28.5.2009 | 15:13
Glórulaus spilling forhertra manna sem einskis svífast
Þarna er kommahyskinu rétt lýst. Meðan þjóðinni blæðir, fjölskyldurnar verða hungurmorða, fyrirtækin fara hvert af öðru á kúpuna - þá hugsa þeir um það eitt að raða ónytjungum sínum á ríkisjötuna. Einar Karl Haraldsson hefur enga menntun til að fást við heilbrigðisstörf eða stjórnunarstörf nokkurs konar. Hann hefur verið blaðurfulltrúi hér og hvar, natinn að hagræða staðreyndum þar sem þess er þörf, en ærlega vinnu þekkir hann ekki.
Nú hafa kommarnir skipað þennan mann kommissar yfir eina dýrmætustu stofnun landsins, máttarstólpa heilbrigðisgeirans. Þetta er glórulaus spilling forhertra manna sem einskis svífast. Þarna er kommunum rétt lýst. En sannið þið til - þetta er bara byrjunin.
Einar Karl ráðinn til Landspítalans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 340675
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er farinn að hafa ómældar áhyggjur af þessum helvítis kommum. Og ég sem var farinn að trúa því að þeir væru ekki til á Íslandi lengur!
Ertu viss um að þetta sé tilfellið Baldur minn? Ég held að þessi Einar Karl sé nú bara eins og þú lýsir honum, svona klókur flokksdindill sem hefur lagt sig fram við að vera nærstaddur þegar ráða þarf í störf. Svona ámóta og búrtíkur sjallanna hér á meðan þeir voru við kjötkatlana og skömmtuðu.
Kannski við eigum nú eftir að sjá ráðningar á borð við þá þegar strákurinn hans Davíðs var ráðinn í dómaraembættið- sællar minningar.
Ljótasta dæmið og það sem vonandi verður ekki endurtekið var nú þegar sjálfstæðismenn eyðilögðu sómadrenginn Árna Mathiesen hestamann og dýralækni með því að skáka honum inn í tvö vandasömustu ráðuneyti þjóðarinnar og gera hann þar að athlægi um áraraðir.
En svo er það þetta með helvítis kommana!
Árni Gunnarsson, 28.5.2009 kl. 15:35
Viturlega mælir þú að vanda Árni minn góður. Á þessu tvennu er samt reginmunur:
1) Þegar sjallar skipuðu drenginn dómara gerðu þeir honum og föður hans óleik fyrir lífstíð.
2) þegar hinir viðsjálu kommar skipa dindilinn Einar kommissar þá gera þeir honum gott en þjóðinni óleik fyrir lífstíð.
Hvað hestamanninn áhrærir þá verða sjallar að læra af þeirri sáru reynslu. En læra stjórnmálamenn yfirleitt af reynslunni? Þú ert vitrari en ég og best að þú svarir þeirri áleitnu spurningu.
Baldur Hermannsson, 28.5.2009 kl. 15:41
Berstrípaður nasisminn og samspilling íhaldsins standa víða berstrípuð. Gunnar Birgisson veitir dóttur sinni hundrað milljónir í greiðslur og Elliði Vignisson ræður föður sinn sem forstöðumann íþróttamiðstöðvar.
Einar Karl er einfaldlega langflottastur! Með áratuga reynslu af árangri í almannatengslum. Gerði Ólaf Ragnar að forseta og Karl Sigurbjörnsson að biskupi. Reyndar hringdi ég á sínum tíma áður en Ólafaur bauð sig fyrst fram og hvatti hann til framboðs.
Til hamingju með embættið Einar og ég veit að þú munt vinna fyrir laununum þínum. Það er meira en hægt hefur verið að segja um sporslur og hlunnindi fyrirgreiðsluflokksns. Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 28.5.2009 kl. 15:57
Maður sem gat gert ÓRG að forseta hlýtur að hafa margt til brunns að bera.
Baldur, þú hefur ekkert verið að blogga um Gunnar Birgisson. Hverju sætir það, ef þér er svona umhugað um spillingu?
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 16:05
Gunnlaugur, þarna afhjúpar þú rækilega þinn innri mann. Drepur á dreif þinni eigin spillingu með því að tala um spillingu annarra. Þitt lífsmottó er: allt sem aðrir gjöra illt skal ég svo sannarlega gjöra líka og helmingi verra! Einar Karl var fenginn á biskupsskrifstofu til þess að redda Herra Ólafi þegar hann varð fyrir því að káfa á stelpum. Þessi maður er hæfileikalaus flokksdindill og skipan hans er rakalaus spilling.
Baldur Hermannsson, 28.5.2009 kl. 16:11
Sveinn hinn Ungi, þetta er alrangt hjá þér. Ég er tíður gestur á bloggsíðum annarra og hef talsvert skrifað um mál Gunnars Birgissonar. Ég hef ekki dregið neina dul á þá skoðun mína að menn sem misnota almannafé verði að finna sér annan starfsvettvang. Ég hef víða skrifað um önnur vandræðamál Sjallanna og geri, ef eitthvað er, meiri kröfur til þeirra en ykkar kommúnistanna.
Baldur Hermannsson, 28.5.2009 kl. 16:14
Hvers konar öfugmælasmiður et þú eiginlega, Gunnlaugur B. Ólafsson?
Á bloggsíðu þinni kynnir þú þig til sögunnar með eftirfarandi skrumi: "Höfundur leiðir mannrækt í Mosfellsbæ og útivist að Stafafelli í Lóni. Vinnur við kennslu, að sameiningu sálar og líkama og síðast en ekki síst að efla frelsi, jafnrétti og kærleika í mannlífinu"
Ég vildi óska þess að þú gætir staðið undir þessu hlægilega skrumi, en öll þín skrif sína að þú ert bara ótínd, vinstri sinnuð afturbatapíka í óða önn að sópa skítnum undir teppið. Aldeilis mannræktin það eða hitt þó heldur. Skamm!
Baldur Hermannsson, 28.5.2009 kl. 16:26
Þetta er ráðning til 6 mánaða. Því hefur starfið væntanlega ekki verið auglýst. Sé nú ekki þörfina fyrir öll þessi stóru orð um þetta.
Björn Birgisson, 28.5.2009 kl. 16:27
Nákvæmlega. Ráðning til 6 mánaða. Þeir fara hægt í sakirnar til að byrja með. Svo verður framlengt um aðra sex. Ég gjörþekki brellur kommanna. Ég hef lesið ævisögu Stalíns og þekki þetta fólk.
Baldur Hermannsson, 28.5.2009 kl. 16:53
Þeir á AMX voru svo vinsamlegir að birta kafla úr reglugerð fjármálaráðuneytisins sem lýtur að ráðningum í störf hjá ríkinu. Læt hana fylgja hér ykkur til glöggvunar. Þeir sem lesa eitthvað annað út úr reglugerðinni en það að hér sé ekki aðeins um blygðunarlausa einkavinavæðingu að ræða, ættu að fá sér gleraugu.
Ragnhildur Kolka, 28.5.2009 kl. 17:09
Hvort stjórnmálamenn læri af reynslunni hefur mér alltaf fundist ástæða til að hafa efasemdir um. Sjáfstæðismenn telja sig hafa lært af reynslu Sovétríkjanna um allt það sem beim ber að varast. Þeir tala fyrir einstaklingsframtaki en telja að til þess að það lánist verði að skapa réttum mönnum tækifæri með því að taka þann rétt af öðrum, s.br. það hvernig þeir hafa varið rangláta stjónun fiskveiða sem þeir báru svo sannarlega ekki ábyrgð á einir í upphafi eins og margir hafa haldið fram. Sovétið innleiddi áætlunarbúskapinn sem kveður á um hvað fólk eigi að starfa við svo það skapi verðmæti og leggist ekki í ónytjungshátt. Sjálfstæðismönnum hefur alltaf litist vel á þessa pólitík Stalíns og tala manna mest um að "skapa störf" og nefna þar alltaf nokkra tugi þúsunda af þessu fyrirbæri sem þeir ætla að láta ríkið sjá um. Þeir voru stoltir af Kárahnjúkavirkjun sinni og álverinu þar sem hvert starf kostaði 100- 300 milljónir eftir því hver segir frá. Og nú er talið að Landsvirkjun lafi svona í rúmlega ár til viðbótar áður en hún fer á hausinn. Fer það nokkuð eftir því hvað neytendur á Íslandi verða graðir við að nota rafmagnið í kaffihitun og borga álagið sem til þarf að greiða niður orkuna fyrir Alcoa.
Yfirleitt hefur mér sýnst að allir okkar pólitíkusar hafi varið mestum sínum tíma í að tala um vonda reynslu af öðrum. En svo er það auðvitað engin hemja að halda því fram að Gunnar Birgisson hafi veitt dóttur sinni hundrað milljónir í greiðslur eins og hér er haldið fram. Ef ég man rétt þá er nú upphæðin allmiklu lægri og inni í henni ýmis bein útgjöld sem koma umræðunni ekki við nema til að gera samninginn skelfilegri en ella. Upp úr stendur að þóknun til hennar var afar mikið hærri tala en eðlilegt má teljast. Friðrik Pálsson greiddi sjálfum sér góða þóknun fyrir "góð ráð" þegar hann var ráðinn til að selja ríkisfyrirtæki og komst upp með það. Góður!
Gunnar Birgisson er trukkur af grófari gerðinni en hann er andskotanum duglegri og kraftmeiri í brekkum. Þess háttar menn þurfum við að hafa á sem flestum vígstöðvum og ekki síst í dag. Við höfum bara ekki annað þarfara að gera mörg okkar en að andskotast út í hann.
Hér verður látið staðar numið að sinni þó flest sé enn ósagt af öllu því sem máli skiptir.
Árni Gunnarsson, 28.5.2009 kl. 17:13
Sammála þér, meistari Árni, um díseltrukkinn Gunnar Birgisson. Þvílíkur jarðvöðull og grjótpáll sem sá maður er. En nú þarf hann að munstra sig af skipinu, hvort sem honum líkar betur eða ver. Hann þyrfti að gera það mjög fljótlega.
Baldur Hermannsson, 28.5.2009 kl. 17:17
Ragnhildur, þakka þér fyrir þessar upplýsingar sem þarna koma skýrt fram. Það er augsýnilegt að kommarnir vaða fram af makalausri fúlmennsku og virða hvorki lög né rétt. Því miður er einskis góðs af vænta af Einari, hann er bara baktjaldamakkari af grófustu gerð og á betur heima í reykfylltum bakherbergjum en ekki flaggskipi heiðbrigðisgeirans.
Baldur Hermannsson, 28.5.2009 kl. 17:20
Ósammála. "Það duga engar góðar bænir þegar illt á að ske" eins og Pílatus sagði við Kópernikus forðum þegar hann hjó af honum hausinn í fylliriisæði. Kópavogur þarf á Gunnari að halda og ekki orð um það meir.
En lagaðu fyrstu setninguna í færslunni þinni í hvelli aulinn þinn.
"Þarna er kommahyskinu rétt lýst." Þú átt ekki að láta kommahatrið slökkva á stafsetningarkunnáttuni. Þetta minnir helst á hreppstjórann fyrir austan sem Stefán Jónsson sagði frá og var orðinn slíkur ofláti af upphefðinni að hann var farinn að skrifa kerra með ypsilon. (Ég er ekki vanur að kenna fólki stafsetningu á blogginu og ferst það ekki. Af vissri ástæðu varð ég að gera undantekningu á þér!)
Árni Gunnarsson, 28.5.2009 kl. 17:29
Þú ert of seint á ferðinni því ég er búinn að laga þetta, gerði það fyrir hálftíma síðan. Þetta er önnur y-villan sem ég geri í daga. Hin er í athugasemd nr. 7 við þessa færslu. Yfirleitt feila ég aldrei á i og y en í dag hefur það gerst tvisvar.
Varðandi hreppstjórann fyrir austan: Emil Jónsson sagði mér frá Austfirðingi sem sendi honum bréf og það hófst svona: "Illsku venur......".
Baldur Hermannsson, 28.5.2009 kl. 17:46
"Glórulaus spilling forhertra manna sem einskis svífast"
Baldur, á þessi kjarnyrta fyrirsögn þín ekki ágætlega við flesta stjórnendur ríkisins undanfarna áratugi? Það finnst mér.
Björn Birgisson, 28.5.2009 kl. 18:17
Björn, það hygg ég að sé ofmælt.
Baldur Hermannsson, 28.5.2009 kl. 18:44
Ég er farin að halda að þetta sé allt sama skítapakkið hvar sem borið er niður.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 28.5.2009 kl. 19:46
Snjólaug, er þetta ekki óþarfa svartsýni? Finna má fjölda mætra manna í stjórnmálum en því miður er það staðreynd, að margir ógeðfelldir einstaklingar hanga eins og snákar á geirvörtum flokkanna og nærast á blóði alþýðunnar. Flestir eru þessir snákar í Framsóknarflokki og Samfylkingu. Vinstri grænir eru miklu skárri flokkur en Samfylking. Þar er innan dyra margt heiðarlegra karla og kvenna.
En ég held við ættum að varast að gera góðu fólki rangt til og það gerum við óneitanlega ef við alhæfum.
Baldur Hermannsson, 28.5.2009 kl. 19:54
Hefði ekki verið gráupplagt að fá í þetta almennilegan og góðan Sjalfstæðismann?
Gunnar Birgisson er verðugur fulltrúi flokksins.
Hann gæti látið fræsa mesta horinn úr rananum fyrst.
Þá yrði hann óþekkjanlegur.
Páll Blöndal, 28.5.2009 kl. 20:00
"Flestir eru þessir snákar í Framsóknarflokki og Samfylkingu."
Nú ertu orðinn þreyttur, Baldur minn, enda enginn furða eftir allt þetta blogg. Þú gleymdir Sjálfstæðisflokknum, sem ég veit að þú veist margt misjafnt um. Að ýmsum skrautlegum ráðningum hefur sá flokkur komið. Toppaði svo allt þegar hann samdi við Framsókn um að einkavinavæða bankana fyrir 30 silfurpeninga.
Björn Birgisson, 28.5.2009 kl. 20:21
Páll, Gunnar er ekki rétti maðurinn í þetta kommissara-starf. Hann væri hisn vegar rétti maðurinn í að skipuleggja og byggja landspítala. Hann myndi gera það á mettíma.
Baldur Hermannsson, 28.5.2009 kl. 20:31
Björn, Sjálfstæðisflokkurinn hefur í áranna rás komist vel frá sínum mannaráðningum. Til eru dæmi um hið gagnstæða en þau dæmi eru furðulega fá. Einmitt vegna þess hve fá þau eru skera þau grimmilega í augu. Enginn tekur hins vegar eftir því þegar Framsókn hyglar sínum ónytjungum, mönnum þykir það svo sjálfsagt.
Baldur Hermannsson, 28.5.2009 kl. 20:33
Ef Gunnlaugur mannræktandi væri svo vænn að benda mér á nasismann hjá Sjálfstæðismönnum?
Tómas Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 20:52
Það held ég að séu undarlegir karakterar sem sá maður ræktar þarna í Mosfellsbænum.
Baldur Hermannsson, 28.5.2009 kl. 20:58
Íhaldið gerði Óla Klemm að einum helsta ráðgjafa sínum í framtíðarnefnd flokksins. Sá er víst tattú merktur: "White Power".
Margir fleiri háttsettir eru hallir undir rasisma og þessháttar.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 21:21
Þetta er áhugavert og eiginlega hálf kostulegt, Sveinn hinn Ungi. Ég hafði ekki hugmynd um þetta. Hefurðu séð þetta tattú sjálfur? Hvar er það á líkamanum?
Baldur Hermannsson, 28.5.2009 kl. 21:26
Valhöllin vill taka fram að við ágizkaðann, oft umræddann, en enn óztaðfezdann, heilaþvott Baldurz, voru einungiz notaðar lútzterkar, en þó umhverfizvænar ~zábur~....
Steingrímur Helgason, 28.5.2009 kl. 22:05
Vizzulega er ég maður heilaþveginn en eigi fór zú athöfn fram í Valhöll, heldur í hlöðu þeirri auztanlands þar zem foreldrar mínir hrærðu zaman litningunum og ákváðu þannig, óviljandi að vízu eins og oftlega gerizt hjá ungu fólki og gröðu, zamzetningu mína til líkama og zálar.
Minnizt ég þá með hlýhug afa mínz záluga zem einn Ízlendinga hlaut opinbera ztaðfeztingu í Hæztarétti þezz efniz að ekki væri neitt að marka orð hanz.
Baldur Hermannsson, 28.5.2009 kl. 22:13
Hvorki voru afar mínir alþingismenn né útrásarvíkingar. Annar afi minn var verkamaður í Dagsbrún og hafði mætur á Stalín, en hinn var smábóndi austur á landi og fylgdi krötum að máli - einn manna þar í sveitum.
Baldur Hermannsson, 28.5.2009 kl. 22:32
Hefði ekki frekar átt að veita honum (EKH) ráðningu?
Ég gleðst að sjá að fólk dæmir ekki heilu stjórnmálaflokkana eftir einum og einum grút. Gunnar Birgisson er ekki táknmynd fyrir Sjálfstæðisflokkinn frekar en drullusokkar úr öðrum flokkum séu rétt mynd af sínum flokkum.
Eygló, 28.5.2009 kl. 22:32
... á sama hátt og að ekki eru allir prestar barnaníðingar eða kynferðisafbrotamenn þótt þeir finnist þeirra á meðal, eins og í öðrum starfsstéttum.
Eygló, 28.5.2009 kl. 22:33
Maíja, þetta er sko ekki í fyrsta skipti sem þú bjargar deginum með góðlátlegum gamanyrðum sem þó eru þrungin undarlegri speki.
Baldur Hermannsson, 28.5.2009 kl. 22:40
Baldur, ég sé að þú hefur átt góða og skynsama afa í móður- og föðurætt. Hvernig gast þú orðið svona forpokaður íhaldsdurgur - með öll þessi gröðu gen úr hlöðunni fyrir austan? Mér hefur alltaf fundist íhaldið óttalega náttúrulaust. Alla vega karlmennirnir. Meira fyrir budduna en skjóðuna!
Björn Birgisson, 28.5.2009 kl. 22:56
Var ég ekki að segja það?
Björn Birgisson, 28.5.2009 kl. 23:31
Einar Karl er nú enginn kommi, svo mikið er víst, heldur sanngjarn maður víðsýnn.
Og ég stórefast um, að hann sé haldinn Samfylkingar-EB-kláðanum, og það er þó alltjent einhver mælikvarði á manndóm, reisn og þjoðhollustu.
Jón Valur Jensson, 28.5.2009 kl. 23:36
Maíja, víst er Gunnar Birgisson táknymnd Sjálfstæðisflokksins.
Meira segja allt hans útlit, málrómur og atgervi er í fáum orðum sagt
ímynd Sjálfstæðisflokksins.
Það mætti alveg skipta út þessu fuglsgerpi fyrir fermingarmynd af GB.
... og flestir af þessu skinhelga liði kirkjunnar eru nauðgarara og barnaníðingar.
so help me cod.
Páll Blöndal, 29.5.2009 kl. 00:38
Ég fer að loka á þennan Pál Blöndæl, þvílíkt orðbragð á manninum.
Jón Valur Jensson, 29.5.2009 kl. 00:45
Alltaf jafn krúttlegur Jón minn
Ertu nokkuð prestlærður? eða þannig?
Páll Blöndal, 29.5.2009 kl. 00:48
Páll, þetta er að hluta til rétt. Margt í fari Gunnars Birgissonar er dálítið dæmigert fyrir ímynd Sjálfstæðismannsins: dugnaðurinn og eljan, óbilandi sjálfstraustið, framsýnin, ósérhlífnin, félagslund reist á sterkri og heilbrigðri einstaklingshyggju, tryggð og vinátta. Andlegt atgervi Gunnars er með ágætum; hálærður maður með alvöru doktorspróf frá Bandaríkjunum.
Kirkjunnar menn held ég nú að séu flestir eins og þú sjálfur - hvorki englar né djöflar heldur bara breyskir menn.
Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 00:48
Mér sýnist nú reisnin yfir honum Bjarna litla Ben vera stórum að rýrna. Hann er farinn að kikna í hnjáliðunum undan öllum loforðum Össurar um ódýrt spínat og rödbeder. Ætli greddan í sjálfstæðismönnum sé mest inni í hlöðum?
Vel á minnst og að öðru. Ég veit um fjölmarga sem enga staðfestingu frá Hæstarétti þurfa til að sanna að ekkert sé að marka þá.
En Páll Ólafsson sem var hagmæltur og graður drykkjumaður fyrir austan skrifaði Jóni bróður sínum fréttir af þjóðfundi.
--Þar var Á... Þ... dannebrogsmaður frá G..... Heldur lítið gefinn maður ef trúa má hans eigin orðum!
Árni Gunnarsson, 29.5.2009 kl. 00:50
Björn, ég efast um að það sé réttmætt að kalla mig íhaldsdurg; sjálfur hef ég alltaf litið á mig sem heiðarlegan, gamaldags afturhaldsdurg.
Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 00:51
Árni, ég óttast að margur sjallinn muni kikna undir pilsunum þegar Össur fer að veifa spínatinu framan í hann, ég tala nú ekki um svissneskum ostum og frönsku víni. Þá verða sumir fljótir að gleyma harðbalasmjörinu og hangiketinu.
Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 00:54
Jón Valur, það er lítt til þess fallið að bæta menn að skella hurðum framan í þá. Hyggilegra tel ég að ræða við þá vinsamlega og venja þá við háttvísi og góðgirni. Til þeirra embætta erum við báðir prýðisvel fallnir.
Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 00:57
Baldur, við ösnumst alltof oft til að vera sammála.
En Gunnar Birgissson hefur líka auðgað okkar íslensku tungu
með nýjum skilningi á orðum eins og "dótturfélag".
Ég held að öll bæling eðlilegra hvata, hræsni og yfirlæti sem
einkennir oft kirkjunnar menn sé gróðrastía fyrir svona vibba.
Með heiðarlegum undantekningum.
Jón Valur, óþarfi fyrir þig að taka þetta til þín.
Páll Blöndal, 29.5.2009 kl. 00:58
Páll, bestur var Gunnar Birgisson þegar hann var að útskýra efnahagsmálin í útvarpinu: það er með fjármálin eins og veðrið, það eru hægðir og lægðir......
En í guðanna bænum, Páll, reynum að forðast í lengstu lög að vera sammála, því þá gætum við lent í því að báðir hefðu rangt fyrir sér og það væri ekki gott fyrir þjóðfélagið.
Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 01:03
Árni, kanntu vísuna eftir Pál um ástföngnu vinnuhjúin, sem endar svona:
...hvorugt mátti af öðru líta.
Það er ferlegt að hafa ekki lært svo góða vísu en um það sveikst ég þegar ég heyrði hana.
Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 01:05
Já ég skal gera mitt besta
Páll Blöndal, 29.5.2009 kl. 01:06
Það næst besta er alveg nógu gott. Við megum ekki verða of fullkomnir því þá er stutt í hrokann.
Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 01:21
Hvað gerðirðu við Jón Val hinn kaþólksa?
Páll Blöndal, 29.5.2009 kl. 01:26
Snillingurinn Jón Valur þarf trúlega að sofa eins og aðrir menn réttlátir.
Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 10:15
Baldur, gafstu ekki heimild til þessarar orðnotkunar eftir dælinguna frægu?
Björn Birgisson, 29.5.2009 kl. 10:23
Mér finnst nú Páll taka of sterkt til orða er hann segir Gunnar Birgisson sé táknmynd sjálfstæðisflokksins, ja hérna, maðurinn táknar frekar úrkynjun hans og ef svona heldir áfram, so help my god þá endanlega er flokkurinn búin að vera.
Vissi bara eigi að þú værir svona vinsæll Baldur minn og finnst Silla spyr þig um afa þinn, þá spyr ég hvar ertu fæddur og uppalinn?
Við erum náttúrlega afar spes
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.5.2009 kl. 10:23
Björn, nú er ég skák og mát. Eða snóker. Hef ekki grænan grun um hvaða orðnotkun þú ert að tala, hvað þá dælingu. Útskýrðu!
Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 10:34
Hæ Milla, bara vöknuð og komin á stjá? Gunnar Birgisson er táknmynd fyrir sjálfan sig, sannur miðaldafursti í sínum Kópavogskastala, góður dugnaðardrengur og vinsæll af öllum sem honum kynnast. Hann hefur sitt lag á öllum hlutum og nú er honum að hefnast fyrir það. Það verður slæmt fyrir Kópavog að missa hann úr forystunni - en er það ekki óhjákvæmilegt?
Um tilurð mína og uppeldi er best að segja sem minnst opinberlega.
Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 10:37
Dísel.
Björn Birgisson, 29.5.2009 kl. 10:43
Hehe já nú rennur upp fyrir mér ljós! Var ekki orðið: íhaldsbjáni?
Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 10:45
Það verða allir að leggjast á eitt um að koma Baldri í kærleiksríkar flæðiæfingar. Það er varla hægt að bjóða upp á svona hrokafulla íhaldstudda í okkar sameinuðu Evrópu. Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 29.5.2009 kl. 10:58
Hvernig gengur í "mannræktinni", Gunnlaugur? Ertu ekki aðallega að rækta sjálfbyrgingsskap og þröngsýni? Algengasta ræktunin í Mosfellsbæ mun þó vera kannabis en varla átt þú hlut að henni.
Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 11:03
"Strákar, hér með gef ég ykkur heimild til að segja við mig: þú þarna íhaldsbjálfi!
(Fyllti tankinn af bensíni - og þetta er díselbíll)
Baldur Hermannsson, 15.5.2009 kl. 00:23 "
Björn Birgisson, 29.5.2009 kl. 11:11
Rétt, íhaldsbjálfi var það. Þó er ég meiri afturhaldsdurgur en íhaldsbjálfi ef grannt er skoðað.
Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 11:15
Æ nó.
Björn Birgisson, 29.5.2009 kl. 11:26
Virði það, með uppeldið, jú það er óumflýjanlegt að Gunnar missi sig.
Og ég tel það bara gott fyrir sjálfstæðisflokkinn í heild sinni að hann hverfi af vettvangi stjórnmálanna.
Veistu ég er löngu vöknuð, ævilega um sexleitið.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.5.2009 kl. 12:26
Þessa vísu kann ég ekki Baldur minn, því miður. Lærði tvær vísur þegar ég var strákur en er búinn að gleyma annari.
Árni Gunnarsson, 29.5.2009 kl. 12:29
Guðrún Emilía, ef allir með siðferði Gunnars B. hyrfu úr Sjálfstæðisflokknum,
er ég hræddur um að eftir yrði flokkur smár, agnarsmár.
Páll Blöndal, 29.5.2009 kl. 12:35
Baldur og Árni, Þetta með mr. Davíðsson og ráðningu hans.
Þetta var nefnilega þannig að Árni Matt fékk þau tilmæli frá Davíð sjálfum að veita
stráknum sínum "ærlega ráðningu" fyrir þessa bjánalegu hugmynd að
vera að sækja um stöðu dómara.
Árni M. skildi ekki íslenskuna betur en svo að hann "réð" strákfíflið í starfið.
En Árni kúturinn Matt er jú bara dýralæknir og það úr Hafnarfirðinum.
Páll Blöndal, 29.5.2009 kl. 12:46
Páll, það hlaut að vera eitthvað svona. Það eru til dæmi um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi farið glannalega með stöðuveitingar en þau dæmi eru fá. Kannski er glannalegasta dæmið Ólína Þorvarðardóttir og embætti skólameistara - en hún er jú Samfó.
Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 13:58
Önnur rækja, sama majonesið.
Páll Blöndal, 29.5.2009 kl. 14:40
Sama majonesið? Vinur minn einn hefur fyrir sið að arka gegnum kirkjugarðinn í Fossvogi. Þar liggur meðal annarra látinn sómamaður, Gunnar að nafni. Afkomendurnir voru nógu ósmekklegir til að letra á steininn að þar liggi Gunnar í majones.
Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 14:45
Baldur minn, ég er alveg úrkula vonar um að mannbæta Blönddælinginn.
Jón Valur Jensson, 29.5.2009 kl. 14:52
Jón, það má líka spyrja hvernig væri komið fyrir honum ef ekki væru öðlingar eins og við tveir stöðugt að lappa upp á geðslagið í honum. Oft er það frekar spurning um að halda í horfinu frekar en bæta.
Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 14:56
Jón minn, vonin er okkar eina von.
Páll Blöndal, 29.5.2009 kl. 14:56
Páll, það má líka benda á þá skemmtilegu staðreynd að pörupiltar eins og þú gefa okkur hinum kærkomið færi til að strá um sig með mannúðinni og hjartagæskunni. Ég er alveg til í alla svoleiðis díla.
Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 14:58
Já, þetta gæti orðið ykkar andlega og mannúðlega "extreme makeover".
Oft var þörf ....
Páll Blöndal, 29.5.2009 kl. 15:06
Spilling virðist hætta að vera spilling um leið og maður tengist henni sjálfur. Það les ég útúr skrifum GBÓ. Kolka er glögg eins og fyrri daginn.
Halldór Jónsson, 29.5.2009 kl. 18:29
Kolka er auðvitað ekkert annað en kona stórgáfuð. Hún sér dýpra og lengra en flestir. GBÓ er einn af þessum vinstri villingum sem ganga spillingunni á hönd án þess að blikna, þeir verja ofbeldi, rán og þjóðarmorð fram í rauðan dauðann og alltaf eru þeir með sama sakleysislega engilsandlitið og drengjalega glettnisglampann í bláum augunum.
Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 18:33
Nú, nú, eins og Mengele kannski? Ekki vantar orðaleppana á þessari síðu.
Björn Birgisson, 29.5.2009 kl. 19:17
Nú já, ég vissi ekki hvernig Mengele leit út. Sá hann alltaf fyrir mér sem hálfgert fól, en hann er sem sagt ásýndar eins og sveinninn í athugasemd nr. 60.
Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 19:21
Páll ég er sammála þér, hann yrði agnarsmár, sko sjálfsstæðisflokkurinn.
Það er af sem áður var er handsalið var gulltryggt.
En það er bara gaman að lesa ykkur strákar/stelpur og tel að engan þurfi að mannbæta.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.5.2009 kl. 20:34
Jæja Milla litla, svo þú þekkir ekki skálkinn Palla betur en þetta?
Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 20:36
Þeim mun ver reynast heimskra manna ráð sem fleiri koma saman.
Eins og þú vítir þessa einu ráðningu en fordæmir Gunnar í Kóp hefur þetta liklega ekkert með pólitík að gera, eða er það? Skítseyðin eru víða.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 20:38
Hallgerður, mál Gunnars Birgissonar liggja ekki alveg ljós fyrir enn þá, en frekar líst mér illa á stöðuna hjá honum. Það verður barningur að gerilsneyða þjóðlífið svo mjög að engin verði spillingin - en verða menn ekki að setja markið hátt þótt við náum því aldrei?
Mér finnst viss munur á Gunnari og Jóhönnu. Gunnar hefur þrátt fyrir allt gerbreytt Kópavogi til hins betra, afrek hans þar eru ekki umdeild. Jóhanna hins vegar raðar dindlum á jötuna sama dag og allar álögur eru stórhækkaðar og þjóðin er á heljarþröm.
Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 21:08
Þarf ég að þekkja hann betur, ef svo þá mun ég leysa það mál einhvernvegin, eða þú fyrir mig, Baldur minn og takk fyrir að kalla mig Millu litlu.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.5.2009 kl. 21:09
Húff, Milla litla, húff húff! EKKI - ég endurtek: ekki - þekkja hann betur!
Baldur Hermannsson, 29.5.2009 kl. 21:11
Lofa að kenna mig eigi við hann betur.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.5.2009 kl. 23:08
Baldur, í færslu 78 ertu að lýsa Guðlaugi Þór og aulabárðinum Geir Haarde, er það ekki?
Björn Birgisson, 29.5.2009 kl. 23:26
Guðrún Emilía, ekki láta hann Baldur vera að rugla þig í ríminu.
Baldur er hrekkjóttur en skemmtilegur maður og kann ég honum þakkir
fyrir að nefni mig skálk hér í skjóli sínu.
Aldrei erfi ég neitt við Baldur, það er bara ekki hægt.
Páll Blöndal, 29.5.2009 kl. 23:36
Björn, reyndar er ég ekki að lýsa Guðlaugi Þór og það veistu vel. Ekki er nú beinlínis sakleysinu fyrir að fara í þeim svip.
Baldur Hermannsson, 30.5.2009 kl. 00:04
Páll, ætli okkur finnst ekki báðum frekar sómi að því að vera titlaðir skálkar.
Baldur Hermannsson, 30.5.2009 kl. 00:05
Páll, tel ekki að það sé hægt að erfa neitt við hann, frekar en neinn annan, erum við ekki bara að hafa gaman í alvörunni?
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.5.2009 kl. 09:11
Milla mín, þetta stendur allt skrifað fyrir mörg þúsund árum í hinu forna riti Bhagavad Gita - tilgangur mannsins er enginn annar en einmitt sá að berjast stanslaust við meðbræður sína. Það er út í bláinn að vera með einhverja illsku.
Eins og þeir segja í amerísku mafíunni þegar þeir koma til að myrða einhvern félagann: it´s nothing personal.
Baldur Hermannsson, 30.5.2009 kl. 10:49
Baldur, þú ert að verða mannkynsfrelsari. Hvernig þeir rúlla undan pústrunum frá þér og verða svo hinir kurteisustu á eftir eins og oft skeður hjá fólki sem hefur verið lamið í hausinn. Mér sýnist að þú hafir svona mannbætandi áhrif á marga hér að ofan. Það er stórgaman að lesa skeytin á þessarir síðu og ég þakka öllum fyrir skemmtunina.
Halldór Jónsson, 30.5.2009 kl. 13:28
Það er einfaldlega vegna þess að Skammtakenningin er rétt: við erum öll sömun ein sál, nátengd, það sem einn gerir hefur strax áhrif á allan hópinn. Menn geta fjandskapast eins og þeim sýnist en eru þá í raun og veru bara að fjandskapast við sjálfan sig og á því verða flestir fljótlega leiðir.
Baldur Hermannsson, 30.5.2009 kl. 13:43
Halldór, þú hljómar svona eins og "wannabe besti vinur aðal".
Broslegur ferkantaður verkfræðingur.
Páll Blöndal, 30.5.2009 kl. 14:23
Það er hálf hlægilegt að sjá Sjálfstæðismann vera gagnrýna mannaráðningar og pólitíska spillingu. Hvar var gagnrýni þín Baldur þegar Jón Steinar Gunnlaugsson, Ólafur Börkur, Þorsteinn Davíðs og allir hinir flokksdindlarnir voru ráðnir af fyrirmyndum þínum úr Sjálfstæðisflokknum? Ef ég væri Sjálfstæðismaður myndi ég hafa vit á því að láta ekki orð frá mér fara heldur skríða ofan í holu og skammast mín fyrir að hafa kosið menn kosningu eftir kosningu, sem urðu þess valdandi að landið fór á hausinn. Sjálfstæðisflokkurinn er óumdeildur íslandsmeistari í spillingu, hvernig bankarnir voru gefnir útvöldum einstaklingum og kvótinn gefin til manna sem hirtu 500 þúsund miljónir út úr greininni, sem svo aftur varð til þess að hér fór allt í kalda kol. Það er sorglegt að fólk skuli enn styðja þennan blessaða sjálfstæðisflokk og hver sá sem ver landráðafólk eins og Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson, Geir H Haarde og Valgerði Sverris er samsekur þeim. Þetta er liðið sem ætti að vera í fangelsi í dag fyrir það sem þau hafa gert landi sínu og þjóð.
Valsól (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 14:58
Hann Ólafur Börkur já. Vel á minnst!
Og hefst nú seinni hálfleikur. Baldur Hermannsson verður í markinu sem fyrr. Hann er meistarí í að verja vinstri fótar vítaspyrnur upp í hægra hornið.
Árni Gunnarsson, 30.5.2009 kl. 17:28
Valsól, ég byrjaði ekki að blogga fyrr en 16. desember á síðasta ári, sem sagt fyrir tæplega hálfu ári, og það er löngu eftir að þeir menn sem þú nefnir voru skipaðir í embætti. Þú munt því ekki rekast á nein skrif eftir mig um þau mál, þótt vissulega hafi ég víða rætt þau yfir kaffibolla við vini og samstarfsmenn, enda hafði ég á þeim ákveðnar skoðanir.
Sú vinstri stjórn sem nú situr verður hér við völd og ræður örlögum lands og lýðs næstu 4 árin eða lengur. Þú ættir að sætta þig nú þegar við þá staðreynd að menn munu skeggræða aðgerðir hennar - og aðgerðaleysi - eins og þeim sýnist án þess endilega að tiltaka í leiðinni hvernig aðrar ríkisstjórnir hafi brugðist við í keimlíkum stöðum fyrr á árum.
Það er fróðlegt - og Sjálfstæðisflokknum mjög til sóma - að þegar vinstri menn setja upp hneykslunarsvip vegna ráðninga Sjálfstæðisráðherra um nærri tveggja áratuga skeið, þá eru aðeins þessar 3 ráðningar tilnefndar.
Svo kynlegt sem það má vera, nefna þeir hins vegar aldrei þá einu ráðningu Sjálfstæðisráðherra allan þennan tíma, sem augljóslega var ranglát - skipan Margrétar Frímannsdóttur, fyrrverandi kommaleiðtoga, í stjórastarf á Litla-Hrauni.
Þeir 3 sem þú nefnir sóttu um embættin og voru allir dæmdir hæfir af dómnefndum, og einn þeirra má ótvírætt kalla afburðamann í sinni grein. Ein ráðning orkaði tvímælis og önnur er að mínum dómi ansi vafasöm, þótt vissulega hafi sá er embættið hlaut verið hæfur.
Margréti Frímannsdóttir, fyrrum formanni Alþýðubandalagsins, var hins vegar komið fyrir í embætti eitt ár án auglýsingar og þegar það er síðan auglýst voru engin skilyrði tiltekin um menntun eða kunnáttu. Starfið var með öðrum orðum helgað henni frá upphafi enda fékk hún það. Þetta er eina embættisveiting Sjálfstæðismanna á 18 árum sem rangt er staðið að - en vinstri menn nefna hana aldrei sem dæmi um spillingu Sjálfstæðisflokksins.
Hvað Einar Karl varðar, þá var það starf ekki auglýst svo sem skylt var, engar dómnefndir fengnar til að fjalla um ráðninguna og engum öðrum gefinn kostur á að sækjast eftir því. Þarna er Samfylkingin að stinga spenanum upp í þægan flokksdindil meðan alþýðunni blæðir út.
Baldur Hermannsson, 31.5.2009 kl. 11:17
100! Kveðjur af skjálftavaktinni!
Björn Birgisson, 31.5.2009 kl. 11:56
Hæ Bjössi, nú fer maður líka að gera hlé á skrifum og snúa sér að útiverkum sumarsins. Við Jóna förum austur í dag og sækjum tjaldvagninn. Fór á Korpuna í gær, frekar vindasamt, 86 högg, 5 pör og 1 fugl. Samloka og Pepsí max að launum. Hef ekki enn komist undir 80 í sumar. Fer á Grabbann á morgun og þriðjudag. Hvernig sækist hjá þér? Alltaf þegar ég ræði golf við þig minnist ég þess að bráðum hef ég spilað í 2 áratugi en stóra stundin hefur ekki enn þá runnið upp! Ranglæti heimsins?
Baldur Hermannsson, 31.5.2009 kl. 12:06
Baldur, kannski verður réttlætinu fullnægt í sumar! Hver veit! Ég er mjög lítið að spila. Skrepp kannski bakkana, 5 holur og svo heim. Hugurinn vill meira en bakið neitar.
Björn Birgisson, 31.5.2009 kl. 12:21
Þetta er ljótt að heyra. Þessar 5 holur eru reyndar ágætis heilsuhreyfing. Ertu þá ekki að tala um þessar 5 sunnan vegar? Ég fór fyrir nokkrum árum til sjúkraþjálfara sem heitir Guðmundur Rafn og er í Reykjavík, alger undramaður. Hann lagaði bakið í mér svo rækilega að ég hef ekki kennt mér meins síðan. En þetta er kannski erfiðara hjá þér. Vona samt að þú náir eitthvað að spila - ég rúlla þarna suður eftir á góðum degi og við mundum vopnin.
Baldur Hermannsson, 31.5.2009 kl. 12:34
Já hugsaðu þér, Sjálfstæðismönnum nægir ekki að ráða bara sitt fólk í feit embætti, heldur gera þeir öðrum flokkum greiða líka og finnst það bara allt í lagi. Ég hef gagnrýnt Ingibjörgu og var ábyggilega með þeim fyrstu af samfylkingarmönnum sem gagnrýndu hana síðastliðið haust. Mér fannst hún breytast í lítinn Davíð Oddsson þegar á leið. Hún réði vinkonu sína í starf varnamálastofnunar í stað Bjarna Vestmann miklu hæfari embættismann og hún réði og gerði vinkonu sína að sendiherra.
Þetta gagnrýni ég hiklaust, en það sem mér finnst vera dálítið undarlegt með ykkur Sjálfstæðismenn þið gagnrýnið aldrei flokkinn og þið eruð alltaf sammála forystunni, Núna látið þið eins og hrunið sé eitthvað sem er nýtilkomið og sé allt vinstri flokkunum að kenna. Eru menn búnir að gleyma sjálfum sér? Svo þegar stjórnarskrármálið var í umræðunni á þingi, þá var Sjálfstæðisflokkurinn að brjóta eigin samþykkt landsfundar um að fiskurinn í sjónum ætti að vera sameign þjóðarinnar og það ætti að festa í stjórnarskrá. Samt fann ég ekki nema einn yfirlýstan Sjálfstæðismann sem var eitthvað pirraður yfir þessu. málið var að almennir Sjálfstæðismenn vörðu vinnubrögðin inn á þingi, og þarna voru Sjálfstæðismenn að svíkja sjálfa sig og verja forystuna og hjálpa henni að koma málinu fyrir kattarnef. Ég hefði borið virðingu fyrir ykkur ef almennir flokksmenn t.d. þeir sem voru á þessum tilnefnda landsfundi, hefðu mótmælt þessum vinnubrögðum. En nei, það fóru allir með tölu í skotgrafirnar og gáfu skít í flokkana sem vildu setja þetta í stjórnarskrá. Ef ég hefði talað og varið svona mál gegn betri vitund, þá myndi ég skammast mín mjög mikið. Nú veit ég ekki hvort þú varst einn af þessum Sjálfstæðismönnum, en þeir sem tóku þátt í að koma í veg fyrir að málið næði fram að ganga mættu alveg spyrja sjálfa sig með hverjum þeir standi, sjálfum sér og þjóðinni eða Sjálfstæðisflokknum númer eitt?
Valsól (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 14:23
Valsól, ég ætti kannski að fara að dæmi Morgunblaðsins, sem ævinlega vitnar í sjálft sig þegar mikið liggur við, og endurbirta hér harða gagnrýni á Sjálfstæðisflokkinn sem ég hef skrifað hér á bloggsíðuna - og á bloggsíðum annarra. En ég held ég sleppi því. Ef þú nennir geturðu fundið það sjálf - en vertu sniðug, sparaðu þér fingraleikfimina og taktu bara orð mín trúanleg.
Ég hef bloggað eitthvað um stjórnmál vegna þess að nú eru róstutímar í pólitíkinni, en reyndar er það svo að stjórnmál eru ekki veigamikill þáttur í mínu lífi. Rætur mínar liggja annars staðar.
Mér hefur sýnst ríkisstjórnarflokkarnir vinna fremur illa það litla sem þeir gera, og ég er þakklátur B og D fyrir það aðhald sem þeir veita þeim á Alþingi.
Ég mun ekki ræða þetta mál neitt frekar að sinni og er það ekki af neinni óvirðingu við þig, Valsól, heldur vegna þess eins að á morgun frysti ég síðuna og fer að sinna öðru. Takk fyrir skoðanaskiptin og vonandi nýturðu sumardaganna - þeir koma aldrei aftur eins og þú veist.
Baldur Hermannsson, 31.5.2009 kl. 14:51
Þegar ástandið hér á landi er eins eldfimt og raun ber vitni að þá tel ég það vera mikilvægt að svona stöður (vel borgaðar) séu auglýstar. Sama hvort þetta sé aðeins til 6 mánaða.
Eftir alla spillinguna sem hér hefur viðgengist árum og áratugum saman ... eru fyrstu skref hinnar nýju ríkisstjórnar í siðvæðingu hálf brösug eitthvað.
Mér skilst að þarna sé "búið til" starf fyrir fyrrv. aðstoðarmann Össurs Skarphéðinssonar.
Flokksgæðingarnir mega jú ekki vera atvinnulausir og sækja atvinnuleysisbætur eins og sauðsvartur almúginn. Það yrði skammarlegt.
Ef þetta verða þau vinnubrögð sem viðhöfð verða í hinni nýju ríkisstjórn í framtíðinni.. að þá líst mér nú barasta ekkert á blikuna. :/
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.5.2009 kl. 16:18
Úps!! Þetta var eigi athugasemd Guðríðar.
Fékk ég að nota tölvu hennar og gerði þessi leiðinda mistök.
Þá er það leiðrétt :)
kær kveðja
Einar
Einar (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 16:20
Einar, það er ekkert mál að eyða þessari athugasemd en mér finnst þetta svo fyndin uppákoma að ég held ég bara láti hana standa! Hvernig ertu tengdur henni Guðríði? Sonur hennar? Kærasti? Skilaðu bestu kveðju til hennar frá mér. Hún er stórfenglegur karakter og rosalega hafði ég gaman af sagnasafninu hennar - Lífsreynslusögur. Flottur rithöfundur, hún Guðríður mín.
Baldur Hermannsson, 31.5.2009 kl. 16:25
Ég er sonur hennar.. og já hún er frábær :) mun skila kveðjunni.
það er í góðu lagi að þetta standi.
kveðja
Einar
Einar (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 16:31
Alvöru strákur. Veit Halldór Jónsson af þessari "meintu" færslu? Hann vill stundum sparka í punginn á fáeinum og segja svo fyrirgefðu, ég ætlaði ekki að gera þetta. Rétt eins og segir í kvæði Jóhannesar úr Kötlum þegar hermaðurinn sá blóðugan líkama lítillar ljóshærðrar stúlku sem hann skaut í bríaríi. "Fyrirgefðu, ég ætlaði að skjóta hann pabba þinn."
Björn Birgisson, 31.5.2009 kl. 19:26
Hvað ertu nú að tauta Björn? Halldór Jónsson er landskunnur eðalmaður og virtur vel fyrir frábært ævistarf. Ertu ekki eitthvað að ruglast á Dórum?
Baldur Hermannsson, 31.5.2009 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.