Vinsæl ráðstöfun, vitlaus og siðlaus

Þessi ráðstöfun verður vinsæl meðal almennings en vitlaus er hún og siðlaus. Edda Heiðrún hefur aldrei unnið nein teljandi afrek sem listamaður. Hún hefur ekkert gert til að verðskulda heiðurslaun listamanna. Hins vegar hefur almenningur fylgst með baráttu hennar við erfiðan sjúkdóm um langt árabil. Hún hefur réttilega unnið sér ríka samúð almennings og út á þá samúð eru heiðurslaunin veitt.

Þór Saari hefur gert úthlutanir fjárlaganefndar að umtalsefni. Hann bendir réttilega á að upp til hópa eru þessi gífurlegu fjárútlát ekki annað en auvirðilegt kjördæmapot og dæmigerð pólitísk spilling. Háttsettur embættismaður íslenska ríkisins greindi mér frá því fyrir örfáum dögum hvernig fjármunum almennings er iðulega varið. Styrkjum er úthlutað út og suður án faglegra verðleika, en ákvörðun látin ráðast af algerlega óviðkomandi þáttum.

Heiðurslaun listamanna er enn eitt dæmið um siðlaust bruðl með almannafé. Til eru listamenn sem eiga þau verðlaun skilið en þeir eru fáir. Þráinn Bertelsson fékk þessi verðlaun á einskærum pólitískum forsendum. Við Íslendingar verðum að brjótast út úr þessum ógeðfelldu viðjum fyrirgreiðslu, kjördæmapots, samkrulls og spillingar.

Fyrir ári síðan var mikið fjallað um Nýja Ísland. Nýja Ísland, hvenær kemur þú?


mbl.is Edda Heiðrún fær listamannalaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Listamannalaunin eru tímaskekkja, eins og sjómannaafsláttur af skatti. Baldur er ekki Hrafn Gunnlaugsson á listamannalaunum? Ég sakna þess að þú skrifir ekki um nýjustu uppákomu formanns íhaldsins að undangegnu uppákomu varaformanns íhaldsins :))

Rannveig H, 14.12.2009 kl. 11:13

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Bjarni Ben og Jórunn Frímannsdóttir eiga tvímælalaust skilið listamannalaun fyrir endurvakningu á súrealismanum..

hilmar jónsson, 14.12.2009 kl. 11:19

3 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Egill Jónasson fékk listamannalaun forðum án þess að hafa gefið nokkuð út eftir sig. Um þetta var ort og lærði ég vísuna svona:

Egill margan kvað í kút.
Kannski ætti að virkj'ann.
Fyrir að gefa ekki út
eru þeir að styrkj'ann.

Ef fréttin er lesin kemur í ljós að um breytingatillögu er að ræða frá Oddnýju G. Harðardóttur, Lilju Mósesdóttur, Unni Brá Konráðsdóttur,

Margréti Tryggvadóttur og Önnu Pálu Sverrisdóttur við frumvarp til fjárlaga árið 2010. Um er að ræða heiðurslaunaflokk.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 14.12.2009 kl. 11:27

4 identicon

Er ekki DV að ásaka Bjarna um eitthvað misjafnt, án þess að leggja neinar sannanir fram málflutningnum til stuðnings?  Svo það er "eðlilegt" að Bjarni afsanni ásakanirnar.  Eða er það ekki einhvernvegin svoleiðis sem Baugsmiðillinn virkar?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 11:33

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ég vil meina að þessi svokölluðu listamannalaun séu tímaskekkja öllum ólöstuðum þó

Jón Snæbjörnsson, 14.12.2009 kl. 11:36

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Annars tel ég Eddu ágætlega að verðlaununum komin. Hún á glæsilegann feril að baki, auk þess sem hún hefur auðgað okkur með jákvæðni og bjartsýni í baráttu við erfiðann sjúkdóm.

hilmar jónsson, 14.12.2009 kl. 11:46

7 Smámynd: Rannveig H

Guðmundur engar sannanir en einhverjar röksemdir,allavega þótti Bjarna ástæða að hringja i eiganda blaðsins.

Eðlilega á Bjarni að reka af sér slyðruorðið,það þarf Þorgerður Katrín líka að gera almenningur er búin að fá yfir sig nóg af vanhæfum stjórnmálamönnum hvar í flokki sem þeir eru.

Rannveig H, 14.12.2009 kl. 11:49

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hilmar og fleiri, Edda er ágætis stelpa, engin spurning, en landið er fullt af sómakonum sem eiga í stríði við erfiða sjúkdóma og ekki fá þær heiðurslaun listamanna. Smekkleysan og spilling er svo krystaltær í þessu tilfelli að mann setur hljóðan - þótt ég viðurkenni að orðið "krystaltær" á ekki vel heima í slagtogi við "spillingu".

Baldur Hermannsson, 14.12.2009 kl. 12:18

9 Smámynd: Offari

Ég er ljóðskáld og ætti því að fá listamannalaun.

Kannski fæ ég listalaun

lofi ég að þegja.

Hér er þjóð í heljar raun

sem hefur margt að segja.

Offari, 14.12.2009 kl. 13:13

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe skemmtileg vísa, Offari. En þú færð ekki heiðurslaun fyrir það eitt að vera góður listamaður, það þarf meira til - þú gætir til dæmis prófað að ganga í Framsóknarflokkinn. Þú glatar að vísu mannorðinu en það er spurning hvernig þú verðleggur það.

Baldur Hermannsson, 14.12.2009 kl. 13:30

11 Smámynd: Offari

Ég efast um að ég komi til með að ganga í nokkurn flokk enda tel ég mig bundinn að minni sannfæringu en ekki sannfæringu einhvers flokks.   En ég gæti hinsvega vel þóst vera sannfæður ef ég fengi listamannalaun.

Offari, 14.12.2009 kl. 13:52

12 Smámynd: Offari

sannfærður.

Offari, 14.12.2009 kl. 13:52

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gott Offari, þú ert þá greinilega eins manns stjórnmálaflokkur!

Baldur Hermannsson, 14.12.2009 kl. 13:59

14 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hehe  flottir þið tveir 

Jón Snæbjörnsson, 14.12.2009 kl. 15:19

15 identicon

Þessi listamannalaun eru bara rugl! Það er verið að skera niður allstaðar. Það vantar kennara, starfsfólk á spítala og hjúkrunarheimili, bara vegna þess að það vantar fjármagn til að borga laun. Einhvers staðar verður að spara og ég held að listamannalaun væru ágætisbyrjun en það var nú bara í vor sem ákveðið var að fjölga í hópi þeirra sem þiggja listamannalaun. Með breytingunum frá því í vor var mánaðarlaunum sem úthlutað er sem starfslaunum til listamanna fjölgað á þriggja ára tímabili um alls 400 þannig að á árinu 2012 verði samtals 1.600 mánaðarlaun til ráðstöfunar til starfslauna og styrkja í stað 1.200 mánaðarlauna nú.

Soffía (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 17:24

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Soffía, það er verra en sturlun að fjölfa úthlutunum til listamanna eins og nú er ástatt í þjóðfélaginu. Við höfum enga þörf fyrir þetta fólk. Listamenn eiga að lifa á vinnu sinni eins og aðrir.

Baldur Hermannsson, 14.12.2009 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 340677

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband