17.10.2009 | 13:52
Hver vill stöðva glæpalýðinn?
Það er ekki lengur vært á Íslandi fyrir þjófum og öðrum óþjóðalýð. Í næstu kosningum mun ég greiða þeim flokki atkvæði mitt sem heitir að gera stemma stigu fyrir glæpalýðnum.
Halló! Hver vill stöðva glæpalýðinn?
Ég hef komið á þetta safn og get borið vitni um að þetta var dýrlegur staður. Þvílík auðlegð sem þarna var saman komin. Auðlegð heillar mannsævi og meira en það. Safnið verður örugglega flutt úr landi því hér gengur ekki að hafa það frammi, þýfi sem margir þekkja, en erlendis er hægt að fá fyrir það 100-200 milljónir króna.
Um 500 steinum stolið á Teigarhorni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 340675
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eina leiðin til að losna við glæpalíðinn er að ganga úr Schengen-sáttmálanum. Þetta er eins í Evrópu eftir að ESB opnaði öll landamæri. Það er ruslið sem kemur fyrst á vetvang, þeir sem eru óvelkomnir heima hjá sér. Pottþétt ekki íslendingar sem stela steinum svo það ætti að vera hægt að stoppa þessa þyngd á leið út úr landinu.
anna (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 15:23
Ég skil þetta ekki, geta menn bara dvalið hér áfram eftir að hafa framið afbrot. Nóg er nú af innlendum svo þurfum ekki hýsa erlenda athafnamenn af þessu tagi líka.
Finnur Bárðarson, 17.10.2009 kl. 15:39
Já Finnur, ef glæpalýðnum hentar að setjast hér getur þú ekkert gert við því. Hér eru þægilegustu fangelsi heimsins og gott að vera glæpamaður. Þeir eru til skiptis á bótum og í fangelsinu. Þú veist þá í hvað skatturinn þinn fer.
Baldur Hermannsson, 17.10.2009 kl. 15:45
Anna, líklega er þetta rétt hjá þér. Fara úr Schengen - og kannski úr EES líka.
Baldur Hermannsson, 17.10.2009 kl. 15:46
Anna, við erum of fámenn þjóð í of stóru landi til að vera í Schengen.
Baldur Hermannsson, 17.10.2009 kl. 15:46
Fyrsta skrefið til að sporna við glæpum er að fara úr Schengen. Við ráðum ekki við austurevrópuglæpalýðinn.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.10.2009 kl. 17:32
Sammála þér Baldur með að þetta er ljótur glæpur, þó skulum við ekki hrapa að niðurstöðu með hverrar þjóðar lýðurinn er. Það er samt sérstakt lið sem stelur steinum, fyrir annað en hreina heimsku, því við það missa þeir gildi sitt.
Þetta steinasafn var m.a. byggt upp á geislasteinum (zeolitum)sem eru bæði fágætir og einstakir, sjá HÉR .
Teigarhorn er heimsþekkt fyrir þessa steina og þar eiga þeir heima. Hver hefur smekk fyrir því að punta með stolnum geislasteinum sem hann getur hvorki selt né sýnt?
Magnús Sigurðsson, 17.10.2009 kl. 17:48
Það er ekkert vitað um þjóðerni þjófanna. En ég hef ekki trú á því að safnið verði selt hér innan lands. Er ekki ljóst að heimamaður hefur átt þarna einhvern hlut að máli?
Baldur Hermannsson, 17.10.2009 kl. 18:08
Mér þykir það benda til heimsku að stela öllu safninu, því steinarnir eru vafalaust mjög mismerkilegir, nema snilldin hafi falist í því.
Heimamaður? Djúpavogsbúar er sómafólk og algerlega lausir við heimsku. Bjó á Djúpavogi í 17 ár.
Magnús Sigurðsson, 17.10.2009 kl. 18:28
Sumir steinanna voru alveg makalausir, maður bara stóð og gapti. Því eru engin takmörk sett hverju menn safna - og svo væri þetta auðvitað fengur fyrir náttúrugripasöfn hvers konar. Vafalaust hafa menn sett þetta beint í gám og flutt úr landi. En einhver heimamaður hlýtur að hafa fylgst með safninu og væntanlega skipulagt innbrotið. Misjafn sauður í mörgu fé.
Baldur Hermannsson, 17.10.2009 kl. 18:36
Ég sem hélt að við sveitamennirnir fengjum frið fyrir þessum aðkomumönnum svona langt frá borgini.‹setur þjófavörn á malarhrúguna í garðinum›
Offari, 17.10.2009 kl. 19:01
Þessir andskotar fara ránshendi um landið. Það er öllu stolið. Það er hernaðarástand en stjórnvöld gera nákvæmlega ekki neitt. Þakkaðu fyrir meðan þeir koma ekki og stela konunni þinni.
Baldur Hermannsson, 17.10.2009 kl. 19:07
Baldur minn konur eru alltof dýrar í rekstri, þjófarnir hafa ekki efni á að stela þeim. ‹setur samt þjófavarnarkerfi á konuna til öryggis›
Offari, 17.10.2009 kl. 19:28
Samkvæmt fréttum hafa þessir andskotar lag á því að græða á kvensunum í stað þess að tapa á þeim.
Baldur Hermannsson, 17.10.2009 kl. 19:52
Ég kann greinilega ekkert með konur að fara. Verða hætta þessu konan er farin að fylgjast með
Offari, 17.10.2009 kl. 20:13
Úff flýttu þér í skákforritið....
Baldur Hermannsson, 17.10.2009 kl. 21:15
Ef einhver annar en ég fylgist með norrænum fjölmiðlum ætti hann að vita að "fjölmenningarsinnar" hafa með stuðningi sínum við innflutning á þessu "flóttamanna"- hyski beinlínis rifið þau þjóðfélög á hol. Ég segi og skrifa: Burt með pakkið. Allt saman. Og vel að merkja: Það ætti að láta Alþjóðahúsið fljóta með úr landi ásamt forystumönnum feminista og "Samtakanna 78", því það fólk stendur hvarvetna fremst í stuðninginum við innflutning á erlendum óþjóðalýð. Í kaupbæti finnst mér sjálfsagt að senda Egil Helgason, en eins og menn sáu stóð hann fremstur í flokki á "baráttufundi" á Lækjartorgi til liðs við þennan lygna, illa innrætta skríl, sem hér er um að ræða. Burt með þá alla og hananú!
Vilhjálmur Eyþórsson, 17.10.2009 kl. 22:26
Vilhjálmur, ég las fyrstu línurnar/orðin með trú á að þetta væri nú bara nokk skynsamlegur texti.... svo las ég allt og fannst smám saman skynsemin hverfa... kannski var það mín...
Eygló, 18.10.2009 kl. 01:16
GLEYMDI
Ein aðgerð sem hjálpað gæti að einhverju leyti, er að útbúa (ekki endilega byggja nýtt) fangelsi sem mætir rúmlega frumþörfum fólks: næringu, húsaskjóli, svefni, hreinlæti. Menntun/námskeið verða líka að vera og einhver vinna/iðja sem ekki er of niðurdrepandi.
Gerum hótgelsin ekki of aðlaðandi; hvorki fyrir íslendinga né aðra.
Ég er ekki alveg á því að hafa dýflissur með keðjum og köldum steini og fangar naktir í sagga... þó mér finnist einstaka eiga það skilið... en það er nú bara hefnigirni
Eygló, 18.10.2009 kl. 01:22
Mér finnst gæta hér svoldla fordóma gagnvart erlendum glæpamönnum. En hafðu engar áhyggjur fyrst við eigum að borga það tjón sem íslenskir glæpamenn hafa ollið erlendis. Finnst mér ekkert annað en sjálfsagt að útlöndin borgi það tjón sem erlendir valda hérlendis.
Offari, 18.10.2009 kl. 10:27
Sjálfsagt mál Offari
Jón Snæbjörnsson, 18.10.2009 kl. 16:19
Horfi hver sér nær
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 18.10.2009 kl. 16:32
Hefur ekkert að gera með Schengen, en allt með EES. Fjálst flæði fólks og fjármagns er partur af EES. að ganga í EES var mesta ólukkuspor sem Íslendingar hafa nokkurn tíma stígið og er þá Kópavogssáttmálinn ekki undanskilinn.
Ragnhildur Kolka, 18.10.2009 kl. 22:10
Ég hef velt því fyrir mér hver sé raunverulegur ávinningur okkar af EES og hver sé samanlagður herkostnaður af völdum þeirrar aðildar. Það er ekki nóg að hafa gamlar ritsmíðar um málið, því hremmingar síðustu ára eru bein og óbein afleiðing af EES aðildinni. Kannski mun einhver sérfræðingurinn taka saman ritgerð um þetta.
Muna menn hvernig Jón Baldvin, sá armi bjöllusauður, kynnti aðildina: við fáum allt fyrir ekkert!
Baldur Hermannsson, 18.10.2009 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.