9.2.2011 | 11:12
Spilltir foreldrar í Hveragerði
Hveragerði er kannski ekki mikið verri staður en mörg önnur krummaskuð á Íslandi, en þar hefur þó lengi farið orð af unglingavandamálum ýmis konar, dópneyslu, ofbeldi og smáglæpum. Í Hveragerði er hver höndin upp á móti annarri, sundrung í sveitarstjórninni, eilíft kíf og kjaftagangur. Ekkert þrá Hvergerðingar heitar en selja ofan af sér kofana og koma sér burt, en enginn vill kaupa.
Nýlega var þar piltur úr höfuðborginn og brá á það ráð að skokka sér til heilsubótar. Réðist þá að honum hópur unglinga og tók hann einn þeirra og tuktaði hann til. Það hefur alltof lengi verið lenska á Íslandi að umbera skrílslæti barna og unglinga. Frægt er þegar unglingar í Vesturbænum réðust á hljóðfæraleikara Sinfóníuhljómsveitarinnar og einn þeirra, sem er af erlendu bergi brotinn, tók einn skálkinn og veitti honum maklega ráðningu. Í stað þess að þakka hljóðfæraleikaranum fyrir síðbúið uppeldi kærðu foreldrarnir og var hann dæmdur til að greiða skaðabætur.
Nú ættu foreldrar í Hveragerði að heiðra skokkarann góða fyrir það uppeldi sem hann veitti börnum þeirra, en sú verður ekki raunin. Þess í stað munu þau kæra hann og krefjast bóta. Spilltir foreldrar eru nefnilega rót vandans. Þeir ala afkvæmi sín upp í agaleysi og magna upp í þeim ruddaskapinn og skilja svo ekki neitt í neinu þegar þau leiðast út í dópneyslu, afbrot og auðnuleysi.
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 340675
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Baldur
Þarna hittir þú naglann á höfuðið.
Skortur á uppeldi og nauðsynlegum aga er gríðarlegt vandamál hér á landi. Unglingar eru í allof miklum mæli kjaftforir, heimtufrekir og varla talandi á sitt móðurmál, hvað þá skrifandi.
Þetta er alltof algengt vandamál að mínu mati. Og svo toppa foreldrarnir lélegt uppeldi með því að taka alltaf afstöðu með sínu illa uppalda afkvæmi þegar það brýtur reglur samfélagsins.
Og afleiðingin er skemmdur einstaklingur sem er mjög líklegur til að verða vandræðagemlingur í siðaðra manna samfélagi.
Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 9.2.2011 kl. 12:31
Á síðustu árum hefur því verið komið inn hjá saklausu fólki, að ekki megi refsa börnum fyrir óþekkt.
Gamlar góðar uppeldisaðferðir eins og rasskellingar eru því miður á hröðu undanhaldi, þótt þær hafi tvímælalaust sannað gildi sitt.
Nú á að hrósa börnum í gríð og erg, hvort sem þau eiga það skilið eður ei.
Enda sjást afleiðingarnar af þessari þvælu í uppeldismálum, börn og unglingar þykjast vita betur en fullorðnir og vísa til barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, ef tilraun er gerð til að leiðbeina þeim.
Uppeldisaðferðir langafa míns voru góðar og áhrifaríkar, amma og systkini hennar komust öll vel áfram í lífinu og urðu sérstaklega gæfusöm að öllu leiti.
Mér voru sagðar margar sögur af hans góðu aðferðum, ein var t.a.m. þannig, að eitt sinn var systir ömmu, en ég þekkti hana vel og hún var sérstaklega vel gerð kona, slegin utan undir, vegna þess að föður hennar líkaði ekki að hún góndi upp í loftið eins og rola. Honum fannst að fólk ætti að vera vel vakandi á daginn.
Margar sögur gæti ég sagt af kinnhestum og rasskellingum forföður míns, en öllum bar hans börnum og barnabörnum saman um, að hann hafi verið einstaklega hlýr og góður maður, amma sagði mér oft frá því, þegar hún kom heim að vetri til og var kalt. Þá talaði hún um hvað hann hafi haft hlýjar hendur og hvað það hafi verið notalegt þegar hann tók hana í fangið og lagði yfir hana teppi, margar fleiri sögur sagði hún mér um blíðuhót frá hans hálfu og hann var óþreytandi við að fræða þau og leiðbeina.
En hann vildi að börnin hlýddu og höguðu sér eins og siðuðu fólki sæmir.
Oft hef ég velt fyrir mér, hvernig manni eins og honum hefði verið tekið í nútíma samfélagi.
Ætli hann væri ekki á Litla-Hrauni að sitja af sér dóma fyrir góðar uppeldisaðferðir?
Jón Ríkharðsson, 9.2.2011 kl. 12:55
Tek undir allt sem sagt er hér að ofan.
Ekki þekki ég mikið til í Hveragerði, en það sem þarna átti sér stað voru hrein og klár skrílslæti með drjúgum skammti af eineltistilburðum.
Ragnhildur Kolka, 9.2.2011 kl. 13:01
Ég vissi ekki að þú hefðir verið í heilsubótartrimmi hér í Hveragerði Baldur. Þú hefðir mátt líta í kaffi.
Axel Þór Kolbeinsson, 9.2.2011 kl. 16:54
Sjálfstæðisflokkurinn er búin að vera í meirihluta í Hveragerði í fjöldamörg ár. Þetta er alltaf sama sagan þegar sá flokkur er annars vegar. Spilling og upplausn.
Barði Gangdal (IP-tala skráð) 9.2.2011 kl. 17:19
Er þessi vitleysisgangur ekki af sömu rót og þegar unglingsstúlkur, sem leiðst hafa út í dópneyslu og drykkjuskap, týnast, og þá er það nýjasta að kenna einhverjum köllum út í bæ um, hvernig fyrir þeim er komið. En eru þær ekki í þeim félagsskap sem hæfir þeim miðað við lifnaðarhættina? Það var sorglegt að sjá í sjónvarpi unga móður ungrar óreglustúlku kenna öllum öðrum, en stúlkukindinni um hin döpru örlög.
Gústaf Níelsson, 9.2.2011 kl. 17:22
Loksins er kominn einn sem klínir öllu á sjálfstæðismenn, þetta hlýtur að vera þeim að kenna eins og allt sem miður fer í þjóðfélaginu.
Til að veita þeim smá innblástur, þá má geta þess að Davíð Oddsson bjó á Selfossi þegar hann var barn, það gæti verið vísbending varðandi ólæti unglinga í Hveragerði.
Jón Ríkharðsson, 9.2.2011 kl. 18:02
Það er full ástæða til þess að ítreka ummæli Kára Tjaldnesings, enda mælir þar húnvetnskur strigakjaftur sem veit hvað hann syngur:
+
"Skortur á uppeldi og nauðsynlegum aga er gríðarlegt vandamál hér á landi. Unglingar eru í allof miklum mæli kjaftforir, heimtufrekir og varla talandi á sitt móðurmál, hvað þá skrifandi."
+
Agaleysið birtist nefnilega ekki síst í því að nú vill æskan helst af öllu tala eins og vanvitar einir gerðu til forna, hafna til dæmis viðtengingarhætti.
Baldur Hermannsson, 9.2.2011 kl. 18:32
Mikið ofboðslega er ég sammála um uppeldið og agaleysi.
Solveig (IP-tala skráð) 9.2.2011 kl. 20:14
Á Íslandi er mikill skortur á almennri skynsemi og umburdarlindi. Thad á ekki bara vid um unglinga. Thad á vid hvern mann, allt til Haestarettar. Island er skitasamfelag. Gjorspillt og vidbjodslegt.
Björn Birgisson, 9.2.2011 kl. 22:30
Solveig, þegar snjóar í Reykjavík híma unglingar á götuhornum og skjóta glerhörðum snjókúlum í bifreiðar og húsglugga. Verði einhver til þess að hreyfa andmælum er hann miskunnarlaust skotinn í kaf og svo kæra foreldrarnir viðkomandi fyrir afskiptasemi.
Baldur Hermannsson, 9.2.2011 kl. 22:50
Ætli sé í alvöru til margt fólk sem komið er til vits og ára með sama þankagang og Gústaf eins og hann birtist í kommenti nr 6 ?
hilmar jónsson, 9.2.2011 kl. 23:49
Hilmar, ég held að það sé mjög góð regla að gera alltaf ráð fyrir því, þegar þú heyrir afstöðu sem kemur þér á óvart, að gera ráð fyrir því að minnsta kosti 5000 aðrir menn hafi nákvæmlega þá afstöðu. Og ég hef stundum undrast að heyra fólk sem sannanlega ber ábyrgð á ófarnaði barna sinna kenna öðrum um. Fyrir nokkrum árum birtu fjölmiðlar samtal við föður vandræðamanns, sem æddi um landið, stal og rændi. Faðirinn kenndi kerfinu um að hafa vanrækt son sinn en grobbaði jafnframt af því að hafa komið í veg fyrir að drengurinn hefði notað ritalín, sem þó stóð honum til boða og hefði gjörbreytt hegðun hans.
Baldur Hermannsson, 9.2.2011 kl. 23:56
Nú skulum við bara halda okkur við þá stúlku og móður hennar, sem Gústaf vitnar í. Eftir að hafa hlustað á móður stúlkunnar í viðtalsþættinum ( sem ég geri ráð fyrir að Gústaf hafi gert ) Þar sem hún lýsir m.a. aðdragandanum að þeirri hörmung sem stúlkan lendir í skýrir margt varðandi þær hremmingar sem á eftir fylgja.
Að geta síðan í ljósi þess, slengt fram eins fordómafullum, miskunarlausum og heimskulegum ummælum og Gústaf lætur frá sér fara er hreinlega áhyggjuefni gagnvart því hversu einsleitt og mannfjandsamlegt viðhorf sumir geta haft til meðborgara sinna.
hilmar jónsson, 10.2.2011 kl. 00:13
Gústaf svarar fyrir sína hönd, en varðandi þetta viðtal verð ég að játa að ég hef magnað ógeð á því skefjalausa tilfinningaklámi sem sjónvarpsstöðvarnar ausa yfir landslýð með reglulegu millibili. Menn hafa gert allt sem hægt er að gera fyrir þessa óláns stúlku, allir þekkja svona dæmi ekki allfjarri sér og sínum, það er marg- marg- margbúið að þurrausa þennan brunn í fjölmiðlum og óviðkunnanlegt að maka krókinn eina ferðina enn. Þetta er ekkert annað en ósvífið tilfnningaklám og stöðvarnar ættu að sjá sóma sinn í því að hætta þessu og sýna eitthvað uppbyggilegra í staðinn ...... hvers vegna er til dæmis aldrei sýnt neitt frá iðju og ástundun heilbrigðra unglinga? Þessir unglingar skipta tugþúsundum, þeir leggja hart að sér í námi, íþróttum, listum og starfi og það væri nær að sýna okkur þeirra hugarheim en velta sér upp úr ófremdinni.
Baldur Hermannsson, 10.2.2011 kl. 00:50
Mæltu manna heilastur Baldur. Þetta tilfinningaklám sem stöðugt er hellt yfir fólk af fjölmiðlunum er leiðigjarnt, en þeir telja sjálfsagt góða söluvöru í því klámi, eins og öðru klámi. Það er dapurlegt upp á að horfa hvernig ungt fólk fer í hundana, en það gerir það auðvitað fyrir eigin tilverknað og vegna þess að engir eru til þess að grípa í taumana. Síðan þegar í algert óefni er komið, er skuldinni einatt skellt á eitthvað ópersónukegt kerfi hins opinbera, eða eitthvað fólk úti í bæ. Ef aðfinnslur af þessu tagi flokkast undir fordóma, miskunnarleysi og heimsku, skal ég glaður vera allt þetta.
Gústaf Níelsson, 10.2.2011 kl. 08:01
Ég er sammála ykkur varðandi tilfinningaklámið Baldur og Gústaf.
Sennilega er mikið til í þessu hjá Gústaf, varðandi söluvöruna.
Þótt ég eigi bágt með að skilja það, því mér leiðist tilfinningavella, en þá er ekki hægt að neita því að ansi margir hafa áhuga á að velta sér upp úr sorg og neyð hjá öðrum.
Jón Ríkharðsson, 10.2.2011 kl. 10:33
Þetta er einmitt kjarni málsins:
+
"....ansi margir hafa áhuga á að velta sér upp úr sorg og neyð hjá öðrum."
+
Þetta er óþverra iðja og ég hef andstyggð á henni. Hjálpum mönnum ef það er á okkar valdi en smjöttum ekki á neyð þeirra.
Baldur Hermannsson, 10.2.2011 kl. 10:39
Hvergerðingar ættu að bjóða Davíð Oddssyni frítt húsnæði til afnota og góð laun og fá hann til að stjórna uppeldismálunum.
Þá er ég sannfærðum um að hinir verstu villingar og dóphausar verða vatnsgreiddir með helgisvip og allir vel virkir meðlimir KFUM.
Eflaust þyrfti stundum að stilla til friðar hjá þeim, því þeir yrðu svo kappsamir í hjálpsemi sinni við eldri borgara bæjarins, en Davíð getur örugglega komið skikki á það líka.
Einnig gæti hann gert bæjarfélagið mjög öflugt á örskömmum tíma.
Jón Ríkharðsson, 10.2.2011 kl. 12:16
Davíð mætir með reglustikuna og slær óknyttastrákana leiftursnöggt í hausinn.
Baldur Hermannsson, 10.2.2011 kl. 13:43
Þannig að umfjöllun fjölmiðla um bágar aðstæður ákveðins hóps unglinga sem tilfinnanlega þurfa á sértæku meðferðarúrræði að halda, er " tilfinningaklám " fyrir ykkur ?
hilmar jónsson, 10.2.2011 kl. 13:47
Gallinn er sá Hilmar, að þetta er ekki vitræn "umfjöllun", þetta er tilfinningaklám. Vitræn umfjöllun fer fram á ráðstefnum og teymisfundum. Fjölmiðlungarnir eru bara að snapa grátköst og áhorf þeirra sem njóta þess að smjatta á ógæfu annarra. En vitræn umfjöllun myndi ekki fá neitt áhorf.
Baldur Hermannsson, 10.2.2011 kl. 14:08
Þetta er rétt sem þú segir Baldur, fagaðilar eiga að fjalla um þessi mál og finna lausnir á þeim.
Í ljósi þeirrar óvissu sem við búum við, í efnahagslegu tilliti, ásamt nístandi kvíða margra vegna eigin afkomu, þá er það ekkert annað en að strá salti í sárin, að sýna sorgleg viðtölum í fjölmiðlum.
Ég hef ríka samúð með konunni sem rætt var við, það er sorglegt að hún skuli þurfa að ganga í gegn um þessar raunir.
Það breytir samt ekki þeirri staðreynd, að viðtalið við hana, bætir á engan hátt stöðu þeirra unglinga, sem eiga við fíkniefnavanda að stríða
Jón Ríkharðsson, 10.2.2011 kl. 14:34
Mikið endemis þvaður er þetta Baldur og hissa er ég á að svona viðhorf skuli koma frá reyndum kennara. Hvað er yfirleitt vitræn umræða í þessu samhengi ? Einungis það sem fram fer í teymum og á lærðum ráðstefnum ?
Ég hef sem fagmaður setið þær fleirri en tölu verður á komið, þ.e. um þennan málaflokk og ýmislegt honum tengdum.
En án þess ég vilji gera lítið úr ráðstefnum og akademískum nálgunum um vanda eins og t.d. hér er um að ræða, þá er það í besta falli skilningsleysi og í versta falli fordómar, að gera lítið úr þeirri forvörn sem felst í upplýsingum og vakningu meðal þjóðarinnar um þær hættur og það harða og oft miskunarlausa umhverfi sem unglingar geta lent í á sínu viðkvæmasta mótunarskeiði. Hvað er í raun betri forvörn en það að heyra frá reynslu þeirra sem upplifað hafa slíkt ?
Það er kannski ástæða fyrir því að skólarnir hafi í auknum mæli nýtt sér reynslu og frásagnir þeirra sem lent hafa í neysluvanda, til forvarnar fyrir nemendur.
Þú ættir nú Baldur sem kennari eitthvað að kannast við þá stefnu.
hilmar jónsson, 10.2.2011 kl. 15:35
Þú svarar þá kannski í leiðinni Baldur: Finnst þér sú forvarnarvinna sem farið hefur fram í skólunum þar sem m.a fíklar segja frá reynslu sinni vera tilfinningaklám líka ?
hilmar jónsson, 10.2.2011 kl. 16:24
Þegar ég byrjaði í kennslu tíðkaðist að drösla upp í pontu útlifuðum dópræflum sem sögðu svæsnar reynslusögur ...... og æskulýðurinn varð auðvitað stórhrifinn, mændi á dópræflana sem fóru á kostum og svona lífi vildu allir lifa: sukka og svalla og fyrirgera heilsunni í taumlausum ólifnaði, en kasta síðan stöfnum, fara í meðferð og verða hvunndagshetjur og fyrirmynd um fagurt líferni.
+
En þegar forvarnarfulltrúarnir í skólunum sáu að fíklarnir höfðu þessi áhrif, þvert gegn því sem til var ætlast, hættu þeir snarlega ..... og ég veit ekki hvort það tíðkast nokkurs staðar lengur að tromma upp gamla dópræfla til þess að uppfræða æskulýðinn. Nú vilja forvarnarfulltrúarnir heldur leggja áherslu á heilbrigt líferni og leita æskunni fyrirmynda á þeim slóðum.
Baldur Hermannsson, 10.2.2011 kl. 17:19
Skólarnir hafa líka fengið fólk til að spjalla við nemendur um einelti, anorexiu þunglyndi ofl. Og þá fólk sem upplifað hefur hremmingarnar sjálft.
Veit ekki betur en að það hafi mælst vel fyrir og vakið upp frjóar umræður á meðal nemenda....Tilfinningaklám ?
hilmar jónsson, 10.2.2011 kl. 17:38
Jón Ríkharðsson.
Ertu gjörsamlega með Davíð Oddson á heilanum?
Hvernig bjóðið þið góðan daginn á þínu heimili?
Kannski svona: "Heill sé Davíð!" Heill sé Hannesarjafna!" Og svo í kór: "Skít Hæl!"
núman (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 18:09
Hilmar, á slíkum fundum er fólk ekki að velta sér upp úr eymdinni eins og venjan er í sjónvarpinu, heldur eru nemendur fræddir um eðli vandans og leiðir til þess að losna út úr honum. Það er allt annað viðhorf og heilbrigðara.
Baldur Hermannsson, 10.2.2011 kl. 18:13
Hver er að velta sér upp úr eymdinni Baldur ? Móðir stúlkunnar sem lýsti aðstæðum hennar ?
hilmar jónsson, 10.2.2011 kl. 18:27
Þegar fólk veltir sér upp úr eymdinni eins og þarna gerðist er einskonar leikverk sett á fjalirnar. Þetta var engum til gagns en mörgum til óendanlegs ama.
Baldur Hermannsson, 10.2.2011 kl. 18:37
Þú ert ótrúlegur maður Baldur..
hilmar jónsson, 10.2.2011 kl. 18:38
Móðirin sem lýsti hrikalegum aðstæðum barns síns ? átti það að vera nr.30.
hilmar jónsson, 10.2.2011 kl. 18:49
Já Núman, ég verð að viðurkenna það.
Á mínu heimili höfum við útbúið altari með mynd af Davíð Oddsyni í miðjunni, svo er mynd af Jesús öðrum megin, hinum megin er íslenski fáninn.
Við í fjölskyldunni höfum komið okkur upp þeim góða sið að lúta fyrst höfði fyrir myndinni af Davíð, því hann hefur verið bjargvættur þjóðarinnar, þvínæst krjúpum við fyrir framan myndina af Jesú Kristi og þökkum honum fyrir að hafa sent okkur Davíð Oddsson landi og þjóð til heilla og förum með stutta bæn, þar sem algóður Guð er beðinn um að blessa alla íslendinga og útlendinga auðvitað líka. Svo heilsum við þjóðfánanum að sönnum íslenskum sið.
Þetta höfum við gert í nokkur ár og ég get ekki lýst því, hversu mikla friðsæld þessi góði og fagri siður hefur veitt okkur.
Svo ef það koma upp vandamál varðandi börnin, eða í hjónabandinu, þá reynist okkur vel að rita Davíð tölvupóst og biðja hann um lausn.
Yfirleitt svarar hann okkur fljótt bæði og vel, ég mæli eindregið með þessu við alla sem vilja lifa farsælu fjölskyldulífi og eftir að ég fékk Davíð á heilann, þá hefur mér liðið dásamlega vel á hverjum degi.
Jón Ríkharðsson, 10.2.2011 kl. 18:54
Sendirðu honum virkilega tölvupóst? Yfirleitt er nóg að spenna greipar og muldra ofan í bringuna, þá leysist allur vandi.
Baldur Hermannsson, 10.2.2011 kl. 19:59
Heill og sæll Baldur; sem og, aðrir gestir þínir !
Í; Hveragerðis og Kotstrandar skírum, hvar; ég hefi búið, frá miðbiki ársins 1983, hygg ég unglinga vera, eins misjafna, eins og þeir eru margvíslegir - annars staðar, á landinu.
Vitaskuld; á firring seinni tíma - sem frjálsræði og; sums staðar, á heimilum, tímaskortur foreldra, til uppeldisins, sinn þátt í, hversu aflaga hefir farið, víða.
Þarna; á Grunnskóla kerfið, all nokkra sök, einnig. Í því gamla; sem ríkti fram til 1974/1975, voru áherzlur, sem lágmarks metnaður kennara, til uppfræðslunnar, allt aðrar - því; er nú kannski komið, sem komið er, gott fólk.
Jón Ríkharðsson; góðvinur minn snjalli !
Ekki; ekki, gera svo lítið, úr verðleikum þínum, með því að viðhalda umræðu, um ódáminn Davíð Oddsson; einhverja lágkúrulegustu afurð Suður- Múla sýslu, með einhverju skenzi, til þeirra Hilmars Jónssonar - og annarra þeirra, sem ENN hafa burði til, að hanga í afturenda, skít hauga hjúanna;; Jóhönnu og Steingríms, ágæti drengur.
Komist þú hjá því; að nokkru, Jón minn.
Með beztu kveðjum; úr utanverðu Árnesþingi, sem jafnan /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 21:02
Ekki gerði ég mér grein fyrir því Baldur að Hilmar Jónsson, sem aldrei hefur lagt neitt gott til nokkurrar umræðu, sé fagmaður í uppdráttarsýki hins almenna aulaháttar, sem gengur undir dulnefninu forvarnarstarf í okkar samtíð. Er einhverjum kunnugt um það að svokallað forvarnarstarf hafi einhvern tíman borið árangur, nema þann einan að útvega "fagaðilum" atvinnu á vegum skattgreiðenda? Fljótt á litið sýnist mér að eftir því sem svokölluðum fagaðilum fjölgar (sálfræðingum,geðlæknum, forvarnarfulltrúum, félagsráðgjöfum, æskulýðsfulltrúum og öðrum þeim sem hafa háskólapróf upp á það að ráðskast með hagi annarra) verði æska þessa lands ráðvilltari og vitlausari.
Eru kannski allir ósammála mér?
Gústaf Níelsson, 10.2.2011 kl. 21:34
"Eru kannski allir ósammála mér?....
Gústaf: það er bara alveg nóg og bara ágætt að þú trúi þessum fornaldaklisjum þínum sjálfur.
Og ég get ekki sagt að ég hafi átt von á burðugri speki frá þér varðandi þessi mál, eftir að hafa lesið illgjörn og heimskuleg kommentin frá þér, ekki síst hér að ofan..
hilmar jónsson, 10.2.2011 kl. 21:57
Ég get ekki sett mig í neitt dómarasæti yfir forvarnarstörfum en í mínum skóla hefur einn kennarinn það embætti aukreitis að vera forvarnarfulltrúi skólans og ráðslagar um hvað eina sem að drykkkjuskap og dópi lýtur. Mér sýnist í heildina sem þar hafi gott starf verið unnið, til dæmis hafa skólaböll tekið geysilegum stakkaskiptum og þá til betri vegar. Eins er með dópið .... þar verður fullnaðarsigur að vísu aldrei unninn en varnarsigrarnir eru margir og þeir skila sínu til lengri tíma litið.
Baldur Hermannsson, 10.2.2011 kl. 22:38
Já ekki skortir fagmanninn lýsingarorðin, það er víst, og fellur á fyrsta bragði. En sannleikanum verður hver sárreiðastur,segir máltækið og kannski er ljótt af mér að sækja svona að þér Hilmar minn. En kannski segir þú okkur hvar forvarnarstarf svokallaðra fagaðila hefur borið árangur? Ég hef grun um að slíkir séu aðeins froðusnakkar, sem þiggja laun frá skattgreiðendum fyrir lítið, ef nokkuð. Þú kannski færir rök fyrir hinu gagnstæða Hilmar minn og gættu þess að æsa þig ekki alveg uppí rjáfur, þótt fagmaður sést.
Gústaf Níelsson, 10.2.2011 kl. 22:43
Þezzu zkandinavízeraða zkólaztebbna zem að gerir ráð fyrir því að foreldrar zetji ábyrgð á uppeldi barna zinna á zkólakerfið hefur enda zkilað þezzum dázamlega árangri...
Steingrímur Helgason, 10.2.2011 kl. 23:46
Þessi skólastefna er nauðsynleg varnaraðgerð vegna þess að foreldrar eru löngu hættir að taka ábyrgð á uppeldi barna sinna.
Baldur Hermannsson, 11.2.2011 kl. 00:01
Og krakkarassgötin meira að segja viðurkenna að hafa verið að ónáða manninn og trufla hann. Þetta mál er með ólíkindum. Dekrið og bullið er allt eins. Er að undra að fór sem fór.
Halla Rut , 11.2.2011 kl. 02:01
Þið Jónas Kristjáns eruð á svipaðri skoðun greinilega: http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/fyrrverandi-ritstjori-dv-radid-skokkarann-sem-tuskadi-til-tolf-ara-barn-til-ad-sidvaeda-aeskuna
Skúli (IP-tala skráð) 11.2.2011 kl. 17:44
Bíðið nú hæg, skokkarinn sagði sjálfur frá því að drengur hefði einfaldlega elt hann, hvað um 200 metra og því hafi skokkarinn algóði algerlega misst stjórn á skapi sínu og snúið drenginn niður.
Svo koma hér menn og mæla með barsmíðum á börnum til að aga þau... svona biblíski fantabrögð sem engu skila nema enn meiri föntum.
Hóli smók sko
DoctorE (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 00:12
Nú þekki ég ekki til þessa Hveragerðis máls en það kæmi ekki á óvart þó það væri skítalykt af því. Ég er hins vegar sammála því að það vantar allan aga á Íslandi, hvort sem það er í uppeldi, í skólum, á vinnustöðum eða í stjórnmálum.
Ég verð svo að vera sammála Hilmari gagnvart færslu 6 frá honum Gústafi. Það er sorglegt að sjá fullorðið fólk hugsa svona og það er ekki skrítið að ungdómurinn sé brenglaður ef þetta er fyrirmyndin. Hér er verið að tala um 14 til 17 ára unglingsstúlkur sem eru misnotaðar af fullorðnum karlmönnum og um það segir Gústaf orðrétt:
"En eru þær ekki í þeim félagsskap sem hæfir þeim miðað við lifnaðarhættina?"
Þetta er annað hvort sjúkur hugsanaháttur í meira lagi eða vottur um verulega vanþekkingu á málefninu. Þetta er svipað og segja að það sé í lagi að nauðga af því að fórnarlambið hafi boðið upp á það með djörfum klæðnaði eða að það sé í lagi að hrækja á og sparka í liggjandi róna því virðing hans sé hvort sem er engin.
Gústaf er gangandi dæmi þess hvað öflugt forvarnarstarf er nauðsynlegt á Íslandi til að sporna gegn eindæma fávisku eins og þeirri sem birtist í færslu 6.
Pétur Harðarson, 12.2.2011 kl. 02:34
Hann Gústaf, hann talar eins og villimaður aftan úr fornöld; ómarktækur, óupplýstur,óalandi, óþolandi... Zteingrímur er álíka tappi, bullar hér um að skólar beri ábyrgð, að það sé eitthvað plott í gangi að foreldrar velti ábyrgð sinni yfir á skóla.
Púra steypa; Skólar reyna að grípa inn í ef þeir greina eitthvað vandamál, reyna að koma málum í einhvern vitrænan farveg.
Það vill nú þannig til að nokkrir félagar sonar míns eru að lenda í vandamálum.. það eru vandamál heima hjá þeim, drykkja, atvinnuleysi, fátækt; Drengirnir bara sjálfala; Skólinn reynir hvað hann getur til að koma þessum drengjum til hjálpar. Ég veit um mörg svona dæmi víðsvegar um bæinn.
En hann Zteingrímur veit örugglega lítið um skóla, sést á zkrifum hanZ
DoctorE (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 10:11
Ég er sammála Pétri og DoctorE: rót vandans er oftast - en ekki þó alltaf - að finna á heimilinu. Þess vegna er grátlegt þegar þessir sömu ábyrgðarlausu foreldrar koma grenjandi í fjölmiðla og kenna um öllum öðrum en sjálfum sér.
Baldur Hermannsson, 12.2.2011 kl. 12:57
Gústaf Níelsson, þú ert ógeðsleg manneskja og ég vona að þú gerir mannkyninu þann greiða að fjölga þér ekki.
Ég er aftur á móti, upp að vissu marki, sammála upprunalega pistlinum. Það virðist vera að færast sífellt í aukanna að foreldrar reyni að vera "vinir" barnanna sinna frekar heldur en að sjá um að ala þau almennilega upp. Það hlýtur samt að vera einhver millivegur á milli þess að vera of frjálslyndur í uppeldi barnanna sinna og það síðan að vera of harðsvíraður?
Ég get t.d. ekki tekið undir það að hegðun þessa manns sé á einhvern hátt afsakanleg, enda er hann að nálgast þrítugt en krakkinn sem var að angra hann var 12 ára. Fyrir það fyrsta að þá er hann á engan hátt skyldur þessum strák (svo best sem ég veit) og hvað þá að hann sé í einhverju uppeldishlutverki. Ef að þú ert það andlega óstöðugur að 12 ára krakki geti komið þér svona auðveldlega úr jafnvægi ættirðu örugglega að halda þig heima hjá þér, a.m.k. að fá þér kort í einhverri líkamsræktarstöð.
"Það er dapurlegt upp á að horfa hvernig ungt fólk fer í hundana, en það gerir það auðvitað fyrir eigin tilverknað og vegna þess að engir eru til þess að grípa í taumana."
Í fyrsta lagi trúi ég því ekki í eina sekúndu að þér finnist "dapurlegt" að horfa upp á þetta, ég er nokkuð viss um að þér sé skítsama.
Í öðru lagi er verið að reyna að grípa í taumana, það er verið að draga þetta upp á yfirborðið og reyna að skapa umræðu í samfélaginu um þann raunveruleika sem að ungt fólk í neyslu býr við. Þetta kallar þú og aðrir á þessari síðu "tilfinningaklám"! Fyrir þá einföldu ástæðu að samfélagið í heild sinni er að vakna upp við þetta, og þið eigið varla til orð að þetta sé bara venjulegt fólk en ekki fagaðilar í hvítum sloppum.
Hint: Fagaðilar vita núþegar hvernig er komið fram við óharðnaða unglinga í undiheimum hér á landi, það er bara eins og með allt annað í þessum blessaða heimi okkar, það gerist ekkert fyrr en almenningur virkilega vill að það gerist, því við það myndast pólitíksur þrýstingur á að gera eitthvað. Ég held að við vitum flest að íslenskir pólitíkusar gera ekki neitt fyrr en allt er komið í óefni.
"En eru þær ekki í þeim félagsskap sem hæfir þeim miðað við lifnaðarhættina?"
Ég er svo reiður að ég á varla til orð... Við erum öll manneskjur og eigum öll að njóta mannréttinda, engin manneskja nein staðar í heiminum á skilið það sem að þessir krakkar ganga í gegnum.
Maynard (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 18:56
Komið þið sæl; að nýju !
Maynard !
Fyrir það fyrsta; ættir þú, að koma fram, undir fullu nafni - og biðja Gústaf Níelsson afsökunar, á hráka þínum, í hans garð.
Mikið víðs fjarri fer; að við fornvinirnir, Gústaf og ég, séum ávallt sammála um hlutina, en svona ófögnuð í orðum, á ekki að bera á borð, í nokkurri umræðu - hversu; heit, eða þá köld hún er, hverju sinni.
Þér er minnkun ein; að þessum munnsöfnuði;; þér, að segja.
Með; þeim sömu kveðjum, sem fyrri /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 20:31
Óskar: Finnst þér hrákinn frá Gústaf í kommenti nr 6 ásættanlegri ?
hilmar jónsson, 12.2.2011 kl. 21:18
Komið þið sæl; sem fyrr !
Hilmar !
Þarna; skal Gústaf hafa sína meiningu (nr. 6) , út af fyrir sig, enda,...... kunnugri óhófi borgarlífsins, en ég.
Ég er; landsbyggðarmaður, af 1.°, og þekki því ei, til þeirra vandamála, sem stærstu þéttbýlis staðir landsins, hafa við að glíma.
En; þar sem ég er einræðishyggju maður, að upplagi, teldi ég valkosti, eins og útgöngubann, vissan tíma sólarhringsins, vel geta spornað við ýmsum þeim ákomum, sem yngri kynslóðirnar, eiga við að etja.
Þar fyrir utan; vildi ég fækka svokölluðum skemmtistöðum, um allt að 90%, á lands vísu,, vel að merkja, sem kynni að vega þungt, í viðspyrnunni, við eiturlyfja öflunum.
Seljendur; sem dreifendur eitulyfja, á að hengja - hvar; sem til þeirra næst.
Þannig; afgreiða bræður mínir; Kínverjar og Persar (Íranir) málin, alla vega, Hilmar minn.
Með; ekki lakari kveðjum, en þeim fyrri /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 22:30
"Man is least himself when he talks in his own person. Give him a mask, and he will tell you the truth." - Oscar Wilde
Óskar; fyrir það fyrsta ræður þú því ekki hvað ég geri; þar fyrir utan er ég að halda aftur af mér í þessu innleggi. Það sem mér finnst í alvörunni um menn eins og Gústaf held ég fyrir sjálfan mig, nafnleysi eður ei.
Auk þess ertu að verja það að Kínverjar og Íranir drepi fólk, ég held að ég taki takmarkað mark á því hvað þér finnst verða mér til minnkunnar.
"Þarna; skal Gústaf hafa sína meiningu (nr. 6) , út af fyrir sig, enda,...... kunnugri óhófi borgarlífsins, en ég."
Sína meiningu? Ertu að meina að Gústaf hafi sína eigin merkingu orða? Því ég verð að viðurkenna að ég hef verið að nota sömu merkingu orða og allir aðrir í kringum mig, ég hef alltaf haldið að þannig virki tungumál en svona getur maður haft rangt fyrir sér.
Eins og ég skil meiningu orða þessa ævaforna vinar þíns (kudos til þín Óskar) að þá finnst honum bara alls ekkert að því að eldri karlmenn ekki bara notfæri sér fíkn þessara stúlkna (sumar allt niður í 13-14 ára) til þess að svala eigin kynferðislegum fýsnum, heldur að þeir selji aðgang að líkama þeirra til annarra illa innrættra manna. Honum finnst meira að segja þessi félagsskapur HÆFA þessum stelpum.
Ég fer ekki ofan af því að hver sá sem að ber slíkt á borð er ógeðsleg manneskja, en það er eftir sem áður bara mín skoðun, alveg eins og það er skoðun Gústafs að það sé okey-dokey fyrir gjörsamlega siðblinda einstaklinga að notfæra sér ófarir annarra.
Maynard (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 15:17
Komið þið sæl; að nýju !
Maynard !
Þakka þér fyrir; kurteisleg andsvör þín, mér til handa.
