14.4.2009 | 21:14
Sigmundur löðrungar eingetna dóttur sína
Hafi einhver búist við því að Ástþór Magnússon yrði skrípamynd kvöldsins, þá skjátlaðist honum, því sá vafasami heiður féll í skaut Karli V. Matthíassyni, sem talaði fyrir Frjálslynda. Karl er nýgenginn í Frjálslynda flokkinn. Samfylkingin er nýbúin að fleygja honum á öskuhaug stjórnmálanna og þar hefði hann betur haldið sig. Honum tókst að vekja almenn aðhlátur í salnum með þreytandi málæði sem stýrurnar tvær reyndu þó eftir fremsta megni að stöðva.
Stjórnmálaflokkarnir eru búnir að leiða í lög reglur um styrki og bókhald, þeir verða líka að setja sér óformlegar reglur um flokkaflakkara. Sú óvirðing sem kjósendum og Alþingi er sýnd með því að hirða upp ruslið af öskuhaug annarra flokka og troða því í framboð hjá sér er forkastanleg hana verður að stöðva.
Þráinn Bertelsson nennti ekki að tala um atvinnumál og niðurskurð en hefði áreiðanlega orðið liðtækur stjórnmálamaður ef hann hefði farið út á þann veg fyrir 20-30 árum.
Illugi Gunnarsson var augsýnilega þrúgaður af því andrúmslofti uppgjafar og trotryggni sem ríkt hefur í Valhöll. Það vantaði í hann þann gneista og æskuþrótt sem hefur einkennt hann á liðnum árum. Hann komst þó afar vel frá sínu og svör hans sýndu berlega hve vel hann skilur atvinnulíf og það umhverfi sem stjórnmálamenn þurfa að skapa fyrir rekstur. Stjórnmálamenn skapa ekki störf, sagði Illugi, en þeir geta skapað þannig umhverfi að rekstur dafni og störf verði til.
Fulltrúar ríkisstjórnarinnar, þau Helgi Hjörvar og Katrín Júlíusdóttir (breytist í : Jakobsdóttir, sjá athugasemd) mættu bæði til leiks gallhörð í þeim einlæga ásetningi að svara nákvæmlega engu til um atvinnulíf og niðurskurð. Þau svöruðu með almennum klisjum og fjösuðu fjálglega um allt annað en það sem um var spurt. Hvers vegna? Líklega vegna þess að þau hafa ekki hugmynd um hvað ríkisstjórnin mun gera eftir kosningar og það er hér um bil öruggt að það veit enginn.
En til hvers ættu þau líka að svara? Samfylking og Vinstri græn mælast með 60% í skoðanakönnunum og þeirra herfræði núna byggist á þeirri einföldu reglu að þrauka næstu 11 daga án þess að svara nokkrum sköpuðum hlut því heiðarleg svör gætu aðeins komið þeim illa
Sigmundur Davíð er búinn að lita hárið svart og það gerir hann hvassari ásýndum. Þetta var erfitt kvöld fyrir hann nýjasta könnun sýnir að hann er úti. Hann fór hörðum orðum um ríkisstjórnina sem ekkert gerir og svíkst um allt sem hún hafði lofað þetta voru hans eigin orð. En þessi ríkisstjórn er hans eingetna dóttir og hver löðrungur sem henni er réttur er löðrungur greiddur Sigmundi sjálfum.
Þetta var daufur þáttur og miklu síðri en fjörþátturinn að vestan.
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 340675
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér fanns það nú vera Katrín Jakobsdóttir sem var þarna. En einhverra hluta vegna finnst mér þessar umræður hingað til alveg skelfilega leiðinlegar og eitthvað falskar. Mér finnst engin standa upp úr og vera svona alvöru.
(IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 23:23
Eins og við segjum hérna fyrir norðan, guttinn er gjörsamlega PUNKTERAÐUR! EF þetta yrði niðurstaðan hjá honum og B, væri það enn verri útkoma en síðast!
Magnús Geir Guðmundsson, 14.4.2009 kl. 23:26
Sigurlaug: rétt hjá þér og takk fyrir leiðréttinguna, hef fært hana til bókar.
Baldur Hermannsson, 15.4.2009 kl. 00:25
Magnús, ég geri ráð fyrir því að "guttinn" sé Sigmundur Davíð. Þótt vel sé hægt að benda á margvísleg mistök íslenskra stjórnmálamanna undanfarin ár, þá eru pólitísk mistök Sigmundar Davíðs sennilega þau hrikalegustu sem um getur á byggðu bóli. Hann fékk rífandi byr í seglin þegar hann var kosinn formaður en hefur markvisst glutrað öllu niður síðan. Hvers vegna í ósköpunum var hann að búa til þessa ríkisstjórn?
Það reynist rétt vera sem Jónína Ben sagði þegar hann gerði þetta: í keppni er númer eitt að láta ekki andstæðinginn fá boltann. Þessi orð munu fylgja Sigmundi lengi.
Baldur Hermannsson, 15.4.2009 kl. 00:31
Þegar maður kvöldsins ætti frekar að heita Hákon Sveinbjarnarson, í stað þezz að koma fram undir réttu nafni sem Ástþór Magnússon til að eyðileggja málflutníng sinn með kennitölunni, þá segir það mikið meira um aðra en hann.
Steingrímur Helgason, 15.4.2009 kl. 00:53
Hahum, hver er Hákon Zveinbjarnarzon?
Baldur Hermannsson, 15.4.2009 kl. 00:57
Sammála er ég þér með borgarafundinn. Mér fannst hann fyrst og fremst hundleiðinlegur og helst að sjá að þetta væri keppni í hver gæti logið best (án þess að það kæmist upp)
Aumingja presturinn, hann var bara eins og kjáni; kunni sig ekki, óskipulagður og hömlulaus (talaði og talaði og lét ekki segjast þótt hann væri margstoppaður (skrýtið orð, gæti verið um sokkaplögg) Aumingja Illugi, vantaði gamla "litinn" í hann. Örugglega þreyttur andlega og líkamlega í þessu stjórnmálafjúki. Ekki sá ég að Sigmundur hefði litað hárið (nema að þetta hafi verið myndlíking hjá þér) Ástþór væri hægt að nota til ýmissa verka en hann myndi bara fæla alla frá í með honum ættu að vera.
Niðurstaða: Leiðinlegur fundur - litlausir stjórnmálamenn - engin niðurstaða.
Eygló, 15.4.2009 kl. 02:34
Alveg skelfilega leiðinlegur fundur. Algjörlega óþarfur líka. Kjósendur hafa flestir gert upp hug sinn. Eina spurningin er hvort smölum D listans tekst að fækka stuðningsmönnum hans sem hyggjast sitja heima í fýlu sinni við flokkinn.
Björn Birgisson, 15.4.2009 kl. 04:02
Ég hafði gaman af Vesturkjördæmis-fundinum en svo er það búið. Þetta eru alltaf sömu spurningarnar eða næstum því. Menn læra svörin utanbókar. Frambjóðendurnir eru svo vélrænir. Spyrjendur utan úr sal eru oftlega úti á þekju - svona til að orða það mildilega. Ég hef aldrei vitað jafn drungalega kosningabaráttu. Er það kannski vegna þess að þjóðin skynjar hvernig drungi kommúnismans leggst yfir hana?
Baldur Hermannsson, 15.4.2009 kl. 11:24
Já, bæði drungaleg og leiðinleg, enda erfiðir tímar. Íhaldsmenn þessa lands tóku sig til og afhentu fáeinum vildarvinum helstu fjöregg þjóðarinnar. Þeir lágu samviskusamlega á - og breyttu þeim í fúlegg. Drungalegt athæfi. Þjóðin skynjar að framundan eru breytingar, miklar breytingar. Í þá veru að byggja upp nýtt Ísland í anda jafnaðarstefnunnar, sem skilað hefur hinum Norðurlöndunum í fremstu röð meðal þjóða heims. Þar viljum við vera. Íhaldsmenn mega gjarnan vera með í þeirri för, sem farþegar, með málfrelsi og tillögurétti. Leggja gott til ef þeir geta, en reyna ekki að hefta för Íslands inn í bjartari framtíð. Svona er nú þetta Baldur minn!
Björn Birgisson, 15.4.2009 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.