17.12.2009 | 13:48
Hífum okkur upp á hárinu
Hvernig í ósköpunum átti það líka að geta staðist að jafn háttsettur maður og ráðuneytisstjórinn vissi ekki um þær blikur sem voru á himni fjármálanna? Við hér bloggverjar sem tilheyrum hinum sauðsvarta almúga vissum ekki nokkurn skapaðan hlut. Við uggðum ekki að okkur. Morgunblaðið birti að vísu viðvaranir útlendra sérfræðinga sem töldu að íslenska bankakerfið stæði á brauðfótum, en okkar eigin sérfræðingar risu upp við dogg og sögðu það helberan þvætting, sem stafaði af öfund og vanþekkingu. Jafnvel viðskiptaráðherrann, Björgvin Sigurðsson, staðfesti að þessar viðvaranir væru hjáróma orðagjálfur útlendinga sem ekkert vissu. Og við trúðum okkar mönnum betur en útlendingunum.
En innan bankanna vissu menn betur. Allt kemur þetta skýrt fram í Umsátrinu eftir Styrmi Gunnarsson. Bankastjórarnir sátu neyðarfund heima hjá Davíð Oddssyni. Ári fyrir hrunið sagði Davíð á fundi Viðskiptaráðs að bankarnir væru komnir að þolmörkum sínum.
Baldur Guðlaugsson gat ekki annað en vitað að nú féllu öll vötn til Dýrafjarðar. Og hvernig gat hann þá annað en reynt að bjarga sínum eigin eignum. Er einhver meðal vor sem hefði ekki gert það?
Kvörn réttlætisins mun mala í þessu máli eins og hún gerir alltaf á Íslandi, seint og illa, en mikilvægast er að draga réttan lærdóm af málinu og það strax.
Það hreinlega gengur ekki lengur að jafn hátt settir menn í okkar smáa embættiskerfi ráðskist með sína eigin fjármuni eins og ráðuneytisstjórinn gerði. Það hefur komið fram að Bandaríkjamenn skikki þá til að fela auðæfi sín í hendur sérstökum sjóðum, einskonar fjárhaldsmönnum, sem ráðstafa þeim meðan þeir gegna þessum háu embættum.
Það er spurning hvort þingmenn og ráðherrar ættu ekki að hlíta sömu reglum. Bæði Halldór Ásgrímsson og Bjarni Benediktsson eru miklir eignamenn og báðir hafa orðið fyrir rætnu aðkasti vegna meintra umsvifa í fjármálum. Stjórnmálamenn eiga að vera hafnir yfir allan vafa. Þingmenn og ráðherrar ættu að afhenda sérstökum sjóðum auðæfi sín í hendur meðan þeir vasast í í pólitíkinni.
Það er auðvitað algert smámál hvort Baldur Guðlaugsson fær dóm eða ekki. Hitt skiptir öllu máli að við reynum sem íslensk þjóð að hífa okkur upp á hárinu úr þessum eilífa forarpytti óeðlilegrar hagsmunagæslu, spillingar, tortryggni og grunsemda sem við höfum legið í helst til lengi.
Baldur staðinn að ósannindum" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 340676
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hefðu þeir ekki tök á að fjarstýra slíkum sjóði???
Jú, í sporum umrædds hefði ég hefði reynt að bjarga mínu!
Ég reyndi að bjarga mínu. Of sein. Tapaði samt ekki öllu.
Eygló, 17.12.2009 kl. 14:00
Eygló, menn binda þannig um hnúta að viðkomandi embættismaður geti ekki fjarstýrt sjóðnum.
Baldur Hermannsson, 17.12.2009 kl. 14:08
Tortryggni mín og nojan hefur náð hámarki.
Ég teldi þá bara að hann hefði ítök í þá "menn [sem] binda þannig um hnúta...."