En; finnst mér þó, sem þú dragir upp full dökka mynd, af raunverulegri meiningu Gústafs, til þessarra mála - frá; mínum bæjardurum séð, a.m.k.
Stend enn; - og aldrei harðar enn fyrr, á meiningu minni, með það fordæmi, sem Kínverjar og Persar sýna; með afgreiðslu sinna mála, gagnvart eitur lyfja byrlurunum, austur þar, Maynard minn.
Með; sízt lakari kveðjum, en þeim fyrri - og áður /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 15:35
Sæll Óskar, það kann að vera að ég dragi full dökka mynd af "raunverulegum" skoðunum Gústafs, en hann getur þá væntanlega séð um það sjálfur að útskýra hvað hann átti við? Ég er viss um að útskýringin mun bera af í kærleik og samkennd með þeim sem minna mega sín í samfélaginu, þú veist, eins og hin svörin hans.
Auk þess er ég ekki að banna þér að finnast það sjálfsagður hlutur að ríkisstjórnir hafi fullt leyfi til að drepa fólk eins og þeim sýnist. Ég er bara að benda á að það er svolítið erfitt að taka mark á hvað sé mér til "minnkunnar" þegar það eina sem ég hef gert er að setja fram skoðanir mínar á einni manneskju á einhverri bloggsíðu, á meðan þú setur fram skoðanir þínar sem að verja skipulögð morð annarra landa.
Gjáin sem virðist vera á milli skoðanna okkar gæti haft eitthvað með það að gera að þú titlar þig sem "einræðishyggju mann" á meðan ég hef yfirleitt talið að bestu not einræðisherra (og konungsfólks ef út í það er farið) er að nota hausinn á þeim sem fótbolta. Jafnvel þá held ég að þeir kæmu að mjög takmörkuðum notum.
Þannig að eigum við ekki bara að kalla þetta gott?
Kær kveðja, Maynard
Maynard (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 18:28
Komið þið sæl; enn og aftur !
Maynard !
Þakka þér fyrir; afspyrnu myndræna ályktun þína, sem einurð, í tilsvörum öllum.
Jú; ég er sammála þér, um að láta staðar numið, þó svo Gústaf kunni að svara fyrir sig, eftir sínum hætti.
Með; ekki lakari kveðjum, en þeim fyrri /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 23:15
Það vekur mér sanna ánægju og gleði að stutt innlegg mitt í alvarlega umræðu skuli draga fram í dagsljósið hamslausa og nafnlausa hatursmenn mína. Sannleikanum verður hver sárreiðastur, segir máltækið, og það virðist eiga vel við hér. Svo geta lesendur síðunnar velt því fyrir sér í rólegheitunum, hver er ógeðslegasta manneskjan, sem tjáir sig. Fljótt á litið sýnist mér sem ég komist ekki með tærnar þar sem snillingarnir hafa hælana.
Gústaf Níelsson, 19.2.2011 kl. 13:21
"Er þessi vitleysisgangur ekki af sömu rót og þegar unglingsstúlkur, sem leiðst hafa út í dópneyslu og drykkjuskap, týnast, og þá er það nýjasta að kenna einhverjum köllum út í bæ um, hvernig fyrir þeim er komið. En eru þær ekki í þeim félagsskap sem hæfir þeim miðað við lifnaðarhættina? Það var sorglegt að sjá í sjónvarpi unga móður ungrar óreglustúlku kenna öllum öðrum, en stúlkukindinni um hin döpru örlög."
Það eru ekki bara nafnlausir sem hafa eitthvað að athuga við þetta stutta innlegg þitt og ég verð að segja að með þessum örfáu línum þínum nærðu að sýna fram á mun ógeðslegri hugarheim en kemur fram í blótsyrðum nafnlausra. Það er ekki hægt að lesa annað úr orðum þínum en að þér finnist eðlilegt að "kallar út í bæ" hafi skotleyfi á unglingsstúlkur sem hafa leiðst út í neyslu og megi gera við þær það sem þeim sýnist. Dæmi eru um að þessir "kallar" haldi þessum "stúlkukindum" föngnum og selji þær út til annarra "kalla út í bæ". Það þykir kannski í lagi í þínum heimi en mér finnst það ógeðlegur blettur á þjóðfélagi okkar sem þarf að þvo í burtu. Þar dugar ekki að skamma foreldra og kenna ógæfu þessara "stúlkukinda" um. Þessir "kallar út í bæ" eru eitt viðurstyggilegasta form af manneskjum sem til er og þeir eiga heima bak við lás og slá.
Það er frekar aumt af þér að benda á nafnleysi sumra sem hafa skrifað hér þar sem að nafnbirting þín er ekkert sem þú ættir að hreykja þér af eftir svona skrif. Þessi skrif þín bera vott um annað hvort verulegt dómgreindarleysi, viðurstyggilega fordóma eða fádæma heimsku. Sennilega er um að ræða blöndu af þessu öllu. Þú ættir sannarlega að skammast þín.
Pétur Harðarson, 19.2.2011 kl. 15:41
Pétur Harðarson, þú ert greinilega ekki bara með skítinn og óhreinindin að utanverðu, þau eru líka að innanverðu!!
Gústaf Níelsson, 19.2.2011 kl. 19:35
Sniðugt svar, Gústaf. Barnalegt og sniðugt.
Pétur Harðarson, 19.2.2011 kl. 22:56
Komið þið sæl; sem fyrr !
Gústaf og Pétur !
Í Guðanna bænum; farið ekki, með þessa gagnmerku umræðu, niður á þetta forarsvað, ágætu drengir.
Rifið segl; sé þess nokkur kostur, piltar !
Með; sízt lakari kveðjum - en öllum fyrri /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 23:14
Hver er forugur í þessari "gagnmerku umræðu" Óskar Helgi?
Gústaf Níelsson, 19.2.2011 kl. 23:22
Sæl enn; gott fólk !
Þið Pétur báðir; Gústaf minn, með því að leiða þessa orðræðu, niður á þetta lága plan.
Meira að segja; fyrrum haughúsfor,, hins aldna frænda míns, Bjarna Kr. Þor geirssonar, að Hæringsstöðum í Stokkseyrarhreppi, er orðin næsta þurr, enda nokkuð um liðið, síðan sá mæti drengur, lagði af kúabúskap sinn, svo sem.
Og enn; með ekki lakari kveðjum, en fyrri - og áður /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 23:33
Mín vegna máttu alveg standa fyrr og síðar í haughúsfor frænda þíns Óskar Helgi. Í þessari rimmu eru mínir skór skínandi hreinir og stígvélin ónotuð. Þeir sletta skítnum, sem slíkan smekk hafa. Ég er frekar pjattaður.
Gústaf Níelsson, 19.2.2011 kl. 23:39
Komið þið sæl; enn á ný !
Óþarfi er það nú; Gústaf minn, að taka svo óstinnt upp, þó ég vilji bera klæði, á skækla tog ykkar Péturs - eða; er það ekki svo, við nánari umhugsun, ágæti drengur ?
Og; færa mætti umræðuna, til hærri vega, þar með ?
Með; sömu kveðjum /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 23:53
Ég hef reynt að halda skítnum í lágmarki, Óskar, en mér finnst þetta snúa svolítið um orsök og afleiðingu. Þegar maður setur inn skoðanir á borð við þær sem birtust hjá Gústafi þá er ekki von á öðru en skítkasti sem orsakast af reiði og mér þykir það réttlát reiði. En eins og sést þá eru þeir greinilega hreinastir sem orsaka skítkastið.
Pétur Harðarson, 20.2.2011 kl. 00:16
Komið þið sæl; á ný !
Pétur !
Ég vona; að þið Gústaf náið, að verða dús - að minnsta kosti; að verða sam mála um, að vera ósammála, án frekri vandkvæða, þér; að segja.
Ég hefi; allt frá þátta stjórnun Gústafs, á Útvarp Sögu, fyrir nokkrum árum, haft til hans góðar artir - og sakna enn; hans hressilegu orðræðu - sem málafylgju, sem tíðkaðist með ágætum, í síma spjall þáttum hans.
Með; fjarri því, lakari kveðjum, en öðrum áður /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 00:30
Útvarpi Sögu; átti að standa þar /
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 00:30
Þannig að það er væntanlega mér að kenna Pétur Harðarson, að þú ert hreinræktaður drullusokkur?
Gústaf Níelsson, 20.2.2011 kl. 00:31
Nei, þú ert langt frá því að vera nógu áhrifamikill til að ráða mínu innræti Gústaf Níels. Þú virðist fastur í þínum skoðunum og við vitum hvað sagt er um gamla hunda þannig ég sé ekki tilgang í að ræða þetta nánar við þig.
Þakka þér Óskar fyrir að reyna að stilla til friðar en lengra verður ekki náð í bili.
Pétur Harðarson, 20.2.2011 kl. 00:47
Það er þá ágætt að vita að ég er alsaklaus af því að þú ert hreinræktaður drullusokkur, Pétur Harðarson.
Gústaf Níelsson, 20.2.2011 kl. 00:54
Þú ert eini maðurinn sem hefur hengt á mig nafnbótina "hreinræktaður drullusokkur" og því þætti mér forvitnilegt ef þú myndir reyna í fyrsta sinn að rökstyðja mál þitt aðeins, Gústaf Níelsson. Ég hef reynt, í þessari "umræðu", að dæma þig eingöngu eftir þínum innleggjum og það eina sem ég hef borið á þig er dómgreindarleysi, fordómar og heimska (ég bendi á að þú gékkst sjálfur við tvennu af þessu í færslu #16.) Þar sem ég þekki þig ekki betur en þú þekkir mig þá dytti mér ekki í hug að kalla þig drullusokk eingöngu vegna skrifa þinna hér. Það væri frekar fordómafullt af minni hálfu, er það ekki?
Ég stend hins vegar enn fastar en áður á þeirri skoðun minni að þú ættir að skammast þín. Það er örugglega hætta á þroskaðri umræðu frá þessum "stúlkukindum" sem þú hefur svo lítið álit á.
Pétur Harðarson, 20.2.2011 kl. 01:20
Rökin liggja öll á borðinu ef þú vilt sjá þau, Pétur Harðarson. Ekki vissi ég að þú værir asni í þokkabót. Þú getur þó huggað þig við þá hugsun að þú ert ekki sá eini. Þeir eru margir. Snilld þín liggur í orðunum "og það eina sem ég hef borið á þig er dómgreindarleysi, fordómar og heimska". Miðað við þessi ósköp er drullusokksnafnbótin nánast virðingarheiti, sem þú ert fullsæmdur af.
Gústaf Níelsson, 20.2.2011 kl. 01:46
Í færslu #16 segir þú orðrétt:
"Ef aðfinnslur af þessu tagi flokkast undir fordóma, miskunnarleysi og heimsku, skal ég glaður vera allt þetta."
Ég hef ekki kallað þig neinum nöfnum sem þú hefur ekki gengist við sjálfur. En haltu áfram að kalla mig ónöfnum. Það virðist vera þinn eini skjöldur. Sorglegur málflutningur hjá fullorðnum manni og fullkomin sönnun þess að þroski mælist ekki í árum. Óska þér engu að síður alls hins besta og vona að þessi umræða hafi ekki ollið þér langvarandi særindum. Bless.
Pétur Harðarson, 20.2.2011 kl. 02:26
Það hendir að strákum sinnast og þá er stutt í pústra og hrindingar. Í gamla daga var til siðs að berjast drengilega. Strákar gáfu á kjaft en það var bannað að sparka í klofið og ekki þótti heldur göfugmannlegt að slá í magann. Og það tíðkaðist ekki að sparka í liggjandi menn. Ég held að við höfum allir lært drenglyndi af fornsögunum. Svo lærðu strákar að öllum rimmum verður einhvern tíma að slota. Þá gengu menn vígmóðir af velli og fengu skyr og harðfisk heima hjá mömmu.
Baldur Hermannsson, 20.2.2011 kl. 11:52
Harðfiskur og skyr hljómar vel í mínum eyrum. Takk fyrir mig.
Pétur Harðarson, 20.2.2011 kl. 12:18
Takk sömuleiðis, Pétur.
Baldur Hermannsson, 20.2.2011 kl. 12:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.