Lítilfjörleg vonarglæta - en samt!

Sjálfstæðisflokkurinn bíður afhroð í Suðurkjördæmi en er þó enn stærstur - og í því leynist ofurlítil vonarglæta. Vinstri flokkarnir hyggjast keyra þjóðina niður í slíkt hyldýpisfen að upp úr því munum við aldrei komast. Verði hér vinstri stjórn munu 100 000 Íslendingar flýja land á næstu árum. Þjóðin mun aldrei ná að rétta úr kútnum. Það mun ríða okkur að fullu.

Sjálfstæðisflokkurinn er eina stjórnmálaaflið sem fært er um að leiða okkur út úr ógöngunum, byggja upp atvinnulífið að nýju, búa næstu kynslóð mannsæmandi lífsskilyrði og sjá til þess að áfram verði til íslensk þjóð.

Margir kjósendur eru flokknum gramir og ætla að snúa við honum baki. Þeir eru eins og maður sem missir framan af fingri og til að sýna reiði sína sker hann af sér annan handlegginn.

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki alviturt afl, en það væri óðs manns æði að kjósa hann ekki. Sunnlendingar sýna lofsvert fordæmi. Þrátt fyrir hrikalegan andróður og lygar vinstri manna ætla þeir að styðja Sjálfstæðisflokkinn - og styðja þannig Ísland framtíðarinnar. Það er vonarglætan - þótt vissulega sé hún ekki merkileg.


mbl.is D og S listi stærstir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vinstri flokkarnir ætla að keyra þjóðina niður í hyldýpidfen að upp úr því munum við aldrei komast, segir maður sem er í flokknum sem setti landið á hausinn. Djöfulsins hræsni!

Valsól (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 18:23

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það setti enginn flokkur landið á hausinn. Það gerðu óprúttnir bisnissmenn. En við skulum treysta Sjálfstæðisflokknum til að rífa okkur upp úr skítnum. Hann er eini flokkurinn sem eitthvað kann á efnhagsmál.

Baldur Hermannsson, 20.4.2009 kl. 18:28

3 Smámynd: Hörður B Hjartarson

  Sigurbjörg! Þetta viðkemur hvergi trú , öllu heldur ólæknanlegri martröð , sem sumt fólk verður fyrir einu sinni í lífinu og hlýtur aldrei bata af eftir það , og vinur vor ( líka í haust ) er afar illa haldinn af þessarri martröð . Blessaður Baldur , ert þú hættur að blogga um ofurstyrkina hjá Vinstri Vænum ?

Hörður B Hjartarson, 20.4.2009 kl. 18:35

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Hyldýpsisfen ??? ástæða þess að við erum stödd á þeim stað sem við erum hér í dag.. er vegna þess að grát(Ö)lvað íhaldið kom okkur þangað sjálf með fáranlegri nýfrjálshyggjustefnu sem er innantómt bull í eðli sínu eins og Gunnar Tómasson sagði. Hann kann nákvæmlega ekkert á efnahagsmál enda er búið að sýna það og sanna að nýfrjálshyggjustefnan er mæta vonlaus og þessi flokkur sem átti að kunna svo mikið á efnahagsmál var búin að skuldsetja íslensku þjóðina til ANDSKOTANS.

Ég held að ættir að fara að stíga inn í veruleikan Baldur .. og fara að horfast í augu við staðreyndir.  Það eina sem er hægt við þessar aðstæður er að hækka skatta á per einstakling, setja hátekjuskatt eins og Vinnstri grænir tala um og reyna að halda skatti á fyrirtækjum lágum.... Það er eina leiðin til þess að þjóðarskútan fari ekki á hliðina. Ef þetta er einhverjum að kenna þá er það íhaldinu að kenna og reyndu ekki að halda það eitt stundarkorn að sjálfstæðimenn hefðu gert eitthvað mikið öðruvísi við þessar aðstæður því að staðreyndin er sú að fjárhagsáætlarni eru nú gerðar í samstarfi við IMF...Rétt eins og íhaldið gerði á sínum tíma.  

Mér finnst þetta orðið hálf sorglegt þetta blogg þitt og þú ert farin að hljóma eins og Óli Kommi ... eða hvað sem maðurinn kallaðist sem var rauður fram í rauðan dauðan.  

Brynjar Jóhannsson, 20.4.2009 kl. 18:39

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hörður, ég er ekki með á nótunum. Ég hef aldrei bloggað um styrki hjá Vinstri grænum - hvað þá Vinstri vænum.

Baldur Hermannsson, 20.4.2009 kl. 18:51

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Brynjar, það eru tvær grunnaðferðir: 1) hækka skatta, 2) skera niður opinber útgjöld.

Sjálfstæðismenn myndu hækka skatta eitthvað en leggja áhersluna á að skera niður. Vinstri menn ætla hina leiðina.

Baldur Hermannsson, 20.4.2009 kl. 18:53

7 Smámynd: Hörður B Hjartarson

   Guðfríður Lilja Grétarsdóttir , Borgarafundur haldinn í Gaflarabænum , ef ég man rétt fyrir ca. 2 vikum . Koma svo með sannlekann hvað ofurstyrkina varðar hjá öllum hinu framboðunum , því ekki fyrirfynnast þeir í Siðgæðisf(l)okknum .

Hörður B Hjartarson, 20.4.2009 kl. 18:57

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já nú veit ég hvað þú ert að fara, Hörður - styrkirnir frá hórupabbanum. Vonandi hefur Vinstri grænum orðið gott af krásunum þeim. Ég nefndi það nú bara vegna þess að það bar á góma í sjónvarpsþættinum.

Baldur Hermannsson, 20.4.2009 kl. 19:03

9 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Baldur ! 8.apríl bloggar þú um siðgæðismennið N1 vitleysuna og GLG , hún fékk "falleinkunn" hjá þér vegna ofurstyrks frá einhv. súlukóngi .

    Bíð spenntur um þinn sannleika allra ofurstyrkjanna - koma svo ! ;)

Hörður B Hjartarson, 20.4.2009 kl. 19:03

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hörður, ég nefndi tvískinnung Vinstri grænna. Persónulega er mér slétt sama hvort hórupabbar styrkja þá mikið eða lítið.

Baldur Hermannsson, 20.4.2009 kl. 19:04

11 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Já og siðgæðismenn ætla í evruna með AGS 85milljón sinnum . Kannt þú annann betri - þetta eru fullorðnir menn sem láta svona "speki" frá sér fara .

    Má ég þá heldur biðja um vel spýttann sláturkepp , eða náðaðan afbrotamann , án þess ég mæli með þeim , enda langur vegur frá því .

Hörður B Hjartarson, 20.4.2009 kl. 19:09

12 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég er þeirrar skoðunar .. að það eigi að hækka skatta og skera niður opinber útgjöld. Það þýða engin vetlínga tök við þessar aðstæður og verða allir að taka á sig sinn skammt... Atvinnulausir jafnt og aðrir þegnar... þeir sem hafa talað mest gegn skattahækkunum eru SJÁLFSTÆÐISMENN og það veistu vel sjálfur Baldur Hermansson. Reyndar er það nýlunda ... því ég man vel að Þorsteinn pálsson sagði á sínum tíma að skattahækkanir á fólk og lækka skatta á fyrirtæki var stefna sem þeir gerðu til að gefa fyrirtækjum meiri burði til að starfa.

Eina manneskjan sem hefur sagt að það þurfi  að það þurfi að lækka laun ríkisstarsfmanna og hækka skatt er Katrín Jakobsdóttir og er hún í vinnstri grænum. Það hefur sýnt sig að ríkið þarf að grípa til þessarra aðgerða á krepputímabilum og svo meigi horfa til annra aðstæðna á öðrum tímum.  Ég get aftur á móti tekið undir með ykkur hægri mönnum með það að best sé að halda skatti á fyrirtækjum sem lægstum og svo ef horfur batna í íslnensku samfélagi megi athuga hvort megi lækka skatta ... en aldrei þó meira en svo að við eigum ekki fyrir afborgunum af þeim lánum sem við höfum stefnt okkur í. 

Brynjar Jóhannsson, 20.4.2009 kl. 19:11

13 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Baldur! Hefði þér , eða væri , sama um styrki hórufeðranna þá létir þú ekki svona , höldum okkur við staðreyndir - líka korteri fyrir kosningar .

    Koma svo með sannleikann ég bíð spenntur - enda á ég eftir að ákveða mig .

Hörður B Hjartarson, 20.4.2009 kl. 19:15

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hörður, þú talar eins og véfréttin í Delfí. Ég veit að þú meinar eitthvað með eftirfarandi setningu, en nákvæmlega hvað er það?

"Já og siðgæðismenn ætla í evruna með AGS 85milljón sinnum "

Baldur Hermannsson, 20.4.2009 kl. 19:15

15 Smámynd: Björn Birgisson

Kannski smá vonarglæta. Örlítil týra. "Aðeins" 8% tap sker þingfulltrúa flokksins niður um 25%!

Björn Birgisson, 20.4.2009 kl. 19:16

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hörður, þessir hórustyrkir eru þitt hjartans mál en ekki mitt.

Baldur Hermannsson, 20.4.2009 kl. 19:17

17 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Það er ekki hægt að bjarga því sem er ekki við bjargandi. En okkur, sjálfstæðismönnum, tókst án erfiðleika að koma þjóðinni á kaldan klaka og ég treysti engum betur en okkur til að leiða þjóðina til nýs upphafs.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 20.4.2009 kl. 19:19

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Benax, ég held að þessi athugasemd þín verði meðal 10 bestu snjallyrða kosningabaráttunar.

Baldur Hermannsson, 20.4.2009 kl. 19:21

19 Smámynd: Hörður B Hjartarson

  Baldur! Ef þetta er rétt með þig , og þína siðgæðismenn ; að þið viljið taka upp evru í gegn um AGS , þá vantar nokkrar þorskkvarnir á einhverja staði , eða eins og ég sagði ; vil frekar vel spýttann sláturkepp eða náðaðan afbrotamann , frekar en þetta , og ekki er þetta véfrétt , þetta er framboðslistinn á vinningssvæðinu ykkar , suðurlandi eins og þú veist .

  Að gefnu tilefni , þá kemur evran til greina , í mínum huga , miklu frekar en vel spýttur sláturkeppur eða afbrotamaður .

  Bíð eftir ofurstyrkjunum .

Hörður B Hjartarson, 20.4.2009 kl. 19:26

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei Hörður, þú tekur ekki upp evru gegn um AGS, en við gætum hugsanlega fengið evru með tilstyrk AGS. Af svörum Evrópukratans á Stöð 2 mátti ráða að fréttastofan hefur spurt hann hvort AGS gæti látið ESB leyfa okkur að nýta evru. Svarið við slíkri spurningu er vitaskuld neikvætt.

Baldur Hermannsson, 20.4.2009 kl. 19:31

21 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Þetta er svipað og er þú talaðir um styrk VinstriVænna , og kannaðist lítt við .

Stundum eru sláturkeppirnir bestir vel spýttir .   ;)

Hörður B Hjartarson, 20.4.2009 kl. 19:47

22 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Við stóðum af okkur hinar dimmu miðaldir, móðuharðindin, stóru bólu, svartadauða, einokunarverslunina, hafísinn, danska konungsveldið, kaþólsku ríkiskirkjuna, lúthersku ríkiskirkjuna, stórbændastéttina með fjötra hugarfarsins, átthagafjörta, frostaveturna miklu, mannfelli úr hungri, Bændaflokkinn, Framsóknarflokkinn og Hriflu Jónas. 

Þannig ættum við að tóra eitt kjörtímabil VG+Femínista og Sambullið, án þess að missa eins marga hlutfallslega úr landi eins og við misstum til Vesturheims í kringun aldamótin 1800/1900.   

Verum bjartsýn, jákvæð og herðum sultarólarnar!

Kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 21.4.2009 kl. 01:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 340675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband