9.5.2009 | 14:53
Íslenska þjóðin er kona sem býr með hrotta
Það má um Sigmund segja að ekki er hann smár í hugsun. Synd að hann skuli vera í forsvari fyrir svo nauða ómerkilegan stjórnmálaflokk sem Framsóknarflokkurinn er og verður. Sigmundur þyrfti að hafa stærri flokk og merkilegri til að styðjast við.
Ætli það sé viturlegt að slíta stjórnmálasambandi við Breta? Íslenska þjóðin er eins og vel gefin kona sem býr með hrotta, og hrottamennið dettur í það um helgar og lemur hana eins og harðfisk. Blá og marin með glóðarauga á báðum mætir hún í vinnuna á mánudaginn og allir líta undan og þegja. Er nú vert að lifa í þessu sambandi lengur?
Össur er slík bleyða að hann vill láta hrottann berja sig og hafa af sér gagn og gaman á milli. Ég gæti best trúað því að Sigmundur hafi lög að mæla.
Íhugi slit á stjórnmálasambandi við Breta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 340675
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
og þið sjálfstæðismenn eruð svo miklir snillingar!
Valsól (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 15:20
Takk Valsól, þetta er rétt hjá þér. Kannanir sýna að gáfað fólk og vel menntað kýs Sjálfstæðisflokkinn. Þingflokkur okkar er líka margfalt betur mannaður en þingflokkar hinna. Því miður er samt margt hjá okkur sem þarf að laga. Það mun taka sinn tíma en við höfum 4 ár til þess og kannski fleiri.
Baldur Hermannsson, 9.5.2009 kl. 15:29
Mér sýnist nú allt benda til þess að þið hafið ekki nein fjögur ár til þess, og mælist því til þess að þið hysjið sem hraðast upp um ykkur buxurnar og mokuð flórinn sem aldrei fyrr, hendið svo helvitis stífpressuðum jakkafötunum og fáið ykkur eina köflótta svo einhver bragur verði á þessu hjá ykkur, en já ókey hún má vera einlit líka
Látið okkur svo já að þið séuð að gera eitthvað að viti og passið ykkur svo á því að flórhaugurinn byrgi ykkur ekki sýn í framtíðinni.
(IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 16:58
Baldur, ertu pínu skotinn í Sigmundi eins og ég?
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 9.5.2009 kl. 18:10
Snjólaug, veistu hvað - ég kann betur við þennan gaur því oftar sem ég sé hann. Ég held það búi mannsefni í honum - en það mun enginn fagur laukur vaxa í þessum garði, því miður.
Baldur Hermannsson, 9.5.2009 kl. 18:26
Sigurlaug, mér finnst gangverkið bilað í Sjálfstæðisflokknum og það þarf langan tíma til að endurnýja það. Ekki gera við það - endurnýja það!
Baldur Hermannsson, 9.5.2009 kl. 18:27
Baldur það var það sem ég átti við með að moka flórinn = henda út og passa svo uppá að þeir trufli ekki í framtíðinni = flórinn má ekki skyggja á.
Ég held ekki að það þurfi að taka svo langan tíma, það fólk sem hefur haldið sig til hlés þarf bara að fara stiga fram og taka völdin og hætta að hafa áyggjur af því að eiga ekki stífpressuð jakkaföt. Þau eru komin úr tísku og verða ekki í tísku næstu 50 árin eða svo.
(IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 19:51
Sigurlaug, meðal annarra orða - mér finnst að Alþingi eigi að afnema bindis- og jakkafataskyldu karlmanna. Þeir eru að búa til einhvern falskan virðuleika með þessu. Almennt snyrtilegur klæðnaður er alveg kappnóg. Eins ætti að afnema þetta bjánalega stagl: háttvirtur 4. þingmaður Norðurlandskjördæmis vestra og það allt saman.
Þetta er bara gamaldags og hallærislegt en gerir ekkert gagn því ekki verða þingstörfin betri fyrir bindisdulurnar og orðhengilsháttinn.
Baldur Hermannsson, 9.5.2009 kl. 20:08
Kjöftugir rata stundum á eitthvað gáfulegt og nú erum við svo sammála
(IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 22:44
Baldur minn viltu ekki bar segja þig úr EES? Við erum í samstarfi sem við höfum aldrei sinnt heldur bara alltaf hirt rjómann og þykjumst svo vera voða klár að sleppa við útgjöld. Er ekki sérlega stolt af svona samskiptum. Getum ekki hlaupið frá þeirri skyldu en gerum það alla vega ekki með hroka og íslensku leiðinni! Endilega leiðréttu mig því ég hef ekki verið mjög pólitísk hingað til og tala bara frá hjartanu en ekki flokksskoðunum. Tek öllum réttlátum rökum með jákvæðni og sem gleðilegum skóla. Sá mynd í gær sem heitir "Loftleiðir". Hefur þú séð hana? Langar að heyra þitt álit á henni
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.5.2009 kl. 17:31
Hæ Anna, þetta hefur verið dálítið annasamur tími hjá mér undanfarið og ég hef ekki gefið mér tíma til að horfa á kvikmyndir, en ég þarf sendilega að sjá þessa við tækifræi. Mikið ævintýri þegar við byrjuðum að fljúga milli landa. Það var sko útrás í lagi.
Varðandi EES þá er ég nú ekki stórfróður um þau samskipti, veit þó að við einkavæðingu bankanna og afnám bindiskyldu fórum við eftir fyrirmælum EES. Best væri auðvitað að vera í traustu tollabandalagi og laus við frekari afskipti annarra þjóða, ég tala nú ekki um Brúsel.
Baldur Hermannsson, 11.5.2009 kl. 18:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.