19.10.2009 | 19:38
Rottur í holræsum en ekki fjárhirslum
Þar sem Framsóknarflokkurinn situr við kjötkatlana, þar hnignar heiðarleika en spilling þrífst sem aldrei fyrr. Þetta er algilt lögmál. Ekki er vitað um neinar undantekningar. Óskar Bergsson er holdgervingur Framsóknarflokksins og holdtekja alls hins versta sem sá flokkur stendur fyrir. Það er hörmulegt til þess að hugsa að þessi maður skuli róta eins og rotta í fjárhirslum Reykjavíkurborgar beint fyrir framan auglit Sjálfstæðismanna. Rottur eiga að vera niðri í holræsunum en ekki í fjárhirslum Reykjavíkurborgar. Það er betra að vera í stjórnarandstöðu heldur en í stjórn með Óskari Bergssyni
Sakar framsóknarmenn um spillingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 340677
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skamm! Nú kemur Hallur Magnússon aftur á Moggabloggið!
Björn Birgisson, 19.10.2009 kl. 19:50
Framsóknarflokkurinn hefur alltaf gengið út á spillingu, hans tilveruréttur byggist á henni. Sjálfstæðisflokkurinn er nú lítið skárii að vísu, en kannski ekki eins grímulaus spillingarflokkur og Framsókn. Í krafti stærðar sinnar getur Sjálfstæðisflokkurinn farið aðeins fínna í spillinguna.
Guðmundur Pétursson, 19.10.2009 kl. 19:53
Þetta er nú meira bullið. Lestu staðreyndirnar og skrifaðu svo.
Ekkert nema upphrópanir hjá þér. Innantómt þvaður.
Þeir uppfylltu ekki ákveðin skilyrði og fengu ekki verkefnið. Svo einfalt er það.
Einar Freyr (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 20:00
Guðmundur, vafalaust er það rétt hjá þér að ekki er Sjálfstæðisflokkurinn algerlega engilhreinn en hann kemst hvergi nálægt Framsóknarflokknum. Íhaldið er þrátt fyrir alla sína galla alvöru stjórnmálaflokkur en Framsókn er fyrst og fremst hagsmunagæslu-apparat með pólitísku ívafi. Íhaldið lendir í spillingu en Framsókn stundar hana. Það er reginmunur á þessu tvennu.
Baldur Hermannsson, 19.10.2009 kl. 20:10
Mér finnst þetta ekki líta vel út fyrir Reykjavíkurframsókn.en kannski er það byggt á tilfinnigu frekar en rökum..Hef þau ekki á takteinum. Þið vitið að konur vilja hafa allt á hreinu;)..Hef verið í bæjarstjórn og var svona svolítið rög við að öskra ef ég var ekki alveg viss.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 19.10.2009 kl. 20:10
Silla, þegar Framsókn á í hlut er alltaf betra að öskra fyrst og spyrja svo.
Baldur Hermannsson, 19.10.2009 kl. 20:11
Já þú meinar!!. En hjá okkur var bara yfirleitt einn framsóknarmaður..(í tólf ár)..svo við höfðum engar áhyggjur af honum..ææ eins gott að þeir lesi þetta ekki..
Góður sem fyrr Baldur.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 19.10.2009 kl. 20:18
Silla, það er sjálfsagt að hafa einn Framsóknarmann til sýnis og hengja hann upp á snaga öðrum til viðvörunar.
Baldur Hermannsson, 19.10.2009 kl. 20:25
Vjer Framsóknarmenn mótmælum allir (nema þeir spilltu)
Offari, 19.10.2009 kl. 20:25
Þið mótmælið allir þrír?
Baldur Hermannsson, 19.10.2009 kl. 20:27
Já og Tarzan sá fjórði!!!
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 19.10.2009 kl. 20:30
Ég hef aldrei séð aðra eins árás á Framsóknarmenn. Þeir hljóta að liggja allir í valnum.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 20:32
Fyndið hvað Mogginn fjallar lítið um nafna þinn Guðlaugsson, Baldur. Mér finnst þettar reyndar vera hálfgjör stormur í vatnsglasi og skrítið að sjá hvað þetta fær mikla umfjöllun á öðrum fjölmiðlum. Innherjaviðskipti eru ekki ólögleg á Íslandi nema í orði. Það hefur enginn verið dæmdur fyrir slíkan verknað þrátt fyrir þúsunda brota á síðari árum.
Eina ástæðan fyrir því að þeta er ólöglegt samkvæmt lagabókstafnum á Íslandi er sú að Ísland vill af skiljanlegum ástæðum þykjast að vera siðmenntuð þjóð.
Guðmundur Pétursson, 19.10.2009 kl. 20:39
Ég lifi þetta af ég er orðinn svo vanur þessum árásum á minnihlutahópa.
Offari, 19.10.2009 kl. 20:39
komast líklega upp með þetta - þetta er jú Framsókn og svona hafa þeir ávalt verið - kanski fyrst núna að einhverjir þori í þá en spurjum að leikslokum
Jón Snæbjörnsson, 19.10.2009 kl. 20:57
Þetta er góður pistill hjá þér Baldur. Samlíkingin er ansi ljót (við rotturnar), en líklega viðeigandi. Fátt kemur á óvart í sambandi við þennan holræsaflokk.
Það er hart til þess að vita, að Hallur Magnússon er einnig innviklaður í þetta mál.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 21:07
Baldur.
Niðurstaða Innkauparáðs var samhljóða. Bæði fulltrúar meirihluta og minnihluta greiddu atkvæði með því að hafna lægsta tilboðinu enda uppfyllti tilboð fyrirtækisins ekki skilyrði útboðsins í tveimur mikilvægum þáttum.
Það er óumdeilanlegt.
Næst lægsta tilboð var tilboð Eyktar. Eykt uppfyllti öll skilyrði útboðsins. Því var eðlilegt að taka því. Það voru allir fulltrúar Innkauparáðs sammála því.
Vildir þú kannska að Innkauparáð væru á svig við skilmála útboðsins?
Það er reyndar versta í fréttinni að fréttamaðurinn hafði allar upplýsingar og öll gögn um málið - en kaus að nýta það ekki við vinnslu fréttarinnar.
PS.
Fyrst þú ert að minanst á styrki Eyktar til stjórnmálaflokka árið 2006 - þá er ágætt að halda því til haga að Samfylkingin fékk milljónir frá fyrirtækinu. Sjáflstæðisflokkurinn og VG einnig. Skil því ekki af hverju það er verð að klína Eykt á Framsókn frekar en Samfylkingu. En það er annað mál.
Hallur Magnússon, 19.10.2009 kl. 21:15
Ég er ánægð með að sjá Hall hér..Hann var bloggvinur minn í tvö ár..Þætti vænt um að hann væri á blogginu. Moggablogginu!
Kveðja Hallur.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 19.10.2009 kl. 21:25
Er ekki betra að kenna Eykt við Samfylkinguna?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.10.2009 kl. 21:31
fyrst Hallur kemur að þessu þá treysti ég honum hér
Jón Snæbjörnsson, 19.10.2009 kl. 21:35
Ha Heimir?..Ekki er ég svo vitur að sjá þetta. Bullandi heimsk bara...En ekki kenna mig við Samfylkingu héðan af!
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 19.10.2009 kl. 21:37
Flokkar eiga ekki að vera kenndir við fyrirtæki. En því miður hafa þessir kosnigastyrkir oftast áhrif á ákvörðunartökuna.
Offari, 19.10.2009 kl. 21:37
Hverjir eru þessir Eyktar-guttar? Voru þeir búnir að kaupa alla stjórnmálaflokkana með húð og hári? Framsóknarmenn voru sniðugir að hátta útboðinu þannig að keppinautar Eyktar kæmu ekki til greina. Í gamla daga voru Framsóknarmenn sérfróðir í samningu auglýsinga um störf hjá ríkinu - þær voru skraddarasaumaðar utan um þann umsækjanda sem þeir höfðu ákveðið að fengi starfið.
Framsóknarmenn hafa ekkert lært og þeir hafa engu gleymt.
Baldur Hermannsson, 19.10.2009 kl. 21:51
Sennilega ekki Baldur, Örugglega engu gleymt.,
Knús á þig.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 19.10.2009 kl. 21:59
Knús Silla mín, ég hugsa til þín á morgun þegar þú brokkar gegnum norðangarrann eftir póstinum þínum :)
Baldur Hermannsson, 19.10.2009 kl. 22:03
Baldur.
Trúir þú virkileg því sem þú ert að skrifa?
'Eg get lofað þér því að það eru fleiri fyrirtæki en Eykt sem hafa tekið að sér stærri verk en 150 milljónir og voru með eigið fé yfir 30 milljónum í síðasta ársreikningi. Það voru reyndar mörg fyrirtæki sem uppfylltu útboðsskilmálana - en voru hins vegar með hærri tilboð en Eykt. Ekki er hægt að skamma Innkauparáð fyrir það - er það?
Hallur Magnússon, 19.10.2009 kl. 22:10
Ég vissi að Hallur kæmi. Nú kom hann sterkur inn. Spillingin er ekki öll Framsóknarmegin. Aðrir koma þar við sögu. Hallur skýrði málið vel.
Björn Birgisson, 19.10.2009 kl. 22:14
Hallur, ég þekki sögu Framsóknarmanna, ég trúi flestu illu upp á þá en fáu góðu. Ég veit ekki hverjir sitja í Innkauparáði núna, ég hef enga ástæðu til að vantreysta þeim og alls enga ástæðu til að treysta þeim. Ég hef aðeins einu sinni þurft að keyra mál í gegnum Innkauparáð og sá þá að upp til hópa voru þetta frekar lítilsigldir einstaklingar. Ég er prinsippmaður og vildi þann kost sem líklegastur var til farsældar, án tillits til stjórnmála, og til þess að tryggja framgang málsins plottaði ég með Framsóknardelanum (blessuð sé minning hans) og undarlegt varð þá upplitið á hinum.
Baldur Hermannsson, 19.10.2009 kl. 22:21
Baldur.
Það vill svo til að ég er formaður Innkauparáðs og hef lagt metnað minn í fagleg vinnubrögð. Ég hef gert auknar kröfur á fagleg vinnubrögð og faglega vinnslu þeirra mála sem koma fyrir ráðið.
Þetta mál var skoðað ofan í kjölinn. Staðreynd málsins var einfaldlega sú að fyrirtækið sem var með lægsta tilboðið uppfyllti ekki tvenn skilyrði í útboðinu. Því var ekki unnt að taka því.
Eykt var með næst lægsta tilboðið og uppfyllti skilyrðin. Því var það eina í stöðunni að taka því tilboði. Sú ákvörðun var einróma. Vandaður maður eins og Stefán Jóhann fulltrúi Samfylkingarinnar myndi aldrei greiða atkvæði með slíku ef hann teldi ekki ljóst að um rétta og eðlilega afgreiðslu væri að ræða. Ekki ég heldur.
Það er verið að ráðast að æru minni þegar ég er að vinna á faglegan hátt. Mér líka það ekki vel - en tek því - reyndar með því að taka á móti og draga fram staðreyndir málsins.
Það sem ég er hugsi yfir eru ekki viðbrögð við fréttinni - sem gefa andstæðingum Framsóknar einmitt tækifæri til að blogga á þann hátt sem þú gerir.
Það sem ég er hugsi yfir eru vinnubrögð fréttamannsins sem hafði allar upplýsingar um málið og eftirfarandi yfirlýsingu frá mér:
"Málið var samþykkt samhljóða í Innkauparáði. Fyrirtækið uppfyllti ekki skilyrði útboðs í tveimur þáttum. Annars vegar náði eigið fé fyrirtækisins ekki 30 milljónum króna í síðasta ársreikningi. Hins vegar hafði fyrirtækið ekki unnið verk stærra en 150 milljónir króna. Innkauparáð gat því ekki tekið tilboðinu."
Hefði ekki verið eðlilegra að hafa þetta eftir mér? Fréttamaðurinn sleppti því vísvitandi að málið hefði verið samþykkt samhljóða. Tilviljun?
Hallur Magnússon, 19.10.2009 kl. 22:32
Hallur, ég ætla ekki að væna þig um óheiðarleika nema síður sé, þekki þig að vísu ekkert persónulega og hef ekkert fylgst með þér gegnum tíðina - rámar að vísu í eitthvert leiðindamál sem þú varst aðili að, en það hefur varla verið stórvægilegt, og ekki er heldur við því að búast að nokkur maður komist algerlega áfallalaust í gegnum æviskeiðið. En ég árétta það að þú kemur mér fyrir sjónir sem gæðalegur maður og síst færi ég að gera þér upp sakir.
En þegar Framsóknarflokkurinn á í hlut er ég á verði. Hvers vegna voru þessi mörk dregin - við 30 milljónir í eigið fé og 150 milljónir stærsta verk? Ég get mér þess til að þetta hafi verið til að hreinsa kringum Eykt í útboðinu. Í öllum samskiptum við Framsókn er hyggilegast að gera ráð fyrir einhverju skítaplotti - það er bara að koma auga á það.
Baldur Hermannsson, 19.10.2009 kl. 23:04
:) Þar sem tveir Framsóknarmenn koma saman, þar er spegill :)
Halldóra Hjaltadóttir, 19.10.2009 kl. 23:05
Þar sem þrír Framsóknarmenn koma saman, þar er fjárhirsla :):)
Baldur Hermannsson, 19.10.2009 kl. 23:09
Mér hefur líkað vel við skrif Halls. En allt á sinn tíma og sína nánd. Vona að Halli gangi allt í haginn.
Silla.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 19.10.2009 kl. 23:12
Silla, stóri feillinn hjá Jóhönnu og Steingrími var að senda fíflið Svavar sem ekkert kann til að semja við Breta. Við áttum að senda 12 manna nefnd sem skipuð væri eintómum Framsóknarmönnum. Þeir hefðu komið heim með samning þar sem Bretar játa að skulda okkur 380 milljarða - sjálfir hefðu svo samningamennirnir stungið á sig 20 milljörðum en hvað um það.
Baldur Hermannsson, 19.10.2009 kl. 23:24
Já er það Baldur minn! Líklega. Vona að þjóðin lifi þetta af.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 19.10.2009 kl. 23:31
Ég þekki ekki þessa málavexti og tek undir með Halli að Stefán Jóhann er vandaður maður og myndi að óreyndu ætla að hann kynni sér mál eins og kostur er. Ekki dytti mér í hug að brigsla Halli eða Brynjari varamanni hans um óheiðarlegheit, síður en svo.
Hitt er annað mál að verktakafyrirtæki kosta prófkjörsbaráttu margra borgarfulltrúa.
Það sem gerir þetta óþægilegt er að Óskar Bergsson hefur hingað til neitað, þrátt fyrir margítrekaðar beiðnir, m.a. frá formanni sínum, að gefa upp hvað Eykt styrkti hann mikið persónulega.
Sigurður Þórðarson, 19.10.2009 kl. 23:35
Það er fljótfærni að flokka menn eftir pólitík. Ég á frænda sem segist þekkja marga sjálfstæðismenn. Hann segir að sumir þeirra geti verið bara skemmtilegir með víni.
(Ath:; en þá þurfi maður að drekka vínið sjálfur og helst dálítið af því.)
Árni Gunnarsson, 20.10.2009 kl. 00:35
Árni, þessu trúi ég vel um Sjálfstæðismenn. Sjálfur þekki ég komma sem eru manna skemmtilegastir með víni og fara þá gjarnan með stökur og segja brandara. Einnig þekki ég Framsóknarmenn sem eru þægilegir með víni - en þá verður maður að kosta vínið ofan í þá og helst láta pyttlu fljóta með.
Baldur Hermannsson, 20.10.2009 kl. 03:10
Sigurður, hvernig er þetta eiginlega með Eykt - hvaða guttar eru þetta? Er þetta Óskar sjállfur og vinir hans? Þeir eru með einhverja furðusamninga við borgina um leigu á skrifstofuhúsnæði á Höfðatorgi sem tryggir þeim ógurlegar fjárhæðir verðtryggt langt fram í tímann, elstu menn hafa ekki séð annan eins samning.
Annars bý ég í Hafnarfirði og þótt allt mori hér af kommum þá eru hér engir Framsóknarmenn sem betur fer. Kommarnir eru búnir að keyra allt á kúpuna en það er þó ekki spillingunni fyrir að fara eins og í Reykjavík.
Baldur Hermannsson, 20.10.2009 kl. 03:14
Góður Árni ..Ég þekki skemmtilega og vínlausa.. Bestir þannig. Skopskynið þarf engan vökva.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 20.10.2009 kl. 13:16
En það hjálpar mörgum Silla.
Baldur Hermannsson, 20.10.2009 kl. 13:37
Góðar spurningar Baldur.
Hlutabréf ganga kaupum og sölum og mér er ekki kunnugt um eignaraðild Óskars að Eykt en leiðir hans og félagsins hafa legið saman um langa hríð. Ég held að ég fari rétt með að Eykt styrkti kosningabaráttu flokksins í Reykjavík um 5 millur en það studdi prófkjör Óskars um ótilgreinda upphæð. Það hafa hvissast út sögur um þessa styrki en þær hafa hvorki verið staðfestar né þeim neitað af forsvarsmönnum fyrirtækisins né Óskari sjálfum. Ítrekað hefur verið lagt að Óskari að gefa þetta upp einkum af Ólafi F. Magnússyni t.d. á borgarráðsfundum en hann hefur vikið sér undan með stuðningi meirihlutans. Í dag fjallar borgarráð um nýjar siðareglur fyrir borgarfulltrúa.
Sigurður Þórðarson, 20.10.2009 kl. 13:43
Siggi. Eiga þessar nýju siðareglur að gilda um bæði meiri-og minnihluta?
Árni Gunnarsson, 20.10.2009 kl. 15:23
En að öðru: Arnþrúður okkar var í ham á Útvarpi Sögu í morgun þegar talið barst að séra Gunnari og söfnuðinum á Selfossi. Hún heimtaði að söfnuðurinn yrði rekinn!
Árni Gunnarsson, 20.10.2009 kl. 15:25
Það er ekkert annað.. Reka söfnuðinn!!!
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 20.10.2009 kl. 16:29
Arnþrúður!
Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.10.2009 kl. 16:39
Hehe fljótlegasta lausnin!
Baldur Hermannsson, 20.10.2009 kl. 18:03
Sigurður, er Ísland ekki komið á það þróunarstig að við neyðumst til að skera á þessi nánu bönd á milli verktaka og stjórnmálamanna? Ýmsir flokkar þurfa að ryksuga í sínum ranni en erfiðast verður það fyrir Framsókn sem ekki er eiginlegur stjórnmálaflokkur heldur hagsmunamafía.
Baldur Hermannsson, 20.10.2009 kl. 18:08
Samtal nú áðan í Kastljósi við Stefán Jóhann sem á sæti í Innkauparáði. Hann gagnrýndi Óskar Bergsson harðlega fyrir pólitíska stýringu á útboðsverkefninu. Þetta er nákvæmlega eins og ég hugði. Óskar Bergsson breytti útboðsferlinu á miðri leið með pólitískri ákvörðun. Svo eru sett skilyrði sem þeir vita að keppinautur Eyktar ræður ekki alveg við. Þegar óheiðarleikinn og svindlið er annars vegar slær enginn Framsóknarflokknum við.
Ég endurtek: þegar Framsóknarflokkurinn á hlut að máli er alltaf skítaplott á ferðinni, það er bara að koma auga á það.
Baldur Hermannsson, 20.10.2009 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.