Hennar tími mun gleymast fljótt

Það er ótækt að afgreiða svona grundvallarmál í ágreiningi. Fram að þessu höfum við borið gæfu til að standa saman um grundvöll þjóðfélagsins. En ofbeldishneigð þessarar ríkisstjórnar virðast ekki takmörk sett. Jóhanna getur hrósað sigri núna og skrækt yfir landið og miðin: minn tími er loksins kominn! En hún getur ekki skúrað af sér þann smánarblett að hafa keyrt í gegn með ofbeldi mál sem þarfnast umræðu og samstöðu. Yfir nafni þessarar veslings konu mun ávallt hvíla svartur og ljótur skuggi ofbeldis og einræðishneigðar. Hennar tími mun gleymast fljótt.
mbl.is Stjórnarskrárfrumvarp úr nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gastu ekki fundið eitthvað smekklegra 1 Apríl grín, eða ertu bara svona smekklaus ?

Stefán (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 14:47

2 identicon

Það er enginn ágreiningur um þetta mál.

Sjálfstæðisflokkurinn er á móti lýðræðinu og vill bara standa vörð um hagsmuni Klíkunnar.
Sjálfstæðisflokkurinn er hópur landráðamanna sem eru búinir að gera þjóðina gjaldþrota.

Jón (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 14:58

3 identicon

Stjórnlagaþing er eitt mikilvægasta málið í dag.
Það verður að tryggja að valdasjúkir og spilltir stjórnmálamenn geti ekki haldið þjóðinni í gíslingu eins og gerst hefur síðustu ár.

Gæta verður þess að stjórnmálaflokkarnir og klíkur þeirra komi hvergi nærri Stjórnlagaþingi.
Stjórnmálaflokkur er eins og hvert annað félag sem berst fyrir ákveðnum hagsmunum eins og t.d. íþróttafélög, skákklúbbar, hundavinafélög etc.
Stjórnmálaflokkarnir hafa þannig ekkert með stjórnarskrána að gera. 

Stjórnlagaþing á að tryggja að hagsmunir þjóðarinnar séu settir í öndvegi en á ekki að vera hagsmunagæsla fyrir spillt stjórnmálaöfl.

Markmiðið er að semja stjórnarskrá sem tryggir lýðræði og jafnræði í þjóðfélaginu.

Jón (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 340675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband