Fjörbaugsgarður

Ég hef mikla samúð með þessu dugmikla fólki en ég er andsnúinn hugmyndinni um minnisvarða um þá þingmenn sem samþykkja Icesave. Ísland hefur átt marga skíthæla í aldanna rás og þykir ekki merkilegt þótt rúmlega 30 vinstri menn bætist í þann hóp. Og síst af öllu þykir mér við hæfi að reisa minnisvarða um landráðamenn. Ekki reistu Norðmenn minnisvarða um Vidkun Quisling. Þeir hafa á hinn bóginn heiðrað með ýmsu móti minningu þeirra sem börðust fyrir land sitt og fórnuðu lífinu í baráttu gegn útlendum innrásarher.

Mér þykir betur sæma að reisa minnisvarða á Þingvöllum um þá þingmenn sem greiða atkvæði gegn ógnarlögunum. Við skulum hafa þá í heiðri um ókomin ár.

Í mínum huga leikur enginn vafi á því lengur að það eru landráð að samþykkja Icesave samninginn. Við Íslendingar höfum ekki dauðarefsingu - sem betur fer - og við skulum láta nægja að láta þessi landráð varða við fjörbaugsgarð.

Jóhanna, Steingrímur, Ögmundur og allir þeir sem svíkja ættland sitt í tryggðum skulu dæmdir fjörbaugsmenn, fara úr landi og vera utan í þrjá vetur. Það ætti ekki að væsa um þetta fólk í Bretlandi eða Hollandi.


mbl.is Vilja minnisvarða um samþykkt Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stundum ratast kjöftugum ....... eða þannig,        tek undir allt er þú segir hér.

(IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 09:19

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hahaha enda erum við bæði kjöftug svo þar hittir skrattinn ömmu sína......

Baldur Hermannsson, 1.12.2009 kl. 09:22

3 identicon

En mikið djö....hlýtur að vera gaman er þau hittast... sko skrattinn og ammann

(IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 09:25

4 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Þú kemur mér alltaf í gott skap með skrifum þínum Baldur :) hehehehehehehe

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 1.12.2009 kl. 09:45

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég er nú beinlínis upp með mér að geta glatt svo væna konu :)

Baldur Hermannsson, 1.12.2009 kl. 09:55

6 Smámynd: Umrenningur

Frábær tillaga, minn stuðningur tryggður.

Íslandi allt

Umrenningur, 1.12.2009 kl. 10:03

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Frábært, Umrenningur. Frekar kýs ég þinn stuðning en 12 annarra.

Baldur Hermannsson, 1.12.2009 kl. 10:31

8 Smámynd: Umrenningur

Ekki get ég nú talist 12 manna maki, en þakka hólið.

Umrenningur, 1.12.2009 kl. 10:45

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jú alla vega ef þessir tólf eru bæði haltir og blindir, enga óþarfa hæværsku á mínu bloggi.

Baldur Hermannsson, 1.12.2009 kl. 10:46

10 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Þið eruð bara góðir bloggvinir.........

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 1.12.2009 kl. 10:59

11 Smámynd: Umrenningur

Ég var að lesa Ómar Geirsson Norðfirðing eins og oft áður, mig langar að benda á færslu eða öllu heldur svar #11 frá í morgun. Mjög áhugavert að mínu mati.

http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/985910/

Umrenningur, 1.12.2009 kl. 11:01

12 Smámynd: Umrenningur

Þú er ágæt líka bloggvinkona.

Umrenningur, 1.12.2009 kl. 11:12

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Umrenningur, þetta er vel mælt hjá stelpustrýtunni.

Baldur Hermannsson, 1.12.2009 kl. 11:12

14 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mæltu manna heilastur.  Mér finnst þetta svo flott grein að ég er búinn að prenta hana út, á eftir fer ég í BYKO og kaupi ramma fyrir greinina og hengi upp.

Jóhann Elíasson, 1.12.2009 kl. 11:12

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

Silla, við Umrenningur tökumst á eins og vera ber en við sameinumst ævinlega til góðra verka.

Baldur Hermannsson, 1.12.2009 kl. 11:13

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jóhann, helst af öllu vildi ég nú veita þér Fálkaorðuna sem sendiherrann átti að fá en fékk ekki.......

Baldur Hermannsson, 1.12.2009 kl. 11:14

17 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Allt satt og rétt. En þú gleymir Svavari, Indriða og Bónus- grísnum. Ég er nefnilega viss um að hann verður handfljótur að skrifa undir landráðin. Í landráðabálki almennra hegningarlaga nr. 19/1940, 91. gr., 3. málslið segir m.a.:  "Sömu refsingu [þ.e. fangelsi allt að 16 árum] skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri".

Á Hraunið með þá alla! 

Vilhjálmur Eyþórsson, 1.12.2009 kl. 12:53

18 Smámynd: Björn Birgisson

Við lestur þessarar færslu kviknaði örlítil spurning: Nýr flugnavinur?

Björn Birgisson, 1.12.2009 kl. 13:06

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Vilhjálmur, það verður alltof dýrt að hýsa þessa menn á kostnað okkur í 16 ár. Fjörbaugsgarður, það er lausnin.

Baldur Hermannsson, 1.12.2009 kl. 13:12

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, ég er ekki alveg með á nótunum.

Baldur Hermannsson, 1.12.2009 kl. 13:12

21 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Vatn og brauð er ekki svo dýrt.

Vilhjálmur Eyþórsson, 1.12.2009 kl. 13:16

22 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

fyrir norðan land er "klettaeyja" ein sem sér um sína (vipe off)

Jón Snæbjörnsson, 1.12.2009 kl. 14:25

23 Smámynd: Árni Gunnarsson

Væri ekki athugandi að reisa þeim minnisvarða sem vöruðu við einkavæðingu bankanna og síðan vöruðu aftur og ítrekað við því að bankakerfið væri komið að hruni.? Svo mætti skoða hvernig minnast ætti mannsins sem spurði á Alþingi eftir umræður um hættulega stöðu þjóðarbúsins: "Sjáiði ekki veisluna drengir?" Eða konunnar sem sagði að hagfræðiprófessorinn sem taldi íslenska þjóðarbúið komið að hruni: "Ég held að hann þyrfti nú að læra námsefnið sitt betur!"

Árni Gunnarsson, 1.12.2009 kl. 14:50

24 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jón, væri það ekki ansi harkaleg ráðstöfun - sanngjörn að vísu, en harkaleg.

Baldur Hermannsson, 1.12.2009 kl. 16:26

25 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sjálfsagt mál að heiðra alla þá sem vinna landinu gagn, en ég er á því að láta einungis nöfn þeirra þingmanna, sem greiða atkvæði gegn Icesave, á minnisvarðann.

Baldur Hermannsson, 1.12.2009 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 340675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband