Holl könnun fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Brekka fram undan hjá okkur Sjálfstæðismönnum. Við skulum ekki gráta það. Það skiptir ekki meginmáli hvort við fáum 25% eða 30%, við verðum í stjórnarandstöðu hvort eð er. Bjarni formaður og áhöfn hans þarf að einbeita sér að framtíðarstarfinu og treysta grunninn. Það hafa allir gott af mótlæti. Það hvetur okkur til þess að leita nýrra markmiða og nýrra baráttuaðferða. Þetta er kannski ekki góð könnun fyrir Sjálfstæðisflokkinn en hún er okkur holl.
mbl.is Samfylking áfram stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

hvað eruð þið margir sem eruð eftir í þessum flokki ?

þú ... Davíð og klementíuþursanir .... gleymdi ég einhverjum ?

Brynjar Jóhannsson, 2.4.2009 kl. 18:17

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

25% þjóðarinnar samkvæmt þessari nýju könnun. Ertu ekki búin að skoða hana?

Baldur Hermannsson, 2.4.2009 kl. 18:29

3 identicon

Rangt 25% af 61,1% sem svöruðu, ert ÞÚ ekki búinn að skoða hana?

Sveinn H. Þorbjörnsson (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 18:54

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sveinn: hártogun. Það er einungis hægt að vísa í þá sem svara. En hver veit - kannski á Sjálfstæðisflokkurinn þessi 39% sem ekki svara og fær þá samanlagt 64% þegar talið verður upp úr kjörkössunum. Ekki skyldi ég harma það.

Baldur Hermannsson, 2.4.2009 kl. 19:07

5 Smámynd: Björn Jónsson

Baldur, við verðum í stjórnarandstöðu eftir kosningar það stefnir allt í það. Hvort það verði heilt kjörtímabil á eftir að koma í ljós, sagan segir annað.

Íslendingar þurfa að kynnast vinstra ruglinu á 25 til 40 ára fresti, við sem munum eftir stjórnarháttum vinstri flensurnar bíðum róleg þangað til tiltölulega heilbrigt fólk sem hefur fengið flensuna tímabundið áttar sig.

Það verður náttúrulega alltaf til ofsatrúar lið eins og í V.G. Því alltaf virðist koma hland með við einstakan getnað eins og við sjáum hér á moggablogginu, nefni engin nöfn, þú veist hverja ég á við.

Björn Jónsson, 2.4.2009 kl. 19:41

6 identicon

Það sem er fréttnæmt við þessa frétt er það að fjórðungur þjóðarinnar er búinn að gleyma því hver ber ábyrgð á efnahagshruninu. Hvergi í heiminum gæti það gerst að 25% einnrar þjóðar myndi kjósa flokkinn sem bæri ábyrgð á viðlíka skandal og Sjálfstæðisflokkurinn. Það er kannski ekki það sem er verst við þetta allt saman, það er að fólkið sem kýs þennan blessaða flokk myndar sér aldrei sjálfstæða skoðun. Meira að segja formaðurinn lætur flokkinn ráða skoðunum sínum. Á fimmtudegi segir hann að Sjálfstæðisflokkurinn verði að gefa forystu flokksins skýrt umboð til að fara í aðildarviðræður við ESB. Á sunnudegi á landsfundi segist hann mjög sáttur við þá niðurstöðu FLOKKSINS að Íslandi sé best borgið utan ESB. Ég vorkenni fólki sem getur ekki myndað sér sjálfstæðar skoðanir og þarf að láta flokk segja sér hvað það á að hugsa. Bjarni lét flokkinn segja sér hvaða skoðun hann ætti að hafa og skósveinar flokksins láta svo forystu þessa flokks segja sér hvaða skoðun þaeir eigi að haf.

Valsól (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 20:48

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, ég veit ekki hve lengi flokkurinn verður að jafna sig á þessu. Best væri að hafa fleiri flokka hægra megin í litrófinu. Þeir gætu haft ólíkt fólk og ólíkar áherslur en unnið saman líkt og borgaralegir flokkar gera á Norðurlöndunum. Það eru margir Íslendingar sem ekki eiga heima vinstra megin en geta ekki hugsað sér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þessir menn þyrftu að eiga sér pólitískt athvarf.

Baldur Hermannsson, 2.4.2009 kl. 20:59

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Valsól, Bjarni er ennþá óskrifað blað sem formaður. Þú ættir ekki að vera alltof svartsýn á hann - og ég er svo sem ekki of bjartsýnn heldur. Ég vil dæma stjórnmálamenn af reynslunni.

Baldur Hermannsson, 2.4.2009 kl. 21:01

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Baldur minn góður,

Við verðum í stjórn held ég. Og þá með líklega með VG sem verða búnir að fá nóg af lygum og tvöfeldni Samspi.....fyrigefið Samfylkingarinnar . 40 % aðspurðra svöruðu ekki í könnunini. Þó Íslendingar séu kannski bæði vitlausir og vinstrisinnaðir upp til hópa, þá eiga þeir samt eftir að virða fyrir sér hversu lengi vont getur versnað.

Ég er alveg klár á því að fylgi Sjálfstæðisflokksins  lækkar ekki úr 25 % !

Halldór Jónsson, 2.4.2009 kl. 21:04

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Halldór minn góður, við skárum Sollu úr snörunni og ég held við ættum að láta það ógert að skera aðra vinstri gaura niður úr henni. Betra væri að fara í aðrar kosningar. Raunar held ég að Sjálfstæðisflokkurinn eigi eftir að braggast. Spái 33% plús eða mínus 2%.

Vel á minnst - ég hafði mikið yndi af blaðagreinum þínum í gamla daga, því þú varst góður penni, hafðir skarpa sýn og varst óragur að standa fyrir þínum skoðunum. Gaman að sjá þig hér á blogginu núna.

Baldur Hermannsson, 2.4.2009 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 340675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband