Bráðfjörug ræða leiðtogans mikla

Það var gaman að sjá leiðtogann í banastuði og heyra hvernig hann reytti af sér brandarana og handlangaði kinnhestana til hægri og vinstri. Svona eiga sýslumenn að vera. Málsnilld og fyndni, ísköld alvara, skellihlátrar og gríðarþung undiralda. Guðsþakkarvert þegar menn á landsfundum hafa kjark til að mæla af munni fram eitthvað annað en mærð og smjaður því af slíku er alltaf miklu meira en nóg. Pólitísk orðræða verður að vera snörp og menn eiga ekki að kveinka sér undan aðfinnslum. Ég er með þennan Endurreisnar-bækling á borðinu hjá mér og víst er um það: ómerkilegur er hann greyið. Allar gömlu íhaldsklisjurnar flæða yfir bakka í þessu riti. Orðræðan er svo almenns eðlis að á henni er ekkert að byggja.

Nefndin var skipuð fyrir tveim mánuðum og átti að skila áliti um endurreisn atvinnulífsins. Enginn vitiborinn maður myndi styðjast við þetta plagg í þeim tilgangi. Plaggið er algerlega marklaust.

Landsfundarfulltrúar sem hafa gaman af Robert de Niro geta skoðað þetta heimsfræga myndskot úr Untouchables: http://www.youtube.com/watch?v=73EPp81C97M&NR=1

 


mbl.is Vilhjálmur: Ómakleg ummæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

:)

Júlía Helgadóttir (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 22:04

2 Smámynd: Björn Birgisson

Æ, æ, marklaus plögg eru svo þreytandi. Sérstaklega þegar 80 innvígðir hafa komið að samsetningu boðskaparins. Á ekki flokkurinn aðra 80, betri til skoðana og stíls? Til að skila af sér á næsta landsfundi? Um að gera að nota fríið vel!

Björn Birgisson, 28.3.2009 kl. 23:10

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Alltaf ert þú svo sniðugur, gamli skratti. Þetta er nefnilega svo yndislega rétt hjá þér. Flokkurinn verður í fríi næstu 4 árin, kannski 8, og þá eiga menn að nota tímann til að rifja upp hugljúfar minningar um hagstofur, íraksstríð og bankakreppur. Nú var hóað saman 80 hræðum og þeir látnir bræða saman einhvern ferlegan óskapnað á örfáum vikum. Ljóta klúðrað. Greinilegt að flokkurinn minn þarf á fríi að halda.

Baldur Hermannsson, 28.3.2009 kl. 23:15

4 Smámynd: Björn Birgisson

Þú veist að hjarta mitt slær með þínu. Þjóðfélagið þarf á okkar skoðunum að halda. Mínum, meira en þínum, nú um stundir, á meðan þjóðin leggst í gleymsku um aðal gerendur hrunsins. Mundu eitt: Þjóðin hefur hvorki lang-, né skammtímaminni. Ergo: D listinn á sér framtíð!

Björn Birgisson, 28.3.2009 kl. 23:25

5 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Svo er sjálfsagt að endurnýta endurreysnarbæklinginn eftir 4 og 8 ár það halar þá eitthvað upp í trjákostnaðinn , eins og sagt var frá í útvarp Matthildi .

Hörður B Hjartarson, 29.3.2009 kl. 03:00

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þessi ræða Davíðs hefði betur verið óflutt af hans hálfu. Hann opinberaði endanlega að hann eigi við mjög alvarleg geðræn vandamál að stríða.

Miður er að heyra að meirihlutinn á þessari samkundu klappaði. Eru viðkomandi svo gjörsamlega sneyddir skynsemi og með öllu sviptir siðferðislegri vitund?

Þessi ræða verður ekki talin til snilldar. Hún er heimskan uppmáluð.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 29.3.2009 kl. 17:30

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Guðjón, þú hefur gerst sekur um að væna pólitískan andstæðing um geðveilu. Ertu algerlega viss um að þú hafir efni á svona staðhæfingu?  Svo vænirðu heiðvirða samborgara um að vera sviptir siðferðislegri vitund. Hvað fær þig til að halda að þú sért þess umkominn að fella svona hrikalega dóma yfir öðru fólki?

Manstu eftir hinu fornkveðna: þar eru eyru sæmst er uxu?

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 17:36

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Margir þýskir hrifust af Austurríkismanninum Adolf sem er líklega eitt besta dæmið um valdahrokafullan mann. Davíð hefði mátt láta söguna vera sér einhver leiðbeining í þessum málum. Davíð tók ákvörðun með Dóra um einkavæðingu bankanna, afnámi eftirlits og að frýja braskarana ábyrgð að leggja ekkert í varasjóði. Þá keyrðu þeir félagarnir hagkerfið á útopnuðu með þessari dæmalausu Kárahnjúkavirkjun.

Ef þetta dugar ekki að gera meðalmann brjálaðan þá veit eg ekki hvað meigi bæta við fíflaganginn.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 31.3.2009 kl. 10:44

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þau atriði sem þú nefnir hafa ekkert með geðveiki að gera. Á seinni tímum hefur aðeins einn íslenskur stjórnmálamaður greinst með heilabilun og hann er ekki í Sjálfstæðisflokknum.

Baldur Hermannsson, 31.3.2009 kl. 11:47

10 Smámynd: Björn Birgisson

Ræðan var ósmekkleg. Stráksleg. Full af hroka, hatri og mannfyrirlitningu. Hefði kannski betur átt við á Kúttmagakvöldi hjá Lions, yfir 300 suðdrukknum körlum úr öllum flokkum. Alls ekki á landsfundi í beinni útsendingu.

Björn Birgisson, 31.3.2009 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 340370

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband