Jói í Bónus, Maddaman og meistari Hannes

Jói í Bónus er snjall maður og það er útilokað að hann hafi gengið fyrir Háskólamaddömuna til þess eins að kvarta yfir meistara Hannesi Hólmsteini. Jói er ekki svona vitlaus. Hann var örugglega með betri hugmyndir í farteskinu. Hann hefur alltaf haft lag á því að kaupa hið svonefnda almenningsálit og þó að orðstír hans hafi lent í ræsinu um sinn hef ég fulla trú á því að hann muni endurheimta sess sinn með þjóðinni. Hann mun styrkja Mæðrastyrksnefnd veglega rétt fyrir jólin. Hann mun fitja upp á samstarfsverkefni Háskólans og Bónusar. Baugsmiðlarnir munu hrína af velþóknun. Og almenningur mun hrína af hrifningu og syndir sonarins verða honum fyrirgefnar. Jói í Bónus hefur ráð undir rifi hverju.

Vel má vera að hann hafi minnst á meistara Hannes í leiðinni en það var þá bara til að setja þrýsting á Háskólamaddömuna. Jói í Bónus, Maddaman og meistari Hannes. Jói er lífsreyndur maður og veit að stundum er þríhyrningur öflugri en par.


mbl.is Jóhannes á fund rektors
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Skyldi næsti pokasjóður fara í að styrkja fangelsismál á Íslandi ? 

Sennilega verður þörfin mikil miðað við það fordæmi sem nú hefur verið gefið.  Og kannski verður þar einhver innandyra sem kallinn kannast við ????

Hver veit ??

Sigurður Sigurðsson, 9.12.2009 kl. 20:24

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta verður landinu kostnaðarsamt. Þessum kónum verður ekki boðið upp á neitt Litla-Hraun. Kvíabryggja er yfirfull svo kannski neyðist ríkið til þess að kaupa eða taka á leigu eitthvert hótelið, til dæmis Hótel Örk í Hveragerði. Þar munu kapparnir sitja að sumbli eins og Einherjar í Valhöll forðum daga. Svo er þar golfvöllur rétt hjá. Við verðum að gera vel við þessa menn.

Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 20:28

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Er hann ekki að fara að styrkja nýjasta rannsóknarverkefnið...Íslenska þjóðin, Forsetinn og Víkingarnir..

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 9.12.2009 kl. 20:30

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Silla, það er ekki lakari tilgáta en hver önnur. Sannaðu til, Jói í Bónus hefur níu líf og hann kemur aftur sterkur inn í leikinn.

Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 20:32

5 Smámynd: Björn Birgisson

Fín færsla hjá þér, Baldur, eins og svo oft áður. Segðu mér eitt: í hverju er Hannes Hólmsteinn meistari? Mér finnst hann brjóstumkennanlegur, sérstaklega þegar daður hans, einelti segja sumir, við DO nær hæstum hæðum. Ég held að þjóðin fyrirlíti þennan meinta "meistara". Í besta falli er hann aðhlátursefni allra, nema fáeinna innvígðra í Bláhernum, sem redduðu honum um jobbið, komu honum á ríkisjötuna. Sjaldan launar þó kálfur ofeldið, sem sannast einna best á "meistaranum" þínum. 

Björn Birgisson, 9.12.2009 kl. 20:34

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það verður áreiðanlega helvíti gaman að heyra Baugsmiðlana hrína eins og tvíellefta Grýlu, sbr. ,, ... móðir þeirra hrín við hátt / og hýðir þá með vendi."

Jóhannes Ragnarsson, 9.12.2009 kl. 20:35

7 Smámynd: Umrenningur

Baldur hvað hafa Hvergerðingar unnið til að fá þetta lið inn á gafl hjá sér?

Umrenningur, 9.12.2009 kl. 20:37

8 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Jói og sonur eru kannske klárir að reka fyrirtæki í eigin þágu.

Vandinn er að þeir eru enn klárari, í því að ekki bara að ryksuga hverja krónu sem kemur í kassann, heldur slá í viðbót margfalda þá upphæð (sem þeir munu ekki að borga til baka) til skuldsetningar Íslensku þjóðarinnar sem ábyrgðaraðila, eins og komið hefur í ljós.

Við þurfum menn sem geta rekið fyrirtæki, byggt þau upp, látið þau fitna (safna hlutum á löngum tíma, sem kannske telja ekki mikið í bókhaldi, en eru ómetanlegir til að lifa af í harðindum) hægt og örugglega einkaþotulaust og hagkvæmt af hagsýni og ráðdeild.

Kolbeinn Pálsson, 9.12.2009 kl. 20:42

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, þú veist að enginn er spámaður í sínu föðurlandi. Meistari Hannes hefur heldur betur fundið fyrir því. En vel að merkja - alltaf er hægt að treysta því að ekkert fari fram hjá þér.

Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 20:53

10 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Mér hefur alltaf verið alveg óskiljanlegt talið um að Jóhannes hafi verið að gera einhverjum greiða eða hjálpa fátækum með því að selja á lágu verði. Hann vissi hinsvegar, þegar hann stofnaði Bónus að þannig væri hægt að verða ríkur. Ofurríkur. Hann var nefnilega að hugsa um rassinn á sjálfum sér. Engum dettur í hug að stofnendur Walmart, Aldi eða annarra lágvöruverslana hafi verið að stunda góðgerðarstarfsemi með því að bjóða lægra verð. Þeir vissu, eins og Pálmi í Hagkaup og Jóhannes að þannig gætu þeir sjálfir orðið ríkir, með áhersluna á "þeir sjálfir".

Ég er alveg búinn að fá upp í háls af þessari fjölskyldu og nágranna Jóhannesar á Seltjarnarnesi og  fjölskylduvinar. Ólafur Ragnar var raunar svo mikill vinur að Jóhannes valdi mynd af honum í fána sinn og gerði að skjaldarmerki og verndargrip Hringsins (Baugur þýðir hringur). Sá verndargripur hefur reynst fjölskyldunni ómetanlegur, og fáninn með mynd Ólafs ætti að blakta á Bessastöðum. Þar mundi hann sóma sér vel.

Vilhjálmur Eyþórsson, 9.12.2009 kl. 20:53

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jóhannes, fyrir nokkrum árum varð Fréttablaðinu það á að tvöfalda raunverulega  styrkinn til Mæðrastyrksnefndar, ákafinn var svo mikill að þóknast húsbóndanum. Það var leiðrétt daginn eftir, vandlega falið inni í blaðinu.

Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 20:55

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Umrenningur, þessir gaurar munu spýta milljörðum inn í veltuna í Hveragerði, þeir munu ekki sætta sig við neitt slor á hótelinu.

Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 20:56

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kolbeinn, þú ert réttur maður á réttum stað.

Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 20:57

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Vilhjálmur, ég er viss um að þú kannt betur en ég söguna af því hvernig Rockefeller-ættin sneri gríðarlegum óvinsældum upp í fádæma lýðhylli og aðdáun almennings. Hið svonefnda almenningsálit er eins og hver önnur neysluvara sem gengur kaupum og sölum ekkert síður en þvottaefnið í hillum Bónus-búðanna.

Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 20:59

15 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Svo elskaði Gvöð heiminn, að hann gaf Íslendingum Hannes Hólmstein, til að hver sem á hann trúir glatist ekki fremur en hlutabréf í Landsbankanum eða DeCode ...

Jóhannes Ragnarsson, 9.12.2009 kl. 21:53

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Vel orðað Jóhannes, samt er nú gott að hann skuli bara vera fáanlegur í einu eintaki en ekki tvö hundruð.

Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 21:57

17 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þegar þú ert 'hægri', þá ertu 'hægri', en ekki hægari, dona óenzkuzkotið...

Steingrímur Helgason, 9.12.2009 kl. 22:13

18 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

gæti hugsast að Jóhannes sjái sæng sína "útbreidda" í dómskerfinu og hafi verið að velja sér braut í "fjarnámi"

Jón Snæbjörnsson, 9.12.2009 kl. 22:14

19 Smámynd: Björn Birgisson

Sæll og blessaður, Baldur minn, enn og aftur. Af íslenskum alþýðumönnum ert þú með þeim orðhögustu um þessar mundir. Berð þar af sem gull að eiri. Synd og skömm hvar þú rekst í flokki. En látum það nú vera. Þú sagðir hér fyrr á síðu þinni að ekkert færi fram hjá mér. Svo er nú ekki, þótt ég reyni að fylgjast með. Allt, sem verulega skiptir máli, fer fram hjá mér. En þú, og aðrir sem skipta máli, ferð ekki svo auðveldlega framhjá mér. Samt skiptum við engu máli í heildarmyndinni þegar upp verður staðið. Hún er annarra höndum. Góðum? Veit ekki.

Björn Birgisson, 9.12.2009 kl. 22:21

20 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Besta tilgátan hjá Jóni  ..

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 9.12.2009 kl. 22:21

21 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Baldur: Ef ég væri þú mundi ég vera stoltur af að vera kallaður "íslenskur alþýðumaður".  Ég legg til að þú titlir þig framvegis þannig í símaskránni.

Vilhjálmur Eyþórsson, 9.12.2009 kl. 22:31

22 Smámynd: Björn Birgisson

Vilhjálmur, öll erum við, hin íslenska þjóð, alþýðufólk, reyndar með fáeinum undantekningum, sem eru á leið í gapastokkinn!

Björn Birgisson, 9.12.2009 kl. 22:37

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já nú finn ég stoltið flæða um gömlu æðarnar - þetta heitir víst að finna loksins sjálfan sig.

Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 340453

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband