Tanga-Tómas kallar óumræðilegar lystisemdir.....

Sjálfstæðisflokknum veitti ekkert af 55 milljónum og hann var vel að þeim kominn. Við skulum safna saman nokkrum milljónum núna því hann er blankur aftur.

Í dag fór ég með Jónu minni suður á Selatanga að heimsækja vin minn, Tanga-Tómas, sem þar hírist einn í hrörlegum verbúðum og fiskbyrgjum. Hann er líka kallaður Móri.  Norðannæðingur lék um þessa fornu sjávarborg. Andar framliðinna létu lítt á sér kræla í vorkuldanum.

Hvert eigum við að fara til að leita upprunans? Farðu ekki á Þingvöll, því þar er bara uppruni skrifræðis og miðstýringar. Farðu á Selatanga, þar sem forfeður okkar fórnuðu lífinu fyrir okkur sem nú lifum. Fyrst gengu þeir þvert yfir landið, svo reru þeir til fiskjar, svo gengu þeir heim aftur - þeir sem ekki týndu lífinu í þungum sjó og illum veðrum.

En það sem við köllum kreppu, það kallar Tanga-Tómas óumræðilegar lystisemdir.


mbl.is Allt komið fram sem máli skiptir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Við skulum hafa í huga Baldur, að öll þessi umræða um 55 millur sem löngu er búið að eyða, var gerð til að skemmta gamalli konu að nafni Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.  Kona þessi liggur á sjúkrabeði og hafði vonandi einhverja skemmtan af. Hvort Móra hefur þótt þetta mikið skemmtiefni, er vafasamt.

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.4.2009 kl. 20:18

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Þá er allt komið fram sem skiptir máli og rétt að taka upp léttara hjal um aflabrögð og tíðarfar. Sjálfstæðisflokkurinn fór út af sporinu þegar hann hætti að tala um einstaklingsframtakið, sem er gott elimennt, og fór að tala um frjálshyggjuna. Eða mikið fyrir lítið eins og samvinnumenn sögðu þegar verslunin Mikligarður var stofnuð og skildu ekkert hvað þeir voru að segja. Þá hló gamall Sjalli í minni sveit og sagðist ekki skilja svoleiðis hagfræði.

Einstaklingsframtakið, samvinnustarf og félagshyggja er allt saman gott í bland.  Kommúnistar og kapítalistar munu fallast í faðma eftir kosningar og lofa að borga skuldirnar fyrir hvorn annan.Sannið til.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 11.4.2009 kl. 20:44

3 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Hver þarf ekki á 55 milljónum að halda? Hefði ekki verið nær fyrir bankana að styrkja okkur um milljónirnar?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 11.4.2009 kl. 20:45

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Aha. Ég sé að hér svífur Kristilegur kærleiksandi yfir vötnunum - eins og vera ber um Páskahátíðina.

Baldur Hermannsson, 11.4.2009 kl. 20:53

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Eitt er víst Benedikt, að ekki er ég ánægður með að þessir peningar renni til erlendra kröfuhafa. Að vísu er búið að eyða þeim fyrir tveimur árum, en Bjarni virðist hafa góðar vonir um að finna þá aftur.

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.4.2009 kl. 20:53

6 identicon

Þú segir í síðustu bloggfærslu Baldur, að það hafi verið löglegt að taka við peningunum. Ég sé það ekki.

Það getur meira en verið, að hér hafi verið um mútugreiðslur að ræða tengdar REI málinu. Það er nú ekki í fyrsta sinn sem mútur koma við sögu hjá FLokknum.

Einnig var gengið frá reikningnum löngu eftir að lögin tóku gildi. Það hlýtur að vera miðað við reikninginn þegar/ef dæmt verður í þessu máli.

Hér er því um tvöfalt lögbrot að ræða.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 20:53

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sveinn, ég mun aldrei - ekki undir neinum kringumstæðum - bera blak af mútum.

Ef um mútur væri að ræða, þá hlyti það að varða landslög og væri ekki einkamál Sjálfstæðisflokksins.

Ég tel það eitt skipta máli hvenær peningarnir berast.

Baldur Hermannsson, 11.4.2009 kl. 20:58

8 identicon

Það er rangt hjá þér Baldur. Það er útgáfa reikningsins sem skiptir öllu.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 21:01

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sveinn, ég las þessa frétt sem þú vísar til. Ef sú frétt er rétt - sem enn er óvíst - sýnist mér þeir fyrst og fremst sekir um slóðaskap.

Baldur Hermannsson, 11.4.2009 kl. 21:12

10 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Mútur eða ekki mútur, hefur ekkert með dagsetningu kvittunarinnar að gera. Væntanlega eruð þið að ræða um hugsanlegt brot á lögunum um fjármál stjórnmálahreyfinga sem tók gildi 1.janúar 2007.

Ef bæði móttakandi og greiðandi hafa bókað greiðsluna árið 2006, hlýtur það ár að gilda. Kvittunin er bara staðfesting á að eðli greiðslunnar.

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.4.2009 kl. 21:17

11 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Af hverju gefa hinir og þessir hinum og þessum peningana sína?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 11.4.2009 kl. 21:21

12 identicon

Loftur: þetta eru tvö aðskilin lögbrot.

Múturnar voru til að liðka fyrir REI sukkinu, þar sem verðmætum Orkuveitunnar var dengt yfir í REI nánast skipulagslaust. 

Svo er annað mál, að vegna þess að gengið var frá reikningnum eftir að lögin um fjármál stjórnmálahreyfinga tóku gildi, þá er um að ræða brot á þeim lögum.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 21:22

13 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Hvað þýðir þegar sagt er að peningar hafi gufað upp?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 11.4.2009 kl. 21:29

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sveinn, hvað koma þessi peningar REI-málinu við? Ertu ekki að bera þarna út Gróusögur? Það er fullkomlega útilokað að Geir Haarde, sá strangheiðarlegi maður, hefði nokkurn tíma látið slíkt athæfi líðast

Benax, ég held að það þýði að menn hafi fjárfest í gufuaflsvirkjunum.

Baldur Hermannsson, 11.4.2009 kl. 21:39

15 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Einmitt það sem ég var að benda á Sveinn. Með "REI sukkinu" átt þú líklega við söluna sem Sjálfstæðismenn stöðvuðu ?

Benedikt, ætli þetta merki ekki að peningarnir hafi horfið sporlaust ? En hvað þýðir þegar sagt er að peningar skilji eftir sig spor ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.4.2009 kl. 21:41

16 Smámynd: Björn Birgisson

Ég er stoltur af þér Baldur. Að bjóða frúnni á Selatanga er bara snilld. Þessi staður er svo sérstakur, forn og afskekktur. Þaðan sést hvergi til byggða. Fiskbyrgin og verbúðirnar nánast tala til manns. Brimið, sem lemur klappirnar, dregur mann lóðbeint til þeirra garpa sem við það glímdu. Myrkrið í skammdeginu, hvernig tókst þeim að glíma við það? Engin furða að þeir sæju Tanga-Tómas við hvert fótmál. Fór í mörg ár með nemendur mína á þennan magnaða stað. Las fyrir þá upp úr Rauðskinnu í rútunni að og frá staðnum. Gott úrval draugasagna þar að finna, bindin eru þrjú. Nokkuð farið að fenna í spor míns minnis, en tel þó að Selatangar hafi heyrt undir Skálholtsbiskupsstól, og þaðan má sjá mótaðar klappir áleiðis í austurátt, eftir hestalestirnar, klyfjaðar þeim afurðum, sem komu að landi á þessum stórfenglega stað. Fórstu ekki í fjöruna að finna þér holótta steina, sem meðal annars má nýta sem pennastatív? Þeir eru þarna í milljónatali.

Björn Birgisson, 11.4.2009 kl. 21:48

17 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Peningarnir hafa sem sagt horfið sporlaust í gufuaflsvirkjunum? 

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 11.4.2009 kl. 21:51

18 Smámynd: ThoR-E

Sjálfstæðisflokkurinn er spilltur.

Það þurfti að koma í ljós fyrir kosningar, og kom. Sem betur fer fyrir hag Íslands.

ThoR-E, 11.4.2009 kl. 21:53

19 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Sá yðar sem syndlaus er..........

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 11.4.2009 kl. 22:03

20 identicon

Hvenær telst til dæmis bíll hafa verið seldur? Daginn sem hann var greiddur eða daginn sem gengið er frá reikningnum (afsali)? Það er tvímælalaust dagurinn sem gengið er frá reikningi sem gildir.

Sættið ykkur við það drengir: Viðurlög við alvarlegum brotum á lögunum er sex ára fangelsisvist. Foringinn ykkar fer í fangelsi, alla vega í þrjú ár.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 22:14

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, ég er hættur að nota penna, nú er það bara fartölvan. En ég tók einmitt eftir þessum holóttu steinum. Ég veit að Skálholt átti þarna jarðir, hét ekki ein Járngerðarstaðir? Gættu þess að verin á Reykjanesi héldu Skálholti - og þar með íslenskri menningu - gangandi um aldir. En það þykir nú ekki par fínt að skrifa um það. Íslandssagan er fyrst og fremst saga stjórnvalds og skrifræðis.

Baldur Hermannsson, 11.4.2009 kl. 22:14

22 Smámynd: Baldur Hermannsson

Loftur, ég er manna ófróðastur um bókhald og ætla ekki að deila um það. En þegar ég kaupi td Pepsi Max í sjoppunni þá er hún mín eigin frá þeirri stundu er ég afhendi peningana.

Það hefur ekki verið umdeilt að styrkirnir tilheyri árinu 2006. Það er hártogun að halda öðru fram.

Baldur Hermannsson, 11.4.2009 kl. 22:17

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

AceR, Sjálfstæðisflokkurinn er ekki spilltur. Það eru til spilltir Sjálfstæðismenn en dæmdu ekki allan flokkinn eftir þeim.

Baldur Hermannsson, 11.4.2009 kl. 22:21

24 Smámynd: Björn Birgisson

Járngerðarstaðir eru í Grindavík. Þessir holóttu steinar eru þannig til orðnir að mikið gasuppstreymi hefur verið í því gosi sem fæddi þá af sér. Við storknun hefur gasið lokast inni. Þegar svo sjórinn nær í bergið, molar það niður í öreindir, losnar um gasið og eftir sitja þessar fallegu steinvölur, götóttar í gegn, í stefnu gasuppstreymisins. Ertu ekki að kenna eðlis- og náttúrufræði? Varstu ekki í vettvangsferð? Eða varstu bara að hlúa að ástinni?

Björn Birgisson, 11.4.2009 kl. 22:34

25 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Eigum við ekki bara að gleyma þessu?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 11.4.2009 kl. 22:35

26 Smámynd: ThoR-E

Það er reyndar rétt Baldur. En þessir spilltu einstaklingar eru flokksbundnir Sjálfstæðisflokknum og gjörðir þeirra, sérstaklega eins og í þessu tilviki, að þeir voru að vinna í nafni flokksins. Í nafni Sjálfstæðisflokksins fengu þeir þessa styrki, og þáverandi formaður flokksins veitti honum viðtöku.

Auðvitað setur þetta blett á flokkinn, en vissulega eru góðir einstaklingar þarna á milli. Enginn að segja annað, enda þeir einstklingar hafa flestir fordæmt þetta.

ThoR-E, 11.4.2009 kl. 22:49

27 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, ég var aðallega að heilsa upp á Tanga-Tómas. Ég kynntist honum fyrst fyrir 32 árum. Fortíðin lifir á Selatöngum. En hver annast hleðslurnar? Það þarf að dytta að einni verbúðinni. Steinarnir eru orðnir lausir við dyrnar austanmegin.

Baldur Hermannsson, 11.4.2009 kl. 23:11

28 Smámynd: Baldur Hermannsson

Benax, ég held við ættum ekki að gleyma öllum þessum óförum. Við þurfum að nota þær sem stökkpall inn í framtíðina. Allsherjar hreinsun er nauðsyn og mun koma okkur til góða. Það eru til dæmis alltof margir framámenn sem láta eigin hagsmuni ganga fyrir hagsmunum flokksins. Þetta viðhorf þarf að hverfa.

Baldur Hermannsson, 11.4.2009 kl. 23:13

29 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eiginlega finnst mér þessi færsla ásamt athugasemdum vera nokkuð áhugaverð sneiðmynd af pólitískri umræðu á Íslandi á fyrsta tug aldarinnar.

Mystiskt upphaf og stuttar athugasemdir óræðar í bland og sumum ofurlítið meira niðri fyrir en öðrum. Gæti orðið áhugaverður partur í sögulegu leikverki fyrir komandi kynslóðir ef einhverjar verða.

Skársta pólitísk umræða sem ég hef séð lengi vegna hóflegrar alvöru.

Árni Gunnarsson, 11.4.2009 kl. 23:17

30 Smámynd: Baldur Hermannsson

Árni, ég er sammála þessu. Venjuleg pólitísk umræða fer öll fram á yfirborðinu. Þar er engin mystikk, engar tilfinningar eða ástríður, engar óræðar kenndir. Það spjall sem hér fer fram er miklu líkara því sem er að gerast í mannshjörtunum.

Sum fyrirbæri eru þess eðlis að fræðileg úttekt getur aldrei orðið annað en lítils virði - í besta falli hundleiðinleg. Stundum er bara hægt að nálgast kjarna málsins í skáldverki. Þetta skilja ekki allir.

Baldur Hermannsson, 11.4.2009 kl. 23:38

31 Smámynd: Björn Birgisson

"Vegna hóflegrar alvöru", sagði Árni. Ótrúlega hittinn á skotmark umræðunnar, hafandi tekið sneiðmynd. Sögulegt leikverk í uppsiglingu. Baldur sér um búningana. Ég skal sjá um kaffið!  

Björn Birgisson, 11.4.2009 kl. 23:50

32 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigurbjörg, ég tók litla hringinn andsælis: fyrst til Grindavíkur, þaðan gegnum Krýsuvík til Hafnarfjarðar. Ég þarf að fá nánari upplýsingar um Gálgakletta. Ég hef mikinn áhuga á slíkum stöðum. Fer stundum pílagrímsferð á staðinn þar sem helvítin hengdu hann afa minn.

Baldur Hermannsson, 11.4.2009 kl. 23:58

33 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, það er náttúrulega bara til einn meistari hér á moggabloggi og það er meistari Árni. En þér leyfist ekki, dauðlegum manninum, að leggja út af orðum hans. Þau standa ein og sér - okkur leyfist vissulega að horfa til þeirra í auðmýkt en það er bannað að krukka í þau. Við bara lesum þau og látum eins og ekkert sé.

Baldur Hermannsson, 12.4.2009 kl. 00:02

34 Smámynd: Björn Birgisson

Vissulega er Árni flottur á Moggablogginu. Fyrir mér er hann ekki sá guð sem hann er fyrir þér. Bara verulega flottur "gamall" karl. Alvöru Íslendingur, vel máli (ritmáli) farinn, forn í hugsun, en léttur og ungur í anda. Nákvæmlega þannig vil ég hafa fólk. Það eru forréttindi að vera Íslendingur. Það eru forréttindi að blanda geði (orðum) við alvöru Íslendinga. Alvöru Íslendingar eru óendanlega fallegt og vel gert fólk. Af orðanna hljóðan er Árni slíkt eintak.  Ég set mig, Baldur minn, næstan á eftir þér á biðlistann! Komandi kynslóðir, í aulahætti sínum, setja okkur kannski á stall með Árna. Það má alltaf reyna!

Björn Birgisson, 12.4.2009 kl. 00:39

35 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég sé að ég þarf að fara að skreppa í Grindavík og skoða Járngerðarstaði og nágrenni, þar sem ætt mín liggur þangað. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.4.2009 kl. 00:42

36 Smámynd: Björn Birgisson

Já, Jóna mín, nú falla öll vötn til Grindavíkur - og þú flýtur með!

Björn Birgisson, 12.4.2009 kl. 00:58

37 Smámynd: Eygló

Grindivík; fyrsta val, væri grindin betri. Og girndin meiri.

Eygló, 12.4.2009 kl. 01:18

38 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Það hafa margir tjáð sig á þessum link en fæstir þeirra skipta einhverju máli.  Það sem máli skiptir er það allt komi fram sem skiptir máli.  Hvað það er sem skiptir máli og hvað ekki, skiptir heldur engu máli.

Guðmundur Pétursson, 12.4.2009 kl. 02:11

39 Smámynd: Eygló

Æi, skiptu þér ekki aððessu!  :)

Eygló, 12.4.2009 kl. 02:15

40 Smámynd: Björn Birgisson

Flottar stelpur!   

Björn Birgisson, 12.4.2009 kl. 02:22

41 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, ég segi nú ekki að Árni sé guð fyrir mér - sem sönnum (en syndugum þó) kaþólikka dugar mér alveg einn Guð og svo hef ég náttúrulega Drottinn Oddsson líka. Mér finnst kappnóg að hafa Árna sem meistara.

Baldur Hermannsson, 12.4.2009 kl. 10:28

42 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jóna Kolbrún, staðreyndin er sú að mikilvægi Grindavíkur í Íslandssögunni hefur alltaf verið stórkostlega vanmetið. Grindavík var um aldaraðir fjárhagsleg undirstaða menningar og trúar í landinu. Þar voru færðar ógurlegar blóðfórnir þegar mannskaðaveðrin drápu yfir 100 sjómenn á einum degi.

Baldur Hermannsson, 12.4.2009 kl. 10:31

43 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Og frá Grindavík komu Guðbergur og Gulli Bergmann heitin ekki satt? Þeir sem og nokkrir aðrir auðvitað miklir snillingar á sínu sviði.

En á Árna Gunnarssyni sannast það já, að Skagfirðingar eru ekki "bara" hesta-, kvæða- og drykkjumenn, heldur líka vitsmunaverur hinar bestu og mestu!

En í allri minni "þingeysku hógværð" verð ég þó að mótmæla harðlega, að Árni sé "meistari moggabloggsins" eða "hinn eini sanni þess", því ég er MEISTARINN á moggablogginu!

Magnús Geir Guðmundsson, 12.4.2009 kl. 13:56

44 identicon

Auðkýfingurinn geðþekki, Howard Hughes, þurfti öðru hverju að ýta við stjórnvöldum í Nevada-fylki til að þau höguðu sér skynsamlega. Þá spurði hann stundum aðstoðarmenn sína um tiltekinn stjórnarerindreka: „Does he know the facts of life?“ Það þýddi hvort viðkomandi þægi mútur.

Því miður hafði Hughes ekki alltaf erindi sem erfiði og tókst t. d. ekki að stöðva kjarnorkutilraunir í Nevada-eyðimörkinni. Þar var svo síðar John Wayne að taka upp mynd og fékk krabbamein vegna geislavirkni á staðnum. Sjálfur John Wayne lét lífið vegna þess að til voru menn sem þekktu ekki staðreyndir lífsins.

Viðar Víkingsson (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 16:37

45 Smámynd: Baldur Hermannsson

Viðar, eins og þín er vísavon er þetta djúp og margræð hugleiðing! Í einni Bond-myndinni er JB varaður við umsvifamiklum glæpamanni vegna þess að hann væri "politically connected". Útrásarvíkingar vorir hafa ekki vanrækt þann þátt starfsseminnar - að vera politically connected!

Baldur Hermannsson, 12.4.2009 kl. 16:55

46 identicon

Íslensk þjóð í ógnarsjokki

ódrýgð finnst hér varla synd

auðmenn tengdir fúlum flokki

forseti vor skrípamynd.

St. Gulliana (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 340675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband