29.12.2009 | 17:11
Hver verður Nýliði ársins 2009 ?
Bráðum ár er liðið frá Alþingiskosningum og komin reynsla á nýliðana. Hver er Nýliði ársins 2009? Hver er þeirra líklegastur til að verða sómi Íslands, sverð og skjöldur?
Það er fljótlegt að afgreiða verstu tossana. Enginn vinstri maður með snefil af sómatilfinningu mun kjósa Sigmund Erni í annað sinn. Að vísu er það viðloðandi vinstri menn að hafa ekki sómatilfinningu, en Sigmundur Ernir getur ekki einu sinni treyst á það. Nógu afglapalegur er hann ódrukkinn í pontu þótt hann geri ekki illt verra með því að mæta í vinnuna sauðdrukkinn, röflandi og ruglaður.
Tveir menn berjast um titilinn Nýliði ársins 2009. Það eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Ásmundur Einar Daðason.
Það er ekki aðeins að Sigmundur hafi unnið sér traust kjósenda og komist á þing, hann varð líka formaður Framsóknarflokkins. Látum liggja milli hluta að Framsóknarflokkurinn er vondur stjórnmálaflokkur. Sigmundur hefur komið með ferskan andblæ. Hann er frumlegur í hugsun, vel máli farinn, á einkar auðvelt með að setja flókin málefni þannig fram að allir skilji. Hann gerði strax í upphafi ótrúleg mistök þegar hann skóp vinstri flokkunum svigrúm til athafna. Þar tel ég að Sigmundur hafi goldið illráða þeirra Steingríms Hermannssonar og föður síns, Gunnlaugs. Og það er heldur ekki hægt að horfa fram hjá Bjarmalandsför Sigmundar, sem ekki varð honum til vegsauka.
En þessi axarsköft nýliðans skyggja ekki á þá staðreynd að hann er skeinuhættur
í kappræðum, fróður og málsnjall. Og ég vil minna á eitt sem ég hygg að hafi farið fram hjá mörgum. Sigmundur benti fyrstur allra á þá þrautreyndu hernaðartækni Breta, sem felst í því að stjórnmálamennirnir lofa öllu fögru í einkasamræðum við leiðtoga okkar, en embættismennirnir láta síðan miskunnarlaust kné fylgja kviði. Þetta vissi Sigmundur af þekkingu sinni og varaði við, en ekki var á hann hlustað. Hefði Sigmundur átt hlut að samningum við Breta hefði útkoman orðið allt önnur en sá sjálfsvígssamningur sem nú er til umfjöllunar á Alþingi.
Ásmundur Einar Daðason er prúður maður og vel gefinn. Hann er íslenskur sveitamaður í húð og hár eins og þeir gerast bestir. Þótt félagar hans í Vinstri grænum hafi unnvörpum svikið loforð og stefnu flokksins, þá hefur hann staðið af sér svikastorminn og hann hefur áunnið sér slíkt traust að félagið Heimssýn, sem berst fyrir fullveldi Íslands, hefur gert hann að formanni sínum.
Ásmundur stendur nú afsíðis í þingflokki sínum og heldur á fjöreggi þjóðarinnar í hendi sér. Hann getur beygt sig fyrir svikastorminum og greitt Icesave atkvæði sitt. Hann getur líka staðið hnarreistur af sér storminn og greitt Íslandi atkvæði sitt.
Í þeirri kosningu mun ráðast hvor þessara ungu manna verður Nýliði ársins 2009.
Völvan spáir spennandi tímum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hver er þessi blessaður Ásmundur ?
Finnur Bárðarson, 29.12.2009 kl. 17:22
Sigmundur Davíð er frekar flopp ársins eða áratugarins ef út í það er farið.
Fyrrum Sjalli (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 17:24
Finnur, þú spyrð um Ásmund - hann er maðurinn sem getur sparað þér 5 milljónir ef hann kærir sig um það.
Baldur Hermannsson, 29.12.2009 kl. 17:57
Fyrrum Sjalli, mér finnst ekki rétt að dæma hann flopp ársins, þótt ekki væri nema af þeirri ástæðu einni að svo geysimargir hafa floppað illa á árinu. Gleymdu því ekki að Sigmundur reif upp fylgi flokksins í kosningunum. Það viktar talsvert.
Baldur Hermannsson, 29.12.2009 kl. 17:59
Sparað mér 5 millur !!!!!, sendu gaurinn hingað strax. Þetta hjómar samt eitthvað Bjögólfskt.
Finnur Bárðarson, 29.12.2009 kl. 18:10
Hehe láttu ekki svona Finnur skrattakollur, eru áramótin byrjuð hjá þér?
Baldur Hermannsson, 29.12.2009 kl. 18:27
Mér finnst Sigmundur Davíð bæði flopp og skrum þó ekki slái hann nafna sínum Erni við.
Baldur þú gætir ekki jafnræðis og nefnir ekki konu til sögunar og ætla ég að gera það fyrir þig. Lilja Mósesdóttir er að mínu áliti nýliði ársins og þarf ekki að tíunda hversvegna....
Rannveig H, 29.12.2009 kl. 18:35
Dalamaðurinn djarfi fær mitt atkvæði að Sigmundi Davíð ólöstuðum.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.12.2009 kl. 18:35
Rannveig, ég hef margsinnis hælt Lilju í hástert hér á blogginu og að verðleikum. Hún er gáfuð kona, vel menntuð og hefur sýnt af sér sterkan karakter við erfiðar aðstæður. Þó er ekki hægt að horfa fram hjá því að áhrif Sigmundar og Ásmundar eru stórum víðtækari en hennar og þeir hafa meira umleikis í pólitíkinni.
Baldur Hermannsson, 29.12.2009 kl. 18:42
Heimir, dag skal að kvöldi lofa en mey að morgni. Við skulum fyrst sjá hvernig Daladrengur ráðstafar atkvæði sínu. Ef hann lætur bugast er engin leið að velja hann nýliða ársins.
Baldur Hermannsson, 29.12.2009 kl. 18:43
Hann lætur ekki bugast Baldur.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 29.12.2009 kl. 18:45
Silla, það er nú einn af mörgum kostum ykkar kvenna hvað þið treystið alltaf á okkur karlmennina. Svo kemur stundum fyrir að við bregðumst ekki traustinu. Alltaf gaman þegar það gerist.
Baldur Hermannsson, 29.12.2009 kl. 18:48
Enn beitir þú áhrifum þínum!!! það er ekki æskilegt að kjósa Dalamanninn fyrr en hann hefur ráðstafað atkvæði sínu.
Er þá bara skrumarinn Sigmundur eftir? Hefur þá Þráinn ekki álíka umleikis?
Rannveig H, 29.12.2009 kl. 18:50
Auðvitað veltur allt á því að Dalamaðurinn leiki rétt á morgun
Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.12.2009 kl. 18:51
Rannveig, ég beiti ekki áhrifum mínum vegna þess einfaldlega að ég hef engin áhrif og vil ekki hafa þau. Ég sit hér eins og hver annar á þessu notalega blogg-kaffihúsi, viðra hugsanir mínar og hlýði á hugsanir annarra, mér til fróðleiks en um fram allt skemmtunar.
Í guðanna bænum nefndu ekki Þráinn í þessu sambandi. Það er ekki einu sinni hlæjandi að þeim manni.
Baldur Hermannsson, 29.12.2009 kl. 18:56
Heimir, það veltur allt á því og á því veltur líka framtíð hans sjálfs. Minnumst þess að það var fólkið sem kaus hann á þing - ekki þingflokkurinn. Og stjórnmálamaður þarf að leita til fólksins á nokkurra ára fresti.
Baldur Hermannsson, 29.12.2009 kl. 18:58
Þú hefur víst áhrif Baldur! Hugsaðu þér hvað margir skoða bloggið þitt! Efast um að svo margir skoði blessaða þingmennina.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 29.12.2009 kl. 19:00
Silla, við erum bara að spjalla saman. Það er lang skemmtilegast að spjalla saman þegar enginn er að reyna að sannfæra annan. Auðvitað bera menn á borð bæði staðreyndir og ályktanir, en hver og einn ræður hverju hann vill trúa.
En ég er sammála þér varðandi þingmenn og aðra stjórnmálamenn. Yfirleitt er hundleiðinlegt að lesa skrif þeirra, hvort heldur þau eru í blöðum, bloggi eða facebook. Þeir skrifa ekki til að spjalla heldur til þess að vekja á sér athygli og fiska.
Baldur Hermannsson, 29.12.2009 kl. 19:07
Áhrifin eru t.d að DV segir þig grimman bloggara og hjá þeim eru sívinsæll. Ég er á því að þingheimur hafa aldrei í sögu lýðveldis ver jafn illa mannaður.
Rannveig H, 29.12.2009 kl. 19:09
Allt bendir til að Ásmundur Einar er ekki maður orða sinna, svo varla fær hann hin eftirsóttu Baldursverðlun. Vissulega lofaði hann góðu í fyrri hálfleiknum meðan úthaldið hélt að verjast árásum samflokksmanna og Samfylkingarliðsins.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 19:09
Ég hef stórar áhyggjur af því hvernig bóndinn kemur til með að greiða atkv, hann er ungur og óreyndur innan um hákarlana og stendur svo til einn, minni menn hafa bugast af minna tilefni. Hitt er klárt að hann á sér ekki viðreisnarvon ef hann segir ekki nei og skallagrími er auðvitað slétt sama þó svo fari, bara ef hann fær sitt já. Og annað, að það mun stjórskaða starf okkar í Heimssýn ef hann klikkar á neiinu. Held mér verði varla svefnsamt fram yfir atkvæðagreiðslu.
(IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 19:14
kannski minnast DV-menn þess að ég starfaði einu sinni á því blaði og er þannig á vissan hátt fyrirrennari þeirra. Ég er ekki sáttur við allt sem þeir gera en ég er samt á því að DV eigi fullan rétt á sér í þjóðlífinu.
Baldur Hermannsson, 29.12.2009 kl. 19:14
Guðmundur, ég ligg á bæn og bíð.
Baldur Hermannsson, 29.12.2009 kl. 19:15
Sigurlaug, einmitt, þú starfar með bóndanum unga í þessum mikilvæga félagsskap, Heimssýn, sem ég styð líka af heilum hug. En við vitum bæði að hann er undir ógurlegum þrýstingi. Kornungur maður með unga konu og tvö lítil börn. Ekki auðvelt. En það er á svona stundum sem það skýrist hvort maðurinn er garpur eða meðalmenni.
Baldur Hermannsson, 29.12.2009 kl. 19:18
Já maður eða mús..Meintir þú það ekki?
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 29.12.2009 kl. 19:31
Silla, ég myndi nú ekki taka svo djúpt í árinni.
Baldur Hermannsson, 29.12.2009 kl. 19:44
Núna hlusta ég á Pétur Blöndal, og svei mér ég held að hans tími sé komin :))
Rannveig H, 29.12.2009 kl. 19:48
Tími Péturs ætti að vera lögu komin, þó mig langi stundum að taka hann og hrista all verulega þá er hann sjálfum sér samkvæmur og hefur verið það alla tíð það sem ég hef séð til hans. En ég tek stundum andköf yfir skoðunum hans og sendi honum einu sinni bréf um ákveðið mál, en ekki hafði hann nú dug í sér til að svara blessaður, enda hafði hann engin rök í því máli, og lét hann því sem hann vissi ekki af tilvist þess.
(IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 19:53
löngu komin átti þetta að vera ...afsakið
(IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 19:53
Rannveig, mæltu kvenna heilust!
Baldur Hermannsson, 29.12.2009 kl. 19:54
Sigurlaug, það hafa allir karlmenn gott af því að skörulegar konur hristi þá rækilega öðru hvoru. Við hvaða tilefni var þetta?
Baldur Hermannsson, 29.12.2009 kl. 19:55
PB er sjálfum sér samkvæmur og það er málið í dag þegar allir eru búnir að fá upp í kok af óheiðarleika.
Rannveig H, 29.12.2009 kl. 19:58
Rannveig, samt skil ég Sillu ósköp vel. En Pétur er einmitt maðurinn sem Ísland þarf í dag. Maður sem er sjálfum sér samkvæmur. Maður sem hægt er að treysta. Maður sem hefur kjark til að standa einn.
Baldur Hermannsson, 29.12.2009 kl. 20:00
PB er pottþétt heiðarlegur. Kannski of opinn ef það er hægt. Einu sinni heyrði ég hann tala um að enginn hefði það slæmt á Íslandi og ef einhverjir gamlingjar og öryrkjar væru að væla þá væri það vegna þess að þeir eyddu öllu í brennivín og bull. Kannski sagði hann það ekki alveg svona en margir urðu reiðir. En núna finnst mér hann einn af þeim bestu á þingi.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 29.12.2009 kl. 20:04
Einmitt ég skil Sillu líka mjög vel, en það á ekki það sama við um þig,ég get ekki skilið að þú skulir tilnefna tvo menn sem nýliða ársins SDG mjög svo umdeildan Dalamanninn sem ekki er komið í ljós hvort stendur undir tilnefningu,svo sleppir þú nýliða (Lilju) sem er óumdeilanleg og aldeilis sjálfri sér samkvæm...
Rannveig H, 29.12.2009 kl. 20:09
Það var um málefni öryrkja en þó ekki í því samhengi sem Sigurbjörg talar um. Hann talaði um að allir gætu sparað, líka öryrkjar, svo ég sendi honum tölur um tekjur elsta sonarins sem og tölur yfir föst útgjöld og bað hann um að sýna mér hvar hann ætti að spara, því hann væri jú allur að vilja gerður að reyna að spara en tækist það bara ekki, svo við fórum því fram á það við hann að kíka í bókhaldið með okkur/honum og finna þær krónur sem spara átti. En eins og ég sagði treysti hann sér ekki til þess
(IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 20:14
Rannveig er Baldur karlremba? Ég er mjög hrifin af Lilju Mósesdóttir!
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 29.12.2009 kl. 20:14
Svo verður Baldur að fara aðgreina allar þessar Sillur!
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 29.12.2009 kl. 20:16
Já þessar Sillur safnast að honum eins og mý á m...........
(IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 20:19
Æjá, þær eru góðar þessar Sillur. Ég er á því að sérhver karlmaður ætti að eiga eina Sillu og helst tvær. En auðvitað er ég karlremba og hef alltaf verið. Það breytir ekki því að mér finnst sjálfsagt að fólk fái sömu laun fyrir sömu vinnu, algerlega án tillits hvað milli fóta lafir. Sama gildir um veitingu embætta. Alltaf finnst mér þó best að vera á vinnustað þar sem kynjaskipting er nokkurn veginn jöfn. Kynin eru svo ólík og bæta hvort annað upp.
Ég tek svo undir með Sillu - ég fæ ekki séð hvernig öryrkjar ættu að geta sparað. Hins vegar er líka vitað að alltof margir eru á örorkubótum. Að þessu hefur Pétur líka réttilega vikið. Fjöldi öryrkja hefur nálega fimmfaldast á fáum árum. Þetta segir sína sögu.
Baldur Hermannsson, 29.12.2009 kl. 20:29
Rannveig, ég ætla ekki að gagnrýna Lilju því hún á allt gott skilið. En er það ekki rétt munað hjá mér að í byrjun þings hafi hún vikið úr nefnd og kallað til varamann, vegna þess að atkvæði hennar hefði gengið gegn flokksaganum? Það var ekki fallega að verki staðið.
Baldur Hermannsson, 29.12.2009 kl. 20:33
Silla E efalaust myndi einhver skilgreina Baldur sem karlrembu. Baldur er góður við konur,hefur gaman af konum en þær þurfa að vera mjög afgerandi svo að hann líti á þær sem jafninga......
Þarna brá ég g í hlutverk álitsgjafa
Rannveig H, 29.12.2009 kl. 20:34
En var þetta bara ekki falið í atvinnuleysistölum áður. Engin með fullu viti óskar eftir því að verða öryrki!
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 29.12.2009 kl. 20:34
Góð Rannveig H..
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 29.12.2009 kl. 20:35
Úff Rannveig, er ég svona hræðilega auðlesinn?
Baldur Hermannsson, 29.12.2009 kl. 20:38
'Eg veit ekki hvort þetta er rétt munað hjá þér Baldur en eitt er víst að Lilja er hornreka núna í VG af því að hún rekst ekki vel í flokksaganum. Þú bendir á að SDG eigi þó nokkur mistök að baki og tekur þeim sem léttum byrjandamistökum.
Rannveig H, 29.12.2009 kl. 20:39
Hún Rannveig kom upp um þig Baldur vinur!
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 29.12.2009 kl. 20:40
Silla, nei þetta var ekki falið í atvinnuleysistölum nema þá að litlu leyti. Það varð sprenging í fjölda öryrkja þegar siðferðisástand harðnaði í atvinnulífinu á 10. áratugnum og fyrirtækin hófu að flytja inn útlendan vinnukraft. Margir öryrkjar sem höfðu bjargast ágætlega í vinnu hreinlega gáfust upp og flýðu á náðir trygginganna. Ennfremur hækkuðu bætur til öryrkja vegna þeirrar velmegunar sem Davíð skapaði og breytingar á lögum gerðu efnuðum en giftum öryrkjum kleift að sækja grimmt í sjóðina.
Baldur Hermannsson, 29.12.2009 kl. 20:41
Ég mun greiða atkvæði hér á morgun eftir atkvæðagreiðslu Alþingis um ríkisábyrgð á skuldum einkafyrirtækis.
Umrenningur, 29.12.2009 kl. 20:41
Rannveig, Sigmundur er formaður í gamalgrónum stjórnmálaflokki, það gerir stóran mun. Hann á framtíðina fyrir sér en ég velti því fyrir mér hvort sama gildi um Lilju.
Baldur Hermannsson, 29.12.2009 kl. 20:42
Umrenningur, ævinlega þegar þú talar legg ég við hlustir.
Baldur Hermannsson, 29.12.2009 kl. 20:43
Það geri ég líka þegar stórmenni eins og þú opna munninn.
Umrenningur, 29.12.2009 kl. 20:45
Hehe mikið andskoti er gaman að eiga við þig orðaskipti, Umrenningur!
Baldur Hermannsson, 29.12.2009 kl. 20:47
Ánægja er öll mín.
Umrenningur, 29.12.2009 kl. 20:48
Ég verð að taka undir með kvenfólkinu hér að það hefði mátt hafa val um að minnsta kosti eina konu sem nýliða ársins, að vísu er ekki um auðugann garð að gresja en það eru nokkurir kandidatar sem koma upp í hugann. Hvað með Birgittu?
Umrenningur, 29.12.2009 kl. 20:53
SDG er formaður í gamalgrónum spillingarflokki það eitt seigir sína sögu,verðleikarnir vega ekki eins mikið og pabbapólitíkin...
Baldur þú ert ekki auðlesin það tók áratugi að lesa þig fyrir svona séní eins og mig.
Rannveig H, 29.12.2009 kl. 20:57
Ég hlustaði á Ólöfu Nordal í dag. Ræðuskörungur stúlkan sú! Gæti hún ekki komist á lista?
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 29.12.2009 kl. 20:58
Ég skil ykkur alveg, Umrenningur og Silla, auðvitað væri gaman að hafa konur í keppninni, en það gengur ekki akkúrat núna. Við gætum kannski haft aðra svona óformlega keppni - "Fallegasta alþingiskona ársins 2009". Hvað segið þið um það?
Baldur Hermannsson, 29.12.2009 kl. 21:00
"Fallegasta alþingiskona ársins 2009"
Mín tilnefning er Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Hún mundi einnig sóma sér sem nýliði ársins.
Umrenningur, 29.12.2009 kl. 21:05
Það er á svona stundum sem ég yfirgef blogg-kaffihúsið.
Rannveig H, 29.12.2009 kl. 21:07
Hef lúmskan grun um það að Ásmundur Einar Daðason,flokksbróðir minn mun á morgun detta útúr Íslenskri Pólitík,ef hann samþykkir þettað bévítans Icesave.BYLTINGIN er framundan,finn það á mér og mun taka þátt í henni.´ Steingrímur´´ fyrir´´ kosningar er týndur,leit hefur ekki borið árangur.Annar Steingrímur fannst ´´eftir´´kosningar en virðist ekki vera sá sami og var ´´fyrir´´kosningar. Þjóðstjórn er það eina sem dugar,það hefur margsannað sig,líkt og má sjá og fólk fundið fyrir svo herfilega. Baldur ekkert vinstri kjaftæði hér,þú manst að það voru ´´þínir´´félagar sem ´´steiktu´´ þjóðfélagið.(hver er mesti skúrkur ársins,?kemur það í ljós á morgun,eftir Icesave á þingi, skyldi það verða formaður Heimssýnar=Ásmundur Einar,,ég vona að hann segi NEI við Icesave.)
Númi (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 21:11
Já Rannveig. Besti ræðuskörungur er ekki samnefnari yfir fegurð. Og Ólöf Nordal er mjög myndarleg kona, svo það sé á hreinu.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 29.12.2009 kl. 21:11
Númi, skilaboð þín eru móttekin, ótvíræð og sköruleg að vanda.
Baldur Hermannsson, 29.12.2009 kl. 21:23
Hér eru allir á röngu róli. Nýliði ársins er auðvitað Steingrímur Joð Sigfússon. Hann kom fram með gjörbreytt útlit, gjörbreyttar skoðanir, ábyrgð í stað upphlaupa, gjörbreyttan stíl í ræðustól, svo fátt eitt sé nefnt. Hann er bæði umbyltingur og nýliði ársins. Geri aðrir betur eftir þrásetu á þingi í á þriðja áratug.
Björn Birgisson, 29.12.2009 kl. 21:23
Held að Björn sé búinn að finna nýliðann.
Umrenningur, 29.12.2009 kl. 21:25
Rannveig og Silla, ég veit ekki hvað ykkur finnst, en í þessari hliðarkeppni um titilinn Fallegasta alþingiskona ársins 2009 mun ég greiða Lilju atkvæði mitt. Það eru margar gullfallegar konur á þingi núna en Lilja býr yfir fegurð sem er dálítið sérstök og leynir á sér. Það streyma líka frá henni titrandi vísbendingar um faldan bríma og öll þessi dulúð sem hún sveipar um sig gerir hana í senn girnilega og spennandi. Hún fær mitt atkvæði í hliðarkeppninni.
Baldur Hermannsson, 29.12.2009 kl. 21:26
Tillögu Björns Birgissonar er hér með varpað í ruslafötuna en um leið er hann sjálfur útnefndur Fyndnasti bloggari ársins 2009.
En þið skiljið - maður í minni stöðu verður að gæta virðingar sinnar og má ekki láta gárunga ginna sig frá settu marki.
Baldur Hermannsson, 29.12.2009 kl. 21:28
Björn er með málið á hreinu. nossúfgiS .J rumírgnietS er öruggur með titilinn.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 21:31
Maður roðnar bara upp á miðjan skallann, bæði að austan- og vestanverðu! Hver ætli lendi í öðru sætinu?
Björn Birgisson, 29.12.2009 kl. 21:34
Vér hægri fasistar gefum Birni Birgissyni gott klapp!
Baldur Hermannsson, 29.12.2009 kl. 21:35
Þarna erum við næstum alveg á sama máli, nema hvað ég hef enn efasemdir um Dalamanninn, en hann hefur enn tækifæri til að eyða þeim efasemdum. Það er alltaf hressandi að koma á síðuna þína Baldur og enginn verður svikinn af heimsókn þangað.
Jóhann Elíasson, 29.12.2009 kl. 21:53
Kom þú sem oftast, Jóhann, en viltu ekki taka þátt í kosningunni um fallegustu þingkonuna? Nú er lag að láta sig dreyma, drengur.
Baldur Hermannsson, 29.12.2009 kl. 22:02
Núna lendi ég víst líka í ruslafötunni því ég er eiginlega sammála Birni um Steingrím Joð.
Sem mótvægi við kjörið á fallegustu þingkellingunni: Steingrímur Joð fær þann titil hjá mér að vera karlmannlegasti og krúttlegasti "nýliðinn" á þingi.
Hvorki SDG né ÁED komast á blað hjá mér. Forget it.
Kama Sutra, 29.12.2009 kl. 22:25
Óggslegt að sjá hvernig karlfjandinn sperrir stélið og skríkir eins og páfugl innan um allar þessar íðilfögru konur.
Oj, barasta.
Árni Gunnarsson, 29.12.2009 kl. 22:33
Baldur. Orðið heimssýn þýðir Heimsýn en ekki bara Íslands-sýn. Mér finnst það stundum gleymast. Ég styð Heimssýn og mun gera áfram vegna heimsýnar en ekki flokka-sýnar.
Ef ég prófa að setja mig í spor umræddra manna sem þú telur upp og myndi ég hugsa atkvæðagreiðslu mína út frá öllum heims-sjónar-hólum og hornum sem ég þekki í málinu. Það er skylda þingmanna. Ísland er ekki eitt til umfjöllunar þegar um góð samskipti og góða samninga við aðrar þjóðir er að ræða. Góður samningur er að mínu mati réttlátur fyrir alla samningsaðila. Mér líkar ekki að láta svíkja mig en ég vil heldur ekki svíkja aðra.
Ég hef nú endanlega lært að einhverju leyti, að það eru margar hliðar á hverju máli en ekki ein eða tvær eins og ég hélt allt of lengi á mínum yngri árum.
Hvernig er hægt með góðri samvisku að hafa afgerandi skoðun með eða á móti Icesave? Þekkja sumir allar hliðar málsins 100%? Og afleiðingar allra gjörða? Held nú ekki.
Ég velti því stundum fyrir mér hvort þeir sem þannig afgreiða málin hafi skoðað allar hliðar málsins til hlítar og tekið mannlega þátt allra sem hlut eiga að samningnum! Þegar maður teygir anga sína yfir í önnur ríki ber maður að sjálfsögðu ábyrgð á því sem verið er að gera þar. Í þessu tilfelli þjóðin. Ég er Íslendingur og tilheyri því þjóðinni í góðu og vondu þar til ég skrái mig sem annar ríkisborgari. Annað hvort erum við Íslensk þjóð af heilum hug eða við erum sundruð. Sameinaðir stöndum vér og sundraðir föllum vér. Því fylgja bæði góðir og vondir dagar að ver þjóð. Verkefni? Ég var lengi að læra það Vona að aðrir séu fljótari að vakna og fatta en ég var.
Hvað ætlum við sem þjóð að gera ef alvarlegar náttúruhamfarir eiga sér stað hér? Hver ætli vilji svo-sem hjálpa svona þjóð, sem vill vera Palli einn í heiminum? ESB er allt annað mál. Blöndum því ekki saman.
Það er ekki stórmannlegt að hlaupa bara í burtu þegar ekki var hægt að plata og lottó-stela meir bæði hér og þar, eða þegar hagfræði-lottó heimsins lenti í blindgötu sem allt of fáir reiknuðu með einhverra hluta vegna? Mikið væri ég reið ef ég væri Hollendingur eða Breti. Ég er auðvitað reið sem Íslendingur út í allt ruglið en reiðin skilar manni bara afturábak. Það hef ég sannreynt, en auðvitað bara fyrir mig. Þess vegna ætla ég að hætta að eyða minni dýrmætu orku í reiði. Það má nota hana með betri árangri til að finna mögulegar lausnir að uppbyggingu.
Palli einn í heiminum var nú ekki sérlega hamingjusamur en við getum auðvitað gert tilraun til að feta í hans fótspor. Ég sé fyrir mér myndina utan á bókinni sem við gamlingjarnir þekkjum mörg. Svona stuttbuksna-srákur sem skildi ekki nauðsyn tilveru allra, til að geta verið hamingjusamur. En til hvers ætlum við að vera eins og hann? Erum við svona hrifin af að finna upp hjólið aftur?
Gróði og hagnaður á sér margar hliðar í samskiptum þjóða. Úff nú er ég enn einu sinni orðin langdregin með mín rök, afsakið það.
En alla vega er aumt að gapa yfir því að vera garpur frekar en tryggur allri þjóðinni í starfi á alþingi. Of margir Íslendingar hafa gapað yfir einhverskonar titlum og ekki gefist ve. Stórmannlegast er eftir sem áður að standa með sinni ígrunduðu skoðun sem þykir líklegust til að vera réttlát fyrir alla landsmenn þegar fram í sækir.
Meðalmönnum og verkamönnum hef ég gífurlega trú á, því þeir skilja raunverulega lífið svo vel og hvernig maður verður klókur af að berjast heiðarlega fyrir sínu og api af of miklum aurum.
En óskandi væri að yndislega konan hans Ásmundar og börn þeirra, (sem eru auðvitað meir virði fyrir hann en allir titlar veraldar), fengju meir af honum. Stærsta dyggðin er að standa og falla með sinni ígrunduðu sannfæringu miðað við stöðuna en ekki annara sannfæringu sem kanski eru ekki einu sinni ígrundaðar með þjóðarhag í huga.
Virðum þá sem hafa þor og samvisku til þess að synda á móti straumi flokks-hjarð-skoðunum, og með Íslandi og Heimssýn þess. Það þarf mikið til að láta ekki dópistana plata sig með í hópinn. Auðveldast er að synda bara með og reyna að verða vinsæll í augnablikinu. Almættið forði öllum frá slíkri atkvæðagreiðslu.
M.b.kv. ein sérvitur og gamaldags sem vill öllum það besta sem völ er á í stöðunni en ekki bara sumum
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.12.2009 kl. 22:37
Þökk sé þér Anna Sigríður fyrir þessa ágætu og vel orðuðu hugleiðingu. Hún á erindi við okkur öll. Ég hengi mig kannski full mikið í lög og reglur, en samkvæmt þeim er ekki hægt að líta svo á að íslenska ríkið beri ábyrgð á hruni Icesave erlendis. Lehmans bankinn féll í USA og ekki fengum við Íslendingar neinar bætur þótt við ættum þar fjármuni. Þegar útlendir rubbaldar koma hér og valda okkur búsifjum þýðir ekki fyrir okkur að senda reikninginn til þeirra heimalanda.
Landsbankamenn hugðust ekki arðræna Breta, þeir bara reistu sér hurðarás um öxl og þegar harðnaði á dalnum réðu þeir ekki við verkefnið. Þeir voru kannski skussar en glæpamenn voru þeir ekki. Það eru engin sýnileg rök til þess að íslenska ríkið ætti að greiða tjónið af gjörðum þeirra.
Baldur Hermannsson, 29.12.2009 kl. 22:48
Kama Sutra, ég fellst nú ekki á að Steingrímur sé nýliði nema þá í bröndurum Björns Birgissonar. En þér er heimilt að útnefna hann karlmannlegasta og krúttlegasta þingmanninn, þó það nú væri.
Baldur Hermannsson, 29.12.2009 kl. 22:50
Heill og sæll Árni Gunnarsson, verst að þær yfirgáfu staðinn með hurðaskellum þegar að því kom að velja fallegustu þingkonuna. Ekkert má.
Baldur Hermannsson, 29.12.2009 kl. 22:52
Hvort þú mátt! Þú hefur nú hingað til látið seiga þér fyrir verkum. En eins og þér er einum lagið þá ferðu undan umræðunni í flæmingi við vorum að tala um þingmenn- menn eru líka konur og hver væri verðugasti nýliðin.
Rannveig H, 29.12.2009 kl. 22:59
Fallegustu þingkonuna, já? Mér finnst nú alltaf hún Þorgerður Katrín dálítið svona- ja svona eins og maður vill hafa hina fullkomnu ljósku! Annars er ég nú kannski ekki orðinn alveg dómbær á þesskonar. En mér finnst ég geta skilið fullkomlega þá karla sem gefa henni sitt atkvæði.
Árni Gunnarsson, 29.12.2009 kl. 23:07
Rannveig, mér sýnist á öllu að þú greiðir Lilju atkvæði aðallega á þeim forsendum að hún er geðþekk og heiðarleg. Það er hún vissulega - og falleg að auki. En það eitt getur ekki gert hana að Nýliða ársins 2009. Þetta er virðulegur titill og við verðum að vera alveg miskunnarlaus og ísköld í kröfum okkar. Við megum hvergi slaka á og um fram allt megum við ekki láta tilfinningarnar ráða úrslitum. Ég veit að þú ert svo sjóðheit tilfinningamanneskja að stundum rýkur af þér en núna þarftu að beita ískaldri rökfestu og frostköldu mati á staðreyndum.
Baldur Hermannsson, 29.12.2009 kl. 23:08
Mig minnir að ég hafi verið kallaður "krakkaskratti sem væri nýskriðinn út úr skóla" sem væri að kenna honum sextugum manninum að reka fyrirtæki og hann sem hefði nú gert það í rúm þrjátíu ár. þetta var árið 1988. Þarna komst ég næst því að vera kallaður drengur, en í kvöld náðir þú að bæta um betur. En það er heldur betur úr vöndu að ráða því flestar þingkonurnar eru miklir skörungar þó misjafnar séu á því sviði en ég verð að viðurkenn a að Ragnheiður Elín fær líklega mitt atkvæði.
Jóhann Elíasson, 29.12.2009 kl. 23:08
Árni, þitt atkvæði er móttekið og því haldið til haga. Þorgerður Katrín er þar með komin á blað sem fallegasta þingkonan 2009 og kannski verður það henni nokkur huggun þegar henni verður ýtt úr embætti varaformanns hins aldna og hrörlega Sjálfstæðisflokks.
Baldur Hermannsson, 29.12.2009 kl. 23:09
Jóhann, Ragnheiður Elín komin á blað. Athyglisvert að þarna er fundinn málaflokkur þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur töluverðan byr.
Baldur Hermannsson, 29.12.2009 kl. 23:14
Ásta Ragnheiður þingforseti hlýtur að vera tossi ársins og slær þar sem Sigmund Erni út. Sigmundur Davíð malar nýliðakosninguna en mér þykir leitt að segja að Steingrímur Joð ber af í ræðustóli allra. Ásmundur Einar hlýtur titilinn "vinsælasta stúlkan" hjá Baldri Hermannssyni, svo mikið er ljóst :)
Guðmundur St Ragnarsson, 30.12.2009 kl. 03:43
Guðmundur, Ásmundur getur enn tekið rosalegan endasprett og orðið nýliði ársins. Af nýliðum er Sigmundur Ernir óumdeildur tossi ársins, en svona almennt séð slagar auðvitað enginn upp í Ástu.
Baldur Hermannsson, 30.12.2009 kl. 03:53
"menn eru líka konur" segir Rannveig. Er ekki Steingrímur bara fallegasta konan? Ef hann væri settur í falleg föt og puntaður svolítið..
Óskar Arnórsson, 30.12.2009 kl. 06:15
Mikið ofboðslega er þessi alfræðingur ömurlegur í þessu hlutverki sem sýrupenni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og hans hyskis.
http://www.dv.is/blogg/johann-hauksson/2009/12/30/fadmlag-ystavinstris-og-ystahaegris/Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 14:01
Já hann skýtur ansi langt fram hjá markinu þarna.
Baldur Hermannsson, 30.12.2009 kl. 14:03
Takk fyrir góða skemmtun á Blogg-kaffihúsinu í gærkvöldi Ég skellti ekkert hurðinni allavega. Ég fór bara að sofa Engin Texas-tími hjá mér. En hann er góður vinur þinn hann Jóhann Hauksson og fylgist vel með blogginu þínu
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 30.12.2009 kl. 14:22
Silla, nú bíður maður bara eftir kosningunni á Alþingi...... þar eru menn alveg að fara á límingunum.
Baldur Hermannsson, 30.12.2009 kl. 14:23
Hvort þeir eru. Nú er búið að fresta einu sinni enn! Það verður ekki kosið um Icesave á þessu ári.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 30.12.2009 kl. 14:32
Það er bara hægt að draga eina ályktun af þessu öllu saman: lýðræðið er ekki að virka hjá okkur.
Baldur Hermannsson, 30.12.2009 kl. 14:51
Hvernig í ósköpunum kemst mannvitsbrekka eins og Björn Valur Gíslason inn á þing?
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 18:25
Kannski svindlað sér inn bakdyramegin?
Björn Birgisson, 30.12.2009 kl. 18:28
Nú hefur fjörið (þingið) verið í beinni í allan dag fyrir utan þá fresti sem ákveðið var að fresta fundi. Það setur að manni kjánahroll við áhorfið, ég er á því að síðutogarar hafi verið betur mannaðir fyrir 60 árum en þetta auma þing. Það er ekki einu sinni hægt að ylja sér við gott áhorf út frá fagurfræðilegu sjónarmiði og nefni ég þá til yfirskælara íhaldsins Birgir Ármannson eða hvað hann nú heitir sá ágæti maður sem er með kynþokka fyrir neðan frostmark. Vestmanneyjar Árni kemur manni alltaf í gott skap. "sannleikurinn gerir ykkur frjálsa" sagði peyinn. Hvaða flokki er viðbjargandi í dag?
Rannveig H, 30.12.2009 kl. 18:36
Rannveig, ein stök amma, ert þú að horfa á karl þingmennina til að dæma og reikna kynþokka þeirra á celcius mæli? Lifir greinilega lengi í gömlum glæðum! Betra að hafa þá vel upphitaða, hlýja og notalega! . Birgir Ármannsson hefur kynnt sig sem viðundur. Leiðinlegri gerast menn ekki. Ekki horfi ég á kven þingmennina til að meta kynþokka þeirra, enda er ég ekki amma! Geri mér stundum að leik að gera upp á milli þeirra, helst þannig að meta hver þeirra hafi leiðinlegustu og óáheyrilegustu röddina! Svona er ég vondur maður. Sé ekki einu sinni kynþokkann!
Björn Birgisson, 30.12.2009 kl. 19:18
Ég nenni nú ekki að lesa öll kommentar hér að ofan. Nóg að lesa þennan pistil sem var eins og kafli í bókinni.."hvernig maður hnýtir flugur". Allt um hvernig fjaðrir maður átti að nota og hvernig hnúta maður átti að hnýta til að veiða einn fisk í einu á stöng. "Vá, hvað hallærislegt!"
Hefur fólk virkilega áhuga á svona leiðinlegum málefnum eins og eru til umræðu á þessu bloggi? Aldrei myndi ég nenna að tala við neinn sem hefði svona áhugamál sem lýst er að ofan ....
Óskar Arnórsson, 30.12.2009 kl. 19:27
Baldur. Ég ætla að nota síðuna þína í eigin þágu:) Óskar Arnórsson, ertu bróðir Elsu kennara???
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 30.12.2009 kl. 19:33
Óskar hér eru engin leiðindi á ferð. 99. athugasemdin. Hér er gleði og gaman, lestu þetta eins og góða skáldögu, og sögumaðurinn verður seint vændur um húmorsleysi
Finnur Bárðarson, 30.12.2009 kl. 19:38
Já, ég er bróðir Elsu kennara. Hver ert þú?
Óskar Arnórsson, 30.12.2009 kl. 19:39
Hvað er að Finnur? Það er falleg kona að tala til mín og þú stekkur inní samræðurnar? Láttu hana spyrja bara...
Óskar Arnórsson, 30.12.2009 kl. 19:41
Sæll Óskar. Ég er íbúi í Sandgerðisbæ. Átti heima í Miðtúni 10 áður en ég fór í sveitina mína Stafnes. Fannst þetta bara passa svo saman..Ekki svo galin.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 30.12.2009 kl. 19:54
Ég galin? jú jú. Smávegis alla vega. Tel það nauðsynlegt.
Ég átti líka heima í sandgerði og keypti íbúð þar. Ég skildi bara löngu seinna þetta:
"Hvaða fólk kemur til Íslands eftir tuttugu ár og kaupir íbúð í Sandgerði?" Jú ég..
Eru til pillur við þessu?
Óskar Arnórsson, 30.12.2009 kl. 20:05
Jú þú ert galinn. Sá sem byggði íbúðina þína er maðurinn minn. Kannaðist svo við nafnið vinur.
En ekki skulum við skyggja á fjörið á síðu Baldurs.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 30.12.2009 kl. 20:09
Baldur.
Þú ert svoddans sprelligosi að þú mundir sóma þér vel á Alþingi.
Að vísu ert þú á kolvitlausum stað í pólitíkinni, en það verður að hafa það.
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 20:31
Birgir á þessari síðu þarf maður að kunna að haga sér í stjórnmálaumræðunni, það vegur þungt hjá síðueiganda hvernig þingkonur eru með tilliti til sætleika, ég læt mitt ekki eftir liggja með þingmenn og met kjör og kynþokka :)
Rannveig H, 30.12.2009 kl. 21:33
Varðandi fegurstu konu alþingis og í því sambandi ÞKG þá er hún með álíka karisma og járnkarl og kynþokka og Disraeli. Ef nýliði ársins er framsóknarmaðurinn og fúkyrðaflaumurinn SDG, þá verði þessar vesælu þjóð að góðu og á ekkert betra skilið.
Bárður Bringdal (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 21:56
Hehe þetta eru sko rífandi skemmtilegar samræður og gaman að koma inn úr 12 stiga frosti og ylja sér við svona gleðispjall. Hér er fólk sem lætur hvorki kreppu eða kommastjórn eyðileggja fyrir sér lífsgleðina.
En meðan þið voruð að spjalla um kynþokka og pólitík fór ég í brúðkaup. Brúðhjónin hafa búið saman í aldarfjórðung og eru bæði á sextugsaldri. Mér er alveg sama þótt Óskar harðjaxl kalli mig væminn - það var bara eitthvað svo yndislegt við þetta allt saman. Og ég er klökkur.
Ég þekkti brúðgumann vel þegar við vorum báðir ungir menn. Satt að segja var hann Steini minn alveg ferlegur bósi, gisti marga rekkjuna en staldraði jafnan stutt við að hætti bósa.
En þegar hann hitti þessa stelpu var eins og heyra mætti lúður gjalla. Það gerðist eitthvað inni í bósanum. Fyrsta ástin? Ást við fyrstu sýn? Já, ég held að svo hafi verið raunin. Og það vita nú allir reyndir menn að til er aðeins ein ást, og það er sú sem kviknar við fyrstu sýn og verður samstundis eitt allsherjar eldhaf.
Æ hvað það var notalegt að koma til þeirra og sjá ástina þeirra fögru enn á lífi sprelllifandi eftir öll þessi ár.
Baldur Hermannsson, 30.12.2009 kl. 22:59
Ég samhryggist ykkur með atkvæðagreiðslu alþingis en eins og ég sagði í gær þá kem ég nú aftur á þetta spjall til að greiða atkvæði mitt. Af þeim tveimur kostum sem eru í boði þá fær Sigmundur Davíð mitt atkvæði, jafnframt legg ég til að Ásmundur verði valinn vonbrigði ársins.
Umrenningur, 30.12.2009 kl. 23:40
Ásmundur er klárlega vonbrigði ársins og verður að segja af sér formennsku í Heimssýn, ef hann gerir það ekki get ég ekki starfað þar inni lengur. Ég er alveg gríðarlega vonsvikinn með hann, þetta er sorgardagur hjá íslensku þjóðinni.
(IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 23:53
Blessaður Baldur.
Alltaf í fjörinu.
Ég ætla ekkert að samhryggjast þér með atkvæðagreiðsluna, en Óli er því miður neyddur til að visa þessu til þjóðarinnar.
Mikið hefði ég viljað sjá þig frekar þarna á þinginu heldur en suma af þingmönnum ákveðins flokks.
Hafðu það gott um áramótin.
m.b.k.
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 23:57
Ég gerði greinilega rétt þegar ég skráði mig úr Heimssýn í vikunni eftir að hann var kjörinn formaður þess ágæta félagsskapar, en vonaði í lengstu lög að ég hefði rangt fyrir mér með álit mitt á pappakassa þessum.
Umrenningur, 30.12.2009 kl. 23:58
Svavar, ég þakka hlýleg orð í minn garð. Þú ert trúlega besti andstæðingur sem nokkur maður getur óskað sér, hreinskiptinn, heiðarlegur og afdráttarlaus. Það er fólk eins og þú sem fá mann til að minnast þeirrar staðreyndar að mannlegt samfélag er óhugsandi án fjölbreytilegra skoðana.
Baldur Hermannsson, 31.12.2009 kl. 00:03
Umrenningur og Silla, ég er sleginn eftir þessa útreið. En er alveg rökrétt að ganga úr Heimssýn? Sá félagsskapur er stofnaður utan um allt annað málefni, ekki satt?
Baldur Hermannsson, 31.12.2009 kl. 00:04
En þessi er þá niðurstaðan:
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, er Nýliði ársins 2009.
Í hreinskilni sagt vonaði ég í lengstu lög að úrslitin yrðu önnur - með fullri virðingu fyrir Sigmundi.
Heiður þeim sem heiður ber. Vonandi svíkur Sigmundur aldrei ættland sitt í tryggðum.
Baldur Hermannsson, 31.12.2009 kl. 00:08
Það er víst að bera í bakkafullan lækinn, að bæta hér við enn einu kommentinu. En svo er mál með vexti, að blessunin hún Vigdís Hauksdóttir er uppáhalds nýliðinn minn á Alþingi, en þar á eftir Unnur Brá Konráðsdóttir og Lilja Rafney Magnúsdóttir. Þetta eru allt framúrskarandi valkyrjur í sjón og raun og sómi sinnar sveitar hvar sem þær fara. Reyndar er Vigdís orðin uppáhalds þingmaðurinn minn, eftir að Jón Magnússon og Árni Matt hröpuðu fyrir hin pólitísku björg og fóru í klessu, blessuð sé minning þeirra. En ég vona að landsmenn fái að njóta Vigdísar lengi, lengi á Alþingi; hún minnir mig svo á verkalýðstrukkinn að austan, hann Eirík Stefánsson.
Jóhannes Ragnarsson, 31.12.2009 kl. 00:09
"Heiður þeim sem heiður ber. Vonandi svíkur Sigmundur aldrei ættland sitt í tryggðum."
Hann er búinn að því. Þessari niðurstöðu er hér með vísað til Hæstaréttar í Zimbabve.
Björn Birgisson, 31.12.2009 kl. 00:12
Ég tel það rökrétt rétt eins og Ásmundur sjálfur sem hefur sagt í ræðustól Alþingis að beint samband sé á milli icesave og esb innlimunar.
Umrenningur, 31.12.2009 kl. 00:15
Nú ég hélt að Karl V. Matthíasson væri stjarnan á þínum pólitíska himni. En Vigdís er föngulegur kvenmaður og mér er sama hvað þið feministarnir segið, alltaf er fengur að glæsilegum konum hvar sem er í tilverunni.
Baldur Hermannsson, 31.12.2009 kl. 00:15
Hehe, aths. 120 er beint til Jóa Ragg, þess landskunna háðfugls. Og Jói, má ég bæta því við að ég afritaði færslu þína um Svavarsklíkuna og sendi í pósti til nokkurra valinkunnra vinstri manna sem ég er í vinfengi við, og krafði þá svara um hvorum þeir hygðust fylgja, Svavari eða Jóa Ragg. Þeim er tregt tungu að hræra.
Baldur Hermannsson, 31.12.2009 kl. 00:18
Umrenningur, þetta breytir þó nokkru.
Baldur Hermannsson, 31.12.2009 kl. 00:19
Björn, það er full seint að deila um þetta núna, en í mínum huga eru þeir og verða landráðamenn, sem samþykktu þessi ólög.
Baldur Hermannsson, 31.12.2009 kl. 00:21
Baldur .
Ég ætlaði ekki að kommentera meira hjá þér fyrir áramót. En ekki fara að hrósa mér , því ég á eftir að rífa kjaft við þig eftir áramót!
En hvað um það, gleðilegt nýjár!
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 00:24
Gleðilegt nýár Svavar og gerðu mér ekki þann óleik að verða sammála mér í framtíðinni!
Baldur Hermannsson, 31.12.2009 kl. 00:26
Ég hélt líka að það gæti verið aðskilið, en það er bara ekki hægt eftir að Ásmundur lýsti skoðun sinni á að mikil tengin væri þarna á milli, honum er því ekki treystandi þar inni eftir að greiða svona atkv. Ég vil í það minnsta ekki starfa með slíku fólki sem ég get ekki treyst, en ég mun áfram berjast gegn inngöngu í ESB það er alveg klárt mál. En Ásmundur verður að læra að ekki verður bæði sleppt og haldið í þessu efnum, það er ekki nóg að gala fallega ef verkin tala ekki með.
(IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 00:26
Silla, hörð er sú lexía en hana verðum við öll að læra.
Baldur Hermannsson, 31.12.2009 kl. 00:29
Já það er víst bara þannig, held þó að þetta sé vænsti drengur og okkur verður öllum á mistök, en ef engar eru afleyðingar þegar við klúðrum þá munum við seint taka mið af þeim, held að það sé stærsta lexía sem við þurfum að læra á mistökum síðustu ára, að við getum ekki endalaust sópað undir teppið.
(IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 00:33
Ásmundur er prúður og góður drengur en í hetju þarf harðari málm.
Baldur Hermannsson, 31.12.2009 kl. 00:37
Mér finns Ólafsvíkurkomminn vera með þetta kristaltært.
Rannveig H, 31.12.2009 kl. 00:37
Rannveig, Ólafsvíkurkomminn er smíðaður úr efni sem fæst ekki lengur í kaupfélaginu.
Baldur Hermannsson, 31.12.2009 kl. 00:45
Hann er kommi að mínu skapi.....
En að öðru, ég votta þér samúð sjálf sit ég hér þungt hugsi.
Rannveig H, 31.12.2009 kl. 00:53
Sömuleiðis, mér er það huggun harmi gegn að í morgunsárið kemur mín heittelskaða fljúgandi beina leið frá Flórida, búin (vonandi) að fá sig fullsadda af óberminu Tiger Woods.
Baldur Hermannsson, 31.12.2009 kl. 00:59
Dalamaðurinn hafði tækifæri til að sanna sig en KLÚÐRAÐI því svo rækilega, þannig að ekki fær hann mitt atkvæði sem nýliði ársins.
Jóhann Elíasson, 31.12.2009 kl. 02:24
Nei, hann er farinn heim í heiðadalinn og fékk ekki mitt atkvæði heldur. Ég er svo vonsvikinn að ég get ekki sofið. Hvers vegna eru svona margir aumingjar á Íslandi? Hvað varð af víkingablóðinu?
Baldur Hermannsson, 31.12.2009 kl. 03:17
Ég get alveg tekið Ásmund Einar í sátt núna - ef hann lofar að segja sig úr Heims(k)sýn...
Kama Sutra, 31.12.2009 kl. 03:57
Ég yrði ekki hissa þótt hann segði sig úr stjórninni að minnsta kosti.
Baldur Hermannsson, 31.12.2009 kl. 05:54
Þrátt fyrir að búið sé að útnefna hér nýliða ársins vil ég bæta minni skoðun hér við. Í mínum huga er Margrét Tryggvadóttir klárlega nýliði ársins. Hún hefur komið mér á óvart og virðing mín fyrir henni hefur vaxið í hvert skipti sem ég hef heyrt í henni (fyrir utan kvartanir um neftóbak). Hún gæti líka verið fallegasta alþingiskona ársins 2009.
Ég er ennþá í Heimssýn og mun ekki fara þaðan á þessu ári, en sjáum til hvað gerist 2010.
Axel Þór Kolbeinsson, 31.12.2009 kl. 09:21
Sorry Sigurbjörg! þetta átti bara að vera fyndið. Klassískt ég að lenda í einhverju svona..Sandgerði er fínn staður..sá besti á Íslandi...
Óskar Arnórsson, 31.12.2009 kl. 09:47
Sendi öllum sem þetta lesa, bloggurum og öðrum, mínar bestu óskir um bætt lífsgæði á komandi ári, með innilegu þakklæti fyrir öll samskipti á árinu sem kveður eftir nokkrar klukkustundir.
Góða skemmtun í kvöld, kæri Baldur og farðu varlega með nýársstaupið!
Björn Birgisson, 31.12.2009 kl. 16:42
Gleðilegt ár öll hér. Björn..Baldur var að fá Jónu sína heim og má ekkert vera að því að sitja bloggkaffihúsi eins og er:)
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 31.12.2009 kl. 16:51
Sömuleiðis Bjössi minn, njóttu næturinnar - og nýja ársins. Hittumst svo endurnærðir, vitandi vel að þjóðin væntir sér mikils af blogg-hamförum okkar.
Baldur Hermannsson, 31.12.2009 kl. 17:17
Gleðilegt ár Silla mín, endurfundirnir voru nú ekki eins rómantískir og ég hafði vænst, konan hálf lasin eftir rúmlega viku dvöl á fenjasvæðum Flórida, og svo þegar við skreiðumst á fætur er mér gert að taka til eftir mig í eldhúsinu!!!!!
Baldur Hermannsson, 31.12.2009 kl. 17:19
Gleðilegt ár og takk fyrir blogg spjallið Baldur!
Óskar Arnórsson, 31.12.2009 kl. 19:00
Takk sömuleiðis heillakallinn, gleðilegt nýtt ár og ég vona að ekki væsi um þig í Svíaveldi! Kysstu frúna frá mér og klappaðu krökkunum á kollinn.
Baldur Hermannsson, 31.12.2009 kl. 19:18
Elsku hjartans uppáhaldið mitt, þú minnir mig á þann mann sem ég hefði viljað kynnast..Jóni Hreggviðssyni. Snærisþjófi manstu?
Hann var skotin í Snæfríði..Við vitum hvernig hún kom fram við hann í örreytiskotinu.
Ég kýs þig..Það er að segja ef þú hleypur ekki yfir það blauta Holland...
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 19:58
Elsku litla Eyjamær, þakka þér fyrir svo mörg falleg orð á árinu, það fylgir svo mikil hlýja öllum þínum orðum - meira að segja þegar þú ert að skammast!
Baldur Hermannsson, 31.12.2009 kl. 20:01
TAKK...
Drengur..
þú sem á götunni gengur
gerðu það fyrir mig
stansaðu örlítið lengur.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 20:30
Ó Hallgerður......
Baldur Hermannsson, 31.12.2009 kl. 20:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.