Eygló, 17.12.2009 kl. 14:31
Þetta virðist engan enda ætla að taka. Ég er farinn að hallast að því að við íslingar séum upp til hópa óþveralíður ef við komumst í þá aðstöðu að geta svindlað og sukkað. Meira að segja eru menn svo ósvífnir að gera kröfur í bankana uppá tuga milljóna, jafnvel þó þeir hafi fengið niðurfelld kúlulán uppá 800milljónir og aðrir jafnvel týnt og gleymt lánunum sínum. Og svo er þetta lið enni í vinnu hjá bönkunum.
Fuss og svei.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 16:51
Baldur það er þetta með það hvernig á að binda um hnútana..............................
Kem því miður ekki orðum að því.
Magnús Sigurðsson, 17.12.2009 kl. 16:55
Fram að hruninu töldu ráðamenn Sjálftökuflokksins sér allt vera heimilt. Ráðuneytisstjórinn fyrrverandi taldi sig vera í fullkomnum rétti: 1. að selja gjörsamlega verðlaus hlutabréf þó hann vissi eða mætti vita að sá sem hann átti viðskipti við, keypti köttinn í sekknum. 2. að hann mætti hafa skoðun á því hvort hann vissi eða vita mætti hvort hann hefði vitað um hversu Landsbankinn væri illa staddur. Og í 3ja lagi mætti hann hafa skoðun á því hvort hann hefði brotið einhver lög sem Sjálftökuflokkurinn hefur aldrei viðurkenna alla vega að þegar þeim hentar ekki.
Sjálftökuflokkurinn fagnaði 80 ára afmæli sínu á dögunum. Betra hefði verið að Jón Þorláksson hefði látið vera að sameina hinn eina sanna íslenska Íhaldsflokk og Borgaraflokk. Þessir flokkar voru að stofni til gamli Sjálfstæðisflokkurinn sem klofnaði bæði langsum og þversum fyrir meira en 90 árum sem frægt er í sögunni. Hinn íslenski Sjálftökuflokkur á við mikinn tilvistarvanda nú enda hriktir í stoðunum sem virðast vera orðnar bæði fúnar og trosnaðar
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 17.12.2009 kl. 16:59
"Það er auðvitað algert smámál hvort Baldur Guðlaugsson fær dóm eða ekki."
Ekki alveg sammála. Það er býsna stórt mál, ef ráðuneytisstjóri er sakfelldur, sem mér sýnist allt stefna í. Annars góð færsla. Kveðja/BB
Björn Birgisson, 17.12.2009 kl. 18:09
Rafn, því miður er alltof mikið til í orðum þínum. En er ekki tímabært að breyta þessu?
Baldur Hermannsson, 17.12.2009 kl. 18:33
Guðjón, mér finnst þú nú yfirleitt full dómharður þegar þú leggur Sjálfstæðisflokkinn yfir hnén á þér. Þessi flokkur hefur í áranna rás verið hin góða kjölfesta í stjórnmálunum og flest ef ekki allt sem heita má gott er frá honum runnið.
En allir góðir hlutar eiga sinn tíma, og ég hef einmitt verið að hugsa á svipuðum nótum og þú. Er ekki kominn tími til að slíta hinu farsæla hjónabandi íhaldsmanna og frjálslyndra? Ég er farinn að hallast að því.
Baldur Hermannsson, 17.12.2009 kl. 18:36
Magnús, þú ert farinn að nota myndletur að hætti Forn-Egypta og þar með ferðu nærri 4000 ár aftur í tímann!
Baldur Hermannsson, 17.12.2009 kl. 18:37
Grindvíkingur, það má vera að einhverjum finnst það stórmál en mér finnst nú ekki hrikta í neinum stoðum þótt nafni fái refsingu. En við verðum að hleypa nútímanum inn í þjóðlífið, við getum ekki lengur lifað neins og einhverjir vinalegir mafíuhópar á Sikiley.
Baldur Hermannsson, 17.12.2009 kl. 18:39
Er ég að skilja þetta rétt Baldur! Hafið þið íhaldsmenn verðið eins og mafíuhópur?
Rannveig H, 17.12.2009 kl. 20:29
"En við verðum að hleypa nútímanum inn í þjóðlífið, við getum ekki lengur lifað eins og einhverjir vinalegir mafíuhópar á Sikiley."
Stundun ber ég nafn, á öðrum tímum er ég Grindvíkingur. Hvort tveggja er ágætt. Veit reyndar ekki um neina "vinalega mafíuhópa", hvorki á Sikiley, né í Reykjavík. Hin íslenska Mafía er allt annað en vinaleg. Hún lætur ekkert gott af sér leiða. Hún bara tekur. Sú ítalska er mun betri. Hún hugsar um lítilmagnana. Hún er sjálfri sér og stuðningsmönnum sínum trú í glæpastarfseminni. Hin íslenska er þröngsýnni. Hún er bara viðbjóður.
Björn Birgisson, 17.12.2009 kl. 20:29
Nei, Rannveig. Þú lest þessa færslu eins og kölski les Biblíuna - þá sjaldan hann les hana.
Baldur Hermannsson, 17.12.2009 kl. 20:51
Björn, það vill svo til að hann Jón Grindvicensis kemur alltaf í hugann þegar ég les eitthvað eftir þig. Ekki leita að dýpri merkingu því hún er engin. En mafíu-hugarfarið er allt í kringum okkur og mörgum finnst það notalegt. Þegar heiðurslaun listamanna eru misnotuð til að styrkja konu sem hefur ekki til þess unnið en hefur átt við að stríða andstyggilegan sjúkdóm, þá er það mafíu-hugarfar og ekkert annað. Mafían hugsar um sína.
Baldur Hermannsson, 17.12.2009 kl. 20:54
Ég tek upp jafnræðizregluna & mæli um að öll Böldr þezza landz verði jafnflengd fyrir áunna ziðferðizlega ónæmizbæklun zína.
Steingrímur Helgason, 17.12.2009 kl. 20:59
Zamþykkt zamhljóða.
Baldur Hermannsson, 17.12.2009 kl. 21:01
Þarna er zetuliðið mætt:)
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 17.12.2009 kl. 21:05
"Þegar heiðurslaun listamanna eru misnotuð til að styrkja konu sem hefur ekki til þess unnið en hefur átt við að stríða andstyggilegan sjúkdóm, þá er það mafíu-hugarfar og ekkert annað. Mafían hugsar um sína."
Þér er greinilega ekki sjálfrátt. Icesave Kjartans Gunnarssonar og félaga var hrein og klár mafíustarfsemi, ásamt svo mörgu öðru, sem þessum landníðingum datt í hug.
Edda Heiðrún er perla. Hún hefur unnið ágæta sigra í listinni. Heiðurslaun? Umdeilt mál. Ekki bendla hana við mafíu. Takk.
Björn Birgisson, 17.12.2009 kl. 21:06
Tek undir orð Björns Birgissonar. Það var illa gert af Baldri að vega að Eddu Heiðrúnu. Aftur á móti er hann sífellt að hampa manni sem henti 345 milljörðum á bálið. Það er meira en milljón frá hverjum íbúa landsins.
Varðandi það, að erlendir sérfræðingar hafi varað við, þá má einnig mynna á að Ragnar Önundarson og Guðmundur Ólafsson voru iðnir við að vara við stöðunni í fjölda ára, ásamt eflaust fjölda annarra.
Sjálfstæðismenn vildu ekki hlusta á aðvaranir, þeir töldu sína stjórnun vera svona góða og hér væri komið óendanlegt góðæri.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 21:27
Edda Heiðrún var skítsæmileg leikkona og ekkert um fram það. Eiginlega var hún í lakari kantinum. Hún varð ekki númer fyrr en hún varð veik. Svo seilast menn ofan í heiðurslaunapokann til að hughreysta hana og slá sér upp í leiðinni: komið og sjáið hvað við erum góðir. Það kemur mér nákvæmlega ekkert á óvart að þú skulir mæla þessu bót. Þú ert sjálfur gegnsýrður af mafíu-hugarfarinu og hefur alltaf verið. Þú ert mafíósi án þess að vita það. En þú veist það núna.
