21.5.2009 | 21:24
Akurnesingar alltaf bestir
Skrapp upp á Akranes í dag með Runka, Steina og Óla Mort. Leynisvöllur er besti völlur landsins þegar hann er kominn til. Akurnesingar kunna til verka og köstuðu ekki til hendi þegar þessi völlur var lagður. Flatirnar ekki orðnar góðar ennþá, sendnar, harðar, gróðurlitlar og héldu illa línu. Púttaði 5 sinnum fyrir fugli en fékk hann aldrei niður. Steini og Óli unnu með 2 punktum. Lífshamingjan fékk háa einkunn, 9,5 á skalanum 0-10.
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 340675
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Á Húsatóftavelli hefðu fuglarnir skilað sér. Flatirnar koma vel undan vetri. Grindvíkingar eru alltaf bestir. Skagamenn eru líka ágætir.
Björn Birgisson, 21.5.2009 kl. 21:54
Skagamenn fengu Hannes Þorsteinsson til að teikna nýja völlinn og hann leysti allar þrautir með briljönsum. Þarna eru margar flottustu brautir landsins. Korpan er vissulega góð en jafnast ekki á við Skagann. En auðvitað eru margar fallegar brautir á Húsatóftavelli. Eru flatirnar strax orðnar góðar? Það lofar aldeilis góðu fyrir sumarið hjá ykkur.
Baldur Hermannsson, 21.5.2009 kl. 21:57
Já, ástand vallarins lofar mjög góðu. Hannes er að teikna stækkun fyrir okkur úr 13 í 18. Sem er náttúrulega bara tóm vitleysa, en það er önnur saga.
Björn Birgisson, 21.5.2009 kl. 22:33
Hvernig getur það verið vitleysa? 13 holu völlur er einfaldlega ekki golfvöllur.
Baldur Hermannsson, 21.5.2009 kl. 22:37
Dýrt. Mikið viðhald. Lítill klúbbur. 200 manns. 9 holu völlur er bara alveg nóg! Tveir dásamlegir hringir!
Björn Birgisson, 21.5.2009 kl. 22:50
9 holu völlur er alveg OK, engin spurning. Þið verðið að semja við stóru klúbbana á höfuðborgarsvæðinu um tækjakost og peningagreiðslur, það gera fleiri klúbbar með góðum árangri. Þýðir ekkert að væla, Bjössi minn.
Baldur Hermannsson, 21.5.2009 kl. 22:54
Eigum 51 milljón frá bænum til framkvæmda við stækkun, á þriggja ára tímabili. Enginn að væla! Er ekki í stjórn klúbbsins, en finnst samt rökrétt að halda sig við fallegan 9 holu völl. Grindavík er sjálfstæð eining, stolt og semur ekki við einn eða neinn austan Straums. Þurfum einnig að gera skálann boðlegri. Eigum tvö hús í það. Skiptar skoðanir innan klúbbsins um hvort færa beri skálann.
Björn Birgisson, 22.5.2009 kl. 00:05
Þið eruð alltof fáir og smáir til að standa einir undir 18 holu velli, það lendir bara allt i vanhirðu hjá ykkur. Það þarf að koma til ykkar smá siðmenningu og kenna ykkur að gera samninga, þá verður þetta í fínu lagi hjá ykkur.
Baldur Hermannsson, 22.5.2009 kl. 00:11
Völlurinn í Eyjum er samt flottastur Sagt í einstakri hógværð svona til upplýsingar.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 08:45
Það er vel af honum látið en ég hef aldrei spilað hann. Skammarlegt. Við erum 4 fjölskyldur sem höfum verið að skipuleggja nokkurra daga ferð í Eyjar til að spila og njóta lífsins. Tökum þá hús á leigu - hef heyrt að það sé hægt. Kannst þú ekki við það? Okkur langar til að gera þetta í sumar.
Baldur Hermannsson, 22.5.2009 kl. 09:25
Ég fæ frímiða hvort eð er, vegna þess að ég er í Golfklúbbi Reykjavíkur og sá klúbbur sér um allan rekstur á Velli þeirra Skagamanna í 5 ár
Baldur Hermannsson, 22.5.2009 kl. 17:46
Er golf svona tryllingslega skemmtilegt ? Spyr sá sem ekki veit. Er það örugglega skemmtilegra en frímerkjasöfnun.
Finnur Bárðarson, 22.5.2009 kl. 18:27
Skemmtilegt já, golf er samt miklu meira en bara skemmtilegt, það er sjálfstætt líf til hliðar við það líf sem þú lifir dags daglega. Maður sem er golfari hefur það sem hann þarf, hann vantar ekkert.
Baldur Hermannsson, 22.5.2009 kl. 18:48
"Maður sem er golfari hefur það sem hann þarf, hann vantar ekkert". Þetta hljómar næstum eins Gahil Gibran, sá sem samdi Spámanninn :)
Finnur Bárðarson, 23.5.2009 kl. 18:51
Já, hehe, þegar þú segir það :)
Baldur Hermannsson, 23.5.2009 kl. 18:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.