Formennirnir 12 klst fyrir kosningar

Formennirnir áttust við í sjónvarpssal 12 klst fyrir kosningar

Steingrímur - sem aðdáendur eru farnir að kalla Göngu-Grím - bar sig höfðinglega og ber æ meiri svip af forsætisráðherra. Hann er sterki maðurinn. Hann er hrifinn af Da Vinci lyklinum og samdi sérstaka hrollvekju um leynileg skjöl sem hann felur í aflæstu og innsigluðu herbergi. Þessi skjöl búa yfir svo æðisgengnum leyndardómi að menn þurfa vottaðan aðgang til að bera þau augum og jafnvel hann sjálfur fær ekki að lesa þau. Hann hefur að vísu látið gera fyrir sig dulkóða og fær þá væntanlega að laumast inn í herbergið að náttarþeli og sjá gersemina eftir kosningar. Sumir lögðu trúnað á þessa skemmtilegu sögu. Steingrímur er farinn að búa til störf, 200 ársverk sem fara í að innrétta tiltekna byggingu. Hann má gjarnan búa til 10 ársverk í að innrétta heima hjá mér ef hann telur að þannig verði hag Íslands best borgið.

Jóhanna verður æ skuggalegri eftir því sem lengra líður. Sat þarna illúðleg og ógnandi, þagði löngum stundum en veifaði goggnum reiðilega yrði einhver til að yrða á hana. Hún svaraði engu málefnalega; þusaði um rammaáætlanir og grundvallaratriði sem einatt yrðu að vera til staðar. En hver þessi grundvallaratriði væru, eða hvað gera skyldi - um það þagði hún sem fastast. Læddi í staðinn fram óviðeigandi dylgjum og svigurmælum: "ég veit hvernig þið hugsið". Mikið er ég þakklátur skapara mínum fyrir að vita EKKI hvernig Jóhanna hugsar.

Vonandi greiða vinstri menn Steingrími atkvæði sitt en ekki Jóhönnu.

Bjarni var málefnalegur og gerði góða grein fyrir skoðunum sínum. Hann býr að þekkingu og orðaforða sem hinir bera ekkert skynbragð á. Hann er heima í öllum atriðum sem varða efnahagsmál Íslands, hvort sem það er fyrningarleið, kvótakerfi, sjóðstreymi, arðsemi eða afskriftir. Bjarni hefur vaxið gífurlega á þeim örstutta tíma sem hann hefur gegnt formennsku. Á hann mun dæmast að þola ferlegasta afhroð í sögu Sjálfstæðisflokksins. Hann á erfiða daga í vændum.

Þór Saari er sennilega hrokafyllsti frambjóðandi í sögu hins íslenska lýðveldis. Eilífir sleggjudómar hans eru hundleiðinlegir og drembilætið gagnvart sessunautunum er fyrir neðan allar hellur. Sjálfur hefur hann ekkert fram að færa.

Ástþór er líklega einhver undarlegasti maður landsins. Þegar hann talar á lágu nótunum segir hann svo margt skynsamlegt og sýnir á sér viðkunnanlega hlið. Best gæti ég trúað að hann hefði töluvert vit á bissniss. En hann er búinn að brenna allar brýr að baki sér með skrípalátum og æðisköstum.

Sigmundur Davíð er sennilega sá flokksformaður sem við smælingjarnir myndum helst kjósa að drekka með kaffibolla og ræða málin. Hann er svo alþýðlegur, viðræðugóður og rólegur og ég yrði ekki hissa þótt það ætti eftir að koma upp úr dúrnum að hugmyndir hans um lækkun skulda væru þær skynsamlegustu sem upp hafa komið. En mikið  er þessi góði drengur búinn að fara illa að ráði sínu að búa til þessa hryllilegu stjórn undir forsæti Jóhönnu. Það var glappaskot sem ekki er hægt að fyrirgefa.

Vonandi þurfa landsmenn aldrei framar að sjá og heyra Guðjón Arnar á framboðsbuxunum. Vestfirðingar hljóta nú að sjá sóma sinn í því að láta staðar numið. Maðurinn hefur nákvæmlega ekkert að gefa. Hann hefur engu áorkað á Alþingi, bara fengið launatékkann mánaðarlega. Nú er nóg komið og miklu meira en það.


mbl.is Ekkert samkomulag um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ætlarður viklirga að kjósa D ertu búinn afneita Guðirt Baldur ??

Finnur Bárðarson, 24.4.2009 kl. 22:06

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kæri Finnur, leggðu frá þér glasið og skýrðu út fyrir mér þessa spurningu.

Baldur Hermannsson, 24.4.2009 kl. 22:11

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Mjög áhugaverð lesning.

Sigurður Þorsteinsson, 24.4.2009 kl. 22:18

4 Smámynd: Anna Guðný

Sammála Sigurði , mjög áhugaverð lesning.

Anna Guðný , 24.4.2009 kl. 22:55

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

En ætli þessi útsending hafi haft einhver áhrif á kjóendur? Það væri fróðlegt að vita það. Seinnilega eru flestir búnir að ákveða sig en ég þekki samt fólk sem ætlar að taka ákvörðun í kjörklefanum. Kannski svona þáttur geti ráðið einhverju um hvernig þetta fólk kýs.

Baldur Hermannsson, 24.4.2009 kl. 23:06

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Baldur minn ef það er nokkur leið til þess að þú getir fókusað á þetta símanúmer 567 6615 hringdu þá í það vinur og spjallaðu við þá.  Þeir hljóta að taka menn inn í svona bráðatilfellum.

Magnús Sigurðsson, 24.4.2009 kl. 23:09

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei Silla, Jóhanna er blátt áfram óhugguleg og Steingrímur hélt aftur af sér. Hafi einhver farið á kostum þá var það Ástþór. Svei mér þá, ég held ég muni sakna hans þegar þessu er lokið. Bak við allan ofsann og trúðslætin dvelur ljúfur, viðkvæmur og skynsamur maður.

Baldur Hermannsson, 24.4.2009 kl. 23:24

8 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Góð úttekt hjá þér Baldur. Ekkert nema XD á morgun.

Ragnar Gunnlaugsson, 24.4.2009 kl. 23:41

9 Smámynd: Steingrímur Helgason

Góður ven minn, horfði í dag í augun á mér & syni sínum til skiptiz & sagði með grátztafinn í kverkunum, strákar ég hef aldrei kozið annað en X-D allt mitt líf, ég geri það með óbragði á morgun, en hvað eruð þið að pæla ?

Steingrímur Helgason, 25.4.2009 kl. 00:19

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe, einn af mínum bestu vinum ætlar að fara grátandi á kjörstað á morgun og krossa við D. Þessa menn kalla ég hvunndagshetjur. Þeir berjast gegn forlögunum. Auðvitað bíða þeir ósigur en það gerir hetjudáðina bara stærri.

Sjálfur er ég engin hetja og kýs þess vegna D skellihlæjandi og ek svo í skyndingu austur í Þorlákshöfn að spila golf. Vona bara að völlurinn sé ekki blautur.

Baldur Hermannsson, 25.4.2009 kl. 00:25

11 Smámynd: Björn Birgisson

"Bjarni var málefnalegur og gerði góða grein fyrir skoðunum sínum. Hann býr að þekkingu og orðaforða sem hinir bera ekkert skynbragð á. Hann er heima í öllum atriðum sem varða efnahagsmál Íslands, hvort sem það er fyrningarleið, kvótakerfi, sjóðstreymi, arðsemi eða afskriftir. Bjarni hefur vaxið gífurlega á þeim örstutta tíma sem hann hefur gegnt formennsku. Á hann mun dæmast að þola ferlegasta afhroð í sögu Sjálfstæðisflokksins. Hann á erfiða daga í vændum."

Svo mörg voru þau orð. Aldrei hefur upplýstur maður, mér vitanlega, talað jafn hressilega um hug sinn sem þú gerir hér, Baldur, íhaldsbulla. Bjarni er bara bullandi krakkaskítur, eins og öll forusta Sjálfstæðisflokksins nú. Sýnin þeirra nær ekki út fyrir eigin bankareikninga. Og þeim er andskotans sama um  bæði þig og mig. Amen á eftir efninu. 

Björn Birgisson, 25.4.2009 kl. 00:30

12 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

J'a, Ástþór er ekkert annað en snillingur, bara svo misskilin og hefur því miður ekki kunnað fótum sínum forráð oft á tíðum.En af frásögnum t.d. hins ágæta sálfræðings og Blúsara með meiru, péturs Tyrfingssonar, þá stóð Ástþór vart út úr hnefa er hann var byrjaður að sýna viðskiptasnilli sína á æskuslóðum beggja í Hlíðahverfinu í Reykjavík. (ef ég man rétt)

En ein athugasend verður að koma fram Baldur, svo öllu sé nú til skila haldið. Sigmundur á nú nefnilega ekkert í þessum 20% lánaniðurfellingatillögum og B raunar lítt. Þetta er nefnilega meira og minna byggt á hugmyndum Marinós Njálssonar, sem ég veit ekki til að sé í flokknum, en hefur verið að starfa með samtökunum um hagsmuni heimilanna.

Magnús Geir Guðmundsson, 25.4.2009 kl. 00:55

13 Smámynd: Halldór Jónsson

Þegar ég les Björn Birgisson þá detta mér bara í hug orð Geirs Haarde í myrkrinu: "Guð blessi Ísland." það er ekkert annað hægt að segja eftir svona opnun á dyrunum að myrkrinu. Ég held að það sé til lyf við þessu, bæði B12(gott við heilabilun eða Alzheimer) og Prosac við þunglyndi.

Takk fyrir Baldur fyrir þessa skörpu greiningu. Ég er sammála næstum hverju orði.

Halldór Jónsson, 25.4.2009 kl. 00:58

14 Smámynd: Björn Birgisson

Rétt, Halldór minn, Geir hinn ákvarðanafælni var alltaf í myrkri, að minnsta kosti í skugga Davíðs hins digra, hvers skuggar draga lengra en annara. Þetta með lyfin. Taktu þín reglulega. Þjóðin niðurgreiðir. Ég er algjörlega lyfjalaus, Íbúfen þegar bakið er að pirra mig. En ég borga glaður skattana mínu. Ekki vil ég vita af þér með tóm pilluglösin á náttborðinu. Svona þykir mér vænt um þig. Refill for Halldór. He needs it. I pay. Ekki spurning.

Björn Birgisson, 25.4.2009 kl. 01:32

15 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Virkilega góð greining á þessu hyski.

Gunnar Freyr Rúnarsson, 25.4.2009 kl. 08:46

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk fyrir athugasemdirnar. Og svo skundum við á Þingvöll og strengjum vor heit!

Baldur Hermannsson, 25.4.2009 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 340675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband