Sjálfstæðisflokkur í stórsókn

Sjálfstæðismenn eru greinilega að ná vopnum sínum um land allt. Þeir hafa aukið fylgi sitt um þriðjung frá síðustu könnun. Oddvitinn, Kristján Þór, hefur gífurlegt fylgi í kjördæminu enda vaskur maður, þaulreyndur og kjósendur vita að hann hefur alla burði til þess að rífa upp atvinnulífið og rétta við efnahag landsins. Eftir landsfund er Kristján einn af máttarstólpum Sjálfstæðisflokksins. Það kemur mér ekki óvart að kjósendur á Norðurlandi og Austurlandi skuli flykkjast um hann.


mbl.is VG stærst í Norðausturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér Baldur. Ef sjáLfstæðisFLokkurinn afrekar það að ná 20% kjörfylgi á landsvísu á endasprettinum hlýtur að mega túlka það sem stórsókn.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 17:49

2 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Sumir Akureyringar eru enn að hrópa húrra fyrir því að Kristján skyldi komast á þing. En mér finnst það ekki vænlegt til árangurs að senda sextugum og eldri í Breiðholtinu boð um að skakklappast niður í Mjódd að hlusta á Illuga Gunnarsson og harmóníuleik.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 16.4.2009 kl. 17:53

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe, sagðirðu harmóníkuleik? Bjóða þeir ekki upp á bingó líka?

Baldur Hermannsson, 16.4.2009 kl. 17:56

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hilmar, þú ert flottastur!

Baldur Hermannsson, 16.4.2009 kl. 17:56

5 Smámynd: Björn Birgisson

Leiftursókn! ................ svona rétt í blálokin, til að lágmarka tapið!

Björn Birgisson, 16.4.2009 kl. 18:55

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það kæmi mér ekki á óvart að Baldur hefði nokkuð fyrir sér þarna.  VG eru að klúðra sínum málum á Alþingi og SF hefur engar lausnir aðrar en ESB vælið.

Kolbrún Hilmars, 16.4.2009 kl. 19:16

7 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Hann Kristján Þór er flottur, ég er enn fúl að hann varð ekki formaður

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 16.4.2009 kl. 19:43

8 Smámynd: Björn Birgisson

Snjólaug, flestir þjóðernisjafnaðarmenn á Íslandi eru fúlir um þessar mundir. Væru nákvæmlega jafn fúlir með Kristján í formennskunni.

Björn Birgisson, 16.4.2009 kl. 21:26

9 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei í sögunni verið jafn neðarlega í NA kjördæmi.. og áður Norðaustur og Austurkjördæmum... Það er líklega stórsókn Baldur... gott að vera glaður með sitt. 

Jón Ingi Cæsarsson, 17.4.2009 kl. 06:53

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rétt Jón, lífið allt er ein samfelld lexía eins og maður á þínum aldri veit ofur vel. Nú lærum við Sjálfstæðismenn að lifa með litlu og njóta hins smáa. Nú þarf svo lítið til að gleðja okkur - rós í vegarkantinum, glitský á himni, 4 atkvæði í Hrísey. Þetta gerir okkur gott, sannaðu til.

Baldur Hermannsson, 17.4.2009 kl. 07:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 340675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband