21.12.2009 | 16:44
Jóhanna skreiðist á Bessastaði
Þetta er tvöfalt reiðarslag fyrir vinstri stjórnina. Fyrst kemur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og hreinsar með einni sveiflu út af borðinu kenningu vinstri manna um að þeir hafi verið bundnir af samningum ríkisstjórnar Geirs Haarde. En sú kenning er undirstaða Icesave samninganna og á henni hafa vinstri menn stanslaust hamrað síðan þeir komust í ráðherrastólana illu heilli.
Seinna reiðarslagið er svo þessi skýrsla hinnar bresku lögmannsstofu, Mischon de Reya. Samningurinn er óskýr og ósanngjarn. Fyrir breskum dómstóli yrðu öll vafamál dæmd Bretum í vil, sama hver málsatvik kunna að vera og sama hve hryllilega ósanngjarn dómurinn væri.
Vinstri stjórnin hefur setið í bráðum ár og nú er ljóst að ekki stendur steinn yfir steini af öllu hennar starfi. Hún hefur farið með linnulausar lygar, fleipur og útúrsnúninga. Hún er stórhættuleg íslensku þjóðinni og verður að víkja nú þegar. Það er kannski ofmælt að flumbrugangur hennar í Icesave-málinu séu landráð en hann jaðrar við landráð.
Jóhönnu Sigurðardóttur er ekki lengur til setunnar boðið. Hennar tími kom, illu heillu, og nú er hann liðinn. Hún verður að neyta síðustu krafta til að skreiðast á Bessastaði og biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt.
Samningarnir hættulega óskýrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 340676
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ÓRG tæki ekki við henni.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.12.2009 kl. 16:49
Hvort myndir þú heldur vilja láta hengja þig eða skjóta ef þú ættir um þetta tvennt að velja?
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 21.12.2009 kl. 17:22
Það á að fresta þessu óláns Æsseifmáli um a.m.k. hálft ár, ríkisstjórnin hlýtur að geta fundið sér eitthvað þarfara verkefni. Okkur liggur ekkert á að binda börnin okkar í fátæktarklafa
Sigurður Þórðarson, 21.12.2009 kl. 17:23
Benax, þegar stórt er spurt .......... og svo framvegis. Ertu til í að reifa málið?
Baldur Hermannsson, 21.12.2009 kl. 17:33
Getum við frestað Icesave endalaust?
Baldur Hermannsson, 21.12.2009 kl. 17:33
Það á ekki að fresta Icesave það á að setja hann í tætarann og gleyma honum sem skuld þjóðarinnar og taka þessa víkinga fasta og þeirra eignir.
Jón Sveinsson, 21.12.2009 kl. 18:29
Jón Sveinsson, eftir þetta tvöfalda reiðarslag getur vinstri meirihlutinn ekki haldið þessum ólögum til streitu og hún getur heldur ekki setið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Hún hefur engan grundvöll lengur til að standa á. Hún verður að fara í tætarann líka.
Baldur Hermannsson, 21.12.2009 kl. 18:43
Hvað sögðu bresku lögfræðingarnir um dómstólaleiðina vegna Icesave?
Björn Birgisson, 21.12.2009 kl. 18:44
Enn einn snillingur stjórnvalda Björn Valur Gíslason varaformaður fjárlaganefndarinnar, lætur ljós sitt skína varðandi lögfræðiálitið og ma. telur til 3 lögfræðinga sem hafa skilað inn áliti um að Icesave standist stjórnarskrá, sem ma. hæstaréttarlögmaðurinn Lárus Blöndal, lagaprófessorarnir Stefán Már Stefánsson, Sigurðar Líndal og fleiri draga stórlega í efa og margir hafna:
Þess verður að geta að þeir 2 lögmennirnir sem fyrr eru upp taldir hafa starfað fyrir stjórnvöld við að smíða lögfræðihluta samningshörmungarinnar, og fá sérstakt tækifæri til að dást opinberlega af hroðvirknislegum vinnubrögðum sínum við hana og hafða ekki séð ástæðu til að fordæma vinnubrögðin. Sá 3 er bróðir Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur þingflokksformanns VG og Icesave viðsnúnings, sem og er búinn að starfa fyrir stjórnvöld við lögmannsstörf tengdum Icesave óhroðanum.
Gamall sótaraftur kommagengisins úr háskólanum, Gunnar Helgi Kristinsson, var dregin á flot eina ferðina enn af RÚV, og núna til að reyna að draga skoðanakönnun Eyjunnar í efa. Heldur en hvað? Auðvitað spurði útvarpskomminn ekki að því hvers vegna niðurstaðan sem sýndi að 70% þátttakenda og eru á móti Icesave frumvarpinu, er nákvæmlega sama hlutfall og hefur komið úr könnunum tveggja þeirra viðurkenndu kannanafyrirtækja og eins ófullkomnari? Og ekki var hann spurður út í hver er munurinn á þessum fjórum könnunum og þeirri sem forsetinn nýtti sér sem ástæðu þess að hafna fjölmiðlafrumvarpinu vegna "gjárinnar á milli þings og þjóðar?"
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 18:56
Guðmundur, þessi "þjóðaratkvæðagreiðsla" Eyjunnar var bara brandari. Mest varð ég hissa á að "ekki nema" 70% vildu hafna ríkisábyrgðinni. Hélt að allir vildu hafna henni. Stóra spurningin er bara þessi: Er sá valkostur í boði? Hvað gerist ef Íslendingar segja Bretum og Hollendingum að hoppa bara upp í rassinn á sér, með allar kröfurnar - og loka vel á eftir sér?
PS. Farðu svo að kynna þig fyrir lesendum, eins og kurteisir og vel uppaldir menn gera.
Björn Birgisson, 21.12.2009 kl. 19:09
Björn, ríkisstjórnin verður að fara, ný ríkisstjórn verður að setjast aftur að samningaborðinu. Í þetta skipti dugar ekki að draga hálfúldinn sótraft á flot og fela honum samningsgjörðina. Við þurfum almennilegt fólk sem kann til verka.
Baldur Hermannsson, 21.12.2009 kl. 19:21
Guðmundur, ég þakka þér fyrir flugbeitta og hárrétta greiningu. Það er engin furða þótt kommarnir tárist af hrifningu yfir eigin handaverkum.
Baldur Hermannsson, 21.12.2009 kl. 19:22
Björn. Brandarinn er á þig. Hvað með Capasent/Gallup og MMR kannanirnar sem voru gerðar eftir öllum kúnstarinnar reglum og sýndu nákvæmlega sama 70% móti og 30% með að forsetinn eigi að vísa málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Samfylkingarflokkurinn og VG, sem voru heldur betur hress með ágæti og áreiðanleika kannana þessara fyrirtækja fyrir kosningarnar í vor, þegar þegar þær bentu til stórsigurs flokkanna? Hvað hefur breyst annað en niðurstöðurnar núna eru ykkur ekki þóknanlegar? Hvaða kannanir nýtti Bessastaðaknapinn sér þegar hann hafnaði fjölmiðlalögunum og vísaði til með að hann hefði sannfærst um að það væri gjá milli þings og þjóðar? Hringdi hann kannski í nokkra vini?
Við vitum nákvæmlega ekki hvað gerist ef við bjóðum Bretum og Hollendingum að stökkva í görnina á sér þar sem þeir eiga heima, fyrr en við gerum það. Með að samþykkja Icesave án þess að hafa hugmynd um hvað við eigum að borga mikið á endanum er svo fullkomlega galið að hálfa væri nóg eins og einn færasti samningamaður veraldar Lee Buchheit hefur bent á . Ekki gleyma að við erum að berjast á móti þeim part Icesave rukkuninnar sem engin lög segja íslensk og EES segja að við eigum að gera. Nákvæmlega sama og einhver sendi þér reikning sem þú berð enga ábyrgð á og öll lög segja að þú eigir ekki að greiða, og þú í gunguskap gerðir það vegna hótanna handrukkara um ofbeldi. Er ekki alveg að fatta þennan alþjóðsamfélags aumingjaskap.
PS. Myndi hugsanlega gera það ef einhver kurteis myndi stinga uppá að ég gerði slíkt.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 19:47
Afsakið. 70% með og 30% móti að forsetinn eigi að vísa málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Átti auðvitað að standa. (O:
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 20:07
Guðmundur, brandarinn er alls ekki á mig. Algjörlega óþarft að kanna það sem allir vita. Eins hefði mátt spyrja hvort stundum rigndi í suðaustanátt á Suðurnesjum. Svo er það skelfilega barnalegt að bera saman höfnun fjölmiðlalaganna og hugsanlega höfnun forsetans á Icesave. Hið fyrra var algjört innanríkismál. Icesave er það alls ekki. Icesave er vandleyst milliríkjadeila. Guðmundur, þú talar oft á þeim nótum að stjórnarsinnar séu Icesafe sinnar. Ég leyfi mér að fullyrða að í landinu fyrirfinnast engir slíkir, nema ef vera skyldi fyrrum bankastjórar Landsbankans og segjum Kjartan Gunnarsson. Allt snýst þetta um leiðir til lausnar. Stjórnin gerði reginfyrru með því gera út einlita samninganefnd. Átti auðvitað að láta íhaldið og Framsókn hjálpa til við að taka til eftir sig. Þetta voru skaðleg grundvallarmistök. Líklega væri þetta skítamál fyrir löngu að baki, ef pólitísk "þjóðarsátt" hefði náðst um lausn þess. Bendi svo á að ríkisstjórnir koma og fara, hérlendis, í Bretlandi og Hollandi. Alltaf má freista þess að taka upp samninga, verði þeir óþolandi fyrir þjóðina.
PS. Er Baldur nógu kurteis? Hélt reyndar að ég væri mjög kurteis!
Björn Birgisson, 21.12.2009 kl. 20:16
Sorry pal, ég er ekki nógu kurteis. Hefurðu spurt Eið?
Baldur Hermannsson, 21.12.2009 kl. 20:24
Við borgum Icesave, Baldur, með góðu eða illu. Hver á Landsbankann?
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 21.12.2009 kl. 20:48
Björn. Þeir sem til þekkja og kemur td. fram í bresku lögfræðistofuálitinu fullyrða að þegar Bretar og Hollendingar eru annars vegar, þá eru engar líkur á að samningarnir verði nokkurn tíman teknir upp, ef það er ekki skýrt ákvæði að svo eigi að gera í samningnum. Breskir dómstólar dæma eftir orðanna hljóðan en ekki einhverjum tilfinningarrökum og væntumþykju til okkar. Heyrði Þráin Bertelsen segja að við eigum að samþykkja samninginn eins og hann er, og síðan láta taka hann upp og semja upp á nýtt eftir 7 ár. Það er nóg af snillingum á þingi. Að það skuli verið búið að framselja Íslenska dómsvaldinu til Bretlands er einn skandallinn. Með því eru stjórnvöld að viðurkenna opinberlega að íslenskum dómsstólum er ekki treystandi. Sennilega þeim einu í svokölluðum siðmenntaða parti heimsins. Hvaða fordæmisgildi hefur slík ákvörðun, sem lagaprófessorar fullyrða að er stjórnarskrárbrot?
Gott dæmi um heilindi stjórnvalda í vinnubrögðum, er pöntun álits bresku lögmannastofunnar Ashurst sem skilað fyrra álitinu. Einhverra hluta vegna var álitið fyrst og fremst pólitískt en hafði lítið með lögfræði að gera, sem er afar óvenjulegt. Skýringarinnar þurfti ekki að leita lengi. Ashurst starfaði að gerð Icesave samningsóhroðans. Líkurnar á að í álitinu myndu þeir taka málstað Icesave andstæðinga verða að hafa talist ólíklegar áður en þeir voru fengnir til starfans. Eins og íslensku kollegar sem störfuðu við samningsgerðinni sáu þeir ekki ástæðu til að gagnrýna sín fyrri störf. - Skrítið.
Hef ekki minnstu áhyggjur af því að alþjóðasamfélagið virði lýðræðislegan rétt okkar að leggja stærsta hagsmunamál þjóðarinnar í þjóðaratkvæði sem snýst um að samþykja samninginn óbreyttan eða að lagt verði út í áframhaldandi samningavinnu eða að málinu verði skotið til dómsstóla. Ef okkur tækist ekki að sýna heiminum fram á réttlætið í slíku. þá er eins gott að pakka saman og loka sjoppunni. Smjörklípan þín og spunakellinga stjórnvalda um að málið snúist um að hvort menn eru ánægðir með Icesave eða ekki, er steypa. Málið snýst um hvort að samningurinn í þessari mynd er ásættanlegur. Engin er að tala um að hlaupast frá lögboðnum skuldbindingum. Við viljum ekki greiða neitt sem lög segja að er ekki okkar að greiða. Flóknara er málið ekki. Rétt skal vera rétt.
Auðvitað var út í hött að byggja samningaviðræðurnar ekki upp á þverpólitískri samninganefnd. Það var Steingrímur J. Sigfússon sem tók sér einræðisvaldið og einkavinavæddi vini sína Svavar Gestsson, Indriða Þorláksson og rest samninganefndarinnar. Þar átti að sýna hversu glæsilegur stjórnmálaforingi hann væri. Svo fór sem fór. Það er ekki einu sinni hægt að kenna Samfylkingunni um nema að láta hann komast upp með dýrustu einkavinavæðingu Íslandssögunnar. Hann var að vísu búinn að æfa sig eitthvað áður, eins og þegar hann réði stórvin sinn sem formann bankastjórnar Kaupþings Banka, rétt búinn að stilla ráðherrastólinn. Hann var einn íslendinga sem hafði ekki hugmynd um (að hans sögn) að vinurinn var þekktur fyrir fjármálaloftfimleika og það jafnvel vitlausu megin við lög og velsæmisreglur. Stimpilkort vinarins hvarf á öðrum degi.
PS. Baldur er óalandi og óferjandi eins og við, sem gerir síðuna mun vinsælli en aðrar.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 21:19
Ég undirrita ekki Icesave en ég undirrita þetta!
Baldur Hermannsson, 21.12.2009 kl. 21:59
Benax, þú ert það sem kalla mætti "ósigurviss". Það hefst ekkert nema maður berjist fyrir því. Það er ekki endilega víst að versti kosturinn sé að borga - og ábyggilega endar þetta með því að við borgum eitthvað - en það er spurning hve mikið, hve lengi og með hvaða vöxtum, hvaða öryggisventla og öryggisbremsur við höfum og svo framvegis. En það er því miður rétt sem Guðmundur bendir á: Steingrímur klúðraði þessu.
Baldur Hermannsson, 21.12.2009 kl. 22:09
Hvað er þetta eiginlega með kerlingarnar í Samspillingunni Baldur, dag eftir dag?
Tek undir með ykkur sem ekki vilja kvitta undir icesave og það hefst ekkert nema barist sé fyrir því.
Það var ljóst löngu fyrir síðustu kosningar hverskona stjórnmálamenn Jóhanna og Steingrímur eru, því þarf framgangan ekki að koma á óvart. Ömurlegir lýðskrumarar til margra áratuga.
Magnús Sigurðsson, 21.12.2009 kl. 22:47
Það þarf að benda einum og einum á að í valkvæðum könnunum taka eingöngu þeir þátt sem mestan hafa áhugann á málefninu eða eru í fremstu víglínu um málefnið. Gott dæmi um slíkar kannanir eru kannanirnar á vísi.is. Þessi könnun sem var framkvæmd á Eyjunni um daginn getur því seint talist markvisst plagg þar sem svo lítið hlutfall þjóðarinnar tók þátt. Úrtak er ekki það sama og úrtak. Það er mun skárra að hringt sé í fólk valið af handahófi því að þá fæst betri dreifni.
Ég sá t.d. ekki ástæðu til að leggja það á mig að kjósa um daginn þar sem ég tel kannanir sem þessa vera sóun á orku, tíma og peningum. Ég er samt ekki skoðanalaus. Ég vil fá samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu. En á hinn bóginn tel ég að þessi könnun hafi ekki gert neinum gagn þar sem hún er marklaus.
Kristinn (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 23:15
Magnús, mér finnst uppljóstranir Ingibjargar setja digurt strik í reikninginn. Vinstri menn geta ekki hunsað álit fyrrverandi stýru sinnar. Hjá þeim ríkir grafarþögn sem stendur. Ætli þeir muni afneita henni áður en haninn galar þrisvar?
Baldur Hermannsson, 21.12.2009 kl. 23:19
Kristinn, ég tók ekki heldur þátt í þessari kosningu. Kannski hefði maður átt að gera það þó ekki væri nema til þess að kanna hvernig svona rafræn kosning fer fram, en úr því varð ekki hvað mig varðar. Ég er ekkert sérstaklega spenntur fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Alþingi verður að fella þennan samning og setja saman þverpólitíska nefnd sem ræður til sín útlenda atvinnumenn og semur upp á nýtt.
Baldur Hermannsson, 21.12.2009 kl. 23:22
Blessaðir félagar hér að framan.
Svona í framhaldi af því sem Guðmundur annar sagði um lagapöntunina frá Ashurt, þá má minna á ennþá broslegra lagaálit sem var slegið upp á Ruv með stríðstali, en það var lagaálit Bónuslögmannsins, sem ég man nú ekki alveg hvað heitir, var það ekki Jakob Möller?. En rökstuðningur hans var um það sem honum var tjáð, eða sagt, eða hélt, en ekki ein einasta tilvitnun í lagatexta máli hans til stuðnings.
Enda er það ekki hægt. Þeir styðja allir okkar málstað. Enda snýst allur málflutningur Bretavina um að rökstyðja af hverju við eigum að borga, og af hverju það má ekki dæma í málinu. En það er ekki þeirra að ákveða, það er dómsstóla að skera úr um réttarágreining.
Og hvaðan kemur þessi mikli vilji að láta þjóðina taka á sig skuldbindingu upp á 2/3 af þjóðarframleiðslu??? Fyrir breta yrði þetta 1.786 milljarðar dollarar miðað við þjóðarframleiðslu þeirra 2008. Finnst einhverjum það líklegt að þeir myndu greiða til dæmis Kínverjum þessa upphæð ef Kínverjar bæðu þá um það, til dæmis fyrir þann skaða sem ópíumsala þeirra í Kína á 19. öldinni olli Kínverjum????
Er einhver þjóð í heiminum sem myndi greiða 2/3 þjóðarframleiðslu sinnar, af því bara (eða vegna þess að það væri Sjálfstæðisflokknum að kenna eins og er aðalröksemd Björns) og myndi einhver önnur þjóð líða það að hennar eigin þegnar gengu harðast fram í innheimtunni?????
Datt svona í huga að spyrja.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.12.2009 kl. 23:24
Þetta er ágætur og tímabær samanburður, Ómar. Reyndar hefur mér sýnst sem Björn Birgisson sé ekki beint hrifinn af því að undirrita þennan samning, en hann hengir sig í þá röksemd að allt sé íhaldinu að kenna. Margt er að vísu íhaldinu að kenna, en skýrsla Ingibjargar Sólrúnar sýnir svo ekki verður um villst að sökin á Icesave-klúðrinu er öll vinstra megin.
Baldur Hermannsson, 22.12.2009 kl. 00:01
Það væri áhugavert að fá tillögu frá Kristni um hverju olli að báðar Capasent/Gallup og MMR kannanirnar sem voru gerðar eftir öllum viðurkenndum kúnstarinnar kannana reglum og sýndu nákvæmlega sama að 70% þátttakenda vilja forsetinn eigi að vísa málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. 30% eru á móti. Sama niðurstaða og Eyju könnunin og önnur sem var gerð á Útvarpi Sögu með um 3000 svarendum?
Góð hugmynd frá Baldri að stjórnvöld gæfust strax upp og settu saman vitræna þverpólitíska samninganefnd og ekki myndi skemma að fá erlenda sérfræðinga með. Það eina sem gæti bjargað ríkisstjórninni úr þessu. Varðandi Ashurt lögmannastofuna bresku, þá er ég ekki viss um hvort að vinnan sem sú ágæta stofa innti af hendi hafi verið fyrir Íslendinga eða Breta? Fyrir skömmu fullyrti stjórnarandstöðuþingmaður að engir erlendir ráðgjafar hefðu komið að samningsgerðinni, og ma. hefðu engir breskir lögmenn lesið yfir samninginn. Það væri eftir öllu að Ashurt hefðu unnið fyrir Breta. 2 breskar og 1 belgísk lögmannastofa komu að starfi fyrri ríkisstjórnar í málinu. Allar voru sammála um að réttarstaða Íslands væri mjög sterk. Öllum greinargerðunum 3 var stungið undir stól af Steingrími J. og Össuri eins og þekkt er.
Gaman að sjá Ómar austanmann kíkja inn. Þar fer sá fremsti meðal jafningja sem hafa kynnt sér Icesave ofan í kjölinn og er óþreytandi við að berjast gegn Icesave ósómanum í snjöllustu og beittustu pistlum sem sjást um málið, að mörgum frábærum skrifurum ólöstuðum. Jakob Möller var það sem skrifaði einu greingerða lögmanns úr meistaradeildinni með Icesave fyrir Össur, gegn tug virtustu innlendra og erlendra fræðimanna sem höfðu gert grein fyrir sínu máli þjóðinni að kostnaðarlausu. Jakob þáði góð laun fyrir sín skrif og toppaði með að skrifa í lok álitsins og þar með undirstrika ef einhver vafi væri á að um pólitísk skrif og pólitískt keypt álit væri að ræða: „Þó er afleitt að skamma þá sem reyna að afstýra vanda sem aðrir hafa valdið og láta þá sem freista að afstýra sitja á sakamannabekk." - Og þá hló mín. (O:
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 00:02
Mín hlær líka! Annars verð ég að segja að allur málatilbúnaður Steingríms og þeirra Bakkabræðra er með slíkum ólíkindum að næsta þing ætti að gera það sitt fyrsta verk að skipa rannsóknanefnd til að kanna ferlið og athuga hvort ekki séu rök til að kæra þá fyrir landráð.
Baldur Hermannsson, 22.12.2009 kl. 00:15
Nú hillir undir lok maraþon umræðunnar um Ísbjörgu þeirra Landsbankamanna, Kjartans Gunnarssonar og hans bræðra í pólitíkinni, peningaplokkinu og auðhyggjunni. Alveg er stórmerkilegt, reyndar nauða ómerkilegt, að fylgjast með orðaleppum stjórnarandstöðunnar, sem helsek er um slugsarahátt á "uppgangstímanum", vafraði þá um götur og torg staurblind á allt sem fram fór. Er enn ekki komin með réttu gleraugun og sér því ekkert frá sér, en getur bara í eyðurnar.
Nú er heldur betur kominn kjaftur á þetta lið. Nú vogar það sér að kalla ríkisstjórn Heilagrar Jóhönnu uppnefninu, Icesave stjórnina. Takið eftir, Icesave stjórnina. Í merki íhaldsmanna á Íslandi er fálki, sem skimar haukfránum augum eftir bráðinni. Bráðin er hin íslenska þjóð, sérstaklega aurarnir hennar. Nú legg ég til að Sjálfstæðisflokkurinn taki upp nýtt merki, betur við hæfi. Setji uglu inn í stað fálkans. Þær eiga það nefnilega til að verpa í hreiður annarra. Kenna svo örugglega hreiðureigandanum um, ef bastarður skríður úr egginiu. Á Íslandi eru tveir Icesave flokkar. Þeir heita Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur. Lesið þessa frábæru lýsingu, sem hér fer á eftir og þá rennur samlíkingin upp fyrir ykkur.
"Andlit uglna er flatt, augun stór og goggurinn beygður niður líkt og hjá ránfuglum. Fæturnir eru sterkbyggðir, oft fiðraðir, og á þeim eru stórar klær. Venjulega gera uglur sér ekki hreiður heldur verpa í hreiður annarra fugla eða í holur, en einhverjar undantekningar eru á því. Eggjafjöldi er breytilegur eftir árferði. Uglur verpa mörgum eggjum þegar næg fæða er í boði, en ef mikill fæðuskortur er, þá sleppa þær varpi það árið. (Kreppuárin?)
Uglur eru vel aðlagaðar veiðum að næturlagi. Þær geta flogið nær hljóðlaust og hafa mjög góða sjón og heyrn. Í sjónhimnu uglna er mun hærra hlutfall stafa en hjá öðrum fuglum. Það auðveldar þeim veiðar í lítilli birtu. Uglur geta líka notað heyrnina til að staðsetja bráð."
Myrkraverk, veiðar að næturlagi, að nota heyrnina til að staðsetja bráð. Orðróminn um möguleika til að græða? Að verpa í annarra hreiður! Nákvæmlega! Náttúran klikkar ekki, það gerir hins vegar mannfólkið! Ekki allt, bara sumir!
Er hægt að lýsa Sjálfstæðisflokknum betur?
Uglan tekur við af fálkanum!
Björn Birgisson, 22.12.2009 kl. 01:18
Björn, ég óska þér innilega til hamingju með þetta bókmenntaafrek. Þú fléttar saman dýrafræði, stjórnmálfræði og stílfræði á frumlegan og sannfærandi máta. Við íhaldskurfar erum að vonum dasaðir og fámæltir eftir þennan lestur.
Hins vegar finnst mér að þú ættir að ræða svolítið uppljóstranir Ingibjargar Sólrúnar. Það kemur á daginn að Sjálfstæðismenn sögðu satt allan tímann en vinstri menn lugu. Sá fyrirsláttur Steingríms að Geir Haarde hafi verið búinn að semja og því of seint að stýra samningum í farsæla höfn, er nú afhjúpaður sem ómerkileg lygi. Þú ert einn af helstu málsvörum vinstri meirihlutans hér á Moggabloggi - ásamt Sveini hinum Unga og nokkrum fleiri - og það verður áhugavert að sjá hvernig þú túlkar þetta. Ég hlakka líka til að sjá hvernig Sveinn meðhöndlar þetta mál.
Baldur Hermannsson, 22.12.2009 kl. 01:42
"Þú ert einn af helstu málsvörum vinstri meirihlutans hér á Moggabloggi - ásamt Sveini hinum Unga og nokkrum fleiri ............."
Þetta er bráðfyndið. Ég hef alltaf talað út frá eigin brjósti. Hef aldrei verið flokksbundinn, en hef mínar skoðanir. Ligg svo sem ekkert á þeim, enda þær bestu sem völ er á! Málið er bara að þegar Drottinn Oddsson tók hér við valdasprotanum, lögðu flestir vinstri rottugarmarnir á flótta undan nályktinni. Lái þeim það ekkert. Eftir standa fáein nátttröll, sem dagaði uppi. Ég er bara svo trúr og tryggur, því sem ég trúi á. Einnig þeim sem hafa aðrar skoðanir. Þess vegna er ég hér enn. Baldur minn kæri, ekki titla mig málsvara vinstri meirihlutans, það er ofrausn af þinni hálfu. Ég tala bara fyrir mig. Í þessu fjandsamlega umhverfi. Mér er nokk andskotans sama. Enda heyrnarskertur og sjóndapur.
Björn Birgisson, 22.12.2009 kl. 02:12
Björn, við vitum báðir að Móðir Jörð er fjandsamlegt umhverfi. Nobody promised you a rose garden. Allar samræður hér á netinu gerast í kappræðustíl. Þeir sem kveinka sér verða að leita annað. En ég er ekkert einn um að bera virðingu fyrir þínum vinstri skoðunum enda ertu maður til að standa við þær þótt á móti blási og það gerir Sveinn líka. Ég man nú ekki í svipinn eftir neinum kappræðu skörungum sem yfirgáfu moggabloggið í fússi, man þó eftir nokkrum sjálfhverfum snúrukellingum sem þustu burt með skrækjum og vængjaslætti en farið hefur fé betra því þær blogguðu mest um sínar eigin búksorgir. Ertu búinn að lesa skýrslu formannsins?
Baldur Hermannsson, 22.12.2009 kl. 02:28
Sólrúnar? Já.
Björn Birgisson, 22.12.2009 kl. 02:38
Hvaða ályktanir dregurðu?
Baldur Hermannsson, 22.12.2009 kl. 02:57
Ályktanir? Aðeins eina. Mér er slétt sama hver sagði hvað á hverjum tíma. Málið snýst ekkert um það. Málið snýst um okkur Íslendinga og hvernig við bregðumst við okkar vandamálum. Ég hef marg sagt og get endur tekið hér (eins og steggurinn sagði forðum) að Ríkisstjórn Íslands gerði grundvallarmistök með því að skapa ekki þjóðarsátt um lausn Ísbjargar. Hún átti að leggja verulega hart að sér til að skapa þverpólitíska samstöðu um þetta skítamál. Leyfa Bláhernum og Fjósaflokknum að vera með í því að taka til eftir sig. Það var ekki gert og því er þjóðin gjörsamlega klofin í herðar niður. Gott ef ekki að hreðjum. Ég kann stjórninni engar þakkir fyrir það. Kvíði, pungsveittur, framtíðarinnar, pólitískt og efnahagslega. Gott ef ekki kynferðislega.
Björn Birgisson, 22.12.2009 kl. 03:16
Kynferðislega? Það er nú varla á bætandi fjandinn hafi það.
Baldur Hermannsson, 22.12.2009 kl. 03:24
Þjóðin, karlpeningurinn, er klofin að hreðjum niður. Nærðu þessu ekki? Aukaatriði? Ekki fyrir mér. Þú spurðir um skýrslu Sólrúnar, ég svaraði. Ertu ósáttur við svarið?
Björn Birgisson, 22.12.2009 kl. 03:34
Nei.
Baldur Hermannsson, 22.12.2009 kl. 03:35
Góða nótt, minn kæri. Takk fyrir spjallið. Ég reyni að pirra þig eitthvað síðar! Ætla að vaka eitthvað lengur og sofa svo í vinnunni á morgun!
Björn Birgisson, 22.12.2009 kl. 03:43
Hehe ég er að halda upp á vetrarsólhvörf hér í Hafnfirsku nóttinni. Á morgun byrjar dagurinn að lengjast. Ók á sunnudaginn út að Reykjanesvita með spúsu mína, þar var allt samfrosið, hraun, jörð, haf og himinn. Sá eftir því að hafa ekki haft með mér dræfer og bolta. Ég hefði yfirslegið fyrsta grínið á vellinum þínum því jörðin var hörð eins og steinhella.
Baldur Hermannsson, 22.12.2009 kl. 03:49
Já, blessaður komdu þér í háttinn, Björn.
En Baldur, þetta er frábærlega beinskeytt færsla hjá þér, einkum tvær fyrstu kausurnar:
"Þetta er tvöfalt reiðarslag fyrir vinstri stjórnina. Fyrst kemur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og hreinsar með einni sveiflu út af borðinu kenningu vinstri manna um að þeir hafi verið bundnir af samningum ríkisstjórnar Geirs Haarde. En sú kenning er undirstaða Icesave-samninganna og á henni hafa vinstri menn stanslaust hamrað síðan þeir komust í ráðherrastólana illu heilli.
Seinna reiðarslagið er svo þessi skýrsla hinnar bresku lögmannsstofu, Mischon de Reya. Samningurinn er óskýr og ósanngjarn. Fyrir breskum dómstóli yrðu öll vafamál dæmd Bretum í vil, sama hver málsatvik kunna að vera og sama hve hryllilega ósanngjarn dómurinn væri."
Ég feitletraði þá fyrri – hún Ingibjörg Sólrún greip svo sannarlega á kýlinu!
Með kærri kveðju og ósk um gleðileg jól, til að ynda í formi græns ljóss á þjóðaratkvæagreiðsluna sem við eigum skilið að fá!
Niður með Icesave!
Jón Valur Jensson, 22.12.2009 kl. 03:53
Ég var eitthvað sparsamur á stafina hér!
Jón Valur Jensson, 22.12.2009 kl. 03:56
Jón, er ekki ráðið að fella þann samning sem nú er til umræðu, skipa þverpólitíska nefnd og hefja samningaviðræður á ný með fulltingi Mischon de Reya og annarra útlendra sérfræðinga eftir þörfum? Mér líst vel á hugmynd Björns um þverpólitíska samninganefnd. Vinstri meirihlutinn ræður ekki við þetta mál frekar en önnur.
Baldur Hermannsson, 22.12.2009 kl. 09:42
HALLÓ HALLÓ! Það á að gleyma þessu ICSLAVE kjaftæði, alþingi og ríkisstjórnin á að einbeita sér að því að efla velferð þjóðarinnar og efla atvinnulíf og ef vel tekst til þá mun hagsæld aukast á ný, skuldbindingar vegna Iceslave eru auka atriði enda skuldir annara en þjóðarinnar, auðmenn sem arðrændu þjóðina eiga að greiða þetta sjálfir, Sjálfgræðisflokkurinn og Framapotaflokkurinn bera ábyrgð á þessu þar sem þeir seldu ríkisbankana fyrir slikk og karamellur.
Jón Svavarsson, 22.12.2009 kl. 12:05
ES. Ríkisstjórnin hefur sýnt það í verki að hún er ÓHÆF og ætti því að vera búin að segja afsér fyrir löngu, hvort sem þau þufa að skreiðast á Bessastaði eða ekki.
Jón Svavarsson, 22.12.2009 kl. 12:19
Jón Svavarsson, vanhæfa vinstri meirihlutanum virðist ansi umhugað að leggja atvinnulífið í rúst með skattahækkunum. Fyrirtækin ráða ekki við þessar skattahækkanir. Það gera heimilin ekki heldur. Gagnaver Björgólfs Thors mun dafna vegna þess eins að það mun njóta skattafríðinda og lægra orkuverðs.
Baldur Hermannsson, 22.12.2009 kl. 12:28
Vinstra liðið er búið að reikna út að það má klúðra mikið meiru en komið er, vegna þess að hægri klúðruðu svo miklu.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 13:14
Þeir eru líka búnir að reikna út að þeir geta klúðrað linnulaust meðan íhaldið er í sárum og getur ekki barist.
Baldur Hermannsson, 22.12.2009 kl. 13:35
Kenningin stjórnarvarnaliðsins um að upphaf og endir hörmunganna liggja í einkavæðingu bankanna er afskaplega þreytt og barnaleg. Einkavæðingin var tilskipun EES og Samfylkingarinnar sem ber ein ábyrgð á EES samningum. Hvernig skýra þeir að bankinn sem sem hrundi fyrst var sá eini sem ekki var settur í einkavæðingu? Ef að Samfylkingin hefði verið við stjórn þá hefði Jón Ásgeir nokkuð klárlega eignast einn bankann og einhverjir vinir hans, td. Björgólfur Thor hinn miðað við hversu greiðan aðgang hann hefur að stjórnarflokkunum eins og Jón Ásgeir. Allir verið voða glaðir með hversu miklu útrásargosarnir skiluðu inn í þjóðarbúið eins og ma. í tilfelli bankanna allt fram að hruni og jafnvel yfir, eins og ofurbanka og viðskiptamálaráðherrann Samfylkingarinnar, Björgvin G. Sigurðsson hélt fram í ræðum og riti sem hafa horfið af síðum Samfylkingarinnar eins og svo margt annað sem hefur farið sömu leið í tiltekt flokksins á sögunni.
Gömlu bankarnir voru byrði á þjóðinni, og enginn gat vitað fyrir að einhver glæpagengi myndu hreiðra um sig í þeim eftir sölu þeirra. Ekki einu sinni Ingibjörg Sólrún, Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. sem börðust hatramri baráttu fyrir að algert frelsi þessara aðila í bankabrellum og viðskiptasvínarí a la Baugsgrísaleiðin, fengi að blómstra og dafna í skjóli stjórnarandstöðunnar. Öllum er skýr máttur stjórnarandstöðunnar eins og svo glögglega hefur komið í ljós í Icesave björgunaraðgerðum hennar, sem hefur grætt og hrellt stjórnarliða mikinn sem jafnvel vildu banna þann stjórnarskrárvarinn rétt minnihlutans. Því miður var stjórnarandstaðan á bankabilunartímanum upptekin við að greiða götu þeirra sem lögðu þjóðfélagið í rúst, í stað þess að standa vaktina og veita eðlilega stjórnarandstöðu og aðhald auðrónanna. Stjórnarandstaðan tók yfir hugmyndafræði öfgafrjálshyggjunnar, og Davíð & Co. höguðu sér eins og örgustu kommar hrópandi á boð og bönn á útrásarmafíuna. Hvítþvottur Samfylkingarinnar og VG á banka og útrásarmafíunni er ein aumasta pólitíska sögufölsun Íslandssögunnar. Ólafur Ragnar Grímsson er góð táknmynd og leiðtogi þeirra á þeirri feigðarvegferð.
Allir flokkar tóku þátt í dansinum í kringum gullgrísinn og nýjustu uppákomur varðandi Haga og Baugsfeðga, Björgólfs Thors og Vilhjálms Þorsteinssonar (eins helsta viðskiptaáhrifamanns Samfylkingarinnar og náinn samstarfsmaður Björgólfs.) í Verne Holding. Varla getur fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar, almannatengillinn "Lier for Hire" og hirðfífl Björgólfanna, Ásgeir Friðgeirsson verið langt undan þegar þessi óþverra viðskiptaplönin hafa verið sett upp.
Icesave er fullkomlega ólögvarinn reikningur sem á að neyða þjóðina til að greiða. Reikningur sem þjóðin hefur aldrei stofnað til. Reikningur sem sendandinn treystir sér ekki að setja í innheimtu dómstóla. Landsbankinn braut engin lög með Icesave starfsemi. Ef svo hefði verið væri löngu búið að sækja stjórnendur bankans til saka fyrir meint "lögbrot" , dæma og hneppa í fangelsi. Þeir hafa ekki verið færðir til yfirheyrslu varðandi Icesave starfsemina. Enda er Icesave framkvæmdin lögleg í alla staði. Samt er 30% þjóðarinnar á því að játa á sig "glæpinn" sem hún framdi ekki og greiða sektir fyrir "glæp" sem aldrei var farminn eins og öllum ætti að vera löngu ljóst. Hvað er að þessu fólki?
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 15:22
Frábær ábending varðandi Íslandsbanka / Glitni, ekki var hann einkavæddur en fór þó fyrstur yfir um. Það kom mér á óvart er ég las Umsátrið hve snemma bankastjóranir áttuðu sig á því að þeir voru villir vegar, og þeir mega eiga það að þá reyndu þeir að umbreyta aðferðum sínum til að forðast fallið. Kannski hefði þeim tekist að forða sér ef hrunið hefði ekki byrjað erlendis.
Baldur Hermannsson, 22.12.2009 kl. 16:09
Hefur 25. mars árið 1955 einhverja þýðingu fyrir einhvern hér inni?
Björn Birgisson, 22.12.2009 kl. 17:23
Uppúr stendur auðvitað tímamótayfirlýsing Ingibjargar Sólrúnarr. Þegar skrifað var undir Icesave-keðjubréfið af ríkisstjórn hennar og Geirs glerharða þá var það náttúrlega bara svona "alltíganni" skilurru? Og þau hjúin hlógu sig máttlaus á eftir. En svo fór þetta fyrir Alþingi og var samþykkt þar og enn hlógu þau Geir og Sóllilja í laumi enda voru þau bæði að fara í veikindafrí sem var ári of seint í það minnsta.
Alvarlegast er nú það að fólk er farið að spá því með sannfærandi látbragði að nú fari að styttast í að Össur Skarphéðinnson taki við forsætisráðuneytinu um áramótin! ! !
Ég held að enginn hafi tekið mig alvarlega þegar ég hélt því fram að það gengi stórhættulegur vírus ljósum logum í Alþingishúsinu.
Árni Gunnarsson, 22.12.2009 kl. 17:34
Jóhanna er gengin upp að knjám en - Össur? Það er athyglisvert því Dagur B. Eggertsson er varaformaður. Þetta er ekki beinlínis það sem kjósendur höfðu í huga á liðnu vori en mönnum er víst sama um kjósendur.
Ég held það sé öllum ljóst að það er ekki bara fjárhæðin sem skiptir máli, heldur nauðsynlegir fyrirvarar til að afstýra gjaldþroti íslenska ríkisins. Gallinn við Svavars-samninginn er sá að þar er tilveru íslenska ríkisins stefnt í bráðan voða.
Baldur Hermannsson, 22.12.2009 kl. 17:42
25. mars 1955? Ég kem af fjöllum.
Baldur Hermannsson, 22.12.2009 kl. 17:51
Rólegur!
Björn Birgisson, 22.12.2009 kl. 17:58
Shit, ég er að fara á taugum....!
(Ath. að shit = sjitt er íslenskt orð, sjá Íslenska orðabókin)
Baldur Hermannsson, 22.12.2009 kl. 18:36
Taugaless gæjar fara ekki á nörvinni! Fokking sjitt, kannski er ég bara sjitting að pönkast í þér! Vertu samt kúl!
PS. Afsakaðu klaufabárðarlega villu mína hér ofar á síðu. Í næturvinnunni fara ekki alltaf saman hugsun og handverk. Sá þetta um leið og ég ýtti á enter. Sumar villur eru skemmtilegar, mín var fáránleg. Á tvær skemmtilegar villusögur á lager.
Björn Birgisson, 22.12.2009 kl. 19:10
Ætli sjitt sé ekki þarna til að gera gömlum fóðureftirlitsmönnum úr Sléttuhreppi hinum forna þetta nýja tungutak alþingismanna skiljanlegt?
Þegar minn ágæti frændi Hjálmar Árnason leyfði sér í pontu á Alþingi að tala um að eitthvert mál væri af tilteknum "level!" gekk merkismaðurinn Pétur Pétursson þulur úr andlegu jafnvægi. Í útvarpsviðtali lét hann þau orð falla að "nú hefði forseti Alþingis, Halldór Blöndal afkomandi (tiltekins) mállvöndunarspekings átt að taka drengstaulann og flengja hann milli hæls og hnakka fyrir þessa óvirðingu við Alþingi!" Vel mátti Pétur skírskota til Halldórs sem talaði óvenju fallagt gullaldarmál. Enginn má taka orð mín svo að ég sé orðinn svo af mér genginn að mæra stjórnmálamanninn Halldór Blöndal. Reyndar man ég eftir atvikinu þegar hann ruglaðist á nafni Ástu Ragnheiðar og nefndi hana úr ræðustóli Ragnheiði Ástu. Eftir að hafa fengið ábendingu um mismælið leiðrétti hann sig en tók svo ofan gleraugun, hallaði undir flatt með sínum alkunnu tilburðum og bætti við með forhertum skelmissvip. "En reyndar finnst mér hitt nú fallegra!"
Þá skellihló ég og gat næstum fyrirgefið Rúnu frænku minni það að hafa gifst þessum óskammfeilna frjálhyggjupúka.
Árni Gunnarsson, 22.12.2009 kl. 19:15
Já Pétur Pétursson, hann var furðusmíð náttúrunnar því hann mundi allt og gleymdi engu. Vonandi hefur Kári náð að rannsaka genin í honum. En þetta var hjartnæm saga og skemmtileg og haf þú heila þökk fyrir hana.
Baldur Hermannsson, 22.12.2009 kl. 19:32
Ólíklegt verður að teljast að fyrrum formaður Alþýðubandalagsins bregðist núverandi formanni og öllum vinum sínum og samherjum og neiti að skrifa uppá Icesave lagaóhroðann. Gjáin er okkar ástkæra og virta forseta örugglega ekki nógu greinileg milli þings og þjóðar, enda ekkert að marka skoðanakannanir og hafa verið gerðar alla tíð og dugðu ágætlega til að skýra út gjánna fyrir honum vegna fjölmiðlafrumvarpsins.
Hin tæra vinstri stjórn er í raun tær Allaballa stjórn. Aðeins Jóhanna og Kristján Möller eru úr gamla Alþýðuflokknum. Steingrímur, Össur, Árni Páll, Katrín Júl, Katrín Jakobs, Álfheiður, Svanhvít og Jón Bjarna eru gamlir Allaballar. Svo má bæta við formönnum helstu þingnefnda eins og Guðbjart, Árna Þór, Þuríði Gísla, Björn Val, Lilju Móses, Helga Hjörv. og Atla Gísla. Steingrímur J. er eiginlegur forsætisráðherra eins og öllum ætti að vera vel ljóst, sem sést best á að sá sem er titlaður sem slíkur er ekki í greinanleg í starfi. Fyrir stólinn selur Steingrímur J. sálu sína og land og þjóð. Sæt hefnd komma á þingi og Bessastöðum.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 21:32
Guðmundur, líttu á færslu 51. Ertu annars ekkert orðinn þreyttur á þessu tuði?
Björn Birgisson, 22.12.2009 kl. 21:39
Guðmundur, þetta er hrikaleg upptalning. Ekki verður mér svefnsamt í nótt eftir þennan ógnarlestur. Þetta sannar bara það sem mig hefur lengi grunað: gömlu góðu kratagægsnin urðu undir og kommafantarnir ofan á.
Baldur Hermannsson, 22.12.2009 kl. 21:46
Björn, það er nógu mikil afneitun og þöggun í gangi þótt þú farir ekki að hvetja fólk til að hætta að tjá sig.
Baldur Hermannsson, 22.12.2009 kl. 21:47
Björn vissulega er færsla 51 góð og full ástæða til að óska þér til hamingju með hana, þó svo að mér er hún óskiljanleg og sýnist fleirum. Þú ert mikið eldri en að vera fæddur 55, svo það þýðir ekkert að reyna að telja okkur trú um slíkt.
Við Icesave andstæðingar og föðurlandsvinir munum aldrei þreytast á að berjast gegn ofbeldi vinstrivillinganna. Þó svo að forsetableðillinn eigi eftir að slasa sig við undirritun samningsóhroðans, þá munum við örugglega ekki stoppa við það. Útkoman er ekkert annað en skipulagt landráð og þeir sem bera ábyrgðina hljóta að þurfa að axla ábyrgðina sem því fylgir.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 22:06
25. mars 1955 missti Björn Birgisson sveindóminn. Þar var að verki frænka mín Ugla Valsdóttir og gekk svo hart að sveininum unga að hálfri öld síðar minnist hann hennar með skelfingu, samanber færslu 29.
Baldur Hermannsson, 22.12.2009 kl. 22:14
Verð að misnota mér vettvanginn til að lýsa yfir ánægju minni með þetta beitta og sanna blogg.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 22:16
Er kallinn að fara fram á að fjölskyldan skili honum aftur?
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 22:18
Takk fyrir þessa ábendingu Guðmundur. Bjössi Bjarna hittir naglann á höfuðið eins og endranær. Það er sko ekki rausið á þeim bæ. Þar fara saman yfirgripsmikil þekking, skörp hugsun og hnitmiðaður stíll.
Baldur Hermannsson, 22.12.2009 kl. 22:20
51. Takk, Guðmundur
Björn Birgisson, 22.12.2009 kl. 22:22
Ekkert að þakka Björn minn, hvað svo sem 51 er að gera fyrir þig?
Já Baldur, Björn er skemmtilega þurr en markviss í skrifum eins og hann er í framgöngu. Það sem er orðið svo sjúkt í þjóðfélaginu, að það sem þykir orðið sjálfsögð lágkúra stjórnarflokkana, svikin og lygarnar, hefði þýtt ofbeldi og blóðbað hér áður fyrr frá kommunum. Örugglega hafa menn spilað djarft í að túlka málefni sér í hag, en minnist ekki til þess að nokkrum sinnum hafa hægrimenn lagst svo lágt og núverandi stjórnarliðar, og fer versnandi hvað óþverraskapinn og lygarnar varðar.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 22:34
Baldur, Ugla Valsdóttir var frábær. Henni gleymi ég aldrei. Hún var vissulega óttalega lítt þroskuð og engar líkur á neinni framför þar á bæ og ég var bara tæpra fjögurra vetra í mars 1955. Þetta var ást við fyrstu sýn og snertingu. Hún heillaði mig alveg upp úr kerrunni, sérstaklega fannst mér töff hvað hún var fingralöng.
Björn Birgisson, 22.12.2009 kl. 22:39
Hehe varstu bara fjögurra vetra gamli skálkur, frændi minn Egill Skalla-Grímsson var nú litlu eldri þegar hann hóf manndrápin.
Baldur Hermannsson, 22.12.2009 kl. 22:53
Það er spurning hvort það ætti ekki að fara með þessa umræðu aftur fyrir landnám. Það er ekki ósennilegt að sú þjóð sem nú býr þetta land yfirgefi sitt icesave eins og Paparnir forðum.
Magnús Sigurðsson, 22.12.2009 kl. 23:27
Paparnir flúðu land því þeir vildu eigi vera samvistum við heiðna menn. Það er ill ef Íslendingar neyðast til að yfirgefa ættjörðina vegna ofríkis vinstri meirihlutans.
Baldur Hermannsson, 22.12.2009 kl. 23:43
Fólksflótti hefur einkennt kommúnistaríkin í gegnum tíðina, þó hef ég trú á að Castro væri betri en þeir vinstrimenn sem láta ljós sitt skína hér áandi.
Á Djúpvogi fer umræðan á flestum innanbæjar fundir fljótlega einn til tvo ættliði aftur í tímann og þá í gátum. Þetta gerir þá sem ekki eru "original" ómarktæka. Það er ekki fyrr en upp út miðnætti sem aðfluttir ná áttum, en þá eru yfirleitt Paparnir farnir að spila inn í dæmið.
Það virðist vera að umræðan hér sé að komast á vitrænt stig aftur, allavega kannaðist ég við nafnið Egill Skallarímsson. En frá 51 hefur þetta verið frekar þokukennt.
Magnús Sigurðsson, 23.12.2009 kl. 00:05
Þetta er sennilega úthugsað Gindavíkurdjók sem aðeins innmúraðir og innvígðir botna í.
Baldur Hermannsson, 23.12.2009 kl. 00:08
Það er óþarfi að djóka þegar þjóðin fær mestu skattahækkanir íslandssögunnar í jólagjöf og væntanlega icesave í nýjársgjöf.
Magnús Sigurðsson, 23.12.2009 kl. 00:14
Nú reynir á hæfileika hins norræna kynstofns til að lifa á lofti og vatni út kjörtímabilið.
Baldur Hermannsson, 23.12.2009 kl. 00:18
Og rabbarbara og hundasúrum..Við eigum nóg af allavega grasi. Held að það sé miðað við það í þessum nýju skattalögum.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 23.12.2009 kl. 00:23
Allur auður mun renna til Björgólfs Thors. Njóti hann vel og lengi.
Baldur Hermannsson, 23.12.2009 kl. 00:34
Það er eitt sem mig langar að henda hér inn þar sem oft er minnst á að ekki sé hægt að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um milliríkjasamninga. Tvisvar hefur verið boðað til þjóðaratkvæðis hér á landi vegna milliríkjasamnings, en það voru árin 1918 og 1944 um gildistöku og afnám sambandslaganna.
Axel Þór Kolbeinsson, 23.12.2009 kl. 09:08
Axel, vinstri menn hafa líka gagnrýnt að ekki skuli hafa verið kosið um aðildina að NATO. Það er nákvæmlega ekkert sem mælir gegn því að hafa þjóðar atkvæðagreiðslu um milliríka samskipti og samninga. Vinstri flokkarnir öskruðu sig hása fyrir kosningar um þjóðaratkvæðagreiðslu og gegnsæi en snarsnerust á punktinum þegar úrslit lágu fyrir. Nú er pukrast með allt og þjóðin skal ekki fá að ráða einu eða neinu. Þvílíkir bófar!
Baldur Hermannsson, 23.12.2009 kl. 12:36
Athyglisverðar upplýsingar sem Axel kemur með. Hef þráspurt vinstri beturvita hvort að sú kenning að þjóðin geti ekki kosið um milliríkja samninga, nái þá ekki örugglega líka um aðildina að ESB alþjóðasamfélaginu? Eitthvað sem stjórnvöld hafa þá augljóslega verið að ljúga að þjóðinni að yrði gert ef að aðildarumsóknin verði samþykkt. Verður fátt um svör, nema einn andans snillingurinn var með það á hreinu að bannið næði bara yfir þegar um einhverja skuld væri að ræða. Þá hló mín. (O:
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 13:03
Hahahaha góður!
Baldur Hermannsson, 23.12.2009 kl. 13:18
Annað athyglivert um þjóðaratkvæði um afnám sambandslaganna var það að krafist var aukins meirihluta, fyrst í þingi og svo í þjóðaratkvæðagreiðslu. Smá færsla um það hér.
Axel Þór Kolbeinsson, 23.12.2009 kl. 13:39
Takk Axel, ég er sammála þinni góðu ábendingu: höfum hliðsjón af sögunni.
Baldur Hermannsson, 23.12.2009 kl. 13:48
Rosalega er það skrítið að trúa því að allt verði betra hjá okkur ef við skuldsetjum okkur enn frekar með þvi að borga Icesave! Af hverju verja þessir ráðherrar og þingmenn ekki íslensku þjóðina? Af hverju draga þeir alltaf fram rök Breta og Hollendinga? Af hverju ættum við frekar að fara í "ruslflokk" ef við borgum ekki Icesave? Hefði haldið að það væri betra að skulda minna? Það er bara alltof margt vafasamt við þetta Icesave til þess að ég kyngi þvi þegjandi og hljóðalaust að við verðum að borga þetta. Ef við samþykkjum verður ekki aftur snúið. Ef við segjum nei hljóta allir aðilar að þurfa að byrja aftur á málinu - ekki satt? Það getur ekki verið verra heldur en að skuldbinda okkur og afkomendur okkar til að borga ótilgreindar en stórar upphæðir árlega í ótilgreindan tíma.
Soffía (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 17:15
Það vildi ég að þú, Soffía, gætir gert eins og fólk gerir í kvikyndunum: skroppið inn í heilabúið á henni Jóhönnu Sigurðardóttur og verið þar eins og eina viku. Heldurðu að þú getir þetta - er þetta kannski til of mikils mælst?
Baldur Hermannsson, 23.12.2009 kl. 17:19
Okkur ber engin lagaleg skylda að borga skuldir einkafyrirtækis, umfram það sem innistæðutryggingasjóðurinn hefur á milli handa. Hins vegar má búast við áframhaldandi fautaskap af hálfu Breta en slík framkoma verður að lokum þeim sjálfum til tjóns en ekki okkur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.12.2009 kl. 18:57
Það er orðið löngu ljóst að stjórnarliðar á þingi að eir skilja ekki út á hvað Icesave gengur. Engum lagarökum er haldið fram sem hafa ekki verið auðveldlega hrakin af innlendum lagaspekingum sem og erlendum eins og Mishcon de Reya núna seinast. Ekki ein rök hafa haldið vatni. Helst er haldið á lofti að okkur verði settur stóllinn fyrir dyrnar hjá alþjóðasamfélaginu. Samningsgerð gerð undir slíkum hótunum eða ógn stenst ekki alþjóðalög. Önnur rök eru einhverjar ímyndaðar sanngirnisástæður sem ættu að verða þess valdandi að við afsöluðum okkur alþjóðlegum lagarétti okkar. Minnist ekki að hafa séð neinar heimildir um að Bretar og Hollendingar hafi gert samninga sem þeir afsala sér lagalegan rétt sinn vegna væntumþykju við viðkomandi land og þjóð. Ekki heldur nokkurt landa alþjóðasamfélagsins.
Lögfræðistofa sem stjórnvöld velja til að koma með hlutlaust mat annarrar breskrar lögmannastofu Ashurt, sem hafði áður unnið að samningshörmunginni fyrir stjórnvöld og jafn hlutdræg og Steingrímur sjálfur, enda ekki tilbúin að viðurkenna fyrri mistök. Jarðfræðingurinn og alfræðingurinn Steingrímur J segir:
Athyglisvert að biðja stofu um álit sem er ekki nægilega þekkt til að hún þyki marktæk. Sannleikurinn er sá að Mischon de Reya er afar virt lögfræðistofa og útúrsnúningur Steingríms Jarðfræðings ótrúlega lítilmannlegur og örþrifaráð bugaðs manns sem er löngu búinn að missa allt niðrum sig í Icesave málinu, og ekkert eftir nema ofbeldið gegn 70% þjóðarinnar. Landráðið skal verða að veruleika sama hvað segir. Landráð segi og skrifa, einfaldlega eftir að hafa heyrt lagaprófessora fullyrða að er ef stjórnarliðum með 30% að baki tekst níðingsverkið.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 18:59
PS. Leiðrétting. Átti að standa: Lögfræðistofan Mishcon de Reya sem stjórnvöld velja til að koma með hlutlaust mat sem mótvægi annarrar breskrar lögmannastofu Ashurt, sem hafði áður unnið að samningshörmunginni fyrir stjórnvöld og jafn hlutdræg og Steingrímur sjálfur, enda ekki tilbúin að viðurkenna fyrri mistök.
Jarðfræðingurinn og alfræðingurinn Steingrímur J segir um álit Mishcon de Reya:
PPS. Biðst forláts á lengd innleggsins. (O:
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 19:11
Guðmundur, skrifa þú sem oftast og sem lengst, því erindi þín eru jafn bólgin af þekkingu og visku og mikill fengur að þeim fyrir okkur bloggara - hvort sem lesendur þínir eru sammála þér eða ekki. Ég var að hlusta á Tryggva Þór í sjónvarpinu áðan og hann bendir á að höfnun Icesave muni færa okkur tímabundna erfiðleika en samþykki muni færa okkur langtíma örðugleika. Og greiningastofan IFS hefur reiknað út að samþykkt stefni íslenska ríkinu í gjaldþrot. Ég er nú seinþreyttur til vandræða en ég get ekki annað en fallist á ummæli þín: þeir sem samþykkja Icesave eru landráðamenn. Punktur og basta.
Baldur Hermannsson, 23.12.2009 kl. 19:20
Gunnar, slíkur fautaskapur fjarar út á nokkrum árum.
Baldur Hermannsson, 23.12.2009 kl. 19:21
Jóhanna er stolt kona. Hún getur ekki látið einhvern ódýran skríl, sorry almenning, segja sér fyrir verkum. Fólk verður að hafa skilning á einföldustu málum í flókinni pólitík.
Hér er hver um annan þveran að skipta sér að skuldamáli sem æðstaráð Ísland er MARGBÚIN að segja að þjóðinni komi ekki við!, og samt halda allir áfram að kvarta og kveina yfir engu....
Að vera ráðherfa við svona aðstæður er bara óviðunandi!!!
Í alvöru! Ég las einhversstaðar að það hefði verið heilmikil læti af því að einhver hefði talað um að hún ætti eiginlega að dingla á löppunum einhverstaðar og þetta þótti voða ljótt og nánast hneyksli.
Eftir vandlega umhugsun finnst mér bara hugmyndin ekkert hneyksli. Bara góð hugmynd.
Hver átti þessa snilldarhugmynd?
Óskar Arnórsson, 23.12.2009 kl. 19:28
Veit það ekki, hef ekki heyrt þetta áður. Í gamla daga var til siðs að hengja andstæðinga sína upp á hásinunum en það gafst illa.
Baldur Hermannsson, 23.12.2009 kl. 19:34
Er það alveg örugg aðferð? Ég hef ekkert vit á þessu..
Óskar Arnórsson, 23.12.2009 kl. 19:39
Hugmyndina að upphengingu Heilagrar Jóhönnu átti flugnavinurinn, verkfræðingurinn og vísindakennarinn Loftur Altice Þorsteinsson.
Björn Birgisson, 23.12.2009 kl. 19:42
Eru ekki allir með stillt á gömlu góðu Gufuna? Jólin koma með jólakveðjunum þar!
Björn Birgisson, 23.12.2009 kl. 19:52
Loftur er náttúrlega stórfróður maður en ekki veit ég hvort hann hefur einhverja sérþekkingu á svona athöfnum. Held við ættum slaufa þessari hugmynd því það eru að koma jól og allir vinir.
Baldur Hermannsson, 23.12.2009 kl. 19:54
Björn, sammála, þar eru jólin. Fæ ég jólakveðju frá þér?
Baldur Hermannsson, 23.12.2009 kl. 19:55
Salomóns dómur, Baldur, það ljótasta sem frá Lofti Altice Þorsteinssyni hefur komið er á engan hátt í takti við boðskap jólanna.
Björn Birgisson, 23.12.2009 kl. 19:58
Hvað heitir þessi umdeilda færsla Lofts, mig langar til þess að skoða hana. Mussolini var að vísu hengdur upp á afturlöppunum en þá var hann dauður. Mér finnst hálf hranalegt að fara svona með lifandi fólk.
Baldur Hermannsson, 23.12.2009 kl. 20:02
Búið að lesa hana. Varstu ekki að hlusta? Svona fer þegar alltaf er hangið í tölvunni! Auðvitað færðu hugheilar jólakveðjur frá mér, einnig sú ágæta kona, sem umber þig alla daga!
Björn Birgisson, 23.12.2009 kl. 20:02
Konan er farin frá honum Björn:)
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 23.12.2009 kl. 20:03
Ég gegndi þér og er búinn að kveikja á Gufunni. En sú mæta kona sem lengi hefur umborið mig gerir það ekki núna, því hún stakk af til Flórida að hitta flagarann Tiger Woods. Svona fer fyrir manni þegar forgjöfin lagast ekki. Hafðu það í huga næsta sumar.
Baldur Hermannsson, 23.12.2009 kl. 20:04
Og Silla frátekin, það er allt í steik hjá mér.
Baldur Hermannsson, 23.12.2009 kl. 20:05
Rólegur, Tigerinn er í felum í Svíþjóð! Hún getur því vafrað um stræti og torg í Florida í leit sinni að betri golfara. Les hún nokkuð bloggið?
Björn Birgisson, 23.12.2009 kl. 20:16
Ég vona það. Þá sér hún að Tiger er kominn til Svíþjóðar og kemur heim til mín með skottið milli fótanna. Annars treysti ég ekki Tiger. Hann virðist búa yfir þeim hæfileika að vera á fleiri en einum stað í einu.
Baldur Hermannsson, 23.12.2009 kl. 20:19
Aumingja fólkið í Bretlandi og Hollandi að treysta íslenskum banka sem lofar tryggingum með dyggri aðstoð og stuðningsyfirlýsingum fá hérlendum stjórnvöldum. Svo þegar allt hrynur á að leita allra leiða til að komast hjá því sem áður hafði verið lofað. Guði sé lof á Ísland er ekki stórveldi, þá yrði heimurinn eflaust enn verri en hann er í dag. Allir þeir sem áttu að fylgjast með, taka ákvarðanir og ekki síst leiðbeina á grundvelli þekkingar og kunnáttu brugðust, enda fábjánar upp til hópa. Svo kemur þetta sama lið í dag og gagnrýnir alla sem eru að reyna að taka til ósómann. Einhver skeit í flórinn og svo skammast allir út í fjósamanninn að moka skítinn og finna af honum skítafýluna. Fyrir mér er þetta einfalt, við lofuðum (íslensk stjórnvöld) að ábyrgjast greiðslurnar, við getum ekki og eigum ekki að hlaupast á brott eins og ótíndir glæpamenn. Svo að lokum þetta, gleðileg jól gamli jaxl og takk fyrir skemmtilegar færslur á árinu.
Bárður Bringdal (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 20:23
Bárður, ertu viss um að íslensk stjórnvöld hafi einhvern tíma ábyrgst þessar greiðslur? Það liggur fyrir að bæði Seðlabanki og Ríkisendurskoðandi töldu að ríkið væri ekki ábyrgt. Í Umsátrinu kemur fram að breska fjármálaeftirlitið var sama sinnis, sömuleiðis þýska og írska ríkisstjórnin. Hins vegar hafði ég gaman af að lesa lýsingu þína á hlutskipti fjósamannsins. Ég ólst við þessa hætti og man vel eftir því þegar maður var að moka flórinn og skemmti sér við að greina hver átti hvað. Gleðileg jól gamli og láttu sjá þig sem oftast með þínar mergjuðu athugasemdir. Ef ég á eitthvað sökótt við þig þá er það einkum hvað þú ert sjaldséður.
Baldur Hermannsson, 23.12.2009 kl. 20:28
Elsku drengurinn alltaf fjör hjá þér.
Ég elska samskipti ykkar BENAX..Aftur á móti þekki ég Björn nokkurn Birgisson af drenglyndinu einu saman..Flottur peyi. En svona í forbífarten minn kæri vinur?: Sérðu aldrei til sólar? Love ya--------NEFNIN----------
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 20:44
102. Sendu mér boð um bloggvináttu, ef þú vilt vita meira.
Björn Birgisson, 23.12.2009 kl. 20:48
HÉR er ágætur Tiger-brandari
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.12.2009 kl. 20:50
Heitir það ekki að kynna sér vel erfiðar holustaðsetningar og æfa sig í að kljást við þær það sem meistari Tiger var að stunda? Kannski kylfingarnir Björn og Baldur ættu að kynna sér nánar ef þeir vilja lækka forgjöfina?
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 20:59
Hæ Hallgerður, ég ók með mína suður að Reykjanesvita á sunnudaginn var og við horfum yfir sæinn þegar sól var hæst á lofti. Ég undrast mest að hér skuli ekki vera 50° frost, því sólin rétt skreið yfir sjóndeildarhringinn. En kunningi minn sem allt veit upplýsti mig um að það væri Golfstraumurinn sem héldi á okkur hita. Svona getur maður víða átt vini þótt maður viti varla af þeim.
Baldur Hermannsson, 23.12.2009 kl. 21:00
Björn, ég er búinn að finna þetta, það var í athugasemd hjá meistara Jóni Val. Þetta var augsýnilega sett fram sem einskonar myndlíking en fór fyrir brjóstið á sumum. Menn eiga ekki að taka alla hluti bókstaflega, það gera bara Asperger-sjúklingar.
Baldur Hermannsson, 23.12.2009 kl. 21:02
Guðmundur, þú manst eftir Danny Glover í Lethal Weapon: I´m getting too old for this shit!
Baldur Hermannsson, 23.12.2009 kl. 21:03
Halla Eyjagella, takk fyrir góð orð í minn garð. Þú ert sjálf gríðarlega flottur peyi! Mér verður oft hugsað til gömlu góðu daganna. Blessuð sé minning góðra drengja, sem ekki eru lengur á meðal vor. Bestu jólakveðjur til þín og þinna!
PS. Frábært að breyta argaþrasi bloggsins í vinalegt spjall á jólum. Við Íslendingar erum bara frábærir. Rífumst eins og kettir og kyssumst eins og ástfangnir unglingar skömmu síðar.
Björn Birgisson, 23.12.2009 kl. 21:10
Bárður. Meðfylgjandi er lítill hluti skrifa Sigurðar Líndals lagaprófessors þar sem hann beinlínis rassskellir Jón Baldvin Hannibalsson vegna hreins skilningsleysis, rangtúlkana og ef ekki hreinna lyga. Ekki stafur af því sem Sigurður skrifar hér eða annarsstaðar um Icesave hefur verið hrakinn, frekar en nokkur skrif Stefáns Má Stefánssonar lagaprófessors, Lárusar Blöndals og Ragnars Hall hæstaréttarlögmanns sem eru þeir lögmenn sem hafa barist mest opinberlega gegn og varað við Icesave óskapnaðinum. Endilega kynntu þér skrif Sigurðar sem eru skýr og auðskiljanleg fyrir okkur leikmenn í lögum. Eins og svo margir vilja reyna að klína pólitísku smjörklípunni á Icesave andstæðinga sem eru 70% þjóðarinnar, og spyrða þá við Sjálfstæðisflokkinn (sem mér finnst hafa staðið sig afleitlega allt frá upphafi), þá er Sigurður þekktastur fyrir að vera sá lagaspekingur sem vinstri menn og sér í lagi Samfylkingin hefur sótt í að skerpa á þeirra lagalegu skoðun opinberlega.
Sigurðar Líndal lagaprófessor Háskóla Íslands skrifar:
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 21:20
Mæltu ávallt manna heilastur, Björn Birgisson. Þetta er blogg-kaffihús og þannig viljum við hafa það. Hér ríkir hið fullkomna lýðræði og syngur hver með sínu nefi.
Baldur Hermannsson, 23.12.2009 kl. 21:21
BWAHAHAHAHAHA endilega lesið brandarann hans Gunnars, athugasemd 113. En nú missti ég alla von um að konan komi aftur snökt snökt......
Baldur Hermannsson, 23.12.2009 kl. 21:22
Segðu Björn. Út í hött að taka svona tuði persónuleg, sem of margir virðast gera. Það er ekkert gaman að vera umkringdur JÁ - fólki. Engin framþróun í slíku. Flokkarnir ættu að hugleiða það. (O:
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 21:24
Þakka þér sérstaklega fyrir þetta Guðmundur. Það er mikilvægt að halda því til haga að hvorki Ragnar Hall eða Sigurður Líndal eru vinir Sjálfstæðisflokksins, nema síður sé. Það gefur orðum þeirra aukna vikt í þessu máli. Það er kannski óvenjulegt að endurtaka athugasemd en ég ætla að leyfa mér að prenta hér aftur eftirfarandi, sem allir verða að lesa:
"En ef Jóni Baldvini er annt um sjálfsvirðingu sína, ætti hann að gefa orðum sínum gaum. Með ummælum um bindandi yfirlýsingar íslenzkra ráðamanna um ríkisábyrgð – þótt hann hafi ekki fundið þeim stað – er hann að saka þá um að virða ekki stjórnarskrána. Ríkisábyrgð hlýtur að fylgja lántaka og fyrir henni verður væntanlega setja tryggingu og til þess þarf samþykki Alþingis, sbr. 40.-41. gr. stjórnarskrárinnar, sbr einnig 21. gr. Ráðherra sem hefði gefið yfirlýsingu um stórfelldar fjárhagsskuldbindingar með ábyrgð íslenzka ríkisins án fyrirvara um samþykki þingsins kynni að baka sér ábyrgð samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð og verða stefnt fyrir Landsdóm. Jón Baldvin er með orðum sínum að saka forystumenn Íslendinga, þar á meðal ráðherra um stórfelld lögbrot. Þrátt fyrir það að vera ekki bindandi er augljóst að slíkar yfirlýsingar hefðu skaðað íslenzka ríkið."
Baldur Hermannsson, 23.12.2009 kl. 21:27
@ G2G
Takk fyrir þessa athugasemd við tilvitnanir. Eftir sem áður var sett fram loforð íslenskra ráðamanna um tryggingar og aðstoð, og vel að merkja áður en hrunið varð, til þess að halda innstæðum áfram í Landsbankanum og jafnvel fá enn fleiri á vagninn, sem er helvíti skítt fyrir þetta fólk sem á endanum tapaði stórfé. Ég get vel skilið sjónarmið þitt en ég er engu að síður á þeirri skouðun að íslensk stjórnvöld hafi gefið ansi sterkar yfirlýsingar um aðstoð sem hafði áhrif á sparifjáreigendur erlendis og við getum ekki annað en staðið við þær skyldur. Annars gleðileg jól og hafðu það fínt um hátíðirnar.
Bárður Bringdal (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 21:40
Bárður, getum við ekki greitt þessu fólki skaðabætur - einskonar stríðsskaðabætur - þótt við höfnum Icesave samningnum? Og annað: eru Bretar ekki búnir að greiða þessum innistæðueigendum?
Baldur Hermannsson, 23.12.2009 kl. 21:54
Guðmundur Annar, alltaf gaman þegar þú tjáir þig. Eigðu róleg jól með þínu fólki, komdu svo hlaðinn orku og vísdómi, að lokinni meltingu jólakrásanna! Hm ....... rétt eða rangt?
Björn Birgisson, 23.12.2009 kl. 22:33
Ef ég þekki G2G rétt mun hann hrekja þessa athugasemd þína og snúa svoleiðis upp á handlegginn á þér að þú munt grátbiðja um miskunn.
Baldur Hermannsson, 23.12.2009 kl. 22:35
Hvaða rugl er þetta björn um að þetta sé ljótt frá Lofti? þetta er tær snilld!!
Óskar Arnórsson, 23.12.2009 kl. 23:21
Óskar, þegar menn taka svona líkingamál alvarlega er kominn tími til að panta tíma hjá sálfræðingnum. Ég er mest hissa á því hve margir gerðu sig að fíflum.
Baldur Hermannsson, 23.12.2009 kl. 23:27
Ég hlæ alltaf jafnmikið að fólki sem veit ekki hvenær það á að hlægja..hehe..
Enn Baldur? Hvernig veit maður að maður er fífl eða ekki?
Óskar Arnórsson, 23.12.2009 kl. 23:36
Bárður. hvað sem þessir aðilar hafa lofað er ekki fræðilegur möguleiki á að skuldbindur þjóðina og ríkissjóð. Sömu lög eða svipuð gilda örugglega hjá Bretum og Hollendingum. Ef einhver hefur lofað einhverju eins og til almennings í þessum löndum, þá er það í raun hans mál en ekki þjóðarinnar og fordæmið hrikalegt ef fólk gefst upp fyrir þeim rökum. Voru menn allsgáðir þegar þeir gáfu þá yfirlýsingarnar? Eru þær til á undirrituðum skjölum eða pappírum sem hafa eitthvert lagalegt gildi? Ekki í tilfelli Icesave.
Þingið eitt með meirihluta atkvæða þingheims getur skuldbundið ríkissjóð og þá ekki fyrr en forseti hefur undirritað frumvarp þar að lútandi. Hvað Jóhanna og Steingrímur J. gætu hafa lofað hefur enga lagalega þýðingu eða ábyrgð hvað ríkissjóð varðar. Sigurður Líndal lagaprófessor bendir á að það er í hlutverki viðsemjenda í alþjóðasamningagerð að gæta að hvert er valdsvið og umboð mótsemjenda. Einhverjar eftiráskýringar eru ekki í boði hjá þeim sem segir farir sínar ekki sléttar og þykjast sviknir.
Ef einhver ráðamaður hefur bakað ríkið einhverskonar lagalega ábyrgð í málinu, þá hefur það ekki neitt með greiðslur á Icesave ólögvörðum reikningnum að gera, heldur hugsanlega skaðabótakröfur vegna lyga og afglapa. Hugsanlega eru ráðamenn eins og Árni Matt, Össur, Davíð, Geir, Ingibjörg Sólrún, Björgvin Sig, Jón Sig, Jónas Fr. og Þórunn Sveinbjarna brotleg af einhverju sem bakar þjóðina ábyrgð og skaðabótaskyldu, og þá hafa örugglega Steingrímur J., Indriði Þorláksson, Gylfi Magnússon og Svavar Gestsson vegna endalausra yfirlýsinga um ábyrgð sem ekki er fyrir hendi, eða loforða sem þeir eru ekki í neinni aðstöðu til að efna. Fyrir hreinar lygar. Ef svo sannast, þá er það klárt brot á stjórnarskrá og þá hegningarlögum sem fjalla ma. um landráð, og þá landsdómur settur saman til að dæma í þeirra málum. Ekki er ólíklegt að að er einmitt það sem stjórnvöld vita að þau eru sek um og þess vegna berjast og sýna 70% þjóðarinnar slíkt ofbeldi sem raun ber vitni. Og ekki síst vegna þess ótrúlega ofbeldis gegn öllum þeim sem koma fram og sýna fram á að það er verið að gera stórkostleg mistök, stökkva jarðfræðingurinn Steingrímur og kennarinn Guðbjartur fram og hrauna yfir lagaprófessora um að þeir misskilji lög eða eru einfaldlega ekki störfum sínum vaxnir. Svara engu með rökum heldur setja stóra skítadreifarann í gang. Sama gerist þegar allir hagfræðiprófessorarnir skýra út að þjóðin er farin á hausinn við þennan ógjörning. Allir fífl og aular og beturvitarnir og alfræðingarnir gera lítið úr viðkomandi. Jóhanna toppaði allt með að fullyrða að Ragnar Hall misskildi sjálfan sig varðandi Ragnars Hall fyrirvarana sem hann segir algerlega horfinn úr frumvarpinu.
Auðvitað er þetta ömurlegt fyrir þá sem í þessu lentu, á nákvæmlega sama hátt og alla sem tapa peningum vegna allra fanta og eða einkafyrirtækja eins og Landsbankans. En Bretar og Hollendingar hafa greitt þessum aðilum og það er sá reikningur sem málið snýst um. Þeir gera það til pólitísks heimabrúks fyrir Gordon Brown á seinasta snúningi og án nokkurs samþykkis okkar, og gagnstætt öllum lögum. Fjármálaráðherra Hollands var nýbúinn að segja að að engin lög eða reglugerðir segja að við ættum að greiða slíka reikning ef algert hrun yrði. Samt fer Svavar Gests og fær hann ofan af þeirri skoðun og gerir svo glæsilega samning fyrir Steingrímur J. Afturármóti er það rangt sem haldið er fram að td. InDefence eða aðrir hafi einhvertímann sagt að við ættum ekki að borga. Það sem fólk er að fara fram á að samningurinn verði endurskoðaður út frá sanngirnissjónarmiðum fyrir alla aðila, eða að deilan fái að fara fyrir dómstóla. Það sem er eitt ótrúlegast að Bretar og Hollendingar eru í raun að setja lög á Íslandi. Og til að bíta skömmina úr nálinni eru stjórnvöld búin að lýsa því yfir að íslenskum dómsstólum er ekki treystandi og þess vegna er varnarþing Icesave flutt úr landinu til Bretlands. Sem er klárt stjórnarskrárbrot. Skildi einhver hafa hugleitt hvaða afleiðingu slík vantraustsyfirlýsing stjórnvalda komi til með að hafa í framtíðinni?
Reiknimeistari upplýsti fyrir nokkru að sú upphæð sem Bretar eru tilbúnir að beygja þjóðfélagið okkar í duftið, samsvarar því að við myndum ganga af sambærilegri hörku gegn Færeyingum vegna meintrar ólögvarðar skuldar upp á rétt rúmlega einn og hálfan miljarð. Sæi okkur ganga fram af slíkri hörku sem myndi getað skaðað þá jafn illilega og Bretar og Hollendingar hika ekki við. Bakkaðir upp af ESB, AGS og Samfylkingunni.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 23:45
Takk Björn og sömuleiðis bestu jólakveðjur til þín og þinna, og allra sem vilja þiggja slíkar. Það er engin ástæða fyrir þig að henda lyklaborðinu í náinni framtíð. (O:
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 23:50
Óskar, ég veit ekki um neina örugga aðferð. En hafi maður lagt trúnað á kosningaloforð VG fyrir síðustu kosningar og greitt þeim atkvæði sitt, þá er maður trúlega fífl.
Baldur Hermannsson, 23.12.2009 kl. 23:54
Hlægilegt fífl.... jafnvel
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.12.2009 kl. 00:36
Þeir eru ansi margir núna, veslings mennirnir sem kusu VG, nagandi á sér handarbökin. Þeir eru þó ekki vitlausari en það.
Baldur Hermannsson, 24.12.2009 kl. 00:54
Já hverjir voru vitlausastir í síðustu kosningum...Þeir sem kusu VG eða S...?...Eða D..hið góða!....
Bara svona til umhugsunar!
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 24.12.2009 kl. 01:09
VG kjósendur sigra, engin spurning. Þeir kusu yfir sig samfelld kosningasvik og handónýtan mannskap. Þeir létu ginnast af fagurgala. Þeir eru mestu fíflin.
Baldur Hermannsson, 24.12.2009 kl. 01:23
Takk Baldur. Ég var farin að halda að nauðsynlegt væri að vera fífl til að geta kallast íslendingur. Það voru þá bara þeir sem kusu vitlaust sem eru það...Gunnar Th. þreytist ekki á að rífast við mig..
Óska öllum Gleðlegra jóla og voðalega góðu Ári eftir áramót þegar íslendingar fagna nýju flaggi á eyjunni. Er ég strax farið að hlakka til í gott partý á ESB dagin, og Risareikningsdagin, Gjaldþrotadagin og alla daga sem þingmenn landsfeður og landsmóðir landsins, heyja þrotlausa baráttu fyrir nýjum tillidögum fyrir alþýðunna að halda heilagan.
Amen.
Óskar Arnórsson, 24.12.2009 kl. 12:57
Það er aldrei skynsamlegt að kalla fólk fífl eða neitt í þá veru fyrir það eitt að hafa aðra sýn á svonefndan veruleika. Flestir taka til máls um efni sem þeir bera ekki nægilegt skynbragð á og í þeirra hópi eru meira að segja stjórnmálamenn okkar. Hver núna hefur rétt fyrir sér þori ég ekki að kveða upp úr um.
Kannski væru einhverjar líkur á að við næðum áttum ef:
1. Einhverjum 6 svonefndum hagfræðingum bæri saman um ástand og horfur og væru 3 af hægri væng stjórnmála og 3 af vinstri væng.
2. Einhverjum 6 "virtum lögspekingum" bæri saman um lögformlegar forsendur fyrir Icesave kröfunni og skiptust milli hægri og vinstri í sama hlutfalli.
Höfum í huga að réttlætiskennd okkar er viðsjálsgripur og munum að okkar réttlætiskennd er ekki endilega helgari en réttlætiskennd hinna sem hafa öðruvísi réttlætiskennd. Réttlætiskenndin er nefnilega svolítið sjálfhverf í hugum okkar og á rætur í okkar eigin viðhorfum.
Gleðileg jól!
Árni Gunnarsson, 24.12.2009 kl. 16:17
Ég las með eigin augum hollráð nokkurra Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði til Obama - mig minnir einmitt að þeir hafi verið 6 talsins - og það var ótrúlegt að sjá hve ólík ráðin voru, og ekki bara ólík: stundum voru þau algerlega andstæð hvert öðru.
Hvað fíflin varðar þá er það nú óumdeilanlegt að við erum allir fífl og höfum aldrei verið neitt annað. Við eigum góða spretti inn á milli en ekki þarf nú annað en horfa yfir lífshlaup okkar beggja til að sjá að báðir erum við fífl - sú staðreynd bókstaflega æpir á okkur.
Gleðileg jól, gamli skelmir.
Baldur Hermannsson, 24.12.2009 kl. 16:34
Þetta er fín hugmyn hjá þér Árni, en eitthvað segir mér að hinir "virtu" spekingar séu lítið öðruvísi en annað fólk. Pólitísk sannfæring vegur þungt.... líka í svokölluðum "sérfræðiálitum".
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.12.2009 kl. 16:36
Eigi er allt fagurt sem hér hefur verið sagt og lítt af setningi slegið. Hygg þó að ég geti tekið undir ummæli Árna Gunnarssonar. Höfum í huga að réttlætiskennd okkar er viðsjálsgripur og munum að okkar réttlætiskennd er ekki endilega helgari en réttlætiskennd hinna sem hafa öðruvísi réttlætiskennd.
Kveðjur af Kili, SH.
Sneglu-Halli, 24.12.2009 kl. 18:31
Gleðileg jól, Kjalbúi. Vona að það væsi ekki um þig á berangrinum.
Baldur Hermannsson, 24.12.2009 kl. 19:58
Gleðileg jól !
Ég var hlynt Davíð og ég var hlynt Jóhönnu.
En nú þurfum við útlendinga til að stjórna þessu auma landi .
Ef við ætlum að hafa þetta af.
Kristín (IP-tala skráð) 25.12.2009 kl. 02:44
Gleðileg jól Kristín! Hér í Gósenlandi lék allt í lyndi þangað til gangsterar hrifsuðu til sín bankana. Landinu var stýrt af hyggindum og gætni. Smjör draup af hverju strái. Kvörn frjálshyggjunnar malaði fólkinu gull. Við getum alveg endurheimt Gósenlandið, Kristín mín góð, en við gerum það ekki með núverandi forystumönnum.
Baldur Hermannsson, 25.12.2009 kl. 10:19
"Kvörn frjálhyggjunnar malaði fólkinu gull!" Ályktun allra ályktana og tímalaus snilld. Að vísu malaði þessi kvörn fólkinu aldri gull en hún bauð því hagstæð lán svo það fengi að trúa því að það ætti gullkvörn og lifði samkvæmt því. Enda var það nú tilgangurinn. En hvernig í ósköpunum fóru gangsterarnir að því að hrifsa til sín bankana? Nú læðist að mér sá grunur að þessir gangsterar hafi átt sér vitorðsmenn og þetta rán hafi farið fram í björtu og að þjóðinni viðstaddri.
Ætli þetta sé einhver árans grunnhyggni hjá mér?
En vel á minnst: Ég var í hádeginu að hlýða á Einar Má lesa upp úr fyrsta kafla Hvítbókarinnar á Útvarpi Sögu. Þvílík snilld! Hvað er nú Fjallræðan gamla hjá þessum pistli? Hann bókstaflega afklæddi þessa postula frjálshyggjunnar og kaghýddi þá með bros á vör eins og sannkristum manni ber að gera á jóladag.
Ætli að Hvítbókin hans Einars Más verði ekki eina bókin sem tekst að greina orsakir þeirra margvíslegu hörmunga sem yfir þessa þjóð dynja nú og sér ekki fyrir endann á? Trú mín á það styrkist með hverjum degi. Ekki áttuðu þessir kardinálar markaðsins sig hætis hót þegar Draumalandið gerði á þeim uppskurðinn og birti alþjóð meinsemdina.
Lifi byltingin!
Árni Gunnarsson, 25.12.2009 kl. 16:40
Árni, um aldamótin ríkti hér algert góðæri, há laun, mikill kaupmáttur, hóflegir skattar. Það er engin spurning að afnám haftabúskapar og frelsi í viðskiptum var aðal rótin að þessu góðæri. Svo kom einkavæðing bankanna og það fór sem fór.
Það er samt nauðsynlegt að halda því til haga að einkavæðingin eins og sér var ekki rót hins illa. Íslandsbanki var ekki einkavæddur, einfaldlega af því að hann var einkabanki fyrir, og flaug hann þó fyrstur á kúpuna. Og erlendir bankar eru einkabankar en héldu þó velli.
Það er ekki um það deilt hvers vegna bankarnir hrundu. Þeir voru orðnir alltof stórir og höfðu framfleytt sér á skammtímalánum. Þegar lánalínur lokuðust vegna efnahagslegra harðinda var öllu lokið. Við sjáum eftir á að heppilegra hefði verið að setja bönkunum skorður um stærð og umsvif. Við neyðumst hins vegar til þess að velta því fyrir okkur hvort frumvarp um slíkar takmarkanir hefðu yfirleitt náð fram að ganga. Byrinn í þjóðlífinu var allur í segl útrásarvíkinganna. Og þú veist hverjum augum bóndinn á Bessastöðum leit á silfrið. Hefði hann undir ritað slík lög?
Baldur Hermannsson, 25.12.2009 kl. 16:56
AFNÁM BINDISSKYLDU Á EINKABANKANNA,ER EITT AF FJÖLMÖRGUM HRYÐJUVERKA DAVÍÐS ODDSSONAR.
Númi (IP-tala skráð) 25.12.2009 kl. 21:12
Númi, bindisskyldan var afnumin vegna eindreginna óska bankanna. Það hefði gert þeim erfitt fyrir að bögglast með bindisskyldu þegar syrti í álinn. Kannski hefðu þeir hrunið talsvert fyrr. Það hefði alla vega gert þeim róðurinn þyngri.
Hvað hefði gerst ef Seðlabankinn hefði neitað að lækka bindisskylduna? Það hefur svo sem ekkert vægi úr því sem komið er að geta sér til um það, en gæframennirnir hefðu örugglega bent á þá höfnun sem verulega orsök fyrir hruninu. Og þá hefðir þú, Númi, ekki verið höndum seinni að telja þessa höfnun " EITT AF FJÖLMÖRGUM HRYÐJUVERKA DAVÍÐS ODDSSONAR."
Ég hef enga ástæðu til að ætla að þú sért sérstaklega treggáfaður einstaklingur, Númi, en það er alltaf eins og lokist fyrir öll skilningarvit hjá ykkur Davíðshöturum og greindarvísitalan lækki um 90 stig þegar nafn þessa afburðamanns ber á góma.
Baldur Hermannsson, 25.12.2009 kl. 21:56
Þetta Davíðshatur ber á góma í bók Hjálmars Jónssonar Hjartsláttri sem ég las í dag! Hann undrast þetta.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 25.12.2009 kl. 22:08
Hver er þessi Davíð? Skiptir hann einhverju máli? Er hann bara ekki einn af þeim sem oftast er á röngum stað á röngum tíma? Dæmigerður seinheppinn Íslendingur!
Björn Birgisson, 25.12.2009 kl. 22:18
Silla, ég hef stúderað þetta fyrirbæri. Ég vinn með eldrauðum kommúnistum sem allir fá flog þegar minnst er á Davíð svo að ég hef ærin tækifæri til rannsókna. Ein af merkum niðurstöðum þessara rannsókna er sú, að þótt Davíðshatarinn sé tryllingslegur og flest sem frá honum kemur í æðiskastinu beri merki um alvarlega persónuleikatruflun, þá er samt hægt að skilja forsendur þessa haturs og það er í því ákveðin innri lógík sem ekki ber að gera lítið úr.
Baldur Hermannsson, 25.12.2009 kl. 22:25
Björn, hehehehehe, ég hélt þú værir að lýsa mér og þér!
Baldur Hermannsson, 25.12.2009 kl. 22:25
Athyglisvert (#152) tek undir þetta
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.12.2009 kl. 22:29
Gunnar, einn af kunningjum mínum er sjóðheitur Davíðshatari. Hann er gamansamur og ótrúlega fyndinn, geysilega fróður og góður sögumaður, hagyrðingur, hugrakkur, kvensamur og almennt mikið í hann spunnið. Hann er langt til vinstri og hatar Davíð með sömu áfergju og Osama Bin Laden hatar George Bush.
Það einkennilega er að þessi maður breytist líkamlega þegar Davíð ber á góma. Stundum geri ég það í vísindaskyni að rabba við hann um hversdagslega hluti en vík svo talinu að Davíð alveg fyrirvaralaust. Það verður á honum ótrúleg breyting. Munnurinn herpist saman, augun þrengjast, brýnnar síga, augnaráðið vænisýkislegt og tortryggið, kinnarnar slapa, hann kiprar sig saman í herðunum og talandinn verður flatur eins og vélmenni sé að tala. Hefur þú tekið eftir svipuðum einkennum á austfirskum Davíðshöturum?
Baldur Hermannsson, 25.12.2009 kl. 22:43
Þú ert alveg kostulegur Baldur..hehe..er hægt að fá að hitta þennan Davíshatara sem er kunningi þinn? Ég hef séð svipuð einkenni í Danmörku, að vísu hjá Íslending.
Þetta gæti orðið næsta "epidemi" sem gæti orðið að heimsfaraldri. Og engin bólusetning til við þessum vírus..
Óskar Arnórsson, 25.12.2009 kl. 23:28
Shit, Davíðshatrið gæti orðið verra en svínaflensan........
Baldur Hermannsson, 25.12.2009 kl. 23:30
Þessa lýsingu þekki ég persónulega.... nákvæmlega eins og þú segir frá.
En reyndar ekki af neinum Austfirðingi. Svo merkilegt sem það er þá ræði ég ekki mikið pólitík við neina hér fyrir austan. Lífið er svo dásamlegt hér í dreifbýlinu að maður vill ekki skemma það með pólitísku kjaftæði. Gamlir félagar úr Reykjavík fá stundum að heyra rausið í manni
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.12.2009 kl. 23:40
Algjörlega! Ég sé að sterkar perónuleikabreytingar verða fyrstu einkennin. Sjáðu bara Steingrím! Hann er ekki með sjálfum sér og tekur ákvarðanir eins og hann sé með þennan hættulega vírus í höfðinu!
Ég held nefnilega að eina leiðin til að gera menn hættulausa sjálfum sér og öðrum, sé að skjóta þá með deyfipílum og koma þeim á lokað sjúkrahús...
Óskar Arnórsson, 25.12.2009 kl. 23:43
Óskar, ég þarf að gefa þessum manni nánari gaum. Hvar fær maður svona deyfipílur?
Baldur Hermannsson, 25.12.2009 kl. 23:46
Gunnar, það er kannski dálítið til í þessu hjá þér - en þið hljótið nú að spjalla um pólitík þegar þið hittist á barnum gaurarnir?
Baldur Hermannsson, 25.12.2009 kl. 23:47
Ég skal skaffa þær...
Óskar Arnórsson, 25.12.2009 kl. 23:50
Óskar, heldurðu að það væri ekki nóg að fá hingað þessa kellingu sem er alltaf að lumbra á páfanum?
Baldur Hermannsson, 25.12.2009 kl. 23:59
Jú,jú, pólitík ber stundum á góma en það er helst í "Sammakaffi" sem ég fer sára sjaldan í. Ég er svo helv. morgunsvæfur
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.12.2009 kl. 00:05
Mætti segja mér að það verði líflegt á Sammakaffi næstu mánuðina.
Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 00:08
Fyrst Íslendingar náðu Fisher úr steininum, ættu þeir að geta fengið þessa kellingu gefins frá Ítalíu til að framkvæma góðverk fyrir Íslensku þjóðina. Senda hana til forsætisnornarinnar og þá geta þær verið í þríkant þessar kellingar. Hvað er að fólki?
Af hverju er svona útúrbilað fólk að stjórna landinu? Þetta fólk margsprengir diagnósuskalla geðlæknisfræðinnar um hver sé hættulegur og hver ekki? Ég er allt í einu orðin hlynntur rafmagnsmeðferðum? Hef alltaf verið á móti þeim þangað til ég fór að skoða Steingrím og Jóhönnu!Nu finnst mér þær algjör nauðsyn.
Fá kéllinguna hingað og segja henni að Jóhanna sé Íslenskur Páfi og sleppa henni síðan lausri á helv. norninna gæti verið góð byrjun...
Óskar Arnórsson, 26.12.2009 kl. 00:57
Hvenær losnaðir þú úr öryggisgæslunni, Óskar?
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.12.2009 kl. 01:02
Ég er enn að vinna þar Gunnar minn. Ég losna aldrei. Enn þú? Færð þú stundum að fara eitthvað? Sjálfur þá eða í fylgd?
Óskar Arnórsson, 26.12.2009 kl. 01:07
OK við stofnum þá Free Willy samtök utan um þessa ítölsku brussu og fáum hana hingað. Mér líst betur á það plott en deyfipílurnar. Spurning hvort við fáum systur hennar líka og sendum hana á Bessastaði.
Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 01:18
það er víst allt skemmtilegt bannað Baldur. Maður getur gælt við hugmyndina um deyfipílur smávegis samt. Konur geta náttúrulega verið skaðræðisvopn ef því er að skipta... ef þeim er beitt rétt..
Óskar Arnórsson, 26.12.2009 kl. 01:34
Konur eru náttúrlega stórhættulegar, það vita nú allir sem þeim hafa kynnst. Þær koma manni alltaf á óvart. Það er þeirra galli og stærsti kostur.
Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 01:37
Ég hef alltaf lent í ferlegu stríði með kellingar. Svo hef ég reynt að diplomatast úr klípunni með að giftast þeim bara enn þær verða enn verri viðureignar fyrir bragðið...nema kanski núna í þetta skiptið.
Konan mín núverandi skilur nefnilega ekki íslensku og vonandi lærir hún hana aldrei...
Óskar Arnórsson, 26.12.2009 kl. 01:44
Nú hvers vegna? Ekki trúii ég því að hún muni umhverfast við það eitt að læra íslensku. Þú getur líka valið í hana lærdóminn. Annars veit maður aldrei. Góður kunningi minn var orðinn leiður á þessum íslensku og fékk sér um daginn eina beint úr svörtustu Afríku. Hún hafði ekki einu sinni notað rafmagn áður. En hún er að læra íslensku svo kannski er voðinn vís.
Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 01:51
Svo slæmt er það ekki. Konan mín er fullfær að velja sjálf. Hún valdi mig svo það hlítur að vera allt í lagi með hana..
Það er bara ekkert gagn í þessu íslenska hrognamáli. Íslenska einangrar þjóðinna enn meira enn orðið er, og þess vegna er ég persónulega meðmæltur því að íslensk túnga verði sett á þjóðmynjasafnið innan um beinagrindurnar og hávamál.
þetta er úrsérgengið tungumál fyrir löngu. Taka bara upp ensku í staðin.
Annars talandi um Afríku. Hér í Svíþjóð á ég kunningja sem er að kenna "heimafrúm" kolsvörtum, frá Sómalíu, að tala í síma.
Hann situr í stórum leikfimissal með svona risakellingar beint úr strákofunum og einn sími er hjá þeim, og svo situr kennarinn, kunningji minn í hinu horni leikfimissalarins og hringir. Kennslan er eiginlega fólgin í því að fá þær til að þora að svara símanum.
Áður hafa þær verið á námskeiði um hvernig á að halda á símtólinu.
Hann var með nýjan hóp í oktober og þar leið yfir eina þegar hún loksins tók upp tólið og heyrði "halló" koma úr þessu galdratæki. Og þá var restin af þeim kennsludegi ónýtur.
Nú eru þær á námskeiði um að símtæki eeru ekki með illa anda í sér...
Óskar Arnórsson, 26.12.2009 kl. 02:03
STRÁKAR! Konur eru dásamlegar hreint yndislegar og ég vil ekki án þeirra vera
og það ætti hver maður að eiga amk 10 slíkar !
Jón Svavarsson, 26.12.2009 kl. 02:10
Óskar.... svo þú ert einn af þeim
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.12.2009 kl. 02:13
Einn af þeim hverjum Gunnar minn? Þú veist að ég er svo tregur að ég kann ekki þessar "hálfkveðnu vísur" eins og er svo vinsælt á Íslandi. Þó að útlendingar lærðu íslensku, myndu þeir ekkert skilja landann betur. Það er af því hvernig þeir tala..
Nei, ég vildi ekki vilja lifa án kvenna..þó þær séu hættulegri enn karlar..
Óskar Arnórsson, 26.12.2009 kl. 02:17
Hlustaðu á texta Bubba í laginu "Stórir strákar fá raflost"
Gangastúlkurnar hvæstu
og sýndu í sér tennurnar.
Þær skipuðu mér að fara í rúmið
sögðu: tími komin á pillurnar.
Ég sagði þeim að ég væri gestur
að ég væri á leiðinni heim.
Þær skelltu mér með látum í gólfið
sögðu svo: þú ert einn af þeim.
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.12.2009 kl. 02:55
Ég er reyndar langt í frá hrifinn að textum Bubba Morthens en hann er þó ansi frjór og kemur víða við. Hann er bara ekki orðsins maður.
Hér er textinn í heild.... kannski kveikir þetta ljós hjá þér....
Þeir hringdu í morgun
sögðu að Lilla væri orðin óð.
Að hún biti fólk í hálsinn
drykki úr þeim allt blóð.
Hún hafði sagt hún gæti ekki dottið
hún hefði engan stað að detta á.
Hún sagðist breytast í leðurblöku
að hún flygi um loftin blá.
Læknirinn var miðaldra
augun í honum voru grá.
Hann djönkaði sig með morfíni
sagðist hafa unnið hér í fimmtán ár.
Þá órólegu geymdu á deild
sem var sérhönnuð fyrir þá.
Það átti að setja Lillu í raflost
hann bauð mér að horfa á.
Stórir strákar fá raflost…
Gangastúlkurnar hvæstu
og sýndu í sér tennurnar.
Þær skipuðu mér að fara í rúmið
sögðu: tími komin á pillurnar.
Ég sagði þeim að ég væri gestur
að ég væri á leiðinni heim.
Þær skelltu mér með látum í gólfið
sögðu svo: þú ert einn af þeim.
Á kvöldin kemur læknirinn
segist vera vinur minn.
Segir: þú verður að vera rólegur
þú æsir upp öll hin.
Segir að ég sé í tveggja ára meðferð
hann býður mig velkominn.
Segir að á morgun fái ég raflost
svo að ég verði eins og öll hin!
Stórir strákar fá raflost…
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.12.2009 kl. 03:00
Helvíti ertu góður Gunnar! Ég vissi ekki að þú værir að tala um lag eftir Bubba. Ég hef ekkert fylgst með honum í mörg ár og vissi ekki að þetta lag væri til fyrr enn núna!
Þetta er dagsönn lýsing á svona hæli alltof oft. Starfsfólkið verður hægt og rólega eins og sjúklingarnir..ég ætti kanski að fá mér aðra vinnu áður maður verður tengdur með valdi við meðferðargræjurnar..
Óskar Arnórsson, 26.12.2009 kl. 03:14
Hehe það er nú gott að vakna upp við svona pælingar en hvað viltu þá segja um dönsku, Óskar, það er engin leið fyrir útlendinga að skilja dönsku og Íslendingur sem bjó þar í 15 ár sagði mér að þeir skildu ekki einu sinni hver annan, þeir bara þykjast skilja hver annan.
Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 10:29
Gunnar, hvað sem um Bubba má segja verður það ekki frá honum tekið að hann er sterkur og sérstakur persónuleiki. Ég var einu sinni stadur þar sem hann fór út á gólf og tók lagið. Rafmagnið streymdi frá honum og greip alla viðstadda. Bubbi og Megas eru stóru strákarnir í íslensku poppi.
Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 10:31
Danir þurfa ekkert að skilja hvorn annan. Þetta gengur fínt þar án þess. Annars eru fleiri sem tala Dönsku enn Íslensku. Svona forngripir eins og íslenska sem er auðvitað tómt rugl að halda uppá...
Bubbi er séni! hefur alltaf verið það. Megas var nágranni minn í gamla daga í Skerjafirðinum. Samt þekkti ég hann ekki neitt. Hitti hann einu sinni...
Óskar Arnórsson, 26.12.2009 kl. 11:11
Kosturinn við íslensku er ekki bara sá að þetta er hljómsterkt tungumál, það er líka svo kynhreint og hefur þess vegna svo fallegan samhljóm, ólíkt þessum erlendu tungum þar sem orðin koma hvert úr sinni áttinni og hafa engin innbyrðis tengsl. íslensk tunga er listræn og fögur, sænska og danska til dæmis eru bara verkfæri. Þau eru óæðri tungumál.
Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 11:38
Nú jæja. Ég var bara að tala um praktísku hliðinna. Ég hafði bara ekki hugmynd um að ég talaði æðri tungum. Ég þarf að skrifa þetta hjá mér til að gleyma því ekki...
Óskar Arnórsson, 26.12.2009 kl. 12:04
Ég skal minna þig á það reglulega.
Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 12:27
Minna mig á hvað???
Óskar Arnórsson, 26.12.2009 kl. 12:59
Minna þig á að íslenska er æðri tunga. Þú þarft ekki að skrifa þetta hjá þér ef ég minni þig á það. Er skammtímaminnið alveg að fara hjá þér?
Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 13:28
nei nei...var bara annars hugar að æfa tungutal...æðri sortin skiluru...maður verður að vanda sig.
Óskar Arnórsson, 26.12.2009 kl. 13:37
Sælir strákar með raflost, að koma til Danaveldis og ætla að tala dönsku er vonlaust, þeir bregða alltaf fyrir sig ensku hvar sem maður kemur, enda ef þið takið eftir þá eiga þeir ekki dönsk orð yfir allt, sem dæmi þeir segja weekend, þegar við eigum helgi!
Jón Svavarsson, 26.12.2009 kl. 13:41
Baldur á ákveðnum aldri myndast tefflon húð á minninu og það festist ekkert við tefflon
Jón Svavarsson, 26.12.2009 kl. 13:43
Jón, láttu mig þekkja það!
Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 14:02
Karl einn að nafni Karl Popper sagði að tvær greinar "vísinda" væru algert prump, sem sagt kommúnisminn og sálfræðikenningar Freuds. Báðar eru kenningarnar með innbyggðum vörnum svo að segja, ef þú gagnrýnir kenningar Freuds er það sönnun þess að viðkomandi er haldinn öllum þeim geðkvillum sem Freud fjallar um og sá sem gagnrýrnir kommúnismann er smáborgaralegur auðvaldssinni og síður en svo nokkur mannvinur. Nú hefur mér stundum fundist svipað þegar umræðan kemur að DO. Þeir sem gagnrýna karlinn fá að heyra það að þeir séu haldnir D-heilkenninu, tröllheimskir og hugsanlega galliðir á geði, þeir sem verja karlgarminn fá að heyra að þeir séu eins og sauðfé sem fylgja foringjanum í blindni, eiginlega heillausir hálfvitar. Dálítið sérstakt hvað DO getur kallað fram miklar öfgar í huga fólks. Annars ætti ég svo sem ekki að vera að gaspra þetta þar sem ég er nú hálfgerður bjáni og pólitískt viðrini. Hef aldrei getað rifist við neinn að neinu viti um stjórnmál og er svo gersamlega skertur af allri flokkshollustu að jaðrar við opinbert hneyksli. T.d. reyndi ég einu sinni að ráða bót á þessu og gerðist framsóknarmaður, fór að ganga um með grænt bindi, allt og stutt og var iðulega illa girtur með hvíta nælonskyrtu flagsandi, í of stuttum buxum og gat meira að segja útvegað mér Gefjunarskó sem voru svo ljótir að lítil börn hræddust þá. Svo fékk ég bara hræðinlegan höfuðverk af þessu öllu saman og varð að fara til læknis sem skipaði mér snarlega að hætta að vera framsóknarmaður, nú eða þegar ég gerðist Vinstri Grænn, gekk um í tvíid jakka með leðurbótum á ermunum, svo hótaði eiginkonan skilnaði eftir þrjár vikur því ég hætti náttúrulega alveg að skipta um sokka. Eða þegar ég laug mig inn í gáfumannaklíku kommúnista en var rekinn þaðan fyrir að segjast, aðspurður, að ég þekkti nú barasta Voiltarie persónulega! Æ hvað er nú agalegt að vera svona mikill bjáni í landi þar sem eru svo margt gáfumennið!
Bárður Bringdal (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 18:27
Mér þykir fyrir því að segja það en sannleikurinn er sagna bestur: það er greinilega eiginkonan sem kemur í veg fyrir að þú finnir þér pólitískan samastað í tilverunni. Eins og fyrri daginn er ég strax kominn með lausn sem hentar öllum. Þú verður feministi. Þú þarft ekki annað en bæta nokkrum kílóum framan á þig, tala með mjórri röddu og vera dálítið smámæltur, ganga í lopaskóm heima fyrir, annast matseldina, vaska upp, skeina barnabörnunum, hreinsa klósettið og alltaf láta setuna niður eftir notkun, lesa kellingabækur eftir Steinunni Sigurðardóttur, lesa ævisögu Vigdísar, tala illa um fótbolta, lesa þér til um hin dæmigerðu innanmein kvenna og tíðahvörf, hneykslast stanslaust á nauðgunum og kynbundnu ofbeldi - og kjósa Sóley Tómasdóttur í prófkjöri Vinstri grænna. Þetta síðasta verður erfitt en ég hef trú á þér, og eiginkonan mun samþykkja þetta allt og þakka mér fyrir hollráðin.
Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 18:39
´´( Hitlersæska)´´Davíðsæska´´.Baldur þú átt nú erfitt ef hallmælt er á þennan Davíð,(Hitler hafði svokallaðan æskulýðsarm sér til halds og trausts).Baldur þú ert Davíð til sóma,og stendur þig vel í að verja hann.Óþarfi hjá þér að tala um hatur þó að maður sé að hallmæla honum og vini hans Halldóri Ásgrímssyni,stríðsglæpabróður hans.(Írak) Ég gæti ekki verið án pistla þinna hér á MBL,haltu áfram því þú ert leiðinlega skemmtilegur bloggari.Ekki gera mér það að ég sé endilega vinstri maður, þá ég er að skráveifa foringja þinn svona öðru hvoru,og Gleðilega Hátíð.
Númi (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 21:51
Ég bið þig strax afsökunar Númi, það er ljótt að bera upp á saklausa menn að þeir séu vinstri sinnaðir. Endilega kíktu sem oftast hér inn á litla kaffihúsið okkar og gerðu mér skráveifur. Gleðileg jól!
Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 22:01
Kæri gamli góði BH, alsekki svara karlskarattanum, þá fer þessi blöðruselur, fúkyrðaflaumur og prumphænsni að vera stór með sig og fer að seja í þvottavélina og eyðileggja allt línið okkar, auk þess að brasa eitraðan mat. Annars ertu ágætur krúttið mitt og minnir mig á Óla Klemm í græna jakkanum, nú eða jafnvel á grænan Túborg!!
Eiginkona Bárðar Bringdal (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 22:47
Sæl Eiginkona Bárðar Bringdal, takk fyrir að líta hér inn til okkar. Ég skil nú ekkert í þínum ágæta eiginmanni að kvarta, honum gengur illa að finna sjálfan sig eins og svo mörgum af hans kynslóð en nú kemur í ljós að hann er allt í senn: blöðruselur, fúkyrðaflaumur og prumphænsni.
Svona maður er nógu stór af sjálfum sér og þarf ekki á stjórnmálaflokki að halda.
Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 22:51
Já svona er nú það, Davíð Oddsson er líklega einn fremsti foringi sem nokkur stjórnmálaflokkur á Íslandi hefur átt, vandin varð bara sá, að hann óx sjálfum sér yfir höfuð og hætti að hafa skynsemina að leiðarljósi og fór þar af leiðandi að gera allskyns vitleysur. Meðal annars lét hann Framapotaflokkin hafa lausan tauminn og þá fór allt úr skorðum í bankamálunum. Síðan er hann svo ákveðin í að koma á hefndum á Baugsveldið, að allt annað má fara til andskotans með því, bara ef hann nær hefndum. Þannig að allt fór í vaskinn, þar af leiðandi komust svo SKATTGRÍMUR og GJALDBORGARHANNA í veldisstólana og eru langt komin með að setja restina af landinu á HAUSINN. Ekki misskilja mig ég er í hjarta mínu Sjálfstæðismaður en ekki SJÁLFGRÆÐISMAÐUR, en hófleg jafnaðarstefna þjóðnýting auðæfa landsins er það sem gæti komið landinu á réttan kjöl. GUÐ BLESSI ÍSLAND
Jón Svavarsson, 27.12.2009 kl. 04:06
Ég skil þín sjónarmið og virði þau, Jón. Sjálfur myndi ég ekki flokka mig sem Sjálfstæðismann þótt ég hafi kosið hann nokkuð oft og styð hann enn þá. Mér hugnast ekki að láta pólitískan flokk hugsa fyrir sig. Ég styð hann vegna þess að mér finnst hann skástur íslenskra flokka. Styrmir Gunnarsson var fylgjandi auðlindagjaldi á sínum tíma og ég hef alltaf fylgt honum að málum í því efni. Ég veit ekki hvort það er nokkur sérstakur kratismi að styðja auðlindagjald. Kannski þurfum við að vara okkur á svona flokkunum í hægri og vinstri. Í Umsátrinu rekur Styrmir ýmis ótvíræð þjóðfélagsmein sem hafa hlotist af kvótakerfinu. Þetta kerfi hefur marga stóra kosti en það er spurning hvort ekki sé unnt að uppræta gallana.
Baldur Hermannsson, 27.12.2009 kl. 11:58
Mikið er gaman að kíkja hér inn og finna ilminn af kaffinu og heyra klið ólíkra skoðana.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.12.2009 kl. 12:53
Kvótakerfið eins og það er í dag er mein í íslensku þjóðfélagi, það hefur skapað mismunun sem það átti ekki að gera og fjárhagslegt ójanvægi sem því var ætlað að gera ekki og þá er ég að tala um afkomu landsbyggðarinnar. En svona fara nú málin þegar Alþingi setur lög í einhverju flumbri án þess að lesa þau til hlýtar og smáletrið með, þetta er bara eitt af fjölmörgum dæmum þess að alþingismenn eru EKKI að vinna vinnuna sína. Þegar SÍMINN var seldur með mann og mús fyrir slikk, þá barðist ég hörðum höndum með skrifum til nokkurra vel valdra þingmanna, úr mismunandi flokkum, þingmanna sem ég taldi mig geta treyst til að taka í þessa ábnedingu mína, en allt kom fyrir ekki, þannig að þeir seldu símann með öllu dreifikerfinu sem þeir áttu ekki að gera, græðgin var svo yfirgengileg. Í dag standa menn frammi fyrir því að þurfa, sem þeir vonandi gera, að leysa það allt til sín aftur. Dreifikerfi fjarskipta á Íslandi á að vera í ríkiseign og það á að selja símafyrirtækjunum aðgnag að því á sanngjörnu verði og svo geta þau farið í samkeppni í smásölunni.
Jón Svavarsson, 27.12.2009 kl. 12:58
Heimir, ég er svo hjartanlega sammála - klið ólíkra skoðana, það er málið. Það er svo gott að spjalla saman óþvingað og á glettnislegum nótum. Þannig var það á kaffihúsunum í gamla daga. En hver hefur efni á því að fara á kaffihús núna?
Baldur Hermannsson, 27.12.2009 kl. 13:15
Jón, kvótakerfið bjó til nýja stétt auðjarla og Styrmir rekur í bók sinni hvernig þeir náðu fljótlega pólitískum undirtökum í öllum flokkum. Hinu verður ekki á móti mælt að sjávarútvegurinn var búinn að vera baggi á ríkiskassanum og kvótakerfið batt enda á þá ósvinnu. Kannski voru mestu mistökin að leyfa framsal og veðsetningu kvóta.
Baldur Hermannsson, 27.12.2009 kl. 13:18
Skuldsettar útgerðir í dag sýnist mér að muni verða fjárhagslegur baggi á þjóðinni um ókomin ár hafi ríkisstjórnarflokkarnir ekki döngun til að innkalla kvótann eins og þeir hétu kjósendum og leigja hann mönnum sem kunna að gera út báta.
Árni Gunnarsson, 31.12.2009 kl. 00:40
Það er umhugsunarefni. Þeir skulda víst milli 600-1000 milljarða. Hvernig ætla þeir að borga þessar skuldir? Þeir geta ekki annað en greitt þær með peningum sem annars myndu renna til þeirra sem starfa í sjávarútvegi - eða koma fram í lægra fiskverði til okkar smælingjanna.
Verst af öllu er að þetta munu vera mestan part óreiðuskuldir en ekki eðlileg skuldataka vegna hagræðinga, eins og stundum er við brugðið.
Baldur Hermannsson, 31.12.2009 kl. 00:48
Enn baldur! þessi fílósófía útrásarvíkinga um að eiginlega verður maður ríkari eftir því sem maður skuldar meira, er ekki bara upplagt að nota hana núna? Er hún ekki nothæf? Breyta um stíl og auka skuldir með öllum mögulegum leiðum? Og koma fjármálum þjóðarinnar í lag þannig?
Þvílík snilldarhugmynd sem ég aldeilis sjálfur fékk svona í morgunsárið. Gjöf mín til þjóðarinnar..
Óskar Arnórsson, 31.12.2009 kl. 10:00
Þessi gjöf kemur á hárréttum tíma. Kæra þökk fyrir hana og farðu varlega í kvöld.
Baldur Hermannsson, 31.12.2009 kl. 10:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.