Hennar tími er kominn - því miður!

Alveg vissi ég fyrirfram hvernig þessi fundur færi fram. Þarna er ekkert látið uppi. Bara gömlu, útþvældu klisjurnar um Evrópusambandið, stöðugleika krónunnar, lækkun vaxta og afnám gjaldeyrishafta. Þetta eru ekki leiðir. Þetta eru markmið!

Jóhanna Sigurðardóttir sýnir að hún er hlýðin kona og auðmjúk. Hún fylgir fyrirmælum hershöfðingjanna Össurar og Steingríms um að þegja sem fastast og gefa nákvæmlega ekkert upp. Jóhanna ætlar sér að vinna kosningasigur án þessa að svara nokkrum spurningum.

Jóhanna ætlar sér að leiða Íslendinga en vill ekki segja þeim hvert hún ætlar að leiða þá. Hennar tími er kominn - því miður.


mbl.is Húsfyllir á fundi Samfylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo er ein leið enn, það er að kynna sér efnið áður en tuðað er á lyklaborðið, Baldur. Sjá um fundinn hjá mér. Berðu svo saman hvor er málefnalegri.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 12:07

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gisli, ég er allur af vilja gerður til að læra af mér vitrari mönnum, en það er nákvæmlega ekkert að græða á þinni færslu. Ég segi þetta alls ekki til þess að gera lítið úr þér. Ég veit að þú getur betur!

Baldur Hermannsson, 16.4.2009 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 340675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband