29.3.2009 | 18:17
Stór stund í lífi þjóðar
Þetta er stór stund í lífi okkar litlu þjóðar. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur talað. Flokkur allra stétta hefur látið álit sitt í ljós. Þjóðin hefur markað sjálfri sér nýja forystu, nýja stefnu og nýja framtíð. Bjarni Benediktsson er fulltrúi æskunnar. Hin glæsilega, íslenska æska hefur stigið á stall og heimtar nú rétt sinn. Við sem eldri erum stígum til hliðar og gleðjumst með góðum dreng. Framtíð barnanna okkar og barnabarna er vel borgið í höndum hans.
Nýrri kynslóð treyst til verks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 340675
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er rétt hjá þér að þetta kynslóðin sem heimtar. Þetta er kynslóð sem tók lán sem nú lenda á almenningi að borga (sbr. lán kaupþingsmanna ). Bjarni er partur af kynslóð sem aldrei hefur þurft að dýfa hendi í kalt vatn. Það kann aldrei góðri lukku að stýra.
Ásta B (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 18:48
Ný stefna? - ný framtíð? Gleymdu því ekki að gamla stefnan er talin vera rétt og það var fólkið sem klikkaði! Og framtíð getur ekki orðið gömul. Laga.
Hjálmtýr V Heiðdal, 29.3.2009 kl. 18:51
Fyrr eða síðar verður þessi kynslóð að axla ábyrgð á eigin framtíð og það gerir Bjarni núna. Það er ekki endalaust hægt að hlaða öllu á okkur öldungana.
Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 18:51
hehe, lómur ertu, Hjálmtýr, þú ert að vitna í plagg sem búið er að bannfæra opinberlega og allir sómakærir íhaldsmenn bera í skyndingu á eldana.
Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 18:53
Baldur
Það að velta skuldum sínum yfir á okkur öldungana er einmitt það sem þetta fólk er að gera.
Hvað með lánin sem felld voru niður inni í bönkunum? Sbr. Kaupþingslánin. Hurfu þau bara?
Nei ég og þú fáum að borga þau. Takk kærlega fyrir.
Ásta B (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 18:56
Veistu það, ótrúlegt en satt þá er kjör nýs formanns Sjálfstæðisflokksins ekki endilega það stór þáttur í lífi annarra en Sjálfstæðismanna, eins og þeir sjálfir vilja halda. Það er því frekar skrýtið að fullyrða að þetta sé stór stund í lífi þjóðarinnar, að jakkafataklæddur Garðbæingur hafi verið kjörin formaður eins stjórnmálaflokks. Hvað þá að þjóðin hafi markað sér nýja forystu !
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki þjóðin, þó þeir láti þannig sjálfir !
Smári Jökull Jónsson, 29.3.2009 kl. 18:56
Þú hefur margt til þíns máls, Ásta, en hitt er þó líka rétt að margir æskumenn hafa farið ferlega út úr hruninu og sumir munu seint bíða þess bætur.
Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 18:59
Smári, það skiptir litlu máli hver gegnir forystu í Samfylkingu eða Vinstri Grænum, en það skiptir alla þjóðina meginmáli hver heldur um stjórnvöl í Sjálfstæðisflokknum. Hann er flokkur allra stétta, kjölfestan í stjórnmálunum, hryggjarstykkið í efnahagslífinu. Vinstri flokkar koma og fara, leysast upp og hverfa, birtast, hjaðna og deyja. Þeir eru eins og fiðrildi á flugi sem er dautt á næsta andartaki. En Sjálfstæðisflokkurinn blífur. Sjálfstæðisflokkurinn er Ísland.
Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 19:02
HAHAHAHAH... þessi yfirlýsing þín til Smára er eitthvað það allra fyndnasta sem ég hef séð upp á síðkastið. Og þá þarf töluvert til að toppa uppistandið í fjölleikahúsinu í Höllinni síðustu daga!
"The definition of insanity is doing the same thing over and over again expecting different result." ...kjósendur Sjálfstæðisflokksins í hnotskurn!
Davíð (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 19:20
„En Sjálfstæðisflokkurinn blífur. Sjálfstæðisflokkurinn er Ísland“.
Þetta er skemmtilegt, þú mátt þó ekki reyna að skyggja á Davíð með grín og glens. Hann er kóngurinn.
Hjálmtýr V Heiðdal, 29.3.2009 kl. 19:52
„Hjálmtýr, þú ert að vitna í plagg sem búið er að bannfæra opinberlega og allir sómakærir íhaldsmenn bera í skyndingu á eldana“
Þú ruglar mig í Rimini. Ertu að meina endurreisnarskýrsluna sem var samþykkt?
Varaðu þig á bókabrennunum - sporin hræða.
Hjálmtýr V Heiðdal, 29.3.2009 kl. 19:55
Já þú ert að vitna í Endurreisnarskýrsluna. Hefurðu enga sómatilfinningu?
Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 19:56
Ég held að það hafi verið mistök hjá flokknum að vera með beina útsendingu frá flokksþinginu, þvílíkur fáránleiki.Klappaðir þú bæði fyrir endurreisnarnefndinni og líka fyrir Davið? Er þá ekkert að marka þessa auðmýkt og afsökunarbeiðnina?
Sjálfstæðisflokkurinn er krabamein í íslensku þjóðlífi og sorglegt að íslandi skyldi ekki auðnast að fara sömu leið oghinar Norðurlandaþjóðirnar. Má ég benda þér á að kapitalistinn sem er stjórnarformaður Nokia sagði um daginn að þjóðir heims ættu að líta til Norðurlandanna sem fyrirmynd að stjórnkerfi, þareru skattar tiltölulegaháir en að sma skapi stöðugt enfahagslíf. það er það sem atvinnulífið vill, það er stöðugleika og þessi mýta Sjálfstæðismanna um að fyrirtæki hverfi af landi brott ef skattar eru áhir er bara lýgi. Ef svo væri þá væri ekkei eitt einasta fyrirtæki eftir á hinum Norðurlöndunum. Já það er sorglegt að þessi blessaði Sjálfstæðisflokkur sé búinn að vera með svona mikil völd og þessi ameríkanasering hefur ekki verið að gera sig. Þessi flokur er búinn að stjórna með hroka og yfirlæti allt of lengi og það er ósanngjarnt að það séu alltaf sömu 30% þjóðarinnar sem fá öllu að ráða hér á íslandi, það hlýtur þú að skilja.Það er enn sama klíkan sem stjórnar Sjálfstæðisflokknum og reyndar rétt þegar Bjarni sagði að það hefðu orðið kynslóðaskipti, já Björn Bjarna fór úr klíkunni og Bjarni settist í stólinn hans. Þannig verður viðhaldið kliku kolkrabbans og engeyjarættinni borgið. Þetta lið hefur vaðið í sælgætiskrukku lansmanna allt of lengi og hreint út sagt óþolandi að fólk skuli ekki sjá þetta. Baldur,
Valsól (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 11:05
Takk fyrir þessar ábendingar, Valsól. Það er margt í þínum skrifum sem ég hafði ekki gert mér fyllilega grein fyrir. En svo lærir sem lifir.
Baldur Hermannsson, 30.3.2009 kl. 11:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.