Húmorslausu kommagerpin gnísta tönnum

Húmorslausu kommagerpin hér á moggablogginu öskra sig sótrauð af illsku yfir brandara leiðtogans mikla um norska sendisveininn frá verkamannaflokknum sem heilög Jóhanna gerði að seðlabankastjóra yfir Íslandi. Það má ekki segja brandara um sjúkdóma, segja litlu reiðu gerpin. Til að gera þau enn reiðari er hér brandari sem er um blindan mann og ljóskur. Mannkynið er búið að hlæja sig máttlaust að þessum brandara síðan hann var settur á netið. Hvernig hefðu kommagerpin brugðist við ef Davíð hefði sagt hann?

Blindur maður villist inn á kvennabar, finnur sér stól við barborðið og pantar sér glas.
Þegar hann er búinn að sitja nokkra stund kallar hann á barþjóninn: “Heyrðu, á ég að segja þér ljóskubrandara?”
Á sömu stundu dettur allt í dúnalogn á barnum, þar til konan við hlið blinda mannsins segir við hann með lágri, dimmri rödd: “Áður en þú segir þennan brandara, góði minn, þá held ég að það sé réttast af því þú ert blindur, að ég fræði þig um fáein atriði:
Barþjónninn er ljóshærð kona.
Útkastarinn er ljóshærð kona.
Ég er 1,85 á hæð, 100 kíló og er með svarta beltið í karate, og ég er ljóshærð.
Konan við hliðina á mér er ljóshærð og íslandsmeistari í lyftingum.
Konan sem situr hinum megin við þig er ljóshærð og er íslandsmeistari í vaxtarækt.
Hugsaðu þig vel um, vinur. Langar þig enn að segja þennan brandara þinn?”

Blindi maðurinn hugsar sig um andartak, hristir svo höfuðið. “Nei, ætli það, ekki ef ég þarf svo að útskýra hann fimm sinnum.”

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Baldur... ég tel mig hafa allgóðan húmor og ekki er ég "kommagerpi" þó jafnaðarmaður sé... en þessi brandari er afskaplega slappur... Kannski hafa vinstri og hægri menn örðuvísi húmor... kannski hlægja allir hægir menn að svona bröndurum?

Brattur, 29.3.2009 kl. 13:12

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er nú alþekkt að húmorinn hjá þér fór að þynnast þegar Manchester fataðist flugið.

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 13:16

3 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Baldur

Þið vinir Davíð verðið að kenna honum á netið. Hann kann ekki að gúggla. Svein Harald seðlabankastjóri er með 14,100 tilvísanir - á ýmsum tungumálum.

„Húmorslaudu kommagerpin“ - ein perla í safnið.

Hjálmtýr V Heiðdal, 29.3.2009 kl. 13:17

4 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

„þið vinir Davíðs“ átti það að vera.

Hjálmtýr V Heiðdal, 29.3.2009 kl. 13:18

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Fer ekki best á því að Bjarni Harðar kenni honum?

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 13:19

6 Smámynd: Brattur

Baldur, United eru enn efstir og verða meistarar og húmorinn minn er alveg í lagi... en í fúlustu... finnst þér þetta góður brandari?

Brattur, 29.3.2009 kl. 13:21

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já hann er nokkuð góður - ekkert briljant, en góður. Ég skal útskýra hann fyrir þér við tækifæri.

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 13:25

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Djöfull er Baldur góður fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. ha ha ha . Mæli með því að flokkurinn geri hann að kynningarfulltrúa : Sá myndi nú sópa inn atkæðunum.

hilmar jónsson, 29.3.2009 kl. 13:35

9 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Baldur, manni getur orðið hált á því að hæðast að húmorslausum. Húmor þeirra leyfir það ekki.

Ragnhildur Kolka, 29.3.2009 kl. 14:00

10 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Það vantar ekki húmorinn í ykkur, sjálfstæðismenn. Það er hins vegar spurning um allt hitt. Velkominn til leiks.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 29.3.2009 kl. 15:34

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þú mátt alveg hlæja að mér, Hilmar Jónsson, mér finnst verra þegar þú æðir eins og landafjandi um gervallan bloggheiminn með ofstækisfullum aðdróttunum í garð þeirra sem þér er í nöp við.

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 15:36

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Svona vert þú ekkert að hnjóða í oss íhaldsmenn, Benedikt, okkur vantar ekki húmorinn og reyndar ekki neitt - nema atkvæði!

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 15:37

13 Smámynd: hilmar  jónsson

Líturðu á það sem ofstæki að ég vilji gera þig að kynningarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins Baldur ?

Ja þú ert þá væntanlega með því að leggja þitt persónulega mat á það sem út úr því kæmi.

hilmar jónsson, 29.3.2009 kl. 17:39

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hilmar, reyndu að hugsa og tala eins og maður þegar þú ávarpar mig. Ég hef engan áhuga á neinu kynningarfulltrúastarfi, hvorki fyrir þennan flokk né annan. Ég kynni mín eigin viðhorf og dagurinn endist mér vel til þess.

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband