Gunnari var ekki alls varnað

Gunnari Svavarssyni var ekki alls varnað. Vinnusamur, vel skipulagður og hafði vit á rekstri fyrirtækja. Slík vitneskja er ekki í hávegum höfð meðal Samfylkingarmanna. Þar þykir meira um vert að geta hreytt úr sér fúkyrðum og smjaðrað fyrir forystunni.

Kerlingaveldið í Samfylkingunni hrakti þennan mann út úr þingsölunum. Hann nennti ekki að verja ævidögunum undir pilsfaldi Sollu og Jóhönnu. Kannski hefði hann samt átt að bíða með að hætta. Það er viss eftirsjá að Svavari. Hann stofnaði og rak um árabil gott fyrirtæki í Hafnarfirði. Kannski snýr hann sér aftur að viðskiptum. Vonandi vegnar honum vel í því sem hann tekur sér næst fyrir hendur.


mbl.is Takk fyrir, búið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Líklega er Gunnar Svavarsson eini þingmaður Samfylkingarinnar, sem hægt er að segja að eigi erindi á Alþingi. Því miður er útlit fyrir að vit-litlum Sossum muni fjölga í þingliði Samfylkingar.

Loftur Altice Þorsteinsson, 17.4.2009 kl. 22:15

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Tek undir með ykkur báðum, þótt ég viti af fleiri í Samfylkingunni sem vit er í.

Það er meira að segja vit í einum og einum í VG og í Framsóknarflokknum.

Þeir þurfa hins vegar á styrkri stjórn annarra að halda til að þeir geri ekki einhverja bölvaða vitleysu af sér  

Guðbjörn Guðbjörnsson, 17.4.2009 kl. 22:19

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég er nú svo fordómalaus maður að ég er alveg tilbúinn að trúa því að enn sé einhver vitmaður eftir í þingflokki Samfylkingar. En hvern hefurðu í huga?

Baldur Hermannsson, 17.4.2009 kl. 22:22

4 Smámynd: Björn Birgisson

Færslur 1,2 og 3: Nákvæmlega þessi sýn ykkar þjóðernisjafnaðarmanna á samferðamenn ykkar, meðborgara og jafnvel vini, gjaldfellir D listann um 30 þúsund atkvæði á afmælisdaginn minn. Tvöfalt tilefni til að skála!

Björn Birgisson, 17.4.2009 kl. 22:34

5 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þetta er allt í lagi Björn. Það eru náttúrulega engar líkur á því að D-listinn verði við völd á næstunni. Loftið verður farið úr þeim félögum nr. 1-3 á sunnudaginn þegar blasir við að fylgið verður nákvæmlega 23,9%

Guðmundur St Ragnarsson, 17.4.2009 kl. 22:38

6 Smámynd: Björn Birgisson

20,9% Guðmundur. Tap í líkingu við 14-2 í Danaveldi forðum. Algjör niðurlæging. Samt hafa þeir ekki vit á að halda sig til hlés og grjóthalda kjafti. Algjör hneisa fyrir okkur hin að láta þessi óbermi þjóðarinnar standa í vegi fyrir eðlilegum lýðræðisúrbótum. Stétt með stétt - öfugmæli og lélegasti aulabrandari í samtímanum. Flokkur gegn þjóð, flokkur fyrir útvalda. Er það ekki nær sanni þegar við tölum um íslenska þjóðernisjafnaðarmenn?  

Björn Birgisson, 17.4.2009 kl. 23:30

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Skemmtið ykkur drengir

Baldur Hermannsson, 17.4.2009 kl. 23:33

8 identicon

Verst með Gunnar Svavarsson, hann hefði gefið kost á sér aftur ef hann hefði getað rýnt í framtíðina.  Hann gaf framboðið til Bæjarstjóra Hafnarfjarðar, þeir ætluðu að hafa sætaskipti, en prófkjörið skilaði ekki Lúðvík í fyrsta sæti, þannig að Lúðvík situr sem fastastur.  Hver er svo ástæðan.  Ingibjörg Sólrún gat aldrei fyrirgefið Gunnari að vinna vinkonu sína í prófkjörinu fyrir síðustu kosningar og vinkonan vermir nú 3 sæti í kraganum og viti menn, hætt var við fléttulistann í kjördæminu svo að hún félli ekki niður í 4 sæti. Kíkið á þetta, þetta er staðreind.

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 23:49

9 Smámynd: Björn Birgisson

Guðrún, Lúðvík flýgur inn! Sætaskiptin eru vissulega inni í myndinni! Vinkonan flýgur inn! Það er flug á jafnaðarmönnum um þessar mundir. Þjóðernisjafnaðarmenn bíða flugtaksheimilda. Látum þá bíða í 12 ár hið miinnsta.

Björn Birgisson, 18.4.2009 kl. 00:08

10 Smámynd: Tjörvi Dýrfjörð

Þjóðernisjafnaðarmenn = National sosialdemocrats = Nazi

Ein þjóð - eitt ríki - einn foringi. smá pæling: Erninum skipt út fyrir fálka og hakakrossinum fyrir Sólkross ( Eimskipsmerkið) gamla Eyngeyjarættarmerkið? málflutningur Sjallana á nýliðnu þingi sýndi svo ekki er um villst að þeir ganga erinda séhagmuna LÍU og gömlu peningaættarveldana. Hvernig geta þeir sagt vera að verja og styðja sjálfstæði þjóðarinnar með því að neita að binda í stjórnaskrá að auðlindirnar séu eign þjóðarinnar? hvernig geta þeir sagst vera að verja lýðræðið þegar þeir neita að binda í stjórnarskrá ákvæði um þjóðaratkvæði? ég held að nú sé mörgum gegnheilum sjálfstæðismönnum brugðið fólk sem hélt að SjáLfstæðisFLokkurinn hefði eitthvað með sjálfstæði og frelsi einstaklingsins til athafna að gera.

Tjörvi Dýrfjörð, 18.4.2009 kl. 00:11

11 Smámynd: Björn Birgisson

"... ég held að nú sé mörgum gegnheilum sjálfstæðismönnum brugðið  ..."

Nákvæmlega Tjörvi. Indælisfólk, þúsundum saman, sem í góðri trú hefur samviskusamlega krossað við Dið sitt, sér nú í gegn um blekkingarvefinn og snýr sér til Steingríms og Jóhönnu. Þar er týran. Valhöll er myrkvuð 

Björn Birgisson, 18.4.2009 kl. 00:22

12 Smámynd: Guðmundur Björn

Björn minn, er þú ekki bara á miklu flugi?

Guðmundur Björn, 18.4.2009 kl. 01:32

13 Smámynd: Björn Birgisson

Er þér ekki skemmt , Baldur? Í ljósi hvaða hagsmuna stendur þú, fullur af bulli og orðavaðli og fyrirlitningu á skoðunum, sem ekki falla að þínum. Nú þegar er morgunljóst að kennarar á ríkisjötunni, eins og þú, geta siglt í gegn um kreppuna, sem flokksbræður þínir skópu, í samfylgd með samþenkjandi aulum um víða veröld. Það er svo gott að geta rifið kjaft, höggvið á báðar hendur, en hitta samt alltaf fyrir sjálfan sig. Guð er sagður vera með sérstakar aulabúðir fyrir ykkur þjóðernisjafnaðarmennina. Stefnir í traffík þar á vordögum.

Björn Birgisson, 18.4.2009 kl. 01:35

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Guðrún, kannski æxlast það þannig að Gunnar verði bæjarstjóri hér í Hafnarfirði. Því yrði ekki illa tekið af okkur sem búum hér. Allt er hér í niðurníðslu og kassinn tómur eftir langa vinstri stjórn. En Gunnar hefur fjármálavit þrátt fyrir vinstri mennskuna og hann kannski réttir bæinn við.

Baldur Hermannsson, 18.4.2009 kl. 09:02

15 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ei skal ég blanda mér í orðaorustu jafnaðarmanna af öllum stærðum og gerðum, en vil þó þess í stað halda mig við léttleika litla atviksins þarna hjá Gunnari í gær. Það kemur nefnilega ekki alveg á óvart að maðurinn sýndi þessa "kómisku takta", því sannarlega á hann kyn til þess, sonur þess ástsæla tónlistarfrömuðs, útvarpsmanns, trommuleikara og ég veit ekki hvað, Svavars Gests!Þess manns minnist ég nú sem með þeim fyndnari sem ég hef heyrt í!

Magnús Geir Guðmundsson, 18.4.2009 kl. 14:11

16 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þeir eru ekki margir sem hafa þetta rólynda yfirbragð, Gunnar er einn af þeim og ég get fundið fólk af slíku kalíber í öllum flokkum. En þeir eru sorglega fáir.

Finnur Bárðarson, 18.4.2009 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband