Jónína Ben er ljóska dagsins.

Þrjár þingeyskar ljóskur eru ofarlega í huga mér þennan regnvota laugardagsmorgunn. Það eru þær Jónína Ben, Arnþrúður Karls og Linda Pé. Þessar ljóskur eiga það sammerkt að þær rekast hvergi í flokki, þær eiga ekki samleið með dusilmennum, þær ferðast um heimsbyggðina og lenda í ótrúlegustu ævintýrum, þær töfra karlmenn með kynþokka sínum, heilla konur með dirfsku sinni og sjálfstæði, þær leggjast ótrauðar í nýsköpun, stofna fyrirtæki jafn auðveldlega og aðrir ropa eftir matinn, þær eru ástríðufullar og verður hált á tilfinningum sínum, þær steypast fyrir björg en spretta á fætur jafnharðan öflugri en nokkru sinni fyrr. Þær eru tröllkonur að burðum en álfkonur að fegurð og þokka. Mörgum þykir nóg um bröltið í þeim en enginn getur neitað því að þær eru snillingar. Svakalega værum við fátækir, Íslendingar, ef við ættum ekki þingeysku ljóskurnar þrjár.

Nú hefur Jónína Ben kvatt sér hljóðs eina ferðina enn með grein í Mogganum í dag. Það er góð þumalputtaregla að lesa allt sem Jónína skrifar og taka mark á því. Þessi regla er án undantekninga. Hún sá alla spillinguna í fjármálakerfinu og benti á hana þegar aðrir litu undan. Hún sá flærð Bónusveldisins þegar aðrir vörpuðu sér á kné og tilbáðu heilagan Jóhannes. Þegar Jónína kom í sjónvarpið og sagði sannleikann baðst útvarpsstsjóri opinberlega afsökunar á orðum hennar. Skyldi hann vera búinn að biðja hana afsökunar á afsökunarbeiðninni?

Þingeysku ljóskurnar eru konur Íslands og Jónína Ben er ljóska dagsins.

(PS Þakkir færðar Árna Gunnarssyni sem leiðrétti málvillu í þessari færslu. Árni verðskuldar þingeyska ljósku fyrir þetta.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þú ert svei mér skáldlegur í dag félagi. "Rekast hvergi í flokki" er nú auðvitað stimpill á okkur sem leyfum okkur að halda óbrenglaðri dómgreind hvað sem nánustu félagar segja. Ég er samþykkur þessari lýsingu þinni á valkyrjunum þrem og minni þig á að yfirfara pistlana þína áður en þú ýtir á "senda." Hefðirðu gert það núna þá hefðirðu örugglega ekki sagt að Jónina hefði "kveðið sér hljóðs."

(Betur að einhver minna vina væri svona hjartahlýr í minn garð.)

Árni Gunnarsson, 5.12.2009 kl. 13:27

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jú jú Árni minn, hún kveður sér hljóðs þessi elska þótt hún geri það í rituðu máli. En það er nú með þig eins og margan harðjaxlinn annan, að menn kunna ekki almennilega við að tala fallega um ykkur fyrr en þið eruð dauðir. Þá munu opnast flóðgáttir vinsemdar og væmni og vertu þá feginn að vera dauður og þurfa ekki að lesa það sem skrifað verður.

Baldur Hermannsson, 5.12.2009 kl. 13:32

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er mikið til í þessu hjá þér Baldur.  Um þessar konur vera ekki hafðir neinir ljóskubrandarar.

Magnús Sigurðsson, 5.12.2009 kl. 14:30

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe nei það er sko ekki sniðugt að hlæja á kostnað þessara kvenna.

Baldur Hermannsson, 5.12.2009 kl. 14:44

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Brandarar á þeirra kostnað geta haft ískyggilegar afleiðingar, það hefur sýnt sig.  Punsh-line-ið er " þær steypast fyrir björg en spretta á fætur jafnharðan öflugri en nokkru sinni fyrr" sem sagt, íslenskar valkyrjur.

Magnús Sigurðsson, 5.12.2009 kl. 14:54

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

.....Nú hefur Jónína Ben. kvatt sér hljóðs.........

Ætli ég þurfi að berja þig?

Árni Gunnarsson, 5.12.2009 kl. 15:34

7 Smámynd: Björn Birgisson

Rólegur, Árni!

Björn Birgisson, 5.12.2009 kl. 15:38

8 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Loksins tókst þér að skemmta mér. En ég er sammála Árna: Menn kveðja sér hljóðs.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 5.12.2009 kl. 15:58

9 Smámynd: Eygló

Eru þær þá ekki eins og spítalasýklar? Ekkert vinnur á þeim.  Það er svo oft búið að reyna að sótthreinsa, að þær hafa myndað þol og mótefni.

Við endalok heimsins verða þá aðeins eftir, - þingeysku ljóskurnar, kakkalakkarnir og spítalabakteríurnar. Eins gott að koma sér í dítox og ganga í Krossinn.

Eygló, 5.12.2009 kl. 16:02

10 Smámynd: Eygló

Árni.
".....Nú hefur Jónína Ben. kvatt sér hljóðs......... Ætli ég þurfi að berja þig? "  Níukommasjö fyrir þennan, - frá mér : )

Eygló, 5.12.2009 kl. 16:03

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk Árni, synd að þú skyldir ekki ná í mig til að berja mig. Ég er búinn að leiðrétta þetta og færi þér jafnframt þakkir neðanmáls og frómar óskir um holla dægrastyttingu.

Baldur Hermannsson, 5.12.2009 kl. 17:39

12 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Kveðja sér hljóðs eða kvatt sér hljóðs. Ekki láta svona við Baldur. Er hann í stafsetningarprófi í beinni :) Pistillinn er góður - óður til fljóða sem hljóta allar að hafa í sér einhver DNA erfðamengi frá ónefndum kvenskörungum á landnámsöld.

Guðmundur St Ragnarsson, 5.12.2009 kl. 17:40

13 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hvar væri bloggið án Árna og Björns nú svo auðvitað Baldurs :)

Finnur Bárðarson, 5.12.2009 kl. 18:28

14 Smámynd: hilmar  jónsson

Árni er alltaf beittur.

Linda P og Jónína fá alveg mitt atkvæði, en Arnþrúður mætti fara í endurnýjun...gott ef ekki endurvinnslu..

hilmar jónsson, 5.12.2009 kl. 19:00

15 Smámynd: Björn Birgisson

Kæru vinir! Árni sýndi einungis fram á að Baldur væri ekki fullkominn hvað móðurmálið varðar. Hver er það svo sem? Mér finnst hann fullkominn að flestu leyti, svona gegn um tölvuskjáinn séð. Þegar fullkomnun er metin skipta skoðanir viðkomandi engu.  Okkar skoðanir á annarra manna skoðunum eru léttvægar. Hver og einn verður að standa fyrir sínu bulli. Baldur er að mínu mati skemmtilegasti bloggari sem ég hef fyrirhitt hér. Amen. 

Björn Birgisson, 5.12.2009 kl. 19:38

16 Smámynd: hilmar  jónsson

Ég verð í framhaldi af kommenti Björns að gera smá játningu: Fyrir nokkrum mánuðum síðan rifumst við Baldur heiftarlega á einhverri síðu ( Í kringum mótmælin á Austurvelli að mig minnir ), og fuku þar stór og heit orð á báða bóga. En ég er einhvernvegin þannig sniðinn að ég kann ekki að vera fúll lengi ( svona fyrir utan eðlislæga fýlu )

Ég er í grundvallaratriðum ósammála Baldri, en ég kann vel að meta kjaftháttinn og hráa húmorinn hans, Hef því gaman af því að þjarka við kallinn..

hilmar jónsson, 5.12.2009 kl. 19:49

17 Smámynd: hilmar  jónsson

P.s.. Áskil mér hinsvegar rétt á því verða arfafúll aftur..

hilmar jónsson, 5.12.2009 kl. 19:51

18 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Mig langar að leggja orð í belg  Baldur heldur hér gangandi virkilega góðri síðu..Hrár húmor eins og Hilmar segir réttilega en ekki síður það sem ég dáist að..að þora að setja fram það sem hann hugsar hverju sinni. Ég fer í fýlu þegar hann tekur sér blogghlé. Þrátt fyrir alla karlrembu hans!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 5.12.2009 kl. 20:17

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hilmar og þið hin og við öll - myndum við nenna að blogga yfirleitt ef allir væru alltaf sammála um allt? Nei ég held ekki. Við erum af öpum komin og það er löngu sannað að apar hafa þörf fyrir rifrildi. Hilmar er ástríðufullur í sínum skoðunum og hann gerir alveg rétt í því að dangla í mig og aðra þegar honum er misboðið. Við minnumst orða þýska spekingsins: það sem ekki drepur oss gerir oss sterkari.

Baldur Hermannsson, 5.12.2009 kl. 20:21

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

En það er eins og mig grunaði - allur þorri Íslendinga hefur sterkar taugar til þingeysku ljóskanna. Ég er ekki hissa þótt mönnum þyki mismikið til þeirra koma. Oft verður mér reikað þar sem karlmenn eru að skipta um dekk eða dytta að bifreiðum á verkstæðum eða þar sem konur sitja með kaffibolla og hjala um tilveruna, og heyri þá fólkið ræða um þingeysku ljóskurnar þrjár, og þá er sláandi að sérhver maður hefur dálæti á einni ljóskunni annarri fremur. Það mætti líklega skipta þjóðinni eftir ljóskum: það er Jónínufólkið, Lindufólkið og Arnþrúðarfólkið.

Ég hef margsinnis tekið eftir því að flestar konur tilheyra Lindu-hópnum, en sjálfur tvínóna ég milli Jónínu-hópsins og Arnþrúðar-hópsins. Aðalatriðið er auðvitað að hver maður fái að eiga sína þingeysku ljósku í friði.

Baldur Hermannsson, 5.12.2009 kl. 20:27

21 Smámynd: Offari

Jónina frænka stendur sig eins og góðum Þingeying sæmir.

Offari, 5.12.2009 kl. 21:13

22 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sammála, hún á alltaf síðasta orðið.

Baldur Hermannsson, 5.12.2009 kl. 22:21

23 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Hversu mikið mark er takandi á manneskju sem telur sig geta læknað öll mannleg mein með kuklkenndu detoxi og stólpípum?

Páll Geir Bjarnason, 6.12.2009 kl. 00:59

24 Smámynd: Baldur Hermannsson

Páll, ég er nú svo illa að mér í læknavísindum að ég get ekki svarað þessu. En er hún virkilega að lækna öll mannleg mein með stólpípu? Pípan sú hlýtur að vera bæði löng og víð.

Baldur Hermannsson, 6.12.2009 kl. 01:05

25 Smámynd: Steingrímur Helgason

Undarlegt ljózkublæti þarna á ferð hjá þér, atvinnubótapúttaranum.

Ninna má alltaf eiga það að hún er hrein & bein í zínu, auddað & má alveg brúka zína enýmu fyrir mér.

Þú ert maður að meiri þegar 'Áddni' leiðréttir þig, truzd mí...

Steingrímur Helgason, 6.12.2009 kl. 01:12

26 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það stækka allir þegar Árni vandar um við þá, ég verð að segja það. En mér skilst að Jónína hafi detoxað Geira goldfinger og hann kom til baka frá Póllandi heilagur maður.

Baldur Hermannsson, 6.12.2009 kl. 02:05

27 Smámynd: Kama Sutra

Voru þeir ekki saman í stólpípu hjá Jónínu, Geiri Gull, Gunnar í Krossinum og Árni Johnsen?  Skömmu síðar varð Gunnar afhuga konunni sinni...

Kama Sutra, 6.12.2009 kl. 03:58

28 identicon

Einhver bilun kemst ekki inn í aðgangi mínum.

Ég hrífst af dugnaði allra, ekki síst kvenna. En spyr enn og aftur var Jónína Ben ekki innherji í þeim skilningi að verða vitni af umræðum meðan allt lék í lyndi hjá henni og Jóhannesi? Er það ekki siðleysi hjá henni að taka 90 gráðu beygju þegar því sambandi lauk sem hún hugsanlega naut góðs af?

Engin skal vanmet smáða konu það veit Hallgerður sem dró það við sig að gefa hári  úr sínu á ögurstund Njáls..Eða halda menn að það sé eitthvað nýtt undir sólinni? Hugsaðu málið kæri vinur. Og nuddaðu þess glýju úr augunum á þér segir kona ein sem vill hag þinn sem mesta.

Langbrókin (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 11:06

29 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kama Sutra, jú þeir voru víst saman, kannski hefur Gunnar í Krossinum gert ógurleg mistök - hann hefur ætlað sér að afsukka Geira goldfinger en sukkið hefur þá færst yfir á hann sjálfan, en Geiri er orðinn sannheilagur maður.

Baldur Hermannsson, 6.12.2009 kl. 11:39

30 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þú ert nú alltaf svo heil í öllu sem þú segir og gerir kæra Langbrók, en það gerir mann ekki að innherja þótt hann heyri á tal manna. Ég held að hann þurfi að vera þar í starfi sínu, en það var Jónína ekki. Hún hefur reyndar alveg hreinsað sig af því að hafa haft eitthvað gott af Bónus-Jóa, fremur var það á hinn veginn, því hann kom arkandi með plastpokann til hennar eins og hendir margan karlmanninn, og þarf ekki að fara langan veg til að leita slíkra dæma.

Baldur Hermannsson, 6.12.2009 kl. 11:43

31 identicon

Jæja Baldur minn er ekki annars allt gott í fréttum gæskur'?? Einn ljóskunni tel ég ofaukið þarna en dáist að hinum tveimur. En ég hef alltaf haldið að Linda væri frá Vopnafirði og eftir því sem ég best veit tilheyrir enn Múlaprófastdæmi.

(IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 12:08

32 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já Linda er frá Vopnafirði en á þessum slóðum eru allir undan öllum svo það breytir engu, þar að auki held ég að hún sé ættuð að norðan. En við verðum að hafa þær allar þrjár, Urður, Skuld og Verðandi þú skilur.

Baldur Hermannsson, 6.12.2009 kl. 13:06

33 Smámynd: Kommentarinn

Páll: "Hversu mikið mark er takandi á manneskju sem telur sig geta læknað öll mannleg mein með kuklkenndu detoxi og stólpípum?"

Sammála. Það er ekki nokkur leið að taka mark á svona liði...

Kommentarinn, 6.12.2009 kl. 15:26

34 identicon

Það er allt í það fína að gagnrýna skrif Jónínu.  En er einhver sérstök ástæða til að draga Lindu og Arnþrúði inn í þessa umræðu?  Þarf alltaf að gera lítið úr öðru fólki?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 15:39

35 Smámynd: Baldur Hermannsson

Vaknaðirðu illa, Bjarnason?

Baldur Hermannsson, 6.12.2009 kl. 16:14

36 Smámynd: Offari

Linda fæddist á Húsavík þótt hún hafi flutt til Vopnafjarðar ung að aldri. Alltaf ef einhver Íslendingu ber af er hægt að rekja Þingeyskar ættir viðkomandi aðila.

Offari, 6.12.2009 kl. 22:22

37 Smámynd: Baldur Hermannsson

Offari, þessu halda Þingeyingar gjarnan fram en þeim skjátlast. Suður-Þingeyingar voru með einkennilega þróað samfélag fyrir 150 árum, einkum í Mývatnssveit, en upp til hópa eru þeir miklir samfélagsþrasarar og drýldnir Framsóknarmenn. Norður-Þingeyingar eru skárri, fátækir og umkomulitlir en þar glittir þó víða í góða vitsmuni og jafnvel skáldgáfu.

Baldur Hermannsson, 6.12.2009 kl. 22:33

38 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nokkuð góð skilgreiningin þín Baldur á því sem aðgreinir Suður-og Norður-Þing. Þar má gleggst finna rætur þess ófétis sem sem búið hefur um sig í þínu rotna hugskoti.

En; "margt kemur upp þegar hjúin deila". Það er kominn "nýr flötur" á öndvegisritið Njálu með því að upplýsa um að Hallgerði hafi verið drumbs með að redda Njáli á Bergþórshvoli um hárlokk í bogastrenginn! Ekki lái ég Gerðu þetta svo mjög því engin dæmi sé ég í umræddri bók um að Njáll hafi neitt kunnað með svo nákvæmt og um leið stórhættulagt vopn sem boga að fara.

Árni Gunnarsson, 7.12.2009 kl. 13:32

39 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta eru stórtíðindi ef sönn reynast. Í hvaða doktorsritgerð lastu þennan fróðleik um Gerðu?

Baldur Hermannsson, 7.12.2009 kl. 13:47

40 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Hallgerður Langbrók var kona Gunnars Hámundarsonar á Hlíðarenda í Fljótshlíð. Nafna hennar, sú er hér ritar ætti að lesa Brennu Njáls sögu sér til skemmtunar.

Guðmundur Jónsson, 7.12.2009 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 340679

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband