6.4.2009 | 17:48
Skemmtilegt áróðursbragð
Vel heppnað og skemmtilegt áróðursbragð. Kommakerlingin Þóra Kristín beið á staðnum með tökumenn og vélbúnað. Allt vandlega skipulagt. Fyrirmyndar vinnubrögð. Hæfileg alvara, hæfilegur gáski. Það er gaman þegar fólk nennir að starfa fyrir flokkinn sinn í kosningabaráttunni.
Ráðherra í víking | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 340675
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gagnrýnið vinstri menn og jafnaðarmenn eins og þið viljið. Kallið þá ýmsum nöfnum en plííís
HÆTTIÐ AÐ KALLA ÞÁ KOMMA!!!
Þið eruð að gera ykkur að fífli.
Eða jú annars, kallið þá bara komma.
Rúnar (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 18:01
Kæri Baldur, í guðana bænum ekki horfa á alla hluti með augum pólitísks fordóma.
Það beið engin fréttamaður á staðnum, það var ekki búið að stilla einu né neinu upp. Sannleikurinn er bara einfaldur sá að ég tók eftir því að Össur var á leið inn í þingið, ég gekk einfaldlega að honum og bað hann um að koma í myndatöku fyrir nýja fyrirtækið mitt www.vikingtravel.is þar sem verið var að taka kynningarmyndir á Austurvelli.
Hann taldi það ekki eftir sér og kom. Tökumaður Mbl.is tók síðan eftir því þegar við gengum frá þinghúsin út að styttu Jóns Sigurðssonar og skaut þessar myndir. Þóra kom síðan á eftir og tók viðtalið við mig.
Sumir hlutir og oftar en ekki bara mjög skemmtilegir gerast bara spontant, þessi var einn af þeim. Ekki vera svona alvarlegur og neikvæður.
kv Hermann
Hermann Valsson (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 18:03
Ég er nú bara að vísa til upprunans sem allir þekkja og þeir sjálfir manna best. Við Sjálfstæðismenn erum oft kallaðir íhald og mér er tamt að gera það sjálfur og finnst það ekki saknæmt. Og Framsóknarmenn - þeir eru enn þá Framsóknarmenn.
Baldur Hermannsson, 6.4.2009 kl. 18:16
Enn og aftur segi ég:
Ef jafnaðarmenn eru kommar þá eru sjálfstæðimenn fasistar. Hvorugt er rétt og orðanotkunin því fráleit.
Björn Birgisson, 6.4.2009 kl. 18:23
Nei nú ertu að klikka illilega á mannkynssögunni, Björn. Vinstri flokkar í Evrópu eru allir runnir undan rifjum Marxista og Stalinista en Sjálfstæðisflokkurinn var til á undan fasistum og nasistum. Þar að auki er ansi umdeilt hvort rétt sé að flokka fasista og nasista sem hægri menn. Nasistar kölluðu sjálfa sig sósíalista þótt ekki væru þeir hallir undir Marx og Lenin. Ólafur Hansson kenndi mér í gamla daga að hvar sem nasistar hernámu lönd hefðu hægri menn staðið fastast gegn þeim en kratar verið samvinnufúsastir. Ólafur var sagður krati sjálfur og hafði gaman af þessu.
Baldur Hermannsson, 6.4.2009 kl. 18:32
Sigurbjörg, ég hef alltaf furðað mig á þessum meintu tengslum Vinstri grænna og róttækari arms Alþýðubandalagsins. Er þar allt örugglega rétt með farið?
Baldur Hermannsson, 6.4.2009 kl. 18:34
Nei Sigurbjörg, þetta er sögulega rangt hjá Birni nágranna þínum.
Baldur Hermannsson, 6.4.2009 kl. 18:35
Hvernig má það vera rangt hjá mér? Ég sagði að hvorug nafngiftin væri rétt! En takk fyrir söguskýringuna! Saga mannkynsins hefur alltaf verið mér hugleikin. Hættu bara þessu kommakjaftæði, Baldur minn, orðhagur maður eins og þú getur auðveldlega uppdiktað eitthvað skárra. Treysti á þig. (Nokkuð fúll eftir Hellu?)
Björn Birgisson, 6.4.2009 kl. 18:46
Björn, reyndar ekki, alltaf þegar ég fer á Hellu í minni sjálfrennireið finn ég hvernig hamingjustraumarnir flæða um gamla skrokkinn. Hella er paradís á jörð. Musteri golfsins. En það var ekki vinnandi vegur að spila golf þar í dag. Rok, rigning og skítakuldi. Við ókum í Þorlákshöfn en veðrið elti okkur. Geðþekkur gaur í skálanum leyfði okkur að spila nokkrar holur án þess að borga. Tveir boltar out of bounds á fyrstu. Svo hrökk ég í gírinn. En náttúran á ansi langt eftir. Hella er þó yfirleitt fljót að koma til. Þú veist líklega að Jaðarsvöllurinn á Akureyri er ekki orðinn góður fyrr en í júlí svo við hér syðra skulum ekki kvarta.
Baldur Hermannsson, 6.4.2009 kl. 18:54
Og hér er skemmtileg frétt fyrir þá sem ekki eiga á hættu að fá hjartaáfall:
http://baggalutur.is/frettir.php?id=4526
Baldur Hermannsson, 6.4.2009 kl. 18:57
Styðst hugtakið "heilbrigð skynsemi" ekki við neinar kennisetningar?
Líklega ekki, þess vegna finnst mönnum svo fátt um svoleiðis grillur.
Þegar ég tek til máls um pólitískt efni á opinberum vettvangi samkvæmt eigin dómgreind þá þarf ég ævinlega að vera við því búinn að gera grein fyrir því hvort þetta sé komið frá einhverri hægri-eða vinstri hreyfingu.
Miklir andskotans apakettir eru menn upp til hópa, já og konur líka sumar hverjar.
Ef Steingrímur J. lendir á jeppanum sínum í samstuði við annan bíl á götunni þá er hann sjálfkrafa dæmdur í órétti.
Af hverju?
Vinstri grænir eru alltaf á móti!
Árni Gunnarsson, 6.4.2009 kl. 21:29
Ég nota því miður stundum hugtakið "heilbrigð skynsemi" en ég geri það alltaf með vondri samvisku vegna þess að ég veit vel hvað það er hæpið. Steingrímur lenti reyndar í slæmu umferðarslysi en þá var hann einn á veginum og því væntanlega í rétti!
Baldur Hermannsson, 6.4.2009 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.