyrir þína hönd en ekki mína.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 16:51

33 identicon

Hvernig nákvæmlega ýtti ég stoðum undir staðhæfingar þínar? Ef þú ert að tala um seinni hluta athugasemdar minnar þá hefði ég svo sem getað orðað þetta kurteisislegar, en þótt að maður setji blóm á illa lyktandi skítahaug þá er það samt sem áður illa lyktandi skítahaugur.

 Ég mæli með því að þú kynnir þér Vantrú og meðlimi hennar aðeins, þú virðist ekki hafa mikið vit á því sem þú ert að tjá þig um. Ég er ekki meðlimur í Vantrú og ég kalla mig ekki það sem þú kallar mig, 'Vantrúarsinna' (gaman hvað þú virðist geta talið þig þekkja mig vel á þessum örfáu setningum sem ég skrifaði hér fyrir ofan), miðað við það sem ég hef séð af Vantrú er þetta hópur af víðsýnu, gáfuðu og skynsömu fólki sem sér hlutina í  réttu ljósi. Annað en þú.

 Ég tek undir með Óla, það virðist mega gera ráð fyrir að þú hatir ótal hópa fólks. Allt þetta hatur er slæmt fyrir sálina. Ég legg til að þú fáir þér ís.

Andrea Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 16:52

34 identicon

Sæll Baldur

Ég er í Vantrú ásamt nokkrum þínum öðrum fyrrverandi nemendum þínum (þú gerðir okkur svo rökrétt að við gátum ekki annað en endað í Vantrú). Ertu tilbúin að segja það í andlitið á mér og okkur hinum að við séum hatursfullir einstaklingar sem ´´boðum hatursanda gegn kristinni trú´´ ?

Þú sagðir svo líka:

Þegar annars mætur maður svívirðir Guðshugmynd kristinna manna með því að hneykslast á því að þeir skuli dýrka "galdrakarl á himnum" og væna síðan þennan sama "galdrakarl" um hryðjuverk, morð og hvers kyns níðingsverk, þá lýsir það ekki öðru en glórulausu hatri á Kristindómi og takmarkalausum illvilja í garð Kristinna manna.

Þetta er glórulaus vitleysa og takamaraklaus vilji til að sýnast vitlaus. Guð á að hafa brotið náttúrulögmálin margoft, það má alveg kalla það galda (enda eru galdrar í eðli sýnu þannig að þeir eiga að vera að vera ómögulegir) og þ.a.l. er guð galdarakall (sem er ekkert níðandi nema fyrir þá sem eru 400 ára gamlir og ennþá vilja brenna nornir og galdakarla; ég væri t.d. alveg til í að vera galdrakall). Hann myrti ALLA á jörðinni nema 8 manns í syndaflóðinu (sem auðvitað átti sér aldrei stað), hann myrti stóran hluta, ef ekki allan búfénað í Egyptalandi til að meika point og fleira og fleira sem engin heilvita maður í dag myndi láta sér detta í hug að gera (jafnvel þótt viðkomandi hefði til þess getu), enda eru þetta allt augljós illvirki og hryðujuverk.

Hjörtur Brynjarsson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 16:52

35 identicon

Ég hló nú upphátt þegar ég las umrædda setningu í bók Styrmis. Allir sem hafa eitthvað verið innanhúss hjá VG vita að flokkurinn hefur ekki slíka skipulagshæfileika. Allir sem fylgdust með mótmælunum vita að þar var fólk úr öllum flokkum. Síðan er hverjum manni ljóst að skiltin sem þú vísar til voru til sýnis í gluggum skrifstofu UVG (og tilheyrðu væntanlega félagsmönnum þar) og hlægilegt að ætla að þarna hafi á nokkurn hátt sannast aðild flokksins að skipulagningu mótmæla.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 16:55

36 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Afar athygliverð kona: "Nei, svona í alvörunni talað, dragðu hausinn á þér út úr rassgatinu á þér áður en þú ferð að henda skít í fólk án þess að hafa nokkuð sem styður þessar ályktanir þínar."

Andrea Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 16:24

Þessi orð hennar gleymast vonandi fljótt. Hún á vonandi ekki margar alnöfnur...

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.1.2010 kl. 16:56

37 identicon

Hættu nú alveg Baldur! Þú hlýtur að vera að grínast. Öðru trúi ég ekki upp á þig af fenginni reynslu. Rétt að benda fjölmörgum lesendum þínum á það.

Felldu allavega í dóm kjósenda hvað þú flokkar undir óhroða með ca. einni tilvitnun. Sleggjudómari eins og þú hlýtur að hafa graníthrygg í stað þess að vera viðkvæmur og meyr sem plóma þegar það á við.

Byrjaðu á að biðjast afsökunar fyrir þína hönd. Svo skal ég taka til mín það sem er mitt, ef e-ð finnst.

Einar Kristinn Einarsson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 17:00

38 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hjörtur Brynjarsson, það er mér alveg sérstakur heiður og ánægja að hitta þig aftur. Þú varst - og ert væntanlega enn þá - einstaklega fljótskarpur maður, greindur á skemmtilega og skapandi vísu og það er hverjum manni gæfa að kynnast fólki eins og þér. Ég þarf ekkert að kynnast Vantrú sérstaklega, ég hef þekkt trúlaust fólk alla mína ævi og í þeim hópi eru flestir vandaðir menn og prúðir, sem aldrei myndu veitast að Kristnu fólki með níði og fyrirlitningu.

Ég held fast við þá sannfæringu mína, að siðmenntað fólk sýni trúarbrögðum annarra virðingu. Og í því efni verðum við að greina á milli siða og trúar. Ýmislegt í siðum Múslima hugnast mér ekki en ég hef kynnst íslenskum Múslimum og get af eigin reynslu staðfest að þar er vandað og gott fólk sem aldrei myndi tala til Kristinna manna eins og félagar í Vantrú hafa gert iðulega.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 17:05

39 identicon

Ég held að Vantrúarvinkill umræðunnar þurfi ekki meiri athygli. Málflutningur Baldurs hefur einfaldlega verið felldur. Ef hatur finnst hjá Vantrú þá finnst jafn mikið hatur hjá Baldri.

En Baldur, þú hefur greinilega lesið bók Styrmis. Af hverju minnist þú ekki á að Moggaritstjórinn sjálfur hefur enga trú á því að mótmælin hafi verið skipulögð af VG og að hreyfingin sem fór af stað hafi haft miklu breiðari grunn.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 17:06

40 Smámynd: Baldur Hermannsson

Einar, kommon, ég er búinn að tilgreina ummæli af þinni eigin facebook síðu sem mér finnst fyrir neðan allar hellur og það hef ég sagt við þig áður. Ég endurtek: lestu aftur athugasemd nr. 24. Þar er vitnað til ummæla á þinni eigin facebook síðu. Ég skil ekki að ég þurfi frekari vitna við.

En fyrst við eigum í þessari orðasennu við ég taka fram eftirfarandi: Einar Kristinn Einarsson er sómamaður, flugskarpur og skemmtilegur, vel að sér um flesta hluti og skarpskyggn á samfélagið. Það breytir ekki þeirri staðreynd að hann þarf að bæta þeirri alin við hæð sína að sýna trú annarra virðingu og tillitssemi. Einar er enn þá ungur maður og ég hef fulla trú á því að hann muni tileinka sér þá mannasiði þegar stundir líða.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 17:10

41 Smámynd: Baldur Hermannsson

Andrea Gunnarsdóttir, það er hluti af trúarlegu uppeldi að rækta persónuleika manna, rækta það sem gott er og fagurt, heilbrigt og jákvætt, en stemma stigu fyrir neikvæðum og niður rífandi þáttum.

Þegar þú ryðst fram með orðfæri sem drukkin hóra á portúgölsku vændishúsi þættist fullsæmd af á vondum degi, þá ertu gott sýnishorn af því hvernig fer þegar ekki er vandað til uppeldisins. Vonandi áttu engin börn.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 17:15

42 identicon

Jæja Baldur.

Þú snérir þér þarna laglega undan því að svara spurningunni minni. Ég gef þér aukatíma með það ef svo vildi til að þú þurfir meiri tíma í hana.

Annars nefnduru þetta:

´´Þegar [.....] maður svívirðir Guðshugmynd kristinna manna með því að hneykslast á því að þeir skuli dýrka "galdrakarl á himnum" og væna síðan þennan sama "galdrakarl" um hryðjuverk, morð og hvers kyns níðingsverk, þá lýsir það ekki öðru en glórulausu hatri á Kristindómi og takmarkalausum illvilja í garð Kristinna manna.''

Ég svaraði þessu (í athugasemd 34) og væri til í að fá að heyra þinn vinkil á þessa síðustu málsgrein mína í þeirri athugasemd.

Geturu svo nefnt dæmi um hluti sem Vantrú hefur gert/sagt þar sem félagið talar til kristinna manna á hátt sem þú getur ekki sætt þig við? Og þar skal gera greinarmun á Vantrú sem félagi og einstaklinum í vantrú sem eiga sín einkablogg. Þú myndir ekki væna Síldarverksmiðjuna um rasisma þó að einhver sem vinnur þar myndir úthúða svertingjum á einkabloggi sínu.

Ég bíð spenntur.

Hjörtur Brynjarsson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 17:21

43 identicon

Það ert þú líka Baldur.

Í athugasemd #24 minnist þú á 'galdrakarl' sem níðingsorð. Það myndi seint verða flokkað undir slíkt. Sköpunarsaga Biblíunnar er töfrum líkust. Ekkert óeðlilegt við það að myndlíkingin við galdrakarl sé þar týnd til i líkingarmáli - Það er ekki glæpur að nota flóru tungumálsins þegar það á við. Varstu ekki sjálfur að taka fyrir orðabók Marðarins hér fyrir stuttu? Helvíti góð færsla það!

"Hryðjuverk" er orð sem ég hef ekki notað um guðinn þinn. Sá guð hefur hins vegar gert ýmsa vafasama hluti líkt og stendur í ritningunni. Drepið þá allnokkra.

Hvernig get ég verið níðingur með því að benda á þau vers sem þar standa? Bókin sú, er jú meginundirstaða kristinnar trúar.

Þú ert kominn í Zugzwang ef þú heldur þessu áfram til streitu kæri ven. Sá sem gagnrýnir harðast verður líka að þola gagnrýni án þess að móðgast. Sú gagnrýni verður þó að vera sanngjörn á báða bóga.

Einar Kristinn Einarsson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 17:29

44 Smámynd: Baldur Hermannsson

Óli Gneisti, mánudagskvöldið 29. september 2008 ræðir Steingrímur við Geiir Haarde um þjóðstjórn, en eftir að þeirri hugmynd er hafnað segir Steingrímur efnislega við Geir Haarde:

"Við kunnum ýmsilegt fyrir okkur. Við kunnum að bera fram tillögu um vantraust og við kunnum að skipuleggja mótmæli."

Áfram segir í Umsátrinu, bls. 194: Þessi ummæli, ásamt ýmsu öðru, urðu til þess að innan stjórnarflokkanna varð sú skoðun útbreidd að Vinstri grænir hefðu skipulagt mótmæli hinna almennu borgara á götum úti".

Þessu til viðbótar má svo nefna mótmælaskiltin sem geymd voru á skrifstofu VG og sanna aðild VG að mótmælunum. Einnig má nefna bein afskipti Álfheiðar Ingadóttur sem fræg eru af endemum.

Það er alls ekki víst að VG hafi einir skipulagt skrílslætin við Austurvöll en það er hafið yfir allan efa að þeir áttu drjúgan þátt í þeim, enda skiluðu þau sér í þeirri dapurlegu stjórnarsetu sem nú er að ríða landinu á slig.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 17:30

45 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hjörtur Brynjarsson, það er nú öðru nær en ég sé að hunsa spurningar frá þér. En ég kem einfaldlega ekki auga á neinar slíkar spurningar í athugasemd þinni. Ef þú ert að fiska eftir því hvað mér finnist um nafngiftina "galdrakarl", þá get ég svarað því strax að hún er vitaskuld afar særandi og óviðeigandi. Það er reginmunur á Guði og galdrakarli. Galdrakarlar eru svona gaurar eins og þú eða ég sem lært af hafa sjónhverfingar, eða - vilji menn leggja trúnað á slíkt - hafa numið einhver bellibrögð til að skekkja náttúrulögmálin um stundarsakir, galdra fram fárviðri, sjúkdóm í kúm, ást í brjósti konu og því um líkt.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 17:36

46 identicon

Já, skiltin í glugga skrifstofu UVG sanna svo ekki verður um villst að félagsmenn þar tóku þátt í mótmælum en ég veit nú ekkert betur en að þeir hafi farið á Austurvöll og mótmælt með skiltum sem voru merkt UVG. Það er semsagt lítið leyndarmál. Það er hins vegar ekkert sem bendir til þess að nokkur þarna innanborðs hafi komið að skipulagningu mótmælanna og ef Steingrímur sagði þessi orð, sem ég efast stórlega um, þá var hann án efa að blöffa.

Þú getur síðan reynt að kenna VG um ástandið í landinu en það ætti nú að vera hverjum sem er ljóst að það voru þínir menn sem komu okkur í þessa stöðu.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 17:38

47 Smámynd: Baldur Hermannsson

Einar Kristinn, vertu svo vænn að kíkja á aths. 45 og svar mitt til greindarpiltsins Hjartar Brynjarssonar, sem ég reikna með að þú þekkir vel. En þegar ég nefndi eftir minni orð sem féllu á facebook síðu þinni, þá er ég ekki endilega að segja að þú hafir tekið þér þau í munn, vegna þess að þegar þú tekur rispurnar gegn Kristinni trú og Kristnum mönnum, þá slást félagar þínir í Vantrú í förina og verður eigi orðs vant.

Mætti ég svo bæta því við, Einar, að ekki hef ég neina trú á því að þú sjálfur hafir borið eld að litlu, fallegu kirkjunni í Krýsuvík. Hinu verður ekki neitað, að þegar í hlut á jafn leiftrandi penni og þú sjálfur, þá er hætt við því að orð þín kveiki ýmsa þá elda sem þú kannski kærðir þig ekkert um ef að væri gáð.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 17:41

48 identicon

Tökum þetta case-by-case:

Galda fram fárviðri: Guð bjó til stærsta fárviðri sem sögur fara af og dóu þar til allar manneskjur veraldar

Skekkja náttúrulögmál um stundarsakir: Guð braut þyngdarlögmálið um stundarsakir þegar hann hjálpaði Móses að halda vatnsveggjunum uppi.

Sjúkdóm í kúm:

Guð drap búfénað í risastórum stíl í Egyptalandi með því að gera þeim sjúkdóm.

Ég sé ekki afhverju guð ætti ekki að vera galdakarl. Miðað við þínar eigin skilgreiningu þá passar guð bara afar vel við orðið. Ég væri til í að vera galdakall.

En spurning mín var þó þessi (ætla að gera hann enn skýrari fyrir okkur öll):

Þar sem ég er sammála Vantrú í öllum þeim málflutningi sem ég hef séð Vantrú fara fram með, og sú staðreynd að þú, Baldur Hermannsson, heldur því fram að Vantrú boði hatursanda gegn kristnum mönnum, ertu þá tilbúin að segja það í andlitið á mér sem og öðrum vantrúarmeðlimum (í þeim hópi eru fleiri af fyrrum nemendum þínum sem þú hélst mikið uppá) að við séum boðarar hatusanda gegn kristnum mönnum?

Hjörtur Brynjarsson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 17:46

49 identicon

Er ekki liklegra að það hafi verið flugeldaneisti sem kveikti þennan eld?

En hverjir kveiktu neistann af því báli sem útrásin varð Baldur? Hvað skörpu pennar voru það?

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 17:47

50 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hjörtur, ég minnist flugmannanna á sprengiflugvélunum sem sögðu að það væri auðveldara að kasta sprengju yfir borg og deyða 10 000 manns en skjóta andstæðinginn í fórinn, augliti til auglitis. Ég vil ekki persónugera svona umræðu. Ég vildi til dæmis ekki nefna Einar Kristinn á nafn fyrr en hann kom sjálfur til skjalanna. Allt sem ég hef skrifað hér get ég staðið við. Ég hef lesið með eigin augum þau orð sem ég hef tilgreint og ýmis önnur sem ég get ekki lengur haft orðrétt eftir.

Sú spurning sem þú vekur er svona eins og einhver spyrði: var ekki nasistaflokkurinn ágætis félagsskapur þótt stöku meðlimir hafi gerst sekir um óhæfuverk?

Ég hef ekki séð lög eða stefnuskrá Vantrúar og það má vel vera að þar sé ekkert að finna um atlögur gegn trúuðu fólki. Eftir standa sem sagt orð og gjörðir félagsmanna og hvorki ég né aðrir hafa annað í höndum til að leggja mat á félagsskapinn.

En það er kominn tími til að ég spyrji þig: hvaða nauðyn ber til að ganga í félgsskap trúlausra? Hver er tilgangur slíks félags? Hvert er markmið ykkar?

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 17:59

51 Smámynd: Baldur Hermannsson

Óli Gneisti, ég hef enga trú á því að flugeldur hafi valdið brennunni. Flugeldar berast að jafnaði ekki nema örfá hundruð metra í mesta lagi. Hvenær hefur lögreglan haft hendur í hári slíkra skemmdarvarga? Þeir náðu ekki einu sinni þeim sem sprengdu hafmeyjuna á Tjörninni.

Það er líka hugsanlegt að hópur aðgerðasinna úr Vantrú hafi komið þarna saman á náttarþeli og styrkt bræðraböndin með kirkjubrennu. Ég get samt ekki sagt að mér þyki sú tilgáta mjög líkleg.

Hvað Grensáskirkju varðar er hugsanlegt að þar hafi verið að verki mótmælendur í Vinstri grænum, sem væntu sér meir af búsáhaldabyltingunni og láta nú gremju sína bitna á saklausri kirkjubyggingu. En ég hef enga sérstaka trú á þeirri tilgátu heldur.

Svo má spyrja hvað gott hljótist af því að hafa uppi á skemmdarvörgunum. Er fólki yfirleitt refsað á Íslandi fyrir svona verknaði? Fangelsin eru yfirfull og trúlega myndi málið enda með lítilsháttar skömmum og tilmælum til sökudólganna að gera þetta ekki aftur í bráð.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 18:11

52 identicon

Baldur, þú ert óttalegur kjáni. Það væri krúttlegt ef það væri ekki svona dapurlegt. Þú hefur ekki skilning á neinum þeirra hópa sem þú fjallar um. Þú er fastur í einhverju sorglegu kaldastríðshugarfari sem virðist eitra þína hugsun.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 18:20

53 Smámynd: Baldur Hermannsson

Óli, þetta eru bara frasar og skætingur og þjóna engum tilgangi öðrum en þeim að sýna málefnafátækt þína.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 18:23

54 identicon

Lög félagsins má finna á vefsíðu vantrúar, þar er tilgangurinn rakin og markmiðið er því nátengt og augljóst ef þetta er lesið.

Það er hinsvegar mun áhugaverðari spurning að svara hvaða nausyn drífi mann í félagsskap trúlausra og ég skal glaður svara því.  Stutta svarið er einfaldlega það að það er þörf á mótvægi við trúarbullið í samfélaginu.  Hér á landi labba prestar inní leikskóla og grunnskóla og predika sitt bull sem staðreyndir - gegn því þarf mótvægi.  Hér á landi er tiltöluleg stutt síðan samkynhneigðir fengu svipaða eða sömu stöðu í samfélaginu og við girnumst öðruvísi kynfæri en við berum sjálf (þeirri baráttu er nú reyndar ekki alveg lokið og ég mun standa við hlið samkynhneigðra í þeirri baráttu þar til sigur vinnst og líklegast mun það vera ríkiskirkjan sem við þurfum að berjast á móti, bara eins og það hefur verið síðustu áratugi).  Hér á landi (sem og erlendis) valda kuklarar af ýmsu tagi, gervilæknar, ristilhreinsarar, árulesarar, miðlar, kristallaspekingar og spákonur skaða með því að hirða peninga af fólki sem því miður veit ekki að þetta eru allt listamenn í að féflétta fólk.  Við þessu þarf mótvægi.

Og þar er ekki hugsanlegt að Vantrúarsinnar hafi komið þarna saman að náttþeli til að styrkja bræðraböndin því að það að gefa ríkiskirkjunni eitthvað til að syngja saman í krátkór yfir er það síðasta sem við myndum vilja gefa henni. Okkur finnast þessi skemmdarverk á þessum 2 kirkjum alveg hroðalegar fréttir því ríkiskirkjan vær mikið pláss í fjölmiðlum útaf þessu og vorkun.

Hjörtur Brynjarsson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 18:24

55 Smámynd: Björn Birgisson

Hér eru menn í kröppum dansi, eins og reyndar alltaf þegar trúmál koma til umræðu. Hef tekið eftir að flestar bloggfærslur um trúmál enda í tómu karpi og bulli. Virðum skoðanir náungans og látum af stóryrðum. Þá líður öllum betur! Getur nokkur haft vantrú á því?

Björn Birgisson, 2.1.2010 kl. 18:30

56 identicon

Djöfilli er það klassíkst fyrir krisna að reyna að klína þessu a guðleysingja. Trúað fólk er miklu ofbeldisnheygðara en guðleysingjar. Það sést vel á sögunni og fréttum nútímans. Og svo væliði yfrir að það sé komið illa fram við kristna, af hverju eigum við að koma vel fram lygara sem sífelt reyna eigna krisni allt gott og kenna guðleysi um allt vont með lygum og útrúrsnúning.

Óli (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 18:39

57 Smámynd: Baldur Hermannsson

Óli, ég efast um að sú staðhæfing þín standist nánari skoðun, að trúað fólk sé ofbeldishneigðara en guðleysingjar. Langflest trúarbrögð leggja áherslu á frið og prúðmennsku - ekki bara Kristni, heldur einnig Múhameðstrú og Heiðni.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 18:45

58 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Fátt þykir mér jafn fyrirlitlegt og trú. Ég skil ekki hví nokkur ætti að virða trú. Fyrr færi ég að bera virðingu fyrir ofsóknarhugmyndum sálsjúkra manna. Reyndar sé ég ekki mikinn mun á þessu tvennu.

Elías Halldór Ágústsson, 2.1.2010 kl. 18:46

59 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, það er tvennt sem ég mun aldrei ræða á blogginu og það er trúmál og kynhneigð. Umræður þar að lútandi lenda alltaf í snælduvitlausum farvegi. Þessi mál hreinlega henta ekki til bloggskrifa.

En mér finnst þó nokkurs virði að velta vöngum yfir afleiðingum þess boðskapar sem félagsmenn breiða út eða framkvæma í verki. Nokkrir félagar í Vantrú hafa tekið hér til máls og borið af sér blakið eins og vænta mátti. En þeir þurfa að læra að sýna trú annarra virðingu. Ég vona samt að þeir þurfi ekki að upplifa sjálfir þá raun að eitthvað sem þeim er innilega kært verði tortímingunni að bráð eins og raunin varð í Krýsuvík.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 18:52

60 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Baldur, þú meinar að þú málir þig alltaf út í horn þegar þau mál koma til umræðu?

Elías Halldór Ágústsson, 2.1.2010 kl. 18:57

61 identicon

'Þegar þú ryðst fram með orðfæri sem drukkin hóra á portúgölsku vændishúsi þættist fullsæmd af á vondum degi, þá ertu gott sýnishorn af því hvernig fer þegar ekki er vandað til uppeldisins. Vonandi áttu engin börn.'

 Það er nákvæmlega ekkert dónalegt við það að segja þér að draga hausinn á þér út úr rassgatinu á þér því að það er einmitt það sem þú ættir að gera. Hins vegar ert þú svívirðulegur dóni fyrir að varpa fram þessum ásökunum á Vinstri Græna, Vantrú og fleira fólk sem þú nefnir í þessari grein, þar sem þú hefur ekkert sem styður þetta sem vellur upp úr þér. 

Einnig ertu svívirðulegur dóni fyrir að gagnrýna það uppeldi sem ég hlaut án þess að hafa nokkra hugmynd um það. Ekki að þér komi það nokkuð við, en ég var alin upp í Kristinni trú og kenndu foreldrar mínir mér það að manni bæri að sýna öllum umburðarlyndi, hvort sem það eru trúaðir, trúlausir, heiðnir eða múslimar. Eitthvað sem virðist hafa gleymst hjá þínum foreldrum.

Ég endurtek það sem ég sagði að ofan, það er gaman að því hvað þú virðist telja þig þekkja mig vel á þessum örfáu setningum sem ég hef skrifað inn á þetta blogg þitt.

 Ég á reyndar engin börn, en ef og þá þegar ég eignast þau mun ég sjá til þess að þau verði ekki þröngsýnir, heimskir, barnalegir og tregir hálfvitar eins og þú. Já, dæmt út frá allri þessari bloggsíðu þinni og þessum tilefnislausu skítköstum á uppeldið sem ég hlaut þá ertu akkurat það. Ég tel að flestir hérna myndu taka undir það með mér.

  Mér finnst einnig stórskemmtilegt hvernig það eina sem þú getur notað gegn mér er þessi svokallaða 'dónalega' setning sem ég kom með þarna að ofan, ef ég hefði ekki sagt þetta þá hefðiru líklega hundsað athugasemdina mína. Eins og ég sagði að ofan þá hefði ég alveg getað orðað þetta á kurteisislegri hátt, en ég sá ekki ástæðu fyrir að vera að skafa utan af hlutunum.

Andrea Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 18:59

62 Smámynd: Baldur Hermannsson

Elías, ég mála mig ekki út í horn í umræðu sem ég tek ekki þátt í. Er slökkt á öllum perum í kollinum á þér?

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 19:14

63 Smámynd: Baldur Hermannsson

Andrea, að sjálfsögðu fjallaði ég aðeins um þetta tiltekna orðfæri þitt, enda ekki annað markvert að finna í þínum skrifum. Þú ert mest að lýsa sjálfri þér, uppvexti þínum, því uppeldi sem þú hlaust og skorti á uppeldi. Á þessu hef ég minna en enga áhuga.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 19:17

64 identicon

Jú, það er reyndar mikið markvert í þessu sem ég er búin að vera að segja, t.d þessu:

'Ég mæli með því að þú kynnir þér Vantrú og meðlimi hennar aðeins, þú virðist ekki hafa mikið vit á því sem þú ert að tjá þig um. Ég er ekki meðlimur í Vantrú og ég kalla mig ekki það sem þú kallar mig, 'Vantrúarsinna' (gaman hvað þú virðist geta talið þig þekkja mig vel á þessum örfáu setningum sem ég skrifaði hér fyrir ofan), miðað við það sem ég hef séð af Vantrú er þetta hópur af víðsýnu, gáfuðu og skynsömu fólki sem sér hlutina í  réttu ljósi. Annað en þú.'

 Þú hefur greinilega einhvern áhuga á mínu uppeldi, annars hefðiru varla farið að minnast á það. Þú kemur ekki með nein mótrök fyrir neinu sem ég sagði í seinustu athugasemd minni, heldur aðeins þessar þrjár ómerkilegu og ósönnu setningar.

 'Þú ert mest að lýsa sjálfri þér, uppvexti þínum, því uppeldi sem þú hlaust og skorti á uppeldi.'

 Nei, reyndar ekki. Þú einfaldlega getur ekki dæmt heila manneskju út frá nokkrum setningum skrifaðar við heimskulega bloggfærslu einhvers. Ég efast um að ég nenni að svara þér aftur, ég er búin að vinna þessar rökræður hvort eð er.

Andrea Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 19:22

65 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ömurlegt að vera að bendla Vantrú við hatur.  Það fólk sem mest skrifar um hatur og talar um hatur er ofurtrúað fólk.  Það má ekki gagnrýna trú og trúarbrögð án þess að gagnrýnin fái einhvern hatur stimpil frá ofurtrúuðum.

Það eina sem opin umræða um trú og trúarbrögð hefur gert er að opna augu margra fyrir þeirri forræðishyggju og þeim blekkingum sem fyrirfinnast þar og það fólk sem hefur opnað augun er svo sannarlega ekki fullt af hatri, heldur fullt af miklum létti yfir því að komast undan þessu ægivaldi sem fjötrar trúarinnar skapa.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 2.1.2010 kl. 19:26

66 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Ég held að þess þekkist engin dæmi að trúleysingjar hafi staðið fyrir kirkjubrennum. Hins vegar getur fólk séð sjálft hvort alræmdasti kirkjubrennuvargur heims sé nær Baldri Hermannssyni eða VG í stjórnmálum: http://en.wikipedia.org/wiki/Varg_Vikernes

Elías Halldór Ágústsson, 2.1.2010 kl. 19:31

68 Smámynd: Baldur Hermannsson

Andrea, þú kannt að stafa orðið "rökræður"  en þú hefur ekki hugmynd um hvað í því felst.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 19:34

69 identicon

Reyndar hefði mátt bæta við 'ef rökræður má kalla', þar sem að þetta ert bara þú að tala með rassgatinu á þér og ég að moka skítnum aftur upp í þig. Gaman að þú sýnir enn og aftur hvað þú ert frábær í að svara fyrir þig.

Andrea Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 19:36

70 Smámynd: Baldur Hermannsson

Margrét, þú hefur nákvæmlega enga ástæðu til þess að gera lítið úr trú annarra eins og Vantrú hefur svo iðulega gert, bæði á þeim facebook-síðum sem ég hef tilgreint og eins í ýmsum ummælum sem hér hafa birst í dag. Þér er heimilt að vera trúlaus og enginn veitist að þér fyrir það. En það er einfaldlega skylda siðmenntaðs fólk að sýna trú annarra fulla virðingu. Um það snýst umræðan að hluta. Hinn hluti umræðunnar snýr að því hvernig haturs- og ofbeldisáróður er til þess falinn að leysa úr læðingi tilhneigingar sem betur væru bældar.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 19:38

71 Smámynd: Baldur Hermannsson

Andrea, þú ert svo leiðinlega föst í endaþarminum. Geturðu ekki víkkað hugann og farið að tilgreina fleiri líffæri?

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 19:39

72 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Annars er bara ein pólitísk staðreynd sem ber að hafa í huga á Íslandi í dag: Sjálfstæðisflokkurinn er ekkert annað en glæpasamtök, flokkur ómerkilegra þjófa og lygara sem bera einungis eigin hag fyrir brjósti og svífast einskis til að skara eld að eigin köku.

Allar aðrar staðreyndir blikna í samanburði við þessa staðreynd. Ekkert er mikilvægara en að útrýma þessum skaðræðiskvikindum úr íslenskum stjórnmálum.

Elías Halldór Ágústsson, 2.1.2010 kl. 20:04

73 Smámynd: Baldur Hermannsson

Elías, það er nú varla hægt að líta á þessa síðustu athugasemd þína sem innlegg í alvöru stjórnmála umræðu. Kannski er hægt að líta á hana sem eins konar trúarjátningu. Veit samt ekki.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 20:11

74 identicon

Æji, Baldur þú ert svo ofboðslega greindur maður. Kennir í háskóla og allt. Með kímnigáfu líka! Kaldhæðinn og flottur. En samt svo mikið að rembast við að hræra í fólki. Too obvious, ættir að láta það vera kallinn minn. 

Kalli klári (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 20:22

75 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kalli, þetta er rangt, ég kenni í framhaldsskóla. Læt hinu ósvarað í bili.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 20:24

76 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Elías Halldór. Það er verið að fjalla um bruna kirkju (og kannski trúmál) í þessari færslu. Hvernig tengist það sjálfstæðisflokknum? Óli Gneisti sakar hér Baldur um að hata fólk. Aallir sem leyfa sér að andmæla Vantrú eru reyndar sakaðir um slíkt hið sama. Velkominn í hópinn Baldur. Vantúarliðið svívirðir, niðurlægir og gerir lítið úr kristnum. Það fer svo sjálft að skæla eins og lítil börn þegar einhver leyfir sér að gagnrýna á móti.

Baldur gagnrýnir vantrúarliðið mjög réttilega. Í færslu 22 biður Óli Gneisti svo um dæmi frá Baldri um að Vantrúarfólk fjalli um kristna með hatri og fyrirlitningu. Það er næsta auðvelt: Í færslu 23 talar Andrea nokkur um rassgat. Sami einstaklingur sem segist ekki vera í vantrú en ver félagið engu að síður með kjafti og klóm (og öðrum líffærum) og talar t.d. um illa lyktandi skítahaug í færslu nr. 33. Í færslu 52 talar sjálfur formaður Vantúar niður til Baldurs og kallar hann "óttalegan kjána." Þú þarft ekki fleiri dæmi Óli Gneisti um svívirðingar frá Vantrú þegar þær koma úr þínum eigin ranni. Þú og aðrir getið t.d. farið á bloggsíður trúarbróður þíns Kristins Theódórssonar eða hjá Sigurði Guðjónssyni sem er reyndar ekki meðlimur í Vantrú og fundið nokkur hundruð önnur dæmi frá þeim og öðrum trúleysingjum um þar sem gert er lítið úr kristinni trú og kristnu fólki.

Guðmundur St Ragnarsson, 2.1.2010 kl. 20:33

77 identicon

"Óli, ég efast um að sú staðhæfing þín standist nánari skoðun, að trúað fólk sé ofbeldishneigðara en guðleysingjar. Langflest trúarbrögð leggja áherslu á frið og prúðmennsku - ekki bara Kristni, heldur einnig Múhameðstrú og Heiðni."

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 18:45

Það eru að minsta kosti mun hærra hlutfall af túuðu fólki í fangelsi í bandaríkjunum.

Krisnti og muslimatrú leggja áherslu á trúboð og stríð, en ekki frið?

Óli (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 20:56

78 identicon

Baldur síðuhaldari,ég óska þér gleði og gæfu á nýju ári.Mikið ert þú komin á hálan og heitan ´´ ÍS ´´það er alveg magnað hve margir pistlar þínir verða´´heitir´´.Þú kemur manni ekkert á óvart með þessa byrjun þína á nýju ári.En mikið ansi geturðu verið orðljótur og auðsjáanlega innveraður til bláu handarinnar,mundu að tími bláu handarinnar er liðinn.Það er um að gera að vakna Baldur og fylgjast betur með hvernig þjóðarpúlsinn slær.Farðu út á meðal fólks og hittu fleiri en blámenn og þá kynnistu fólki betur.Þú ert orðin of einangraður meðal blámanna þinna.

Númi (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 21:15

79 Smámynd: Björn Birgisson

Skrifarar hér á síðu. Það er ábyrgðarhluti að halda skemmtilegasta bloggara lýðveldisins uppteknum við skrif og svör við einskisverðri þvælu. Muggi, ert þú ekki lójer? Komdu með skemmtilega sögu af þeim vettvangi. Please!

Björn Birgisson, 2.1.2010 kl. 21:47

80 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sæll Númi, gleðilegt nýtt ár og megir þú og fjölskylda þín njóta góðs gengis á árinu. Þakka þér fyrir ábendingarnar.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 21:48

81 Smámynd: Baldur Hermannsson

Óli, það er engin furða þótt meirihluti tukthúslima í Bandaríkjunum sé trúaður, því mikill meirihluta allra Bandaríkjamanna er trúaður.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 21:49

82 Smámynd: Baldur Hermannsson

Guðmundur, þakka þér fyrir hárrétta og flugbeitta greiningu. Einhver verður að taka að sér það leiða hlutverk að tala um fyrir trúleysingjunum.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 21:50

83 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, fyndnasti bloggari ársins 2009 var útnefndur um daginn og hann heitir Björn Birgisson.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 21:51

84 identicon

Baldur segir:

 Þér er heimilt að vera trúlaus og enginn veitist að þér fyrir það. En það er einfaldlega skylda siðmenntaðs fólk að sýna trú annarra fulla virðingu.

Baldur, það er semsagt í lagi með trúleysingja svo lengi sem þeir halda kjafti? Á móti ætla ég þá að halda því fram að trúmenn (t.d. prestar) séu líka í góðu lagi svo lengi sem þeir halda kjafti.

En gera þeir það? Nei, þeir  vaða inn í leikskólana og skólana og breyta þeim ágætu stofnunum í trúarskóla. Og biskupinn tengir saman trúleysi og siðleysi í predikunum sínum, segir trúleysi ógna mannlegu samfélagi og þar fram eftir götum.

Hann er níðingur.

Ég skal hætta að gagnrýna trú og trúarbrögð um leið og þetta fólk heldur kjafti. Þangað til nota ég rétt minni til frjálsrar tjáningar og gagnrýni það sem mér sýnist. Trúarskoðanir eru ekki yfir gagnrýni hafnar frekar en aðrar skoðanir.

Birgir Baldursson, félagi í Vantrú (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 21:53

85 identicon

Óli, það er engin furða þótt meirihluti tukthúslima í Bandaríkjunum sé trúaður, því mikill meirihluta allra Bandaríkjamanna er trúaður.

En hlutfallið er fráleitt það sama.

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 21:58

86 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Ég tek þeirri áskorun með glöðu geði Björn )

Guðmundur St Ragnarsson, 2.1.2010 kl. 22:20

87 identicon

Þú átt nánast skilið verðlaun fyrir furðulegustu athugasemd Moggabloggsins í seinni tíð, Guðmundur Ragnarsson. Þessa #76.

Téð Andrea er ekki í Vantrú líkt og hún segir hér að ofan.

Komdu nú endilega með tilvitnanir í Sigurð Guðjónsson og Kristinn Theódórsson þar sem gert er lítið úr kristnu fólki.

Þið þurfið sumir hverjir að læra að greina á milli gagnrýni og lítilslækkandi skrifa. Ef þið trúmenn réðuð þá væru vafalaust sömu ólög hér við lýði og tóku gildi á Írlandi um áramótin.

Einar Kristinn Einarsson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 22:37

88 Smámynd: Björn Birgisson

Takk, Muggi minn, takk Baldur. Leiðindin leiða enga mannveru til endurlausnar. Það gerir gleðin hins vegar. Hjartanlega sammála síðueiganda. Trúmál og kynhneigð eiga ekkert erindi á bloggið. Þau mál eru betur leyst í kirkjum og rökkvuðum rekkjum, hlöðum og aftursætum bifreiðaflota landsmanna. Þrætur um trúmál eru ámóta gáfulegar og að reyna að fanga hálan ál og reyna síðan að koma honum í gegn um nárarauga saumnálar.  Blessi ykkur öll! 

Björn Birgisson, 2.1.2010 kl. 22:41

89 Smámynd: Baldur Hermannsson

Birgir Baldursson, vertu svo vænn að gera mér ekki upp skoðanir. Ég er ekki að gagnrýna menn fyrir trúleysi og ég er ekki málsvari þjóðkirkjunnar, enda tilheyri ég henni ekki.

Mér hefur fundist vafasamt að hleypa prestum í grunnskólana til þess að boða trú, spurning hvort ekki sé heppilegra að þeir foreldrar sem kjósa trúarlegt uppeldi sendi frekar börn sín í sunnudagaskóla. Eins væri við hæfi að kirkjan ræki sérskóla líkt og kaþólski söfnuðurinn gerir. Ég er einnig sammála nokkrum Vantrúarsinnum sem hafa lagst gegn óeðlilega nánum tengslum ríkis og kirkju; mér finnst eðlilegt að skera á þau tengsl sem allra fyrst og hreinlega aðskilja ríki og kirkju.

Að lokum vil ég líka taka það fram, svona til að afstýra misskilningi, að ég er á engan hátt fulltrúi Kristinnar kirkju eða annarra trúarbragð, þótt ég tilheyri vissulega einni tiltekinni kirkjudeild - ég er bara aumur syndari eins og svo margir aðrir hér í Hafnarfirði.

En ég felli mig ekki við þann opinbera fjandskap sem Vantrúarsinnar hafa í frammi gagnvart Kristindómi og Kristnum mönnum og reyndar trúarbrögðum yfirleitt. Þessi síbylja er til þess eins fallin að ala á hatri og ofbeldi eins og ég hef áður bent á. Það er meira að segja spurning hvort þessar ofsóknir varði ekki við lög. Er ekki bannað að ofsækja fólk á grundvelli kynþáttar, trúar og kynhneigðar?

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 22:51

90 Smámynd: Baldur Hermannsson

Blessaður vert þú Bjössi minn og mikið held ég að þú hafir nú gaman af því að leika hér friðarpostula, sjálfur vígamaðurinn, "kominn róstunum úr" eins og ort var um Kakala hér um árið.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 22:53

91 Smámynd: Björn Birgisson

nálarauga! Sorry! Bara ég!

Björn Birgisson, 2.1.2010 kl. 22:55

92 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Góð athugasemd númer 88 Baldur.

Góða nótt öll hér. Róum okkur niður núna.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 2.1.2010 kl. 22:58

93 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Hehe meinti 89. En Björn, þín er góð líka.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 2.1.2010 kl. 22:59

94 Smámynd: Baldur Hermannsson

Silla mín, Vantrúarmenn hafa höggvið á báðar hendur en þeir hafa erfiðan málstað að verja eins og sýnir sig best þegar þeir hunsa málefnin en ausa yfir mann fúkyrðum og gera manni upp skoðanir. Sennilega er þetta frekar lokaður félagsskapur og óvanur því að þurfa að standa fyrir máli sínu. Þess vegna bregðast þeir svona illa við.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 23:02

95 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Í færslu 22 biður Óli Gneisti svo um dæmi frá Baldri um að Vantrúarfólk fjalli um kristna með hatri og fyrirlitningu. Það er næsta auðvelt: Í færslu 23 talar Andrea nokkur um rassgat.

 Já, ég er amk ekki vanur að þurfa að svara svona stórkostlegum röksemdum.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.1.2010 kl. 23:10

96 identicon

Þú ert nú aðeins að koma til þarna Baldur, #89. Svo dúndrar þó lóðbeint í fótinn á þér aftur í svari #94. Get þó ekki séð að Birgir sé að gera þér upp skoðanir. Spurningamerkið í fyrstu setningunni hjá honum tekur af allan vafa varðandi það.

Enn og aftur, það er enginn fjandskapur falinn í okkar gagnrýni á trúarbrögðin. Oftast er þar um að ræða beinar tilvitnanir í grunnstoð trúarinnar, ritninguna. Réttara væri að skamma höfundinn og prófarkalesarann. Birgir hittir naglann á höfuðið með því að minnast á skólatrúboðið; sem ég sé ekki betur en að þú sért sammála honum um.

Ég ítreka heimboðið í kaffi og koníak. Mér sýnist ekkert veita af að hella örlítið upp á þig og sleppa þér svo lausum á netið. 

Einar Kristinn Einarsson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 23:10

97 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hjalti Rúnar Ómarsson, ert þú Helgi Hóseasson afturgenginn?

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 23:15

98 Smámynd: Baldur Hermannsson

Einar, ég vil endurtaka að ég er alls ekki að fordæma ykkur félagana að öllu leyti; það eru glætur í ykkur sem sést best á því að þið eruð sammála mér í nokkrum atriðum. Þegar þið vaxið úr grasi farið þið kannski að sýna trú annarra tilhlýðilega virðingu svo sem siðmenntuðu fólki er skylt að gera.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 23:18

99 Smámynd: Baldur Hermannsson

En kaffið mun ég þiggja og koníaksdreitil ef ég kem labbandi, svo og 3-4 skákir. Konan er lasin núna og ég í hlutverki sjúkraliða, en koma tímar og koma ráð.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 23:19

100 identicon

Er ekki bannað að ofsækja fólk á grundvelli kynþáttar, trúar og kynhneigðar?

Jú, segðu biskupnum þínum það.

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 23:23

101 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það eru merkilegar upplýsingar að koma fram á síðu Heimis Fjeldsteds: http://hlf.blog.is/blog/hlf/entry/999410/#comment2742643

Þarna kemur fram að Helgi nokkur Hóseasson, sem er eins konar átrúnaðargoð og verndardýrlingur Vantrúarsinna varð sekur um að hafa kveikt í Heydalakirkju fyrir mörgum árum. Ég veit ekki hvort Helgi þessi var félagi í Vantrú en hann var andlegur faðir þeirra, enda er honum úthlutað öndvegissæti á heimasíðu félagsins.

Verða ábyrgir menn ekki að taka eldspýturnar af þessum drengjum?

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 23:24

102 Smámynd: Baldur Hermannsson

Birgir, ég er nú að tala um landslög en ekki biskupalög.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 23:24

103 identicon

Þið eruð merkilegir fýrar. Það er náttúrulega ekki hægt að kommenta á síðuna hjá Heimi nema að stofna til síðu hér á Moggablogginu. Þú mátt eiga það að hér er allt galopið fyrir kommúnista, trúleysingja og kynskiptinga.

Heimir fullyrðir að Helgi Hós hafi kveikt í kirkjunni. Það hefur aldrei verið sannað þó menn taki sér það bessaleyfi á blogginu að dæma látinn mann.

Skottastu til að lesa þetta viðtal við Helga, óritskoðað hér. Mannlíf þorði ekki að birta þetta í heild sinni. Vantrú sér hins vegar samviskusamlega um að upplýsa lýðinn:  http://www.vantru.is/2003/10/24/03.37/

Þarna segir Helgi:

Hann kærði þig til sýslumannsins í Suður-Múlasýslu árið 1982 og bar þér á brýn að þú hefðir kveikt í Heydalakirkju í Breiðdal, bar sem hann var þjónandi klerkur, með þeim afleiðingum að kirkjan brann til grunna. Kveiktirðu í kirkjunni?

"Ég hef aldrei játað það á mig, og raunar ekki neitað því heldur. Það skyldi þó ekki vera að Himnafeðgar hafi sent eldingu niður í kirkjuskriflið, annað eins hafa þeir nú gert sér til dundurs."

Hemir virðist vera með þennan óupplýsta verknað á hreinu.

Einar Kristinn Einarsson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 23:38

104 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þarna kemur fram að Helgi nokkur Hóseasson, sem er eins konar átrúnaðargoð og verndardýrlingur Vantrúarsinna varð sekur um að hafa kveikt í Heydalakirkju fyrir mörgum árum.

Baldur, reyndu nú að leggja smá metnað í þessum umræðum. Þarna kemur fram að einhver Heimir ásakar Helga um að hafa kveikt í kirkjunni. Ég veit ekki hvaðan þú færð þá hugmynd að hann hafi "orðið sekur".

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.1.2010 kl. 23:43

105 identicon

Sorglegt þetta lið hjá vantrú sbr. athugasemdir að ofan. Hvað er málið að vilja hafa af manni trúna?

Kristinn (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 23:44

106 identicon

Birgir, ég er nú að tala um landslög en ekki biskupalög.
 
Áttu við að biskupinn sé hafinn yfir landslög? Mér þykir þetta svar þitt út í hött.

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 23:44

107 identicon

Maður mjög kunnugur málum Helga Hós hefur sagt mér að hann hafi grátið þegar kirkjan í Breiðdal brann, enda húsasmiður að mennt og vel kunnugt um hin menningarsögulegu verðmæti sem þarna fóru í súginn. Mestar líkur eru á því að prestsmaddaman hafi kveikt í húsinu rétt áður en presthjónin brugðu sér af bæ, sökum þess að gamla kirkjan hafði lengi verið henni þyrnir í augum og skyggt fyrir hana á útsýnið. Hún hafi notfært sér það að Helgi var í heimsókn, til að geta komið glæpnum yfir á hann.

Helgi var of mikill heiðursmaður til að gefa upp hvað gerst hafði og verndaði heiður mágkonu sinnar með því að játa hvorki né neita.

Taka eldspýturnar af "þessum drengjum"? Væri ekki, í ljósi þess sem hér er sagt, nær að hrifsa þær af prestafjölskyldum landsins?

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 23:50

108 identicon

Sorglegt þetta lið hjá vantrú sbr. athugasemdir að ofan. Hvað er málið að vilja hafa af manni trúna?
 
Hver er að reyna að hafa af þér trúna? Mér sýnist allur hinn sorglegi málflutningur vera þín megin, félagi.

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 23:52

109 Smámynd: Baldur Hermannsson

Birgir, þarf að stafa fyrir þig allt sem við þig er sagt? Ég vitna í landslög og hef engan áhuga á því hvað biskupar segja, né heldur veit ég hvað þeir hafa sagt um þessi mál og þaðan af síður ætla ég að kenna þeim lögvísi. Hættu svo þessu óskiljanlega biskupa-tali.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 23:52

110 Smámynd: Baldur Hermannsson

Einar, að sjálfsögðu er ég búinn að renna yfir þetta viðtal, maður verður nú að kynna sér vopnabúnað andstæðingsins. Þótt Helgi þessi hafi verið geðsjúkur var hann greinilega ekki lyginn. Hann gerði hvorki að játa né neita, en vitaskuld hefði hann neitað hefði hann verið saklaus af þessu illvirki. Hjá Heimi kemur fram að sóknarpresturinn hafi verið bróðir Helga og trúlega hefur yfirvöldum ekki þótt taka því að þjarma að geðsjúkum manni.

En þessi Heydala-bruni sýnir að vantrúarfólki er alveg trúandi til þess að bera eld að kirkjum. Ertu ekki sammála því að þessi verknaður beri vott um bæði hatur og ofbeldishneigð?

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 23:57

111 Smámynd: Baldur Hermannsson

Birgir, ertu virkilega að bera það upp á látna sómakonu að hún hafi borið eld að vígðri kirkju?

Jæja, ég hélt eitt andartak að þú meintir þetta en nú skil ég að þú hlýtur að vera að gera að gamni þínu. Þú ert örugglega ekki slíkt varmenni að þú berir slíkan glæp á konu sem ekki getur lengur borið hönd fyrir höfuð sér.

Baldur Hermannsson, 3.1.2010 kl. 00:00

112 identicon

Og Baldur, fyrst þú ert farinn að vitna í lög og sáttmála, þá má minnast á að það er ábyrgðarhluti að reyna að koma af stað svona rógburði og ala með þessum hætti á fordómum í garð ákveðins þjóðfélagshóps, eins og þú gerir í færslu þinni. Ég sæi einhvern reyna þetta gagnvart t.d. samkynhneigðum eða konum og halda samt virðingu sinni.

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 00:02

113 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Baldur, þú ert nýbúinn að bera slíkan glæp upp á mann sem getur ekki lengur borið hönd fyrir höfuð sér!

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.1.2010 kl. 00:04

114 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hjalti Rúnar, það er rangt, ég vísaði bara til umræðunnar hjá Heimi og þeirra upplýsinga sem koma fram á heimasíðu Vantrúar.

Baldur Hermannsson, 3.1.2010 kl. 00:05

115 identicon

Jú, auðvitað fordæmi ég vandalisma, hatur og ofbeldishneigð. Ég fordæmi það líka að þú haldir því fram að félagið Vantrú standi í slíkum óhæfuverkum.

Þú ættir að biðjast afsökunar á því að halda því fram. Enda fjarri raunveruleikanum. Þér er hér með boðið að stökkva inn í hann sem snöggvast í þessari umræðu.

Þeir sem skrifa í nafni þess félags á netinu hafa margoft sýnt fram á það að þar fara víðlesnir og greindir menn.

Svona durtsháttur er langt fyrir neðan þeirra virðingu.

Einar Kristinn Einarsson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 00:05

116 Smámynd: Baldur Hermannsson

Birgir, ertu alveg hrokkinn upp af standinum? Heitir það nú að ég sé að ala á fordómum þegar ég amast við þeim fordómum sem þú og þínir félagar ala á linnulaust og alla daga?

Að vísu væri þó Guðsþakkavert að þú fengir að bragða sjálfur á þeim görótta drykk sem þú bruggar öðrum.

Baldur Hermannsson, 3.1.2010 kl. 00:07

117 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hjalti Rúnar, það er rangt, ég vísaði bara til umræðunnar hjá Heimi og þeirra upplýsinga sem koma fram á heimasíðu Vantrúar.

Ha? Þú skrifaðir til dæmis þetta:

Hann gerði hvorki að játa né neita, en vitaskuld hefði hann neitað hefði hann verið saklaus af þessu illvirki.

og þetta:

En þessi Heydala-bruni sýnir að vantrúarfólki er alveg trúandi til þess að bera eld að kirkjum.

Ætlarðu virkilega að halda því fram að þarna sértu ekki að bera þennan glæp upp á Helga?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.1.2010 kl. 00:10

118 Smámynd: Baldur Hermannsson

Einar, þú ert nú bæði læs og skrifandi og átt ekki að láta svona lagað út úr þér. Ég bar það ekki upp á félaga í Vantrú að þeir hafi borið eld að kirkjum og hef reyndar enga trú á því að nokkur þeirra hafi gerst sekur um brunann í Krýsuvík - þó svo að hatur ykkar á kirkjum og klerkastétt hafi kannski ýtt undir einhvern aumingjann að gera það.

Hins vegar benti ég á að vantrúarmönnum - með litlu vaffi - sé greinlega trúandi til að standa í slíku.

Baldur Hermannsson, 3.1.2010 kl. 00:10

119 Smámynd: Björn Birgisson

Andskotinn eigi það sem hans er, Almættið hitt. Eru hér allir að tapa glórunni? Set hér inn hugleiðingar mínar um kirkjubruna og níðinga.:

Mér er ákaflega minnisstætt þegar kirkjan, sem ég fermdist í, vestur á Ísafirði, brann til kaldra kola. Grunur um íkveikju lá í loftinu, en ekki tókst að negla þann níðing. Hvorki að lögum, né á kross. Hvort tveggja hefði þó verið við hæfi.

Nú hafa níðingar ráðist á Grensáskirkju, með rúðubrotum og málningarskvettum. Unglingum, sem gleymst hefur að ala upp, er tamt að brjóta rúður. Engum sögum hefur hins vegar farið af því að þeir sprönguðu um borg og bí með málningarfötur í farteskinu. Þetta er ekki verk vansælla unglinga. Þetta er verk fullorðins níðings, eða níðinga.

Svo brennur kirkjan í Krýsuvík. Mann setur hljóðan. Þessi dásamlega litla kirkja, á þessum friðsæla stað, þar sem gestir fyllast lotningu og sagan bókstaflega flýgur í fang þeirra. Sá sem tendraði það bál kemst ekki neðar. Ekki í þessari jarðvist. Vanvitar ráðast á leikskóla, grunnskóla og aðrar byggingar. Að ráðast á kirkjur landsins er hámark niðurlægingar mannssálarinnar. Nú er mál að linni.

Tek fram að trúin á Almættið hefur alveg farið fram hjá mér. Ég virði þá sem trúa.

Björn Birgisson, 3.1.2010 kl. 00:10

120 identicon

Ég hef þessar upplýsingar eftir manni sem kunnugur er málinu. Ekki veit ég hvað er satt og rétt í þessu og ætla ekkert um það að fullyrða. En þessi saga má alveg heyrast.

Þú ert hins vegar greinilega það varmenni (gott orð bæ ðe vei) að bera með dylgjum íkveikju upp á látinn húsasmið og aðra upp á Vantrúarseggi. Og skammast þín greinilega ekkert fyrir það.

Aftur að biskupi: Hann hefur margbrotið þá sáttmála sem þú heldur á lofti og fer með rætnum hætti gegn fólki með ákveðnar trúarskoðanir, auk þess að reyna markvisst að hamla því að samkynhneigðir fái sama rétt og aðrir fyrir lögum. Skilurðu þetta núna?

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 00:11

121 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hjalti Rúnar, af hans eigin orðum er augljóst að hann kveikti í kirkjunni. Það er barnaskapur að túlka orð hans á annan veg.

Baldur Hermannsson, 3.1.2010 kl. 00:11

122 Smámynd: Baldur Hermannsson

Bjössi. Djöfull ertu alltaf flottur. Mannandskoti.

Baldur Hermannsson, 3.1.2010 kl. 00:13

123 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hjalti Rúnar, af hans eigin orðum er augljóst að hann kveikti í kirkjunni. Það er barnaskapur að túlka orð hans á annan veg.

Þannig að þú ert að "bera slíkan glæp upp á mann sem getur ekki lengur borið hönd fyrir höfuð sér"? 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.1.2010 kl. 00:14

124 Smámynd: Baldur Hermannsson

Birgir, þú kemur svo víða við að ég neyðist til að fara að dæmi Jóns Baldvins og er mér þó óljúft að gerast sporgöngumaður hans.

Í fyrsta lagi: Ég styðst við hans eigin orð (Helga Hóseassonar), eins og þau birtast á heimasíðu Vantrúar. Það er ekki vegur að skilja orð hans á annan veg en að hann gangist óformlega við íkveikjunni þótt hann að vísu vilji ekki játa það formlega og kalla þannig refsingu yfir sig.

Í öðru lagi: ég bar ekki neitt upp á félaga í Vantrú. Ég vísaði til vantrúarmanna almennt - með litlu vaffi - og dæmin frá Heydölum sanna að ég hef rétt fyrir mér.

Í þriðja lagi: ég veit ekkert um þennan biskup eða hans skoðanir á nokkrum sköpuðum hlut og skil alls ekki til hvers þú ert alltaf að draga hann inn í umræðuna. Það má vera að hann sé á móti einhverjum en hvað varðar mig um það? Hvers vegna á ég að segja honum það? Gerðu það sjálfur.

Baldur Hermannsson, 3.1.2010 kl. 00:19

125 identicon

Ertu að reyna að setja Íslandsmet í útúrsnúningum Baldur?

"En þessi Heydala-bruni sýnir að vantrúarfólki er alveg trúandi til þess að bera eld að kirkjum."

Ég er að svara þessu neitandi.

Lummunni um það að við berum e-ð hatur í garð kristinna manna er löngu búið að svara. Það er ekki til staðar.

Einar Kristinn Einarsson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 00:19

126 identicon

Heitir það nú að ég sé að ala á fordómum þegar ég amast við þeim fordómum sem þú og þínir félagar ala á linnulaust og alla daga?

Þú blandar saman tveimur óskyldum málum. Ég var ekkert að tala um að þú værir að ala á fordómum vegna þess að þú amist við einhverju. Þú gerðir einfaldlega mun meira en að amast. Þú dylgjar með það bruni kirkjunnar í Krýsuvík sé myrkraverk Vantrúarseggja. Og hefur ekkert fyrir þér í því annað en djúpstæða fordóma þína á þessum þjóðfélagshóp.

Hvað yrði sagt ef ég héldi því fram að þetta hlyti að vera verk "helvítis hommanna" eða "helvítis negranna"? Það yrði allt vitlaust, vitanlega og auðvitað. En málglöðu trúleysingjar virðast enn hafa þann statust í samfélaginu að allir mega moka yfir þá hvaða skít sem er.

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 00:20

127 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hjalti Rúnar, ertu þroskaheftur eða hvað? ÉG ER AÐ VITNA TIL HANS EIGIN ORÐA OG ÞAU ER EINUNGIS UNNT AÐ SKILJA Á EINN VEG.

Eins og ég er nú andvígur hvers kyns ofbeldi get ég ekki þrætt fyrir það að mig langar helst til að slá reglustikunni í hausinn á þér í von um að heilafrumurnar hrökkvi í gírinn.

Baldur Hermannsson, 3.1.2010 kl. 00:21

128 identicon

Hvernig í ósköpunum gengst hann við íkveikjunni með því að svara þeim ávirðingum hvorki játandi né neitandi?????

Þetta gengur ekki upp hjá þér Baldur.

Einar Kristinn Einarsson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 00:22

129 Smámynd: Baldur Hermannsson

Birgir, ég er marg búinn að taka það fram að ég held EKKI að félagar í Vantrú hafi kveikt í Krýsuvíkurkirkju. Hins vegar eru komnar fram óyggjandi heimildir fyrir því að vantrúarseggjum sé trúandi til þess að bera eld að kirkjum - og þá á ég ekki vil félaga í Vantrú sérstaklega.

Vegna þess að skallinn á þér virðist óvenju þykkur skal ég endurtaka það einu sinni enn fyrir þig persónulega: ég held ekki að félagar í Vantrú hafi kveikt í kirkjunni.

Baldur Hermannsson, 3.1.2010 kl. 00:24

130 identicon

Í þriðja lagi: ég veit ekkert um þennan biskup eða hans skoðanir á nokkrum sköpuðum hlut og skil alls ekki til hvers þú ert alltaf að draga hann inn í umræðuna. Það má vera að hann sé á móti einhverjum en hvað varðar mig um það? Hvers vegna á ég að segja honum það? Gerðu það sjálfur.

Ég er búinn að því fyrir lifandis löngu, í ófáum greinaskrifum. En þú missir af aðalpunktinum hér. Vefritið Vantrú er viðbragð við skítmokstri biskupsins umfram annað. Það var reyndar orðið löngu tímabært að setja slíkt rit á fót, til að sporna gegn öllu því kjaftæði sem flæðir um samfélagið, en útslagið gerðu stanslausar árásir þessa manns á trúleysi og trúleysingja. Af hverju má hann en ekki við?

Fyrir nú utan það að öll okkar skrif eru eins málefnaleg og kostur er. Við erum alltaf að ræða sannleiksgildi trúarhugmynda og gagnrýna boðun þeirra í krafti þess að þær eru kjaftæði (færum rök fyrir því). Við förum ekki með nokkrum einasta eldi gegn trúuðu fólki, en bregðumst við óheiðarleika og yfirgangi þeirra sem við eigum í höggi við, boðendurna, sölumenn kjaftæðisins, af hvaða toga sem er.

Af hverju mega þeir en ekki við? Hvaða ástæðu hefur þú til að fordæma starf okkar á meðan þú snýrð blinda auganu að þeim sem við gagnrýnum?

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 00:28

131 Smámynd: Baldur Hermannsson

Einar, jú það smellur allt saman. Hann neitaði ekki vegna þess að hann var ólyginn. Hann játaði ekki vegna þess að það hefði kostað hann refsingu. Saklaus maður neitar verknaði sem hann hefur ekki framið.

Þar sem þú ert nú hinn dæmigerði, heiðvirði Hafnfirðingur, vil ég leggja fyrir þig einfalt dæmi.

Hræðilegur glæpur er framinn, ung telpa finnst myrt og hefur verið beitt kynferðislegu ofbeldi.

Þú áttir leið fram hjá og til öryggis spyr löggan þig: Einar minn, ert þú nokkuð sekur um þennan voða verknað?

Myndir þú þá segja við lögguna: herrar mínir, ég geri hvorki að játa eða neita.

Baldur Hermannsson, 3.1.2010 kl. 00:28

132 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jæja Birgir, mér var ókunnugt um erjur ykkar biskups og satt að segja langar mig ekki til að fræðast nánar um þær. Ég hef aldrei komið auga á minnstu ástæðu til þess að amast við trúleysi manna og ætla ekki að byrja á því núna. Ég sýni trúleysi þeirra virðingu og ætlast til þess að þeir virði trú annarra.

Baldur Hermannsson, 3.1.2010 kl. 00:30

133 identicon

Baldur, lestu færsluna þína aftur. Þú byrjar að dylgja um eðli og tilgang Vantrúar og segir líklegt að brunninn sé afrakstur þess starfs sem við vinnum. Í þínum augum eigum við því greinilega einhverja sök á þessu, að bruninn sé á einhvern hátt afleiðing þessarar málefnavinnu okkar. Þú segir okkur bókstaflega kynda undir hatri og ofbeldi og bruninn sé afraksturinn.

Ertu alveg blindur á eigin skrif?

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 00:34

134 Smámynd: Baldur Hermannsson

Birgir, þú nefnir þarna kynhneigð manna. Það gildir sama um hana eins og trú - menn eru skapaðir með ákveðna kynhneigð og okkur ber að virða hana hver sem hún er, nema hún að sjálfsögðu feli í sér einhvers konar ofbeldi eða ofríki gagnvart öðrum einstaklingum. Reyndar finnst mér undravert að nokkur skuli nenna að fjargviðrast yfir rekkjusiðum annarra yfirleitt en þannig er það nú samt víða um heimsbyggðina, því miður.

Baldur Hermannsson, 3.1.2010 kl. 00:35

135 identicon

Ég er reyndar Mosfellingur. Heiðvirðari gerast þeir ekki - enda einn sterkasti Íhaldsbær landsins, ekki satt?

Þetta er undarleg samlíking hjá þér. Ég myndi neita, enda ófær um þennan verknað í dæmisögunni þinni.

Skoðaðu aftur svar Birgis #107 sem virðist hafa farið framhjá þér. Ég held persónulega að karlinn hafi ekki komið nálægt þessu, án þess að hafa fyrir því 100% vissu frekar en þú.

Birgir veit yfirleitt hvað hann syngur, miðað við það sem ég hef lesið frá honum. Hann er ekki gefinn fyrir það að bulla e-ð út í loftið. Ég tek hann fyllilega trúanlegan þarna.

Einar Kristinn Einarsson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 00:37

136 identicon

Ég sýni trúleysi þeirra virðingu og ætlast til þess að þeir virði trú annarra.

Hana, lestu þetta. Segðu mér svo hvað þér finnst.

Ertu annars mjög upptekinn við að virða skoðanir þeirra sem hér tjá sig? Nei, ég hélt ekki. Og það er gott. Skoðanaskipti eru samfélagsleg nauðsyn. Trúarskoðanir eru ekkert öðruvísi en aðrar skoðanir og ekki yfir gagnrýni hafnar.

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 00:38

137 Smámynd: Baldur Hermannsson

Birgir, færslan snýst ekki um Vantrú. Þetta er ekki merkilegur félagsskapur og fellur vonandi fljótlega í gleymsku þegar félagarnir vaxa úr grasi og læra að virða trú annarra. Ég nefndi Vantrú innan um og saman við aðrar hreyfingar sem hafa því miður gerst sekar um að ala á úlfúð manna á meðal.

Við vitum ekki enn hver hefur kveikt í kirkjunni. En við getum ekki útilokað þann möguleika að það séu einhverjar mannleysur sem hafa smitast af andúð ykkar í garð kirkjunnar og fyllst eldmóði er þeir lásu viðtalið á heimasíðu ykkar við Helga Hóseasson.

Baldur Hermannsson, 3.1.2010 kl. 00:39

138 identicon

Birgir, þú nefnir þarna kynhneigð manna. Það gildir sama um hana eins og trú - menn eru skapaðir með ákveðna kynhneigð og okkur ber að virða hana hver sem hún er, nema hún að sjálfsögðu feli í sér einhvers konar ofbeldi eða ofríki gagnvart öðrum einstaklingum.

Jafnsammála þér og ég er um kynhneigðina, þá get ég ekki fallist á að trú manna sé þeim meðfædd og ásköpuð. Trúarhugmyndir eru aðkeyptar og oftar en ekki innrættar saklausum börnum. Öll börn fæðast trúlaus og vita t.d. ekkert um erfðasynd og Jesú.

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 00:40

139 Smámynd: Björn Birgisson

Aðför að kirkjum er lægsta stig lágkúrunar. Miklu betra er að veitast að varmennum og illvirkjum. "Heiðarlegt" morð varmennis er skárra en aðför að kirkju. Af tvennu illu. Þessi umræða, hér á síðu Herra Baldurs, er komin út yfir allan þjófabálk. Að mínu mati er Herra Baldur góður og grandvar Íslendingur, kjaftfor nokkuð, en eins sanngjarn og nokkur getur vænst. Þeir sem öðru halda fram, vaða í villu sinna  eigin skoðana.

PS. Er gott að vera sagður Mannandskoti? Er það ekki bara koss á kinn?  

Björn Birgisson, 3.1.2010 kl. 00:42

140 Smámynd: Baldur Hermannsson

Birgir, þessi pistill Páls sem þú vitnar til snýr að skoðunum en ekki trú. Á þessu tvennu er reginmunur.

Ég myndi bæta því við að ég ber ekki endilega virðingu fyrir skoðunum annarra en virði rétt þeirra til þess að hafa aðrar skoðanir, jafnvel fjarstæðukenndar skoðanir. Ef til vill væri heppilegra orðaval að segja sem svo, að maður beri virðingu fyrir rétti annarra til þess að hafa sína trú í friði.

Baldur Hermannsson, 3.1.2010 kl. 00:43

141 identicon

Björn Birgisson, þú ert brjálaður. Leitaðu þér hjálpar.

[Eða óttalega lélegur spaugari - vona það]

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 00:43

142 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, jú, það er að vísu táknrænn koss á kinnina, og þá er ég ekki að vísa til Júdasar Ískaríots!

Baldur Hermannsson, 3.1.2010 kl. 00:44

143 Smámynd: Baldur Hermannsson

Einar, ekkert af því sem Birgir hefur sagt hér hefur farið fram hjá mér. Hins vegar virðist ath.semd 11 hafa farið fram hjá þér.

Baldur Hermannsson, 3.1.2010 kl. 00:46

144 identicon

Hvað er trú annað en skoðun, skoðun á því hvernig heimurinn virkar?

Ég myndi bæta því við að ég ber ekki endilega virðingu fyrir skoðunum annarra en virði rétt þeirra til þess að hafa aðrar skoðanir, jafnvel fjarstæðukenndar skoðanir.

Þarna er ég sammála þér. En fjarstæðukenndar skoðanir verður að fá að gagnrýna. Og það verður að fá að gagnrýna þær í friði fyrir mönnum sem sífellt halda því fram að með því að gagnrýnar skoðanir einhvers sé maður að ráðast með hatri á persónuna sjálfa.

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 00:46

145 Smámynd: Baldur Hermannsson

Birgir, rétt er það að trú er ekki ásköpuð, en þó hafa margir haldið því fram að trúhneigð sé manninum meðfædd. Ég veit ekkert nánar um það. Menn hafa jafnvel þóst geta greint þau svæði heilans sem hafa umsýslu með trúhneigð. Ég á bók eftir merkan fræðimann, sem leiðir rök að því að trúin hafi gegnt mikilvægu hlutverki í þróun mannkynsins. Þetta er ekki guðfræðingur, heldur fornleifafræðingur.

Baldur Hermannsson, 3.1.2010 kl. 00:49

146 Smámynd: Baldur Hermannsson

Einar, afsakaðu: athugasemd 111 átti þetta að vera.

Baldur Hermannsson, 3.1.2010 kl. 00:49

147 identicon

Baldur, telurðu útilokað að Helgi Hafi hvorki játað né neitað til að vernda heiður mágkonu sinnar.

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 00:49

148 identicon

Ég held þú hafir nánast drepið áhuga minn á því að svara hér frekar eftir þvætting #137.

Þarna ert þú farinn að endurtaka rökleysið. Þrátt fyrir að hafa verið þráfaldlega leiðréttur.

"En við getum ekki útilokað þann möguleika að það séu einhverjar mannleysur sem hafa smitast af andúð ykkar í garð kirkjunnar og fyllst eldmóði er þeir lásu viðtalið á heimasíðu ykkar við Helga Hóseasson."

Þú getur vonandi betur en þetta. Það er langt seilst að ýja að því að skrif trúlausra á netinu séu hugsanlegur valdur þess að menn missi sig í vandalisma

Er ekki rétt að ýja að því þá líka að íkveikjan í Ísfélaginu í Eyjum sé innblásin af skrifum Frjálslyndra um kvótakerfið?

Einar Kristinn Einarsson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 00:51

149 identicon

Birgir, rétt er það að trú er ekki ásköpuð, en þó hafa margir haldið því fram að trúhneigð sé manninum meðfædd. Ég veit ekkert nánar um það. Menn hafa jafnvel þóst geta greint þau svæði heilans sem hafa umsýslu með trúhneigð. Ég á bók eftir merkan fræðimann, sem leiðir rök að því að trúin hafi gegnt mikilvægu hlutverki í þróun mannkynsins. Þetta er ekki guðfræðingur, heldur fornleifafræðingur.
 
Hér ætla ég að halda því fram að ég sé á meiri heimavelli en þú. Sem leikmaður auðvitað, en með sérstakan áhuga á málefninu. Viltu heyra hvað ég hef að segja um þessa hluti, eða yrði lyklaborðsáslátturinn tilgangslaus iðja?

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 00:51

150 Smámynd: Björn Birgisson

Birgir Baldursson, ég hef vissulega leitað mér hjálpar. Kom alls stað að lokuðum dyrum. Allir tímar uppbókaðir. Einhver Birgir Baldursson hafði allan forgang, þrátt fyrir mína augljósu þörf. Hvað er að verða um okkar heilbrigðiskerfi? Líklega er verið að forgangsraða. Ég virði það.

Björn Birgisson, 3.1.2010 kl. 00:51

151 Smámynd: Baldur Hermannsson

Birgir, farsælast er að halda vísindum og trú aðskildum, rétt eins og farsælast er að halda ríkisvaldi og kirkju aðskildum.

Vísindin hafa enga þörf fyrir trú. Þetta eru tvö gerólík fyrirbæri. Ertu kannski að vísa til gamalla sagna júða um tilurð heimsins?

En ég tek það fram, Birgir, að ég vil ekki undir neinum kringumstæðum ræða trú eða réttmæti trúar hér á blogginu. Ég ræði aðeins um rétt manna til að eiga sína trú í friði.

Baldur Hermannsson, 3.1.2010 kl. 00:53

152 identicon

Birgir Baldursson, ég hef vissulega leitað mér hjálpar. Kom alls stað að lokuðum dyrum. Allir tímar uppbókaðir. Einhver Birgir Baldursson hafði allan forgang, þrátt fyrir mína augljósu þörf. Hvað er að verða um okkar heilbrigðiskerfi? Líklega er verið að forgangsraða. Ég virði það

Semsagt djóker, og ekki einu sinni með almennilegt vald á forminu. Nú þyrfti að vera ignore-takki.

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 00:55

153 Smámynd: Baldur Hermannsson

Einar, Birgir og Björn: ég held að þið séuð allir þrír gáfuðustu og skemmtilegustu mennirnir sem ég hef lengi hitt en nú skipar frúin mér að koma samstundis til rekkju sinnar en sofa úti á svölum í nótt að öðrum kosti.

Tek þó fram að ég mun lesa allt sem þú skrifar, Birgir, af alhug og áhuga. Vera má að það verði hin versta endileysa en ég mun sýna þér þá virðingu að lesa hana frá upphafi til enda eigi að síður.

Góða nótt, drengir góðir.

Baldur Hermannsson, 3.1.2010 kl. 00:56

154 identicon

Birgir, farsælast er að halda vísindum og trú aðskildum, rétt eins og farsælast er að halda ríkisvaldi og kirkju aðskildum.

Hvað með skóla og kirkju?

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 00:56

155 identicon

Jæja, ég glaður yfir því að þú teljir það ómaksins vert að kynna þér skoðanir mínar. Til að byrja með geturðu gluggað í þessar greina eftir mig um trúarþörf, trúarstöðvar heilans og fleira í þeim dúr:

* Þörfin fyrir að vita

* Goðmögnun náttúrufyrirbæra í praktískum tilgangi

* Segulþrællinn guð

* Gagnaugablaðsflogaveiki fer ekki í "trúgreinarálit"

Hér eru svo gagnlegar greinar um skóla og kirkju, flestar eftir aðra en mig.

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 01:09

156 Smámynd: Björn Birgisson

Að hafa vald á forminu. Vá! hvaða formi? Formi öfgamanna og öfugugga? Þar verð ég að játa mig vanfæran og alls ókunnan þeim málefnum. Birgir Baldursson! Ef þú vilt velja þér andstæðinga, skaltu íhuga hverja þú ræður við, en ráðast ekki á garðinn, sem reynist þér ókleifur. Allt sem þú segir hér verður rekið öfugt ofan í kokið á þér, litli garmur.  Lifðu heill, með auknum þroska og góðri heilbrigðisþjónustu. 

Björn Birgisson, 3.1.2010 kl. 01:18

157 identicon

Þetta er undarlegur orðskrúður hjá þér Björn Birgisson.

Værir þú til í að einfalda þetta aðeins? Yfirlætið skín hins vegar vel í gegn.

Einar Kristinn Einarsson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 01:25

158 Smámynd: Björn Birgisson

Einfalt er bara fyrir einfalda. Blessaðir veri þeir.

Björn Birgisson, 3.1.2010 kl. 01:38

159 identicon

Baldur, það sem allt virðist stranda á hér, sýnist mér eftir að hafa lesið umræðuna yfir, er sú sannfæring þín að trú manna beri að sýna virðingu. Ef hægt væri að fá þig ofan af þeirri skoðun myndirðu strax skilja betur baráttu okkar sem stöndum að Vantrú.

Trúarhugmyndir eru eins og hverjar aðrar hugmyndir. Hugmyndir geta verið rangar eða réttmætar. Oft eru rangar hugmyndir skaðlegar og mikið af hugmyndum trúarbragðanna eru skaðræði.

Skaðlegar hugmyndir eiga ekki að fá að standa óáreittar. Eins og Páll Skúlason bendir á, þá eru skoðanir manna ekki einkamál þeirra og skaðlegar hugmyndir geta leitt til skaðlegra verka.

Prófaðu að smella á tengilinn sem ég setti inn í textann hér að ofan og kynntu þér þann málflutning Vantrúarfólks sem fjallar um skaðsemi trúarhugmynda. Sjáum svo hvort afstaða þín breytist eitthvað í þessum efnum.

Björn:

Ef þú vilt velja þér andstæðinga, skaltu íhuga hverja þú ræður við, en ráðast ekki á garðinn, sem reynist þér ókleifur.

Segir maður sem telur "heiðursmorð" minni glæp en að brenna mannlausar byggingar.

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 02:24

160 identicon

Að hafa vald á forminu. Vá! hvaða formi?

Húmor, asninn þinn.

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 02:27

161 identicon

Baldur, þú mættir kannski fyrst af öllu segja mér álit þitt á þessari grein:

* Vondu kallarnir

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 02:41

162 identicon

"Óli, það er engin furða þótt meirihluti tukthúslima í Bandaríkjunum sé trúaður, því mikill meirihluta allra Bandaríkjamanna er trúaður."

Baldur Hermannsson,

Já það er rétt, en hlutfall trúaðra í fangelsum er hærra en hlutfall trúaðra í heildina, þannig að það er hærra hlutfall af þeim trúuðu sem endar þar.

Óli (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 03:24

163 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég hef skemmt mér konunglega við lestur athugasemda frá því í gær er ég hvarf til kju. Bestar þykja mér færslur 107.119 og 137. Ég hálf skammast mín fyrir að segja það en ég skellti stundum upp úr við lesturinn og hló dátt á köflum, aleinn í kotinu.

Hafið þakkir fyrir vantrúarmenn, Vantrúarmenn og ekki síst hinir trúuðu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.1.2010 kl. 11:31

164 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

p.s. orðið kju á eftir að vefjast fyrir lesendum. Betra væri ef þarna stæði koju.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.1.2010 kl. 11:32

165 identicon

"Ég hálf skammast mín fyrir að segja það en ég skellti stundum upp úr við lesturinn og hló dátt á köflum, aleinn í kotinu."

Það er ekkert til að skammast sín fyrir Heimir. Sem reglulegur lesandi þessa bloggs kannast ég vel við þetta. Þar stendur sennilega upp úr færslan um Járnmeistarann með startkaplana.

Einar Kristinn Einarsson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 13:08

166 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Baldur er engum líkur!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.1.2010 kl. 13:28

167 identicon

Sæll Baldur,

Nú er ég ekki reglulegur lesandi þessa bloggs, en mér var bent á að hér væri hreint gull að finna í færslum og þá sérstaklega í athugasemda flórunni sem sprytti upp af þeim, ég tók mér haka í hönd og fór að grafa.

"Manni verður þungt fyrir hjarta að lesa slíka frétt, en þó get ég ekki sagt að hún komi mér á óvart. Það er búið að spana upp svo heiftarlegan ofbeldisanda með þjóðinni og einhvers staðar vill ofbeldishneigðin fá útrás."

Nú skil ég að hér þarf að taka tillit til tilfinninga höfundar um málið, en skemmdarverk á eignum eru alltaf að gerast. Íkveikja, eða tilraunir til íkveikju eru tíðar og eru sjaldnast partur af einhverju öðru en skemmdarfýsn. En mér þykir nokkuð mikið að tala um ofbeldi gegn byggingum, er ekki betra að tala um skemmdir, jafnvel skemmdarverk? Alveg nóg af ofbeldi gegn lifandi fólki og dýrum svo við förum ekki að taka tilfinningar bygginga inn í málið líka :)
Gröfum áfram!

"Ég hef áður vakið máls á því hvernig skrílvæðing sú sem kennd er við búsáhaldabyltingu leysti úr læðingi skaðræðisöfl sem ekki verða hamin úr þessu. Það er vitað að Vinstri grænir áttu drjúgan þátt í skipulagningu skrílslátanna og efast ég þó um að Steingrímur sé hreykinn af þeirri birtingarmynd ofbeldisins sem nú blasir við.

Vinstri grænir, Álfheiður Ingadóttir og Hörður Torfason bera ekki einsömul ábyrgð á þessari skrílvæðingu. Fleiri samtök hafa farið fram með offorsi og má þar nefna Saving Iceland og félagið Vantrú."

Nú er mér illa við að vera með einhvern skæting út af hinu og þessum orðum eða orðtökum, ritað mál á það til að flæða og dregur það nokkuð úr fegurð þess, að mínu mati, að vera alltaf að rífast um merkingu einstakra orða þegar þau eru notuð á óformlegum vettvangi.
En þetta þurfum við aðeins að líta á. Er það í raun 'vitað' að Vinstri Grænir skipulögðu 'Búsáhaldarbyltinguna', svonefndu? Ef við lítum á sönnunargögn þess efnis sem þú dregur fram þá virðast þau ekki standa undir þessari staðhæfingu. Lítum á þau til upprifjunar:

Athugasemd 31 (Baldur Hermannsson) "Það eru sterk rök fyrir því að VG hafi átt þátt í því að skipuleggja búsáhaldabyltinguna svokölluðu[...]. Í Umsátrinu eftir Styrmi Gunnarsson kemur fram að Steingrímur hótaði Geir Haarde skipulögðum mótmælum, [...]. Ennfremur hafa birst hér á netinu ljósmyndir sem teknar voru inn um gluggann á skrifstofu VG og þar getur að líta mótmælaskilti sem byltingarmenn geymdu."


Lítum aðeins á þetta. Steingrímur að tala um mótmæli? Eitthvað kemur það mér ekki á óvart, enda lengi vel það eina sem VG virðist hafa getað gert. Í minnihluta og án getu til að koma í gegn málum á þingi þá var það í raun stærðsta vopn Steingríms að félagsmenn VG myndu þá bara reyna að vera 'fyrir'. Hljómar ekki eins og eitthvað sem ætti að óttast, enda af þeim mótmælum sem ég hef annars séð frá VG (UVG til að vera nákvæmur) þá er það ekkert í líkingu við það sem gerðist fyrir utan Alþingi.
Seinna (Athugasemd 44) kemur fram bein tilvitnun frá Steingrími sem er á þá leið "Við kunnum ýmsilegt fyrir okkur. Við kunnum að bera fram tillögu um vantraust og við kunnum að skipuleggja mótmæli."Enn og aftur, loforð um mótmæli sem á þessum tíma gat ekki mögulega þýtt það sem við í dag getum skilið sem mótmæli, ekkert þessu líkt hafði gerst fyrir 'búsáhaldarbyltinguna' (alltof óþjált orð a.m.m ^^) þannig að væntanlega myndi Steingrímur nota sterkari orð til að lýsa því sem hann hafði í huga ef hann var í raun arkitektinn af þessu öllu
Gott er að taka fram að ég hef enga sérstaka ást á hinu ýmsu pólitísku flokkum, ekki misskilja þetta sem einhverskonar hyllingu á VG, alls ekki. Ég er einungis að líta á þau sönnunargögn sem ég hef aðgang að, og hafa verið kynnt hér í þessum jú, vel yfir 150 athugasemdum við þessa blogg færslu
Annar punktur, með skiltin sem sáust í glugga Ungra Vinstri Grænna, nokkuð tilviljanakennt sönnunargagn ef það má kalla. Ef einhver hefði haft áhuga, hefðu svipuð skilti verið hægt að finna á öðrum stöðum? Nú þekki ég handfylli af fólki sem var að smíða sér skilti, og ég er nú ekki í einhverjum þverpólitískum vinahópi, á ég að gruna þau um einhverja aðild að smíð þessara mótmæla vegna skiltanna sem þau geymdu? Það eitt að vera með mótmæla skilti á tímum mótmæla gerir þig ekki einn af arkitektum þeirra, en þau gera þig vissulega að þáttakanda. Nú ber að minnast á að ég trúi því svosem að VG hefði alveg getað skipulagt mótmæli, ekki eitthvað af þessum skala reyndar. En eitthvað sem byrjaði lítið og þeir misstu stjórn á? Jú, hljómar líklega. En ekki eftir þessum 'sönnunargögnum'.
Grafi graf...þetta er ekkert búið :)

"Vinstri grænir, Álfheiður Ingadóttir og Hörður Torfason bera ekki einsömul ábyrgð á þessari skrílvæðingu. Fleiri samtök hafa farið fram með offorsi og má þar nefna Saving Iceland og félagið Vantrú."
Hér ertu greinilega að tala um það sem gerðist í þessum stóru mótmælum. Skemmdarverk, lögreglu aðild, ólögleg óhlýðni við lögregluvald, táragas, óeirðir.
Nú hefur Saving Iceland gert ýmislegt sem þurft hefur lögreglu aðild, en ekkert í líkingu við þessu fyrrnefndu óþjálu mótmæli. Að klæðast fáránlegum búningum og dansa um að sumri til á götum borgarinnar, stöðvandi umferð og valdandi vandamálum ER EKKI það sama og gerðist í Búsáhaldarbyltingunni, þetta er ósambærilegir atburðir og fyrir þeim standa mismunandi aðilar. Á einn veginn erum við með 'hugsjónarsinna' einvherjir sem ímynda sér heim án yfirgengslegrar stóriðju (eða jafnvel heim algerlega ÁN stóriðju, sem væri ömurlegt a.m.m) og hinn þá erum við með blöndu af pólitískt mótíveruðum einstaklingum, helling af mismunandi þrýstihópum og almennum borgurum þarna af ótrúlega fjölbreyttum ástæðum.
Ég vill halda að þetta séu mismunandi, ósambærilegir hópar og atburðir.
Hvað varðar Vantrú, félag sem ég fylgist aðeins með og er ekki meðlimur í, þá get ég ekki nefnt neina aðgerð að þeirra hálfu neitt í líkingu við það sem Saving Iceland gert, svo ekki sé nefnd Óþjála byltingin. Taktu einnig eftir því að við erum að fara ofar í stiga skipulags hérna. Vantrú er félag, þú ert meðlimur og tekur þátt í þeirra 'aðgerðum' ef svo má kalla eftir því. Saving Iceland er lauslega félag, mestmegnis hugmynd, hugsjón. Óþjála byltingin var að mestu einungis hugmynd og hugsjón. Félag, Félag, Atburður...ekki sambærilegt.

Hvað er það við það að vera mótfallinn þeim hugmyndum, lögum, háttum sem eru við líði sem er svo andstætt því sem þú trúir? Nú get ég skilið og verið sammála að Óþjála byltingin var vissulega orðabókar skilgreining á 'skrílslæti'. Saving Iceland, þó sá hópur kynni jafnvel vel við að vera líkt við stærðstu mótmæli lýðveldissögunar, þá eru þeir ekki svo stórir. Maður sér að það býr góður vilji á bakvið það sem þeir gera, hversu heimskt það endrum og sinnum er, en varla eitthvað til að kippa sér upp við. Og í raun furða að ekki séu fleirri slíkir hópar í gangi. Vantrú hefur, eftir því sem ég kemst næst, ekki notað aðgerðir á við fyrrnefndan hóp og atburð.

Nú hætti ég mér á hálan ís, en því sem ég kemst næst um trúarlegar skoðanir þínar þá tel ég að þú viðurkennir að minnsta kosti tilvist Jesú Krists. Væri hann fyrir þig langhærðir, frjálslyndur innflytjandi með skrílslæti gegn yfirstjórninni sem bæri að stöðva, eða, einhverskonar bjargvættur frá spilltu og ranglætu kerfi, jafnvel frelsari ef út í það er farið. Ég er bara að velta þessu fyrir mér, enda alinn upp við kristnar goðsagnir og fannst þetta áhugavert að spyrja einhvern sem er enn lamb Jesú.
Hakinn rís og fellur, er enginn endir á þessu?

"Vantrú hefur ekki á neinn hátt hvatt til áþreifanlegs ofbeldi en mér hefur blöskrað sá hatursandi í garð Kristinnar trúar sem þessi samtök hafa boðað hér á netinu. Ég minnist þess sem Nietzsche sagði löngu fyrir aldamótin 1900: sá hernaðarandi sem menn hafa blásið upp hér í Þýskalandi mun fyrr eða síðar krefjast útrásar og valda ólýsanlegum hörmungum. Og Nietzsche reyndist sannspár."

Þessi færsla, er sú fyrsta sem ég les eftir þig Baldur og vona ég að þetta sé ekki hin venjulegu gæði skriftar og rökfærslu hjá þér. Í einnu málsgrein springa fram fjöldamargar rökvillur sem ber að taka eftir. Ákall til líkinda, einnig nefnt lögmál Murphy's; í því einnig falið lögmál Godwin's og einnig er Nietzche hér 'Kirsuberjartýndur' hér fyrir spádóma hans sem styrkja þessa stöðu, allt hitt er skilið eftir. Hvað varð um "Guð er dauður" sem myndi einmitt renna stoðum undir mun meiri gagnrýni og almenningsumræður um tilgang og yfirgang trúar en er í gangi í dag, ef það eitt að Nietzche hafi sagt það geri það merkilegt :)
Þessi málsgrein gæti allt eins lesist sem:
"Vantrú eru ekki enn obeldisfullir, alveg eins og Nasistarnir voru á sínum tíma."

Þetta var blogg færslan, heilmikið hér á ferð!
Svo eru það athugasemdinar, þær voru all svakalegar líka. Eins og þessi:

Athugasemd 3 (Baldur Hermannsson):"Rauðri málningu - einmitt. Yfirleitt hafa menn ekki heima hjá sér lager af rauðri málningu. Þetta er ótvíræð vísbending um skipulagðan ofbeldishóp, eða ofbeldishópa. Hverjir standa að baki árásum á heimili útrásarvíkinga? Það hefur aldrei verið upplýst en vera má að það séu sömu aðilar og þeir sem núna herja á kirkjur landsins.[...]"


Tók enginn annar eftir þessu? Nú á ég soldið af rauðri málningu, ekki í þessu magni vissulega en talsvert. Ég veit um reyndar alveg lager af rauðri málningu sem...eða talaði ég núna af mér! Er ég kannski sá eini sem hefur málað rauðann vegg í herbergi? Málað skúrsþak eða hús rautt? Ég þarf að gæta orða minna svo ég verði ekki frekar bendlaður við málið. Og þessi kenning þín virðist traust. Illkvittnir menn sem eyða helling af pening, koma ábyrgðinni yfir á íslensku þjóðina, sem kostar sumt fólk aleigunna og rýgir lífsgæði þjóðarinnarí heild sinni...alveg eins og kirkjan! Viljum ekki vera með einhvert skítkast á kirkjuna Baldur, uss, eða er þetta ekki það sem þú áttir við?

Það tæki alltof langan tíma að fara í gegnum þetta allt en eitt sem á við um margt sem fylgir í þessum mikla athugasemda bálk.
Skoðanafrelsi er mikilvægt, það gæti verið sagt að þetta sé hornsteinn siðmenningar. Ég styð algerlega slíkt frelsi, og myndi ekki óska þess að jafnvel einhver sem er algerlega ósammála mér í einu og öllu sé sviptur frelsinu til að koma þessum sömu skoðunum á framfæri. Það sem fólk á til að rugla við þetta er virðing. Það að hafa frelsi til að koma skoðun þinni á framfæri gerir hana ekki ónæma fyrir gagnrýni og háð. Það að einhver hafi skoðun þýðir ekki að ég þurfi að virða hana.
Óverðskulduð virðing á ógagnrýndum skoðunum leiðir til brjálæðis. Myndir þú virða skoðun mína um að ég haldi að það sé lítill álfur á öxlinni á mér og hann hvísli leyndarmál alheimsins í eyrað á mér? Eflaust ekki, ég er kannski góðkynja, ef soldið skrítinn. Ekkert að því. Hvað ef ég vill byggja stórt hús þar sem aðrir sem hlusta á Alheimsálfinn geta safnast saman og kyrjað sálma um visku hans? Alltílagi, þetta þarf að virða enda mín skoðun. Ekki eins og ég sé að meiða einhvern. Hvað ef ég heimta að ég fái svo skattafríðindi fyrir Álfasamfélagið mitt? Að ég fái að koma í skóla og kenna börnum þessa hugmynd mína um Alheimsálfa? Að ég fái vernd gegn gagnrýni og háðung fólks sem segi álfatrú mína vera fáránlega, við engin rök að styðjast, að hún ýti undir aðskilnað milli fólks og að hún fremji vitsmunaofbeldi gegn börnum. Er það allt í lagi? Er í lagi að hugmynd ryðjist inn til þín, sparki þér út, gamni sér með konu þinni og kenni börnum þínum lygar af því einhver er búinn að skilgreina þessa hugmynd yfir alla geðheila umræðu?

Ef að trú þinni stendur ógn af umræðum og gagnrýni þá er trú þín veik og byggð á sandi. Ég bíð öllum að ræða þær sannanir sem ég hef fyrir minni trú (um náttúrulegan alheim), um gildi þess, um hvað við getum lært af því, hver staður okkar er o.s.frv. Ég bið alla gagnrýni velkomna vegna þess að 'trú' mín, ef svo skal kallast, er svo sterk að ég veit að ekkert mun breyta henni (innan ramma vísindalegrar aðferðar auðvitað ^^)


Þetta orðið alveg ótrúlega langt; mun lengra en ég átti von á.
Og kom mér þetta kvæði úr gestaþætti Hávamála til hugar þegar ég nú lít yfir þetta alltsaman.

Ósnotur maður
þykist allt vita,
ef hann á sér í vá veru.
Hittki hann veit
hvað hann skal við kveða
ef hans freista firar.

Ég hef vonandi ekki gefið af mér þann þokka sem kvæðið minnist á ^^
Takk fyrir mig.

Ásgeir Helgi Hjaltalín (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 07:03

168 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk fyrir athyglisverða lesningu.

Baldur Hermannsson, 4.1.2010 kl. 07:14

169 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Baldur,

Hvað hefur Vantrú með þetta mál að gera?  Ég er ekki félagi í því félagi, en ég get samt ekki orða bundist.  Ertu að telja þér trú um að einhverjir meðlimir í því félagi gangi um og kveiki í kirkjum?

Annars er alveg magnað hvað trúaðir láta þennan ágæta félagsskap fara í taugarnar á sér.  Ég kann bara eina skýringu á því.  Fólk vill fá að hafa blekkingu sína í friði og vill ekki að það sé neitt verið að pota í hana.

Theódór Gunnarsson, 4.1.2010 kl. 21:16

170 identicon

Ég bið alla gagnrýni velkomna vegna þess að 'trú' mín, ef svo skal kallast, er svo sterk að ég veit að ekkert mun breyta henni (innan ramma vísindalegrar aðferðar auðvitað ^^)

Athyglisverður punktur.  Nú eru raunvísindin og hinar vísindalegu aðferðir fyrst og fremst til að læra að þekkja þennan heim til hlítar. Það er því óvenjulegt en samt athyglisvert að sjá að menn telja að þau geti sagt eitthvað fyrir um handanheima. Eru menn ekki í svipaðri stöðu þar og þegar menn töldu sig geta sagt fyrir um eðli og gang himintungla með því að rýna í biblíuna?

En því ekki það, vera má að þetta viðhorf sé rétt, hugsanlegt er að kenningar um flakk milli heima og dýpri skilningur á þeim kröftum sem liggja utan heimsins leiði til þess að ekkert þyki sjálfsagðara en meyfæðing, svo tekið sé dæmi.

Baldur: Ég átti nokkuð langt og ítarlegt spjall við Vantrúarmenn um daginn á blogginu mínu þar sem ég hvatti þá einmitt til að fordæma ofbeldi. Til allrar hamingju hafa þeir nú fordæmt ofbeldi og munu væntanlega ítreka það aftur ef þörf krefur.

Í þessu spjalli við Vantrúarmennina (Svar til Hjalta) fór ég yfir það sem mér þykir vera trúarleg einkenni Vantrúar og í því ljósi finnst mér punktur Ásgeirs Helga athyglisverður.  Nú veit ég ekki hvort hann er meðlimur í Vantrú en það skiptir kannski ekki höfuðmáli.

Annars eru það fleiri aðdáendur hópa sem gætu þótt grunsamlegir, t.d. þessi hópur í kringum aftaka.org. Það efni sem þar birtist  hefur sterkan blæ mannfyrirlitningar sem réttlætt er með því sem ritarar telja göfuga hugsjón, þ.e. anarkisma.

Efasemdir (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 21:24

171 identicon

Furðulegur pistill.

Kveikt hefur verið í á fleiri stöðum á Reykjanesi síðustu daga. 

Kannski Hörður Torfa á tónleikaferðalagi, ásamt hljómsveitinni Vantrú?

Eða ekki.

Jóhann (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 21:57

172 identicon

Ég hélt að þið guðsmenn hélduð að guð réði öllu, samkvæmt því var það vilji guðs að kirkjan brann. Að minsta kosti eignið þið guðinum ykkar allt gott, hann hlýtur þá að bera ábyrgð á öllu slæmu líka.

Óli (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 23:47

173 Smámynd: Historiker

Þetta hafa verið anarkistadrullusokkar tengdir www.aftaka.org sem unnið hafa þessi spellvirki.

Historiker, 5.1.2010 kl. 00:08

174 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Efasemdir, fyrst að þú nefnir spjallið okkar, þá runnu tímamörkin til þess að gera athugasemdir þar út um jólin, þannig að ég get ekki svarað. Ef þú vilt halda umræðunum áfram þá þyrftirðu annað hvort að lengja tímamörkin eða búa til nýja færslu.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.1.2010 kl. 01:57

175 identicon

@Efasemdir

Ég geri í raun enga aðgreiningu á milli skoðanna á því hvernig heimurinn virkar og trú. Ég sé ekki trú sem einn hlut og svo vísindi sem annan aðskilin hlut. Því þegar ég er að tala um 'trú' mína er ég í raun bara að vísa í þær skoðanir sem ég hef á alheiminn. Ég er einmitt ekki því hlynntur að trú fái einhverja aðra stöðu en 'skoðun' og skil ég sjálfur ekki almennilega ferlið sem margt mjög klárt fólk þarf að fara í gegnum til að aðskilja þekkingu sína og trú.
Nú eru margar skoðanir á hvernig heimurinn virkar, og tel ég að hin vísindalega aðferð beri þar af, enda einstök í því hvernig hún vinnur úr og sækist eftir upplýsingum. Ég skynja vitneskju byggða á sönnunargögnum sem í raun 'æðri' en vitneskja sem byggir á því að hafa engin sönnunargögn (sem ég held að fæstir myndi vera ósammála um að sé hin almenni skilningur á 'trú')
Trú er hinsvegar þægileg lýsing til að skilgreina við hvaða part af lífi okkar er verið að tala um þegar við tölum um skoðanir, því nota ég það enn.
Það kann að virðast undarlegt að dæma trúarmál eftir staðli vísinda einungis ef trú fær skipaðan sérstakan sess sem er yfir hinn náttúrulega heim.

Hvað varðar aðild mína að vantrú, þá tók ég það fram í fyrri athugasemd að ég væri ekki meðlimur í þeim ágæta félagsskap, en ég skil líka hvernig það getur hafa týnst (enda þetta engin smá texta veggur þar á ferð :D)

Ég vill einnig benda þeim sem halda að eignarspjöll, ofbeldisverk og skemmdarfýsn almennt sé eitthvað nýtt af nálinni eða óvenjulegt hér á landi að 'Lögregluvefurinn' heldur utan um ársskýrslur afbrota hér á landi sem eru því miður mjög algeng. Látum ekki fréttamennsku eina stýra skilning okkar á þjóðfélaginu. Fordæmum ekki skemmdarverk á kirkjum, heldur skemmdarverk almennt.

 Takk fyrir mig.

Lögregluvefurinn:
http://logreglan.is/default.asp?cat_id=73

Ásgeir Helgi Hjaltalín (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 06:19

176 identicon

Historiker:Það er nú óskynsamlegt að ætla að aðstandendur vefsetursins aftaka.org hafi átt nokkurn hlut að máli, en þessir pólitískir hópar sem eru á jaðri samfélagsins þurfa að átta sig á að allt sem þeir segja og skrifa getur haft áhrif á fólk sem er hugsanlega óstöðugt að einhverju leyti og gæti notað öfgafull skrif sem hugmyndafræðilega átyllu til að fá útrás fyrir innbyggða reiði. Svo eru auðvitað fleiri sem koma til greina, t.d. glæpasamtök af einhverju tagi. Það er t.d. ekki langt síðan vídeóleiga var brennd til grunna. Það er auðvitað verkefni greiningardeildarinnar að fást við svona atvik.

Hjalti: Ég veit ekki alveg hvað við ættum að spjalla um. Við erum greinilega ósammála um margt en við vitum hvar þeir fletir liggja. Mér finnst það jákvætt fyrsta skref hjá ykkur í Vantrú að fordæma ofbeldi.

Ásgeir: Pælingar þínar eru athyglisverðar en það er nú samt svo að sumt er vitað en það er ekki hægt að sanna það með neinu móti. Meira að segja í stærðfræði er það svo.  Raunvísindunum er ætlað að komast til skilnings á heiminum en sá galli er á gjöf Njarðar að við hvorki þekkjum né skiljum orsakirnar fyrir upphafi heimsins og því vitum við ekki hvort við getum ætlað raunvísindum að segja nokkuð fyrir um það sem gerist utan heimsins, ef við getum talað um atvik utan hans á annað borð þar sem atvik afmarkast af tíma og rúmi og hvorugt er til staðar utan heimsins. Það ekki í eðli raunvísindanna að hafa, né þykjast hafa neitt forspárgildi um það.

Efasemdir (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 21:58

177 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur, minn kæri, ég varaði þig við. Trúmál eru drullumál, drullumakara. Ekkert þar fyrir alvöru fólk. Komdu til mannheima. Varð jónískt samband við Tiger? Talaðu við okkur, mannandskoti, það er víst nýjasta daðuryrðið.  

Björn Birgisson, 5.1.2010 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 340675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband