Tvískinnungur Jóhönnu jaðrar við sturlun

Þetta er rétt hjá Jóhönnu, hún dregur saman helstu staðreyndir á afar skilmerkilegan hátt, og ég myndi klappa fyrir henni ef hún héti ekki Jóhanna Sigurðardóttir. Hún sýnir réttilega fram á hvílíkir fautar Bretar eru, en á sama tíma fer hún til þeirra skríðandi á fjórum fótum, flaðrar upp um þá og grátbiður um aðild að Evrópusambandinu.

Einhver kann að segja að þetta séu tvö óskyld mál en sá maður er annað hvort lygari eða fábjáni. Bretar hafa nefnilega sýnt í verki hvernig á okkur yrði tekið í Evrópusambandinu. Réttur okkar yrði þar nákvæmlega enginn. Þar gildir hnefarétturinn, sá sterki kremur þann litla þegar honum sýnist. Hryðjuverkalögin voru viðvörun sem við skulum aldrei gleyma og aldrei fyrirgefa. Bretar eru ekki vinaþjóð okkar, þeir eru óvinaþjóð.

Tvískinnungur Jóhönnu jaðrar við sturlun. Svona hegðun mætti búast við af geðklofa en ekki forsætisráðherra. Við höfnum Bretum og öllum þeirra vélum - og við höfnum Jóhönnu.


mbl.is Jóhanna gagnrýnir Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Vel mælt og sköruglega. En eru núverandi stjórnvöld landráðamenn? Sú tilfinning verður sterkari þeim mun lengur sem þeir sitja á valdastólunum. Menn sem ávallt taka málstað útlendinga, útlendinga sem vilja svínbeygja okkur og kúga, hvað eru þeir? Allt virðist þetta í því skyni gert að koma þjóðinni endanlega undir vald þessara sömu útlendinga. Hvað á að kalla þessa stjórn mensévíka og bolsévíka? Undirlægjustjórnina? Eða á kannski að ganga lengra og kalla hana beinlínis landráðastjórnina? Hvað veit ég?

Vilhjálmur Eyþórsson, 6.10.2009 kl. 16:40

2 Smámynd: Björn Birgisson

Vilhjálmur, telur þú að stjórnendur Landsbankans, sem nú eru að skuldsetja þjóðina til andskotans með Icesave, uppvísir að lygum um ábyrgðina, séu landráðamenn?

Björn Birgisson, 6.10.2009 kl. 17:34

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Björgólfur og kó voru ekki að skuldsetja þjóðina. Þeir voru að skuldsetja sjálfa sig. Þeir voru stjórnendur Landsbankans, ekki þjóðarinnar. Þetta innlegg þitt er tóm steypa. Sorrý.

Vilhjálmur Eyþórsson, 6.10.2009 kl. 17:37

4 Smámynd: Björn Birgisson

Borga þeir þá brúsann? Eða gerir þjóðin það?

Björn Birgisson, 6.10.2009 kl. 17:39

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ætli einhver geti bent mér á heimskulegri ákvörðun en þá ákvörðun Steingríms og Jóhönnu að skella umsókn um ESB inn á Alþingi á fyrstu dögum þeirra í stjórn? Ákvörðun sem varð til þess að setja umræðu þings og þjóðar í uppnám á sama tíma og eftir var að fá niðurstöðu í Icesafe skuldina? Þar með blönduðust saman í einn yndislegan kokkteil þrjú afar slæm deilumál innan lands sem utan. Og útkoman var:

Semja fyrst við Breta og Hollendinga. Leggjast á hnén fyrir framan IMF og skríða svo á hnjánum til Brussel með brækurnar á hælunum!

Mér dettur í hug drekkingaraðferðin við yfirheyrslur grunaðra hryðjuverkamanna.

Árni Gunnarsson, 6.10.2009 kl. 17:59

6 Smámynd: Björn Birgisson

Árni, þú lífsreyndi maður, segðu mér eitt. Eigum við að halda krónunni eða þurfum við að taka upp aðra mynt? Er krónan okkar á vetur setjandi?

Björn Birgisson, 6.10.2009 kl. 18:20

7 Smámynd: Björn Birgisson

Vilhjálmur Eyþórsson, steypustjóri, gaf í skyn að stjórnin okkar væri landráðastjórn. Ég lagði fyrir hann einfalda spurningu. Ekkert svar komið enn. Landráðafærslu sína endar hann með spurningunni: Hvað veit ég? Hann veit líklega ýmislegt. Sjóaður og sigldur maðurinn. Kannski ekki nóg. Kannski blindur á báðum með dæmigerða hægri glýju í augum. Hvað veit ég?

Björn Birgisson, 6.10.2009 kl. 18:51

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Vilhjálmur og Eyþór, ég efast um að hægt sé að framfylgja ákæru um landráð á hendur Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún var þrátt fyrir allt kosin á þing í löglegri kosningu og grísinn blessaði ríkisstjórnina. Mér finnst vænlegra að ákæra fyrir landráð alla þá sem kusu hana á þing, það eru ljótu besefarnir og verðskulda fyllilega opinbera rassskellingu á Þingvöllum að fornum sið.

Baldur Hermannsson, 6.10.2009 kl. 19:09

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Árni, svona eftir á held ég að flestir hljóti að sjá að það var óðs manns æði að nauðga VG-greyjunum til að samþykkja þessa umsókn á hveitibrauðsdögum stjórnarinnar - þvert ofan í alla svardaga. Nú eru þeir draugfúlir, skynja reiði kjósenda sinna og vita að margir þeirra munu aldrei kjósa þá framar.

Baldur Hermannsson, 6.10.2009 kl. 19:12

10 Smámynd: Björn Birgisson

Hver er Eyþór?

Björn Birgisson, 6.10.2009 kl. 21:03

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hohohohoho Eyþór er auðvitað Björn Birgisson Grindvicensis

Baldur Hermannsson, 6.10.2009 kl. 21:10

12 Smámynd: Björn Birgisson

Meiri auminginn þessi Vilhjálmur. Er hann nokkuð skyldur þér, Baldur minn?

Björn Birgisson, 6.10.2009 kl. 21:55

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Vilhjálmur Eyþórsson er séní, og báðir erum við niðjar Hólabiskups hins eina og sanna.

Baldur Hermannsson, 6.10.2009 kl. 22:08

14 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég veit ekki til þess að ég sé neitt séní, en hitt er ljóst, að Björn Birgisson er ekki séní. Alls ekki.

Vilhjálmur Eyþórsson, 6.10.2009 kl. 22:47

15 Smámynd: Eygló

Er greindarvísitölukeppni í gangi hérna?  Eða kannski bara pissukeppni? 

Ég á ekki von á að nokkur maður hérna sé svo klár að hann sjái hvílíkt greindarséní ÉG er.

Óvinaþjóð Hérna þyrfti e.t.v. að finna meira viðeigandi orð. Ég vil aldrei setja undir einn hatt - almenning / þjóðina     og valdhafa.  Mér er sem ég sæi að við vildum láta klína á okkur Íslendinga, því sem nokkrir skúrkar hafa áorkað.

Hólabiskups??? Máttu þeir geta börn? Eða er það bann kannski nýtilkomið (eftir að niðjar þeirra voru skoðaðir

Eygló, 7.10.2009 kl. 01:07

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Eygló, sjálf ert þú niðji Jóns Arasonar Hólabiskups og þar af leiðandi skyld okkur Vilhjálmi hvort sem þér líkar betur eða ver. En auðvitað er þetta rétt hjá þér meðóvinaþjóðina - það kemur bara ekkert heppilegra orð í hugann.

Baldur Hermannsson, 7.10.2009 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 340675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband