Ég fyrirgef honum af fúsu hjarta

Þessi frábæri kylfingur biður um fyrirgefningu og hér með veiti ég hana af fúsu hjarta. Ungir karlmenn lenda í freistingum. Þannig hefur það ávallt verið og mun ávallt verða. Sigurverk hormónanna lætur ekki að sér hæða. Og kvenlegur yndisþokki er ekkert lamb að leika sér við.

Við sem höfum marga fjöruna sopið vitum að öllum hjónaböndum hlekkist á fyrr eða síðar. Listin er alls ekki sú að stýra hjá boðunum, því þeir leynast þar sem enginn á von á þeim. Nei, listin er að fyrirgefa.

Mér er vel við Tiger Woods því hann er flottur kylfingur, sveiflan hans er ein sú fallegasta í öllum heiminum, og hann er ungum mönnum fyrirmynd um einbeitni og sigurvilja. Nú spenni ég greipar og vona að Elín kunni listina að fyrirgefa, því leiðin til lífshamingju er vörðuð einlægum fyrirgefningum.

 


mbl.is Tiger segist hafa brugðist fjölskyldu sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Æi já ég líka ;)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 2.12.2009 kl. 16:26

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gott Silla, mig hefur lengi grunað að þinn kæri Gunnar væri vel kvæntur!

Baldur Hermannsson, 2.12.2009 kl. 16:27

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Gerði hann eitthvað af sér????

Jóhann Elíasson, 2.12.2009 kl. 16:54

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Kaninn er ótrúlegur. Af hverju sagði ekki Woods bara að þau hafi rifist eins og vera ber og eiginkonan stútað afturrúðunnni og verið heitt í hamsi. Aðrar þjóðir hefðu geispað af áhugaleysi.

Finnur Bárðarson, 2.12.2009 kl. 16:54

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei Finnur, þetta er ekki svona einfalt. Strákurinn hefur leikið lausum hala en verið flinkur að fela slóðina. Nú komast slúðurblöðin í feitt. Svo kemur Monicu-heilkennið. Tiger verður bad guy en Elín verður kvenhetja sem aðrar konur dást að og styðja.

Baldur Hermannsson, 2.12.2009 kl. 17:06

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe Jóhann, ég var nú ekki beinlínis að ýja að slíku!

Baldur Hermannsson, 2.12.2009 kl. 17:06

7 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Þið eruð bjartir....

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 2.12.2009 kl. 17:12

8 Smámynd: Björn Birgisson

19. holan reynist mörgum erfið!

Björn Birgisson, 2.12.2009 kl. 17:31

9 Smámynd: Finnur Bárðarson

Björn, He, he, he, :)

Finnur Bárðarson, 2.12.2009 kl. 17:39

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nákvæmlega Björn - og best að enginn kasti nú fyrsta steininum því allir eigum vér heima í glerhúsum.

Baldur Hermannsson, 2.12.2009 kl. 17:40

11 Smámynd: Offari

Ég get nú ekki fyrir gefið Tiger er hann púutað frá áttundu holuni og varð því af fugli.

Offari, 2.12.2009 kl. 18:05

12 Smámynd: Finnur Bárðarson

Eru 20 inni í myndinni ???

Finnur Bárðarson, 2.12.2009 kl. 18:10

13 Smámynd: Offari

Nei Finni. 20 var of mikið fyri þriggja pela flöskuna átján þótt henta flestum. Þótt sumir láti sér níu nægja.

Offari, 2.12.2009 kl. 18:14

14 Smámynd: Finnur Bárðarson

Jæja níu er ósköp hóflegt á góðu kveldi Offari

Finnur Bárðarson, 2.12.2009 kl. 18:15

15 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

"You have enemies? Good. That means you've stood up for something, sometime in your life." Winston Churchill

ólíklegt að Tiger falli undir þetta að hvað

Jón Snæbjörnsson, 2.12.2009 kl. 18:20

16 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ef þið skoðið myndbandið þá á hann Karl Wernersson hús við rétt við hliðina á Tiger - ekki dónalegt það

Jón Snæbjörnsson, 2.12.2009 kl. 19:07

17 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvað ertu að segja - var það kannski Kalli sem hringdi í neyðarlínuna? Menn hafa undrast að sá sem hringdi skyldi ekki geta þess að meðvitundarlausi ökumaðurinn væri Tiger Woods, en Kalli hefur náttúrlega ekki vitað að þetta var hann.

Baldur Hermannsson, 2.12.2009 kl. 19:09

18 identicon

Flest bloggin um þessa Tiger frétt eru frá körlum, svona miðaldra íslenskum karlpungum, sem vona að "allt fari nú vel" eftir þetta feilspor hjá Tiger. Þið vonið að eiginkonan hans kunni þá list að fyrirgefa og þvaðrið svolítið áfram á þessum nótum. Samúðin er öll með brotamanninum. Líklega vegna þess að þið elskið golf eða eruð hrifnir að Tiger Woods.

Þið eruð hinsvegar blindir á tilfinningar konunnar hans. Og blindir fyrir þeirri staðreynd að hann hefur yfirburðastöðu gagnvart hennii. Hann er sá frægi, hann á auðævin. Og aðdáun hálfrar heimsbyggðarinnar. Þessi kjánalega yfirlýsing hans er í fyrsta lagi ekki samin af honum sjálfum, heldur PR liði sem fékk svolítið Crisis Management verkefni út úr þessu. Í öðru lagi er ekkert að marka hana. Hann er ekki háður neinni fyrirgefningu Elínar. Auðvitað vill hann vera áfram með henni, og halda áfram með framhjáhald síðar meir - því það er spennandi. Og hún þarf að sætta sig við áframhaldandi hjónaband með Tiger. Hún leggur örugglega ekki í að skilja við hann og það veit karl.

Þetta snýst ekkert um hjónabönd og fyrirgefningar. Þetta snýst um kúgun kvenna. Sem er mikið böl. Þegar þetta er sett í sápukennda yfirlýsingu sem þið karlgreyin gleypið við eins og rjómaskyri, þá breytist ekkert.

Annars er ég karlpungur líka. En finnst Tiger ekkert sniðugur. Samúðin er með konunni hans.

Steini. (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 20:07

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Steini, vafalaust hefur það sín áhrif á okkur þessa miðaldra karlpunga, sem þú kallar svo, hvað sveinninn Tiger er góður í þeirri íþrótt, sem við sjálfir stundum við lítinn orðstír. En þetta er nú einu sinni sérgrein kenna, að fyrirgefa karlmönnum hliðarsporin. Þær leysa þau verkefni með mismiklum sóma, en þau eru fallegt par og ég vona að hún láti þar við sitja að berja bílinn hans. Það er líka margreynt að hjónaskilnaður hefur slæm áhrif á feril afreksgolfara. Það er eins og þeir glati þessari hárfínu einbeitingu sem þeir verða að hafa óskerta í harðri keppni. Já, ég vona að stelpan fyrirgefi honum og gleymi þessu. Hann þarf að eiga gott heimili og á það örugglega skilið þótt hann hafi þarna lent í veseni.

Baldur Hermannsson, 2.12.2009 kl. 20:14

20 identicon

Þú slærð þessu meira eða minna upp í grín. Gott og vel. Þitt val.

Ég vil sýna þér virðingu að koma með eitt efnislegt andsvar í viðbót.

Tiger og þú eruð greinilega það sem gæti flokkast til fullorðinna mömmustráka sem ætlist sífellt til þess að mömmur fyrirgefi óknytti. Haldið síðan áfram að vera óþekkir á fullorðinsárum og setjið eiginkonuna í hlutverk mömmunnar. Og krefjist áfram að þær fyrirgefi á færibandi svo þið getið haldið áfram að sýna særandi hegðun. Að fyrirgefning sé "sérgrein kvenna" er einhver hugmynd sem kallpungar hafa étið gagnrýnislaust upp eftir öðrum. Hugsa sjálfstætt strákar!!

Þér dettur ekki í hug að Tiger og fleiri eigi að taka ábyrgð á gerðum sínum, sem í þessu tilviki var að virða hjúskaparsáttmálann - úr því gengið var í hjónaband á annað borð. Það heitir að fullorðnast og líta á eiginkonuna sem jafningja sinn en ekki staðgengil mömmu gömlu sem fyrirgefur allt og veitir síðan gott heimili og kakóbolla handa tárvotum drengsa að kvöldi.

Steini. (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 20:46

21 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Kalli eða Kristinn Björns þeir eru báðir þarna í hverfinu - hugsa þó Kalli en ekki viss

Jón Snæbjörnsson, 2.12.2009 kl. 20:55

22 Smámynd: Björn Birgisson

Tiger Woods er svo ríkur að hann þarf enga eiginkonu.

Björn Birgisson, 2.12.2009 kl. 21:00

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

Steini, ég las athugasemd þína upphátt fyrir hana Jónu mína og hún segir að þetta sé allt hverju orði sannara hjá þér, en ég sé alls ekki sá versti því þetta sé mjög ríkt í karlmönnum yfirleitt að líta svona á hlutina - en svona hegðun sé þó ekki afsökunarverð (hennar eigin orð).

Jæja þá. Ég fer nú ekki að þræta við hana Jónu mína, svo mikið er víst.

Baldur Hermannsson, 2.12.2009 kl. 21:49

24 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jón, ansi skemmtilegt - heldurðu nokkuð að flagarinn Tiger hafi nokkuð verið að kássast upp á þeirra jússur?

Baldur Hermannsson, 2.12.2009 kl. 21:50

25 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, sjálfsagt er þetta rétt hjá þér svona röklega séð, en ég held að afrekskylfingur verði að eiga trausta og góða eiginkonu sem bíður eftir honum með kakóbollann þegar hann kemur heim með bikarana.

Baldur Hermannsson, 2.12.2009 kl. 21:51

26 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hvað veit maður Baldur,  ef áfengi er haft um hönd

Jón Snæbjörnsson, 2.12.2009 kl. 22:04

27 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hummmmm, þú býrð víst á Seltjarnarnesinu - þar eru menn nú engir nýgræðingar. Hummmmmm.

Baldur Hermannsson, 2.12.2009 kl. 22:11

28 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

nei en ekki allir þó, einhverjir kanski hafa "stungið" staf sýnum niður víðar en aðrir - en ekki orð um það meir

Jón Snæbjörnsson, 2.12.2009 kl. 22:19

29 Smámynd: Baldur Hermannsson

....ekki orð um það meir

Baldur Hermannsson, 2.12.2009 kl. 22:23

30 identicon

Ég á voðalega erfitt með að fyrirgefa honum, helst þá vegna þess að ég veit ekki alveg hvað það er sem ég á að hafa út í hann að sakast.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 05:28

31 Smámynd: Baldur Hermannsson

Helgi, gerðu bara þitt besta.

Baldur Hermannsson, 3.12.2009 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 340676

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband