22.4.2009 | 10:55
Bótaþjóðfélagið
Hver einstaklingur á að taka ábyrgð á eigin lífi. Það eitt er mannsæmandi líf. Bóta-hugsunin er orðin alltof rótgróin með þjóðinni. Við erum orðin bótaþjóðfélag. Alltof margir vilja vera á bótum og lifa þannig á öðrum. Fullfrískir menn koma sér á örorku í stað þess að vinna fyrir sér. Margir vilja miklu heldur vera á atvinnuleysisbótum en þiggja atvinnu sem þeim stendur til boða. Og alltof margir gera sér að leik að níðast á kerfinu og svíkja út bætur hvers konar. Þetta hefur lengi viðgengist og allir vita það.
Auðvitað er það svo að alltaf verður viss fjöldi fólks sem er ófær um að sjá fyrir sér og verður að lifa á bótum, nauðugt viljugt. En markmið samfélagsins ætti að vera að draga úr bótum eins og frekast er unnt. Bætur eiga að vera undantekning en ekki regla.
Mikilvægt að draga úr bótasvikum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur Baldur. Nú held ég að allt verði vitlaust. Þetta er minn kæri tapú umræða. En þörf og sannleikanum samkvæm. Þú vitnaðir í konu sem lagði ekki í pólitík. Nú vitna ég í unga konu sem er mjög illa farin líkamlega. En einsetur sér að vinna á meðan hún stendur í fæturna. Hún segir það varða sjálfsvirðingu sína.
Ég þekki fjöldann allan af dæmum þar sem við erum að borga fólki sem svo vinnur svart.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 11:43
Þú hittir naglann á höfuðið, virðulega Hallgerður - þetta er tabú-umræða. Ég þekki mjög vel fullfrískan karlmann, fílefldan og gáfaðan, sem heldur vill lifa á örorku en vinna almúgastörf.
En ég þekki líka mjög vel konu sem gæti fengið örorku á 2 mínútum, en ber sínar kvalir og skerðingu í hljóði og vinnur fulla vinnu - krefjandi vinnu.
Það er allt til í þessum efnum.
Baldur Hermannsson, 22.4.2009 kl. 12:20
Lesblinda getur að vísu gert fólki erfitt fyrir í námi en þjóðfélagið vantar tugþúsundir manna í störf sem ekki krefjast náms. Ég þekki sjálfur mann sem hrökklaðist úr námi sökum lesblindu en kom sér vel fyrir í tilverunni og er stórefnaður maður með annað fólk í vinnu.
ADHD er erfitt viðfangs. Ég á vin sem einnig hrökklaðist úr námi sökum ofvirkni og athyglisbrests, en náði tökum á vandanum sjálfur, fór í öldungadeild og síðan háskóla. Faðir hans og sonur eiga við sama vandamál að stríða en sonurinn er nú að ljúka stúdentsprófi. Hann fær lyf sem hjálpa honum mikið.
Ég varð undrandi þegar ég las viðtal í Fréttablaðinu (eða Mbl) við föður drengs sem er með ADHD og hefur lagst í dóp og afbrot. Faðirinn áfelldist kerfið harðlega, en í viðtalinu kom í ljós að hann hafði sjálfur komið í veg fyrir að drengurinn tæki lyfin. Hverjum er þá um að kenna, kerfinu eða föðurnum?
Baldur Hermannsson, 23.4.2009 kl. 09:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.