Baldur Hermannsson, 17.12.2009 kl. 21:28
Hvenær varaði Guðmundur Ólafsson við og hvern varaði hann við? Er þetta ekki misminni hjá þér? Guðmundur Ólafsson hvatti til erlendrar lántöku í gríð og erg en ég veit ekki til að hann hafi haft uppi viðvaranir. Þær hafa kannski farið framhjá mér enda var ég ekki að hlera eftir viðvörunum frekar en aðrir.
Baldur Hermannsson, 17.12.2009 kl. 21:31
Mafíur geta verið notalegar, Memphis mafían hefur t.d. á ómþýðum, ljúfum og sakleysislegum söngvara söngvara á að skipa.
Íslenska mafían hefur t.d. alltaf verið sanngjörn í sinni glæpastarfsemi svo sanngjörn að það hefur verið kölluð "helmingaskiptaregla" og skiptir þá ekki máli hvort peningar eða list á í hlut.
Það er ekki fyrr en núna þegar "norræna velferðarstjórnin" tók upp samstarf við alþjóðlega glæpahringi sem mafíustarfsemi hér á landi fór að sína á sér óþægilegar hliðar.
Magnús Sigurðsson, 17.12.2009 kl. 21:50
Guðmundur og Sigurður G. Tómasson fjölluðu um efnahagsmál á Útvarpi Sögu á föstudögum í mörg ár. Þeir vöruðu við áhrifum af stýrivaxtahækkunum Seðlabankans. Sögðu að þær hækkuðu gengið og ykju þenslu, það var rétt. Einnig vöruðu þeir við 90% lánunum og afnámi bindiskyldu og yfir höfuð öllu þessu rugli og vitleysu sem íhaldið var með.
Hitt er rétt, að Guðmundur sagði að erlendu lánin væru hagstæðari, sagðist sjálfur hafa tekið þannig lán. Guðmundur sá ekki fyrir að krónan myndi hrynja gjörsamlega. Þrátt fyrir hrun krónunnar hefur verið reiknað út, að myntkörfulánin verði hagstæðari eftir ca. 3 ár að því gefnu að krónan falli ekki meira.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 21:54
Magnús, þetta er skuggalega rétt hjá þér. Um heiðurslaun listamanna hefur til dæmis verið í gildi pólitísk helmingaskiptaregla.
Baldur Hermannsson, 17.12.2009 kl. 22:00
Sveinn, ég man vel að Guðmundur varaði sterklega við skyndilegri hækkun íbúðalána upp í 90%, hvað þá 100%. Því miður hef ég aldrei lagt í vana minn að hlusta á Útvarp Sögu. Manni hefnist fyrir hysknina.
Baldur Hermannsson, 17.12.2009 kl. 22:01
Herra Baldur Hermannsson, hverjum beinir þú þessum ómerkilegu orðaleppum þínum að:
"Það kemur mér nákvæmlega ekkert á óvart að þú skulir mæla þessu bót. Þú ert sjálfur gegnsýrður af mafíu-hugarfarinu og hefur alltaf verið. Þú ert mafíósi án þess að vita það. En þú veist það núna."
Hingað til hefur þú talað nokkur skýrt. Nú hefur þú talað stefnulaust út í rökkrið.
Björn Birgisson, 17.12.2009 kl. 22:18
Ég beindi þeim að þér en Sveinn hinn Ungi skaust inn á milli - ég hefði skrifað "þið" ef ég hefði vitað af honum.
Baldur Hermannsson, 17.12.2009 kl. 22:27
Takk.
Björn Birgisson, 17.12.2009 kl. 22:30
Nokkuð er ljóst að Baldur Hermannsson er sérfræðingur í Mafíutengdri starfsemi á Íslandi. Veit allt um hana. Enda innvígður í þrengsta hring íhaldsins á Íslandi, þar sem spillingin er mest. Góðvinur Kjartans Gunnarssonar og Davíðs Oddssonar, gott ef ekki Halldórs hins saklausa og Sigurjóns digra, mestu spillingarhauka Íslands frá landnámi.
Mestu landníðinga Íslandssögunnar.
Þegar menn eins og Baldur saka aðra menn um Mafíu tilburði, vegna fallegrar og góðrar listakonu, er virkilega kominn tími til fyrir viðkomandi að líta í barm sinn og spyrja: Hvernig er eiginlega komið fyrir mér í lífinu? Þegar mafíu tengdir menn eru farnir að ásaka heiðvirt fólk um mafíutengsl er eitthvað meira en lítið að. Á ég að segja lengi lifi Cosa Nostra íhaldsins á Íslandi? Held ekki.
Sturtum íhaldinu niður, ásamt öðrum úrgangi. Úthafið gleypir allan sorann.
Mengun hafsins er að verða viðvarandi vandamál.
Björn Birgisson, 18.12.2009 kl. 01:50
Það er auðskilið hvers vegna ég spyrði þig saman við mafíuna en það er óskiljanlegt hvers vegna þú spyrðir mig saman við þá mætu menn sem þú nefnir. Ég hef líklega rekist á Davíð Oddsson 6-7 sinnum á ævinni og síðast fyrir nærri áratug. Kjartan hef ég hitt tvisvar síðastliðinn áratug og ræddum þá saman í 4 sekúndur í mannhafinu í Íslensku óperunni. Halldór hef ég hitt einu sinni eða tvisvar, hann er góður drengur. Sigurjón hef ég því miður aldrei hitt. Þar fer mikill garpur og góður Íslendingur. Ég er enn skráður í Sjálfstæðisflokkinn en hef ekki mætt á fund eða neina uppákomu aðra og ekkert haft af honum að segja í hér um bil 25 ár. Eru þáprófkjör undan skilin. Þú mátt mín vegna sturta niður íhaldinu ef þér er svona illa við það. Það myndi örugglega auðvelda þá endurreisn sem verður að framkvæma.
Baldur Hermannsson, 18.12.2009 kl. 02:06
Guðmundur Ólafsson fretkarl er einn fjölmargar eftirásérfræðinga sem fullyrða í dag hafa sagt eitthvað annað en þeir gerðu í gær. Hitler gamli lýsti þessari áóðurstækni svo ágætlega á sínum tíma: “Make the lie big, make it simple, keep saying it, and eventually they will believe it." (Ranglega eignað Paul Joseph Goebbels.)
Hér er enn ein heimildin um varnaðarorð Davíðs og þá vel tímalega frá því um hausið 2007, sem Samfylkingar -”fræðimannahjörðin” Baugsmiðlarnir og Hreinsmiðillinn DV og pönkararnir Reynir Traustason hnjóðupptökufræðingur og leigupenni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Jóhann Hauksson voru heldur betur kátir með og notuðu hvert tækifærið til að ausa upp úr ferðakömrunum sínum yfir seðlabankastjórann fyrir svartsýnisrausið.
Þeir fluttu sérstaklega inn bandaríska “stjörnuhagfræðinginn” Arthur B Laffer til að hæðast af ” Bjargbrúnskenningu” Davíðs í fyrirlestir í boði Baugs og Samfylkingarinnar til að reyna að rústa trúverðugleika seðlabankastjórans. Skjóta sendiboða válegar tíðinda er það víst kallað á fagmálinu.
Fremstur fór hinn “virti” hagfræðingur og lektor Háskóla Íslands og Háskólans á Bifröst, Guðmundur Ólafsson, sem fór mikinn vikulega á Útvarpi Sögu í Davíðs hatrinu, sem og mikið nýttur “hrunssérfræðingur” í Baugsmiðlunum og hjá RÚV.
Guðmundur (að eigin sögn) segist “ALLTAF” hafa varað við hruninu. (O:
Varðandi Baldursmálið. Þá er það spurning hvort að maður sem les allt annað úr upplýsingum en allir aðrir, eins og ráðherrar, bankastjórar, ráðuneytin, þingmenn, eftirlitskerfin innlend sem erlend, matsfyrirtækin, viðskiptalífið, fjölmiðlarnir os.frv...os.frv, er hægt að refsa fyrir að draga eigin ályktanir sem eru álgerlega á skjön við alla aðra, sem sýndi að hans mat var það rétta?
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 16:01
Það er alveg frábært hvað þú, Guðmundur, býrð að miklum og víðtækum fróðleik um atburðarás undanfarinna ár. Þvílíkur hafsjór af fróðleik! Ég leyfi mér að hvetja þig eindregið til þess að koma þér upp bloggsíðu þar sem þessi fróðleikur er aðgengilegur. Það er svo mikið bull í gangi, vinstri menn hirða sjaldan um að kynna sér staðreyndir heldur vitna þeir stanslaust í bull hver annars og þannig verður til ein allsherjar lygamóða um allt og alla sem þeir síðan halda gangandi, gjammandi og glefsandi. Endilega spáðu í þetta, Guðmundur.
Baldur Hermannsson, 18.12.2009 kl. 17:26
Ég spáði hruni snemma árs 2007 og nokkrum sinnum síðar hér á moggabloggi, raunar hruni fjármálamarkaða heimsins eins og kom á daginn en ekki þessu séríslenska floppi þó að allt benti að sjálfsögðu til þess að við soguðumst niður með hringiðunni, jafn fáránlega skuldsett og við vorum orðin. Ég hef lítið vit á fjármálum, en hlustaði á erlenda sérfræðinga, líka þann sem Þorgerður Katrín vildi senda í endurmenntun. Gerir það mig að eftiráspekingi að minna á varnarorð mín Guðmundur?
SeeingRed, 18.12.2009 kl. 22:16
SeeingRed, þú ert augsýnilega einn af sárafáum forspekingum þessa máls. Ekki sá ég þetta fyrir og enginn sem ég þekki - utan einn einasti maður, samstarfsmaður minn. Hann sagði mér fyrir hrun bankanna og tiltók í hvaða röð þeir myndu falla. Allt gekk það eftir.
Mig dauðlangar til þess að skoða þessa spádóma þína. Ertu með þá tiltæka?
Baldur Hermannsson, 18.12.2009 kl. 22:39
Já, það er hægt að skoða þá ef ég opna þá síðu aftur, ætli ég geri það ekki bara, var bráðræði (vegna DO ) að loka henni og óþarfi að láta mannin taka sig svona á tauginni :) Læt þig vita hér þegar ég er búinn að virkja síðun aftur.
SeeingRed, 18.12.2009 kl. 23:16
Endilega gerðu það, þetta er bæði fróðlegt og skemmtilegt og ekki veitir manni af slíku í svartasta skammdeginu. Geturðu ekki flokkað þessa forspárpistla þína eins og ég sé að sumir gera hér á blogginu?
Baldur Hermannsson, 18.12.2009 kl. 23:19
Nei SeeingRed. Ef þér hefur tekist að sjá fyrir og gert grein fyrir því þá gerir það þig verðugan fyrir fram speking. Ekki hafa þeir fundist margir sem hafa ekki verið opinberlega á öllum áttum eins og td. Guðmundur Ólafsson. Eitthvað hlýtur að rætast á endanum. Skil betur aðstöðuna sem Davíð og aðrir ráðamenn voru í að þurfa að reyna að gera gott úr handónýtu ástandi. Allur sannleikurinn hefði kostað áhlaup á bankakerfið, sem eftirá skal hyggja hefði verið mun betra fyrir þjóðarhag en að halda lífinu svona lengi í bönkunum. Því miður voru þessir spekingar sem eitthvað þóttust sjá fram í tíman eins og td. Þorvaldur Gylfason, Baugslaunaður pólitískur áróðurslúður með Davíðsheilkenni á lokastigi, sem jafnframt dró verulega úr trúverðugleika hans málflutnings. 350 greiddir Fréttablaðspistlar af Jóni Ásgeiri, tryggði það að aldrei sá Þorvaldur neinn möguleika á að framferði Jóns ásgeirs, auðrónanna og bankanna þeirra, sem jafnfram voru aðal styrktaraðilar Samfylkingarinnar, hefðu neitt nema góð áhrif á samfélagið. Það vonda var Davíð og Sjálfstæðisflokkurinn. Helda að hann hafi ekki ennþá kveikt á að myndin gæti verið stærri og flóknari, eða illsku Jóns Ásgeirs fyrir þjóðfélagið, frekar en Samfylkingin og óháðu Baugsmiðlarnir og Hreinsmiðillinn DV. Minnir full mikið blinda augað annarsvegar og lýðskrum hins vegar, fyrir minn smekk. Enda eru Jón Ásgeir og Björgólfur Thór búnir að fá stóra jólapakka frá Samfylkingunni fyrir þessi jól. Man ekki eftir einhverjum öðrum fyrirfram sérfræðingum, en þeir eru ansi margir eftirásérfræðingarnir sem slógu í gegn eftir hrun sem vissu alltaf að svona færi, þó svo að þeir vort í aðalhlutverkum sem sérfræðingar hrunsstjóranna.
Baldur. Takk fyrir uppörvandi orð. Stend í þessu pikki vegna þess að mér hefur blöskrað svo hvernig stjórnarflokksliðsmenn getað hagað sér óþverralega með hreinum lygum og staðreyndafölsunum eins og að ekkert er sjálfsagðra. Hef farið inn á síður lykilbloggara Samfylkingunnar og rekið ofaní þá lygar með heimildum, sem hefur alltaf kostaða að athugasemdunum mínum hefur verið eytt og lokað á mig með að tjá skoðun mína. Seinast var það Eiður Guðnason og áður Ólína Þorvarðardóttir sem hafi enn einu sinni í ræðustól í Icesave umræðunni borið uppá fyrrverandi ráðherra og embættismenn að þeir hafi gert óhæfusamninginn og um leið skuldbundið núverandi stjórnvöld sem hefði neytt þau í að samþykkja hann í þessari mynd. Ég sendi henni langan bálk um að með þessum málflutningi er hún að bera uppá þessa aðila að hafa gerst brotlegir við stjórnarskrána og lagagreinar sem varða landráð. Hún sem þingmaður hlyti að eiga að kæra þessa brotamenn til yfirvald sem jafnframt er ætti að vera hennar borgarlega skylda. Sendi að vísu með lagagreinar sem sýna og sanna að engin getur samkvæmt lögum bakað ríkissjóð og þjóðina slíka ábyrgð, nema að meirihluti þingheims hefur samþykkt hana. Það hefur ekki gerst ennþá.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 00:11
Eruð þið ekki löngu búnir að taka hrúta?
Árni Gunnarsson, 19.12.2009 kl. 16:29
Þarna rakstu mig í orðabókina gamli skelmir, en eigi hafði ég erindi sem erfiði. Hvað þýðir þetta?
Baldur Hermannsson, 19.12.2009 kl. 16:41
"Voruð þið búnir að taka lömb?" var það fyrsta sem Bjartur mælti er hann kom til sjálfs sín úr hrakningnum. "Að taka hrúta" er málvenja þegar bændur fjarlægja hrútana úr fénu og taka þá á hús í nóvember svo þeir lembi ekki rollurnar löngu fyrir viðurkennda fengitíð. Nenni ekki að tíunda fyrir þér aulinn þinn hver þessi Bjartur var.
Árni Gunnarsson, 19.12.2009 kl. 18:20
Ég sem hélt að þetta væri eitthvað frá Samtökunum 78!
Björn Birgisson, 19.12.2009 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.