25.5.2009 | 20:05
Dapurlegar aðfarir gegn samlanda okkur
Dapurlegar aðfarir gegn samlanda okkur. Minnumst þess að þótt Ólafur sé ekki vinsæll af alþýðu manna, þá er hann sonur, bróðir, eiginmaður, faðir - og kannski afi. Nú ganga margir álútir hans vegna. En auðvitað er þetta óhjákvæmileg aðgerð. Það eina sem orkar tvímælis er þetta: hvers vegna í ósköpunum var þetta ekki gert strax þegar spilaborgin hrundi? Vonandi eru menn ekki svo glærir að þeir ímyndi sér að Ólafur og þeir bræður allir séu ekki löngu búnir að koma af sér öllum þeim gögnum sem kæmu þeim sjálfum illa - eða hvað?
Leitað í sumarhúsi Ólafs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 340675
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Allir eru synir og bræður, frændur og frænkur og ég veit ekki hvað. Lalli Johnes hlýtur að hafa á pabba og allt klabbið líka
Finnur Bárðarson, 25.5.2009 kl. 20:25
Lifi fjalldrapinn....
Ég hef lagt það til að hugað verði að þeim möguleika að bjóða "útrásarvíkinum" sakaruppgjöf ef þeir leggja spilin á borðið fyrir 1. september 2009. Þeir sem upplýsa um allar sínar eignir og skila aftur illa fengnu fé í síðasta lagi 1. september 2009 myndu sleppa við að fara í fangelsi.
Slík "sakaruppgjöf" gæti spara stórfé í rannsóknarkosrnað og málaferli.
..... og réttlætið!
Ásgeir Rúnar Helgason, 25.5.2009 kl. 20:42
Ásgeir, þú ert að tala um svipaða sakaruppgjöf og svartir buðu hvítum aðskilnaðarsinnum í Suður-Afríku. Sem gekk nokkuð vel. Lægði öldur og fækkaði eftirmálum. Þetta er athyglisvert. En eiga svartir fjármálamenn í íslensku þjóðlífi svona milda leið skilið?
Björn Birgisson, 25.5.2009 kl. 20:59
Já Baldur
Of seint um rassinn gripið, er ég assgoti hræddur um.
Sko, ef satt reynist um sekt hans, þá vorkenni ég honum ekki jackshit.
En hann á að njóta vafans eins og allir menn uns sekt er sönnuð.
Páll Blöndal, 25.5.2009 kl. 21:21
Sjúkk.... og ég sem hélt að þú værir að blogga um séra Ólaf.
Ragnhildur Kolka, 25.5.2009 kl. 21:43
Björn: já e.t.v.. ?? og þá meina ég þá sem leggja spilin á borðið fyrir 1. september 2009 og spara okkur stórar fjárhæðir í lögfræðikostnað.
Ásgeir Rúnar Helgason, 25.5.2009 kl. 21:45
Sakaruppgjöf gegn játningu, ráðskemmtileg hugmynd. En Ragnhildur - gildir þá ekki sama um Herra Ólaf og Ólaf?
Baldur Hermannsson, 25.5.2009 kl. 22:10
Hvers vegna sakaruppgjöf þegar um drullusokka er að ræða? Hvort sem það er drulluhali Ólafur eða Herra Ólafur ...það er enginn munur á kúk og skít.
corvus corax, 25.5.2009 kl. 22:25
Frekar groddaleg samlíking, corvus, en þrátt fyrir allt er dálítill munur á kúk og skít og það vita allir sem haft hafa hægðir. Eins er ansi mikill munur á þessum tveim ágætu samtíðarmönnum okkar. Þeir eru báðir hæfileikaríkir menn en á gjörólíkum sviðum. Annar þjónar Mammon en hinn Jahve.
Baldur Hermannsson, 25.5.2009 kl. 22:33
Baldur: - mál séra Ólafs fór í gegnum þeytivindu fjölmiðlaumræðunnar á sínum tíma. Hann sagði af sér embætti og fyrst málið fór ekki fyrir dómstóla þá hefði það átt að vera dautt. Hvorki kirkjan né fjölskylda séra Ólafs getur veitt þessari konu frið úr því sem komið er.
Hins vegar á hugmynd Ásgeirs R. rétt á sér í þeirri stöðu sem nú er uppi.
Ragnhildur Kolka, 25.5.2009 kl. 22:34
Ragnhildur, ég sé alltaf mikið eftir Herra Ólafi. Mér fannst gaman að heyra hann tala - hann hafði svo skemmtilegan, íburðarmikinn talanda. Hann elskaði konur og dáði og sú fullkomlega eðlilega hvöt varð honum að falli.
Mér finnst það ferlega illa gert af þessari konu að hundelta veslings manninn svona. Það er bara einu sinni svo að margir karlmenn eiga fullt í fangi með að hemja hvatir sínar, einkum þegar konur gefa þeim undir fótinn - og þessi tiltekna kona var fræg fyrir þær sakir að hún gaf karlmönnum kolröng skilaboð. Góðvinur minn hitti hana einu sinni og varð sannfærður um að hún væri að daðra við hann, en félagi hans sem var með í för og þekkti hana bað hann blessaðan að gæta sín því hún meinti ekkert með þessu.
Við verðum einfaldlega að viðurkenna þessa staðreynd: Herra Ólafur var fórnarlamb misvísandi skilaboða og hann er hvorki fyrsti né síðasti karlmaðurinn sem lendir í þeim hremmingum. Herra Ólafur er góður gæi.
Baldur Hermannsson, 25.5.2009 kl. 22:44
Góður gæi? Ekkert flóknara en það. Bara ef Baldur segir það! En náriðill var hann ekki. Virðum honum það til tekna. Skrölt á unglömdum er alltaf í lagi! Bara kenndir karls til ungkvenna. Allt í lagi að láta kylfu ráða kasti. Láta forhúðina teyma sig áfram, í forundran og sakleysi. Hm .............................
Björn Birgisson, 25.5.2009 kl. 23:12
Þú ert brandarakall... Séra Ólafur var ekki fórnarlamb annara eins og þú reynir að halda fram. Hann var fórnarlamb eigin óstöðvandi greddu... Dæmigert fyrir kynferðisafbrotamenn að kenna fórnarlambinu um. Segir etv eitthvað um þig?? Hefði hann nauðgað smástrák myndirðu eflaust reyna að afsaka það líka með þvi að strákurinn hefði sent honum misvísandi skilaboð... Þú ættir að drullast til að skammast þín... Og varðandi hinn Ólaf, þá gleymdirðu einu í hinni fögru upptalningu um hann :: ÞJÓFUR!!!! Svona ætti þetta að líta út: sonur, bróðir, eiginmaður, faðir, þjófur og kannski afi...
Nostradamus, 26.5.2009 kl. 05:02
Nostradamur, synd að þú skulir vakna svo eldsnemma til þess eins að ryðja upp úr þér svona viðbjóði. Herra Ólafur er ekki kynferðisafbrotamaður enda hefur hann aldrei verið ásakaður um kynferðisafbrot.
Hann var sakaður um ósæmilega hegðun, og það er allt annað. Það má vel vera að Herra Ólafur hafi gerst sekur um ósæmilega hegðun - og raunar finnst mér það ekki ósennilegt, því miður - en hann er þá fyrir löngu búinn að taka út sína refsingu fyrir það.
Það er fyrir neðan allar hellur að angra gamlan mann fyrir breyskleika fyrri daga.
Baldur Hermannsson, 26.5.2009 kl. 08:07
Já, ég er árrisull. Mér finnst alltaf hressandi að míga við rísandi sól á íslensku vori... En varðandi breyskleika fyrri daga.. Gildir það fyrir alla eða bara suma?? Hvað með þessi skjálfandi gamalmenni sem enn er verið að draga upp ásakaða um hina og þessa stríðsglæpi á tímum nasista?? Kannski soldið öfgafullt dæmi en við verðum samt eiginlega að fá á hreint við hvaða aldur breyskleiki fyrri daga á að þurkast út svo allir viti nú að hverju þeir ganga... En kommon, maðurinn var prestur og biskup. Hann ef einhver á að vera fyrir ofan svona hegðun og ef upp um hann kemst á hann að taka hatt sinn og staf, svo einfalt er það og það gerði hann aldrei heldur braut fleiri boðorð, þú mannst ekki ljúga eða eitthvað soleiðis...
Nostradamus, 27.5.2009 kl. 21:00
Nostradamus, það eru allir sammála um að prestar eiga ekki að káfa á sóknarbörnunum sínum, það er óþolandi dónaskapur - en glæpur getur það ekki talist. Þú ert kannski svo lánsamur að hafa verið náttúrulaus alla þína ævi og aldrei langað til að koma við konu, en flestir karlmenn þurfa nú að burðast með þann böggul framan af ævi og sumir lengur. Þess er að vænta að menn eigi misjafnlega auðvelt með að hemja hendur sínar og ég hef kynnst mönnum sem voru á allan hátt strangheiðarlegir og frábitnir hvers kyns ofbeldi, en gátu hreinlega ekki á sér setið þegar fögur snót var innan seilingar.
Þú virðist leggja slíkan dónaskap að jöfnu við morð á milljón gyðingum, en það geri ég ekki.
Baldur Hermannsson, 27.5.2009 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.