Löggumorðingjar og Álfheiður Ingadóttir

Álfheiði Ingadóttur verður ekki vært í ríkisstjórninni eftir að þessar bótakröfur hafa komið fram. Hún verður að víkja úr sæti heilbrigðisráðherra. Vinstri grænir ættu ekki að gráta það, því þeir hafa á að skipa margfalt hæfari þingmanni, sem er Lilja Mósesdóttir. Ég segi nú ekki að Lilja sé eina manneskjan með viti í stjórnarflokkunum, en hún er sú eina sem reiðir vitið sitt í þverpokum. Hún er að auki vel menntuð, heilsteypt og heiðarleg. Ef einhver glóra væri í vinstri flokkunum myndu þeir gera Lilju að forsætisráðherra nú þegar, því hún er eini þingmaður þeirra sem fagnar almennu trausti meðal þjóðarinnar.

Hvar sem þú kemur á byggðu bóli er litið á löggumorð sem einn alvarlegasta glæp sem hugsast getur. Viðurlög við löggumorðum eru hvarvetna sérstaklega ströng. Og öllum þeim er standa fyrir árásum á lögregluþjón í starfi er refsað miklu harðar en öðrum glæpamönnum. Það er vegna þess að án lögregluþjóna væri hér ekki siðmenntað samfélag. Þeir leggja líf sitt í hættu til þess að bjarga öðrum, stilla til friðar og varðveita lögin í samfélaginu.

Álfheiður Ingadóttir getur vitanlega svarað því til að hún hafi engan drepið en sök hennar í þessu viðurstyggilega máli er óbærileg. Meðan grjóthríðin buldi á lögreglumönnunum stóð hún úti í glugga, steytti hnefann og eggjaði skrílinn til ódæðisverkanna. Sumir þessara lögregluþjóna verða aldrei samir menn eftir orrusturnar á Austurvelli. Þótt enginn þeirra hafi enn þá látið lífið eru lífsgæði þeirra skert og það er alkunna að svona meiðsl geta háð mönnum ævilangt og stytt þeim aldur þótt síðar verði.

Alþingi ætti með réttu að svipta Álfheiði þinghelgi nú þegar og láta sækja hana til saka. Því miður eru vinstri flokkarnir of siðspilltir til að gera það, en það er lágmark að þeir reki úr ráðherraembætti manneskju sem hefur beitt sér fyrir árásum á lögregluþjóna í starfi.

Reyndar ættu lögregluþjónarnir að stefna yfirmönnum sínum líka því þeir brugðust þeim illilega. Lögreglan beitti alls ekki því afli sem hún hafði fullan rétt til að beita og hefði komið í veg fyrir eignatjón og limlestingar. En það er önnur saga.

Álfheiður Ingadóttir verður að hverfa og því fyrr því betra.

 


mbl.is Níu lögreglumenn krefjast bóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það virtist vera vel þekkt meðal margar sem tóku þátt í mótmælunum að á bak við þau stóðu Baugsfylkingin, VG og Jón Ásgeir, sem lögðu til úthringingarkerfið, aðstöðu og fjármagna.  Hef gengið á Hafstein Hauksson gjaldkera og framkvæmdastjóra Radda fólksins um að birta opinberlega og endurskoðað uppgjör varðandi fyrirtækið.  Hann hefur ekkert vilja í því gera.  Að það skuli ekki hafa farið fram nein rannsókn á hvernig nákvæmlega var að staðið er með ólíkindum.  Það er gott að bera saman Icesave mótmælin sem hefur verið reynt að halda gangandi á móti búsáhaldabyltingunni, að munurinn getur ekki verið eðlilegur.  Icesave andstæðingar hafa minnst mælst í könnunum 67% þátttakenda og upp í 89%.  Búsáhaldabyltingarsinnar náðu aldrei slíkum tölum.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 15:00

2 identicon

Álfheiður Ingadóttir verður að hverfa og því fyrr því betra

Á hún bara að gufa upp?

Loki (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 16:05

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Guðmundur, það verður æ ljósara að VG skipulagði árásirnar. Steingrímur hótaði Geir Haarde mánudagskvöldið 29.september 2008: Við kunnum ýmislegt fyrir okkur. Við kunnum að bera fram tillögu um vantraust og við kunnum að skipuleggja mótmæli.

Nú er Steingrímur orðinn fjármálaráðherra. Nú getur hann greitt lögreglumönnum bætur fyrir þann miska sem hann og Álfheiður ollu þeim, þótt vitaskuld verði heilsutjón þeirra aldrei bætt að fullu.

Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 16:40

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Loki, ég hafði nú ekki hugsað þetta akkúrat svona - en þetta er góð hugmynd.

Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 16:41

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

næstum "sorglegt" að "götustelpa" eins og þessi hafi komist inn á þing og hvað þá í ráðherrastól, Steingrímur hér áður var vinsæll hjá skólakrökkum sem "tækifæris" fundargestur, tel þau þessi tvö séu eins og þau eru séð hrjúft yfirborð "skríll" og ribbaldar sem virða ekki almenna mannasiði, lélegt uppeldi kanski eða sjúklegur "skrílshroki"

Jón Snæbjörnsson, 9.12.2009 kl. 16:54

6 identicon

Ég myndi vilja sjá hana hverfa yfir heiðina og inn í hólinn sinn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 17:21

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Inn í hólinn? Nei þar á Jóhanna heima.

Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 17:24

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jón, Álfheiður er lifandi sönnun þess að peningar ala ekki upp krakka. Faðir hennar, Ingi R. Helgason, var milljónamæringur á þeirra tíma vísu, kommarnir útveguðu honum bitlinga og hann annaðist fjármögnun Þjóðviljans á tímum Rússagullsins. Álfheiður ólst upp í allsnægtum og þetta er afraksturinn. Venjulegt fólk myndi nú fara til lögregluþjónanna og biðja þá og fjölskyldur þeirra fyrirgefningar, en rúbludóttirin er of fín með sig til þess.

Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 17:27

9 Smámynd: Eygló

Ríkisstjórnin (og auðvitað umrædd) ku víst hafa látið fljúga á WTC líka. Ógeð!

Eygló, 9.12.2009 kl. 17:48

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þá sat ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Allt er nú þeim manni kennt um!

Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 17:50

11 Smámynd: Eygló

Nei, barnið mitt Baldur. verandi ríkisstjórn, s.k. undirbúningsstjórn, lét gera þetta. Litla* krullukrúttið var að vinna vinnuna sína. (*hef leyfi, er nokk stærri)

Eygló, 9.12.2009 kl. 17:56

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Allt veist þú Eygló.

Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 18:13

13 identicon

Álfheiður Ingadóttir hefur kjörþokka undir þolmörmörkum mínum.  Mér er fyrirmunað að skilja hvernig hertur handavinnupoki sem sér aldrei til sólar skuli vera í þessari stöðu. Mér er reyndar svo helví..margt hulið eins og t.d. sú villa þín eins vel gefin maður og þú ert skulir tala máli íhaldsins. Gæti verið húmor?

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 18:26

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk Hallgerður, þær eru margar ráðgáturnar. Íhaldið er þrátt fyrir alla sína stóru galla skásti stjórnmálaflokkurinn.

Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 18:44

15 Smámynd: Skríll Lýðsson

Mér sýnist á öllu að fólk sé nú ekki beint á móti ofbeldi miðað við lýsingar margra hvernig lögreglan hefði átt að taka á mótmælendum, það er greinilegt að ofbeldi er liðið, bara sumir sem mega beita því.

Skríll Lýðsson, 9.12.2009 kl. 19:23

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Skríll, það er ekki kallað ofbeldi þegar löggan afstýrir ver sig fyrir glæpalýð, það er kallað löggæsla.

Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 19:37

17 Smámynd: Umrenningur

Ég er ekki á því að umræddur "hertur handavinnupoki" sé látin gufa upp eins og Loki ýjar að, það gæti orsakað íllþefjandi loftmengun.

Umrenningur, 9.12.2009 kl. 20:16

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Fnykurinn í stjórnarráðinu er orðinn svo ægilegur að það munar engu.

Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 20:17

19 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ef lögreglan hefði beitt meiri og verri brögðum hefðu mótmælendur svarað í sömu mynd því miður þar sannast máltækið hart mætir hörðu. Verst þótti mér að lögreglan var notuð sem andlit stjórnarinnar henni var stillt upp en andlitin á þeim stjórnuðu földu sig bakvið.

Sigurður Haraldsson, 9.12.2009 kl. 20:23

20 Smámynd: Umrenningur

Þetta er kasúldið lið upp til hópa en líklega er handavinnupokinn (flott orð) sýnu verst, að ógleymdum verkstjóranum.

Umrenningur, 9.12.2009 kl. 20:23

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

Álfheiður var í sjónvarpinu í kvöld og það er reyndar rétt, útjaskaður og slitinn handavinnupoki kom í hugann.

Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 20:29

22 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigurður, ég hef enga trú á því. Táragas, gúmmíkúlur og rafbyssur hefðu haldið aftur af glæpalýðnum. En kannski hefði Steingrímur og liðsforingjar hans fundið einhvern snjallan mótleik.

Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 20:31

23 Smámynd: Árni Gunnarsson

Borgaraleg mótmæli eru eðlileg og við þær aðstæður sem hér voru s.l. haust voru þau óhjákvæmileg. Það er afar ósanngjarnt og reyndar ekki boðlegt að flokka þá sem þarna stóðu að og höfðu forystu- undir skríl. Þegar mótmæli verða jafn fjölmenn og þarna þá er óhjákvæmilegt að skríllinn birtist og hafi sig í frammi þegar síst skyldi.

Afskaplega veldur áð mér miklum vonbrigðum að sjá því haldið fram að þessi tiltekni ráðherra hafi hvatt fólk til að grýta lögregluna.

Árni Gunnarsson, 9.12.2009 kl. 20:59

24 Smámynd: Baldur Hermannsson

Árni, kvinna þessi bjó sjálf um bælið sem hún liggur í.

Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 21:02

25 Smámynd: Eygló

Hallgerður nú fórstu á enn hærri stall í mínu hjarta og huga: 
"hertur handavinnupoki"

Hef hugsað margt við áhorf á þessa konu en aldrei neitt jafn mergjað og ljóslifandi.  En gættu að því að viss aldur, þ.e. yngri kynslóðin hefur ekki græna glóru við hverju henni er líkt.

Tek það sérstaklega fram að ég hef ekkert vit á því hvort hún er góður starfsmaður hjá mér. Hún er bara svo óendanlega leiðinleg og herfuleg. Sá hana einu brosa og þá kom í ljós að hún er ekki einu sinni ljót!!!

Eygló, 9.12.2009 kl. 21:40

26 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já ekki finnst mér bjartur svipurinn..segi ekki meir..En lögreglan hlýtur að vera ánægð með okkur mótmælendur sem nú stöndum vaktina..Ekkert grjót eða eggjakast.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 9.12.2009 kl. 21:48

27 Smámynd: Baldur Hermannsson

Einmitt Silla, nú er það ekki Álfheiður sem stjórnar heldur siðmenntað fólk.

Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 21:51

28 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Baldur mitt starf hefur verið í mörg ár að gæta að eigum almennings þannig mótmælti ég ásamt mörg þúsund öðrum, við skulum hafa það alveg á hreinu að þeir sem börðu á lögreglunni voru mjög fáir miðað við fjöldann þar voru á ferð góðkunningjar lögreglunar sem notuðu tækifærið til að hefna sín á valdinu sem var ekki gott og lýsti heigulshátt að koma svo fram. Ég var við stjórnarráðið þegar grjótinu var kastað það var níðingsverk og þannig framkomu mun ég aldrei líða lögreglan hafði þá beitt tátagasinu sem reitti marga til reiði þá gripu menn til grjótsins.

Það er ekki gott að blanda stjórnmálamönnum inn í umræðuna og segja að þeir hafi hvatt til mótmæla því ég ætla að vona að flestir vitibornir Íslendingar skilji ástæðuna fyrir mótmælunum flestir vildu þjóðstjórn en fengu ekki vegna þess að kerfið bíður ekki upp á það því miður.

Sigurður Haraldsson, 9.12.2009 kl. 23:14

29 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigurður, það er staðreynd eigi að síður að Álfheiður eggjaði skrílinn áfram þegar svartast var, að því voru mörg vitni og þegar lögreglan tiltekur hana sérstaklega er það ekki í gamni gert. Það er líka staðreynd að mótmælaskilti voru geymd á skrifstofum VG milli óeirða, það hafa birst ljósmyndir sem sanna það. Steingrímur hótaði óeirðum og stóð við það.

Hvað þjóðstjórn varðar þá varð ég nú ekki var við þann mikla stuðning og vinn þó á fjölmennum vinnustað og hitti marga - eins og þú gerir vísast líka. Þegar Davíð Oddsson viðraði þjóðstjórn brugðust menn yfirleitt illa við og það var ekki fyrr en löngu seinna að sú hugmynd fékk brautargengi, en þá var það vitaskuld allt of seint.

Baldur Hermannsson, 10.12.2009 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 340676

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband