Tími Péturs er loksins kominn

Pétur Blöndal hælir vinstri óstjórninni fyrir að tefja ekki lengur framkvæmdir sem fyrri ríkisstjórn kom á koppinn. Það felst töluverð hæðni í þessu hrósi en ég efast um að vinstri menn hafi áttað sig á því. Þeir eru almennt of þröngsýnir og vitlausir til að skilja svona bellibrögð.  Vinstri menn eru að basla við að stjórna landinu en allt fer í handaskolum hjá þeim - nema þegar Sjálfstæðismenn koma þeim til aðstoðar í þingnefndum og þoka frumvörpum til betri vegar.

Auðvitað var það rétt hjá Pétri að stíga í pontu og hæla kommunum fyrir að skemma þetta mál ekki meir en þeir hafa þegar gert. Og Pétur á sjálfur hrós skilið fyrir að hafa svo oftlega stigið í pontu og sagt það sem aðra skorti þor eða þekkingu til að segja.

Nú er Bjarni Ben að boða nýja heimilishætti í Sjálfstæðisflokknum. Góð byrjun væri að gefa Pétri Blöndal stærra hlutverk en hann hefur fengið fram að þessu. Pétur er bæði greindur, menntaður og frumlegur og þótt þessir eiginleikar fari ekki alltaf vel í sjálfstæðismenn held ég að nú sé tími Péturs loksins kominn.


mbl.is Pétur hrósaði ríkisstjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Tek undir með þér, Baldur. Pétur Blöndal er einstakur maður og Sjálfstæðisflokkurinn á að nýta hæfileika hans betur þjóðinni til framdráttar.

Ragnhildur Kolka, 19.12.2009 kl. 13:19

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ragnhildur, er til sá maður í sólkerfinu sem getur svarað því hvers vegna Pétur var ekki fjármálaráðherra í stað dýralæknisins?

Baldur Hermannsson, 19.12.2009 kl. 13:27

3 Smámynd: Björn Birgisson

Færsla 2. Það eru greinilega fleiri vitlausir en kommarnir!

Björn Birgisson, 19.12.2009 kl. 13:29

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, oft má satt kjurt liggja.

Baldur Hermannsson, 19.12.2009 kl. 13:31

5 identicon

Ég var að vona að tími Péturs væri liðinn.

Hann krafðist þess að sparisjóðirnir væru seldir, því þarna væri svo mikið "fé án hirðis". Á met tíma tókst auðmönnunum að hirða þetta fé, samkvæmt forskrift Péturs, frá sparisjóðum sem tekið hafði áratugi að byggja upp með hefðbundinni innlána og útlána starfsemi.

Þetta eins og annað lenti á ríkissjóði að endurreisa.

Þeir hirtu gróðann, við borgum tapið.

Þú vilt meira af þessu, Baldur.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 13:33

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég þekki illa sögu sparisjóðanna, það er þá helst að maður hafi fylgst með forundran með tilþrifunum í Sparisjóði Hafnarfjarðar og það hafði ekkert með hrunið að gera. Styðjum Pétur til áhrifa í þjóðfélaginu.

Baldur Hermannsson, 19.12.2009 kl. 13:41

7 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Pétur á margt gott skilið en ég set líka spurningamerki við "coment" frá honum Sveini Unga - svo margt skrítið í þessum "kýrhaus" þegar kíkt er ofaní hann

sennilega er ekki nokkur af okkur hér gallalaus - svo framarlega fólk viðurkennir mistök sín og kann kanski aðeins að skammast sín, vinnur í sínum málum er þá ekki sjálfsagt að gefa manninum nýtt tækifæri

Jón Snæbjörnsson, 19.12.2009 kl. 13:54

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jón, landið fylltist allt í einu af eftiráspekingum sem allir þykjast hafa séð fyrir bankahrunið, en vera má að hér hefði ekki orðið neitt hrun ef bandarísku bankarnir hefðu staðið sig. Það er ansi auðvelt að vera vitur eftir á.

Baldur Hermannsson, 19.12.2009 kl. 14:05

9 identicon

Úr grein eftir Gunnar Axel

En hvað gerðist, hvað olli því að sparisjóðunum í landinu var hreinlega slátrað á tiltölulega fáum árum?

Pétur Blöndal sat allan hringinn í kringum borðið


Upp úr síðustu aldamótum fóru menn að huga að stöðu sparisjóðanna. Þar sáu frjálshyggjupostularnir mikla peninga sem þeir gátu hugsað sér að komast yfir. Þar fór fremstur á meðal jafningja maður að nafni Pétur Blöndal. Pétur þessi hafði nokkuð sérstaka aðkomu að málefnum sparisjóðanna. Hann sat ekki bara beggja vegna borðsins eins og stundum er sagt, hann sat allan hringinn í kringum borðið og gerði það algjörlega grímulaust. Reyndar gerðist einhver svo óforskammaður að benda á hugsanlegt vanhæfi Péturs til að ræða um málefni sparisjóðanna í efnhags- og viðskiptanefnd alþingis, en þá var umræddur Pétur að berjast fyrir því að fá að selja stofnbréfin sín í SPRON , auk þess sem hann var í aukavinnu hjá Búnaðarbankanum og sinnti því verkefni að koma í kring yfirtöku bankans á SPRON.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 14:09

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Okkur vantar sárlega svona mann í pólitíkina, mann sem hefur vit á fjármálum. Bankaævintýrið endaði illa en þar er ekki við Pétur Blöndal að sakast. Ályktanir hans og athafnir voru í sjálfu sér ágætar en atburðarásin setur þær í óheppilegt ljós. Látum hann ekki gjalda þess. Styrðjum hann til allra góðra verka.

Baldur Hermannsson, 19.12.2009 kl. 14:21

11 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það sem merkilegast er við þessi ummæli að ekki kemur annað fram en að þingmaðurinn hafi verið ódrukkin þegar hann lét þau falla.  En fjölmiðlar hljóta að ganga úr skugga um það innan skamms því um sjaldgæfan viðburð er að ræða, þegar þingmaður í stjórnarandstöðu hælir ríkisstjórn.  Ég veðja á að Pétur hafi verið ódrukkinn, nema að þá að boðið hafi verið upp á jólaglögg "án hirðis" í nágreninu.

Magnús Sigurðsson, 19.12.2009 kl. 14:28

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe nú verður Sigmar að fara á stúfana með áfengismælinn. Annars væri gaman að heyra Pétur tala létt kenndan, ég ímynda mér að hann tali þá hægar og settlegar og losni við versta æðibunuganginn.

Baldur Hermannsson, 19.12.2009 kl. 14:34

13 identicon

Ef að tillögur Péturs hefðu náð fram að ganga og lögin sem sett voru til höfuðs honum ekki komið fram, þá hefði sýndarhlutafjáraukning til þess að sölsa undir sig sameiginlega sjóðinn ekki þurft að fara fram og allir skuldsettu stofnfjáreigendurnir um allt land verið í betri málum. Hrunið hefði þar fyrir utan orðið ögn minna. Ég held að menn hafi misskilið hvað Pétri gekk til í Spron málinu forðum. Enda er ekkert fjallað um það í grein Gunnars, aðeins farið yfir með skætingi.

Haukur (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 14:35

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta er áhugaverður punktur, Haukur. Gaman væri ef þú skýrðir þetta út nánar, því það háir okkur báðum, mér og Sveini hinum Unga, að við erum ófróðir um fjármál hvers konar. Við erum hins vegar sæmilega glöggir báðir tveir og fljótir að skila þegar málin er skýrð fyrir okkur. Þú kannski stingur niður penna eftir enska boltann.

Baldur Hermannsson, 19.12.2009 kl. 14:37

15 Smámynd: Óskar Arnórsson

Nei, ég styð ekki Pétur Blöndal til meiri áhrifa enn hann er með. Hvernig hann bjó til kaupþing á sínum tíma er alveg nóg reynsla fyrir mig...og ætti að vera fyrir alla aðra líka. Alveg furðulegt að það sé verið að ergja sig á þingmönnum eins og Árna Johnsen, þegar þetta skrýmsli er á þingi...eru íslendingar almennt með altzeimer??? Djöfuls rugl um þennan mafíuforingja...

Óskar Arnórsson, 19.12.2009 kl. 14:45

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Óskar, þú þarft að endurmeta Pétur Blöndal. Það var ágætt að búa til Kaupþing, Pétur á sóma skilið fyrir það. Þú getur ekki kennt honum um ófarir annarra manna. En ég gæti vel trúað því að lendingin hefði orðið mýkri ef hann hefði verið fjármálaráðherra. Get þó ekki sagt að ég hafi neinar sannanir fyrir því.

Baldur Hermannsson, 19.12.2009 kl. 14:50

17 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég var einn af okurlánasendlunum hans Baldur. Það þarf ekkert að kynna mig fyrir Pétri Blöndal neitt. Hann er nákvæmlega eins og hann var. Gráðugur, ósvífun þjófur.

Óskar Arnórsson, 19.12.2009 kl. 15:00

18 identicon

Ég tek undir með Sveini hinum unga að Pétur á stærri hlut í falli sparisjóðann en nokkur annar.

Reyndar tel ég að hann eigi jafn stóran hlut og Hannes Hólmsteinn í hruni þjóðfélagsins með sínum frjálshyggjuprédikunum.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 15:02

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe, nei hættu nú alveg. Bissnissmaður, Óskar. Bissnissmaður en ekki þjófur. Ég get mér til að þú sért svona spældur eftir tapið á Fratton Park.

Baldur Hermannsson, 19.12.2009 kl. 15:03

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Svavar, það er nú staðreynd að frjálshyggjan var ríkjandi hugmyndafræði á Vesturlöndum - og ríkir enn - og í mínum huga er engin spurning að efnahagsbólan var í boði hennar. Trúlega á einhver hagspekingurinn eftir að rekja það orsakasamhengi og gefa út á bók. Meistari Hólmsteinn kemur vissulega við þá sögu - þau urðu örlög hans, svo ég leyfi mér smávegis skáldlegt orðfæri.

Baldur Hermannsson, 19.12.2009 kl. 15:07

21 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Pétur Blöndal hefur verið yfirburðamaður í lið okkar Sjálfstæðismanna að undanförnu.

Það er þjóðargæfa að hafa hann.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.12.2009 kl. 15:12

22 identicon

Pétur hefur ítrekað rekið þingmenn á gat sem eru að fjalla um stærðfræðileg og fjármálatengd málefni og sýnt fram á að þeir hafi ekki hundsvit á þeim málaflokki.  Forðað okkur frá stórum áföllum vegna kunnáttuleysi.  Sýnist yfirleitt að allra flokka þingmenn hlusti á hann þegar hann fer inná þessi mál og virði hann fyrir einstaka sérfræðikunnáttuna.  Hugnast vel að hann hikar ekki við að lemja á sínum flokksmönnum í þessum málum sem öðrum ef  hann er ósáttur við málflutning þeirra.  Það er sérkennilegt að gera hugmyndafræðinga ákveðinna mála ábyrga fyrir gjörðum siðleysingja og jafnvel glæpamanna.  En það eru margir grunnhyggnir sem skilja ekki muninn á slíku, og ekki þess vert að eyða tíma og lyklaborðum í að reyna að skýra nánar.  Óheiðarlegur er hann örugglega ekki.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 15:15

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sammála Heimir, það er þjóðargæfa að eiga Pétur Blöndal. Líklega væri þjóðargæfan enn meiri ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði gert hans hlut stærri. En kjördæmasjónarmiðin ráða allt of miklu þegar raðað er í ráðherrasætin.

Baldur Hermannsson, 19.12.2009 kl. 15:41

24 Smámynd: Baldur Hermannsson

Guðmundur - bingó! Pétur lyftir allri umræðu á hærra plan vegna þess hve skarpur hann er, hugrakkur og menntaður. Það er lítilmannlegt að gera hann ábyrgan fyrir afglöpum annarra. Stöndum með Pétri Blöndal.

Baldur Hermannsson, 19.12.2009 kl. 15:43

25 identicon

Það er sama hvað þessir glæpamenn taka ykkur oft í görnina, þið haldið áfram að styðja þá.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 17:12

26 Smámynd: Finnur Bárðarson

Honum er ekki alls varnað og ég get tekið undir lýsinguna á honum hjá þér. Það var bara þessi kenning hans á sínum tíma um fé án hirðis sem endaði með ósköpum þegar hún var sett í framkvæmd. Trúi því þó ekki að það hafi verið það sem hann vildi.

Finnur Bárðarson, 19.12.2009 kl. 17:13

27 Smámynd: Finnur Bárðarson

Baldur verður seint settur í flokk leiðnilegra bloggara :)

Finnur Bárðarson, 19.12.2009 kl. 17:39

28 identicon

Þjóðin var tekin í görnina af glæpamönnum og það á eftir að vera sannað að þeir bera allskonar flokksskírteini og hugsanlega áhrifamenn í öllum flokkum og ráðuneytum.  Gott dæmi um hvað er td. að gerast núna eru höfðinglegar jólagjafir Samfylkingarinnar til Baugsfeðga í gegnum Arion bankans og gagnverspakkann til Björgólfs Thors og Vilhjálms Þorsteinssonar frammámanns í Samfylkingunni og náinn samstarfsmaður Björgólfs Thors fyrir og eftir hrun.  Málið er að okkur leyfist ekki að hengja menn án dóms og laga. Það verður að hafa sinn gang, og sérstakur saksóknari og rannsóknarnefnd þingsins eru þeir einu sem getað flett hulunni af þeim seku.  Engin stefna né flokkur byggir stefnu sínar og aðgerðir á glæpaverkum.  Allir hljóta að reikna með að farið er eftir lögum.  Enginn gat séð fyrir að annað eins samsafn af siðleysingjum og glæpamönnum myndu tröllríða þjóðfélaginu og rústleggja á nokkrum árum.  Allt tal um að það hefði átt að taka mikið harðar á eftirliti og reglugerð er svo út úr korti að hálfa væri nóg.  Hvernig hefði það verið framkvæmanlegt eftir td. reynslu stjórnvalda á fjölmiðlafrumvarpinu og Baugsmálinu?  Þar óðu Samfylkingin og Vinstri græn uppi og öskruðu að um einelti Sjálfstæðisflokksins gegn "strákunum okkar, bestu sonum þjóðarinnar" væri að ræða.  Ráðist að lögreglu og rannsakendum Baugsmálsins á þingi ma. af Jóhönnu Sigurðardóttur, sem gagngert var til að grafa undan trúverðugleika þeirra sem voru að starfa fyrir þjóðina.  Svo fór sem fór.  Allir hljóta að sjá hversu öflug stjórnarandstaðan er í raun og veru á Icesave.  Þar hafa stjórnarflokkarnir vælt nóg vegna þessa.  Ætli það eru margir sem telja að í Baugsmálinu hafi réttlætið sigrað?  Í lögfræðideildum háskólanna er dómsniðurstaðan notað í kennslu um réttarhneyksli.  Skítkastsherferð Samfylkingarinnar bjargaði Jóni Ásgeiri og verndun flokksins og hans ósnertanleiki vegna þessa.  Ábyrgðin á hruninu á eftir að ná langt inn í flokka og kerfisins þegar öll kurl verða komin til grafar.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 17:47

29 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Baldur ber af í bloggheimum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.12.2009 kl. 17:47

30 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Pétur er eflaust ágætur bara oft svo ansk erfitt að fylgja honum eftir þegar hann hefur orðið - maður sofnar allavegana ekki á meðan - þvert á við forman Neytendasamtakanna sem er það leiðinlegasta að hlusta á hérna meginn Alpafjalla idet mindste

Jón Snæbjörnsson, 19.12.2009 kl. 18:46

31 identicon

Pétur er Eyland. Á fínu máli hefur peyinn ekki samskiptagáfu. Það er vandinn því miður. Hann, getur aldrei orðið stofnun. En klár það verður ekki skafið af honum.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 21:09

32 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ef bloggarar hafa húmor er þeim allt fyrirgefið þótt skoðanir þeirra eru geggjaðar

Finnur Bárðarson, 19.12.2009 kl. 21:16

33 identicon

Gassalega ertu nú sætur á myndinni BH, svona í grænum frakka í sveitinni, jessus minn góður, og mikið er þetta nú rétt hjá þér dúllan mín, alltaf þegar vinstri fara að laga til eftir hægri þá eru þeir svo assgoti aulalegir, eitt er að klúðra minniháttarmálum eins og vinstri eru að gera, það þarf snillinga til hægri til að klúðra samfélaginu, assgoti ertu nú sætur BH, og samt ertu búsettur í Hafnarfirði trúi ég ja sei sei eins og vinur minn Óli Klemm sagði alltaf, drottin blessi þig stútungspungurinn minn. 

Geir T Finndal eldri (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 22:13

34 Smámynd: Steingrímur Helgason

Með zinn tafzandi talanda & þær klaufalegu mannfyrirlitlíngarbombur zem að Pétur Blöndal hefur nú átt til að henda fram fyrir alþjóð, er náttla líka umhugzunarefni hverjir ztyðja hann þétt í prófkjörum, þvert á vilja Valhallarinnar.

Það eru þeir zem að kenna hann zem fínann fýr & frýja honum ekki vitzins, né vænmeiníngarinnar.

Ég zamBaldrazt.

Steingrímur Helgason, 19.12.2009 kl. 22:24

35 identicon

Gvööð hvað ég vildi geta svarað Steingrími Helgasyni en þar sem ég er svo gassalega mikill bjáni og kann ekki þýsku get ég ekki svarað neinu, nema kannsi ef þetta var uppskrift að kexi, ja sei sei þá er ég bara sammála!!

Finna T Geirdal (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 22:47

36 identicon

elsku Pétur

allt þú getur

það ég veit og vil

Þingmanns setur

með rassafretur

 ég bæði sé og veit og skil.

'

axel (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 23:22

37 Smámynd: Steingrímur Helgason

T, ég vona að þú finnir þinn Geirdal, alltént....

Steingrímur Helgason, 19.12.2009 kl. 23:38

38 Smámynd: Óskar Arnórsson

Jæja Baldur, -Þú segir þetta um Pétur Blöndal. Bara láta hann drullumallast áfram. Það er svo sem í stíl við mest annað á þessu landi...

"Friðum refina í hænsnbúunum!" er að sjálfsögðu næsta stórmál á Íslandi...alla vega í fjármálum..

Óskar Arnórsson, 20.12.2009 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 340675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband