Geir sló uppgjafartóninn

Geir sló uppgjafartóninn fyrstur manna. Illu heilli hét hann Bretum og Hollendingum ríkisábyrgð á skuldum óreiðumanna erlendis. Hann hefði betur hlýtt ráðum Davíðs Oddssonar: við borgum ekki skuldir óreiðumanna.

Óheilla krákurnar Jóhanna og Steingrímur gerðu illt verra með því að fela Svavari Gestssyni að semja við Breta. Svavar hefur aldrei skilað góðu verki í dagslok og gerði það ekki heldur þarna. Svavar, Steingrímur og Jóhanna hefðu í fíflsku sinni og hégómaskap keyrt íslensku þjóðinna í gjaldþrot ef betri menn hefðu ekki reist rönd við ofræði þeirra.

Bjarni Ben vill nú gefast upp og sennilega gerir hann rétt í því. Við getum ekki unnið þennan slag. 

En höfum þó eitt á hreinu: með almennilegan mann í forystu hefði þetta aldrei gerst. Nú þarf hver vinnandi maður á Íslandi að greiða 500 000 krónur fyrir Icesave. Það er þungt högg en við lifum það af. 


mbl.is Geir styður Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Eftir lestur á grein eftir Lárus Blöndal á Vísir.is í dag, þá mundi ég trúlega segja Já við þessum samning, áhættan væri of mikil að hafna honum.

Ragnar Gunnlaugsson, 5.2.2011 kl. 15:57

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki sofið á verðinum á sínum tíma, þá þyrftum við ekki að borga neitt nú Baldur..Pældu í því..

hilmar jónsson, 5.2.2011 kl. 16:06

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Náhirðin grætur sinn fallna formann.....Og ég er ekki að tala um Geir

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.2.2011 kl. 16:07

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég hef löngum verið harður andstæðingur þess að við greiðum Icesave kröfu Breta og Hollendinga, mér finnst að sýna hefði þurft mikið meiri hörku strax í upphafi.

Einnig hefðu menn átt að vera með gífurlega hörð mótmæli, strax og hryðjuverkalögin voru sett á okkur.

En fyrrverandi og núverandi stjórnvöld héldu ekki nógu fast á þessum málum í upphafi, það hefur gert stöðuna verri.

Ég er enn á þeirri skoðun að við eigum ekki að borga, en ég er alltaf tilbúinn til að endurskoða mína afstöðu ef hún hefur reynst röng.

Allt tal um hrosakaup í þessu samhengi finnst me´r ekki sannfærandi málflutningur.

Staða Sjálfstæðisflokksins og forystunnar hefur verið veik, menn leika sér ekki að því að taka svona áhættu, svo mikið er víst.

Engu að síður hefur Bjarni Benediktsson sýnt aðdáunarvert hugrekki, það sýnir að dugur er í honum.

Það þarf kjark til að standa fyrir framan flokksmenn, sem margir hverjir saka hann um að hafa farið gegn landsfundarályktun, sem er vissulega rétt. En hann hefur kjark til að svara erfiðum spurningum á yfirvegaðan hátt. Hann vék sér ekki undan neinni spurningu á fundinum í dag.

Það má segja að þetta geti annaðhvort verið pólitískt sjálfsmorð hjá honum, eða að honum tekst að sanna sig það vel, að hann verður talinn í hópi sterkustu leiðtoga sjálfstæðismanna. 

Það mun koma í ljós í framtíðinni, en ég virði alltaf menn sem þora að standa með eigin sannfæringu.

Jón Ríkharðsson, 5.2.2011 kl. 16:21

5 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Það kallast seint dugur og hugrekki að fallast á haugalýgi. Bjarni Ben þyrfti að láta setja aftur á sig bleyju og fara svo í leikskóla því það eru sirka 30ár í að hann geti orðið alvöru formaður með þor og kjark.

Elís Már Kjartansson, 5.2.2011 kl. 16:42

6 identicon

Þarf kjark til að standa fyrir framan flokksmenn? Flokksmönnum til upplýsingar þá snýst málið ekki um nafla Sjálfstæðisflokksins. Ef menn vilja búa í réttarríki þá útklá þeir deilumál fyrir dómstólum. Í lífinu er svo margt verra en pólitískt sjálfsmorð.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 16:48

7 identicon

Hugrekkið er að standa með þjóðinni ekki fámennum hagsmunahópi. Icesafe skal í þjóðaratkvæði hvað sem raular og tautar.

Þrymur Sveinsson (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 16:48

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Hvað uppgjöf er í þér Baldur.

Hvenær hættir þú að styðja þinn mann???

En yrði þú sáttur að Alþingi Íslendinga kæmist af þeirri pólitísku lausn, að allir sem hefðu einhvern tímann lýst stuðningi við Davíð Oddsson myndu greiða???

Eða allir sem hétu nöfnum sem byrjuðu á 4 fyrstu stöfum stafrófsins, og eini lagalegi ágreiningurinn væri hvort C teldist með???

Gættu að ef menn lúta ekki reglum réttarríkisins, og skýrum ákvæðum stjórnarskrárinnar, með þeim rökum að ískalt hagsmunamat kalli á pólitíska lausn, þá eru menn komnir út á akur þar sem allt má uppskera, bara ef 33 þingmenn eða fleiri koma sér saman um það.

Er þetta það þjóðfélag sem þú vilt að börnin okkar erfi.

Þjóðfélag geðþótta???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.2.2011 kl. 16:52

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hilmar minn, hver var bankamálaráðherra þegar hrunið varð? Var það ekki Samfylkingarmaðurinn sem skrifaði fjálglega um bankana mánuði fyrir hrun og sagði að þar væri allt í stakasta lagi.....?

Baldur Hermannsson, 5.2.2011 kl. 17:07

10 Smámynd: hilmar  jónsson

Hver var forsætisráðherra ?

hilmar jónsson, 5.2.2011 kl. 17:11

11 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Jón Ríkharðsson" Ertu með þessu að segja að þér þyki hann standa sig vel, sá aldrei hvikar frá eigin skoðunum. Við vitum allir um einn sem er svoleiðis og mér hugnast hann ekki!! Þetta mál verður að fara fyrir þjóðina, annað væri brot á stjórnarskrá. Það er mitt mat.

Eyjólfur G Svavarsson, 5.2.2011 kl. 17:20

12 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það segir kannski sína sögu, hvað bankamálin hér voru í miklu myrkri. Að nokkrum vikum eftir að formaður stjórnar FME, bregður sér í hlutverk auglýsingamódels og faguryrðaskrifara, Icesave Landbankans í Hollandi til handa, þá afhendir Björgvin G. þeim landsbankamönnum, verðlaun fyrir ársreikninginn fyrir árið 2007.

Kristinn Karl Brynjarsson, 5.2.2011 kl. 17:31

13 identicon

500.000 þúsund kall a mann er lítilræði m.v. hvað við þurfum að greiða fyrir gjaldþrot Seðlabankans, og hver stjórnaði þar þegar allt fór til helvítis? alla vega ekki styrkur stjórnandi. BH, þú veist betur enda bráðvel gefinn, af hverju ertu með þessa vitleysu?

Heyr minn himnasmiður (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 17:32

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Heyr minn himnasmiður, Seðlabankinn varð ekki gjaldþrota, það er ofmælt. Vissulega glataði hann fé en það er nú svo að þegar fyrirtæki fara á hausinn þá tapa þeir sem hafa lánað þeim. Bæði austan hafs og vestan hafa ríkisstjórnir mokað gríðarlegum fjármunum í bankana. Því miður, kunningi, það er kreppa í heiminum og synd að þú skulir ekki geta klínt henni á Davíð Oddsson ........en þú skalt samt reyna.

Baldur Hermannsson, 5.2.2011 kl. 17:39

15 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

haha, alltaf fjör hjá þér Baldur, en þú gleymdir punktinum á milli 500 og 000, mátt ekki gera það þegar þú fyllir út skattskýrsluna næst í mars! Legg annars til að við staðgreiðum sem flest þennan "Fummkall" og með þjóðaratkvæðagreiðslu um slíkt lítilræði, nei takk, nóg komið af slíku.

Magnús Geir Guðmundsson, 5.2.2011 kl. 17:39

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Magnús, ég hef aldrei botnað í þessari punktahefð .... mér finnst einfaldast að hafa bil: 50 000 000 000 krónur, takk fyrir.

Baldur Hermannsson, 5.2.2011 kl. 17:42

17 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Æ, það voru nú samt "skítnir" 270 milljarðar eða svo sem dæla þurfti í Seðlabankaræfilinn vegna afglapaákvarðanna Baldur minn "ástarbréfa" o.s.frv. en það skiptir heyrist mér engu máli því kofinn fór ekki formlega undir hamarinn?!

Magnús Geir Guðmundsson, 5.2.2011 kl. 17:46

18 identicon

Flott hja þér Baldur að kaffæra þennan asna sem kallar sig Heyr minn himnasmiður, ég kannast við kauða, stórskrítinn andskoti, amma hans var með skegg og narfa og tók í vörina. Alveg rétt hjá þér, Seðlabankinn tapaði 350 milljörðum en það er engum að kenna nema, nema .......... nema ,,,,,,,,,,,,, helvíti maður, ég man ekki hvað ég ætlaði að segja.

Bárður Bringdal (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 17:48

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er nú ofmælt að kalla það afglapaákvarðanir að reyna að halda bankakerfinu á floti. Eitthvað hefðir þú sagt ef það hefði ekki verið reynt.

Baldur Hermannsson, 5.2.2011 kl. 17:48

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Bárður, þú hefur örugglega ætlað að telja upp Jón Ásgeir og aðra þá sem rændu bankana innan frá.

Baldur Hermannsson, 5.2.2011 kl. 17:49

21 identicon

Mætti ég gerast svo djarfur að benda öllum á bls 6 í Fréttablaðinu í dag, á frétt sem byrjar á Malaví................... ég hef ekki hlegið eins mikið frá hruninu góða sem engum er um að kenna nema kannski mér. Og B, Guð blessi þig gamli selur.

Bárður asni Bringdal (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 18:04

22 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það nú gott gamli asni ef þú ætlar að taka hrunið á þínar breiðu herðar. Þá er það mál útrætt. Og prumpum sælir og glaðir áður en Svandís bannar það.

Baldur Hermannsson, 5.2.2011 kl. 18:09

23 Smámynd: Sigurður Þórðarson

"Allt í lagi að samþykkja Æsseif, því sjálfstæðismönnum verður kennt um það"   Þetta hefur maður oft sé hjá ESB vinum.  Er hatrið svo blint á flokknum að menn séu tilbúnir til að skaða þjóð sína?

Sigurður Þórðarson, 5.2.2011 kl. 18:23

24 Smámynd: Baldur Hermannsson

Icesave skrifast alfarið á Björgvin Sigurðsson Samfylkingarráðherra.

Baldur Hermannsson, 5.2.2011 kl. 18:28

25 Smámynd: hilmar  jónsson

Björgvin ber vissulega ábyrgð Bladur en titillinn HÖFUÐÁBYRGÐ, hlýtur að falla í skaut skipstjórans sjálfs, Geirs Hilmars Harde...

hilmar jónsson, 5.2.2011 kl. 18:32

26 Smámynd: Baldur Hermannsson

Höfuðábyrgðina ber Bárður Bringdal, sbr. # 21. Að öðru leyti skrifast þetta á Björgvin.

Baldur Hermannsson, 5.2.2011 kl. 18:35

27 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég ætla aðeins að svara spurningu þeirri sem Eyjólfur G. Svavarsson beindi til mín.

Já, mér fannst Bjarni standa sig vel og sýna mikinn kjark, þótt ég hafi ekki verið sáttur við að samþykkja samninganna. Það þarf mikinn kjark til að standa fyrir framan fullt af fólki og hlusta á harða gagnrýni, án þess að haggast neitt.

Svo hvernig sagan kemur til með að dæma Sjálfstæðisflokkinn fyrir þetta allt saman, það hef ég ekki hugmynd um.

Ég er haldin þeim takmörkunum að vita ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, ég þarf líka langan tíma til að kynna mér mál áður en ég get fullyrt eitthvað um þau.

Ég er augljóslega ekki fæddur með þá sérgáfu sem margir vinstri menn hér í bloggheimum státa af, að geta rennt augum yfir fréttir fjölmiðla og verið þá inni í öllum málum.

Enda vonast ég til að þurfa ekki að éta eins margt ofan í mig og þeir sökum sinnar vafasömu sérgáfu.

Svo aðeins til að leiðrétta Hilmar, hann eins og svo margir vitna í siglingalög.

Þau voru eitt sinn þannig, að skipstjórinn bar einn ábyrgð á öllu, hvort sem hann var á vaktinni eða ekki.

Síðan hefur lögum verið breytt í þá veru að stýrimaður getur verið sóttur til saka, en ekki skipstjóri, ef sýnt þykir að skipstjórinn hafi ekki verið á vakt.

Jón Ríkharðsson, 5.2.2011 kl. 18:52

28 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það fékk Hilmar ókeypis tilsögn í siglingafræðum. Kemur sér vel þegar skellir sér í pungaprófið.

Baldur Hermannsson, 5.2.2011 kl. 18:53

29 identicon

http://www.dv.is/frettir/2010/6/17/somalskir-sjoraeningjar-daemdir-i-hollandi/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 18:59

30 identicon

Þegi þú Bárður Bringdal, amma mín var bara með yfirskegg, ekki alskegg, svo átti hún til hjóla í hringi a sunnudögum, en hún kaus alltaf Sjálfstæðisflokkinn og dáði Davíð og hafðu það.

Heyr minn hinasmiður (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 19:00

31 identicon

Mér er tregt um tungu að hræra. Sjálfstæðiflokkurinn hefur yfirgefið mig og gengið í Samfylkinguna. Nú er ekkert framundan.

Sigvaldi Ólafsson (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 19:08

32 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hertu upp hugann Sigvaldi. Þú ert í þann mund að fá tvo fyrir einn .....tvo Sjálfstæðisflokka þar sem áður var bara einn.

Baldur Hermannsson, 5.2.2011 kl. 19:21

33 identicon

Þessi kjúklingur Bjarni Benediktsson mun segja það sama í fyllingu tímans þegar hann mun mæla með því að aðild að ESB verði samþykkt.

"Ískalt hagsmunamat ræður för".

og hinar gungurnar og druslurnar í þingflokknum munu gagga í kór með honum (mínus Unnur Brá, hin nýja Snæfríður Íslandssól Íslands).

Sigvaldi Ólafsson (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 19:28

34 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Baldur minn, miðað við málflutning hans oft hér í bloggheimum, þá mun hann örugglega ekki taka mark á kennaranum, þegar hann fer í siglingaskólann.

Það stendur heldur ekkert um þetta í Fréttablaðinu, hvernig ábyrgð manna er til sjós.

Jón Ríkharðsson, 5.2.2011 kl. 19:34

35 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jón, það lendir víst á okkur að koma vitinu fyrir Hilmar Jónsson. Byrði hvíta mannsins, þú skilur.

Baldur Hermannsson, 5.2.2011 kl. 19:51

36 Smámynd: hilmar  jónsson

Hmm. það er ekki amarlegt að eiga mentora að ykkar kaliberi að..

hilmar jónsson, 5.2.2011 kl. 20:35

37 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það er alveg rétt hjá Jóni Ríkharðssyni að Bjarni sýndi aðdáunarvert hugrekki með því að svíkja allt það sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir. Hans aðalráðgjafar virðast vera tveir gamlir kommúnistar, Illugi Gunnarsson og Tryggvi Þór Herbertsson. Ég treysti engum sem einhvern tíman trúði á alræði og gúlag, og skiptir engu hvað oft þeir sverja sig frá sinni barnatrú. Það er eins og að treysta á trygglyndi „frelsaðrar“ mellu. Ég hef stutt Bjarna hingað til en því er nú lokið. Eins og Sigvaldi segir hér að ofan: „Þessi kjúklingur Bjarni Benediktsson mun segja það sama í fyllingu tímans þegar hann mun mæla með því að aðild að ESB verði samþykkt. "

Svo bregðast krosstré sem önnur tré. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 5.2.2011 kl. 21:01

38 identicon

Hef áreiðanlegar heimildir fyrir því BH að Ólí Klemm ásamt Jóni Rikharðssyni, Hilmari Jonssyni og Vilhjálmi Eyþórs munu vera að stofna nýjan stjornmálaflokk; Frjalslynda Ihaldsflokkinn og enginn annar en Jon Valur (guðsmaður) muni vea formaðu. Getur þetta verið satt?

Bárður Bringdal eldri (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 21:16

39 Smámynd: hilmar  jónsson

Hver lak ?

hilmar jónsson, 5.2.2011 kl. 21:17

40 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe ....... alla vega var Hilmar Jónsson á fundinum í Valhöll í dag, líklega til þess að klófesta vansæla íhaldsmenn.

Baldur Hermannsson, 5.2.2011 kl. 21:34

41 identicon

Fyndið var að sjá og auðsjáanlegt um leið klappgengið sem Friðrik Sophusson var búin að raða á fremstu bekki .

Númi (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 22:44

42 identicon

Ömurlegt hefur verið í dag að horfa á hina fyrirlitlegu Baugsmiðla og þeirra handbendi dæla áróðri sínum yfir landsmenn í fréttaflutningi af þessari ógæfulegu ákvörðun meirihluta þingflokks  Sjálfstæðisflokksins. Og ömurlegt var að horfa á Geir Haarde styðja þetta, á engu góðu átti ég von frá kvislingnum Þorsteini Pálssyni.

Grein Tómasar Inga Olrich í Morgunblaðinu er skyldulesning. 

Íslandi allt!

Sigvaldi Ólafsson (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 23:32

43 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég færi Bárði Bringdal eldri maklegar þakkir fyrir hans athyglisverðu sögu um stofnun flokksins.

Ég ávallt í heiðri þá hefð að eyðileggja ekki góða sögu með sannleikanum, mér finnst þetta góð saga hjá honum.

Hugmyndaflug hans er augljóslega vel virkt og nafnið "Frjálslyndi Íhaldsflokkurinn hljómar vel.

Er ég þá kannski varaformaður af því að ég heiti sama nafni og formaðurinn?

Það á aldrei að byrja góða sögu og hætta svo, hverjir eru fleiri í flokknum Bárður minn?

Jón Ríkharðsson, 6.2.2011 kl. 00:47

44 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nú líst mér vel á þig Baldur. Ekkert IceSave!

Þetta er lögleysa, sem enginn heilvita maður styður nema kannski lögleysingjar eins og Bjarni Benediktsson og Geir H. Haarde. ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 6.2.2011 kl. 03:02

45 identicon

Sæll.

Menn virðast vera ansi fljótir að gleyma því að allur réttur er okkar megin. ESB var nýlega, ef ég man rétt, að breyta tilskipun þannig að ríkisábyrgð ætti að vera á innistæðutryggingastjóðum. Sú breyting er röng og vitlaus en segir allt sem segja þarf, það var ekki ríkistrygging á innistæðusjóðnum. Af hverju ættum við að borga það sem okkur ber engin lagaleg skylda til að borga?

Ég var lengi vel sammála Bjarna með það að ég vildi semja en eftir framkomu þessara þjóða við okkur vil ég það ekki lengur. Framkoma þeirra er með þeim hætti að við eigum ekkert vantalað við þær um þessi mál. Allur réttur er okkar megin, við skulum ekki gleyma því og það hafa margir málsmetandi menn sagt - bæði innlendir sem erlendir. Það er kjarni málsins - allt annað eru aukatriði.

Gleymum heldur ekki dómsdagsspám þeim varðandi örlög okkar ef við samþykktum ekki Icesave. Hverjar þeirra hafa ræst? Engin! Það er ekkert mark takandi á Steingrími og hans líkum. Bjarni veit ekki hvað hann er að tala um, hann kemur vel fyrir, eins og Steingrímur, en menn útskýra ekki með mælsku ákveðna hluti í burtu. Við höfum allan rétt okkar megin og því engin ástæða til að samþykkja þennan samning eftir framkomu þessara þjóða við okkur.

Mér finnst líka frekar skrýtið að margir réttlæta Icesave með öðrum slæmum hlut, tæknilegu gjaldþroti Seðlabankans. Hefði hann ekki lánað viðskiptabönkunum hefði hann verið sakaður um að bregða fæti fyrir þá. Englandsbanki tapaði líka miklum fjármunum en ekki var skipt um bankastjóra þar! Þurfum við s.s. að samþykkja Icesave vegna þess hvernig fór fyrir Seðlabankanum? Gætum við gefið skít í Icesave ef ekkert hefði hent SÍ? Rökleysan er alger!

Þetta "ískalda"  hagsmunamat Bjarna er einfaldlega rangt og það hefur líka reynst honum misjafnlega í hans persónulegu viðskiptafléttum. Ég vil ekki að mín börn og barnabörn séu að borga fyrir hagsmunamat Bjarna, Jóhönnu eða Steingríms. Þetta fólk getur borgað þetta prívat og persónulega og geri ég það hér með að tillögu minni að þeir einstaklingar sem styðja þetta mál borgi það en hinir sem ekki styðja það borgi ekki krónu. Ég er orðinn þreyttur á að borga fyrir mistök og gæluverkefni annarra. Sjálfstæðisflokkinn kýs ég hins vegar ekki með þennan mannskap innanborðs! Ef flokkurinn hefði á að skipa alvöru mannskap væri fylgi hans án efa komið yfir 50% enda þessi ríkisstjórn alveg vonlaus og að kalla hana verstu ríkisstjórn landsins í raun hrós svo léleg er hún.  

Helgi (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 11:27

46 Smámynd: Baldur Hermannsson

Afar skeleggur pistill Helgi, takk fyrir hann. Hefurðu lesið samtal Fréttablaðsins við Lárus Blöndal, sem birtist í gær? Ef þetta mál færi í dóm og við töpuðum þá yrði skellurinn margfalt harðari. Sú röksemd hefur örugglega vegið þungt þegar Bjarni ákvað að lúffa. En viðskiptahagsmunir koma örugglega einnig við sögu þótt ekki hafi menn flíkað því.

Baldur Hermannsson, 6.2.2011 kl. 11:33

47 identicon

Sæll.

Nei, ég hef ekki lesið það en greinar hans í Mogganum fyrir nokkru las ég. Ég veit ekki betur en þetta samkomulag sé í alla staði eins og það fyrra en upphæðin einungis lægri. Eftir stendur að þessar kröfur eru löglausar.

http://andriki.is/default.asp?art=03022011

Við skulum ekki gleyma því sem á borð var fyrir okkur borið í fyrra varðandi ólögmæti þessara krafna, hvað hefur breyst?

Eigum við virkilega sand af seðlum, svo mikið að okkur muni ekkert um að borga þessa kröfu? Kapítalismi gengur út á frelsi, m.a., til að græða og tapa. Þegar hagnaður myndast rennur hann ekki allur til ríkisins, er það? Þá á auðvitað það sama að gilda um tapið.

http://geiragustsson.blog.is/blog/geiragustsson/entry/1139889/

Takk fyrir líflegt og skemmtileg blogg B.

Kv. :-)

Helgi (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 11:40

48 Smámynd: Baldur Hermannsson

Helgi minn, ég þykist viss um að hefðum við flugher og flota yrðum við ekki rukkaðir um svo mikið sem eina evru. En því er ekki að heilsa. Og ég er líka viss um að færi þetta mál fyrir einhvern Evrópudómstól þá yrði stigið ofan á okkur eins og hvert annað skordýr sem er til leiðinda. Það kostar að vera smávaxinn.

Baldur Hermannsson, 6.2.2011 kl. 11:53

49 identicon

Sæll.

Nei, kannski kostar stærðin okkur nokkuð. Bretinn sagði ekki orð þegar Kaninn lét Lehmann Bros fara á hausinn þó margir töpuðu á því.

Ég er þó á því að Bretar og Hollendingar hefðu nú þegar hafið málatilbúnað gegn okkur ef þeir væru með sterkt mál í höndunum en þeir eru ekki með neitt mál í höndunum og það vita þeir bersýnilega betur en við. Þeir vita hins vegar að þeir mæta engri mótstöðu frá okkur og ganga því á lagið líkt og frekt barn.

Nú þyrfti einhver góður maður að grafa upp öll þau ágætu rök sem komu fram í fyrra um ólögmæti þessara krafna. Það hefur ekki breyst. Icesave III er alveg eins og Icesave I og Icesave II, á þessum samningum er einungis stigsmunur en ekki eðlismunur. Af hverju ættu þá ekki fyrri rök um ólögmæti fyrri samnings að eiga við núna?

Helgi (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 12:01

50 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þau rök eiga jafn vel við núna. En margur maðurinn hefur farið fyrir dómstól með haldbær rök en runnið á rassinn eigi að síður.

Baldur Hermannsson, 6.2.2011 kl. 12:05

51 identicon

Smæð og herleysi háir okkur núna og ekki þurfum við að gera okkur vonir um vorkun v/smæðar þar sem hroki hefur einkennt hegðun okkar út á við. Björn B. farinn að urra í hýði sínu.

Solveig (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 13:44

52 identicon

Smá sjómannataktur hér - enginn uppgjafartónn!

Jóhanna (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 13:53

53 identicon

"Sjálfstæðisflokkurinn" er nú í alvöru talað í hyldjúðpum skít uppfyrir eyru þegar helsti talsmaður hans er orðinn Tryggvi Þór Herbertsson, einn af mönnunum sem eyðilögðu Ísland og lögðu hér allt í rúst.

Barði Gangdal (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 15:44

54 Smámynd: Baldur Hermannsson

Barði Gangdal, hvernig fór Tryggvi Þór að því að eyðileggja Ísland? Þetta er stóreflis ásökun og hana verður að styðja gildum rökum.

Baldur Hermannsson, 6.2.2011 kl. 16:15

55 identicon

Hann er einn af bankabófunum sem báru bara meira hrís á bálið þegar átti að segja stopp. Fræg er skýrsla hans og einhvers bandarísks vanvita um að hér væri allt í himnalagi þegar skíðlogaði í kofanum og hann að falli kominn. Það eru sögur af Tryggva og kollegum hans í fjölmiðlum daglega. Sukkið og svínaríið yfirgengilegt.  Lestu það.

Barði Gangdal (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 16:18

56 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég hef hvergi séð minnst á sukk og svínarí Tryggva Þórs í fjölmiðlum svo það hlýtur að vera vandlega falið. Aldrei varð hann heldur bankastjóri svo þarna er einhver misskilningur á ferðinni. Hann var viðriðinn eitthvert braskfyrirtæki en það eyðilagði ekki Ísland. Skýrslu reit hann sem fræg varð að endemum ..... en hún eyðilagði ekki Ísland. Hinu verður ekki neitað að hann var partur af hrunkúltúrnum og það er og verður ljóður á ráði hans.

Baldur Hermannsson, 6.2.2011 kl. 16:42

57 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvernig fór Tryggvi Þór Herbertsson að því að eyðileggja Ísland? Þessi fyrrverandi forstjóri Askar Capital situr nú á Alþingi fyrir hönd Milestone samsteypunnar eftir að hafa sett Askar/Avant á hausinn á mettíma (tveimur árum) með fjölda kolólöglegra viðskiptagjörninga, en lögbrot virðast hafa verið reglan fremur en undantekningin í þeirri skipulögðu glæpastarfsemi. Á því tímabili tókst honum að tapa tugum milljarða en greiða þrátt fyrir það sjálfum sér tugmilljóna bónusa, meira að segja á sama tíma og hann gegndi stöðu efnahagsráðgjafa við forsætisráðuneyti Geirs H. Haarde sem er ekki bara óviðeigandi heldur beinlínis glæpsamlegt. Þess má geta að Tryggvi var meðhöfundur frægrar skýrslu/áróðursrits fyrir Viðskiptaráð árið 2006 um fjármála(ó)stöðugleika á Íslandi, og þáði milljónir fyrir það verk ásamt veiðifélaga sínum Mishkin sem er ekki upp á marga fiska hvorki í laxveiði né hagfræði. Tryggvi var einnig höfundur skýrslu um samráð olíufélaganna þar sem hann komst að þeirri niðurstöðu að það hefði ekki haft áhrif á eldsneytisverð, allavega ekki umfram verðlagshækkanir á bensíni almennt. Þó ákvarðnir um verðlagshækkanir hafi verið teknar í samráði þá taldi Tryggvi ekkert orsakasamhengi þar á milli, sem er klárlega rökleysa og afskrifast þar með sem áróður í þágu skipulagðrar glæpastarfsemi.

Gaurinn eyðilagði kannski ekki Ísland einn síns liðs en var tvímælalaust samverkamaður. Ísland var eyðilagt af mönnum sem höguðu sér nákvæmlega eins og hann.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.2.2011 kl. 16:53

58 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Baldur: Tryggvi Þór var víst bankastjóri, yfir Askar Capital, sem ásamt dótturfélaginu Avant fór á hausinn beinlínis vegna lögbrota. Svo var sukkið í kringum Milestone/Vafning allt undir hans handleiðslu hjá Askar. Sá sem ekki hefur heyrt minnst á þetta í fjölmiðlum hefur einfaldlega ekki verið að fylgjast með.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.2.2011 kl. 16:58

59 Smámynd: Baldur Hermannsson

Tryggvi Þór situr á Alþingi fyrir hönd almennings í Norðurlands kjördæmi eystra, en ekki Milestone. Þótt hann hafi starfað hjá fyrirtæki sem fór á hausinn verður hvergi um hann sagt að hann hafi eyðilagt Ísland. Það er aulalegt að mála veröldina í svart hvítu. Og þótt Ísland hafi verið eyðilagt af mönnum sem höguðu sér eins og hann var hann ekki í þeim hópi. Hann hefur sinn djöful að draga og óþarfi að gera hans hlut verri en efni standa til.

Baldur Hermannsson, 6.2.2011 kl. 16:59

60 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Baldur, tilheyrir Tryggvi semsagt ekki hópi sem er skilgreindur þannig að menn í þeim hópi hafi hegðað sér eins og Tryggvi? Með þessu ertu að segja að Tryggvi hafi ekki hegðað sér eins og Tryggvi. Slík rökleysa minnir mig nú einna helst á Tryggva sjálfan!

En vissulega situr Tryggvi á þingi í umboði kjósenda þó ég hafi tekið frjálslega til orða. Það sem ég meina hinsvegar með því er að kosningaþáttaka hans var að sjálfsögðu fjármögnuð með þeim peningum sem honum voru úthlutaðir út úr Askar/Avant sem tilheyrði Milestone samsteypunni áður en hún fór á hausinn.

Þó að ég skýri frá þessum staðreyndum er ég ekki að gera hlut Tryggva neitt verri, enda er vart á það bætandi sem hann hefur sjálfur gert í þeim efnum.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.2.2011 kl. 17:23

61 identicon

Baldur ég sagði: "....einn af mönnunum sem eyðilögðu Ísland og lögðu hér allt í rúst".

Þú segir:  "...hann var partur af hrunkúltúrnum".

Erum við þá ekki sammála? Þessi maður var sprenglærður, fyrrverandi yfirmaður svokallaðrar Hagfræðstofnunar Háskóla Íslands sem ungaði út illfyglum eins og Ásgeiri Jónssyni og fleirum sem fóru þaðan beint inní bankakerfið og kveiktu í hagkerfinu og rústuðu landinu. Og Tryggvi þessi var einn af brennuvörgunum og bölvaður sé hann ætíð og um allar aldir fyrir það. Komandi kynslóðir Íslendinga eiga eftir að formæla þessum mönnum og míga á grafir þeirra. 

Barði Gangdal (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 17:31

62 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Hér gætir alvarlegs misskilnings. Það erum ekki við sem erum Davíðsmegin sem þurfum að stofna nýan flokk. Bjarni, Þorgerður Katrín Vilhjálmur Egilsson og kó eiga hins vegar að stofna nýjan flokk. Þau eiga ekki lengur heima í Sjálfstæðisflokknum.

Vilhjálmur Eyþórsson, 6.2.2011 kl. 19:13

63 Smámynd: Baldur Hermannsson

Barði Gangdal, ef þú hefur í hyggja að míga á gröf Tryggva Þórs vil ég hvetja þig til þess að drekka þig fyrst kengfullan af eðalvíni svo bunan gleðji náinn. Ég hef hvatt til þess sjálfur að Sjálfstæðisflokkurinn hreinsi framboðslistana af öllum sem þátt tóku í hrunkúltúrnum og Tryggvi Þór er vissulega þar á meðal ..... en það er engin leið að skipa honum í flokk með Jóni Ásgeiri, Sigurjóni Árnasyni, Björgvin Sigurðssyni og þeim bræðrum öllum sem sannanlega lögðu Ísland í eyði.

Baldur Hermannsson, 6.2.2011 kl. 19:17

64 Smámynd: Björn Birgisson

Gott ad Baldur er a vaktinni! Til thess tharf gott fólk!

Björn Birgisson, 6.2.2011 kl. 23:46

65 Smámynd: Offari

Nú held ég að Baldur sé allveg að verða Framsóknarmaður.  Ég held reyndar að bæði Geir og Bjarni vilji ljúka þessu frekar með sátt en deilum. 

Offari, 7.2.2011 kl. 11:46

66 identicon

Það er augljóst á öllum bloggsíðum sem skrifaðar eru af góðum og gegnum flokksliðum í Sjálfstæðisflokknum núþegar þeir hafa áttað sig á hvað hefur gerst, að hryggjarstykkið í flokknum er snúast gegn forystu flokksins og nær öllum þingflokknum. Enda skynjar fólk að þetta er rangt að styðja ICESAVE þegar málaliðar Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á 365 miðlum og RUV, auk blogglúðrasveitar keppast við að hrósa Bjarna Benediktssyni og hjörð hans.  

Sigvaldi Ólafsson (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 340675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband