21.4.2009 | 11:59
Ó hvað ég sakna Ingibjargar Sólrúnar
Ægilega er þetta nú lágkúruleg og gegnsæ smjörklípuaðferð. Þetta lið hefur ekki burði til að ræða eitt eða neitt sem máli skiptir og þá fara menn í einhverja tilgangslausa fortíðarrannsókn. Líf íslensku þjóðarinnar hangir í bláþræði og kerlingarbjáninn situr þarna í ruggustólnum og fjasar um bókhald.
Getur engin komið vitinu fyrir þessa vesalings konu? Aldrei hélt ég að sá dagur rynni að ég myndi sakna Ingibjargar Sólrúnar en ég geri það núna.
Taka undir að Ríkisendurskoðun skoði fjármál flokkanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 340675
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Grunnt á kvenfyrirlitningu hjá garminum, að vanda
Hlédís, 21.4.2009 kl. 12:05
Heill og sæll; Baldur, og þið hin, sem síðu hans geyma, og brúka !
Velkominn; í spjallvinahóp minn, Baldur ! Þakka þér; ágæta hugvekju, hérna.
Hlédís !
Í hvaða helvítis móki, lifir þú ? Ég man nú ekki betur; en að þau Jóhanna og Steingrímur hafi lofað fjölskyldum og fyrirtækjum, allri mögulegri aðstoð, þá þau settust á tróninn, í Febrúar, í vetur.
Orð Baldurs; mætti alveg eins, heimfæra upp á Steingrím - og hafa ekkert með kven- eða þá, karlfyrirlitningu að gera. Miklu fremur, að sýna fram á helvítis gufuháttinn, hjá þessu liði. Getur þú, lifað á loftinu, Hlédís ?
Ekki; hefi ég náð því, að tileinka mér það, ágæta frú.
Reyndu; að líta upp fyrir pólitísku gleraugun, Hlédís, og sjá STAÐREYNDIR þær, sem við okkur blasa - og ástandið versnar enn, í þjóðlífinu.
Með beztu kveðjum /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 12:20
Kæru Óskar og Baldur!
Ég mæli síst með dratthalaganginum við raunverulegar umbætur. 'Lausnir' SF á vanda skuldsettra og gráthlægilegaráætlanir um að lengja þar eingöngu í hengingarólum eru til skammar. Athugasemd ágætrar frúarinnar hér var vegna myndar BaldHer af 'kerlingunni í ruggustólnum' Honum hættir til að láta skína í kvenfyrirlitninguna.
Verið þið blessaðir
Hlédís, 21.4.2009 kl. 12:54
Komið þið sæl; enn !
Hlédís ! Sýni Baldur; einhvern vott kvenfyrirlitningar, skal ég skamma hann, hér með.
En; samt las ég ekkert það, úr færzlu Baldurs - sem heimfæra mætti, sem slíkt, miklu fremur, hversu hann, sem flest öll okkar hinna, með SKILNINGARVIT sín eru í lagi, að fólk er orðið, andskoti pirrað, á þeim S og V lista blaður skjóðum, almennt - nema; ............ innsti trúarsöfnuður þeirra, náttúrulega, frú Hlédís.
Vona; að þú skiljir, hindrunarlítið - þessi einföldu skilaboð.
Með beztu kveðjum - sem þeim, hinum fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 13:01
Hlægileg þessi móðgunargirni í þessum kellingum. Hér talar hún sjálf um garma og á blogginu er talað stanslaust um mannfjanda og karlskratta, en um leið og minnst er á vesalings kerlingu þá ærast þær. Jæja, sama er mér.
Baldur Hermannsson, 21.4.2009 kl. 13:37
Þökk sé þér, Óskar Helgi!
Eiga munt þú fullt í fangi að hemja þinn nýja vin
Kveðjur í Árnesþing.
Hlédís, 21.4.2009 kl. 13:38
Love you too, BHer !
Hlédís, 21.4.2009 kl. 13:41
Óskar ! Ég myndi nú treysta mér til að fleyta mér áfram í "nokkur" ár fyrir 85millur hvað þá nokkur hundruð milljónir , eins og styrkirnir , til allra flokkanna , hljóða upp á .
Feitt er ykkar veski að muna ekki um svona "tittlingaskít"
Hörður B Hjartarson, 21.4.2009 kl. 18:46
Komið þið sæl; að nýju !
Hörður !
Vinsamlegast; ekki gera mér upp skoðanir. Þar; fyrir utan, átta ég mig ekki, á þessu slaðri þínu, ágæti drengur.
Með beztu kveðjum; samt, sem áður /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 21:46
Hehe, nú eru lærimeistararnir orðnir tveir, Árni og Óskar. En það veitir sannarlega ekki af uppalendum, eins og við erum nú agalegir slúbbertar flestir okkar hér á blogginu. Þökk sé þeim Árna og Óskari.
Baldur Hermannsson, 21.4.2009 kl. 23:02
Óskar !
Ég bið forláts hafi ég verið að gera þér upp skoðun , en þetta las ég út úr þinni aths. , kannski ég ætti að fá mér sterkari gleraugu svo ég minnki kannski örlítið slaðrið . Það er kannski hægt að segja um mig:
Oft hann svíkur sannleikann,
sér þar ekki vígi,
aftur sífellt sýnir hann
samúð hverri lýgi.
Hörður B Hjartarson, 21.4.2009 kl. 23:29
Flott vísa. Nú hlýtur Óskar að taka gleði sína. Vona að Árni reki glyrnur í hana líka.
Baldur Hermannsson, 21.4.2009 kl. 23:31
Blessaður Baldur "slúbbert" ! Þurrkaðu þetta út í einum grænum (eða tveim).
Hörður B Hjartarson, 21.4.2009 kl. 23:35
Þurrka hvað út? Og til hvers?????
Baldur Hermannsson, 21.4.2009 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.