Braskari knésetur meistara

Jón Ólafsson braskari lýsti yfir styrjöld á hendur meistara Hannesi Hólmsteini af litlu tilefni. Jón lét kné fylgja kviði, stefndi Hannesi fyrir breskan rétt, en þar í landi getur enginn lagt í réttarhöld nema hann sé milljarðamæringur. Þessi viðureign gat aðeins endað á einn veg. Braskarinn hrósar sigri en meistarinn er flúinn til Suður-Ameríku.

Hannes vann sér til saka að hafa tekið upp gamla frétt úr íslensku blaði á vefsíðu sína og snarað á ensku. Ekki veit ég hvort Jón dró nokkurn tíma brigður á inntak fréttarinnar. Það er stórundarlegt að Hannes skyldi verða dæmdur en svona er veröldin. Réttarhöldin gerðu Hannes að öreiga en orðstír braskarans hefur ekki lagast. Þetta var að vísu ferð til fjár fyrir Jón Ólafsson en sæmd hans óx ekki að sama skapi.

Bretar kalla fátt ömmu sína en jafnvel þeim ofbuðu þessar aðfarir. Þeir ætla að breyta lögum til þess að þessi ljóti leikur endurtaki sig ekki. Bretum er ljóst að þótt dómurinn sé vafalaust samkvæmt lögum, þá er hann ekki réttlátur.

Nú situr Hannes einhvers staðar á kaffihúsi í Suður-Ameríku og bloggar, staurblankur maðurinn. Jón Ólafsson hvimar augum um hillur og snaga og skugginn yfir höfði hans hefur dýpkað til muna.


mbl.is Enskum meiðyrðalögum breytt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

,,Ferðamannadómstóllinn"  eða  ,,Tourist  Court"  er  illræmdur,  ekki  bara   út  af  máli  Jóns  gegn  Hannesi,  heldur   fjölda  mála  þar  sem   menn  með  óhemju  fjármagn  hafa  getað  spilað  á  kerfið  og  gert  fjölda  manns  að  öreigum  auk  þess  að  stöðva  útgáfu   bóka    með  mikilvægar  upplýsingar  fyrir  almenning.  

Það  er  mál  að  þessum  skrípaleik  linni.

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 11:41

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sammála, furðulegt að þetta skuli hafa staðið svo lengi. Og skammarlegt að auðmenn skuli hafa notfært sér þennan möguleika.

Baldur Hermannsson, 11.12.2009 kl. 12:01

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Aldrei hefur Jón verri verið vandur að virðingu sinni.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.12.2009 kl. 13:41

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hef illar "bifur" á þessum Jóni og Hannes skil ég ekki enda ekki svona hámenntaður eins og hann.

Jón Snæbjörnsson, 11.12.2009 kl. 13:58

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það var alltaf eitthvað ókræsilegt við þessa viðureign. Óþarfi af Hannesi að snara þessu á ensku. Og óþarfi að fara í málaferli. Tilefnið er ekki svo merkilegt að það réttlæti svona heljarinnar havarí. Þeir hefðu átt að leysa þetta yfir bjórglasi. Ég hafði alltaf á tilfinningunni að Jón hyggðist með þessari málssókn fæla menn frá því í eitt skipti fyrir öll að rifja upp fortíð hans. Það hefur honum mistekist.

Baldur Hermannsson, 11.12.2009 kl. 14:03

6 identicon

Er téður Jón ekki í einkavinahópi ORG ásamt frú Steward og fl.?

HB (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 14:33

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jú hann er í innsta hringnum, sagt var á sínum tíma að ÓRG hafi skrifað breskum heldri manna skóla til þess að dóttir Jóns kæmist inn. En hver er frú Steward?

Baldur Hermannsson, 11.12.2009 kl. 14:49

8 Smámynd: Finnur Bárðarson

Stakkars lille Hannes :)

Finnur Bárðarson, 11.12.2009 kl. 18:57

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Æ svona... Hannes kallaði þetta algerlega yfir sig...

hilmar jónsson, 11.12.2009 kl. 19:13

10 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Bauð ekki Jón Ólafsson Hannesi Hólmsteini sættir á sínum tíma?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 11.12.2009 kl. 19:30

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Veit ekki hvort hægt er að tala um sættir. Sá viðtal við Jón ekki alls fyrir löngu, þar notaði hann orðið "lending" - við þurfum að ná einhverri lendingu í þessu, eða eitthvað í þá veru.

Það er alls ekki svo að ég vorkenni Hannesi neitt sérstaklega. Það er gömul saga að sá sem lifir með sverði skal falla fyrir sverði. En hitt er alveg ótækt að auðmenn geti slegið menn niður hvar sem er í heiminum með breska dómstóla að vopni, og þessu vilja Bretar loksins breyta.

Baldur Hermannsson, 11.12.2009 kl. 19:37

12 Smámynd: Björn Birgisson

Hannes er fyrir löngu fallinn fyrir eigin sverði. Sem er kjafturinn á honum og lyklaborðið.

Björn Birgisson, 11.12.2009 kl. 19:48

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hann er vopnfimur þegar hann vandar sig, en það gerir hann ekki alltaf. Ég efast um að margir hafi fellt hann á ritvellinum, man ekki eftir neinum í svipinn. Það væri þá helst hann sjálfur eins og þú segir. En það er skárra að falla fyrir eigin sverði en peningunum hans Jóns Ólafssonar.

Baldur Hermannsson, 11.12.2009 kl. 20:01

14 Smámynd: Björn Birgisson

Eit er að falla með sæmd, annað með skömm. Að falla fyrir eigin peningum, eða annarra, er að falla með skömm. Hannes féll vissulega vegna auranna hans Jóns, en einkum þó fyrir eigin sverði. Mér skilst að mest allt háskólasamfélagið fyrirlíti hann, ekki minna en þú, Baldur minn, fyrirlítur forseta lýðveldisins, eins og lesa má á Mbl.is og DV.is.

Björn Birgisson, 11.12.2009 kl. 20:08

15 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ég vil hér með biðja Björn Birgisson afsökunar enn á ný fyrir ummæli mín í gær. Ég svaf lítið í nótt vegna þeirra og mér var fyrirmunað að leggja mig eftir hádegi í dag vegna áhyggna. Um Höllustaðakynið hef ég ekkert nema gott að segja en vegna þess, sem á undan er ritað, tek ég undir með Birni um hvaðeina sem hann segir um það bæði fyrr og síðar.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 11.12.2009 kl. 20:18

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ætli háskólamennirnir séu ekki blendnir í trúnni eins og fyrri daginn. Það er nú ekki svo að þetta séu allt saman einhverjar manvitsbrekkur og öllum hlekkist einhvern tíma á í lífinu, það þekkjum við vísast báðir. Hættulegust er velgengnin því þá ugga menn ekki að sér og fara offari. Annars hef ég tekið eftir því á langri og viðburðaríkri ævi að þegar tveir deila sigrar yfirleitt hvorugur en báðir falla, stundum þó hver með sínu mótinu. Sú held ég hafi líka orðið raunin í þetta sinn.

Baldur Hermannsson, 11.12.2009 kl. 20:20

17 Smámynd: Baldur Hermannsson

þakka þér fyrir þessa afsökunarbeiðni, Benax. Mér varð heldur ekki svefnsamt í nótt. Fyrir hugskotssjónum svifu hryllilegar myndir af bálillum Grindvíkingi sem geistist fram í ægilegum hefndarhug. Ég var að hugleiða hvort ég ætti ekki að biðjast afsökunar á ummælum þínum, en nú hefur þú tekið af mér ómakið. Takk. Það er notalegt þegar umræðan verður svona vinsamleg en vonandi varir það ástand ekki lengi.

Baldur Hermannsson, 11.12.2009 kl. 20:28

18 Smámynd: Björn Birgisson

Ben.Ax, þú sefur þá vært í nótt og frameftir degi á morgun.

Baldur, hvor fellur með sínu mótinu í harðvítugum deilum tveggja. Sammála því.

Björn Birgisson, 11.12.2009 kl. 20:29

19 Smámynd: Finnur Bárðarson

Kóm on Baldur, þú ert sælkeri og að kalla Hannes meistara er ansi langt gengið.

Finnur Bárðarson, 11.12.2009 kl. 20:29

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Finnur þó........!

Baldur Hermannsson, 11.12.2009 kl. 20:31

21 Smámynd: Steingrímur Helgason

"Hannez á annez", Löngunez kemur til jólagreina.

Jón er mætr fýr...

Steingrímur Helgason, 11.12.2009 kl. 20:32

22 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ég er orðinn dálítið sjóndapur og þar að auki skil ég ekki allt sem mér tekst að lesa eftir mikla armæðu. Orðið bálilla minnti mig á fallegt blóm og fannst mér það koma illa heim og saman við myndina af Grindvikensis. Í upphafi anna í skólum spurði gáfaður nemandi: Hvað er þessi haus tönn? (haustönn). Þakka fyrir sameiginlegt skipbrot.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 11.12.2009 kl. 20:37

23 Smámynd: Björn Birgisson

Gott er að allir skemmta sér þokkalega hér!  Afsökunarbeiðnir fljúga milli manna. Ekki hef ég hugmynd um tilefnið!

Björn Birgisson, 11.12.2009 kl. 20:47

24 Smámynd: Baldur Hermannsson

Vert þú ekki með neina smámunasemi, Björn. Það eru að koma jól og menn eru komnir í gang með að þrífa samviskuna.

Nafnið bállilja gæti átt við eldrautt blóm með oddmjóum blöðum.

Baldur Hermannsson, 11.12.2009 kl. 21:01

25 Smámynd: Finnur Bárðarson

Jæja piltar og stúlkur röbbum aðeins um golfið eða jafnvel Winchester. En hér leiðist mér ekki. :)

Finnur Bárðarson, 11.12.2009 kl. 21:21

26 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Eru jólin sem sagt ekki komin? Þau eru komin í IKEA og Kringluna og Rúmfatalagerinn. Forðum orti ég ljóð um jólin sem endaði á því að á aðfangadag fóru Jósef og María í háttinn og fengu sér að sjálfsögðu langþráðan jóla...

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 11.12.2009 kl. 21:22

27 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er alltaf sómi að þér og þínum kveðskap, Benax. Og alltaf er ástin þér hugleikin.

Baldur Hermannsson, 11.12.2009 kl. 21:24

28 Smámynd: Baldur Hermannsson

Finnur, í heimsstyrjöldinni fyrri gerðu menn hlé á manndrápum og léku knattspyrnu. Mér finnst að þú ættir að beita þér fyrir fótboltaleik við útrásarvíkingana. Það yrði saga til næsta bæjar og þú myndir næstum örugglega fá friðarverðlaun Nóbels. Bara það eitt að þig langar í svona fótboltaleik myndi sannfæra norsku Nóbelsnefndina um verðleika þína.

Baldur Hermannsson, 11.12.2009 kl. 21:26

29 identicon

Dálítið biblíuleg fyrirsögn, minnir á þegar Jésús Jósefsson tók til í samkuduhúsinu, að vísu var þar meistari sem rúsaði bröskurum, ég er bara mest hræddur um, BH, að DO móðgist, hann er jú meistarinn ekki satt, hefði kannski átt að vera "skósveinn verður fyrir barðinu á braskara". Annars bið ég líka afsökunar á öllu eins og visðist í tísku hér, helvítið hafi það og ekki síst hvað ég er andskoti leiðinlegur.

Bárður Bringdal (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 21:32

30 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ég elska þig svo mikið að ég gæti dáið fyrir þig
tvisvar.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 11.12.2009 kl. 21:32

31 Smámynd: Björn Birgisson

Á aðfangadag voru liðnir 9 mánuðir frá getnaðinum stórkostlega, í mannlegum skilningi. Ekki veit ég hversu fljótvirkt sæði heilags anda er. Ekki heldur hvort því er betur fyrir komið í laki eða jötu.

Ben.Ax. Það fer enginn ærlegur maður með sína frauku í rúmið nokkrum tímum eftir fæðingu. Menn leita annað, hafi þeir þörf. 

Björn Birgisson, 11.12.2009 kl. 21:33

32 Smámynd: Finnur Bárðarson

Baldur, alltaf fæ ég hugmyndir frá þér, en Nóböllurinn, það er kanski of mikið í lagt :)

Finnur Bárðarson, 11.12.2009 kl. 21:37

33 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég myndi lokka Hannes Smárason upp úr skotgröfinni með því að veifa milljarðaseðli framan í hann , undir því yfirskini að ég vildi í fótboltakeppni. Síðan myndi ég......... jæja ekki orð um það meir.

Finnur Bárðarson, 11.12.2009 kl. 21:41

34 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Baldur !

    Þú kallar þetta mannkerti meistara , getur þú frætt mig fáfróðann - er hann meistari í heimsku ?

Hörður B Hjartarson, 11.12.2009 kl. 21:52

35 Smámynd: Baldur Hermannsson

Bárður Bringdal, DO er kóngurinn .......... þú skilur.

Baldur Hermannsson, 11.12.2009 kl. 21:58

36 Smámynd: Baldur Hermannsson

Benax, það býr svo mikil ást í hjarta þínu, en víkjum að öðru: manstu jólasálminn allan?

Baldur Hermannsson, 11.12.2009 kl. 21:59

37 Smámynd: Baldur Hermannsson

Finnur, þú minnir mig á skrattakollinn Amon Goeth í Schindler´s List. Sástu hana?

Baldur Hermannsson, 11.12.2009 kl. 22:00

38 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hörður, það er rík ástæða til að sæma Hannes meistara-nafnbót og þótt fyrr hefði verið. Fáir menn hafa haft jafn djúp og varanleg áhrif á pólitískar hugmyndir og einmitt hann. Ég veit ekki hvort hann fann upp hjólið en hann fann alla vega upp frjálshyggjuna.

Baldur Hermannsson, 11.12.2009 kl. 22:02

39 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ég er ekki ærlegur maður.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 11.12.2009 kl. 22:03

40 Smámynd: Baldur Hermannsson

Vissu fleiri en þögðu þó.

Baldur Hermannsson, 11.12.2009 kl. 22:07

41 Smámynd: Finnur Bárðarson

Amon Goeth sem Ralph Finnes lék af alkunnri snilld. Ekki gleymi ég honum. En í mínum huga er Amon náskyldur Hannesi

Finnur Bárðarson, 11.12.2009 kl. 22:07

42 Smámynd: Björn Birgisson

Rússar voru fyrir stuttu að heiðra hönnuð Kalashnikov hríðskotabyssunnar, AK-47, sem hefur drepið fleira fólk en tölu verði komið á. Rússar eru hrifnir af því.

Hvernig eigum við að heiðra "höfund frjálshyggjunnar", sem drap okkar góða þjóðfélag í dróma?

Eitt er nú að drepa einhverja vitleysingja í útlöndum, sem leiðist lífið hvort sem er, annað að slagta heilu þjóðfélagi.

Fálkaorðan væri mjög vel við hæfi.

Björn Birgisson, 11.12.2009 kl. 22:16

43 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Nú verð ég að taka undir með vini mínum, Birni Björnssyni, þótt mér sé ekki ljóst um hvað hann er að tala.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 11.12.2009 kl. 22:23

44 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei Finnur, Amon Goeth er miklu líkari þér eða þú honum. Það eru engin líkindi með Hannesi og Amon Goeth.

Baldur Hermannsson, 11.12.2009 kl. 22:26

45 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, telur þú að frjálshyggjan eigi einhvern þátt í bankahruninu? Útskýrðu þetta aðeins nánar. Ég hlusta.

Baldur Hermannsson, 11.12.2009 kl. 22:28

46 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Baldur hlustar og ég læri:) Aldrei of seint að læra.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 11.12.2009 kl. 22:30

47 Smámynd: Björn Birgisson

Birgissyni, Finnssonar, Jónssonar, Ben.Ax. Þrátt fyrir að vera eins og ég er, tel ég öllum skylt að fara rétt með nöfn þeirra sem að mér stóðu. Enda öðlingar, þingmenn og ráðherrar, en enginn heilagur andi. Alvöru vinstri menn. Ekki eins og útvatnaðir þingmenn og ráðherrar eru í dag. Blessunarlega.

Björn Birgisson, 11.12.2009 kl. 22:32

48 identicon

Déskoti held ég að Hannes sé reiður, Hesús, María og Hósef maður, að vera útnefndur meistari á bloggsíðu þegar hann er doktor frá Cambrissu eða eitthvað svoleiðis. Svo er hann svoddan strigakjaftur og færi létt með að kjafta okkur öll í kútinn, jahérna BH, nú skautum við á þunnum ís. Annars er þessi Ben.Ax. helvíti fyndinn og skemmtilegur, það ætti banna svona skemmtilegheit og húmor nú til dags. Amen.

Bárður Bringdal senior (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 22:34

49 Smámynd: Baldur Hermannsson

Svona skemmtilegheit eru reyndar harðbönnuð nú til dags. Við erum bara að stelast. En ég held að Maestro þyki miklu fínna en einhver auvirðileg doktorsnafnbót frá Kamarbryggju.

Baldur Hermannsson, 11.12.2009 kl. 22:51

50 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Sammála!

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 11.12.2009 kl. 22:52

51 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, ertu sonur þess Birgis Finnssonar sem var þingmaður á Vestfjörðum í den? Ég man eftir honum. Ég stóð í þeirri meiningu að hann væri hæverskur og ljúfur maður.

Baldur Hermannsson, 11.12.2009 kl. 22:54

52 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur, stoltur svara ég spurningu þinni játandi. Faðir minn var þingmaður Vestfirðinga á árunum 1959-1971, fyrir þjóð sína og Alþýðuflokkinn. Lengst af þeim tíma var hann forseti Sameinaðs þings, eins og það hét þá. Faðir hans, Finnur Jónsson var Dómsmálaráðherra um hríð. Ég er af vönduðu fólki kominn, en allt getur nú klikkað! Samt er ég hæverskur og ljúfur, einkum þegar ég sef. Faðir minn, nú á 93 aldurári, næstelstur fyrrverandi þingmanna, sem enn lifa, býr í Reykjavík. Aðeins höfðinginn og rithöfundurinn Vilhjálmur á Brekku er eldri.

Björn Birgisson, 11.12.2009 kl. 23:10

53 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Flottur Björn, ég vissi það..við vorum af Alþýðuflokknum komin bæði tvö!!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 11.12.2009 kl. 23:14

54 Smámynd: Björn Birgisson

Sigurbjörg mín, það er ekki slæmt. Flokkarnir skipta svo sem ekki öllu máli, eiginlega engu. Gott er að eiga góða að og reyna að líkjast þeim. Ég ætla að reyna það á nýju ári! Betra er seint en aldrei!

Björn Birgisson, 11.12.2009 kl. 23:24

55 identicon

BB, gaman að heyra þetta, vissulega stóð fólk saman fyrir vestan og gerir enn, gott fólk eins og Gvendur Hagalín og Gunnar Andrew. Þú ert ágætur BB þótt skapillur stundum, en ekki ósvipaður eins og veðráttan fyrir vestan.

Bárður Bringdal elsti (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 23:27

56 Smámynd: Björn Birgisson

Ég skapillur? Hr. Bringdal, þú minnir mig á konuna mína til 38 ára. Svo er alltaf logn á Ísafirði.

Björn Birgisson, 11.12.2009 kl. 23:35

57 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þá var nú annar bragur er Birgir Finnsson stjórnaði Alþingi...... say no more.

Baldur Hermannsson, 11.12.2009 kl. 23:36

58 Smámynd: Björn Birgisson

Rétt er það, Baldur minn, ættum kannski að fá hann til að stjórna þessu bloggi? Þar fer orðvar, orðheldinn, kurteis maður af gamla skólanum, sem má ekki vamm sitt vita. Eru slíkir menn að verða útdauðir í landi voru?

Björn Birgisson, 11.12.2009 kl. 23:47

59 Smámynd: Baldur Hermannsson

Stundum er haft á orði að heimurinn fari versnandi - já, ég held að svona menn séu því sem næst útdauðir á landi voru. En í staðinn koma öðru vísi sómamenn. Og öðru vísi skúrkar. Í gamla daga voru til eðalkratar. Ég þekkti sjálfur eðalkrata. Allatf þótti manni dálítið vænt um eðalkratana. En nú eru þeir horfnir af ásýnd jarðar, því miður. Við vitum hvað hefur komið í staðinn. Í fleti Gunnars Hámundarsonar liggur nú Lalli Johnsen. Þannig eru tímarnir orðnir.

Baldur Hermannsson, 11.12.2009 kl. 23:51

60 Smámynd: Björn Birgisson

Hvað kaus Gunnar Hámundarson?

Björn Birgisson, 11.12.2009 kl. 23:55

61 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gunnar var krati í slagtogi við íhaldsmanninn á Bergþórshvoli.

Baldur Hermannsson, 11.12.2009 kl. 23:58

62 Smámynd: Finnur Bárðarson

Færsla 62 ekki lítið

Finnur Bárðarson, 12.12.2009 kl. 00:17

63 Smámynd: Jens Guð

  Þumalputtareglan er sú að Skífu-Jón tapar aldrei máli.  Ég hef fylgst með honum frá því hann gekk undir nafninu Jón Bæjó í Keflavík og fór síðan mikinn í músíkbransanum.  Ef ég færi yfir hans feril fengi ég yfir mig bann á mbl.blog.is.  Eftir stendur að Jón er húmoristi og hefur afskaplega gaman af að götubardögum.  Skemmtilegur náungi um margt.  Ég vísa í bók Kristjáns Péturssonar fyrrverandi tollvarðar.  Segi ekki meira í bili.  Jón kemur alltaf niður á fótum.  Hann kann öll "trixin".

Jens Guð, 12.12.2009 kl. 00:51

64 Smámynd: Björn Birgisson

  • Finnur minn, nú gerast öldungar þreyttir. Gott væri að þeir yngri tækju við. Steggir, með hormónana og hugmyndirnar flæðandi fram í fingurgóma og aðra útlimi.

Björn Birgisson, 12.12.2009 kl. 00:55

65 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jens, ef þú færir yfir feril Jóns Bæjó myndirðu enda í Tourist Court og kæmir þaðan eignalaus maður - ef þú ert þá ekki eignalaus nú þegar. Það er óðs manns æði að eggjast við svona menn. Hannes hafði lagt að velli margan kommann en Jón Bæjó varð honum ofjarl.

Baldur Hermannsson, 12.12.2009 kl. 01:03

66 Smámynd: Hörður B Hjartarson

      Baldur !

    Blessuð sé minning tengdamömmu minnar , en hún hafði fyrir sið , að mynntist hún á Sjálfstæðis FL okkinn , þá talaði hún alltaf , í sömu setningu , um Usag byssu og möguleika á notkun hennar til að hreinsa til í landi voru .

    Vona þig dreymi eitthvað fallegt , vonandi eitthvað skárra en frjálshyggjubullsfrömuðinn , það væri ljóta martröðin .

Hörður B Hjartarson, 12.12.2009 kl. 02:18

67 Smámynd: Baldur Hermannsson

Eins gott að Tiger Woods eigi sér friðsamlegri tengdamúttu.

Baldur Hermannsson, 12.12.2009 kl. 10:30

68 Smámynd: Offari

Ég hef nú aldrei verið neinn aðdáandi Hannesar. En að hægt skuli verið að daæma hann fyrir að Hannesa frétt finnst mér undarlegt.

Offari, 12.12.2009 kl. 14:30

69 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég átti við Hannes Smárason sem Amon Goeth Baldur. Þar hljótum við að vera sammála

Finnur Bárðarson, 12.12.2009 kl. 18:29

70 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ekki spurning, þannig sá ég Hannes fyrir mér þegar hann birtist manni fyrst í sjónvarpinu, mér leist ekki gæfulega á gripinn og hef vitni að því. Það er sitthvað gæfa og gjörvileiki sagði hún amma mín stundum. Ég hélt þú værir að líkja saman Hólmsteini og Amon Goeth, en það væri afkáralegt.

Baldur Hermannsson, 12.12.2009 kl. 18:37

71 identicon

Baldur, ..."meistari Hannes"...   bíddu í hverju er Hannes meistari?  Í því að stela annarra texta?

Já, semsagt meistaraþjófur!

Baldur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 19:51

72 Smámynd: Kommentarinn

Við skulum nú ekki gengisfella orðið meistari með því að bendla það við svona menn...

Kommentarinn, 14.12.2009 kl. 01:56

73 Smámynd: Baldur Hermannsson

Meistari Hólmsteinn hefur unnið stórvirki í þjóðmálaumræðunni undanfarinn aldarfjórðung. Hann er vel að þessum heiðurstitli kominn. Hitt er svo allt annað mál að honum hefur hlekkst á í lífinu, en hendir það ekki alla?

Baldur Hermannsson, 14.12.2009 kl. 10:17

74 identicon

Græðum peninga á daginn og grillum Hannes á kvöldin.

Veit eins og er að allt réttarkefi breta er eintómur "kengoroo court" þá gat þetta nú ekki komið á betri mann.

Jón "Nonni" (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 13:52

75 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jón, ég les út úr athugasemd þinni að þú sért enginn sérstakur velunnari meistarans.

Baldur Hermannsson, 14.12.2009 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 340452

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband