Leyfum skáldunum að ljúga

Jónas Freydal er orðhagur maður og drátthagur mjög, eins og fram hefur komið í málverkafölsunarmálum. Hann hefur níu líf eins og kötturinn og það er sama hve oft og hve harkalega tilveran fleygir honum fram af klettasnösum, alltaf skal Jónas Freydal koma standandi niður. Menn þurfa ekki annað en gúggla Jónas Freydal og þá þyrlast um fornar fréttir af svikum, fláræði, þjófnuðum og fjárdrætti, því Mr. Google þekkir Jónas betur en hann þekkti norska seðlabankastjórann hér um árið.

Nú hefur Jónas unnið fyrir sér um hríð með því að segja útlendingum lygasögur af draugagangi. Það hefur alltaf tíðkast hér á landi að ljúga að útlendingum og kom okkur ekki í koll fyrr en við gerðum þau mistök að leggjast í útrás með lygina, svikin og prettina að vopni.

Ég hef alltaf samúð með mönnum sem rekast illa í tilverunni en freista þess að bjarga sér sjálfir í stað þess að leggjast upp á sjóðakerfið. Ég get nú ekki séð að Jónas Freydal hafi unnið mikinn skaða með þessum glæfralegu sögum sínum. Skáldin eru sískrifandi um dauða menn og lifandi og gera þeim upp allskonar tilburði til þess að skemmta lesendum sínum og þiggja hrós fyrir. Halldór Kiljan samdi sögur, sem þóttu góðar, um látna og lifandi. Nú síðast hefur Böðvar Guðmundsson skrifað langa frásögn sem öll byggist á æviferli Bruno Kress, sem liggur dauður í þýskri mold og getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér.

Er nú ekki hyggilegast að skrúfa niður í ofstopanum og leyfa manninum að vinna fyrir sér með skemmtilegum skröksökum, sem engu tjóni valda? Leyfum skáldunum að ljúga.


mbl.is Falsaðar sögur af látnum ekki líðandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hvernig er með Sólveigu eða Solveigu í sögunni um séra Odd frá Miklabæ? Enginn hefur fett fingur út í kvæði Einars Benedeiktsson sem gerir hana bæði að morðingja og afturgöngu. Þessi kona var til og samtímaheimildir bera henni vel söguna að sögn sr. Ragnars Fjalars Lárussonar.

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.12.2009 kl. 12:47

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þörf og góð ábending, meistari Sigurður. Verða þjóðsögurnar ekki bannaðar í kjölfarið á þessari hysteríu?

Baldur Hermannsson, 5.12.2009 kl. 12:51

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Snilldarpistill!

Á nú að fara að banna lygasögur á Íslandi? Hvar endar þetta? Ef bannað verður að ljúga, hvað á þá fólk að tala um? Hvernig ætla pólitíkusar og bankamenn að fara að, ef lýgi verður bönnuð?

Ef íslensk lýgi er í útrýmingarhættu, þarf að koma með aðgerðir lýgi almennt til verndar ... 

Óskar Arnórsson, 5.12.2009 kl. 14:27

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Óskar, svo þarf náttúrlega að finna einhvern Evrópudómstól til að skera úr um hvaða lygi sé leyfileg og hver ekki. Þingmenn njóta þinghelgi og mega ljúga í pontu þótt aðrir þurfi að gæta tungu sinnar. Svo hverfa auðvitað skáldsögurnar úr hillunum fljótlega.

Baldur Hermannsson, 5.12.2009 kl. 14:43

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Maður hugsar með hryllingi til þess að þurfa að sortera lygasögurnar. Þingmenn eru virðuleg skáld og það er allavega gott að vita það og geta treyst því að þeir ljuga bara þegar þeir tala. Evrópudómstóllinn gæti bannað einhverja mikilvæga tegund af íslenskri lýgi.

Mér verður strax hugsað til Jólasveinsins og Storksins sem kemur með börnin. Hvað á maður að segja við börnin ef það verður bannað að ljúga? Það er agalegt að láta fólk vaða uppi sem vill fá einhvern sannleika inn í alla umræðu. 

Það hefði t.d. aldrei gengið svona vel í útrásinni, ef lýgi hefði verið bönnuð. Norðurljósin hefðu aldrei selst eins auðveldlega hjá Einari Ben í den. Hann var alltaf kallaður skáld, þó hann hafi logið sig gegnum lífið.

Íslensk mennig er svolítið sérstök. Ef menn skrifa niður lýginna í bók, þá eru menn skáld. Það er miklu fínna. Alþingismenn yrðu aldrei kosnir á þing ef þeir kynnu ekki að ljúga. Það er ætlast af þeim að þeir geri það almennilega.

Og svo dagblöðin og blaðamenn? Sjónvarpið? Eiga þeir að byrja á því að segja satt? nei, það er ekkert pláss fyrir svona stórar breytingar á þjóðfélaginnu. 

Ísland er fallegasta land í heimi, besta land í heimi, við eru rík af fiski, hvölum og selum sem við verjum með kjafti og klóm að ekki séu svöng. Tvöfaldan fiskikvóta fiskiskipaflotans mötum við þessi fallegu dýr með heimsmeti í rausnarskap. Sem engin þjóð getur keppt við.

Fallegustu konur í heimi eru þar líka. Hvaða önnur þjóð getur keppt við þessa þjóð? Ekkert annað land!!!

Tek það fram að ég bý ekki á Íslandi... 

Óskar Arnórsson, 5.12.2009 kl. 15:25

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk Óskar fyrir þessa snotru helgar-hugleiðingu sem á erindi við okkur öll sem á hólmanum búa.

Baldur Hermannsson, 5.12.2009 kl. 17:40

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Lygin hefur lengi verið stórlega vanmetin á Íslandi. En það er auðvitað ekki vandalaust að vera góður lygari. Þar dugar ekki neinn lærdómur, þetta þarf að vara meðfætt og eðlislægt og renna fram eins og tær fjallalækur.

Árni Gunnarsson, 5.12.2009 kl. 18:33

8 identicon

Nú er komið í ljós að til er fólk sem sárnar illt umtal um látin ættmenni sín.  Sýnum þessu fólki tillitsemi.  Sigurði, Baldri og Óskari er síður annt um ill umtal um látin ættmenni sín.  Besta leiðin til að styðja Jónas í þessu framtaki er að ljá honum nöfn ættmenna ykkar og hans eigin skyldmenna ásamt upplýsinga um núverandi legustað þeirra, vafalítið liggja einhver þeirra innan borgarmarkanna.  Þannig er tryggt að særindi séu sem minnst, lygin lifir áfram og að Jónas þarf ekki að leggjast á sjóðakerfið sökum hörundsæris samferðamanna sinna.  Margi fuglar, einn steinn.

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 19:41

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Góð hugmynd Björn Jónasson, aldrei bregst þér bogalistin. Árni er nú svo vel ættaður að eiga að forföður næstlygnasta mann Íslandssögunnar, sem var hinn eini sanni séra Árni í Vondu fólki.

Afi minn, Gunnar Jónsson, var samt sýnu lygnari þótt ekki sé hann jafn þekktur, því Hæstiréttur Íslands gaf út vottorð nálægt 1930 þar sem segir að hann sé svo lyginn að undrum sæti.

En Jónasi Freydal er vitaskuld heimilt að segja allar þær draugasögur af mér sem honum sýnist, þegar ég ligg í moldu nár. Feginn er ég að geta stutt einkaframtakið, lífs og liðinn.

Baldur Hermannsson, 5.12.2009 kl. 20:34

10 Smámynd: Offari

Mér finnst   tölverður _unur á skáldskap og lygi.   Fyrirgefið einhver stal óvart staf úr tölvuni.

Offari, 5.12.2009 kl. 21:18

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

Tek undir með Árna. Fallega orðuð lýgi er alltof mikið vanmetin.

Það er alveg rétt hjá Birni hérna að það þarf að sýna aðgát í tali um látna ættinga fólks. Enda eru skrif mín ekki ætluð til að særa neinn.

Að þetta draugasögumál hafi yfirleitt verið umfjöllunarefni í dagblaði, segir margt um hvað er heilagt og hvað ekki...þetta sníst um hvað sé fjallað um opinberlega og hvað ekki..  

Óskar Arnórsson, 5.12.2009 kl. 21:29

12 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Leiða-sögu-maður

Páll Geir Bjarnason, 5.12.2009 kl. 21:32

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Afi minn hafði óbeit á lygurum Baldur minn. Og hann sagði að Snæfellingar væru snillingar í að ljúga með þögninni.

Árni Gunnarsson, 6.12.2009 kl. 00:35

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

þögn er versta lýgin Árni minn. Mér var refsað sem strák með alvöru þagnarpyntingum. Mikið ósköp hefði ég viljað vera lamin í staðin upp á gamla mátan...

Óskar Arnórsson, 6.12.2009 kl. 00:40

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

Árni, þú manst hvað sagt var um afa þinn og Þórberg? Vera má að afi þinn hafi alls ekki verið lyginn, ekki er ég fær um að dæma það, en goðsögnin varð nú samt til og hennar máttur er mikill.

Baldur Hermannsson, 6.12.2009 kl. 00:52

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Óskar, alltaf kemur þó á óvart. Hvernig lýsa þagnarpyntingar sér?

Baldur Hermannsson, 6.12.2009 kl. 00:52

17 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Sýnist hann vera að beita þeim á þig núna Baldur, af hörku!

Páll Geir Bjarnason, 6.12.2009 kl. 01:26

18 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég trúi nú varla að þagnapyntingar komi þér á óvart. Alla vega gengur hún alþjóðlega undir nafninu "Silent treatment" og er ein barnapyntinga aðferð sem til er og stýritæki á fullorðana.

Það krefst barnatrausts á unga aldri til fullorðinna, enn einhvers tilfinningasambands á fullorðinsárum...svo er fólk bara stýrt með harðri hendi með þessari aðferð.

þetta er svona "hvunndagssálfræði" í mínum heimi.... 

Óskar Arnórsson, 6.12.2009 kl. 01:29

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta skýrir ekkert út fyrir mér en kannski ég gúggli silent treatment, geymi það þó til morguns. Kannski væri sniðugast af stjórnarandstöðunni að beita þau Steingrím og Jóku þagnarpyndingum. Mætti segja mér að þau verði orðin framlág eftir viku stanslausar þagnarpyndingar.

Baldur Hermannsson, 6.12.2009 kl. 02:08

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jæja, ég gúgglaði silent treatment. Ég hef oft rekist á þetta á vinnustöðum þar sem mórallinn er ekki alveg í lagi. Menn frysta þá hver annan. Svo eru vinnustaðir þar sem þetta þekkist ekki. Er á einum slíkum núna.

Baldur Hermannsson, 6.12.2009 kl. 02:12

21 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já, líklegast er auðveldast að skýra þetta út sem t.d. einelti á vinnustöðum. Ég veit bara að 250 - 300 manns fremja sjálfsmorð á ári á vinnustöðum í Svíþjóð. þeir eiga alltaf langa sögu af að hafa verið beittir þessu skítabragði. Allir skilja þetta rosa vel eftir hvert dauðsfall. Þetta er kanski flóknara enn hægt er að skýra út í nokkrum línum.

Ég er á algjörlega frábærum vinnustað í Svíþjóð, enn þar þýðir ekkert fyrir fólk að þykjast ekki vita af þessu. Enda er alveg þrumugóður mórall hérna. Og þar er þessi möguleiki ræddur yfir kaffibolla. 

páll Geir kann þetta greinilega..

Óskar Arnórsson, 6.12.2009 kl. 03:21

22 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei þetta getur ekki kallast einelti, þetta er miklu líkara venjulegu fýlukasti. Stundum þarf maður að nota þetta á kellinguna ef hún er með uppsteit.

Baldur Hermannsson, 6.12.2009 kl. 11:36

23 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Satt og rétt!   Góður pistill!

..þeir sem halda að draugasögur séu sannar eiga það líka skilið að láta ljúga að sér.

Viðar Freyr Guðmundsson, 6.12.2009 kl. 14:36

24 Smámynd: Baldur Hermannsson

Viðar, nákvæmlega - kvikmyndir, skáldsögur, allt eru þetta lygasögur sagðar fólki til skemmtunar. Undir niðri hljóta allir að vita að draugasögur eru jafn mikill uppspuni og hryllingsmyndir í kvikmyndahúsunum. Ég væri alveg til í að fara í draugaferð með Jónasi Freydal og borga honum fyrir að ljúga að mér, aðalatriðið er að hann sé skemmtilegur.

Baldur Hermannsson, 6.12.2009 kl. 14:46

25 Smámynd: Óskar Arnórsson

Á kellingunna? Já, það er sniðugt!..hehe..

Óskar Arnórsson, 7.12.2009 kl. 18:17

26 Smámynd: Baldur Hermannsson

Og þetta hollráð kostar ekkert, Óskar!

Baldur Hermannsson, 7.12.2009 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 340340

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband