Pólitísk leifturárás sem heppnaðist vel

Þessir styrkir voru á engan hátt vafasamir. Þeir voru löglegir og þeir voru siðlegir. En það er kosningabarátta og bæði fjölmiðlar og pólitískir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafa gernýtt þetta mál til þess að strýkja hans magra búk. Við því er ekkert að segja. Svona gengur pólitíkin fyrir sig.

Verra er hvernig Sjálfstæðismenn hafa sjálfir brugðist við þessari pólitísku leifturárás. Í stað þess að hreykja sér stoltir af þeirri vinsemd sem þeim var sýnd hafa þeir bent hver á annan og látið eins og það væri saknæmt að þiggja liðveislu. Ég mun hugsa mig um tvisvar áður en ég sletti 1000 kalli í kosningasjóðinn. Ég yrði trúlega sakaður um mútur.


mbl.is Erla Ósk: Ekki endilega vafasamt athæfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Njóttu dagsins.

Baldur Hermannsson, 14.4.2009 kl. 15:28

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Loksins, loksins birtist frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins sem ekki "hrín eins og stunginn grís". Eins og þú bendir á Baldur og ég hef raunar einnig sagt frá upphafi, þá var móttaka allra styrkja 2006 bæði lögleg og siðleg. Við höfum lög frá Alþingi til að setja okkur leikreglur og það er siðlaust að gera kröfur um að sumir verði að hlýta reglum sem ekki eru til.

Eru fjölmiðlar og VG, að leggja til að við tökum upp kjörorðin: Með ólögum skal land byggja ? Þá þarf líka að fara í skiltabreytingar í Háskóla Íslands og endurhæfa flesta Íslendinga, að kommúnistiskum hætti.

Erla Ósk er alvöru stjórnmálamaður og ég er satt að segja montinn að hafa séð það strax þegar við kynntumst. Ekki er seinna vænna, að Sjálfstæðismenn snúi sér að kosningabaráttunni.

Kveðja.

Loftur Altice Þorsteinsson, 14.4.2009 kl. 15:29

3 Smámynd: Jón Kári Jónsson

Þetta er auðvitað hárrétt. Ekkert til að skammast sín fyrir að taka við þessu fé. Hafiði báðir þökk fyrir gott og þarft innlegg, Baldur og félagi Loftur.

Jón Kári Jónsson, 14.4.2009 kl. 15:43

4 Smámynd: Jón Kári Jónsson

Það er rétt að fara þess á leit við larfinn hér að ofan sem kallar sig kreppukall (þó ég efist ekki um að það sé réttnefni) að hann komi fram undir nafni. Mútubrígsl eru stóralvarlegar ásakanir. Það er lágmark að maður kannist við orð sín ef maður vill láta alvörufólk taka sig alvarlega.

Jón Kári Jónsson, 14.4.2009 kl. 15:48

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það gefur andlega vellíðan að hafa lága siðferðisstuðul.... en sem betur fer eru fáir þannig... og kannski nokkuð margir þeirra hér .. 

Jón Ingi Cæsarsson, 14.4.2009 kl. 15:53

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gefur það andlega vellíðan að hafa lágan siðferðisstuðul???? Engin furða þótt Samfylkingarmenn brosi gleitt þessa dagana.

Baldur Hermannsson, 14.4.2009 kl. 16:02

7 Smámynd: Björn Birgisson

Slettu bara 1000 kalli inn á kennitölu frúarinnar. Svo förum við í golf á meðan hún situr inni!

Björn Birgisson, 14.4.2009 kl. 16:04

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehehe þetta er þjóðráð, Björn. Er einhver lægð að leggjast yfir landið sunnanvert? Hér í höfuðstaðnum Hafnarfirði er dumbungur og úrkoma. Og það hvílir einhver drungi yfir bloggskrifum margra. Ergelsi og pirringur. Vonandi hreinsast andrúmsloftið eftir kosningarnar. Er samt ekki bjartsýnn á það.

Baldur Hermannsson, 14.4.2009 kl. 16:09

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, hvað er eiginlega í gangi hjá ykkur þarna í Grindavík? Eru Samfylkingarmenn að ganga af göflunum? Þetta er væntanlega sýnishorn af þeirra ráðslagi næstu 4 árin.

Baldur Hermannsson, 14.4.2009 kl. 16:11

10 Smámynd: Björn Birgisson

Við fengum silfur í gær í körfunni. Svo sitjum við í silfursætinu í apakattalátum í stjórn sveitarfélagsins með þrjá meirihluta á þremur árum. Reykjavík er að tryggja sér gullið, komin með fjóra!

Björn Birgisson, 14.4.2009 kl. 16:27

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

kreppukall, það vill svo skemmtilega til að ég kannast við Jón Kára. Þar fer einn af þessum traustu, góðu máttarstólpum okkar íslenska þjóðfélags. Strangheiðarlegur dugnaðarmaður sem hefur unnið fyrir sér og fjölskyldu sinni við sjósókn og önnur störf sem heiðarleg íslensk alþýða hefur stundað um aldir. Ég þekki þig ekki, kreppukall, en Jón Kára skaltu ekki væna um mútuþægni. Slíkar dylgjur geta aðeins hæft þig sjálfan.

Baldur Hermannsson, 14.4.2009 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband