Gefum þessum hetjum gott lófaklapp

Þetta eru mennirnir sem eiga eftir að leiða Ísland aftur til hagsældar og hamingju. Athafnamennirnir. Athafnaskáldin. Menn sem eru vel menntaðir, ljóngáfaðir, hugmyndaríkir, harðduglegir og kalla ekki allt ömmu sína. Það er stórkostlegt lán fyrir okkur að eiga svona menn.

Ríkisstjórnin mun gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að reyra þá niður og rota þetta framtak. Vinstri Grænir hafa þegar lýst yfir hatri sínu á þessu. Vinstri menn hata allt sem heitir framdag, dugnaður og sjálfsbjargarviðleitni. Hjá þeim kemst ekkert annað að en bætur, styrkir, úrtölumennska, neikvæðni, ræfladýrkun og Evrópusambandið.

En við skulum gefa fólkinu í PrimaCare gott lófaklapp og standa með þeim. Þetta fólk er framtíð Íslands.


mbl.is Einkasjúkrahús í Mosfellsbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru engir menn jafn hentugir fyrir ríkið og kapítalið en vel menntaðir, ljóngáfaðir, hugmyndaríkir og harðduglegir athafnamenn sem kalla ekki allt ömmu sína.

-En það eru jafnframt engir menn verri óvinir fólksins og akkúrat sömu típurnar.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 14:11

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Sammála þér Baldur

undarleg skrif hjá þessum manni hér fyrir ofan - hvar ætla sumir að velferð komi frá ?

Jón Snæbjörnsson, 2.10.2009 kl. 14:14

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þeir halda að Steingrímur búi til fiskinn í sjónum en Jóhanna býr til rollurnar og kýrnar.

Baldur Hermannsson, 2.10.2009 kl. 14:30

4 identicon

...sem er ólík þeirri hugmyndafræði að halda að rafmagnið komi frá Jóni Ásgeiri og mjólkin frá Björgólfi.

Nei, velferðin kemur frá vinnandi fólki, en hvorki frá kaupsýslumönnum né stjórnmálamönnum.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 14:33

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

er ekki verið að "reyna" að setja atvinnutækifæri af stað Rúnar - lífið er ekki bara fiskur rolla kýr svín eða haughopparar

þar er ávalt upphaf

Jón Snæbjörnsson, 2.10.2009 kl. 14:42

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Runki, þetta er svo hárrétt hjá þér að það hálfa væri nóg, en einhver verður þó að taka af skarið um hvað skuli gera, hvernig skuli gera það, hvenær og með hverjum. Byssurnar skjóta ekki sjálfar.

Baldur Hermannsson, 2.10.2009 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband