14.10.2009 | 13:07
Norðlendingar sleikja náfroðuna af Skarpi
Þetta eru hundleiðinleg tíðindi og heldur hefði ég viljað heyra af dauða Fréttablaðsins en afdrifum Skarps sáluga. Það er nú þannig með hann Jóhannes Sigurjónsson ritstjóra að hann er afburða skemmtilegur penni, fluggáfaður, fyndinn á svona vingjarnlega danska vísu og hefur næmt auga fyrir öllu sem á leið hans verður. Svona maður er alveg ómetanlegur í sínu litla horni heimsins, hann einn er þar meira virði en presturinn, sýslumaðurinn og hreppstjórinn allir til samans, og vita þó allir sem einhvern tíma hafa migið til sveita að þetta eru helstu höfðingjarnir í héraði.
Tekst Jóhannesi að sleikja náfroðuna af Skarpi og kalla hann svo aftur til lífsins? Það ætla ég rétt að vona að allir Norðlendingar leggist nú á eina sveif - þótt æskilegt sé að bjarga frystihúsum og gróðurhúsum undan kreppukrumlunni, þá eru þó andlegu verðmætin miklu dýrmætari.
Prentsmiðja lokar og vikublað hættir útgáfu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 340675
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek undir hvert orð bloggara, meiri snilling en Jóhannes Sigvaldason er vart að finna - mikill er missir Húsvíkinga og annarra er komist hafa í skrif þessa meistara orðsins. Varla eru það háar fjárhæðir sem standa í veginum, hverjar hafa afskriftir bankanna annars verið vegna "snillinganna" sem hugðu á útrás ...?
-Magnús Már
Magnús Már Þorvaldsson (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 16:01
Jón Ásgeir fékk einfaldlega niðurfellingu skulda á 365 fjölmiðlum og fékk svo að halda þeim óskertum. Moggaleiðin var allt öðruvísi, þar misstu eigendur allt, en bankinn bauð út eignina og seldi hæstbjóðanda.
Moggaleiðin er einskis virði á Húsavík, því hin raunverulega eign er hvorki prentsmiðjan né vikublaðið, heldur Jóhannes Sigurjónsson.
Baldur Hermannsson, 14.10.2009 kl. 17:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.