22.4.2009 | 18:47
Hærusekkur í stað skrautskikkju
Þetta er skref í rétta átt - of lítið skref, of seint. Ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokks mun leiða örbirgð og vonleysi yfir þjóð, sem nú þegar hefur mátt þola helst til mikið.
Á ögurstundu vitna Íslendingar aðeins í 2 bækur: Njáls sögu og Biblíuna. Um ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokksins má segja eins og í Jesaja 3:24.
Koma mun ódaunn fyrir ilm,
reiptagl fyrir belti,
skalli fyrir hárfléttur,
aðstrengdur hærusekkur í stað skrautskikkju,
brennimerki án fegurðar.
Við Íslendingar verðum að taka höndum saman og hverfa aftur til Davíðs-áranna, þegar við vorum ríkasta, öflugasta og hamingjusamasta þjóð í heimi. Höfnum brjálseminni. Kjósum D.
Dregur saman með flokkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 340675
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta eru þjóðníðingar og krimmar á listum sjálfstæðisflokksins. Kjóstu frekar O-listann eða vertu heima á kjördag, þá gerirðu þjóðinni gagn. Nógur er skaðinn sem FLokkurinn hefur valdið.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 19:39
Sko þig Sveinn .
Hörður B Hjartarson, 22.4.2009 kl. 19:46
Það þarf öflugan hægriflokk. Sjálfstæðisflokkurinn er hinsvegar búinn að dæma sjálfan sig úr leik að þessu sinni. Lögfræðingadúettinn í Kraganum er ekki alveg nógu sannfærandi. Ekki heldur G.Þór, K.Þór og Illugi. Það verður vinstri stjórn að loknum kosningum. Síðan er spurning hvort/hvenær þing verður rofið vegna stjórnarskrárbreytinga.
Mun Sjálfstæðisflokkurinn nota þann tíma til þess að taka til hjá sér? Mun hann geta náð í óánægjufylgi í næstu kosningum? Næsta stjórn verður óvinsælasta stjórn í sögu lýðveldisins, það held ég að sé nokkuð ljóst. Spurningin er hvort að Sjáflstæðisflokkurinn beri gæfu til þess að notfæra sér það. Hætta þarf að einblína á orkusölu á kostnaðarverði og bulli um einhliða upptöku evru í óþökk við ESB. Lögfræðingadúettinn þarf á smá endurmenntun að halda, þarf að öðlast meiri þekkingu og víðsýni. Þarf að læra að hlusta á ráð sér vitrari manna.
Guðmundur Pétursson, 22.4.2009 kl. 20:30
Guðmundur, ég held að þú sért ekki einn á báti með slíkar hugleiðingar.
Baldur Hermannsson, 22.4.2009 kl. 20:41
Mér finnst að við sjálfstæðismenn ættum að bíða rólegir í fjögur ár. Okkar tími mun koma á ný.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 22.4.2009 kl. 21:53
Við erum nokkrir félagar einmitt að stofna samtökin "Vinir íhaldsins", sem hafa það markmið að greina vanda Sjálfstæðisflokksins og marka nýjar leiðir. Strangt tekið snýst þetta ekki um flokkinn sem slíkan heldur þær hugsjónir sem liggja til grundvallar honum og hvernig þeim verði best borgið í framtíðinni. Þetta er bara svona umræðuhópur sem kannski leysist upp þegar golfvertíðin er komin á fullt.
Baldur Hermannsson, 22.4.2009 kl. 22:41
Er nema von að illa fari hjá sumum. Sjálfstæðismenn hafa alltaf verið forustuhollari en aðrir menn á Íslandi. Fylgt sínum leiðtoga, sama hvað á bjátar. Nánast tilbeðið hann sem hjáguð. Nú er Davíð digri horfinn á braut. Geir Haarde, hinn ákvarðanafælni, er horfinn á braut. Björn Bjarnason, hinn dómharði og lýðholli, er horfinn á braut. Sturla Vesturlandsgoði líka og ótal margir aðrir. Hvað situr eiginlega eftir? Þungaviktarmennirnir horfnir á braut og eftir sitja fáeinir sporgöngumenn í léttfjaðurvigt!
Í maurasamfélögum elta allir forustumaurinn. Ef hann villist af leið, villist öll hjörðin og steypir sér hiklaust í glötun. Einn fyrir alla og allir fyrir einn, eins og hjá Skyttunum forðum. Nú er bara einhver krakkaskari tekinn við Sjálfstæðisflokknum. Einhver Bjarni, sem er með 5-6 útgáfur af afstöðu til Evrópumála. Julie Christie Íslands, falleg með þokka, með hálf leiðinlega tengingu inn í Kaupþing út af einhverjum smáaurum. Guðlaugur óumdeildur styrkjastjóri Íslands og Illugi með glit í Glitnisauga. Hvert þessara ungmenna á maurahjörðin að elta?
Björn Birgisson, 22.4.2009 kl. 22:53
Ég er algjörlega sammála Sveini hinum Unga,
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.4.2009 kl. 01:46
Ég ætla nú ekki að halda því fram að það sé allt snarvitlaust sem hinn mæti Sveinn ungi lætur út úr sér, en er það ekki full mikið af því góða að halda því fram að á listum Sjálfstæðisflokksins séu eintómir krimmar og þjóðníðingar?
Baldur Hermannsson, 23.4.2009 kl. 08:58
Sigurbjörg, veistu hvað - meir og meir er ég farinn að hallast að því að langbest sé að hafa einmenningskjördæmi. Þá er það annað hvort eða. Fólk velur hæfasta einstaklinginn. Þá myndu krimmar og þjóðníðingar eiga erfitt uppdráttar.
Nú vill svo til að ég starfa með einum frambjóðanda Borgarahreyfingarinnar. Hún er ekki í toppsæti. Þetta er afar geðug manneskja, heiðvirð og vel gefin. En ég hef oft undrast dæmalausa dómhörku O-listamanna um fólk á öðrum listum. Svona dómharka er ekki fögur. Eiginlega hefur mér aldrei hugnast dómharka, nema þá helst mín eigin.
Baldur Hermannsson, 23.4.2009 kl. 09:41
Þeir segja eiginlega sjálfir að þeir séu krimmar. Lítið á bls. 5 í Fréttablaðinu, þar er mynd af ræningjunum í Kardimommubænum og xD fyrir neðan.
Af jonas.is:
"Til hægri nálgast þrír ræningjar og ganga hreint til verks með fulla poka af ofurstyrkjum. Eru dulbúnir eins og ræningjarnir í Kardimommubæ. Það eru þeir Baugur og Bjöggi, en ég sé ekki vel, hver sá þriðji er. Kannski hinn Bjögginn, kannski Finnur eða Ólafur, kannski Alcoa eða Rio Tinto. "Göngum hreint til verks" stendur svo neðst á auglýsingunni."
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 10:58
Aha, en er ekki vafasamt að byggja pólitíska afstöðu sína á slíkum forsendum?
Baldur Hermannsson, 23.4.2009 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.