Enn einn ljósgeislinn í vinstra myrkrinu

Þarna er enn einn ljósgeislinn í því vinstra myrkri sem grúfir yfir litlu þjóðinni okkar. Ung, falleg, vel menntuð og glæsileg kona ætlar að stjórna kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á vori komanda. Ég sé margan vorboðann fyrir Sjálfstæðisflokkinn um þessar mundir. Samband ungra sjálfstæðismanna hefur nýlega eignast öflugan fyrirliða, tveggja metra manninn Ólaf Örn Nielsen sem dræfar golfboltum lengra en aðrir menn þegar sá gállinn er á honum, og þekki ég þann kappa rétt verður þess ekki langt að bíða að ungliðar leggist í víkingu og endurheimti þau lönd sem eldri mennirnir hafa glatað.

Auðvitað er alltof snemmt að spá nokkrum sköpuðum hlut - en við getum þó vonað að þessir vorboðar séu til marks um að nýtt fólk, vel menntað og duglegt, sé í þann mund að taka yfir Sjálfstæðisflokkinn og leiða okkur út úr svartnætti vinstrimennskunnar, þangað sem þessi þjóð á heima.


mbl.is Ráðin kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Vel mælt að vanda félagi Baldur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.10.2009 kl. 13:43

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Vorboðinn ljúfi ;)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 14.10.2009 kl. 14:06

3 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ekki ætla ég að fara segja eitthvað leiðinlegt hér hjá Baldri og spilla þessari einlægu gleði sem hér ræður ríkjum.

Hjálmtýr V Heiðdal, 14.10.2009 kl. 14:21

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

mikið fagnaðarerindi sem þú færi okkur "félagi" Baldur

Jón Snæbjörnsson, 14.10.2009 kl. 14:33

5 identicon

Heill og sæll; Baldur - sem og, þið önnur, hér á síðu !

Hjálmtýr !

Hygg; að ég verði að styggja minn ágæta spjallvin, Baldur þjóðræðaþul með því, að ég álít Sjálfstæðisflokkinn, vera grímulausan glæpa- og hryðjuverka flokk (að fleirrum meðtöldum; reyndar), og því væri einungis hægt að fagna niðurlagi þeirrar sóða samkundu, hver er meginundirrót þess mikla vanda, við hvern Íslendingar kljást - og eiga eftir; í marga áratugi enn.

Hvar; öllum gildum mannlegs og heilbrigðs samfélags, var kastað á glæ, fyrir froðusnakk frjálshyggju og undirmála ýmissa, mun aldrei verða hægt, að fyrirgefa þessum skaðræðisöflum, gott fólk.

Með; beztu kveðjum samt, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 14:35

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk fyrir Heimir!

Takk fyrir Silla!

Takk fyrir Týri!

Æ hvað það er gaman að vera til þegar vorið er á leiðinni og allir eru glaðir.

Baldur Hermannsson, 14.10.2009 kl. 14:35

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hallelúja, félagi Jón!

Baldur Hermannsson, 14.10.2009 kl. 14:45

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sæll vertu Óskar Helgi, alltaf gaman að heyra í þér þótt misfagur sé nú munnsöfnuðurinn. Ég var nú þannig alinn upp að hafa ávallt í heiðri gildi mannlífs og samfélags og þá helst þau sem kenna mætti við Njáls sögu og Nýja Testamentið. Því miður fór að bera á því í lok aldarinnar að Íslendingar höfnuðu fornum gildum, sem alltaf hafa reynst okkur vel og hjálpað okkur til að lifa hér saman og stofna sterkt þjóðfélag. Sjálfsagt má færa rök fyrir því að menn tengdir Sjálfstæðisflokknum hafi átt þarna einhvern hlut að máli - mér er nær að halda að þú hafir eitthvað til þíns máls í þessu efni.

En við skulum nú ekkert vera að gera því skóna að Sjálfstæðisflokkurinn sé flokkur glæpa og hryðjuverka, Óskar minn, því það er nú ofmælt.

En allt ber þetta að þeim sama brunni, að við gleðjumst þegar ungt og fagurt dugnaðarfólk gengur um borð í Sjálfstæðisflokkinn og gerir sig líklegt til að taka við stýrinu, því öll reynsla kennir okkur að þegar Sjálfstæðisflokknum vegnar vel, þá vegnar Íslandi vel.

Baldur Hermannsson, 14.10.2009 kl. 14:57

9 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Baldur !

Meiri; væri nú manndómur ykkar, hæfuð þið nafn gamla Íhaldsflokksins að tróni, að nýju - og köstuðuð frjálshyggju samkundunni, fyrir róða, forni spjallvinur.

Sæmdar aukning nokkur - gerðuð þið svo. Vanzi annars; að óbreyttu !

Með; hinum beztu kveðjum á ný, samt; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 15:02

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Óskar, þú ert væntanlega að vísa til þess þegar Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn runnu saman í eitt og kölluðu sig Sjálfstæðisflokk. Mér hefur virst að Kristilegir demókratar í Þýskalandi - með áherslu sína á félagsleg gildi - svari að sumu leyti til Íhaldsflokksins okkar gamla, en Frjálslynda flokknum þar svipar fremur til frjálshyggjuarms Sjálfstæðisflokksins.

Nú starfa þessir tveir flokkar saman í Þýskalandi og það er við hæfi að þeir geri það líka hér á Fróni. Að minni hyggju þyrfti íhaldseðlið að aukast til muna í Sjálfstæðisflokknum. Þetta hefur alltaf verið skoðun mín og hún styrkist með árunum fremur en hitt.

Baldur Hermannsson, 14.10.2009 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 340416

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband