Gríðarþungt kjaftshögg fyrir íhaldið

Þessi könnun er ekkert minna en gríðarþungt kjaftshögg fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Við sitjum nú uppi með verstu ríkisstjórn mannkynssögunnar, drukkna þingmenn og þöngulhausa í ráðherrastólum, en stjórnarflokkarnir halda samt fylgi sínu.

Það er óþjált í munni að kalla þau Steingrím og Jóhönnu landráðamenn, en sú ákvörðun þeirra að drepa niður allt þjóðlíf til að fullnægja útlendum frekjudollum og neyða Ísland til að borga æðisgengnar fjárhæðir sem okkur ber engin skylda til að greiða, er ekkert annað en landráð. Samt halda þau fylgi sínu.

Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki þverskallast lengur við því að hlusta á þennan úrskurð kjósenda. Hann þarf að ráðast í hreingerningu á heimilinu og það sem allra fyrst. Hann getur ekki borið við neinum afsökunum. Það er nú eða aldrei.

Framsóknarflokkurinn á við ýmsan innri vanda að etja, hefur mér skilist, og á þar að auki í höggi við spillingarvofuna, sem lengi hefur átt sé ylvolgt hreiður á framsóknarheimilinu - en nýr formaður flokksins er skarpskyggn maður og ég bind miklar vonir við hann. Þar fer ágætismaður og vísir að leiðtoga.

Kjaftshögg fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en að hætti okkar karlrembusvína væri kannski nær að tala um pungspark


mbl.is Litlar breytingar á fylgi flokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Svona svona... það birtir til hjá ykkur seinna.. kannski eftir svona 25-30 ár.. allavega vonandi ekki fyrr en eftir minn dag..

hilmar jónsson, 2.12.2009 kl. 20:13

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk fyrir auðsýndan vinarhug. Maður fer sko ekki í geitarhús að leita ullar þar sem þú ert, Hilmar.

Baldur Hermannsson, 2.12.2009 kl. 20:16

3 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Sjálfstæðismenn eru ótrúverðugir. Það er bara svona einfalt. Hverjir eru stuningsmenn þeirra á þinginu núna? "Hreyfingin" döh. og X-Bje. á að fá þetta gengi í stjórn til að gera það sama og Jóhanna! Fólk nennir ekki að horfa uppá það einusinni.

Gísli Ingvarsson, 2.12.2009 kl. 20:32

4 identicon

Vandamálið við þinn flokk er að þar finnst enginn forystusauður lengur. Bjarni er afar ótrúverðugur í því hlutverki svo vægt sé til orða tekið og engin í sjónmáli.  það er spurning hvort þú verður ekki að fara gefa kost á þér svona til að hrista aðeins upp í liðinu?? það er þá í það minnsta hugsanlegt að einhver kvenskörungur mundi stökkva fram til að koma í veg fyrir að karlrema kæmist í stólinn

(IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 20:37

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

tek heilshugar undir með þér Baldur,

Að mínu mati er Bjarni Ben er ekki ótruverðugur, ungur en ekki ótrúverðugur - það eru þau sem áður sátu í "bestu" sætum sem þurfa að víkja nú þegar, þau sem gerðu ekkert til að verja land og þjóð, þau sem tóku þátt í sukkinu, þau sem tóku þátt í lánaveitingunum, þau sem ringdi upp í nefið á, þau sem töldu sig ekki þurfa að svara hinum venjulega íslending nema með skæting og eða útúrsnúningum - fyrr verður ekki friður í Sjálfstæðisflokknum og fyrr ætti hann ekki að komast til valda heldur - en mér hugnast þó að hann komist til valda án þess að "taka til" en það er ekki það sem Sjálfstæðisflokkurinn á skilið að "lufsast" inn, hann á skilið miklu meira fólkið bíður eftir tiltektinni, pólitisk djúphreinsun er eflaust mjög svo sársaukafull, fólk verður að axla ábyrgð og víkja eða verið vikið og það NÚNA

Sjálfstæðiskveðjur af Nesinu

Jón Snæbjörnsson, 2.12.2009 kl. 20:50

6 identicon

Mér finnst ótrúlegt hvað fólk er dómhart á Bjarna Ben. Held að það sé alveg klárt að það hefur ENGINN stjórnmálamaður tekið við jafn erfiðu búi og Bjarni þegar að hann tók við flokk sem var með gjörsamlega með ALLT uppá bak. Skömmu eftir formanskjörið þá var flokkurinn í hrikalegum umræðum varðandi þessa styrkveitingu og svo fær greyið maðurinn ekki frið fyrir gömlum skörfum (Hannesi Hólmstein, Kjartan Gunn) og fleirum sem hafa ekki vit á því að þegja. Þetta allt hefur verið að gerast á meðan maðurinn tók við embættinu. Og að segja að hann sé ekki trúverðugur er skandall og þá sérstaklega þegar að fólk í flokkum er að tala um þetta. Sýnir bara hversu klofinn þessi flokkur er og miklir egóistar sem eru þarna.

Það er ekki að ástæðulausu að Bjarni er formaður flokksins, ekki gleyma því. Þetta er sá maður sem nýtur hve mest traust hjá þingmönnum flokksins og ekki síst nýtur virðingar hjá öðrum flokksmönnum inná þingi. Það eru nánast allir sem tala vel um þennan mann á þinginu. Það er alla veganna það sem maður les um þennan mann. Virðing borinn fyrir honum, að hann sé afar greindur og ber virðingu fyrir sínum andstæðingum.

Það er bara hreint með ólíkindum að hlusta á Sjálfstæðismenn útí bæ gagnrýna þennan mann miðað við það umhverfi sem hann er búinn að vera að vinna í. Þið eigið bara að hundskast til að styðja ykkar formann í blíðu og stríðu og hætta þessu egó flippi útaum allt....

Jón (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 21:04

7 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Hef kosið Sjálfstæðisflokkinn alla mína tíð nema síðast og er ástæðan einföld, flokkurinn tók ekki nægjanlega til hjá sér eftir hrun heldur stífbónaði drulluna fasta í von um að flokkurinn liti betur út. 

þá voru góð ráð dýr svo að ég fór og kannaði markaðinn, ákvað að kjósa VG með aðallega tvennt í huga:

1. Ekkert ESB, VG er með þetta á hreinu. Þetta ESB ekki ESB rugl hjá Sjálfstæðisflokknum er ekki nógu gott.

2. Komin tími til að rekja upp gjafakvótakerfið til að koma á sátt um þau mál til framtíðar, Sjálfstæðisflokkurinn hefði átt fyrir löngu að koma sátt á í þjóðfélaginu um kvótamálin en hefur gjörsamlega brugðist. Þessi svokallaða 550Miljarða hagræðing í sjávarútvegi síðustu 25ár hljómar ekkert sérlega sannfærandi sérstaklega þegar menn hafa notað þessar hagræðingarskuldsetningar til bílabrasks, þyrlurugls, hlutabréfabrasks og guð má vita hvað annað rugl þessir peningar hafa farið í.

Allavega ætla ég ekki að kjósa flokkinn aftur fyrr en búið er að leysa upp bónið og þrífa skítinn, bara að muna að heiðarleiki er það sem skiptir máli, það þarf ekki allt að vera stífbónað og flott.

Hans hátign SJS er líklega ein mestu vonbrigði sem ég hef orðið fyrir með nokkur stjórnmálamann.

Eggert Sigurbergsson, 2.12.2009 kl. 21:10

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Greyin mín: þó að þið hafið alla tíð kosið Sjálfstæðisflokkinn eins og pabbar ykkar, er kannski komin tími á að fara að virkja sellurnar, svona aðeins að reyna að hugsa sjálfstætt.

Sjálfstæðisflokkurinn er auðmannaklíka, og mig grunar að þið séuð ekki allir auðmenn.

hilmar jónsson, 2.12.2009 kl. 21:22

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gaman hjá þér í dag, Hilmar.

Baldur Hermannsson, 2.12.2009 kl. 21:38

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Mér finnst sjálfstæðisfólk almennt ekki tala illa um Bjarna Ben, þvert á móti. Andstæðingum Sjálfstæðisflokkins finnst aftur á móti flestum lítið til hans koma, ég hef orðið var við það. Stingum ekki höfðinu í sandinn, svona er það bara.

En heimilishreingerning felur ekki í sér formannsskipti heldur allt aðra hluti. Ég hef áður fjallað um það hér á blogginu og sleppi því núna. Ég held að allir viti hvað um er að ræða.

En flokkurinn þarfnast ekki aðeins hreingerningar. Hann á í tilvistarkreppu án þess að vita það. Hvernig flokkur er hann - hvernig vill hann vera - og hvernig þarf hann að vera?

Því meir sem ég hugsa um þetta því ólíklegra þykir mér að Sjálfstæðisflokkurinn nái vopnum sínum í bráð. Svo kannski verður Hilmari Jónssyni að ósk sinni.

Baldur Hermannsson, 2.12.2009 kl. 21:44

11 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Sammála þér Baldur, hef ekki orðið var við þetta illa umtal um Bjarna allavegana ekki innann minna raða hér á Nesinu, skil ekki alveg þessi djupu skrif hjá "Jón" hér að ofan - það þurfa allir að leggja hart að sér - og þetta að taka við slæmu búi ? hvar er gott bú í dag ?

Bjarni er að standa sig ágætlega, er á góðri siglingu sem er "gott" mál fyrir alla - Bjarni er þó ekki einn og það dugar ekki að Bjarni sé að standa sig frábærlega hann þarf áhöfn áhöfn sem er treystandi áhöfn sem við getum treyst.

Jón Snæbjörnsson, 2.12.2009 kl. 22:01

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hverju orði sannara.

Baldur Hermannsson, 2.12.2009 kl. 22:12

13 identicon

hmmm, ég myndi ekki beint kalla þetta kjaftshögg fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Í síðustu kosningum fékk hann um 23% atkvæða en núna mælist hann með 32%. Það er ágætis bæting. En jú, það er rétt. Auðvitað ættu færri að vera kjósa VG og (sérstaklega) Samfylkinguna.

Óskar (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 23:26

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Óskar, þrátt fyrir linnulausa flónsku vinstri flokkanna halda þeir enn þá velli gagnvart Framsókn og Sjálfstæðisflokki. Það er með ólíkindum.

Baldur Hermannsson, 2.12.2009 kl. 23:31

15 identicon

Flokkurinn þarf formann eins og Ragnar Önundarson. Einhvern sem hefur tiltrú út fyrir harðasta kjarnann.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 07:02

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég efast um að formaðurinn sé eitthvert vandamál. En Ragnar er snilldar maður, ekki spurning.

Baldur Hermannsson, 3.12.2009 kl. 10:54

17 Smámynd: Offari

Ég verð nú að viðurkenna að vonir mínar um að vinstristjórnin setti þegna landsins fram yfir álit annara landa á okkur eru brostnar. Mér finnst rægingarháttur Samfylkingarinar vera búinn að eyðileggja trú almennings á þessu flokkakerfi þar sem bent hefur verið á pólitískar ráðningar og vinagreiða sem aldrei hafa verið meira áberandi en núna.

Ég tel hinsvegar að sá munur sem er á núverandi pólitískum ráðningum og þeim sem áður voru séu þær að nú þurfa menn að vera flokksbundnir til að fá störf meðan aðrir flokkar réðu flokksfélaga sína vegna þess að þeir þekktu þá og réðu þá sem þeir þekktu og treystu því betur.

Ég er einhvernveginn á því að nú þurfi að gera óvinsælar aðgerðir og það viti flestir því sætta menn sig við þessa stjórn þótt þeim mislíki margt sem hún gerir. Sjálfur fannst mér síðustu kosningar snúast um Esb eða ekki Esb. Annað virtist ekki komast að.  Því fannst mér blóðugt að eini möguleikinn fyrir þá sem ekki vildu Esb var að kjósa VG sem var allt í einu með í Esb eftir að hafa verið kosinn á öfugum forsemdum.

Ég er jafn hissa og þú að stjórnin skuli halda eins og hún virðist vera viljug til að svíkja sína kjósendur. Það er ekkert umdeilt að en vilja margir Esb en flestir eru ósáttir við Icesave. Mig grunar hinsvegar að ef Sjálfstæðisflokkurinn væri í stjórn hefð þeir heldur ekkert hikað við að koma Icesave frumvarpi í gegn.

Offari, 3.12.2009 kl. 12:22

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Offari, það má vel vera að síðasta setningin í athugasemd þinni sé rétt - því miður. Ég er núna á kafi í "Umsátrinu" og þar kemur fram alveg ótvíræður skilningur Breta og Hollenda fyrir hrunið, að ef til bankahruns kæmi á Íslandi væri íslenska ríkisstjórnin EKKI ábyrg. En vanhæfi og getuleysi Íslendinga, bæði stjórnmálamanna og embættismanna, olli því að við gengum eins og blindingjar í allar gildrur viðsemjenda okkar. Því fer fjarri að vinstri flokkarnir beri einir ábyrgð á þeim skelfilegu mistökum. Menn áttu að standa í ístaðið og hafna alfarið ábyrgð á skuldum óreiðumanna erlendis. Okkur var alveg stætt á því og hvorki Bretar eða Hollendingar hefðu fylgt þeim kröfum eftir því þær eru í andstöðu við lög.

Baldur Hermannsson, 3.12.2009 kl. 13:16

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Og Offari, annað mál - þumalputtareglan í stjórnmálum er sú að binda aldrei vonir við vinstri menn.

Baldur Hermannsson, 3.12.2009 kl. 13:16

20 Smámynd: Offari

Já Baldur maður þarf víst oft að læra af biturði reynslu.

Offari, 3.12.2009 kl. 13:33

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

Lærum við nokkurn tíma af öðru yfirleitt?

Baldur Hermannsson, 3.12.2009 kl. 13:38

22 Smámynd: Umrenningur

Ath.semd #19 fer í gullmolasfnið hjá mér. Það er djúp speki og mikill sannleikur í þessum fáu orðum.

Umrenningur, 3.12.2009 kl. 14:43

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk Umrenningur, við erum sammála þar.

Baldur Hermannsson, 3.12.2009 kl. 14:56

24 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Þakka hlý orð í minn garð um að flagga í heila stöng en það verðum við, sjálfstæðismenn, að gera hvað sem tautar og raular. Ég tek ekkert mark á skoðanakönnunum nema þær séu okkur í vil. Framsóknarflokkurinn er hins vegar búinn að vera svo að við verðum að snúa okkur að öðrum varðandi stjórnarmyndun. Helst hefði ég viljað mynda stjórn með búsáhaldabyltingunni en það er bara verst að hún er klofin, búin að skipta um nafn og er höll undir núverandi ríkisstjórn þegar það hentar henni. Ég er því þeirrar eindregnu skoðunar að við, sjálfstæðismenn, verðum að stefna að því, sem gafst svo vel í Sovétríkjunum forðum, að ná einir meirihluta. 51%

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 3.12.2009 kl. 16:12

25 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Okkur einum er best treystandi til að ráða fram úr þeim erfiðleikum sem við komum þjóðinni í.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 3.12.2009 kl. 16:39

26 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta er svo rétt hjá þér, svo rétt - vér einir vitum......

Baldur Hermannsson, 3.12.2009 kl. 17:04

27 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

nýr formaður mínus einn annars sama áhöfn ? nei ansk

Jón Snæbjörnsson, 3.12.2009 kl. 21:19

28 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

mínus tveir er væntanlega rétt

Jón Snæbjörnsson, 3.12.2009 kl. 21:20

29 Smámynd: Eygló

Hlýtur að vera betra að vera í stjórnarandstöðu núna. Kemst ekki upp þótt maður eigi e.t.v. ekki betri ráð í pokahorninu, en nú er beitt.

Líka vont að vera vinstri vömb, keppur og laki.

Eygló, 4.12.2009 kl. 05:24

30 Smámynd: Baldur Hermannsson

Eygló, það eru örugglega ekki til neinar töfralausnir, en þessi sundrung og ráðleysi sem nú er getur ekki annað en gert illt verra.

Baldur Hermannsson, 4.12.2009 kl. 10:50

31 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Tími Sjálfstæðisflokksins mun koma á ný. Ríkisstjórnin er liðónýt og öllum til athlægis. Vil segja Hilmari það að pabbi kaus aldrei hægramegin við nafla. Ég hef aldrei kosið vinstramegin við sama viðmið.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.12.2009 kl. 12:35

32 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe, gott viðmið Heimir.

Baldur Hermannsson, 4.12.2009 kl. 13:22

33 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hvers vegna trúa menn á flokka yfir höfuð. Þetta er bar venjulegt fólk misjafnlega drykkfelt, misjafnlega gáfað, misjafnlega feitt eins og almúginn. Ég trúi ekki á flokka, ég trúi ekki á einstaklinga hins vegar hef ég tröllatrú á köttum.

Finnur Bárðarson, 4.12.2009 kl. 17:00

34 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þú þarft ekki að trúa á flokka, þú þarft ekki einu sinni að skilja nauðsyn flokka. Ég er búinn að hugsa um nauðsyn flokka og veit að hún er óhagganleg staðreynd. Og þú veist að ég lýg ekki að þér.

Baldur Hermannsson, 4.12.2009 kl. 17:13

35 Smámynd: Baldur Hermannsson

PS Finnur, áttu nokkuð hægri sinnaðan kött sem væri til í að fara í framboð?

Baldur Hermannsson, 4.12.2009 kl. 17:13

36 Smámynd: Finnur Bárðarson

Veit það ekki skrökvar þú að mér. En hvað Nóa varðar er hann fámáll þegar kemur að stjórnmálum annars segir hann já við öllu. Kanski dugar það ?

Finnur Bárðarson, 4.12.2009 kl. 17:33

37 Smámynd: Baldur Hermannsson

Svoleiðis kettir henta nú best í Samfylkingunni.

Baldur Hermannsson, 4.12.2009 kl. 17:42

38 Smámynd: hilmar  jónsson

Kettinum svipar óneitanlega til fyrrverandi forsætisráðherra..GH..blessuð skepnan..

hilmar jónsson, 4.12.2009 kl. 19:56

39 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kötturinn hans Finns? Óneitanlega. Og eigandinn er áþekkur svona hired killer úr mynd eftir Scorsese.

Baldur Hermannsson, 4.12.2009 kl. 20:26

40 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Hvað um að segja í þjóðina: Sorry, við gerðum mistök við einkavæðingu bankanna. Sorry við létum undir höfuð leggjast að hafa eftirlit með bönkunum. Sorry, sorry kæra íslenska þjóð! Ef Bjarni Ben og kó kemur fram og biður f.h. flokksins þjóðina auðmjúklega afsökunar á þætti flokksins í hruninu færi fylgið upp um 10% á 2 mánuðum. Íslendingar eru fljótir að fyrirgefa en ef í þessu hruni eru margir sem eiga erfitt með það - sérstaklega þar sem einn aðalgerandinn iðrast ekki!

Guðmundur St Ragnarsson, 4.12.2009 kl. 22:45

41 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það væri stórt spor í rétta átt. Annars er ég að lesa núna Umsátrið eftir Styrmi Gunnarsson. Þetta bankahrun á sér langa og furðulega flókna sögu. Þeir eru ansi margir sem mættu segja: sorry!

Baldur Hermannsson, 4.12.2009 kl. 22:49

42 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Til mín hefur leitað kötturinn Nói Finnsson. Hann mótmælir harðlega þeim dylgjum og ærumeiðingum sem hér eiga sér stað, þ.e. að gefið sé í skyn að hann sé hægrisinnaður og líkist auk þess Geir Hilmari Haarde. Hvorutveggja er alrangt. Nói vill nota tækifærið og koma því á framfæri að hann aðhyllist ekkert stjórnmálaafl sem er starfandi á Íslandi í dag. Honum er samt vel við bændur og þá sem leyfa lausagöngu katta. Hann berst gegn illum öflum í Músavinafélaginu. Nói segist líkist einna helst móðurömmu sinni útlitslega. Að lokum vill Nói taka fram að það eina rétta sem fram kemur í færslum Hilmars og Baldurs sé að eigandi sinn, Finnur Bárðarson, líkist vissulega "hired killer" úr mynd eftir Scorsese (eða Francis Ford Coppola) en það sé mikið hrós. F.h. Nóa. Guðmundur.

Guðmundur St Ragnarsson, 4.12.2009 kl. 22:54

43 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Já ég hlakka til að lesa þessa bók Baldur. Kv.

Guðmundur St Ragnarsson, 4.12.2009 kl. 22:55

44 Smámynd: Baldur Hermannsson

Athugasemdir mótteknar. Nói verður beðinn formlega afsökunar við hentugt tækifæri.

Baldur Hermannsson, 4.12.2009 kl. 22:56

45 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég les hana eins og kennslubók. Krota í hana með rauðu, undirstrika og bæti við á spássíu. Svo les ég hana aftur.

Baldur Hermannsson, 4.12.2009 kl. 22:57

46 Smámynd: hilmar  jónsson

Guð minn..ég biðst innilega afsökunar.. Ég ætlaði alls ekki að líkja Nóa við Geir útlitslega, ég vil engum ketti svo illt. Var svona meira að samsama tómlætið og áhugaleysið á því sem er að gerast milli Nóa og Geirs.. Nói minn: ef þú lest þetta, þá var þetta ekki illa meint.

Vona líka að hired killer þyrmi mér..

hilmar jónsson, 4.12.2009 kl. 22:59

47 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Nói hefur ákveðið að taka afsökunarbeiðnir ykkar félaga til greina. Fallið hefur verið frá málsókn og lögbannsbeiðni. Þeir sem vilja styrkja Nóa fjárhagslega er bent á Kattholt eða Vídeohöllina (þar sem Godfather I, II og III er til leigu). F.h. Nóa. Guðmundur

Guðmundur St Ragnarsson, 4.12.2009 kl. 23:06

48 Smámynd: Steingrímur Helgason

Muggurinn mælir malið mætt.

Við þurfum að láta af trúnni, það er öngvinn verðugur dona Valhallarhyggju.  Byggjum lítinn zkúr.

Steingrímur Helgason, 5.12.2009 kl. 00:11

49 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sem róttækur anarkisti sem bíður eftir því að vakna sem kommúnisti hlýt ég að leggja hér orð í belg. Bjarni Ben. er bara alls ekki neitt ótrúverðugur sem stjórnmálamaður. Það sem gerir hann ótrúverðugan er uppruni hans og pólitískt uppeldi. Uppruninn vegna þess að hann tengist fyrirtækjarekstri með misjafnt orð þar sem margir hans ættmenna hafa verið áberandi. Slíkar ætta-og vinaklíkur með sterkar rætur til stjórnmála hafa lengi haft á sér óorð og þjóðin vill nokkuð greinilega fjarlægja þær úr pólitískum áhrifastöðum. Bjarni er huggulegur piltur, stálgreindur og vel máli farinn. Ég gæti aldrei verið  í pólitísku föruneyti manns sem byrjar sinn búskap með því að kaupa rándýrt einbýlishús í dýrasta hverfinu og rifi það til grunna til að byggja sér glæsihöll.

Það þarf sterk bein til að taka pólitískt forystuhlutverk í arf.

Árni Gunnarsson, 5.12.2009 kl. 17:49

50 Smámynd: Baldur Hermannsson

Árni, einnhverjum kann að þykja ómaklega vegið að Bjarna Ben í þessari athugasemd þinni en að mínu viti eru þetta gild rök og málefnaleg. Það er nú einu sinni svo að fólk gerir öðru vísi kröfur til stjórnmálamanna en óbreyttra embættismanna eða starfsmanna í einkafyrirtækjum. Fólk vill oftast - þótt menn séu kannski ekki tilbúnir að viðurkenna það - að pólitískir forystumenn séu af sama sauðahúsi og allur fjöldinn. Sjálfur hef ég gert upp hug minn og læt ekki á mig fá þótt Bjarni hafi alist upp í allsnægtum. Ég veit að hann hlaut afar gott uppeldi á íslenska vísu, hann er heiðarlegur og vandaður maður í hvívetna og ég treysti honum fullkomlega til þess að leiða okkur inn í framtíðina.

En ég endurtek: afstaða þín er að mínum dómi fullkomlega gild og ég virði hana.

Baldur Hermannsson, 5.12.2009 kl. 18:00

51 Smámynd: Kama Sutra

Ég ætla að kjósa Nóaflokkinn í næstu Alþingiskosningum.  Það verður líklega ekkert annað betra í boði.

Vonandi verður hann Evrópusinnaður...

Kama Sutra, 5.12.2009 kl. 18:38

52 identicon

þú ert alltaf ágætur Baldur en athugum eitt.....þú vilt hafa áfram sama bullið, þú vilt íhaldið sem mun og kemur okkur æi sama farip, sem sagt. Tökum til okkar sem okkur ber (ég vil og skal fá sem stjórnandi) en ekki sem, skilum tilbaka sem var of tekið frá hinum sem minna mega sín.

Hlustaðu á þorgerðu, á bjarna og fleiri fyrir hrun....þetta icesave er auðvelt afgreitt!

Tökum tilbaka neyðarlögin, borgum tilbaka innistæðutryggingar sem voru þá settar, og ríkið er betur sett.

Ég vil neyðarlögin af núna!

Kveðja

Ing Sveins (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 19:11

53 Smámynd: A.L.F

Hnotskurn þjóðarinnar (allavega kvenna) er hægt að finna á barnalandi, kannanir þar sína allt annað, þar eru sjálfstæðis menn með yfirgnæfandi meirihluta.

Spurning um hvort taka eigi mark á gallup eða er.is hahaha

A.L.F, 5.12.2009 kl. 19:14

54 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ing Sveins, það á nú eftir að koma í ljós hvort neyðarlögin standist yfirleitt, svo kannski verður þér að ósk þinni.

Baldur Hermannsson, 5.12.2009 kl. 20:37

55 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kama Sutra, ég held að Nói sé landnámsköttur og hann er fullveldissinni.

Baldur Hermannsson, 5.12.2009 kl. 20:38

56 Smámynd: Baldur Hermannsson

A.L.F. ef Sjálfstæismenn eru svona öflugir í Barnalandi ætti framtíðin að vera björt.

Baldur Hermannsson, 5.12.2009 kl. 20:39

57 Smámynd: Kama Sutra

"Kama Sutra, ég held að Nói sé landnámsköttur og hann er fullveldissinni."

Nói verður orðinn eldheitur Evrópusinni eftir að katteskjurnar mínar verða búnar að fara um hann loppum  og sýna honum fram á villu síns vegar.

Mjá, það held ég nú.

Kama Sutra, 5.12.2009 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband