Gylfi er skíthræddur

Gylfi Magnússon er skíthræddur við þetta mál. Hann er skíthræddur við ákvarðanir. Hann er sama markinu brenndur og aðrir ráðherrar í þessari ákvarðanafælnu ríkisstjórn.

Þegar ríkið tók yfir bankakerfið með öllum sköttum og skyldum höfðu menn uppi stór orð um að nú yrði allt gegnsætt og allt uppi á borðinu og fyllsta jafnræðis yrði gætt í hvívetna, en reyndin er önnur. Bankarnir pukrast með öll sín verkefni eins og þar fari fram í myrkum salarkynnum tuttugu mannsmorð á hverjum degi. Sumir eru keyrðir upp að veggnum og rifin af þeim sérhver króna en aðrir fá tugmilljóna afslætti og jafnvel milljarða. 

Einn mann veit ég um sem hafði offjárfest í einbýlishúsi og lúxusbifreiðum. Hann skuldaði 70 milljónir en bankinn afskrifaði 30 milljónir. Öðrum er látið blæða út. Það er ekkert jafnræði, ekkert gegnsæi og uppi á borðinu er nákvæmlega ekki neitt.

Gylfi Magnússon er kurteis maður og kemur vel fyrir en hann er huglaus og þorir ekki að gegna skyldum sínum. Hann er maðurinn sem á að sjá til þess að jafnræðis sé gætt en hann gerir það ekki.

Ég er farinn að spyrja mig eftirfarandi spurningar: ætli Sigmundur Davíð hafi bent á farsælustu leiðina þegar hann lagði til strax eftir hrunið 20% afskriftir handa öllum?


mbl.is Ráðherra segist ekki hafa beitt sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég er farinn að halda að Tryggvi þór Herbertsson og síðar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi haft rétt fyrir sér varðandi 20% afskriftirnar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.11.2009 kl. 16:16

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Segjum tveir.

Baldur Hermannsson, 28.11.2009 kl. 16:22

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

er það og seint - eða þarf núna 40%

Jón Snæbjörnsson, 28.11.2009 kl. 16:40

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jón, ég veit ekki um það, en þetta hefði haft gríðarleg áhrif ef menn hefðu gert það strax í stað þess að kremja skítinn úr fólki eins og nú er gert.

Baldur Hermannsson, 28.11.2009 kl. 16:43

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég vona að mér fyrirgefist þó ég viðurkenni að í þetta sinn hafið þið íhaldspjakkarnir rétt fyrir ykkur.- En að öðru:

Ég held að ég sé að verða kommúnisti!

Árni Gunnarsson, 28.11.2009 kl. 16:46

6 identicon

Eigum við ekki að gera betur og afskrifa 60%, og ef það dugar ekki, þá bætum við bara í ... Þetta eru jú hvort eð bara tölur, 20-40-60 og engu máli skiptir þó af lánunum sé slegið. Það segja þeir Tryggvi og Sigmundur, og enginn trúir því að þeir fari með fleipur.

Pétur (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 16:56

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Árni, mæltu manna heilastur. Ég held að þú sért efniviður í góðan kommúnista.

Baldur Hermannsson, 28.11.2009 kl. 17:00

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Pétur, ég get ekki svarað þessu en hitt man ég að þeir kompánar sögðu að því lengur sem dregið yrði að afskrifa því meir yrði að afskrifa. Er ekki ólíklegt að tveir svona mætir menn hafi báðir rangt fyrir sér?

Baldur Hermannsson, 28.11.2009 kl. 17:02

9 identicon

Gylfi Magnússon er því miður alls ekki að fóta sig í því embætti sem hann gegnir, hann virðist viðutan og er alls ekki að skilja grundvallaratrið sem er, að til að ná hagkerfinu upp úr kreppunni þarf aðgerðir sem láta hjól hagkerfisins fara að snúast. Svo má heldur ekki gleyma að Gylfi situr algjörlega í skjóli Jóhönnu og SJS hann á ekkert pólitískt bakland og verður því að sitja og standa eins og forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar vilja. Gylfi ætti að gera það fyrir sjálfan sig og aðra að koma sér aftur upp í háskóla ( hvernig er annars komið fyrir Háskóla Ísalnds ? ).  Varðandi afskriftirnar þá tek ég núna ofan fyrir þeim Sigmundi Davíð og Tryggva Þór varðandi það að þeir sáu strax að niðurskrift lána væri eina leiðin, en nú er sá möguleiki að lokast með því að erlendu kröfuhafarnir eru að taka yfir bankana og þetta eru mest vogunarsjóðir og aðrir auðvaldsseggir sem eiga orðið kröfur á bankana og þeir munu blóðmjólka ( innheimta ) til síðasta blóðdropa.

HH (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 17:08

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta er fróðleg athugasemd HH og ég vonast til að sjá þig hér sem oftast. Ég hef alltaf talið ráðlegt að menn í svona embættum hafi reynslu af atvinnulífi en komi ekki berrassaðir ofan úr einhverri háskóladeildinni, því fræðin eru eitt en veruleikinn annað.

Baldur Hermannsson, 28.11.2009 kl. 17:13

11 Smámynd: Landfari

Það er verstur andsk.... að þegar menn sem hafa alla tíð eða allt of lengi verið á opinberu framfæri taka að sér að setja reglur fyrir atvinnulífið.

Ég er viss um að þessir höfðingjar hafa ekki hugmynd um hvað það kostar lítil fyrirtæki að vera að hræra svona í virðisaukaskattinum og búa til ný skattþrep þar og annars staðar.

Þeir gera sér enga grein fyrir að eftir því sem skattkefið verður flóknara og margbrotnara gera þeir fleiri göt á kerfið og auka möguleikana á svindli.

Landfari, 28.11.2009 kl. 18:05

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Landfari, þessa athugasemd þína ætti að skrá með gullnu letri og hengja upp yfir karldurum háskólans.

Baldur Hermannsson, 28.11.2009 kl. 18:08

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

HH: Það er þegar búið að afskrifa talsvert innan bankakerfisins með því að nýju bankarnir keyptu í raun lánasöfn þeirra gömlu á niðursettu verði.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.11.2009 kl. 18:38

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Góður punktur, Guðmundur.

Baldur Hermannsson, 28.11.2009 kl. 18:40

15 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Í fyrstu endurskoðunarskýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir Ísland er að finna upplýsingar um verðmat innlendu lánasafnanna. Samkvæmt greiningu Hagsmunasamtaka heimilanna er raunvirði lánanna metið á 80% hjá Íbúðalánasjóði, á hálfvirði hjá sparisjóðum og öðrum lánafyrirtækjum, 56% hjá Íslandsbanka, 55% hjá Nýja Kaupþingi og 53% hjá Nýja Landsbankanum. Að meðaltali er það 65%, sem þýðir að gert er ráð fyrir 35% afföllum í efnahag nýju bankanna.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.11.2009 kl. 00:45

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Athyglisvert - og enn meiri afföllum ef Íbúðalánasjóður er undan skilinn.

Baldur Hermannsson, 29.11.2009 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 340675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband