10.12.2009 | 13:13
Kratablækur verða sér til skammar
Enn eina ferðina hafa norsku kratablækurnar orðið sér til skammar með bjánalegri útnefningu. Obama hefur ekkert unnið sér til frægðar og allra síst á vegum friðar og mannástar. Hann herðir hernaðinn í Austurlöndum, og þótt það sé gert til að klekkja á talibönum, þá er það ófriður samt en ekki friður. Reyndar hafa stríðsherrar löngum réttlætt hernað sinn með sömu röksemd - þeir heyja styrjaldir til þess að tryggja friðinn.
Þetta er ákaflega vond uppákoma. Obama veit hvað þetta er bjánalegt og fyrirverður sig. Heima fyrir sitja Ameríkanar og eru fúlir yfir því að forsetinn þeirra skuli vingast við Evrópska krata. Bandaríkjamenn hafa skömm á Evrópskum sósíalistum. Þeir vilja frjálshyggju, einstaklingsfrelsi, djörfung og dug en ekki deyðandi hönd sósíalismans.
Obama tekur við Nóbelnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mhm, einmitt....frjálsir sem fuglinn vafra þeir um heiminn og drepa fólk eða beita nauðsynlegu valdi einsog Obama orðaði það áðan við verðlaunaafhendinguna.......
Einhver Ágúst, 10.12.2009 kl. 14:29
fátt um fína drætti orðið
Jón Snæbjörnsson, 10.12.2009 kl. 15:54
Obama er krati. Þess vegna varð hann forseti Bandaríkjanna. Friðarverðlaunin átti hann ekki að fá. Útnefningin var einkar bjálfaleg. Reyndar srórfurðuleg.
Loki (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 16:22
þeir hafa sennilega ekki heyrt nafnið Ólafur enda sá mikið "heimakær" og fer "lítið" fyrir þessa stundina
Jón Snæbjörnsson, 10.12.2009 kl. 16:26
Nú féllstu í þann fúla pytt að allir hljóta að verða sammála þér. En ég hlustaði á ræðu gamla mannsins í pontunni í Svíþjóð hæla Obama í hádeginu fyrir að ætla sér að koma á friði í heiminum fyrr eða síðar og þótt ég skilji ekki sænsku er ég viss um að það var þetta sem hann sagði. En væri ekki nær fyrir okkur, sjálfstæðismenn, að snúa okkur að íslenskum krötum sem eru um það bil að fara að stjórna vel og finna þeim allt til foráttu?
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 10.12.2009 kl. 20:01
Hvað má þá Gunnar segja? Sjá:
http://gthg.blog.is/blog/gthg/entry/991030/
Baldur Hermannsson, 10.12.2009 kl. 20:06
Ég á drullusokk og hann gagnast mér vel þegar niðurfall stíflast.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 10.12.2009 kl. 20:13
Þá er að sjá hvort drullusokkurinn á Bessastöðum sé jafn nýtilegur og þinn.
Baldur Hermannsson, 10.12.2009 kl. 20:17
"En væri ekki nær fyrir okkur, sjálfstæðismenn, að snúa okkur að íslenskum krötum sem eru um það bil að fara að stjórna vel og finna þeim allt til foráttu?"
Drengilega mælt Ben.Ax.
Baldur, varðandi blogg Gunnars, þá er ekki heil brú í að skjóta Icesave í þjóðaratkvæði. Niðurstaðan liggur þegar fyrir. Þjóðin fellir gjörninginn, kolfellir hann. Jafn gáfulegt væri að spyrja þjóðina hvort eigi að banna Sjálfstæðisflokkinn. Úrslitin eru fyrirséð. Hvorugt málið á nokkuð erindi í þjóðaratkvæði. Þannig er nú það.
Varðandi Nóbelinn til Obama. Það verður bara að líta á þá upphefð hans eins og hvern og einn brandara. Ekki endilega neitt góðan.
Björn Birgisson, 10.12.2009 kl. 20:21
Ég get alveg stutt þá tillögu að veitast að velstjórnandi íslenskum krötum. Og ég styð heils hugar þá snjöllu hugmynd að banna Sjálfstæðisflokkinn.
Baldur Hermannsson, 10.12.2009 kl. 20:34
Kurteisin ríður sjaldan við einteyming hjá bloggurum. Frekar átti ég von á dauða mínum en því að Björn Birgisson færi aði hæla mér. Icesave er smámál sem þarf að koma út úr heiminum, sirka 70 milljarðar. Aðrar skuldir íslenska ríkisins eru mörg þúsund milljarðar. Af hverju ræðum við, sjálfstæðismenn, aldrei um þær?
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 10.12.2009 kl. 20:39
Benax, hve háar eru vaxtargreiðslur okkar á ári? Ég er enginn Icesave-fræðingur en mér hefur skilist að það séu 35-40 milljarðar í sjö ár. Svo bætast við afföllin af eignum bankans erlendis. Menn hafa talað um 500-700 milljarða. Er það fjarri lagi?
Varðandi Björn Birgisson - ætli hann sé ekki með einhverja hitavellu.
Baldur Hermannsson, 10.12.2009 kl. 20:45
Baldur minn, getur skammdegisþunglyndi skýrt þetta háttalag? Mundi það ekki virka á hinn veginn?
Ben.Ax., þú þekkir mig greinilega ekkert. Ég fór meira að segja í heimsókn á síðu JVJ nokkurs og skildi þar eftir komment, þar sem ég lofaði hans færslu. Held reyndar að það jaðri við guðlast af minni hálfu. Skítt með það. Segðu mér eitt í trúnaði, eins og Steingrímur forsætisráðherra sagði eitt sinn á blaðamannafundi, af hverju var dauðinn nær þér en vingjarnlegt hól frá mér?
Björn Birgisson, 10.12.2009 kl. 21:00
Jú, þetta er skammdegisþunglyndið. Það virkar á okkur alla, ekki spurning. Ég er líka orðinn eitthvað svo ógeðslega meyr.
Baldur Hermannsson, 10.12.2009 kl. 21:11
Fyrirgefðu, Björn Birgisson, ég hef greinilega tekið feil á þér og nafna þínum.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 10.12.2009 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.