Látum fólkið ráða

Getur forsetinn annað en hafnað þessum lögum? Hann hefur í tvígang hafnað lögum sem höfðu sterkan mótbyr með þjóðinni og það á svo sannarlega við um þennan samning. Íslendingar spöruðu 400 milljarða með því að kjósa gegn Svavars-samningnum. Við getum núna valið milli þess að semja eða fara dómstólaleiðina. Það er engan veginn augljóst hvor leiðin yrði auðfarnari.

Er ekki eðlilegt og sjálfsagt að fólkið fái að kjósa í svo geysi mikilsverðu máli? 

Ég hygg að forsetinn ætti að hafna þessum lögum og leyfa fólkinu að ráða. 


mbl.is Hvað gerir forsetinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Nú eru skuldir gjaldþrota einkabanka orðnar að þjóðareign Baldur, og engin hætta á því að Ólafur Ragnar komi þjóðinni til aðstoðar nú. Maður getur að vísu gælt við þá hugsun, en ekki er við miklu að búast, því miður.

Gústaf Níelsson, 16.2.2011 kl. 19:20

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kannski er það rétt Gústaf, það verður fróðlegt að heyra hvernig hann réttlætir það.

Baldur Hermannsson, 16.2.2011 kl. 19:41

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hjartanlega sammála, fólkið á að ráða. Kjósum!

Bestu kveðjur.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.2.2011 kl. 19:43

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það var ekki liðinn klukkutími frá því að lögin voru samþykkt, að á tröppum Bessastaða stóð manneskja með lögin, svo forsetinn gæti kvittað undir þau.  Slíkur asi er afar fátíður og líklega ekki viðhafður nema í tilfellum, þar sem mínútur eða klukkutímar skipta máli, eins og í lagasetningum gegn verkföllum og þegar neyðarlögin voru sett haustið 2008. 

En í tilfelli Icesave er það einbeittur vilji stjórnvalda að forða lögunum undan dómi þjóðarinnar.  

Kristinn Karl Brynjarsson, 16.2.2011 kl. 20:01

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já nú pressa þeir á Bessastaðabóndann.

Baldur Hermannsson, 16.2.2011 kl. 20:09

6 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Já núna hefst spuninn af alvöru og dómstólagrýlunni verður veifað í allar áttir....

Kristinn Karl Brynjarsson, 16.2.2011 kl. 20:12

7 Smámynd: Björn Birgisson

Forsetinn skrifar undir þessi lög. Hann gengur ekki gegn vilja 44 þingmanna, sem eru rétt tæp 70% þingheims. Réttkjörnir þingmenn, meðal annars af því fólki, sem nú hamast í tölvunum sínum til að mótmæla.

Björn Birgisson, 16.2.2011 kl. 20:34

8 Smámynd: Gústaf Níelsson

Í öllum hamaganginum vegna hins mikla pólitíska vægis þessa máls hefur alþingismönnum yfirsést hin siðferðislega hlið þess. Það er siðferðislega rangt af stjórnmálamönnum, að gera þá kröfu til almennings, að hann taki að sér að greiða skuldir sem hann stofnaði aldrei til. Breytir engu þótt kringumstæðurnar kunni að vera pólitískt erfiðar eða kosti erfiðleika gangvart breskum og hollenskum stjórnvöldum, sem nota völd sín og áhrif til þessað kúga smáþjóðina Íslendinga. Slík háttsemi er líka siðferðislega röng. Þó svo að ríkisstjórnarmeirihlutinn á þingi og Sjálfstæðisflokkurinn hafi brugðist siðferðislega, er óþarfi af forsetanum að gera það líka. Bregðist allar þessar stoðir  hefur orðið alvarlegt siðrof á milli þjóðarinnar og þeirra, sem hún hefur falið og trúað til þess að fara með málefni sín.

Og hvað ber að gera þá?

Gústaf Níelsson, 16.2.2011 kl. 22:26

9 identicon

Hvort sem hann gerir mun valda mikilli ólgu og óróleika.

Solveig (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 22:33

10 identicon

Sæll.

Mér finnst sorglegast hvað þessi umræða öll um Icesave er á lágu plani. RÚV sér ekkert athugavert við að reka áróður með Icesave og löngu orðið tímabært að láta einhverja þar á bæ gjalda þess að lög eru brotin í sífellu.

Af hverju heyrir maður lítið af því að:

Tilskipanir ESB segja beinlínis að ekki sé ríkistrygging á innistæðutryggingasjóðnum. Ef svo væri hefði ESB ekki breytt tilskipunum nýlega þannig að nú á að vera ríkistrygging á innistæðutryggingastjóðnum. Segir þetta ekki allt sem segja þarf? Alan Lipietz, sem er höfundur þessa regluverks, sagði í Silfri Egils í fyrra að við ættum ekki að borga skv. þessum reglum. Fyrir því eru rík samkeppnissjónarmið að ekki sé ríkisábyrgð á innistæðutryggingasjóðnum og út í þau fer ég ekki hér þannig að þessi breyting ESB er röng.  Bretar og Hollendingar ætla okkur að sitja uppi með alla ábyrgðina þó þeir beri augjóslega líka ábyrgð.

Sigurður Líndal sagði í fyrra að Alþingi hefði ekki heimild til að samþykkja svona óljósa heimild um útgjöld úr ríkissjóði. Gilda þau rök ekki enn um þennan samning? Eru 50-250 milljarðar ekki óljós upphæð? Skiptir það einstakling ekki gífurlega miklu máli hvort hann þarf að greiða 50 þúsund kr. eða 250 þúsund krónu reikning? Kannast einhver hér við að hafa fengið reikning sendan sem er x eða 5x? Stundar eitthvað fyrirtæki svona reikningaútgáfu?

Þó svo þessi samningur sé hagstæðari en sá fyrri breytir það engu um að hér er um að ræða kröfur sem engin lagabókstafur styður. Það er kjarni málsins. Upphæðin breytir engu um það. Svo skulum við heldur ekki gleyma því að skv. ESB reglum eiga Bretar og Hollendingar að stefna íslenska ríkinu fyrir íslenskan dómstól. Íslenskir dómarar munu án efa sjá þegar þeim er bent á það sem að ofan er nefnt að þessar kröfur eru með öllu löglausar. Hræðsluáróður og rangfærslur breyta engu um þessar staðreyndir. Bretar og Hollendingar vita betur en við að dómstólaleiðin er þeim einfaldlega ekki fær. Af hverju fer ekkert fyrir þessari umfjöllun í fjölmiðlum? Ætla blaðamenn ekkert að læra af hruninu, ég man ekki betur en þeir hafi fengið senda sneið í skýrslu rannsóknarnefndar alþingis.

Fyrst þessum 44 þingmönnum finnst allt í lagi að greiða það sem engin skylda er til að greiða skora ég hér með á þessa ágætu þingmenn að greiða fyrir mig rafmagnsreikninginn og fráveitugjaldið sem og leikskólagjöldin. Mér finnst afar miður að vita að 44 þingmenn virðast skilja illa út á hvað málið gengur.  Fólk ætti kannski að prófa að senda þessum 44 ágætu þingmönnum reikningana sína og sjá hvað gerist. Þurfa þingmennirnir ekki að vera sjálfum sér samkvæmir?

Helgi (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 12:57

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Góður pistill, Helgi. Icesave er lottóvinningur með neikvæðu formerki. Rússnesk rúletta væri betra heiti.

Baldur Hermannsson, 18.2.2011 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 340773

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband