19.4.2009 | 14:51
Vinstri stjórnin selur svikna vöru
Hallur Magnússon bloggar ævinlega af miklu viti um menn og málefni - nema þegar Framsóknarflokkurinn á í hlut, þá dregur hann gardínur fyrir skilningarvitin og þusar í rökkrinu.
Í dag bloggar hann um þá ákvörðun Jóhönnu Sigurðardóttur að sniðganga umræðuþátt í RÚV þar sem leiðtogar stjórnmálaflokkanna komu saman. Í sinn stað sendi hún fagurgalann úr Kraganum, Árna Pál Árnason. Hallur hendir gaman að þessu:
"Betra að hafa hana þar sem hún talar ein og sér og er ekki gagnrýnd - eins og á aðalfundi Seðlabankans - í stað þess að þjóðin átti sig á því að myndin af Jóhönnu er glansmynd sem fölnar örugglega í umræðu Jóhönnu við pólitíska andstæðinga hennar."
Þetta er vel orðað. Jóhanna er glansmynd sem þeir Steingrímur og Össur hafa límt yfir stjórnarómyndina. Hún hefur hvorki þrek né vit til að leiða ríkisstjórn. Það vita þeir og það veit hún sjálf. Vinstri stjórnin selur kjósendum sínum svikna vöru.
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 340675
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stjórnmálaflokkarnir er lagnari við að tala um óágæti annara flokka en að tala um ágæti sitt.
Offari, 19.4.2009 kl. 15:23
Vel mælir þú, vitri Offari.
Baldur Hermannsson, 19.4.2009 kl. 15:29
"Jóhanna er glansmynd sem þeir Steingrímur og Össur hafa límt yfir stjórnarómyndina. Hún hefur hvorki þrek né vit til að leiða ríkisstjórn"
Þessi lýsing minnir óneitanlega all verulega á Geir Hilmar Haarde!
Björn Birgisson, 19.4.2009 kl. 17:30
Mér finnst Ástþór hafa sótt á síðustu dagana. Samt finnst mér hann nú óþarflega holdugur, sérstaklega í andliti. En fjandi er ég hræddur um að talningin verði honum í óhag og að þar verði einhver mistök framin.
Árni Gunnarsson, 19.4.2009 kl. 22:53
Jóhann er ímynd. Það vitum við bæði vinirnir. Aftur á móti er mitt mat að það sem sama hvaðan gott kemur. Bara ef það kemur. Love ya..
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 23:22
En sætt. Vinirnir! Halla! Stattu með alvöru fólki og hættu þessu daðri við þverhausa íhaldsins!
Björn Birgisson, 19.4.2009 kl. 23:51
Æ...mér finnst hún hrútleiðinleg, má ég þá frekar biðja um Ingibjörgu Sólrúnu....
Stefanía, 20.4.2009 kl. 00:16
Hm, var umræðuþátur á Rúv í dag með leiðtogunum? Hef þá misst af honum, enda með annað í huga svosem á afmælisdegi. Heyrði þó örlítið í morgun í þættinum hans SME á Bylgjunni, þar voru einmitt samræður frambjóðenda og m.a. nefndur Árni Páll, en þar voru heldur ekki neinar leiðtogaumræður sérstakar hygg ég.
Í Silfrinu? tók ekki eftir því, gái þá á netið.
Magnús Geir Guðmundsson, 20.4.2009 kl. 00:20
Ætlaði þessi 81 dags ríkisstjórn ekki að bjarga þjóðinni frá glötun. Hvað hefur hún gert í raun gott fólk? Kannski þú svarir Björn. Bjargað heimilunum? Svar = Nei. Komið hjólum atvinnulífsins í gang? Svar = Nei. Spyrjið bara atvinnurekendur sem eru frystir hjá bönkunum (ennþá). Það er rannsóknarefni á sálarheill þjóðarinnar að stjórnin mælist með yfir 50% fylgi.
Guðmundur St Ragnarsson, 20.4.2009 kl. 03:09
Þú virðist hafa öll svörin á hreinu Guðmundur St. Ragnarsson.
Björn Birgisson, 20.4.2009 kl. 03:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.