Það hlustar enginn á þennan mann

Þetta er gaurinn sem sagði fyrir um ófarir bankanna mörgum árum fyrir hrunið. Dæmigerður bankajaxl af gamla skólanum. Harðduglegur, strangheiðarlegur, stórvel gefinn, góðgjarn, hæglátur, hæværskur, farsæll og gamansamur. Það eru ekki stælarnir í þessum manni. Hann er svo rökvís og skynsamur að það hlustar ekki nokkur maður á hann. Íslendingar vilja innantóma stælgæja með allt niðrum sig. Þannig er bara þjóðarkarakterinn.
mbl.is Er af gamla skólanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Tók eftir því að þegar hann mætti í Silfrið síðast þá rétt laumaði hann því að í blálokin á viðtalinu að réttast væri að halda íslensku krónunni. Það er ekki mikið í tísku að tala fyrir eigin gjaldmiðli. 

Haraldur Hansson, 25.5.2009 kl. 22:32

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Einmitt, en ég sé að þú hefur á sama háttinn og ég: þú hlustar á þennan mann. Við erum þá samtals tveir - og kannski erum við fleiri.

Baldur Hermannsson, 25.5.2009 kl. 22:35

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og hér einn í viðbót.

Árni Gunnarsson, 25.5.2009 kl. 22:37

4 Smámynd: Björn Birgisson

Sjálfstæðisflokkurinn hlustar bara á uppa og stælgæja. Við hin virðum og hlustum á menn eins og Ragnar Önundarson.

Björn Birgisson, 25.5.2009 kl. 22:41

5 identicon

Ég hlustaði líka á hann, enda er ekkert oflof í þínum ummælum. Bjó mig undir kreppu með því að borga upp allar skuldir.

Haarde klíkan hefði betur hlustað á hann, en þau voru sjálf á kafi í sukki og höfðu ekki áhuga á að bjarga þjóðinni.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 22:42

6 identicon

Maðurinn er heiðarlegur,  greindur, velmenntaður og drengur góður. Við erum  búnir að þekkjast  í yfir 40 ár ég get mælt með honum.

Palli (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 22:44

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hm, erum við ekki orðnir nógu margir til að stofna stjórnmálaflokk sem hefur það eitt að markmiði að gera Ragnar Önundarson að einvaldi á Íslandi?

Þegar flokkurinn hefur náð markmiði sínu fer hann að dæmi Borgarahreyfingarinnar og leggur sjálfan sig niður.

Baldur Hermannsson, 25.5.2009 kl. 22:47

8 Smámynd: Björn Birgisson

Alltaf sami kjafturinn á þér, Baldur. Tilbúinn að svíkja þinn Sjálfstæðisflokk, þitt Idol. Haltu þig bara við orkudælinguna, þar ertu bestur!

Björn Birgisson, 25.5.2009 kl. 23:00

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Bjössi þó. Sjálfstæðisflokkurinn er í pásu. Eins og þú vitir það ekki.

Baldur Hermannsson, 25.5.2009 kl. 23:03

10 Smámynd: Björn Birgisson

Fyrirgefðu mér, elsku kallinn, gleymdi mér um stund. Á þetta til um þetta leyti kvölds.

Björn Birgisson, 25.5.2009 kl. 23:15

11 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ekta eðalmenni eru enn ein zlík, hvað sem þau kjóza að kjóza...

Steingrímur Helgason, 25.5.2009 kl. 23:19

12 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

eins og þið flest hér þá hef ég hlustað á hann - vonandi gengur honum vel sem og okkur öllum

Jón Snæbjörnsson, 25.5.2009 kl. 23:23

13 identicon

Það er kanski ekki úr vegi að benda ykkur á það að Ragnar er sjálfstæðismaður ;) bara svona til að hafa það á heinu.

Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 23:25

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe, Helgi, ég vissi það vel - en vildi ekki stöðva Bjössa á þeysireiðinni. Það er gaman að karli þegar hann tekur rispur á Sjálfstæðisflokknum.

Baldur Hermannsson, 25.5.2009 kl. 23:28

15 identicon

Ég held að það ætti að nýta krafta Ragnars í mun meira mæli en verið er að gera. Ég tel að þarna fari einn sá allra hæfasti einstaklingur sem við Íslendingar eigum í okkar röðum til þess að koma okkur út úr því feni sem við nú erum í.

Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 23:34

16 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þurfti nú Helgi að svipta þennan sómamann allri helgi?

Var hann ekki bara sjálfstæðismaður í þykistunni?

Árni Gunnarsson, 25.5.2009 kl. 23:38

17 identicon

Hvað er þessi maður að tala um - Ragnar Önundarson - hann talar um að endurheimta það sem tapaðist.  Hann veit greinilega ekkert hvað hann er að tala um... lífeyrissjóðurinn stendur mjög vel og einna best af öllum sjóðum! En auðvitað tapaðist eitthvað - eins og gengur þegar svona gerist. Hann er ekkert að fara að endurheimta eitt né neitt!

EN ..það eru nú alltaf einhverjir sem spá fyrir um heimsendi, ætli þeir muni einhvern tíman hafa rétt fyrir sér. Auðvitað hafa þeir sem eru alltaf neikvæðir einhvern tímann rétt fyrir sér.... hlutirnir ganga upp og niður. Við Íslendingar megum ekki gleyma okkur í neikvæðninni, í grunnatriðum erum við efnuð og sterk þjóð og við munum koma út úr þessu standandi. Við megum ekki gleyma okkur í því að nagast út í allt og alla og kenna öðrum um persónulegar ófarir. Í flestum tilfellum getur fólk sjálfu sér um kennt! Hver neiddi menn til að taka 100% lán á fasteignir, 100% lán á bíla (í erlendu) og jafnvel 2 bíla þannig fjármagnaða, kaupa tjaldvagna á lánum og fara til útlanda mörgum sinnum á ári, bara vegna þess að aðrir gera það. Þegar vel gekk þá náði þetta fólk rétt svo endum saman og síðan þegar harðnar og það situr í súpunni þá vælir það og kennir öðrum um!

Ég er einum of hrædd um að nú er fólk að taka við völdum sem hefur enga getu til að stjórna og veldur engan veginn þeim stöðum sem það er að taka við. Við erum of oft að skipta út fólki bara til að skipta út. Við það töpum við þekkingu og reynslu! Stundum er gott að telja upp á tíu, kynna sér málin almennilega, láta ekki fjölmiðla eða aðra espa sig upp og taka skynsamlega ákvörðun!

kv.

Ein þreytt á Íslandi í dag.

Jóhanna (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 23:39

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Helgi, ég held að nú talir þú fyrir munn okkar allra. Ragnar er maðurinn sem þjóðin gæti sameinast um. Hann gæti talað við okkur, útskýrt fyrir okkur, sannfært okkur og sameinað, leitt okkur áfram skref fyrir skref - út úr ógöngunum. Hvílík ógæfa að þessi frábæri maður skuli ekki vera formaður fyrir stjórnmálaflokki sem hefur 51% fylgi. Leiðtogar þurfa ekki alltaf að vera eins og atómsprengjur. Tage Erlander var ósköp áþekkur Ragnari, göfugur hæglætismaður sem vildi öllum vel. Tage Erlander fór allra sinna ferða í strætó - það segir sína sögu um þann góða dreng.

Baldur Hermannsson, 25.5.2009 kl. 23:39

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Árni, getum við sammælst um að hann sé Sjálfstæðismaður af gamla skólanum?

Baldur Hermannsson, 25.5.2009 kl. 23:40

20 identicon

Árni, það er öðru nær. Sú staðreynd að Ragnar er alvöru sjálfstæðismaður gerir hann bara enn betri kost þar sem hann hefur staðið á sínum skoðunum, sama hver hefur haldið um valdataumana.

Sem betur fer þá finnst enn skynsamt, gott og vel hugsandi fólk hér á landi og gildir þá einu hvaða flokki það tilheyrir. Í því sambandi þá er ekki úr vegi að benda á Gunnar Svavarsson úr Samfylkinguni en þar held ég að Samfylkingingin hafi tapað einum sínum allra besta manni gaf ekki kost á sér til endurkjörs.

Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 23:46

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég þekki ekki Gunnar Svavarsson persónulega en ég skipti við fyrirtækið hans og þar var alltaf fyrsta flokks þjónusta. Ég þekki fólk sem þekkir hann vel og það bera honum allir vel söguna. Það er eftirsjá að slíkum manni, en hann var búinn að fá sig fullsaddan af kellingaveldinu í Samfylkingunni.

Baldur Hermannsson, 25.5.2009 kl. 23:49

22 Smámynd: Björn Birgisson

Jísus ,hvað þetta er gaman. Orðhengilshátturinn, útúrsnúningurinn, fullkomin vanvirða fyrir öllu. Ég elska þetta meira en ..................... 

Björn Birgisson, 25.5.2009 kl. 23:55

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jóhanna, við erum að vísa til viðtals í Silfri Egils sem var sýnt fyrir mörgum mánuðum. Ekki vanmeta Ragnar. Teldu alla vega fyrst upp að tíu áður en þú gerir það!

Baldur Hermannsson, 25.5.2009 kl. 23:59

24 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Af því að þið eruð að tala um Evrópusambandið langar mig til að spyrja hvort hvergi í Evrópu séu auðlindir nema hér.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 26.5.2009 kl. 13:23

25 identicon

"Hann er svo rökvís og skynsamur að það hlustar ekki nokkur maður á hann."

Þetta er þvílíkt gullkorn.

Samdir þú þetta sjálfur?

Má nota þetta án þess að hafa það eftir þér?

HÞB (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 13:56

26 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já endilega HÞB, nú er þetta gullkorn þjóðareign

Baldur Hermannsson, 26.5.2009 kl. 14:24

27 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta pakk er allt með auðlindir sem við höfum engin tök á að sölsa undir okkur.

Baldur Hermannsson, 26.5.2009 kl. 14:26

28 identicon

Það er rétt, þetta er magnað gullkorn.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 15:43

29 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk Sveinn, láttu vita ef þig vantar gullkorn

Baldur Hermannsson, 26.5.2009 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 340675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband